Heimskringla - 16.02.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 16.02.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 16. FEBR. 1938 Utcimskriniik \ (StofnuO ísse) Kemur út i hverjum miBvikudegt. Eigendur: THE VIKINO PRESS LTD. S53 oo S55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimia 86 537 VerS blaðslns er $3.00 irgangurlnn borglst tyrlrfram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD. 311 viðskiíta bréf blaðlnu aðlútandl sendlst: iicnager THE VIKINO PRESS LTD. S53 Sargent Ave., Winnipeg IRitstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til ritstjárans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg g "Heimskrlngla” is published and printed by THE VIKIilG PRESS LTD. 853-855 Sargent Avenue, Winnipeg Man. H Telephone: 86 537 luu'iiiin..................................iiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiuiiiiiil WINNIPEG, 16. FEBR. 1938 ÞJÓÐRÆKNISÞINGIÐ Áður en næsta tölublað Heimskringlu kemur út, verður ársþing Þjóðræknisfé- lagsins tekið til starfa. Það hefst þriðju- daginn, 22. febr., klukkan tíu að morgni. Eins og undanfarin ár stendur það yfir í þrjá daga: fundir að deginum en skemtan- ir að kvöldi. Hefir starfs og skemtiskrá af því sem fram fer verið birt í tveimur eða þremur síðustu tölublöðum; að end- urtaka það hér er óþarft. Á fundi þingsins eru auðvitað allir vel- komnir. Samkomur þess eru og ókeypis nema “Frónsmótið”, en þá er skemtun fjöl- breyttust og fjörugust. Þessi samkoma þjóðræknisdeildarinnar “Frón”, er eitt mesta skemtimót íslendinga að vetrinum. Oft er það þegar minst er á við menn að sækja þjóðræknisþingið og gefa gaum að starfi þjóðræknisfélagsins, að spurt er sem svo, til hvers staðið sé í öllu þessu stímabraki til viðhalds íslenzkri tungu, sem svo lítið færi mönnum í aðra hönd, og sem svo vel sé hægt að komast af án hér; að kunna enskt mál, sé alt sem með þurfi sér til bjargráða. Þetta getur satt verið. En það sama má segja um allar listir. Það hefir ekki enn verið sýnt fram á, að þær komi frum- þörfum mannsins, eins og fæði og klæðn- aði, nokkum hlut við. Listir mega frá því sjónarmiði fyllilega kallast óþarfar. En þær hafa eigi að síður fyrir mannlífið sína þýðingu og gefa því svipaða litafjöl- breytni og sólarljósið blómum eða gróðri jarðar. íslenzk tunga er slíkt sólarljós hverjum íslendingi. Áhrifin geta verið mörgum óafvitandi. En þau eru til eins fyrir því, alveg eins og hver einasti maður er gæddur listkend þó hann geri sér ekki grein fyrir því. Það er ekkert heimili til, sem ekki ber þess vott. Myndir og annað sem honum finst íbúð sín ekki mega vera án, segja til um þetta. Eins og lífið yrði snauðara án fagurra lista, eins verður líf íslendingsins fátæk- ara kynnist hann ekki íslenzkri tungu og íslenzkum bókmentum og sé alls dulin um ágæti síns norræna arfs. Fullkomnasta sýnishorn mannlegrar feg- urðar síðan á dögum forn-Grikkja, heldur frægur myndhöggvari fram, að sé nútíð- ar kvenþjóð Bandaríkjanna. Ástæðuna fyrir þessu telur hann meðal annars að líf- stykki og þykk nærföt séu lítið notuð. PERSÓNULEIKINN Á hundraðasta og tólfta ársfundi Uni- tara-félagsins, 25. maí 1937, var lagt til, að prestar í félaginu kyntu sér rækilega stefnu William Ellery Channings í verka- mannamálum (Labor question). Voru til- færð ýms dæmi úr ritum hans um þetta, er eru hreinustu perlur. Á eitt af þeim skal að þessu sinni hér bent, en það er um gildi persónuleika mannsins. Um það farast frelsissinnanum og mikilmenninu orð á þessa leið: “Ennþá vita fáir hvað maðurinn er. Við þekkjum útlit hans og klæðnað, vitum um eignir hans, hvaða stöðu hann hefir og ef til vill hverjir brestir hans eru. Við könn- umst vel við hann hið ytra. En um hugs- anir hans, persónueðli, hinn innri sanna mann, vitum við oft svo sára, sára lítið. Maðurinn hefir ákveðið gildi sjálfs sín vegna, auk þess sem hann hefir það í fé- lagslegum skilningi og þjóðfélaginu í heild sinni til velferðar. Hann er ekki aðeins hjól í vél. f vélinni eru einstakir hlutar hennar gagnslausir út af fyrir sig. Þegar vélin er tekin sundur, eru hinir ýmsu hlut- ar hennar einskis verðir. Þessu er öðru vísi farið með manninn. Hann er ekki ein- göngu áhald til að ná einhverju takmarki, heldur er hann takmarkið sjálft. — Hann er til sjálfs sín vegna, til að gera sér grein fyrir persónu-eðli sínu svo að hann fái þroskað dygðir og það sem honum er til mestrar sælu. Hitt er satt, að hann getur það ekki án þess að þjóna öðrum um leið, en hann á að þjóna sem frjáls maður, en ekki sem þræll, ekki með niðurbældum huga, ekki svo að hann niðurlægi sjálfan sig; hann á að þjóna öðrum með eigin sjálfsvirðingu fyrir augum og stjórnast af sínum eigin skoðunum um hvað sé rétt og öllum til góðs. Með því að temja sér að hugsa frjálst og beita skynseminni, velja og hafna, eftir því sem andleg orka hans megnar, mótast, styrkist og fullkomnast hjá honum karakter hans. Maðurinn er óendanlega miklu meiri en alt þetta sem á lofti er mest haldið í heim- inum og tízka og hégómaskapur hafa krýnt og helgað. Hlutverk hins sanna manns er að rífa þetta niður, slétta það við jörðu, ganga á því! Hvílík smán manngildinu er gerð með þessum mismun sem tíðkast í klæðaburði eða gólfábreiðum, eins og silki- ormurinn, vefstóllinn, skórinn og nálarn- ar, hafi skapað eitthvað göfugra en mann- inn! Maðurinn á hvorki að vera andlega bæld- ur, né undir fótum troðinn, sakir ytra gljáa eða auðs ríkisins!” Fólks-innflutningsdeild sambandsstj óm- arinnar í Canada, skýrir frá því, að á ár- inu 1937, hafi fólks-innflutningur til Can- ada numið 15,101 manns. Er það sagt 29.7% fleiri innflytjendur en á árinu 1936. Af þessum nýju þegnum voru 2,859 frá Bretlandseyjum, 1,144 úr Norður-Evrópu, 5,543 af öðrum þjóðum og 5,555 frá Banda- ríkjunum. AÐ DÆMI MANITOBA f blaðinu “Vancouver Sun”, dagsettu 7. febrúar, er ritstjórnargrein um háskóla- mál fylkisins. Af greininni að dæma hefir háskólaráðið orðið að grípa til þess “sparn- aðar”-úrræðis, að hækka skólagjald nem- enda. Fer blaðið þeim orðum um þetta, að svo líti út, sem skólaráðið sé með þessu að gera öðrum en ríkismanna sonum og dætrum ókleift, að stunda háskólanám. Blaðið getur að minsta kosti ekki hugsað sér verri úrlausn peningavandræða stjóm- arinnar en þá, að ráðast á fátækan æsku- lýð, sem oft verði að neita sér um allar skemtanir og jafnvel svelta til þess að geta orðið hærri mentunar aðnjótandi. Enda þótt hér sé farið að dæmi Mani- toba er þetta vítavert, bæði' af áminstu há- skólaráði og öðrum. Það er ávalt ílt að gera upp á milli þegnanna, þrátt fyrir þó það sé oft gert, en það verður fyrst óþol- andi, þegar fara á að starfrækja menta- stofnanir þjóðfélagsins á kostnað almenn- ings en aðeins litlum hluta íbúanna til gagns eða notkunar. Það er bæði skoplegt og ergilegt að sjá stjórnir setja upp langt frómlætisandlit, ef einhver þingmaður minnist á lækkun vaxta á peningum, en leggja nýjan skatt, og láta sér ekki bregða neitt við, á náms- fólk, sem af eigin ramleik er að brjótast áfram og með öllu efnalaust. Það skal engu haldið fram um það, hver vonbrigði það eru öðrum þjóðum sem hingað hafa leitað gæfunnar, að í þetta horf sækir. En það eitt er víst, að það var margur íslendingurinn, sem hér starf- aði og stríddi í þeirri einu sæluvon, að vita barnið sitt eiga kost skólamentunar, því það er og var, hvað sem verða kann hér eftir eitt af íslenzka arfinum, mentaþrá in. Og það góða við þetta var, að það var aðeins vegna mentunarinnar sjálfrar, en ekki vegna embætta, ekki einu sinni dósents-embættis, sem eftir henni var sótt. Það getur vel verið, að það sé nú álitið fá- víslegt, en það er þó hitt, sem því er til af- sökunar, að mentaður maður er á margan hátt betri borgari í þjóðfélaginu en hann annars væri og enda þótt hann hafi ekki þá stöðu, að mentun hans komi honum að fullum notum. En það er eitt af því, sem oft er á orði haft, að háskólamentun sé ekki nema fyrir fáa af fjöldanum vegna >ess, að vinnan sé ekki til, sem slíkrar mentunar þurfi við. Hversvegna þetta á við um ögn meiri mentun,»en barnaskóla eða miðskólamentun, skilja víst fáir fslend- ingar og fáir aðrir en háskólaráð fylkis- stjórna Canada. BRÉF-KAFLI (Eftirfarandi línur eru kafli úr bréfi frá séra Helga I. Borgfjörð. Fullvissir um að lesendum Hkr. þyki þær eigi síður eftir- tektaverðar en oss, eru þær hér birtar. Ritstj.) Halifax» N. S., 7. febr. 1937. — f morg- un sótti eg prestasýnodu sem hér er haldin. Varð eg ekki lítið hissa á að verða þess áskynja brátt eftir komu mína á fundinn, að umræðurnar snerust um mig. Baptista prestur og fundamentalisti einn sagði, að nema því aðeins að mér væri bannað að taka nokkurn þátt í guðsþjónustum yfir útvarpið, sem prestarnir voru að semja um að skifta á milli sín, mundi hann nú þegar segja sig úr prestafélaginu. Eg gætti skaps míns vel og svaraði með mestu stillingu sumu af því, sem að mér var hreytt. Prestar United-kirkjunnar voru mér yfirleitt meðmæltir meðan þessi styr stóð yfir; ennfremur prestar ýmsra annara kirkna, að einum baptista meðtöldum! Eg held einnig að forseti og ritari hafi verið mér hliðstæðir. Hver svo sem útkoman verður, hefir með þessu verið vakin eftir- tekt á málefni voru og starfi mínu, sem annars hefði, ef til vill, alls ekki verið gert------” ÓFULLNÆGJANDI SVAR Blaðið “Toronto Telegram” fer eftirfar- andi orðum um svar Kings við kæru R. B. Bennetts um, að krafist hafi verið fjár í kosninga-sjóð af sumum, sem stjórnin gerði samninga við um vinnu. Orð blaðsins eru þessi: “Það mun flestum undrunar-efni, svar- ið sem forsætisráðherra Canada gaf Rt. Hon. R. B. Bennett, er kvaðst vita til, að fjár í kosningasjóð hafi verið krafist af manni sem stjórnin gerði samninga við um verk á þjóðbrautakerfinu, og beiddist þess, að þetta væri rannsakað. Svar for- sætisráðherra Mackenzie Kings við þessu var, “að hann héldi að hann ætlaði ekki að taka lexíur hjá íhaldsmönnum um það hvernig haga ætti eða stjórna kosningum eða um greiðslur í kosningasjóði.” Canada fæst ekki vitund um það hvort að “grittarnir” læri af “tórunum” eða tórarnir af grittunum. Það sem kjósend um er ekki á sama um, er að stjórnin, hver sem hún er, geri samninga við menn um vinnu með því skilyrði, að leggja fé í kosningasjóð. Og krafa þeirra er, að slíkt sé upprætt. Það minsta sem hægt, var að búast við af forsætisráðherra, var að hann lofaði því hátíðlega, að láta rannsaka kær- ur R. B. Bennetts út í æsar og kjósa nefnd til þess undir eins, í staðinn fyrir að muldra í barm sinn um að kæran væri ekki nægilega ákveðrn og humma þetta alvar- lega mál fram af sér. Fari R. B. Ben- nett með staðleysur, ætti stjórnin ekki að láta sér tækifærið úr greipum ganga, að sanna það, ekki með því að segja hann halda ósannindum fram, heldur með því að láta óháða rannsókn vitna um það.” Konur í Argentínu heltu sjóðandi olíu yfir brezka hermann forðum alveg eins og belgiskar konur gerðu við þýzka hermenn hundrað árum síðar í stríðinu mikla. GULLFRAMLEIÐSLA CANADA Canada er nú þriðja mesta gullfram- leiðsluland í heimi. Hefir aldrei eins mikið verið grafið upp af gulli eins og síðast liðið ár. Framleiðslan nam fjórum miljón únzum, sem að verði til eru reiknaðar $131,000,000. Suður Afríka framleiðir eins mikið og þetta og Rússland tvisvar sinn- um, en það eru einu löndin sem meira framleiða en Canada. f Bandaríkjunum er gullframleiðslan svipuð og í Canada. Canatia er ótrúlega málmauðugt land. Oft þegar verið er að leita gulls, rekast menn á málma sem eins eða jafnvel enn dýrari eru en það. Að það verði eitt mesta gullframleiðsluland með tíð og tíma, eða þegar hinar óþektu víðáttur þess í norðri hafa verið kannaðar til þrautar, er spá margra. Á hóteli einu í Kaupmannahöfn eru jámpípur lagðar inn í hvert herbergi fyrir öl eigi síður en vatn. Vilji menn fá sér glas af öli, er krana snúið eins og gert er þegar um vatn er að ræða, án þess að biðja nokkurn um það, eða þurfa að sækja það út úr herberginu. Brezkur vísindamaður, dr. Hooke að nafni, heldur því fram, að í heila manns- ins rúmist 3,155,760,000 mismunandi eða ólíkar hugmyndir.—Fact Digest. ÍSLAND—ANDSTÆÐ- ANNA LAND Eftir próf. Richard Beck~ Iceland—A Land of Con- trasts. By Hjalmar Lind- roth. — Translated from the Swedish by Adolph B. Benson. — American- Scandinavian Foundation, New York, 1937. Verð: $3.50. Þegar bók þessi kom út á frummálinu (sænsku) Alþingis- hátíðarárið 1930, fékk hún góða dóma í íslenzkum tímaritum, og að verðleikum, því að hún er fræðimannleg, sanngjöm, og yfirleitt glöggskygn lýsing á ís- lendingum og íslenzkri menn- ingu. Má í því sambandi vitna til ummæla dr. Guðmundar Finn- bogasonar: “Bókin er full af fróðleik og þó skemtileg. Hvar- vetna kemur fram gætni og ger- hýgli vísindamannsins, en um leið persónuleg alúð og hlýja.” (Eimreiðin, 4., 1930). Það er því þakkavert, að þessi merka bók er komin út í enskri þýðingu, og fyllilega óhætt að mæla með henni, því að hún fylgir eigi að- eins frumritinu trúlega, heldur hafa verið gerðar á henni ýmsar nauðsynlegar breytingar, eink- um hvað tölur snertir og hag- fræðilegar upplýsingar. Lesendum vestur hér til fróð- leiks skulu nokkur deili sögð á höfundi ritsins. Dr. Hjalmar Lindroth er prófessor í Norður- landamálum við háskólann í Gautaborg í Svíþjóð og frægur vísindamaður. Hann hefir dval- ið á íslandi tímum saman og ferðast víða um land; er hann vel að sér í íslenzku máli. Stend- ur hann því flestum erlendum fræðimönnum betur að vígi, þeg- ar til þess kemur, að lýsa landi voru og þjóð. Enda ber lýsing hans þess ljós merki, að hann á djúpa innsýn inn í líf og hugsun- arhátt þjóðar vorrar, þekkir og skilur óvenju vel kjör þau, sem hún á við að búa, og viðfangs- efni þau, sem hún stendur aug- liti til auglitis við. Bók hans, sem vaxin er upp úr fyrirlestr- um, er hann flutti' í Gautaborg, er vitanlega samin með sænska lesendur sérstaklega í huga; og gætir þess, ef til vill, fullmikið í þýðingunni, þó þýð- andi hafi gert sér far um, að gera hana sem aðgengilegasta enskumælandi lesendum. Heitið á bók Lindroths pró- fessors — Iceland — A Land of Contrasts (fsland — Andstæð- anna land) — dregur athyglina að óvenjulegu viðhorfi hans til efnisins. Hann á þar ekki við, eins og ætla mætti, andstæðum- ar heimskunnu og margdáðu í náttúru íslands, heldur andstæð- urnar í nútíðarlífi þjóðar vorr- ar, hin fjarskyldu öfl, sem þar eru að verki. Réttilega leggur hann áherzlu á það í inngangs- kafla Sínum, að erlendir ferða- menn, sem til íslands hafa kom- ið, hafa fram á allra síðustu ár látið sér of mikið um það hugað, að lýsa sérkennileik landsins og hrikafegurð, en vanrækt hitt um skör fram, að lýsa þjóðinni sjálfri og íslenzkri menningu. — Jafn réttilega bendir hann á það, að það sé íslenzk menning, nú á dögum eigi síður en fyr á öldum, sem mestan gaum beri' að gefa. “Especially in modern times, we may say, because the old and the new—often indeed the very an- cient and the ultra-modem — are at present engaged in a strange and violent conflict. It is this conflict, this revolution, now slow and hidden, now rapid and palpable, in the cultural life of Iceland which I shall try to give a survey of here. This point of view is in my opinion so fruitful that it will dominate the whole work.” Þetta viðhorf er bæði tíma- bært og viturlegt. fsland nú- tíðarinnar — “The Modem Land of the Sagas” — þar sem svo margt er óðfluga að gjörbreyt- ast, eigi aðeins í lifnaðarháttum heldur einnig í andlegum efnum, stendur oss lifandi fyrir sjónum eftir lestur þessarar bókar. Prófessor Lindroth lýsir fyrst íslenzku þjóðinni, uppruna henn- ar, fólksfjölda á ýmsum tímum, gáfnafari hennar og skapsmun- um. Er þessi kafli ritsins hinn fróðlegasti', saminn af skarp- skygni og hressilega berorður. Það er altaf dálítið gaman að því að sjá sig í spegli; og getur verið lærdómsríkt, sé það gert í réttum anda. Því er oss, sem íslendingum, ekki nema holt, að horfa endur og sinnum á sjálfa oss gegnum gleraugu vinsam- legrar gagnrýni erlendra aðdá- enda þjóðar vorrar. En þannig farast prófessor Lindroth, sem kann vel að meta hið marga að- aáunarverða í íslenzkri skapgerð og menningu, meðal annars orð um lundarfar fslendinga: “We may say that the average Icelander is intellectual in his approach. For that reason he remains a rationalist even in religious matters, though we may also meet individuals who have a leaning toward mysti- cism. He has a well developed self-esteem—even when he may have very little to be cocky about —and is generally independent in thought and action with a con- sequent tendency to being in opposition. Freedom is what he values more than anything else, though in olden times many had to leam what thralldom meant. But his love of freedom often finds expression in a wasteful, extravagant mode of living—in what the natives call slark and drasl—when he has a chance. The Icelander does not like to subordinate himself in any way. Nevertheless, he must be called a democrat, for he is surrounded by none but equals, and has never had to take account of any marked class distinctions. In the social life the difference be- tween the rich and poor has never made that profound cleav- age which in other civilized countries has been the accom- paniment of industrialism.” Fyrri meginhluti bókarinnar fjallar síðan um efnislega og verklega menningu þjóðar vorr- ar: klæðaburð að fornu og nýju, húsagerð í sveitum og kaupstöð- um, líf á íslenzkum sveitabæ, samgöngur og flutningstæki', og fiskiveiðar. Seinni aðalhluti ritsins lýsir andlegu menning- unni; er þar fyrst á blaði alment yfirlit, sem einkum greinir frá íslenzku trúar- og siðferðislífi, uppeldi, kirkju- og trúmálum. — Þá eru kaflar um heilbrigðismál, bindindismál, íþróttir, leiki og vísindi, listir, íslenzka tungu, fs- land nútíðarinnar og fornminj- arnar og bókmentimar. Er hér því um að ræða mikinn fróðleik og fjölbreyttan, því að föngin eru dregin víða að, og ber efnisvalið og meðferð efnréins vitni' víðtækri þekkingu höfund- arins og skarpri eftirtekt hans. f kaflanum um listir á íslandi sakna eg þess þó, að ekki er neitt sagt frá íslenzkum tréskurði, sem þar er gamall í garði. Kafl- inn um íslenzkuna er hinn skil- merkilegasti og athyglisverðasti, eins og við var að búast frá jafn ágætum málfræðing og Lindroth prófessor, er, en þó er kafli þessi, ef til vill, full strembinn fyrir almenning. Kaflinn um bókmentirnar er einnig greinargott yfirlit, það sem hann nær, en vegna þess, hve dr. Lindroth hefir takmark- að val þeirra höfunda, sem hann ritar sérstaklega um, verða ýms- ir merkir íslenzkir nútíðarhöf- undar útundan að mestu eða öllu eyti. Það er t. d. eigi rétt, að þær systurnar ólína og Herdís Andrésdætur séu einu skáldkon- urnar íslenzku, sem hlotið hafa almenna athygli lesenda. Hulda á sannarlega heima í þeim hóp. Fyrir allh, sem annt er um varðveizlu íslenzkra erfða í

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.