Heimskringla - 16.02.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 16.02.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ^ ® AVENUE Dyers & Cleaners Fatahreinsun vor er þess verð að reyna hana. Hvergi betri. SÍMI 33 422 658 St. Matthews LII. ÁRGANGUR WINNIPBG, MIÐVIKUDAGINN, 16. FEBR. 1938 NÚMER 20. HELZTU FRETTIR Síðast liðmn föstudag, var at- kvæði greitt um vantrausts-yfir- lýsingar tillögu á hendur King- stjórninni á sambandsþinginu. Tillöguna gerði R. B. Bennett, og var stjórnin vítt fyrir að hafa ekkert hafst að til að bæta úr kreppu og atvinnuleysi manna. Eins og vita mátti var tillagan feld. Með henni greiddu 42 at- kvæðr, en það voru 22 íhalds- menn, 13 social credit sinnar og 7 C. C. F. þingmenn. En á móti voru 131 atkvæði; voru and- stæðingarnir allir liberalar, nema P. J. Rowe, þ.m. frá Athabasca, er á síðasta þingi var rekin úr Social Credit flokkinum vegna andstöðu hans og gagnrýni á stefnu William Aberharts. Með tillögu þessari' afgreiddri, lauk umræðunum um hásætisræðuna, en þær hafa staðið yfir- í 10 daga. * * * Blöð á ítalíu vörðu miklu les- máli s. 1. laugardag um það, að Eden utanríkismálaritari Breta, myndi bráðlega segja stöðu sinni lausri. Segja blöðin það betur farið, því á meðan hinn “eitraði Mr. Eden”, sé í ráðuneyti Cham- berlains, verði sættir ómöguleg- ar milli ítalíu og Bretlands um Palestínu og Spánarmálin. Eitt- hvað af Beaverbrooks-blöðunum unnar Mr. E. F. Shannon frá Springfield. Þriðja atkvæðið var frá Mr. Oddi Ólafssyni þing- manni Rupertsland-kjördæmis. * * * f Þýzkalandi gerðust mikil tíð- indi um fyrri helgi og íll að því er frekast verður séð. Hitler hefir rekið yfirmann Þýzka hersins, von Blomberg, en hefir sjálfur tekið við yfirstjórn hers- ins. Ofan á það sem komið var, tekur hann sér nú þetta vald. — Yfir herinn næstan sér hefir hann sett Hermann Goering — (Field Marshall General) og Wil- helm Keitel, báða hamstola naz- ista. Utanríkismálaráðherra fer skipaður Joachim von Ribben- trop í stað Baron von Neurath. Einir 20 hershöfðingjar hafa mist stöður sínar. Sendiherra sína í ítalíu, Japan og Vín, hefir Hitler og kallað heim á sinn fund. Alt þetta uppistand í hernum, er látið heita svo að stafi af gift- ingu von Blombergs, er nýlega fór fram. Konuefnið var rjóð og blómleg bóndadóttir, en félögum hans í hernum á ekki að hafa Jótt hún úr nógu hárri stétt fyrir hann. Auðvitað er ástæðan alt önnur. Allir sem reknir hafa verið, hafa verið menn, sem ekki hafa sagt já og amen við öllu, kvað þessa frétt ekki ástæðu-|sem Htiler hefir stungið upp á. lausa, því innan brezka ráðuneyt- Er ætlað að í hernum hafi verið isins væri sundrung; Chamber- jorðin megn óánægja með Hitler lain fýsti að semja sem fyrst við og útlit hafi verið fyrir að honum ítali um að þeir hættu æsingum í Palestínu og kölluðu hermenn sína heim frá Spáni, en Eden væri þeirrar skoðunar, að það yrði aðeins til að gefa Mussolini meira af taumunum. önnur blöð á Englandi telja þetta alt saman uppspuna og innan ráðuneytisins sé engin sundrung. * * * J. S. Woodsworth, C. C. F. leiðtogi á sambandsþinginu krafðist þess s. 1. föstudag, að Kingstjórnin stöðvaði sölu á hernaðarvörum til Japans. King kvað ekki liggja á því fyr en aðrar þjóðir hættu viðskiftum sínum við Japan. Samkvæmt því er -^gA. McLeod frá Toronto hélt fram nýlega í London á fundi sem sóttur var af 19 þjóð- um, er á móti Japan eru, er Canada hvorki meira né minna en “hergagnabúr” fyrir Japan. “Ef það væri ekki fyrir hervörusölu Canada gætu Jap- anir alls ekki haldið stríðinu á- fram,” sagði Mr. McLeod. Can- ada seldi Japan árið 1937 sjöfalt meira af eir, fjórfalt meira af blýi, helmingi meira af nikkel, en árið áður. Meðan þetta er ekki stöðvað, er alt skraf og ráðagerðir um hjálp til Kínverja einkisvert og út í hött.” Mr. McLeod er forseti Canada League for Peace and Democra- cy. * * * Marcus Hyman þingmaður lagði til á þinginu í Manitoba, að reyn^ yrði að greiða atvinnu- leysiskostnaðinn með því að lög- leiða hér veðmál í sambandi við veðreiðar eins og gert er á fr- landi og “Sweepstake” er nefnt. írland kvað hann oft græða $10,- 000,000 á þessu á ári til viðhalds sjúkrahúsum landsins. — Sam- bandsstjórnin vildi hann að beð- in væri um að breyta glæpalög- unum svo að þetta væri hægt. En málið fékk litlar undirtektir og með tillögu hans voru aðeins 3 atkvæði greidd, Mr. Hymans sjálfs og stuðningsmanns tillög- yrði hrundið frá völdum þegar minst varði. Þessi breyting, sem gerð hefir nú verið á embættum í hernum, ber það og með sér, að Hitler hafi verið orðinn smeyk- ur, því það eru alt ákafir nazist- ar sem hann skipar í embættin. Á breytingu þessari sem orðin er í hernum, hafa Evrópu þjóð- irnar illan bifur og telja nú Hitl- er einráðari en nokkru sinni fyr. Er ætlað að smærri ríkjum Ev- rópu, Austurríki', Czecho-Sló- vakíu og Spáni stafi nú meiri hætta af Þjóðverjum en áður og ef til vill allri Evrópu. Frakkar og Englendingar líta svo á, sem tilraunir þeirra ací halda Hitler í skefjum með góðu, séu úr sög- unni. Þýzki herinn var andvígur orð- inn Hitler í Spánar-málunum; á- leit ekkert vit í að vera að fórna fé og mannlífum í því stríði. — Stefna Hitlers í utanríkismálum, er og álitin fjarstæða af stórum hluta þýzku þjóðarinnar. * * * f fyrstu ræðunni, sem Her- mann Goeroing hélt eftir að hann ver gerður að yfirherfor- ingja, en það var við opnun sýn- ingar á nýlendu vörum, komst hann þannig að orði: “Skilið aft- ur landinu, sem þið stáluð frá okkur!” Átti hann þar auðvitað við sigursælu þjóðirnar í síðasta stríði. ÍSLANDS-FRÉTTIR Úr Dölum 19. jan. úr Dölum skrifar fréttaritari útvarpsins almenn tíðindi sem hér fara á eftir: Tíðarfar Á vetrinum fram til áramóta hefir verið mjög hagstæð veðr- átta og sauðfé ýmist lítið eða ekki gefið og hross hvergi tekin í hús nema nauðsynlegustu grip- ir, svo sem dráttarhestar og sumstaðar reiðhestar. í hríðar- sauðfé smalað til hýsingar, en slept aftur undir eins. Um 18.— 19. nóvember kólnði aftur og snjóaði og síðan hefir fé víðast hvar verið hýst — en án gjafar að mestu leyti. Hefir þetta mjög létt á heyjum og kemur sér vel, þar sem þau eru víðast hvar stór- hrakin og allmiklu minni en áður. Fóðurbætir, mjög mikill, hefir verið keyptur þrátt fyrir stór- felda fækkun sauðfjár. Fóður- bætirinn er að mestu síldarmjöl, en nokkuð af maís. Fjárkvillar Kvillar hafa legið í sauðfé, einkum í suðurhluta sýslunnar, bæði mæðiveiki og.einnig lungna- pest, sem hefir gert uslá á stöku bæ. Níræðisafmæli Þann 28. fyrra mánaðar átti níræðisafmæli ekkjan Valgerður Brandsdóttir á Nýp á Skarðs- strönd. Er hún vel ern og and- lega heilbrigð og hefir sæmilega sjón og heyrn. Valgerður var gift Guðmundi Stefánssyni er lengi bjó á Nýp og er hún þar nú. —Vísir, 21. jan. * * * Sigurður Skagfield og Útvarpið Herra ritstjóri! Viljið þér gera svo vel og birta eftirfarandi línur í heiðr- uðu blaði yðar? Eins og kunnugt er, hefir Sig. Skagfield dvalið hér heima nú um hríð, en nú heyrist fljúga fyrir, að hann hafi í hyggju að hverfa af landi burt, af þeirri ástæðu, að ekkert sé fyrir hann að gera hér heima, og er það illa farið. Sigurð Skagfield má vafalaust telja einn glæsilegasta og bezta söngvara hér á landi'. Nú vil cg leyfa mér að spyrja: Höfum við ráð á að missa þannig okkar beztu krafta, og geta ekki notið sjálfir okkar beztu söngvara? — Nei, vissulega ekki, það má aldrei verða. Það er vitanle,gt, að lista-1 mannsbrautin er erfið og menn | eru oft misskildir og öðlast ekki, æfinlega þá samúð, sem skildi hjá ráðandi mönnum. i Skagfield hefir sungið hér í íslenzka Útvarpið nokkurum sinnum, við mikla hrifningu' fjölda hlustenda, að því að mér er kunnugt um, og hefi eg verið að vona, að við fengjum að heyra hann rrtiklu oftar en verið hefir, því að sjaldan hefir heyrst hér glæsilegri söngur í útvarpið, en þegar Sig. Skagfield syngur með orgelundirleik. Nú eru það vinsamleg tilmæli mín og áreiðanlega margra ann- ara hlustenda að útvarpsráð hlutist til um að ráða Sig. Skag- field sem fastan söngvara við útvarpið; það mundi vissulega verða mikil gleðitíðindi allra hinna mörgu aðdáenda Sigurðar. Svo vil eg að lokum nota tæki- færið og þakka Sig. Skagfield fyrir þær mörgu ánægjustundir, sem hann hefir veitt mér og mín- um með söng sínum. Með alúðarkveðju til söngvar- ans. E. Magnússon —Vísir, 19. jan. * * * Ær ber í byrjun árs Þann 4. jan. bar mögótt ær í Eskifirði' tveimur gimbrum, vsartri og mögóttri. Ærin er sex vetra og var geld árið sem leið. Ærin er eign Jóns Magnússonar j smiðs. Á hann fáar skepnur en fer manna bezt með þær. Bæði lömbin lifa og taka góðum fram- förum.—Vísir, 21. jan. ÞÚSUND DALA VERÐLAUN Elin L. Anderson Fréttir og skýrslur af Árs- fundi Sambandssafnaðar í Win- veðrinu sem gerði um mestalt jnipeg sem haldinn var s. 1. sunnu- héraðið dagana 23. til 25 okt. var | dag, koma í næsta blaði. Fyrir fáum dögum var ís- lenzkri stúlku hér í borginni, Miss Elinu L. Anderson, tilkynt að henni hefði verið dæmd $1,000.00 verðlaun, fyrir bók sem hún hefir ritað, og sem út kom á árinu sem leið. Þar sem þessi rithöfundur er Vestur-fslending- ur, hygg eg að lesendum íslenzku vikublaðanna í Winnipeg þyki frétt þessi þess verð að henni sé á lofti haldið, því sanngjarnt virðist að gera megi ráð fyrir, að sæmd þeirra, hvers um sig, sé gleðiefni öllum hinum. Skal hér því nokkur tilraun gerð til að skýra ofur lítið frá bókinni sem hér er um að ræða og höfundi hennar. Verður hér þó ekki um reglulegan ritdóm að ræða og ræður þar mestu um að eg verð að játa, að mín eigin þekking nær skamt í þeim fræðum, sem bókin fjallar um, Social Science, og sem þýtt hefir verið á ís- lenzku með þessu langa og þung- lamalega orði, mannfélagsfræði. Titill bókarinnar sem hér er um að ræða, er á þessa leið: We Amerians. A Study of Cleav- age in an American City. By Elin L. Anderson. Cambridge, Massa- chusetts. Harvard University Press, 1937. Þetta er stór bók, nálega þrjú hundruð blaðsíður, og um ytri frágang hennar er það eitt að segja, að hann er hinn prýðileg- asti. Um efni bókarinnar sér- staklega og einnig um meðferð þess frá höfundarins hendi, er meiri vandi um að dæma. Aðal- efni bókarinnar er um fólkið í bæ einum í Bandaríkjunum, Burlington, Vermont, sem hefir um 25,000 íbúa. Hefir höfund- urinn varið löngum tíma til að kynna sér sem nákvæmlegast lifnaðarháttu fólksins í þessum sérstaka bæ, þjóðerni þess, trú- arbrögð, hugsunarhátt og dag- legt líf. Þessum bæ er eins farið eins og flestum öðrum bæjum í Norður-Ameríku, að þar eru í- búarnir af mörgum og all-ólíkum þjóðernum. Fyrir oss er það eftirtektavert, að einmitt í þess- um bæ, Burlingham, er fjöldi Canada-manna, French Canad- ians frá Quebec. Þeir hafa flutt úr sínu landi í annað land, en eru þó þeir sömu og áður og eins og við þekkjum þá hér í Canada. Það er lærdómsríkt fyrir oss Canadamenn, að lesa það sem Miss Anderson hefir um það að segja, hvernig þessir ólíku þjóð- flokkar bræðast saman í deigl- unni (the melting pot) og þá ekki síður hvernig þeir bræðast ekki saman. Er sá fróðleikur, sem Miss Anderson hefir aflað sér um þessi efni, og lætur les- endum sínum í té í bók sinni, mjög Iærdómsríkur og það ekki síður fyrir oss Canadamenn heldur en Ban^aríkjamenn, því svipað er nú ástatt báðu megin “línunnar” og margt er líkt með skyldum. Finst mér þetta vera aðalefni bókarinnar, þó hitt sé þó kannske frekar, að eg hefi aðallega fest hugann við þetta við lestur henn- ar. Það er svo afar athyglisvert hve langt, eða skamt, ber að ganga í því, að bræða mörg þjóð- erni saman í eitt. Það hefir vit- anlega sína kosti, að hver þjóð sé einhuga og samtaka en hins ber líka ávalt vandlega að gæta, að glata aldrei andlegum verðmæt- um hvaðan sem þau koma. Þeir sem eru að hugsa um þessi efni, eða vilja um þau hugsa, ættu ekki að láta ógert að kynna sér þessa merkilegu bók. öll meðferð efnis og máls hefir höfundinum hepnast ágætlega. Miss Anderson hefir sjáanlega góða hæfileika sem riJhöfundur. Hún hefir gott lag á að gera það sem hún vill segja ljóst og auð- skilið og öll er bókin skrifuð á hreinu og auðveldu máli, án allr- ar tilgerðar og er bókin því öll þægileg aflestrar. Þess er áður getið að Miss Anderson hafi hlotið $1,000.00 verðlaun fyrir þessa bók sína, “We Americans”. Verðlaunin eru veitt úr verðlaunasjóði sem kendur er við John Anisfield og veitir sá sjóður árlega verðlaun fyrir beztu bók ársins um mann félagsfræði (Social Science). — Þeir sem um bókina dæmdu og gáfu þann úrskurð, að Miss And- erson bæru verðlaunin, eru: — Henry S. Canby, ritstjóri Sat- urday Review of Literature; — prófessor Henry Pratt Fairchild við New York University og dr. Donald Young við Social Science Research Council. Miss Anderson er Manitoba- stúlka, hér fædd og uppalin. — Foreldrar hennar John Anderson og kona hans Guðrún Sanders, hún nú dáin. Var hún dóttir Jóns og Rannveigar Sanders, sem lengi bjuggu í Selkirk, Man. Var Rannveig dóttir séra Guð- mundar Vigfússonar á Melstað og konu hans Guðrúnar Finn- bogadóttur, sem var systir Ás- geirs á Lundum, Teits dyralækn- is og þeirra mörgu og merku systkina. Að öðru leyti er mér ekki kunnugt um ætt þessarar gáfuðu og vel mentuðu stúlku. Mentun sína hlaut Miss Ander- son fyrst á barnaskólum og Mið- skóla hér í fylkinu og lauk burt- fararprófi (B.A.) við háskóla Manitoba-fylkis. Fór hún svo til Bandaríkjanna og stundaði framhaldsnám við Columbia-há- skólann og hlaut þar lærdómstit- ilinn Master of Arts. Einnig stundaði hún nám og tók próf við New York School of Social Science. Má af þessu sjá að hún hefir fengið góða mentun og er vel undir lífsstarf sitt búin. Til Manitoba kom Miss And- erson aftur haustið 1936 og tók þá við forstöðu stofnunar þeirrar sem nefnd er The Family Bureau of Winnipeg, sem þá byrjaði starfsemi sína. Þykir hún hafa leyst starf sitt ágætlega af hendi og hefir nú þegar unnið sér hér mikla tiltrú og álit. Ef Miss Anderson er spurð hvað hún ætli að gera við þessa þús- und dali, þá svarar hún á þá leið, að þeir ættu að geta orðið til þess, að hún gæti fyr en ella farið aftur til Columbia-háskól- ans og lokið nauðsynlegum und- irbúningi til að geta hlotið dokt- orsnafnbót (Ph.D.) frá þeim há- skóla. Prófessor G. Björn Björnsson frá Grand Forks, N. D., heldur aðalræðuna á Fróns samkomunni 23. febrúar n. k. Mr. Björnsson er sonur Gunnars B. Björnssonar stofnanda blaðsins “Minneota Mascot” og ritstjóra þess, unz elsti sonur hans Valdimar tók við því og síðar næst elzti sonur hans, G. Björn Björnsson. Lét hann þó eftir nokkur ár af því starfi og tók við kennarastöðu við háskólann í Grand Forks, í blaðamensku (Journalism). — Mentun sína hlaut Mr. Björnsson á háskóla Minnesota-ríkis. Þetta er í fyrsta sinni sem ís- lendingum hér gefst kostur á að hlýða á próf. G. Björn Björns- son, en hann kvað vera með á- heyrilegustu ræðumönnum. Eins og svo margir aðrir Vest- ur íslendingar, fór Miss Ander- son til íslands 1930. Dvaldi hún þar um hríð og ferðaðist allmikið um landið. • Hefir hún því hlotið töluverð kynni af landi feðra sinna og íslenzku skilur hún vel og talar fullum fetum. F. J. fSLENZKI RISINN f HAMBORG íslenzki risinn, Jóhann Péturs- son, er nú staddur í Hamborg. Þýzka blaðið “Hamburger Tage- blatt” kynnir hann í all-langri grein með fyrirsögninni “2.40 m. hár maður staddur í Hamburg”. “Það var erfitt”, segir í grein- inni, “að útvega þessum manni húsnæði, því að engin rúm, sem til voru, voru nógu löng. En þá hljóp starfsmannafélagið “Art- istik” undir bakka, og málinu var bjargað. Jóhann fékk leigt herbergi með fjórum rúmum, og síðan voru rúmin lögð saman hlið við hlið. Með því að láta Jóhann liggja þversum, var loks hægt að finna hinum þreytta risa samastað, segir blaðið. Jóhann kom frá París, en þar hafði hann verið “til sýnis” á heimssýningunni miklu. f Hamburg var Jóhann strax ráðinn til þess að sýna sig á f jöl- leikahúsi. “Hamborgarar”, segir blaðið, “eiga þess ekki kost daglega að sjá lifandi himinkljúfa!” —Mbl. 20. jan. Brátt verður farið að auglýsa eftir stúlkum, sem geta roðnað, til að leika í litkvikmyndum, seg- ir kvikmyndastjórinn William Wellmann. — Hann dregur í efa, að slíkar stúlkur sé að finna í Hollywood. * * * __ Eg vil hér með biðja um hönd dóttur yðar, því nú hefi eg fengið svo góða stöðu, að eg get séð fyrir fjölskyldu. — Ágætt! Við erum 6 í heim- ili!

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.