Heimskringla - 19.01.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 19.01.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 19. JANÚAR 1938 Hicímsknitiila (StofnuB 1SS6) Kemur út á hverjum miBvikudegi. Eigendur: ) jj THE VIKING PRESS LTD. 853 oo S55 Sargent Avenue, Winnipeo Talsimis 86 537 ■ B gj Ver8 blaðslns er $3.00 árgangurinn borglst jp tyrirlram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. | 31] viðsklfta brél blaðinu aðlútandi sendlst: iírnager THE VIKING PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskringla" ls published and printed by THE VIKING PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. U Telepihone: 86 537 ÍuiiiiiiiaiiiiuuiiiiiiiuiiuuyiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiuiimiiiiiiiiiiDiiiiiiiiiiiiiiiiiiiÍff WINNIPEG, 19. JANÚAR 1938 I> JÓÐRÆ KNISMÁLIX í einu af kvæðum Þorsteins Erlingsson- ar, er þeirri spurningu hreyft, hvað það sé, sem dregur farfuglana yfir hið mikla haf heim til Fróns á sumrum frá löndum, sem meiri hlýju og rífari nægtir hafi að bjóða þeim, en ísland. Skáldið svarar spurning- unni á þá leið, að farfuglarnir komi til ís- lands af því að fjöllin taki betur undir söng þeirra þar en annar staðar. Það er ekki eins auðvelt og ætla mætti, að lýsa ættjarðástinni, en það má að öllum líkindum segja að svipað standi á með hana og þrá farfuglanna, að það sé eitt- hvað það við landið, sem menn eru fædd- ir á og í fari þjóðarinnar, sem þeir eru einstaklingar af, sem taki betur undir við þá og bergmáli betur það sem í fylgsnum hjartans býr, en nokkurt annað land eða nokkur fjarskyld þjóð getur gert. Þjóðrækni eða ættjarðarást virðist eins eðlilegt og sjálft þróunarlögmál lífsins. — Maðurinn er svona fyrir langa þróun og erfðir eins og hann er, en ekki öðru vísi. Eins og gróðurinn eða blómin á jörð- unni eru ólík, eftir því hvar þau eru, eins eru þjóðirnar ólíkar vegna þess, að þær eru sportnar upp úr ólíkum jarðvegi og hafa þróast í ólíku umhverfi og loftslagi. Það er hægt að skrifa niður á blað um ættjarðarást og fleira: “Farið heilar fornu dygðir”. En það er alt annað en að upp- ræta hana úr brjóstum manna. Þeir sem fjarri ættjörð sinni eru dæmdir til að búa, komast oft að raun um, að það er hægra sagt en gert, að gleyma henni; þeir mættu alt eins reyna að hætta að hugsa eða finna til. Það hefir margt verið sagt um Þjóð- ræknisstarf Vestur-íslendinga og ekki alt af sem beztum skilningi. En hvernig sem menn líta á það starf, er óhætt að full- yrða, að ættjarðarást og ræktarsemi til þjóðar sinnar á djúpar rætur, á eitthvað skylt við ást barna til foreldra sinna. Að halda því fram að við verðum verri borg- arar þessa lands fyrir það, að halda við íslenzku máli og leitast við að halda sam- bandi við uppruna vorn, er eitthvað svipað og að halda fram, að það sé stór ókostur á þeim, sem vill vera góður þegn þessa lands, að hann unni foreldrum sínum. Að þjóðræknismálinu er hér vikið vegna þess, að nú fer að líða að þjóðræknisþing- inu og vér vildum minna á, að verið er að búa undir að hafa það sem veglegast og skemtilegast. Stjórnarnefnd Þjóðræknis- félagsins er búin að fá þá til að skemta, sem það lætur bezt og auglýsir það innan skamms. “Tímaritið” er verið að prenta. Ungmennafélagið, sem nýlega var stofnað, tekur að sér umsjón eins skemtikvöldsins á þinginu. Frón hefir samkomu annað þingkvöldið eins og að undanförnu. Er forseti þess Ragnar H. Ragnar ekki sof- andi þessa daga fram að þingi; hann hefir sett sér það takmark, að hafa þetta kom- andi “Frónsmót”, eitt hið skemtilegasta í 19 ára sögu deildarinnar. Og vér værum ekki hissa á þó honum tækist það, enda þó í mikið sé ráðist, því honum lætur manna bezt að skemta á samkomum. Þingið verður haldið síðustu vikuna í febrúar eins og venjulega; þeir íslending- ar sem í grend við Winnipeg búa, og sem tíðir gestir eru í bænum, ættu að haga ferðum sínum svo, að þeir gætu setið þing- ið og kynst og fylgst sem bezt með starfi Þjóðræknisfélagsins. Það geta margír sem nærsveitis búa, komið sama daginn og þingið er sett, svo enginn aukatími tapast við það. Fyrir þeim sem f jarri búa, er dá- lítið öðru máli að gegna. En hafi þeir peninga til að skemta sér, fá þeir hvergi meiri eða gagnlegri skemtun fyrir þá, en með því, að sækja þing Þjóðræknisfélags- /ns; þar fer fram hin þjóðlegasta og gagn- legasta skemtun, sem íslendingar eldri sem yngri eiga völ á hér vestra. Frá undirbúningi þingsins verður frekar sagt síðar. Þið kannist við William Tell, sem sagan er um, að skotið hafi eplið af höfði sonar síns og var einn af frelsishetjum Sviss- lands? Hann var þjóðhetja svissnesku þjóðarinnar á sama hátt og George Wash- ington Bandaríkjamanna. Eigi að síður var William Tell aldrei til, og hefir því áldrei skotið eplið af höfði sonar síns. — Þetta átti að hafa skeð 1296, en menn sem rannsakað hafa bókmentir ýmsra þjóða löngu fyrir þann tíma, hafa í þeim fundið sömu söguna nokkru sinnum eða hjá fleiri en einni þjóð. (Nora Stirling—í útvarps- erindum sínum: “Funny Things”). Pius XI., sem páfi varð 1922, var fyrrum ágætur fjallgöngumaður og hafði mikið orð á sér fyrir hve framúrskarandi góður bridge-spilari hann var. RÚMANIA Er Rúmanía, sem hefir tuttugu miljón íbúa og 900,000 manna her, að taka upp fasistastjórn? Þetta er umhugsunarefni hverrar ein- ustu þjóðar í Evrópu þessa stundina, enda veltur tilvera smáríkja sambandsins (The Liittle Entente) á svarinu og viðhorf Frakklands í Mið-Evrópu. Það sem er að gerast í Búkarest, er litið svo alvarlegum augum í París, að Frakkar kváðu vera að hugsa um að veita Rúmaníu engin frekari lán, og hætta að selja þeim vopn eða hern- aðarvörur. í Rúmaníu eru dýrmætar olíulindir; þar eru og góð hveitiræktarhéruð. Þar er mikið af grískum aristókratiskum land- eigendum, en bændalýðurinn er einn hinn fátækasti í allri Evrópu. Landið hefir stjórnarskrá, einhverja ekrípamynd af lýðræði; það hefir hverri stjórn sem er veizt auðvelt, að ná kosningu, hafi hún æskt þess. Þar er herskár Nazi-flokkur, sem Hitler dýrkar og fylgismenn hans. — Landið hefir einnig konung, en yfir lífi hans sem einstaklings ræður Madame Lu- pescu, sem er í aðra ætt Gyðingur. Nýlega fóru fram kosningar í Rúmaníu. En þá skeði nokkuð sem í sögu landsins hefir aldrei áður skeð, en það var að stjórnin tapaði, sem um kosningarnar sá. Við völdum tók samt minnihluta flokkur, sem nefnir sig “National Christians” (Kristna þjóðernissinna) ; er foringi hans og forsætisráðherra Octavian Goga, 56 ára gamlal, atkvæða stjórnmálamaður en — Gyðinga hatari. Eiginlega er þarna um bráðabirgðarstjórn að ræða, því kosning- ar eru bráðlega taldar óumflýjanlegar. En því er þó spáð, að Goga muni ekki sleppa tækifærinu að koma á fót fasista- stjórn í Rúmaníu, með sama hætti og Hitler, eða með því að ná meirihluta í stjórninni á lýðræðis-grundvelli að vísu, en uppræta svo alla mótstöðu, að því búnu. En hvernig sem þetta fer, er Frakklandi ekkert vel við þetta. Það spyr: Fer Rú- manía úr smáríkja sambandinu og sam- einast hún Þýzkalandi eða ítalíu? Fasista- ríkjunum mundi ekki þykja neitt að því og mundu líta á það samband sem einn steinninn 1 vegg þeirrar miklu herkvíar, sem fasistaríkin eru að hlaða umhverfis kommúnistana. En Goga forsætisráðherra segir “nei”. Hann segir stjórn sína ætla að standa við öll loforð og samninga við aðrar þjóðir. En frakkneskir peningamenn og vopna- smiðir, sem lánað hafa Rúmaníu fé og vopn svo árum skiftir, treysta ekki orðum Goga fyllilega. Þeir hafa orðið þess varir, að Goga hefir sent Hitler og Mussolini hlýjar kveðjur. Þeir sjá, að þrátt fyrir samninginn 1919 um vernd minni hlutans í þjóðernis eða trúmálum, er Goga að lýsa vanþóknun sinni á Gyðingum og svifta þá viðskiftum í landinu. Frakkar sjá einnig að þýzk og ítölsk blöð fagna nýju stjórn- inni í Rúmaníu. Og þeir hugsa sem svo, hvað langt verður þangað til að Rúmanía fer að snúast um möndul fasismans. Það er satt, að meirihluti búlgarisku þjóðarinnar kýs heldur sambandið við Frakka en Þjóðverja og fýsir að smáríkja sambandið verði ekki rofið. En Þýzka- land og ftalía munu reyna að ginna þjóð- ina með tilboðum um viðskifti. Og það eru auk þess margir í landinu, sem líta augum velþóknunar á alræði. Smáríkin, ef saman vinna — Checho- slóvakía, Júgóslavía og Rúmanía mega sín talsvert mikils. fbúatala þeirra er til samans um 50 miljónir og þau gætu lagt til tveggja til þriggja miljón manna her á ófriðratímum. Brjóti Rúmanía smáríkja-sambandið, er Júgóslavíu mjög hætt; deilunni við ítalíu út af Adriatisku-málunum er að vísu lokið. En getur landið komist hjá því að sogast inn í viðskiftastrauminn milli Rú- maníu ogl ítalíu, þegar hún er orðin á milli þessara ríkja? Það er hætt við að samvinnan við Róm og Berlín reynist þá ginnanði eða beinni en við París. Czecho-slóvakía, sem aftur á móti er í samvninu við Rússland tengdist því ennþá nánara, ef smáríkjasambandið leystist upp. Rúmaníu og Júgóslavíu er sagt að hafi ekki geðjast að sambandi Czechosló- vakíu eins og það er við Rússland. En meðan Frakkland og Bretland stóð að smá- ríkjasambandinu létu þau sig það litlu skifta. Leysist nú smáríkjasambandið upp, er hættan að Frakkland og Bretland sleppi hendi af þessum ríkjum, enda þótt þau lönd tapi sjálf við það, að ekki sé sagt, að þeim stafi hætta af því. Hitt er víst, að Carol konung fýsir ekk- ert fremur en óslitið samband við vestlægu lýðræðislöndin. Hann er mjög sterktrú- aður á að smáríkjasambandið sé friðar- trygging. Og fari í það versta, getur hann rekið Goga-ráðuneytið. En það er einnig hugsanlegt, að hin nýja stjórn í Rúmaníu taki þá afstöðu að öll ríkin milli Eystra- salt og Miðjarðarhafsins, að þessum ríkj- um ásamt Póllandi meðtöldu, myndi hlut- leysissamband, er skilji Vestur og Aust- ur-Evrópu. Framsýnum mönnum telst svo til, að innan tuttugu ára verði London á Eng- landi sjötta borg heimsins að stærð, eða fólksfjölda. Mann flesta borgin og stærsta er gert ráð fyrir að verði Tokío í Japan, með ellefu miljón íbúa, næst henni verði New York með tíu miljónir; sú þriðja Shanghai með níu miljón íbúa. (Fact Digest) Á fundi nokkurra þjóðernisvina nýlega í Californíu, voru Bandaríkjaflöggin, sem þar blöktuðu við hún bæði úti og inni öll búin til í Japan. KOSNING A-ÁR Það er ekki margt, sem ber ennþá með sér að þetta nýbyrjaða ár sé kosninga-ár í Bandaríkjunum. Þingið minnist varla á það. Og að vísu er ekki um forseta kosn- ingu að ræða, sem mest þykir í varið. En í nóvember á þessu ári verður eigi að síður kosið um alla þingmenn í fulltrúa eða neðri deild þingsins í Washington og einn þriðja í öldungadeildinni. Og þær kosningar hafa sína pólitísku þýðingu, þó ekki sé um for- seta að velja. Þing sem ekki er hliðstætt forsetanum getur orðið illur ljár í þúfú hans og stefnu þeirri, sem han hefir barist fyrir undanfarin ár. En þó hátt sé ekki ennþá haft um þess- ar kosningar, er það víst að andstæðingar Roosevelts eru sér þess meðvitandi, að kosn inga-ár er upprunnið. Þetta lýsir sér ó- beinlínis í mörgu, en einkum og sér í lagi í því, að peningavaldið hefst nú svo lítið að, og hefir gert nokkra mánuði, að fé fyrirliggjandi á bönkum og hjá lánfélög- um ónotað og sama sem vaxtalaust er nú meira en nokkru sinni fyr í sögu þjóðar- innar. Það dylst engum sem um það hugs- ar, að með því er verið að skapa eins óhag- stæða tíma og unt er og vekja með því óhug almennings til Roosevelts eða stjórn- ar hans. Til þess eins eru þeir refirnir skornir. í blaðinu Winnipeg Free Press, sem stefnu Roosevelts ræddi í byrjun þessarar viku, er að vísu ekki á þetta ofanskráða atriði minst, en ritstjórarnir eru í þess stað mjög í öngum sínum út af hugsjóna- leysi Roosevelts, að ekki sé talað um ó- þraktisku hans. Svo er fundið að skipu- lagningu hans, á öllum hlutum og á frum- vörpin sem til íhugunar eru á yfirstand- andi þingi; er eitt þeirra . um eftirlit með sölu bænda-afurða, sem blaðið telur ganga kommúnisma næst. Er í augum þess til lítils fyrir bændur að eiga jarðir sínar, ef Roosevelt ráði verði á uppskeru og því hverju niður sáð skuli ár frá ári. Það er satt, að yfirgangur þessi er ekki góður, en að hann sé stórum verri en einveldi korn- hallarinnar í Winnipeg, sem blaðið Free Press studdi Kingstjómina með ráði- og dáð að mynda, verður ílt að sanna. Annað sem í alræðis áttina stefnir af því sem Roosevelt er að gera, eftir því sem blaðið segir, er frumvarp um ákvæði vinnulauna og lengd vinnutíma. Og svo er auðvitað stærsta og óbilgjarn- asta frumvarpið allra, er lítur að auknu eftirliti með því hvað auðfélögin hafast að (moderniz- ed* anti-trust laws). Þvílíkt hneyksli í lýðræðislandi hefir aldrei heyrst. Blaðið Free Press heldur enn- fremur fram, að það sé Roose- velt forseta eða stefnu hans að kenna, að tímar séu eins daufir og raun er á í Bandaríkjunum og ef til vill um allan heim. Vér ætlum ekki að leggja neinn dóm á þetta. Það gera kjósendur á sínum tíma. En er það nokkur furða, þó svo sé nú komið, að íhuga þurfi fyrir dóm- stólum þessa lands heilbrigði blaðamenskunnar, þegar haldið er fram um Roosevelt forseta, að hann sé græningi sem ekki veit hvað hann sé að gera? SANNSÖGLI Gaman væri að frétta hvenær íslenzku vikublöðin hafa eggj- að menn á það að taka sér fyrir hendur að lesa sögur hryðjuverka sökum hinnar dá- samlegu frásagnarlistar. Ekki man eg til að eg hafi séð það. Eða getur það átt sér stað að höfundur greinarinnar “Ber- sögli” í Heimskringlu 5. jan. 1938 hafi lent á einhverja út- gáfu Sturlungu þar sem aðeins eru prentuð þau hryðjuverk sem óneitanlega finnast í þeirri bók? Það er ekki ómögulegt, en lítil hlýtur sú bók að vera. — Það hefi eg og tekið eftir að þeir sem minst lesa Sturlungu tala mest um hvaða voða bók hún sé. Annars hefir höfundur áður- nefndrar greinar alveg misskil- ið málið. Það er ekki til þess að dáðst að frásagnarlistinni einnri sem menn lesa bækur heldur og til að fræðast og auðga sjálfa sig, til þess að geta skilið ögn í sögu heimsins og sögu sinnar þjóðar. Og það vill nú einu sinni vera svo að hryðjuverk hafa gerst og gerast enn í heim- inum. Ef ekki á að lesa um þau með öðru eru það ærið marg- ar bækur sem ganga verður fram hjá. Nægir að sinni að minnast á rit sagnfræðingsins Tacitusar sem hefir skráð svo mörg níðingsverk. En hvað yrði þá af þekkingu manna á keisaratímabilinu í rómverskri sögu. Það sama á sér stað þeg- ar til Sturlungu kemur. Engin getur haft fullnægjandi þekk- ingu á sögu íslands ef hann ger- þekkir ekki Sturlungu. Sorgar- saga hinnar íslenzku þjóðar er þar skráð á dásamlegan hátt. En brosa hljóta menn að því þar sem höfundur segir að læra megi af Sturlungu “hvað þjóð vor heima á ^ættjörðinni hefir geysilega 'þroskast á þessum rúmu sjö hundruð árum.” Sýnir þetta glögt hvað menn skortir oft sögulegan skilning er þeir ætla að það sýni “geysilega” framför að nú brjóta menn ekki lög með því að drepa fjandmenn sína með vopnum. Aldarháttur og aldarfar verður að taka til greina þegar dæmt er um gerðir manna. Það getur náttúrlega verið að manni skeiki þegar mað- ur sér ekki allar þær framfarir sem sumir sjá eða efast um það að friðaröldin sé alveg komin þó ekki séu menn vegnir nú á dög- um eins og fyrir sjö hundruð árum. En verulega tekst höfundi upp þegar hann fer að lýsa fasisman- um. Verður hann í höndum hans aðeins að parti auðvalds- stefnunnar. Ekki er gerð nokk- ur tilraun til að rekja upppruna fasismans frá sögulegu sjónar- miði heldur er slengt fram setn- ingum um fasista og þeir kall- aðir ginnin^arfífl auðvaldsins o. s. frv. Núverandi stjórn lands okkar er jafnvel grunuð um að vera fasistamegin. Svo fer eins og vant er að Quebec er telft fram og nokkrum orðum farið um hvaða voða ástand sé þar: “Prentsmiðjum lokað, eig- jur gerðar upptækar og atvinna !manna eyðilögð.” Ekki er einu orði minst á hvað sé á bak við þessar athafnir og verði manni að spyrja hvert höfundur muni nokkuð þekkja til þeirra orsaka sem hleypa fasismanum á stað og hvert hann muni álíta að kommúnisminn og aðrar stefnur en fasisminn séu ekkert tengdar auðvaldinu. Minnir það mann á það sem Spengler í bók sinni: “Der Untergang des Abend- landes” segir í þessu sambandi og er á þessa leið: “Það er hin sorglega skrípasaga “umbóta- manna veraldarinnar og frelsis- kennara” að í sinni bitru baráttu á móti peningavaldinu eru þeir í einmitt með því að auka þess veg.......það er engín öreiga, jafnvel engin kommúnista hreyf- i ing sem hefir ekki unnið í þágu peninga, í þá átt er peningarnir visuðu henni, og aðeins svo lengi scm pemngarnir ley.:'» j — og það án þess að hugsjónamenn- irnir í tölu forkólfa. hreyfingar- innar hefðu minstu hugmynd um þann raunveruleika.” Svo er tekið að verja gerðir Aberharts og er ekkert út á það að setja nema hvað það er harla ósamkvæmilegt að lesa bölbænir yfir einni stjórn er hún gerir lóg um bóka- og blaða-útgáfur o fi. en verja svo það sama hjá am ari. En bað er munur á séva Jom o. s. frv. Þar næst er meðal annara ráð' ist á Franco og er hann tvisvar nefndur ræningaforingi — hvaða ástæður liggja til þessa viður- nefnis fær maður ekki að vita en á þessu sézt glögglega hvaðan höfundur mun hafa fróðleik sinn. Hann efast um að dags- blöðin skýri rétt frá þegar þau jflytja fréttir um Aberhart og jmál honum viðvíkjandi en efi : hans nær víst ekki lengra. Þetta j er ofur skiljanlegt og kemur j oft fyrir. — Auðséð er og að höfundur segir satt þar sem hann í byrjun greinar sinn- ar kveðst ekki vilja lesa sögur um hryðjuverk, því óskiljanlegt er að nokkur sem hefir lesið þesskonar frá spanska stríðinu geti léð þeirri hlið er höfundur nefnir lýðræðismenn óskift fylgi sitt. En höfundur ímyndar sér víst eins og fleiri að spanska stjórnin sé að berjast fyrir lýð- veldishugsjóninni. Gott ef svo væn. En eg ætla að fara að slá botn jí þetta. Þegar menn vilja fara að ræða lýðræði og peningavald j heimsins duga ekki aðeins ■ sleggjudómar heldur verður I maður að hafa reynt að ger- i kynna sér þær orsakir sem skapa jpólitískar stefnur. Og þá má maður ekki veigra sér við að lesa ýmislegt sem ekki er fallegt af- lestrar. En mér dettur, í hug þegar eg hugsa um það sem höf- undur segir um auðvaldið og fas- ismann, annar kafli úr bók Spenglers: “f líki lýðstjórnar innar hafa peningarnir sigrað. Á tímabili var pólitíkin nálega með öllu þeirra hagi. En um leið og lýðstjórnin hefir eyðilagt hið forna skipulag menningar- innar getur skipulagsleysið af sér nýtt og ómótstæðilegt veldi sem smýgur inn í insta kjarna þess er verða skal — einvald- ana. Fyrir veldi þeirra hrynur peningamagnið. f hverri ein- ustu menningu markar keisara- öldin endalok stjórnmálaáhrifa peninga og skynseminnar. Vald blóðsins, ómengaðir líkamskraft- ar, endurheimta sitt forna ríki. Þjóðernið brýst fram hreint og ósigrandi — þróttmestu þjóð- irnar sigra og taka afganginn herfangi. Þær klófesta yfirráð heimsins, ríki bóka og heilabrota steinrennur og hverfur í gleym- sku.” En eg ætla ekki að fara að ræða sköp heimsins. Eg er bara að benda á að ef menn eiga að taka nokkuð tillit til þess sem skrifað er um lýðræði, auðvald og fasisma verður að koma eitt- hvað veigameira en skrif höf-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.