Heimskringla - 16.02.1938, Blaðsíða 2
2. SÍÐA
HFIM^KRINGLA
WINNIPEG, 16. FEBR. 1938
RÍKI OG KIRKJA
Á ÞÝZKALANDI
Þýzkaland beið ósigur í ófriðn-
um mikla árið 1918, og ósigrin-
um fylgdi stjórnarbylting; keis-
araríkið féll saman og ný lýðræð-
isstjórn var sett á stofn, sem
tók að sér það erfiða verk að
koma sigraðri þjóð á fætur aft-
ur. Miljónir þýzkra hermanna
höfðu verið drepnar og særðar,
miljónir manna höfðu dáið af
harðrétti, sökum umsáturs sam-
herjanna; þeir sem lifðu voru
niðurbeygðir og vonlitlir. Ofan á
þetta bættust hin hörðu skilyrði
Versala-friðarsamninganna; —
uppgjöf landeigna og nýlenda,
hin þvingaða sektarjátning um
að hafa verið valdir að stríðinu
og skuldbinding um að greiða
sambandsþjóðunum óheyrilega
miklar skaðabætur. Næstu árin
eftir stríðið færðu þjóðinni
þunga skatta, gjaldmiðilshrun og
atvinnuleysi.
En þrátt fyrir alt þetta virtist
sem að hinu nýja lýðveldi vegn-
aði vel um tíma, og ástandið í
landinu fór batnandi. En þetta
stóð þó ekki lengi'. Með hruninu
1929 fjölgaði efnahagslegum og
félagslegum vandamálum svo að
stjórnin gat ekki við neitt ráðið.
Hinir gömlu stjórnmálaflokkar
gátu ekki komið sér saman; sí-
feldar tilslakanir gerðu ákveðna
stjórnarstefnu mjög erfiða í
framkvæmd; lýðræðisstjóm virt-
ist seinvirk og hikandi, þegar
þörfin var svo brýn. Þjóðin var
óþolinmóð; hún var ekki vön við
að stjórna sér sjálf. Fólkið
þráði sitt fyrra stjórnarfyrir-
komulag, sem tók af því allan
vanda með að hugsa fyrir sig
sjálft.
Niðurlæging ófriðarins var
enn í fersku minni. Þýzka þjóð-
in hafði verið afar stolt af hinu
gamla keisararíki — vísindum
þess, menningu, iðnaði, þjálfun
og dugnaði hersins. Heimsstyrj-
öldin var að nokkru leyti tjáning
metnaðar og drambs gamla rík-
isins. Þýzku fólki sveið undan
Versala-samningunum, og það
kendi lýðveldinu um að hafa ját-
ast undir hina erfiðu skilmála
þeirra. Stríðið, kreppan og mis-
hepnan í að ráða bót á félagsleg-
um og efnahagslegum erfiðleik-
um með lýðræðislegum aðferðum
ruddu þannig braut fyrir nýja
stjórn — einræðisstjórn Nazist-
anna.
Nazistaflokkurinn var stofn-
aður 1920, en honum fór ekki
mikið fram fyr en 1929. Leið
togi hans frá byrjun var Adolf
Hitler, sem er með afbrigðum
snjall ræðumaður, snillingur í að
útbreiða stefnu sína og maður,
sem er óspar á loforðum. Hann
lofaði verkamönnum vinnu,
bændunum landr og verksmiðju-
eigendum lágum framleiðslu-
kostnaði. En umfram alt lofaði
hann að bjarga landinu frá kom-
múnistum, að afneita Versala
samningunum og að gera föður-
landið aftur að stórveldi með
miklum herafla? og þannig að
endurvekja í hugum fólksins
metnað og traust á landinu.
Leiðtogar kirkjunnar
studdu Hitler
Meðal þeirra sem veittu Naz-
ista byltingunni örugt fylgi voru
margir helztu leiðtogar lútersku
kirkjunnar og þúsundir meðlima
hennar. Þessir menn voru bæði
íhaldssamir og þjóðræknir; þeir
trúðu því, að með þessu yrði
Þýzkalandi bjargað frá kom-
múnismanum og þjóðarheiður
þess endurreistur. Hitler lýsti
því líka guðræknislega yfir, að
hann væri hlyntur “jákvæðum
kristindómi’’, og lofaði að engar
breytingar skyldu verða á sam-
bandinu milli ríkis og kirkju.
Kirkjuleiðtogarnir hugsuðu,
að hér væri maður, sem gæti
bælt niður guðleysi og bætt sið-
ferði' almennigs. Eftir stríðið
hafði brytt talsvert á trúleysi og
kirkjusókn farið mínkandi. —
Ungt fólk á Þýzkalandi sem ann-
ars staðar hafði séð, hvaða þátt
kirkjan tók í stríðinu, og augu
þess höfðu opnast; það misti
allan áhuga fyrir kirkjulegri trú,
bæði af þessu og eins af því að
kirkjan hafði ekki fylgst með
tímanum. Af þessum ástæðum
var það að flest lútherskt fólk á
Þýzkalandi studdi Hitler sem
spámann hins “jákvæða krist-
indóms”.
Það er satt, að Hitler hefir
komið inn hjá mörgu fólki á
Þýzkalandi nýjum trúarlegum á-
huga. Hann hefir gefið því mál-
efni, sem það er viljugt að deyja
fyrir. En það er ekki málefni
kristindómsins eða lúthersku
kirkjunnar. Boðskap hinna nýju
Nazista trúarbragða hefir verið
lýst af einum þýzkum æsku-
manni á þessa leið:
“Um nokkurn tíma hefir stað-
ið yfir stríð í sál minni milli
kristindómsins og hinnar nýju
þjóðlegu trúar. Eg hlýt að játa,
að hin nýja trú hefir unnið sig-
ur. Hún býður mér beina með-
vitund um samlíf með félögum
mínum og hugsjón, sem eg get
gefið líf mitt fyrir, meira sann-
færandi og heillandi en eg hefi
fundið í kristinni trú.”
Og hvernig er svo. þessi nýja
trú? Hún er trú hermenskunn-
ar og þjóðrækninnar.
Trú þjóðrækninnar
Nazistar dýrka ekki Guð al-
heimsins, sem er faðir allra
manna, heldur sál þýzku þjóð-
irinnar, leyndardómsfullan mátt,
sem hefir verið tekinn að erfð-
um frá liðnum tímum, og sem
gengur frá kynslóð til kynslóð-
ar. Þeir trúa því, að það sé þessi
þjóðarsál, sem hafi gert Þjóð-
verja að mikilli þjóð; og það er
hún. sem á aftur að gera þá að
heimsveldi.
Af þessu leiðir að borgarinn
er ekki skyldur að veita Guði
sínum mestan trúnað heldur rík-
inu. Og sá trúnaður sýnir sig
fyrst og fremst í því að vera
reiðubúinn til að berjast og
deyja. Þannig fyrirlítur þýzk
þjóðrækni hugsjónirnar um
mannlegt bræðralag og frið með-
al þjóðanna. f stað þess heldur
hún fram, að yfirburðir þjóðar-
innar eigi að sannast með her-
mensku og stríði. Alfred Rosen-
berg, sem er fremstur allra Naz-
ista heimspekinga, hefir dregið
sína þjóðlegu trú saman í fá orð,
sem fylgir:
“Mannúð, kærleikur til mann-
anna, ást á friði, frelsi fyrir
þræla .... þetta $lt eru hjáguð-
r. Hinn prússneski hermaður er
fruman, sem byggir upp vora
fullkomnu tilveru. . . . Vér leit-
umst við að eyðileggja gersam-
lega hið óheiðarlega lýðræði,
sem skeytir ekkert um grundvöll
veruleikans. Hugmyndin um
þjóðarheiður verður oss upphaf
og endir allrar hugsunar og alls
verknaðar.”
Til þess að þjóðin nái þeim
mikilleik, sem hún getur náð,
verður að hreinsa hana; hún
verður að vera í raun og sann-
eika þýzk. Hinn eiginlegi Þjóð-
verji er “nordic”, hann er æðri
vera, sem lýst er í hinum forn-
þýzku sögum. Til þess að þjóðin
hugmyndanna um hina svo köll-
uðu þýzku þjóðarsál. Nazisminn
á ekki að dæmast eftir kristnum
kenningum, heldur þvert á móti
eiga kristnar kenningar að dæm-
ast eftir honum.
Nazistar líta svo á, að kristin-
dómurinn sé neikvæð og ótta-
blandin flóttatrú, hæfiieg handa
þeim einum, sem séu huglausir,
þar sem aftur á móti Nazista-
trúin sé öflug trú, er muni ala
upp þróttmeiri, hugrakkari og
vitrarv menn.
Margir leiðtogar Nazista hafa
útskýrt hina kynþáttalegu skil-
greiningu á kristindóminum. —
Bók A. Rosenbergs, “Goðsögn
tuttugustu aldarinnar”, er bók,
sem allir Nazistar verða að lesa.
Rosenberg segir, að kristindóm-
urinn verði að hreinsast af öllu,
sem sé gyðingalegt f honum;
gamla testamentinu á alveg að
hafna sem trúarbragðalegri bók.
Þá falla líka um sjálfar sig þær
mishepnuðu tilraunir, sem gerð-
ar hafa verið síðastliðin 1500 ár,
til þess að umskapa oss í and-
le^a Gyðinga. Sömuleiðis verð-
ur að hreinsa nýja testamentið
af öllum gyðinglegum áhrifum
og skýringum, eins og t. d. hug-
myndinni um Jesús sem “lamb
Guðs” og kenningunni um auð-
mýkt. Hann kallar hermennina,
sem féllu í stríðinu dýrlinga
hinnar nýju trúar, af því að þeir
létu lífið fyrir hina helgu “blóð-
trúar” hugmynd.
Hitler hefir sjálfur talað opin-
berlega um nauðsynina á að berj-
ast gegn kristindóminum,
sjálfs-æfisögunni, sem nefnd er
Mein Kampf”, (barátta mín).
Hann segir að það sé að fylgja
dæmi kristindómsins sjálfs, að
taka upp aðferðir ofbeldis og
baráttu. Meðal annars segir
hann:
“Kristindómurinn lét sér ekki
nægja það eitt, að reisa sín eigin
ölturu; hann var neyddur til að
eyðileggja ölturu heiðinna
manna. Slíkt ofstækisfult óum-
burðarlyndi var nauðsynlegt til
þess að byggja upp stálslegna trú
arjátningu; það er óhjákvæmi-
legt skilyrði fyrir tilveru henn-
ar.......Heimsskoðun, sem er
nærð af djöfullegu óumburðar-
lyndi, verður aðeins brotin á bak
aftur af nýrri skoðun, sem er
knúð áfram af sama anda, og
VINDLINGA PAPPIR
geti aftur öðlast dygðir þessara j sem barist er fyrir með jafn öfl-
hetja, verður að hreinsa burt alt, ugum vilja, en sem er hreinn og
Þær þykja góðar /
• Reynið hið nýja
HERMIT PORTog
HERMIT SHERRY svo
fljótt sem unt er . . .
ef þér girnist bragðgóð
vín á sanngjörnu verði,
þá kaupið þessar
tegundir.
Concord
THE
WINES
Hermit
Sherry
•
Catawba
FAMILY WINES FOR ALL THE FAMILY
Hermit Port and Sherry — 26 oz. bottle 60c. Carton of six 26 oi. $3.00
Concord and Catawba — 26 oi. bot. 50c. Carton of six $2.50. 1 gal. jar $2.00
Produced by T. G. Bright & Co., Limited, Niagara Falls
This advertisment is not inserted by thc Qovernment Ltquor Control C'ommisston. Th>
Commlssíon is not responsible for statements made as to quality of prodncts advertised
sem er útlent, bæði Iíkamlegt og
andlegt, eins og það væri eitur.
En hvað er útlent og óþýzkt?
í fyrsta lagi eru það þeir, sem
eru af þjóðstofni Gyðinga, eða
hafa saurgast af því að giftast
Gyðingum; ennfremur allir sós-
íalistar og kommúnistar, og þeir
sem trúa á bræðralags-hugsjón-
ina eða friðsamlegt samkomu-
lag meðal þjóðanna; og að lokum
allir, sem ekki fallast á þjóð-
ernis- og hernaðarstefnu Hitlers
og Nazista flokksins, en fylla
með ótta fólk, sém annars væri
djarft og örugt.
Þessir svo nefndu útlendu
þjóðarhlutar hafa verið ofsóttir
vægðarlaust, í því skyni að
hreinsa þjóðina og bræða hana
saman í eina sterka og vel þjálf-
aða heild. Tugir þúsunda hafa
flúið úr landi; þúsundir hafa ver-
hræsnislaus skoðun. Það má vera
að það sé ekki sársaukalaust
fyrir einstaklinginn að kannast
við, að með kristindóminum kom
fyrst andlegt ofbeldi inn í hinn
frjálsari heim fornaldarinnar, en
hann getur ekki borið á móti því,
að ávalt síðan hefir heimprinn
verið undirokaður og honum
hefir verið stjómað af þessu
afli, sem aðeins verður yfirbug-
að af öðru afli, ofbeldi, sem verð-
ur sigrað með ofbeldi. Aðeins
með því að fylgja þessari aðferð
er unt að koma á fót nýju fyrir-
komulagi.........”
Á öðrum stað er haft orðrétt
eftir honum: “Við erum ekki í
andstöðu við hinar mörgu teg-
undir kristindómsins, heldur
kristindóminn sjálfan.....Jafn-
vel.þeir kristnir menn, sem vilja
þjóna þjóðinni — og þeir eru til
ið drepnar eða hafa dáið í fanga- : — verðum við að vera á móti.”
búðum; og aðrar þúsundir, þar [ Þesgar nýju þjóðerniskenning-
ar og árásir Nazistanna á Gyð-
a meðal margir prestar, bæði
kaþólskir og prótestantar, sitja
í fangabúðum, ásamt Gyðingum,
sósíali-stum og kommúnistum —
pólitískir fangar.
inga hafa sætt ákafri mótspyrnu
frá tveimur höfuðkirkjum
Þýzkalands — lúthersku eða
evangelisku kirkjunni og róm-
versk-kaþólsku kirkjunni. Sam-
kvæmt manntalinu 1925, voru 40
miljónir lútherskra og 20 miijón-
ir kaþólskra manna á Þýzka-
Hvað eiga kenningar Jesú skylt landi_ Mótspyrna beggja kirkn-
“Jákvæður kristindómur”
Hvað er það sem Nazistar
kalla “jákvæðan kristindóm”?
við þetta trú á blóð, jörð og heið-
ur” ? Aðeins það að Nazistarnir
xasta ekki kristindóminum alveg
öurt; en þeir neita og kasta burt
öllu því í kristindóminum, sem
æir skoða neikvætt og óþýzkt,
öllu, sem þeir álíta að sé af gyð-
inglegum uppruna. Þeir segja
anna hefir verið veikt í
kvæmdinni, hjá lúthersku kirkj-
unni sökum vissra kenninga
hennar viðvíkjandi ríkinu, og hjá
kaþólsku kirkjunni vegna fyrri
loforða Hitlers.
Lútherska kirkjan
að nauðsynlegt sé að endurskoða og Nazistarnir
verðmæti kristindómsins í Ijósi Það er ef til vill erfitt fyrir
fólk hér í Ameríku að skilja,
hvernig þýzka þjóðin gat svo
auðveldlega afsalað sér sjálfs-
stjórnarrétti sínum; en útskýr-
inguna á því er að miklu leytr
að finna í kenningum lúthersku
kirkjunnar.
Fyrst og fremst er virðing
lútherskra manna fyrir kirkj-
unni, ríkinu og heimilisföðurn-
um. Þessi fúsleiki til að hlýða
og taka við skipunum þeirra, sem
valdið hafa, hefir gert Þjóðverja
að góðum fylgjendum en lélegum
leiðtogum. f öðru lagi gerði
Lúther greinarmun á opinberu
og einka siðgæði. Kirkjan átti
að skifta sér af einkalífi borgar-
anna. Lúther áleit, að ríkið
hefði- vald, af Guði gefið, grund-
vallað á skynsemi, og að það
væri þess starf að framkvæma
öll verk, sem viðkoma opinberri
stjórnsemi og velferð almenn-
ings. Þessi staðreynd skilur rík-
ið frá kirkjunni, sem notar ein-
göngu andleg áhrif og bindur
menn saman í lifandi, persónu-
legt samfélag. Allar opinberar
stjórnarstefnur og einnig stríð
eru réttlætanleg, ef aðeins þeim
er beint í samræmi við guðdóm-
legan vilja. Lútherskum manni
er kent að lúta því stjórnarfyrir-
komulagi, sem er, nema þegar
það heimtar af honum að hann
afneiti trú sinni; aðeins þá verð-
ur það skylda hans að sýna mót-
þróa.
Og að lokum hefir lútherskum
mönnum verið kent að gera sig
ánægða með stöðu sína í lífinu
og lífskjör, sem hluta af óum-
breytanlegu, guðdómlega settu
fyrirkomulagi. Félagslegar og
hagfræðilegar skoðanir lúth-
ersku kirkjunnar eru þess vegna
íhaldskendar, eins og pólitískar
hugmyndir hennar.
Það er þessum skoðunum að
kenna, að lútherska kirkjan bar
augsýnilega að miklu leyti á-
byrgð á því að lýðræðis-stjórn-
arskipun mishepnaðist á Þýzka-
landi. Flest lútherskt fólk þar
studdi Hitler. Það vildi hverfa
aftur til þjóðlegrar einveldis-
stjórnar. Þetta pólftíska fylgi
við Hitler hefir gert mörgum
prestum erfitt að sjá greinilega
árás Nazistanna á kristindóm-
inn. Þeir hafa verið sannfærð-
ir um, að tilraunimar að koma
nazismanum inn í kirkjuna hafi
verið gerðar án vitundar Hitlers,
rétt eins og sumir sakborning-
arnir í flokkshreinsunar-blóðbað-
inu 30. júní 1934 héldu að þeir
væru teknir af lífi án vitundar
hans, og dóu með orðin “Heil
Hitler” á vörunum. Ennfremur
hafa Nazistarnir fengið stuðning
frá stórum flokki innan kirkj-
unnar, sem kallar sig þýzk-krist-
inn flokk, að undirlagi Hitlers
sjálfs. Afleiðingin'af þessu er,
að saga lúthersku kirkjunnar á
Þýzkalandi síðustu f jögur árin er
saga ráðaleysisins, sundurdreif-
ingar og sívaxandi biturleika.
Stöðug afskiftasemi um mál-
efni kirkjunnar og djarfmæli
fram-1 embættismanna Hitlers hafa
1 smám saman komið fleiri og
fleiri prestum í skilning um að
það er sjálf undirstaða kristinn-
ar trúar, sem á er ráðist. Seint
á árinu 1933 var mótspyrnan
komin í það horf að búið var að
stofna einskonar bráðabirgðar
félagsskap presta með 3000 með-
limum, sem höfðu skuldbundið
sig til að veita viðnám valdi
ríkisbiksups Nazista og öllum af-
skiftum stjórnarinnar af prest-
unum og kirkjukenningunum.
Meðlimum félagsins hefir 'Síðan
f jölgað upp í 7000, og það er búið
að snúa því upp í einskonar
kirkjufélag sem kallar sig hina
réttu kirkju og heldur uppi bar-
áttu gegn Nazista áhrifum á
kirkjuna. Sjötta apríl 1937 hafði
lútherska kirkjuráðið, sem er
hinn íhaldssamasti prótestanta
félagsskapur á Þýzkalandi, að
engu skipun stjórnarinnar um
kirkjustjórn, og lýsti því yfir að
kirkjumálaráðherra Hitlers,
Hans Kerl, gæti ekki skoðast
kristinn maður, og ætti þess
vegna ekki að vera hlýtt. Þeir
mynduðu síðan eins konar bráða-
birgðar kirkjustjórn þangað til
ný verður kosin. |
Það verður stöðugt Ijósara,
hversu mikill munur er á þessum
tveimur trúarstefnum, þeirri,
sem Nazistarnir aðhyllast, og
þeirri kristnu. Síðan kirkju-
mótspyrnan hófst, sem hefir
dregið þá, sem álíta, að kirkjan
sem stofnun verði að vera grund-
völluð eingöngu á trúarsannfær-
ingum, fasta saman, hefir oltið
á ýmsu í baráttunni. En allir
þeir, sem eru hollari trú sinni
heldur en pólitískum stefnum,
sjá nú, að þeir eru neyddir til að
sameina sig í beinni andstöðu við
ríkið, sem er að reyna að verða
að nýrri kirkju, sem flytur nýja
trú.
Baráttan um æskuna
Það sem ef til vill er alvarleg-
ast af öllu er það, að.lútherska
kirkjan hefir tapað í baráttu
sinni um yfirráðin yfir mentun
æskulýðsins. Hitler hafði frá
byrjun fylgi mikils hluta ungs
Tólks á Þýzkalandi. Stjórnin
hefir jafnt og stöðugt aukið á-
hrif sín á hugsun og tilfinningar
æskulýðsins. Hin opinberu æsku-
lýðsfélög Nazistanna eru “Hitl-
;rs æskan” fyrir drengi og “Sam-
band þýzkra meyja”. t Sam-
cvæmt stjórnafskipun, eiga þessi
félög að gleypa í sig öll önnur
ungmennafélög, þar á meðal
kirkjuleg ungmennafélög. Leið-
ogi þessara æskulýðsfélaga Naz-
ista er Baldur von Schirach, sem
er opinberlega andvígur kristin-
dóminum, og hefir tekið upp
gamla, heiðinglega siði við fund-
arhöld félaganna. Boðskapur
hans til æskulýðsins er þessi:
“Standið saman. Berjist fyrir
Adolf Hitler; berjist fyrir föður-
landið. Og ef þið gerið þetta, þá
gerið þið vilja Guðs.”
Kaþólska kirkjan og Nazistar
Kjarni Kaþólskrar trúar er, að
viðtaka vald kirkjunnar sem boð
Guðs á jörðinni. Það er eðli-
legt, að kaþólskir menn kæmust
í mikla mótstöðu við stjórnar-
völd, sem reyna að ráða yfir
hverri einustu hlið á lífi borgar-
ans, þar á meðal trúarskoðunum
hans. Þess vegna hafa líka Naz-
istarnir á alla lund reýnt að
brjóta niður vald kaþólsku kirkj-
unnar á Þýzkalandi, og hafa
reynt að gera hana tortryggilega
í augum almennings.
Fyrsta sporið var að eyði-
leggja pólitísk áhrif kirkjunnar,
sem hún gat beitt með hjálp Mið-
flokksins (Central Party). —
Þessi flokkur var einna áhrifa-