Heimskringla - 16.02.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 16. FEBR. 1938
LJÓSHEIMAR
g| Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan
“Ja, hver fjandinn!” Mér gramdist að
hugsa til þess, að Bates skyldi vita nákvæm-
lega hvernig erfðaskrá afa míns var, og skil-
'mála hennar, sem voru alt annað en mér til
sóma. Sjálfsagt voru þær systir Theresa og
frænka hennar að bíða með mestu þolinmæði
eftir , að mér mishepnaðist að uppfylla skil-
yrðin að dvelja í Glenarm húsinu í heilt ár.
Systir Theresa mótmælenda nunna og frænka
hennar, sem sjálfsagt vann fyrir sér með því
að kenna teikningar. Eg var viss um að hún
kendi teikningu; því að ekkert annað fanst
mér, að hefði getað komið henni eins nálægt
velþóknun afa míns.
Eg hafði' aldrei hugsað til systur Theresa
síðan eg kom hingað. Afi minn hafði frætt
hana um mig, og samkvæmt þeirri þekkingu
leit hún vafalaust á mig sem þorpara og hættu
fyrir nágrennið, Þessvegna hafði eg haldið mig
mín megin girðingarinnar. Eg gerðist tor-
trygginn, og í huga mínum fæddust margar
spumingar, sem fyrir mér höfðu vakað síðan eg
kom til Glenarm.
. “Bates!”
Hann var að ganga til dyranna með þessu
einkennilega hæga fótataki, sem honum var
lagið.
“Ef Morgan vinur þinn, eða einhver annar
dræpi mig eða ef eg félli í vatnið og druknaði
eða endaði æfidaga mína á einhvern annan hátt,
mundi þá þessi frænka hennar systir Theresu
fá þessa eign og alt dánarbú Mr. Glenarm?”
“Já, svo hefir mér skilist það, herra
minn.”
“Morgan umsjónarmaður hefir tvisvar
reynt að drepa mig síðan eg kom hingað. Hann
skaut á mig í gegn um gluggann hérna, Bates.”
Eg beið þess að hann liti á mig. Hendur
hans opnuðust og kreftust nokkrum sinnum og
ótti og skelfing birtust í svip hans í nokkur
augnablik.
“Bates eg reyni eins og eg get að hugsa
vel um þig, en eg vil að þú skiljir — og eg sló
með hnefanum ofan í borðið — að ef þessir
kvenmenn eða Pickering húsbóndi þinn eða
bölvaður hundinginn hann Morgan, eða þú —
fjandinn hafi þig — því að eg veit ekki hver,
eða hvað þú ert — haldið að þið getið hrætt
mig í burtu héðan, þá eruð þið vilt vegar. Eg
ætla að reynast afa mínum trúr, og þegar eg
hefi dvalið hérna árið út, og gert það sem gamli
maðurinn vildi að eg gerði, skal eg gefa þeim
þetta hús og hverja einustu ekru af jörðinni,
sem fylgir því og hvern bölvaðan skilding, sem
því tilheyrir. Og ennfremur. Eg býst við að
hér sé einhver lögregla og þessvegna gæti eg
látið setja ykkur öll í svartholið fyrir morðtil-
raunir og samsæri, en eg ætla að standa ein-
samall gegn ykkur öllum saman — skilurðu það,
hræsnarrnn þinn, heimski, skríðandi njósnarinn
þinn? Svaraðu mér strax áður en eg fleygi
þér út um dyrnar!”
Eg var orðinn bálreiður og næstum því
hrópaði þessar hótanir mínar og lamdi ofan í
borðið af ósköpunum.
“Já, herra, eg skil þetta mjög vel. En eg
er hræddur um það, herra minn------”
“Auðvitað ert þú hræddur!” öskraði eg
hamslaus yfir þessu stami hans.—Þú hefir líka
sannarlega fulla ástæðu til að vera hræddur.
Þú hefir sennilega heyrt að eg sé ónýtjungur og
einskis verður flækingur, en þú getur skilað
því til systur Theresu, Pickerings eða hvers,
sem þú vilt að eg sé tíu siunum verri, en eg hafi
nokkru sinni verið málaður og skammastu nú
út.”
Hann fór út án þess að líta á mig aftur,
og þennan morgun gekk eg oft í gegn um húsið
til þess að fullvissa mig um, að hann hefði ekki
farið út til að ráðgast um við glæpafélaga sína,
en eg verð að játa, að mér til mestu skapraunar
fann eg hann ætíð önnur kafinn við hin nauð-
synlegu störf sín. Einu sinni kom eg að honum,
var hamn þá að hreinsa hástígvélin mín, og er
eg sá hann þannig vera að þjóna mér í mestu
auðmýkt, þrátt fyrir skammirnar, sem eg lét
yfir hann dynja, þá rann piér reiðin. Eg fór
inn í bókaherbergið og gerði áætlun af dóm-
kirkju, með sjöföldu mismunandi lagi og stíl, og
þegar mér leiddist þetta, bjó eg til uppdrátt af
grafhvelfingu, þar sem vondir menn voru jarð-
aðir standandi á höfði, en hinir góðu gátu legið
og sofið í friði. Þessar athafnir og fáeinir
svartir vindlar jöfnuðu skap mitt. Mér leið
yfirleitt betur eftir að hafa sagt Bates skoðun
mína, og færði hann mér nú rjúpnasteik í há-
degi-sverð og var maturinn svo góður að ómögu-
legt var út á hann að setja.
Við mæltum eigi orð og eftir að eg hafði
flækst um húsið í nokkrar klukkustundir fór eg
út mér til hressingar. Veturinn var kominn
fyrir alvöru og hafði' hertekið jörðina, sem
sýndi mér nýtt landslag. Snjórinn dreif niður
í stórum flyksum og jörðin gerðist alhvít.
Eg kom auga á héraslóð og fylgdi eg henni
án þess að gera mér grein fyrir því, hversvegna
eg gerði það. Þá sá eg að önnur slóð fylgdi
henni, það var slóð eftir tvo litla skó, og litlu
seinna tók eg upp yfirskó, sem einhver af skóla-
stúlkunum hafði týnt við það að elta hérann.
Eg mundi eftir að á skólaárum mínum átti
eg safn af minjagripum frá skólastúlkum og
nú byrjaði safnið á ný með hálsmeni og einum
yfirskó!
Það er altaf gaman að elta héra. Fátt að
undanskildum auðæfunum er jafn örðugt að
höndla, enda er eg viss um að þessir litlu ná-
ungar brosa oft í kampinn að þeim tilraunum.
Eg hálf öfundaði skólastúlkuna, sem hafði hætt
sér út í bylinn. Það var skæðadrifa og eg gekk
eftir slóð hérans og stúlkunnar. Nælægt vatn-
inU skildu leiðir þeirra og lá slóð stulkunnar
niður að naustunum. I
Að svo miklu leyti, sem eg vissi, þá var
aðeins ein stúlka í skólanum, sem var svona
áræðin og því var eg ekkert hissa þegar eg sá
rauðu prjóna húfuna í litla skýlinu við riðið á
bátahúsinu. Hún var í sömu yfirhöfninni og
áður og hafði hendurnar í vösunum sér til
skjóls. Hún hafði auðsæilega gaman af að sjá
hina mjúku mjöll blandast bláu vatninu. Að
minni' skoðun þá er stúlka og bylur til samans
unaðslegt atriði, því að stúlka, sem býður byln-
um byrgin, sannar að hún er hugrökk og býr
yfir alvöru og þreki og er þar að auki heil-
brigð.
Eg hljóp upp þrepin með húfuna í hendinni.
Yfirskóinn í hinni hendinni. Hún hörfaði dálítið
aftur á bak, rétt nóg til þess að vekja samvizku
mína.
“Eg ætlaði ekki að standa á hleri hérna á
dögunum. Eg var rétt af tilviljun á veggnum,
og það var mjög ruddalegt af mér að sletta
þessu í þig, eg mundi hafa sagt þér þetta fyr,
ef eg hefði vitað hvar eg gæti fundið þig----”
“Mætti eg biðja þig um skóinn?” sagði hún
með ‘ miklum yfirlætis svip.
Þeir innprentuðu víst nemendunum í
kvennaskólanum hina gömlu óbeit á karlkynr
inu.
“Sjálfsagt má eg ekki?”
“Nei, þakka þér fyrir!” *
Mér satt að segja létti fyrir brjósti. Eg
hafði verið út úr heiminum mestan þann tíma,
sem unglingar æfa þá list að klæða stúlkur í
yfirskóna. Hún tók blautan skóinn rétt eins og
Venus mundi taka við blautum og mjúkum
skelkrabba frá ungum marbendli. Eg var á
milli hennar og stigans og horfði hún þangað
löngunar augum.
“Ef þú vilt ekki sinna afsökun minni þá
get eg auðvitað ekkert við því gert, en eg vona
að þér skiljist, að eg þrái auðmjúklega og inni'-
lega að fá fyrirgefningu.”
“Þú virðist vera að gera úlfalda úr mýflug-
unni----”
“Eg var ekki að tala um yfirskóinn!” sagði
eg.
Hún skeytti þessu engu.
“Ef þú vilt aðeins fara í burtu---”
Hún studdi sig við húsið meðan hún
smeygði á sig yfirskónum. Eg sá að hún hafði
brúna vetlinga með skinnbryddum löskum.
“Hvernig get eg farið í burtu. Þið þessir
unglingar eruð ætíð að týna einhverja handa
mér til að finna. Eg er alveg úttaugaður að
bera með mér perluband, sem einhver ykkar
hefir týnt og eg hefi ónýtt góðan vetling með
því að bera yfirskóinn þinn.”
“Eg skal losa þig við hálsbandið, ef þú vilt
gera svo vel og afhenda mér það,” sagði hún
kuldalega.
Eg dró hálsbandið upp úr vasa mínum og
fékk henni það.
“Kærar þakkir fyrir.”
“Þú átt þá hálsbandið, Ungfrú-----?”
Hún lét það í vasa sinn.
“Auðvitað á eg það,” sagði hún þóttalega
og bjóst til brottferðar.
“Við skulum sleppa öllum sönnunum,”
sagði eg til þess að tefja hana þarna hjá mér.
“Mér þykir leiðinlegt að nágrannasambúðin
milli mín og skólans er eigi innilegri en hún
er. Steingirðingin milli eignanna kann að sýn-
ast fráhrindandi, en hún er ekki mitt verk. Eg
verð að opna hliðið. Veggurinn er of hár til
að klifra yfir hann.”
Mér þótti' gaman að hugsa til þess að hún
vissi ekki hver eg var. Eg hafði lesið enskar
sögur, sem lýstu því hvemig unga prests-
dóttirin, sem komin var heim úr skólanum og
bar af öllum öðrum að fegurð hélt að ungi
lávarðurinn væri sonur skógarvarðarins. En
ungfrúin með rauðu húfuna var eldri en tvæ-
vetur og mælti:
“Hann er mjög þarflegur — eg á við stein-
vegginn, Mr. Glenarm.” Hun var að ganga
niður þrepin og eg fylgdist með henni. Eg
er ekki svoleiðis maður að eg leyfi skólastúlku
að fara einsamalli úr landareign minni í ill-
viðri, og naust eru ekki neinn skemtilegur
dvalarstaður um háveturinn. Hún gekk á
undan mér með hendurnar í vösunum og þótti
mér henni fara það vel. Hún var bæði léttstíg
og fótviss. Athugasemd hennar um stein-
garðinn hvatti ekki til frekari umræðu og
greip eg því til ljóðmælanna og hafði' yfir þessi
orð:
“Ei skapa múrar dýflissanna dimmu
né digrar járnslár búr.”
En að vitna í ljóð meðan þú gengur á eftir
stúlku og hröklast gegn um skóginn, en stúlkan
skeytir engu hvort þú talar í bundnu eða ó-
bundnu máli, er dálítið vandræðalegt fyrirtæki
einkum þegar þú gerist móður á göngunni.
“Þetta hefi eg heyrt áður,” mælti hún og
sneri sér við til hálfs og hló og flýtti sér nú
hálfu meira. Hinir börtu vangar hennar voru
auganu unaður. Snjórinn hvirflaðist í kring
um hana og sat á húfukollinum og öxlum henn-
ar. Hafið þið nokkru sinni séð snjókristalla
glitra, brotna og bráðna í ljósu, mjúku hári,
sem blaktir í vindinum? Stundum veðjar mað-
ur hjarta sínu að sérstök snjóögn verði ætíð
hangandi við hárlokk, sem flögrar yfir gagn-
auga stúlkunnar og hann tapar veðinu — hjarta
sínu í einni svipan.
“Eg sakna þess hálfgert og hefði' komið
yfir til að afsaka mig hefði eg þorað það.”
“Systir Theresa er fremur hörð í horn að
taka og okkur er ekki leyft að bjóða heim
nokkrum karlmanni — það stendur í lögunum.”
“Því get eg trúað, en hvernig líður henni ?”
“Betur þakka þér fyrir.”
“Og Miss Devereux, eg vona að henni'
líði vel?”
Hún sneri við höfðinu eins og til að heyra
betur og hægði um leið gönguna, svo greiddi hún
sporið.
“ó, henni' líður ætíð vel held eg.”
“Þú þekkir hana auðvitað?”
“Ó, heldur en ekki. Hún kennir okkur að
spila.”
“Svo Miss Devereau er söngkennari. Líkar
ykkur við hana?”
“Stúlkurnar kalla hana,” hún sýndist yfir-
komin af kátinu, “Steingerfinginn.”
. “Nei,” sagði eg með hluttekningu. “Há og
sultarleg með löngum klóm til að hamra á nót-
urnar með. Eg þekki þá tegund.”
“Já, hún er nú sjón að sjá!” sagði föru-
nautur minn og hló hjartanlega. “En við verð-
um að umbera hana. Hún er hluti af stofnun-
inni.”
“Þú talar um St. Agatha skólann eins og
hann væri geðveikra hæli.”
“Nei, svo slæmur er hann ekki, eg hefi séð
þá verri.”
“Hvaðan koma flestir nemendurnir. Héðan
úr nágrenninu?”
“Nei, nei! Þeir eru úr öllum áttum —
Cincinnati, Chicago, Cleveland, Indianapolis.”
“Það sem tímaritin nefna Miðvesturland-
ið.”
“Það held eg. Biskupinn talaði einu sinni
yfir okkur og nefndi okkur blóm vesturlandsins,
þess vegna óskuðum við í einlægni að hann
hefði komið aftur.”
Við nálguðumst nú hliðið. Eg dáðist að
því hvað henni' var sama um bylinn. Eg
hugsaði með aðdáun að þarna væri sýnishorn
kvenna Vesturheimsins. Fanst mér nú að eg
hefði lagt drög til kunningsskapar á réttum
grundvelli, milli stúlku innan við tvítugt og
manns, sem var tuttugu og sjö ára gamall.
Mér duttu í hug ensku skáldsögurnar. Ungi
aðalseigandinn gengur heim með hinni ungu
dóttur prestsihs og talar við hana á hinn
kurteislegasta hátt.
“Okkur stúlkurnar bráðlangar að koma
yfir um og hjálpa til að leita eftir fólgnum
fjársjóðum. Það hlýtur að vera unaðslegt að
búa í húsi, sem er svo leyndardómsfult — leyni-
göng og kistur með gulldölum og annað því um
líkt! Eg býst við, Glenarm- óðalseigandi', að
þú vakir allar nætur við að rannsaka leyni-
göng.”
Þessi hreinskilni kom mér á óvart, því að
hún virtist alveg laus við frekju.
“Hver segir að hús mitt búi yfir nokkrum
leyndardómi ?” spurði eg.
“Ó, Ferguson, garðyrkjumaðurinn og allar
stúlkumar.”
“Eg er hræddur um að Ferguson hafi
of mikið ímyndunarafl.”
“Jæja, alt fólkið í þorpinu heldur þetta.
Eg hefi heyrt konuna í sælgætisbúðinni tala oft
um þetta.”
“Henni væri nær að hugsa um sælgætið.” .
“Ó, þú mátt ekki taka þér þetta til. Við
stúlkurnar álítum þetta svo rómantískt. Stund-
um köllum við þig lávarð ríkisins, og þegar við
sjáum þig ganga í gegn um skóginn í kveld-
skuggunum, segjum við: “Lávarður minn er að
hugsa um’ dýrgripakistuna sína.”
Þetta mælti hún í svo einkennilegum rómi
eins og hún væri að lesa upp utanaðlært efni, en
að sumu leyti tilbúið af sjálfri henni, að mér
var ómögulegt annað en að hlægja að því
hvað hún gerði sig skrítna.
“Eg vona að þú hafir fyrirgefið mér,”
mælti eg og hristi hliðið, svo að snjórinn
hryndi af því og dró lykilinn að því upp úr vasa
mínum.
“En það hefi eg ekki gert, Mr. Glenarm, og
er sú von þín vægast sagt ógrunduð — eg
fékk þessa setningu úr bók!”
“Það er ekki sanngjarnt að þú vitir nafn
mitt en eg veit ekki hvað þú heitir,” sagði eg til
að koma henni til að tala meira.
“Það er alveg rétt. Garðyrkjumaðurinn
sagði mér að þú værir John Glenarm, en eg er
bara Olivia. Þeir leyfa eigi að eg sé kölluð
ungfrú enn sem komið er. Eg er mjög ung,
herra minn!”
“Þú hefir aðeins sagt mér helminginn” —
eg hélt í lokað hliðið. Það snjóaði altaf og það
var farið að skyggja. Mér þóttr sárt að missa
hana. Hún var ímynd æskunnar, gleðinnar og
lífsins, þar sem hún stóð. Hugsunin um Glen-
arm húsið í snjóþöktum skóginum og hið langa
vetrardagskvöld, sem eg varð að eyða einn, kom
mér til að bíða við. Ljós voru kveikt í skóla-
húsinu beint framundan mér og eg fann til
sárrar einstæðingstilfinningar.
“Olivia Gladys Armstrong,” mælti hún og
hljóp fram hjá mér og áleiðis til skólans.
X. Kapítuli
Viðureign mín við umsjónarmanninn.
Eg las inn í bókastofunni þangað til langt
fram á nótt, og heyrði með ánægju og öryggis-
tilfinningu hvernig óveðrið hamaðist á glugg-
um hins stóra herbregis. Klukkan tólf færði
Bates mér smurt brauð og flösku af öli.
“Get eg nokkuð zneira fyrir yður gert,
herra minn?” spurðr hann.
“Nei, Bates,” svaraði eg og hann hvarf
með sínu venjulega hæglæti til herbergis síns.
Eg var eirðarlaus og langaði ekki til að
fara í rúmið, og harmaði eg nú fjölbreytnisleysi
bókasafnsins hans frænda míns.
Eg fór hillu frá hillu og leitaði og er eg var
að því fann eg heilt sáfn af stórum bókum, voru
í þeim myndir mjög fagrar. Þær voru í neðstu
hillu og lá eg á grúfu á gólfinu eins og dreng-
ur, sem fengið hefir nýja myndabók og var
alveg niðursokkinn. Hlóð eg hverri bókinni
ofan á aðra niðursokkinn í efni þeirra er var
um franskar hallir. f síðasta heftinu failn eg
blað af hvítum pappír ekki stærra en hendina á
mér og hafði það auðsæilega verið lagt iun í
bókina til þess að finna stað í henni, að því er eg
hélt. Eg hafði hálf böglað það milli fingranna
þegar eg tók eftir blýants strikum á því öðru
megin. Eg bar það að borðinu og slétti úr því.
Mörkin á blaðinu voru ekki krotuð á það í
hugsunarleysi. Einhverskonar mælikvarði hafði
verið notaður, og línurnar dregnar eftir reglu-
stiku. Afi minn hafði vafalaust stundum skemt
sér við svona riss. Þetta var teikning af löng-
um göngum, en eg skildi ekki hvers vegna eg
horfði' á þetta nokkra stund og hugsaði að þetta
væri teikning af einhverjúm hluta hússins. Er
eg skoðaði það í ljósinu sá eg að það hafði á ýms
um stöðum verið nuddað með strokleðri. Eg
fékk mér stækkunargler og horfði í gegn um
það á myndina. Teikningin hafði verið gerð
með hörðum blýant og hafði strokleðrið tekið
burtu blýið, en eigi mörkin.
Eg gat lesið þessa stafi N. V. f til K. Þetta
sýndi glögglega að stafirnir bentu til átta vita
og tölurnar til fjarlægðar. Orðið gjá var klórað
yfir mynd af dyrum og svo kom þessi setning:
VILLU DYRNAR.
Eg er maður með talsverðu ímyndunarafli,
þessvegna hafði eg heillast af verkfræðinni.
Afi minn hafði reynt að gera úr mér bygginga-
meistara (mann sem rífst við konur út af
eldhússkápum) og út af því reis ósamkomulag
okkar. Alt frá æsku hefi eg aldrei séð stóra
brú, né séð járnbrautarlest sneiða sig upp
bratta hlíð, án þess að finna til hrifningu og
mér finst að viti sé hið fegursta minnismerki,
sem nokkur maðúr getur reist sér. Aðdáun afa
míns fyrir kirkjum og miðaldabyggingum,
fanst mér ætíð ósamboðin fullorðnum manni.
Forlögin voru að verki hvað hagi mína snerti
þessa nótt, því í stað þess að kveikja í pípunni
minni með litlu teikningunni fékk eg mikla
löngu til að skilja í henni.
Eg dró af handa hófi uppdrátt af Glenarm
húsinu eins og mér virtist það, og reyni síðan
að heimfæra litlu myndina við uppdráttinn
“Villu dyrnar”, var orðið sem heillaði mig.
Maður sem hafði bygt svona einkennilegt hús
úti í skóginum í Indiana, og kallaði það Ljós-
heima, gat vel haft fleiri grillur; og þegar eg
laut yfir þessa litlu teikningu í kertaljósinu í
bókasafnsherberginu, þá datt mér í hug að eg
hefði kannske gert of lítið úr snilligáfu afa
míns. Eg var orðinn all forvitinn að fá að vita
um leynihólf þessa skrítna húss, sem óveðrið
hamaðist í kring um.
Eg fór upp í herbergi mitt, klæddi mig vel,
tók mér kerti í hönd og fór ofan. Eg bar með
mér málband og þó það sé eigi skemtilegur tími
að rannsaka dimt og ókunnugt hús, þá ákvað eg
að rannsaka gjáar opið og vita hvert það snerti
nokkuð þessar “Villu dyr.”