Heimskringla - 16.02.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, .16. FEBR. 1938
HEIMSKRINGLA
5. SÍÐA
landi hér, er bók þessi sérstak-
lega eftirtektarverð, þar sem
hún dregur hug lesenda um ann-
að fram að þeirri spurningu,
hvað varðveita beri í íslenzkri
þjóðmenningu og hverju sleppa;
en um það eru skoðanir eðlilega
æði skiftar. Má, þegar um það
ræðir, minna á þessi spaklegu
orð úr kvæði Þorsteins skálds
Gíslasonar um tíu ára afmæli
fullveldis íslands:
“Einangrun hverfur og erlendu
straumarnir líða,
inn yfir strendur til sveitanna,
dala og hlíða.
Hvað verður um vora innlendu,
þjóðlegu menning,
aldanna venjur og feðranna’ og
mæðranna kenning?
Mverju’ á að halda og hverju á
burtu að fleygja?
Hvað á að lifa og hvað á að far-
ast og deyja?
Við eigum sögu að vernda, sem
ekki má gleyma;
við eigum tungu, sem framtíðar
þjóðin skal geyma.
Hræðumst ei breyting á háttum
og eldgömlum venjum.
Hagsmunir framtímans lúta’
ekki dýrkun og kenjum.
Höldum í kjarnann, þótt hismið
með vindinum hverfi.
Helgasta neistans skal gæta, sem
framtíðin erfi.”'
Professor Adolph B. Benson,
þýðandi ritsins, sem er kennari
í norrænum fræðum við Yale
háskólann (hann kom til íslands
1930), hefir leyst verk sitt vel af
hendi; þýðing hans er bæði ná-
kvæm og læsileg. Atughasemdir
hans eru einnig góðra gjalda
verðar. Þá ber og að geta þess,
að hann hefir um sitthvað notið
aðstoðar þeirra dr. Stefáns Ein-
arssonar og Halldórs prófessors
Hermannssonar. Las hinn síð-
arnefndi alla þýðinguna í hand-
riti, og hefir hún vafalaust grætt
á því; einnig mun ritaskráin
samin af honum; enda ber bóka-
valið þess vott, að þar hefir
fróður maður og gagnkunnugur
efninu farið höndum um.
Að frágangi er bókin hin
smekklegasta, prýdd mörgum
góðum myndum. f heild sinni er
þetta vandaða og dærdómsríka
rit því verðug viðbót við hin
mörgu merkisrit bókmenta Norð-
urlanda og um norræn fræði,
sem “American-Scandinavian
Foundation” hefir gefið út á
liðnum árum. En í þeim flokki
eru, auk annara, enskar þýðing-
ar á Eddunum báðum, Völsunga-
sögu og leikritum Jóhanns Sig-
urjónssonar (Fjalla-Eyvindi og
Bóndanum á Hrauni). Verð-
skuldar félagsskapur þessi því
frekari athygli íslendinga en
hann hefir átt að fagna fram að
þessu.
Meðal 13 manna og kvenna,
sem tekin voru af lífi í Ukraine,
var frú Petrushenko, sem var
aðal söngkona óperunnar í Kiev,
og söngvarinn Donez.
Þau voru bæði ákaflega vin-
sælir listamenn og aftaka þeirra
kom almenningi mjög á óvart.
Hinir 13, sem í þetta skifti
féllu fyrir blóðexi Stalins, voru
allir kærðir fyrir að vera í fé-
lagsskap, sem ynni að aðskilnaði
Ukraine og Sovétssambandinu.
Aftökur þessar vöktu þess meiri
eftirtekt, sem flestir hinna
dauðadæmdu höfðu fyrir ári síð-
an verið sæmdir helstu heiðurs-
merkjum Sovét-Rússlands.
—Mbl.
* * * *
Til þess að spara pappír hefir
öllum kaupmönnum í Þýzkalandi
verið bannað að selja kaffi í
bréfpokum. Eftirleiðis verða
húmæðurnar sjálfar að koma
með ílát undir kaffið.
* * *
Gesturinn: Þetta eru fyrir-
taks kökur. Eg veit sannarlega
ekki, hver ósköp eg er búinn að
borða af þeim.
Siggi litli: Þú ert búinn að
borða sex!
SANNSÖGLI ENN
“Þá bilar eitt sinn alla raust
sem öskra hátt og lengi.”
Hversvegna ætli mér hafi dott-
ið í hug þessi orð er eg lauk við
að lesa útúrsnúninga Jónasar
Pálssonar í Heimskr. 2. feb. ?
Annars þótti mér vænt um að
fá að heyra að hann er nú kom-
inn á þá skoðun að það sé ekk-
ert athugavert við það að fólk sé
ámint um að lesa fornrit vor.
En hann tekur kafla upp úr
grein eftir mig um Sturlungu og
ætlar að þeir sanni að eg hafi
hvatt menn á að lesa hryðju-
verka sögur eingöngu — en það
er sá eini skilningur sem hægt er
að leggja í orð hans í “Bersögli”
þar sem hann eftir að hafa lýst
Sauðafellsföt Vatnsfirðinga seg-
ir: “Um þessa og þvílíka við-
burði erum við Vestur-fslend-
ingar eggjaðir á af vikublöðum
vorum að lesa sem oftast sökum
hinnar dásamlegu frásagnar-
listar.” Eg hefi aldrei borið á
móti því að eg hafi eggjað menn
á að lesa Sturlungu en eg bar á
móti því að eg hefði eggjað menn
á að lesa um hryðjuverk ein-
göngu. Hægt er og að lesa bæk-
ur þar sem frásagnarlistin er dá-
samleg annara ástæða vegna en
frásagnarlistarinnar, en þessi
rökvilla er hr. Pálsson hefir rat-
að í er algeng og fæst eg því
ekki meira um hana. En eg vil
endurtaka það sem eg hefi sagt
um Sturlungu, að hún mum
mælast, á hvaða mælikvarða sem
er, eitt af mestu stórverkum
mannsandans og eigi væri sorg-
arsaga hinnar íslenzku þjóðar
mun betri né glæsilegri þótt hún
væri skrifuð á einhverju rudda-
máli. Fortíðin kemur náttúr-
lega, eins og höfundur segir,
aldrei aftur en sönn finst mér
þó þessi vísa Stephans G.:
“Frá fornaldardögunum geymdi
hann gull
og gersemum nútímans dýrra
hann taldi það. öðrum fanst á-
stæða full
að ágætast væri það nýrra.”
Og aldrei fær maður skilið nú-
tímann nema maður þekki hið
liðna, eins og sézt oft svo glögg-
lega.
Og svo vill hr. Pálsson endi-
lega hafa það að Franco sé ræn-
ingja foringi og allir fasistar
blóðþyrstir. Það er þessvegna
víst til lítils fyrir mig að segja
meira — yrði ef til vill nefnt
lýgi — en mér datt í hug vísa
eftir Stephan G. og fór að hugsa
um hvort hr. Pálsson mundi
nokkurntíma tauta hana fyrir
munni sér. Hún er þessi:
“Eg hjörð þína varði sem úlfbit-
in er,
hefi erilinn staulast og þolað —
en Drottinn minn góður! hví
merktir þú mér
alt merglaust og andlega volað.”
Annars þegar talað er um þetta
spanska stríð verður mér oft að
spyrja hvernig þeir menn sem
hugsa eins og hr. Pálsson fara
að skýra það að margir helztu
menn í lýðræðisbaráttu Spán-
verja hafa orðið að flýja úr þeim
hluta Spánar er stjórnin ræður
yfir, til Franco. Nægir að nefna
þessi nöfn: Dr. Unaihono, nú
látinn; N. Alcala Zamova, forseti
þegar stjórnin tók við völdum;
Salvador S. de Madariaga; Dr.
Gregorio Maranon og Alexander
Lerroux sem hefir verið nefnd-
ur David Lloyd George Spán-
verja. Allir sem þekkja sögu
Spánar á seinni árum kannast
við þessi nöfn. Dr. Maranon
sem var varpað í fangelsi undir
Primo • de Rivera og hefir því
orðið að líða fyrir skoðanir sín-
ar segir t. d.: “Eg hefi farið
villur vegur, mér hefir yfirsést.
Að undanteknum fáeinum ný-
ungagjörnum kaþólskum mönn-
um sem halda dauðahaldi í kom-
múnista hlutdrægni sína, hugsa
allir lærdómsmenn Spánar eins
og eg, tala eins og eg, og eins og
eg hafa orðið að flýja úr þeim
hluta Spánar sem stjórnin ræð-
ur.
Frá sjónarmiði vísindamanns-
ins ætti maður að játa yfirsjónir
sínar. *
“Peccavi (Eg hefi syndgað)
Byltinguna (þ. e. þegar konung-
urinn sagði af sér), sköpuðum
við. Við báðum um hana og
undirbjuggum hana.
“En þegar öllu er á botnin
hvolft er aðeins eitt sem er áríð-
andi; en það er að hægt sé að
frelsa Spán, Evrópu og mann-
kynið frá skipulagðri blóðsút-
hellingu, morðingja samtökum,
sem við getum ásakað oss sjálfa
um að hafa undirbúið á meðan
við vorum að verki, sorglega
blindir fyrir því sem við vorum
að aðhafast.”
En það þóttu mér mestar frétt-
ir þegar hr. Pálsson fræddi mig á
því að í lýðræði væri það meiri-
hlutinn sem réði. Hvernig ætli
hann heimfæri þetta jafnvel hér
í landi? Og er þetta ekki mað-
urinn sem var að fárast svo
mikið yfir því að Aberhart fengi
ekki vilja sínum framgengt? —
Hvað er þetta? — Veit ekki hr.
Pálsson að það er meiri en ekki
minnihlutinn sem fer með völd
undir lýðræðisfyrirkomulag-
inu”? Verður á varamönnum.
Er von þó maður falli ekki alveg
flatur í lotningu niður á fótskör
meistaranna þegar þeir “leyfa
sér að fræða mann.” En yfir-
læti verður að varast, því það
finst víst ekki nema hjá þeim
ungu. Veit annars hr. Pálsson
að stjórnin á Spáni fékk minna
en helming greiddra atkvæða?
En nóg er komið. Mér fanst
eg verða að segja nokkur orð
en með þessu slæ eg líka botn í‘
þessar umræður frá minni hálfu.
Eg óska hr. Pálssyni langra líf-
daga og þess að hann fái lesið
Sturlungu upp aftur og upp 'aft-
ur en aftur á móti dagblöðin
minna.
T. J. Oleson
HELZTU FRÉTTIR
Hon. Ernest Lapointe, dóm-
málaráðherra sambandsstjórnar-
innar í Canada, hreyfði 4. febr.
á sambandsþinginu, að það væri
ekki ómögulegt, að Kingstjórnin
mundi telja lögin í Quebec-fylki
um takmörkun málfrelsis ógild.
Þetta er ofur eðlilegt, því þessi
lög Quebecþfylkis ^iga engan
meiri rétt á sér, en lög Alberta-
stjórnarinnar, er King-stjórnin
taldi ógild. Og eins er með lög
Ontario-fylkis um sölu á raforku
til Bandaríkjanna. Fylkið hefir
ekkert vald til að leyfa slík við-
skifti. En Kingstjórnin þegir
enn um það.
* * *
Brezku skipi, “Acira”, var sökt
20 mílur suðaustur af Barcelona
4. febrúar. Loftför frá Majorca-
eyju, einni af Balearic-eyjun-
um, þar sem ítalir hafa herstöðv-
ar, unnu verkið. “Acira” sökk,
eftir að 5 sprengjur höfðu yfir
það rignt. Fiskiskip björguðu
skipshöfninni, sem var 25
manns. “Acira” var með kola-
farm frá Englandi til Spánar.
* * *
Á fylkisþinginu í Saskatchew-
an urðu snarpar umræður s. 1.
miðvikudag. Prestur T. C. Doug-
las að nafni og C. C. F. þing-
maður frá Weyburn bar það á
stjórnina, að hún notaði fjár-
styrk sambandsstjórnar1 til at-
vinnulausra í þarfir flokksmál-
anna. Stjórnarfé væri látlaust
til þess notað, að hýrga flokks-
gæðingunum og treysta með því
liberal-flokksvélina, sem nú væri
orðin svo grá, að sjálf Tammany
Hall flokksvélin væri sem sunnu-
dagaskóli hjá henni. Krafðist
Douglas prestur að þessi óreiða í
meðferð fjárstyrksins væri rann-
sökuð.
í stað þess að kjósa rannsókn-
arnefnd, helti stjórnarliðið úr
skálum reiði sinnar yfir prest.
Hon. C. M. Dunn, verkmálaráð-
herra rak þar lestina með því að
kalla prestinn hreinan og bein-
an lygara. Hefir nú prestur skor-
að ráðherranum á hólm, að kapp-
ræða kæruefnið við sig á al-
mennum fundi; ráðherrann hef-
ir enn ekki látið neitt uppi um
hvað hann geri í því.
* * *
drepandi áhrif á lifandi verur.
Prófessorinn hefir sem sagt
sannað, að Jazzmúsik drepur
ormategund eina, sem “Kyochu
maggot” heitir og er sníkjudýr á
silkiorminum. Þegar þetta litla
sníkjudýr heyrir nýtísku dans-
músik, grefur það sig inn í húð
silkiormsins og deyr.
Sníkjudýr þetta gerir japanska
silkiiðnaðinum mikið tjón, og
japanski prófessorinn heldur því
fram, að hægt sé að ýtrýma
þessu skaðræðisdýri með því að
setja upp hátalara og útvarpa
nógu kröftugri jazzmúsik, þar
sem silkiormur er ræktaður.
* * *
Tuttugu og þriggja ára gamall
maður í Svartfjallalandi (Mon-
tenegro) gat sér frægð í heima-
landi sínu um daginn með því
að hlaupa í kapp við Svartfjalla-
landshraðlestina. — Maðurinn
vann hlaupið!
# * *
Úr dósentsvísum
Út af kosningunni í dósents-
embætti Háskóla íslands hefir
mikið verið ort. En mest af
þeim vísum eru of persónulegar
til þess að vera á lofti haldið.
Hér er þó ein vísa, sem telja má
að sé almenns efnis:
Við eigum ennþá mikinn merg
að sjúga
og mannorð sumra ósnert hér-
umbil.
Prestsefnin — þau verða að læra
að ljúga
liðugra og meira en hingað trl.
* * *
ALMOND L YNG-HN ETUR
Akaflega frjósamar—auðrækteflar
Almond lyng-hnetan er
afar ljúffeng að bragði,
líkist kókhnetunni. —
Kjarninn er snjóhvítur.
Vex við jörðu og um
200 til 300 hnetur
spretta upp af einni
hnetu. Sá má þeim
hvenær sem er upp að
júlí byrjun og þroskast hnotan á átta
til tíu vikum. Böm eru sólgin í hnet-
ur þessar, sem eru svo nærandi. Pant-
ið þær strax. Bréfið lOc burðargjald
3c. 6 bréf á 55c póstfritt.
SÉRSTAKT KOSTABOЗ10 fræ-
pakkar af margskonar nytsömum ný-
fundnum garðávöxtum (þau að ofan
meðtalin) er vekja undrun yðar og
gleði, allir á 65c póstfrítt.
OKEYPIS—Stærðar 1938 verðskrá
DOMINION SEED HOUSE
Georgetown,- Ontario
Ennþá eru 37 kvikmyndahús
opin í Madrid, og þau eru jafnan
troðfull á hverri sýningu.
* * *
I Kennarinn: Hver hefir skrif-
að þenna stíl, Magnús?
— Hann pabbi minn.
—« Hefir hann skrifað allan
stílinn einn?
— Nei, eg hjálpaði honum svo-
lítið.
* * *
The Jón Bjarnason Academy
Ladies’ Guild will hold a Valen-
tine tea in Eaton’s assembly hall,
on Thursday, February 17, from
2.30 till 5.30.
HITT OG ÞETTA
Sauðfé er ódýrt í Argentínu;
verð fullorðsilis sauðs er þar víð-
ast eitt peso (nærri $1).
* * *
Af allri loðskinnavöru sem
seld er í Bandaríkjunum, er sagt
að 90% sé selt undir fölsku
Maður frá Arkansas stóð fyrir
rétti ákærður fyrir að hafa ráð-
ist á annan mann í þeim tilgangi
að myrða hann. Ákærandinn
sagði, að ákærði hefði notað sem
vopn nagla, öxi, sög og riffil.
Verjandinn sagði, að maðurinn,
sem ráðist var á hefði notað til
varnar: Ijá, heykvísl, skamm-
byssu, rakhníf og garðhrífu.
Dómarinn vísaði málinu frá
með svofeldum orðum:
— Eg hefði viljað gefa 100
dollara fyrir að fá að sjá bardag-
ann.
é
“Daily Herald” í Londan skýr-
ir frá því, að í framtíðinni ætli
einræðisherra Rússlands að láta
titla sig faðir Stalin. Er það í
samræmi við titla Mussolinis og
Hitlers, sem láta kalla sig “II
duce” og “der Fuhrer”.
* * *
Kennarinn: Jæja, drengsi! —
Hvort vildirðu heldur vera
Shakespeare eða Chaplin?
Snáðinn: Auðvitað Chaplin!
Kennarinn: Því þá það?
Snáðinn: Af því að hann er
lifandi!
nafni.
* * *
Árið 1845 voru lög samin um
það í Boston í Bandaríkjunum,
að banna mönnum að baða sig,
nema að læknisráði.
* * *
VERIÐ VELK0MIN
Á LAUGARDAGS-SPILAKVÖLDIN
í SAMBANDSKIRKJUSALNUM
Árið 1935 hlaut bóndinn í
Bandaríkjunum 42 cents af
hverjum dollar, sem fjölskylda
verkamannsins greiddi fyrir
búnaðarvörur, keyptar til heim- j
ilisins. 58 cents fóru til þeirra, j
sem fluttu og útbýttu vörunni.
* . * *
Næsta spilaskemtunin verður laugardagskveldið 19.
febrúar. Byrjar á slaginu kl. 8.15.
Takið eftir: Spilaðar verða 16 hendur. Þeir sem
of seint komá, tapa þeim höndum, sem búið er að spila;
fá engan uppbótarvinning. Frá þessari reglu verður
ekki vikið.
Verðlaun verða veitt á hverju kvöldi ofurlítil (door
prize) og svo eftir að spilum er lokið.
Blaðið “Evening Star” í Lon-
don á Englandi sagði frá því
fyrir helgina, að Breta-konungur
og drotning, hefðu í huga að
heimsækja Canada á komandi
sumri. Indlandsferðinni sem
fyrirhuguð var og fyrir öðrum
ferðalögum var líklegt að sæti,
hefir verið frestað um 12 mán-
uði. f stað þeirrar ferðar, er
•ekki óhugsanlegt, að Canada
verði heimsótt.
<
* * *
Púðurgerðar verksmiðja í
Segiu á ítalíu eyðilagðist af
sprengingu 29. janúar. Það var
ein af stærstu verksmiðjum
þeirrar tegundar í landinu. 18
manns fórust og 200 meiddust.
* * *
Á tveimur undanförnum mán-
uðum ,hafa 6000 ítalir og Blá-
lendingar fallið í bardögum í
Blálandi. ftölum reynist það
ekki neinn hægðarleikur að
stjórna þessari nýlendu sinni.
* * *
Bretar hafa gefið flota sínum
skipun um það, að skjóta niður
kafbáta eða sprengju loftskip
fyrirvaralaust á Miðjarðarhaf-
inu. Þetta var tilkynt, eftir að
uppreistarlið Spánar og ítala
hafði sökt tveimur brezkum
vöruflutningaskipum sömu vik-
una, skipunum “Acira” og
“Endymion.”
Til eru þeir menn, sem álíta
jazz-músik mestu plágu nútím-
ans og eiga ekki nógu sterk orð
til að formæla því “menningar-
leysi”, sem felst í þessari negra-
músik, sem þeir svo kalla. Þess-
ir sömu menn hafa nýlega fengið
liðsauka frá japönskum prófess-
or, sem komist hefir að raun
um, að jazzmusik getur haft
Að bridge-spiluninni lokinni, verður kaffidrykkja
og ýmsar skemtanir.
Munið eftir hve vel þér skemtuð yður s. 1. haust á
þessum spilakvöldum!
Inngangseyrir 25c Byrjar á slaginu 8.15 e.h.!
Umsjón þessara skemtana hefir
deild yngri kvenna í Sambandssöfnuði
WKen Quality Counts
Canada Bread Wins
Húsfreyjur bæjarins biðja altaf um
CANADA Sneytt BRAUÐ
vegna þess að CANADA Sneytt BRAUÐ er brauð sem enginn þreytist að
borða daglega alt árið um kring.
Það sparar fyrirhöfn og erfiði—og það gerir það létt fyrir unglingana að
útbúa brauðsmurninga fyrir sig sjálfa.
“Heimtið að fá það sem þér biðjið um”
CANADA BREAD CO. LTD.
FRANK HANNIBAL, ráðsmaður
PORTAGE og BURNELL SÍMI 39 017
"2^ OUALITY Sn NAME Gau ön