Heimskringla


Heimskringla - 20.04.1938, Qupperneq 6

Heimskringla - 20.04.1938, Qupperneq 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 20. APRÍL 1938 LJÓSHEIMAR Saga þýdd úr ensku af séra E. J. Melan % m “Nú býð eg þér tvo kosti: Annar er sá, að fyl&ja mér trúlega hér í húsi afa míns, en hinn er sá að ganga í lið með þorpurum þeim, sem Arthur Pickering hefir leigt til að hrekja mig í burtu. Eg ætla ekki að múta þér — eg býð þér ekki grænan eyri fyrir fylgd þína, en eg vil ekki hafa svikara á heimilinu. Líki þér ekki þessir kostir þá vil eg að þú farir og farir strax”. Hann rétti úr sér, augu hans leiftruðu og roði hljóp fram í vanga hans. Eg hafði aldrei séð hann svo líkan mannlegri veru fyr. “Mr. Glenarm, þér hafið verið harður í dómum yðar um mig, stundum mjög rang- látur.” “Ranglátur — hamingjan góða. Hvað ætlastu til að eg þiggi af þér. Er mér það ekki kunnugt að þú ert í sambandi við Pickering? Eg er ekki eins heimskur og eg sýnist, og eftir fund þinn við Pickering í kirkjuanddyrinu þá getur þú ekki talið mér trú um að þú hafir verið mér fylgjandi þá stundina.” Hann gapti af undrun og mælti: “Eg býst ekki við því að það væri til neins fyrir mig að reyna að sannfæra yður um, að sá fundur minn var eigi tii að gera neitt rangt.” “Nei, það er árangurslaust og það er betra fyrir þig að reyna það ekki. En eg er viljugur að gleyma því launa skyni fyrir frammistöðu þína í gærkveldi. Kjóstu nú; vertu hér kyr og hættu öllum njósnum eða hafðu þig í burtu héðan frá Annandale innan eins klukkutíma.” Borðið var í milli okkar og hann gekk að því rétt svo að hann snerti það ekki. Hann var svo þráðbeinn að hann varð næstum hermann- legur og valdmannslegur í fasi. “Það veit guð að eg skal fylgja yður John Glenarm!” mælti hann og rak bylmings högg í borðið með hnefanum. Hann roðnaði og eg held að eg hafi gert það líka þar sem við stóðum þarna hver gagn- vart öðrum. Hann — þjónninn og eg — hús- bóndinn. Þetta sjálfstæði hans og manndómur er hann sýndi með þessari yfirlýsingu vakti eigi- alllitla undrun hjá mér. Þögnin var rofin með því að Larry hljóp til Bates og greip hönd hans, og það gerði eg líka með sannri ánægju yfir þessari breytingu á honum. Rétt í þessu var dyrabjöllunni hringt og Stoddard kom inn. “Gleðileg jól!” sagði hann, en málrómur hans hressilegur og glaður var ekki í samræmi við áhyggju svipinn á andliti hans. Eg kynti þá Larry og hann og bauð honum sæti. “Þú verður að fyrirgefa útganginn hérna, hann er ekki okkar verk, heldur hefir Sankti Kláus komið 'hérna í nótt sem leið.” Hann horfði í kring um sig undrandi. “Svo hann kom hér líka?” “Auðvitað, en þeir hafa þó ekki rænt kirkj- una?” “Þegar eg kom inn í kirkjuna trl að halda þar morgun guðsþjónustuna, sá eg að einhver hafði rifið þiljumar búrtu á einum sex stöðum og jafnvel rifið upp altarið. Það er það sví- virðilegasta, sem eg hafi nokkurntíma séð. Þið hafið heyrt um hina frægu fátækt kirkjurott- unnar, og hversvegna ætti þá nokkur að leita eftir fé í fátækri sveitakirkj u ? Og það sem er ennþá skrítnara. Silfurmunir kirkjunnar voru óhreyfðir, en samt höfðu þeir brotið upp skápinn þar sem þeir voru, eins og þrælarnir hefðu verið að leita þar eftir einhverju, sem þeir ekki fundu.” Stoddard var mjög dapur og horfði í kring- um sig á útganginn í herberginu með vandlæt- ingarsvip. Við settumst nú að á ráðstefnu, því að nú var tækifæri að fá nýjan liðsmann á mína hlið. Mér fanst málefni mitt hafa styrkst við að Larry og Bates voru á mína hlið, en samt var eg eins og dofinn og utan við mig. Það er engin ástæða til þess, Larry, að við tökum ekki höndum saman við séra Stoddard, þar sem hann hefir orðið fyrir barðinu á þess- um samsærismönnum. Það er skylda okkar gegn honum og skólanum, að vara hann við, einkum þar sem við vitum, að Ferguson er með föntunum.” “Já, auðvitað,” sagði Larry. Hann var altaf hinn mesti' mannþekkjari og var því fljótur að skapa sér skoðun á þeim, sem hann hitti. Mér þótti því vænt um að hon- um leist vel á prestinn. “Eg ætla þá að byrja á byrjuninni og segja honum alla söguna,” sagði eg. “Hann hlustaði þegjandi á meðan eg sagði frá viðureign minni við Morgan, um göngin inn í kirkjuna og loks um það sem kom fyrir um nóttina og samtalið við Bates. “Mig langar til að núa augun og ásáka þig um að þú lesir eldhús rómana,” sagði hann. “Þetta er ekki eins og atriði sem gætu gerst á tuttugustu öldinni hér í Indiana.” “En það væri betra fyrir þig að hafa auga á Ferguson. Systir Theresa-----” “ó, blessaður vertu. Ferguson er farinn án þess að kveðja. Hann tók dót sitt og fór án þess að kveðja nokkurn mann.” “Við fáum að heyra frá honum síðar. Og nú herrar mínir hygg eg að við skiljum hvorir aðra. Mig langar ekkert til að draga hvorugan ykkar inn í þetta vandræðamál mitt------” Hinn stórvaxni prestur hló. “Glenarm,” allir titlar voru nú horfnir — “ef þú hefðir ekki sagt mér frá þessu, hefði eg aldrei fyrirgefið þér það. Hamingjan veit að eg hefi aldrei metið afa þinn réttilega! Nú verð eg að fara í burtu. En eg vona að þið látið mig vita hvort sem er á nótt eða degi, geti eg orðið ykkur að liði. Blessaðir gleymið því ekki. Eg hafði einu sinni orð á mér fyrir það að geta hitt markið.” Því ekki að fylgja þessum vini okkar gegn um undrigöngin? Eg játa að mér er mikil for- vitni á að sjá þau,” sagði Larry. “Sjálfsagt,” sagði eg.” Og nú héldum við niður í kjallarann og skoðuðum ljósastjaka söfnin og eg sýndi þeim kúlumörkin eftir ein- vígið miili okkar Morgans. Það var heppilegt að kalkaðir veggirnir sýndu merkin því að ann- ars er eg hræddur um að þeir hefðu ekki trúað mér. Skranið, sem eg hafði raðað ofan á hlemm- inn var ósnert, en við tókum það bráðlega í burtu. Hinum nýju félögum mínum fanst þetta svo skrítið að Larry grenjaði fáein stef úr írsku uppreisnarlagi. Göngin Voru eins og eg hafði séð þau síðast og þegar gusturinn blés á okkur spurði eg: “Hafið þið nokkra hugmynd um hvar þið eruð staddir núna?” “Við hljótum að vera staddir undir skóla- landinu einhverstaðar,” svaraði Stoddard. “Við erum nú nákvæmlega undir hliðinu í veggnum. Hinir háu stólpar sitt hvoru megin við það eru holir og leiða hreint loft niður í göngin.” “Þið hafið nýtízku útbúning á öllu þessu,” sagði Larry og heyrði eg að hann var að hlægja alla lei'ð að dyrunum. Þegar eg opnaði leynidyrnar inn í kjallar- ann, blístraði Stoddard en Larry bölvaði. “Þetta er til einhvers!” hrópaði presturinn.' “Þú heldur þó ekki að Glenarm hafi bygt þessi jarðgöng til einkis, eða hvað? Hanr hefir gert þetta í einhverjum tilgangi. Eg sef fáein fet frá þessum stað og hefi ekki hug- mynd um þetta.” “En sumir aðrir virðast vita um þetta,” sagði Larry. “Auðvitað. í’orvitni fólks var vakin þegar Glenarm húsið var reist, einkum þegar að því unnu tómir útlendingar. Morgan virðist hafa fundið út um göngin án minstu fyrirhafnar.” “Það er ennþá líklegra, að Ferguson hafi uppgötvað þau. Hann passaði kirkjuna og var því auðvelt fyrir hann að finna leynidyrnar. Verið þið nú sælir herrar mínir, því að nú verð eg að fara til að rækja mín störf, en eg mun finna ykkur áður en dagurinn er liðinn.” “Og við segjum engum frá þessu.” “Nei,” svaraði hann hlægjandi, rétti okkur hendina og fór upp í kirkjuna. Eg lokaði þiljunni og við fórum upp í kirkj- una. Dálítill hópur kirkjufólks og eitthvað sex nunnur voru í kirkjunni. Stoddard kom inn og tendraði kertin og hóf guðsþjónustuna. Við Larry vorum eigi mjög kirkjuræknir, en mér fanst samt huggun í því að á þessum stað var þó friður. En eg vona að mér verði fyrirgefið þó hugurinn hvikaði frá guðsþjónustunni við og við. Það var þarna sem eg hafði hlustað á organslátt Marian Devereux. Mér þótti vænt um að orgelið var lokað þennan morgun, því að mér mundi hafa tekið það sárt að heyra tóna þess, ef nokkur annar hefði spil- að á það en hún. Þegar við komum út úr kirkjunni og á meðan Larry skoðaði umhverfið kom ein nunn an til mín og nefndi nafn mitt. Það var systir Theresa. ”Getið þér komið inn rétt sem snöggvast ?” sagði hún. “Eg skal koma strax,” svaraði eg. Hún bauð mér inn í móttökuherbergið, þar sem eg hafði séð hana áður. “Mér þykir leiðinlegt að bera upp fyrii yður vandræði mín á sjálfan jóladaginn, en eg hefi fengið bréf frá Mr. Pickering, þar sem hann segist vera neyddur til að krefjast með lögum þessa fjárs fyrir hönd dánarbús Mr. Glenarms. Eg þarf ekki að taka það fram, að mér fellur þetta mjög þungt. Málaferli eru mjög óþægi- leg, og þetta mundi skaða skólann mjög. Mr. Pickering lætur í ljósi á mjög óviðfeldinn hátt, að eg hafi haft óholl áhrif og vald yfir Mr. Glenarm. Eins og þér getið séð er þetta mjög óskemtileg ákæra.” “Hann fer býsna langt,” svaraði eg. “Hann ætlar mér meiri mátt yfir öðrum en eg því miður hefi. Hann kennir mér um að Miss Devereux er ekki hlýrri í hans garð en hún er, en það er algerlega röng ákæra.” “Auðvitað.” “Mér þykir vænt um að þér berið engan kala til hennar. Það var mjög slæmt að Mr. Glenarm nefndi hana í erfðaskrá sinni. út af því hefir risið mikið umtal og sjálfsagt gruna margir hana um að hafa lagt drög fyrir eins mikinn hluta eignanna eins og mögulegt var.” “Eg er viss um að engum tæki þetta sárar en afa mínum. Það er margt óskiljanlegt í sam- bandi við þetta mál. Það virðist næstum ó- hugsanlegt, að jafn reyndur fjármálamaður og hann var, skyldi ganga svona losaralega frá þessu öllu og raun er á, jafn hugsunarsamur og hann var um tilfinningar annara, en eg get fullvissað yður um að eg er að reyna alt hvað eg get að greiða úr þessu, og er fús að hjálpa yður alt sem mér er mögulegt.” “Eg vona af heilum huga að yður megi takast að uppfylla óskir afa yðar, og dvelja hér árlangt. Það var einkennilegt skilyrði en eigi svo örðugt býst eg við.” Hún talaði svo blíðlega og hughreystandi, að eg hálf skammaðist mín fyrir að hafa brot- ið samninginn. Hin fögru gráu augu hennar vors svo hreinskilnisleg að eg hafði ekki hjarta í mér til að leyna hana sannleikanum. “Eg hefi nú þegar brotið ákvæði erfðaskrá- arinnar og get ekki erft afa minn samkvæmt henni,” sagði eg. “Það þykir mér mjög leiðinlegt,” sagði hún kuldalega. “En á hvern hátt?” “Eg skrapp til Cincinnati í gærkveldi til að finna Miss Devereux.’ Hún stóð upp af stólnum alveg stein hissa en eg reyndi að hugsa um hvað eg ætti að segja. En með því að allar útskýringar hafa verið mér erfiðar og afar þreytandi reyni eg aldrei að gera þær, þá kvaddi eg og fór og forðaðist þannig þau vandræði. XXI. Kapítuli. Pickering gerir mér aðvart Næsta morgun lagði Bates bréf fyrir mig, það var eftir póststimplinum að dæma frá Cin- cinnati. Eg reif bréfið upp og las það upphátt fyrir Larry: Um borð í Heloise, 25. des. 1901 John Glenarm, Esq., Glenarm húsinu. Annandale, Wabana-sýslu, Indiana Kæri herra: Eg hefi heyrt, að því er eg held frá góðum heimildum, að þú hafir brugðist fyrirmælum erfðaskrárninar sem þú undirgekst, að halda, er þú settist að í Glenarm húsinu. Ákvæði erfðaskrárinnar eru ljós og ófrávíkjanleg, sem þú vafalaust skildir, þegar þú gfekst að þeim. Fjarvera þín, eigi aðeins frá landareigninni, --heldur frá sýslunni, sviftir þig með öllu réttind- um til arfsins. Eg sem skiftaráðandi, krefst því, að þú yfirgefir húsið og eignina tafarlaust, og skilir því í eins góðu ástandi og þú tókst við því. Virðingarfylst, Arthur Pickering “Þetta er sannarlega fjandans skellur,” sagði Larry og smelti reiðilega saman vindl- inga. veskinu sínu. “Hvernig hefir hann komist að þessu?” sagði eg vesældarlega, en hjarta mitt var þungt sem blý. Hafði Marian Devereux sagt honum? Hvernig gat hann annars vitað þetta? “Hann las það líklegast í stjörnunum. öll tilveran sá þig sjálfsagt, þegar þú stalst til að sjá ástmeyju þína. Svei, þetta kvenfólk!’’ “Hm, þær giftast ekki allar bruggara son- um,” sagði eg. “Þú staðhæfðir einu sinni, þegar þú varst í tygjum við írsku stúlkuna, að stutt efrivör gæfi manni hugmynd um himnaríki, en gerði það óþarft, og áður en eg vissi af hafði hún gengið að eiga úttútnaðan malt-greifa. Hafðu þetta fyrir ósvífnina. En kannske það hafi verið Bates?” Eg beið ekki eftir neinu svari, því að eg var ekki í skapi til þess, maðurinn kom líka inn í sömu andránni með brauðdisk í hendinni. “Bates, Mr. Pickering hefir komist að því að eg var að heiman nóttina, sem brotist var inn í húsið, og nú er mér skipað burtu vegna þess að eg hefi gengið á gerða samninga. Hvernig gat hann komist að þessu ?” “Líklegast frá Morgan. Sjálfur fékk eg bréf frá Mr. Pickering í morgun. Bíðið þér bara dálítið, herra minn.” Hann fékk mér miða, sem dagsettur var sama dag og mitt bréf var. Bates var ávíttur harðlega fyrir það, að hafa eigi kært mig, og var honum skipað að fara í burtu fyrsta febrúar n. k. “Gerðu upp reikningana við verzlanirnar og mun eg lesa þá yfir er eg kem.” Þannig lauk bréfinu. Andi bréfsins var bjóðandi og fyrirlitlegur. Bates hafði eigi þóknast Pickering og var nú varpað í burtu eins og útreyktum vindli. “Hvað leyfði hann þér að eyða miklu um mánuðinn ?” Bates leit á mig rólega. “Hann galt mér fimtíu dali í laun og sjötíu og fimm í annan kostnað.” “En þú gast ekki keypt ensku fosana og kampavín fyrir það?” Hann var að bera í burtu bolla bakkann og rendi nú augunum að glugganum. “Nei, það gerði eg ekkr, herra------” “En eg fæ þá ekki séð-------” “Mér fanst að framlag Mr. Pickerings væri ekki mjög rausnarlegt, svo að það væri réttara að bæta svolítið við það, ef svo mætti að orði komast, frá dánarbúinu. Afa yðar mundi ekki falla það, að þér væruð sveltur.” Hann flýttr sér burtu eins og til að binda enda á málið og þegar eg áttaði mig var Larry að ákalla hina írsku guði sína. “Larry Donovan, eg hefi stundum verið kominn á fremsta hlunn að sálga þessum ná- unga. Þetta er alt saman of flókið fyrir minn skilning. Eg vildi að afr minn hefði gert mér þetta auðveldara. Að hugsa sér þvílíkt. Altaf síðan eg kom hingað hefi eg ekki gert annað en formæla og svívirða þennan mann, en hann hefir verið að kosta mig á meðan. Hann hefir altaf treyst mér vegna fíun'dstrygðar þeirrar, sem hann bar til afa míns. Hamingjan veit, að eg get aldrei litið framan í þennan mann aftur.” “Eins og eg hefi oft áður sagt, þá ert þú gáfnafarslega ekki mjög skarpskygn. Vits- munirnir eru eins formyrkvaðir með blettum. Nú er kvenmaður með í spilinu og það ruglar þig alveg. Svei, þetta kvenfólk! En nú verðum við að taka til starfa.” “Svei, þetta kvenfólk!” endurtók eg í huga mínum, sár og reiður. Það var svo sem engin furða, að hana langaði til að Pickering sæi mig ekki eftir að hún hafði ögrað mér til að elta sig! Við settumst á ráðstefnu um kveldið og ræddum hvaða stefnu við ættum að taka í tilliti til bréfs Pickerings. Það var svo ákveðið, að það leyfði enga töf. Eg sendi eftir Stoddard, því að eg var viss um að hann var mér hliðhollur. “Það er auðsætt,” sagði hinn herðabreiði prestur, “að ef þú gætir sannað að burtuvera þín var mjög nauðsynleg, þá mundu dómstól- arnir kannske líta svo á, að þú hafir ekki brotið fyrirmæli erfðaskrárinnar.” Larry horfði út í loftið og blés út úr sér bláum reykjarhrúgum eins og í djúpum þönk- um. Hvorugum þeirra hafði eg sagt hvers- vegna eg fór þessa för. Eg vissi að eg mundi fá mjög litla huggun hjá Larry, er hann frétti um erindi mitt. Ennfremur fanst mér, að eg gæti ekki rætt um Marian Devereux við neinn. Eg hikaði samt aldrei við að nefna nafn hennar, þótt það hitaði mér um hjartaræturnar í hvert sinn og eg nefndi það. Hún fór aldrei úr huga mér. Eins og töfrandi ímynd æskunnar sá eg hana í öllu um- hverfinu í hverjum sólgeisla er blikaði á hinum bláa ís, í hverju dýrðlegu sólsetri vetrarkveld- anna í vestri. Hún vakti í hjarta mínu hverja góða tilhneiging, sem eg oft og tíðum hafði svæft þar. í öllum þessum vandræðum dagsins, hrökk eg upp og h'eyrðist eg heyra nafn henn- ar, rödd hennar, hinn glaðværa hlátur hennar, eða fanst hún koma til mín niður stigann, hald- andi í hendinni blævængnum með gyltu fiðrild- unum. í raun og veru þekti eg hana svo lítið. Eg get ekki hugsað um hana í sambandi við eitt heimili, aðeins tengt hana við haustblæinn á vatninu, mjöllina í skóginum, rökkrið í kirkj- unni og þessi fáu augnablík á Armstrong heim- ilinu. Mér þóttu þessi vandræði mín óþolandi og leiddist að þurfa að ræða um þau við aðra, hina góðu vini, sem þarna komu til að hjálpa mér. Mig langaði til að vera einn og njóta í næði þess hugarfriðar sem minningin um hana veitti mér. Samt flaug efinn í huga mér, rétt eins og blik af svöluvæng yfir bláu vatni, að hún vær í sambandi við Pickering. “Þú ætlar ekki að þræta fyrir að hafa verið í burtu?” sagði Larry eftir langa þögn. “Auðvitað ekki,” svaraði eg hæglátlega. “Pickering var rétt á hælum mór og brottför mín var kunn mönnum hans hér. Það væri heldur ekki rétt gagnvart minningu afa míns, sem aldrei gerði nokkrum mein, að fara að ljúga um þetta. Þeir gætu ef til vill hefnt mér fyrir meinsæri þar ofan í kaupið.” “Þá væri fyr því betra að búast um hér. Eg skil aðstöðu þína. Þú ætlar ekki að flytja þig fyr en þú hefir fundið það, sem hér er fólg- ið. Samkvæmt höfðingsskap þínum og dánu- mensku, vilt þú ganga úr skugga um að ung- frúin, sem á að erfa þig, hljóti alt sem henni ber, og þar sem þú treystir ekki skiftaráðand- anum, neitt betur en sannur íri treystir loforð- um ensks forsætisráðherra, þá ætlar þú þér að vera viðstaddur og sjá til þess, að hann telji rétt fram reiturnar?” “Þetta er eins rétt til getið og auðið er,” svaraði eg. “Og ef hann kemur með yfirvöldin og lög- regluna ?” “Þá verðum við að gera ráð fyrir hverju svara skuli,” mælti presturinn. “Það verður bara verst fyrir yfirvaldið og hans þjóna,” svaraði eg.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.