Heimskringla - 15.06.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 15.06.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 15. JÚNÍ 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA ekki einungis í orði kveðnu heldur verða menn að taka hönd- um saman og vinna að því af heilum hug í framtíðinni. Það skemmir engan mann að leggja lið góðu málefni og jafnvel þó hann þurfi að taka ofurlítið nærri sér til þess. Tómlæti manna er ávalt þröskuldur á vegi fyrir öllum velferðarmálum mannfélagsins án þess að hafa nokkra verulega ánægju til brunns að bera fyrir eigandann. En sem betur fer eru íslendingar yfirleitt ekki því marki brendir og má oftast treysta þeim þegar um góð málefni er að ræða að þeir leggi þeim lið á einn eða annan hátt. Þetta eru þeir búnir að margsanna hér í Vesturheimi og mætti benda á mörg dæmi því til sönnunar. Að endingu vil eg geta þess að einn af vinum heimilisin Sig- urður Þorsteinsson sem lézt á síðastliðnu ári, lét þá ósk í Ijósi að fé það sem vinir sínir hygðu að leggja fram fyrir blóm við jarðarför sína skyldi í þess stað gefið til Sumarheimilisins. Eftir þessari ósk var farið og mynd- aðist þannig ofurlítill sjóður sem nefndin kom sér saman um að snerta ekki við, heldur geyma og ávaxta sem minningarsjóð þeirra sem kveðja með þannig hugansir í hjarta. Kom nefnd- inni einnig saman um, að láta letra nöfn allra þeirra sem í framtíðinni verða til að styrkja þennan sjóð. Verður plata með nöfnunum geymd á heimilinu til minningar um þá. Það er ekki fyrir það hvað mér er ant um þetta málefni, að eg dáist að þessari fögru hugsjón, heldur er það sú sálargöfgi sem á bak við þetta felst, sem ósjálfrátt hrífur hugann til aðdáunar á hinni ó- venjulegu góðvild og framsýni þessa látna vinar. Eg er því þess fullviss að minning hans á eftir að geymast um mörg ókomin ár í hugum þeirra manna sem vilja og geta skilið þann tilgang sem í slíkri gjöf er falinn. Eg held að minning slíkra manna ætti að vera okkur til uppörfunar í því að leggja fram krafta okkar til þess að sjá því málefni borgið sem hinn látni vinur auðsjáan- lega lét sér svo ant um. Eg vil einnig geta þess, að heimilinu hafa borist gjafir frá fólki sem býr í fjarlægð og þessvegna getur aldrei búist við neinum persónulegum hagnaði en gerir þetta aðeins af góðvild og auð- sjáanlegum áhuga fyrir málefn- inu. Þannig löguð fórnfýsi verð- ur aldrei þökkuð eins og hún á skilið en eg vil hér með opinber- lega þakka öllu slíku góðu fólki fyrir velvild þá og höfðingskap sem í þessu felst. Eg vil einnig þakka öllum þeim mörgu hér á Lundar og Oak Point sem styrkt hafa þetta mál bæði í orði og með gjöfum, því sannast sagt Þá er það undravert hversu und- irtektir fólkt hafa yfirleitt verið góðar. SKILNAÐAR SAMSÆTI Á LUNDAR Sunnudaginn þann 29. maí var þeim hjónunum Jóni og Ingiríði Straumfjörð haldið mjög veglegt skilnaðarsamsæti í kirkju Sam- bandssafnaðarins á Lundar. Eru þau að flytja sig vestur á Kyrra- hafsströnd og búast við að dvelja þar framvegis. Um tvö hundruð manns voru þar saman komnir. Voru þeim færðar gjaf- ir; honum gullbúinn göngustafur en henni ferðataska og úr. Var úrið gjöf frá félagssystrum hennar í kvenfélaginu “Fræ- korn’’ í Grunnavatnsbygð, sem hún hefir tilheyrt um fjölda ^nörg ár. Allir þessir gripir eru Prýðis fagrir, og fylgdu þeim margar og einlægar óskir um góða framtíð og árnaðarorð. Leir, sem ávörpuðu þau hjónin með nokkrum orðum voru: séra Guðm. Árnason, sem stýrði sam- sætinu, fyrrum þingmaður Skúli Sigfússon, Vigfús Guttormsson, Ágúst Magnússon og Oddfríður Johnson. Milli ræða skemti blandaður kór með söng undir stjórn Vigfúsar Guttormssonar. Að skemtiskránni lokinni voru bornar fram rausnarlegar veit- ingar í samkomuhúsi bæjarins, sem kvenfélag Sambandssafnað- arins á Lundar, “Eining’’ stóð fyrir. Hafa þau hjón verið dug- andi og góðir meðlimir Sam- bandssafnaðarins frá stofnun hans, og heyrðu áður til únítara- söfnuðinum í Grunnavatnsbygð. Straumfjörðs hjónin hafa átt heima í Grunnavatnsbygðinni, í grend við Lundar og á Lundar síðan árið 1903; fluttust þá vestur frá Mikley. Hafa þau verið atorkusöm í bezta lagi og farnaðist búskapurinn vel. Hefir heimili þeirra ávalt verið hið prýðileðasta að allri umgengni. Synir þeirra fjórir eru búsettir vestra: Jón læknir í Oregon, Jó- hann gullsmiður í Seattle og Halldór og Júlíus 1 Vancouver. Munu þau setjast að einhvers staðar á ströndinni nálægt son- um sínum. Hugheilustu óskir fjölda vina fylgja þessum heiðurshjónum á braut, er þau nú skifta um bú- staði eftir svo langa og giftu- samlega dvöl í Lundar-bygðinni. G. Á. MINNIN G ARORÐ JÓN ÞORSTEINN CARL HENRY Fæddur 2. des. 1895 Dáinn 29. apríl 1938 “Af kærleik þínum engu verður eytt, Hann er og varir mér í tímans sjóði; þó von um framtíð um þig bygð, sé breytt Eg bý að auð frá samvist okkar, góði! Og þegar berst eg út af ljóðsins löndum Mun lífið verja hann sínum geymslu höndum.” Þannig kvað kraftaskáldið St. G. Stephansson er hann átti á bak að sjá ungum syni og í hljóði óefað hugsar margur svipað er hann stendur í sömu sporum ald- urhniginn og af dauðanum svift- ur þeim ástvin, sem háfleygar vonir og helgar minningar eru tengdar við. Mér komu þessi orð í hug er eg minnist þessa unga manns, sem kallaður var svo sviplega burtu, og foreldra hans er aldurhnigin standa á ströndinni og horfa út á hafið. Jón Henry, eins og hann var venjulega kallaður var sviplega burtu kallaður að kvöldi þess 29. apríl. Var hann í bíl ásamt 5 kunningjum sínum er lentu út af bryggjunni í Selkirk í Rauðar- ána og druknaði þar ásamt 4 sem í bílnum voru; einum manni varð bjargað. Hvernig þetta hörmulega slys vildi til er mönn- um ekki ljóst og verður því hul- inn leyndardómur. Jón var fæddur í Winnipeg 2. des. 1895; foreldrar hans eru hin valinkunnu og velþektu hjón Jón (Hreggviður) Henry, Jónssonar Tómassonar frá Hólum í Hjalta- dal og konu hans Ingveldar Jóns- dóttur Þorsteinssonar, og konu hans Sólveigar Bjarnadóttur frá Ytri Hraundal í Hraunhreppi í Mýrasýslu, er hún systir þeirra B. J. Lifmans sveitaroddvita í Bifröstsveit, Th. Stone í Winni- peg og þeirra systkina. Jón ólst upp með foreldrum sínum og hefir lengst verið með þeim; hefir heimili þeirra nú í síðast- liðni 40 ár verið nálægt Peters- field í Manitoba. Hann var ógift- ur alla æfi. Jón innritaðist í Canada-her- inn í byrjun júní 1918 og sigldi til Englands, en var ófær til að taka þátt í heræfingum sökum bilunar í fæti, en vann þar að öðrum störfum. Kom hann heim aftur skömmu eftir að stríðinu lauk. Misti hann fótinn nokkru síðar og leið miklar þjáningar í því sambandi; gekk hann við tréfót upp frá því. Jón var. prúður maður og yfirlætislaus og sannur drengur í öllu tilliti. Hann var í störfum sínum hag- sýnn með afbrigðum og lék alt í höndum hans sem hann tók fyr- ir; í fjármálum og atvinnu- rekstri var hann hinn snjallasti, hafði auga og eyra fyrir öllu því sem hagkvæmast var; hafði hann oft fjölda manns í þjón- ustu sinni og lukkaðist honum flest sem hann tók fyrir, og vin- sælli verkstjóri en hann, mun vart finnast. Indíánarnir sem oft unnu fyrir hann elskuðu hann og vildu því alt í sölurnar leggja fyrir hann, ekki síður en hinir hvítu bræður, og öllum þótti vænt um hann, sem við hann skiftu, og sannar það betur en orð fá lýst að hann var trú- verðugur og drengur bezti og minningaauður sá, sem hann skilur eftir er gulli dýrari. Þetta mikla reiðairslag var aldurhnignum foreldrum hans þungbært, en þau eru lærð í lífs- ins skóla, og tóku því sem að höndum bar sem sannar hetjur. Drengilega stóðu þau undir hinni þungu byrði og kiknuðu ekki, mintu þau mig á hetjurnar, sem sagt er að ekki létu sér bregða við sár eða bana. Jarðarförin var hátíðleg og_ fjölmenn, og allra viðmót sýndi það, að hér voru snertir viðkvæmustu strengir hjartans, fór jarðarför- in fram frá heimilinu 2. maí. — ótölulegur fjöldi yndislegra blómsveiga þöktu kistuna og vitnuðu um vinsældir hans og al- mennan söknuð. Hérlendur prestur jarðsöng. Meistari lífsins, gef foreldr- um og ástvinum styrk og þfek í stríði lífsins framundan, gef þeim ljós, meira ljós; þú einn veist tíma og tíðir, og átt meðul sem græða öll sár. Guð blessi minningu hins framliðna góða vinar. Auk foreldranna á honum á bak að sjá einn bróðir, Jóhann G. Henry, og 2 uppeldissystkini, Lilja G. Goodman og Jón S. Ein- arsson, öll við Petersfield, Man., og fjöldi fjarskyldra ættingja. G. J. Oleson GULLAFMÆLISBÖRN ÍSLENDINGADAGSINS Sem að undanförnu heldur nefndin áfram að safna nöfnum þess fólks, sem er af íslenzku bergi brotið og hefir dvalið í þessu landi 50 ár og þar yfir. Það eru því vinsamleg tilmæli vor að þeir, sem ekki hafa áður sent inn nöfn sín en eru búnir að dvelja hér fimtíu ár og meir gefi undirrituðum upplýsingar í sam- bandi við spurningar þær sem hér fara á eftir. Nafn ........................ Heimili ..................... Fæðingardagur ............... Árið ........................ Hvar síðast á íslandi?....... Kom til þessa lands árið Til hvaða staðar? ...... Settist fyrst að Fluttist síðar til fyrir þá sem semja kunna heild- ar landnámssögu íslendinga í Vesturheimi. öllum ætti því að vera áhugamál að láta skrásetja nöfn sín í gullafmælisbókina hafi þeir ekki gert það fyr, og fá gullafmælis borðann til minn- ingar um fimtíu ára dvöl sína hér í landi. Ennfremur er æskilegt, ef eitt- hvað af þeim sem gáfu inn nöfn sín 1 sumar sem leið hafa ekki fengið borða, tilkynni það undir- rituðum og mun þá borðinn verða sendur til þeirra. öll gullafmælisbörn, sem hafa fengið borða undanfarin ár, eiga frían aðgang að skemtunum dagsins. Davíð Björnsson, ritari ísl.d.nefndar 940 Ingersoll St. Winnipeg ISLANDS-FRÉTTIR Talamband opnað milli skipa og lands Þann 10. maí ávarpaði at- vinnumálaráðherra þjóðina gegn um útvarpið og skýrði frá því, að frá þeim degi yrði opnað tal- samband milli skipa og báta við loftskeytastöðina í Reykja- vík. Innan skamms yrði svo opn- að samband milli skipa og stöðv- anna á ísafirði, Siglufirði, Seyð- isfirði og Vestmanneyjum. Það þótt til mikilla öryggis- bóta vera, þegar talstöðvarnar komu og gerðu skipum mögulegt að talast við sín á milli. En nú er annað skref stigið, sem ekki mun, að fenginni reynslu, þykja ómerkara, því nú getur sjómað- ur úti á hafi fengið samband við hvaða símanúmer, sem hann óskar að tala við í landi. Er atvinnumálaráðherra hafði lokið ræðu sinni, tilkynti út- varpsþulurinn, að fram færi samtal milli skipstjórans á Sæ- björgu og Skúla Guðmundsson- ar atvinnumálaráðherra. Heyrð- ist samtalið mjög prýðilega. Að lokum talaði póst- og síma-mála- stjóri og opnaði talsambandið við íslenzka skipstólinn fyrir hönd landssímans. Er hér um að ræða merkis atburð í sögu ís- lenzkra öryggismála. —Skutull, 14. maí. * * * Ungur íslenzkur læknir fær 4000 kr. til krabbameinsrannsókna Birni Sigurðssyni lækni frá Veðramóti hefir samkv meðmæl- um læknadeildar háskóla íslands verið veittar 400 kr. úr styrktar sjóði Ernst Carlsens aðalræðis- manns, en sjóður þessi er stofn- aður til þes að vinna á móti krabameinssjúkdómum. —Alþbl. 24. maí. FJÆR OG NÆR Framkvæmdarnefnd sumar- heimilisins á Hnausum hefir á- kveðið að byrja starf sitt í fyrstu viku júlí. Vill hún því mælast til þess að umsóknir verði sendar til Mrs. P. S. Páls- son, 796 Banning St., Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland St., eða séra P. M. Pétursson, 640 Agnes St., frú Olavía Melan, Riverton, Man., fyrir þ. 15. n. mánaðar. Fyrir hönd nefndarinnar, E. J. Melan Marja Björnsson HILLINGALÖND Fjórtán sögur eftir Guðr. H. Finnsdóttur er nú nýkomin hing- að vestur. Bókin er í stóru átta blaða broti, á þriðja hundrað blaðsíður, prentuð á góðan þykk- an pappír. Frumdegin mynd eftir íslenzkan listamann er á framhlið kápunnar. Hún er prentuð í Félagsprentsmiðjunni í Reykjavík og hin vandaðasta að öllum frágangi. útsöluna annast Gísli Johnson, 906 Ban- ning St., Winnipeg. Ennfrem- ur tekur Magnús Peterson bók- sali, 313 Horace St., Norwood, á móti pöntunum. Kostar póstfrítt $1.75. * * * Nefnd íslendingadagsins fyrir yfristandandi starfsár er sem hér segir: Jón J. Samson, forseti Séra Philip M. Pétursson, v.-for. Davíð Björnsson, ritari Jóh. Sigurðsson, vara-ritari Jochum Ásgeirsson, gjaldkeri. Ásb. Eggertsson, vara-gjaldkeri Th. Thordarson, Gimli, eignav. Eiríkur A. fsfeld Erlendur Anderson Sveinn Pálmason Guðm. Feldsted, Gimli Th. S. Thorsteinsson, Selkirk. * * * fslendingadags prógröm Eftirfylgjandi íslendingadags prógröm óskast til kaups, fyrir árin 1891, 1897, 1900, 1901, 1903, 1904, 1908, 1909, 1914. Eintökin mega ekki vera rifin eða mjög óhrein. Sendið þau ekki en tilkynnið “Hkr.” hvaða árganga þér hafið, og á hvaða verðr. Verður yður þá svarað strax um hæl. Ennfremur er óskað eftir sög- unni: Fastus og Ermena, er gefin var út á Gimli af Gísla M. Thompson. Ráðsmaður Hkr. * * * Bækurnar eru til fróðleiks og skemtunar. Góðar bækur eru dýrmæt eign. Látið þær einn- ig vera til prýðis í bókaskápnum yðar, með því að senda þær í band til Ðavíðs Bjömssonar á “Heimskringlu”. Verkið vel af hendi leyst. * * * Bók sem allir ættu að eiga er auglýst á öðrum stað í blað- inu. Bókin heitir, “The Claimant’s Fire Insurance Guide” eftir John A. MacLennan. Hún er um skaðabótarkröfu til eldsábyrgð- aréflaga. Fæstir eru heima í þeim sökum, og eru því árlega stórir hópar, er verða fyrir eignatjóni af völdum elds, snuð- aðir um stórfé, sem þeir eiga fult Mr **m notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. IMrgHir: Henry Ave. Eaat Sími 95 551—95 552 Skrlfitofa: Henry o| Argyle VERÐ - CÆÐI . ÁNÆGJA tilkall til, ef þeir kynnu með að fara. Bókin kostar 75c send með pósti hvert sem er. Þessu riti' hefir verið mikið hrósað. Það er glögt og greinilegt og þó ná- kvæmt og fylgir fyrirmælum laganna í öllum greinum. Pant- anir má senda á skrifstofu “Heimskringlu.” Það er álit vort að enginn ætti að vera án þessa rits, það kostar lítið en getur vemdað menn fyr- ir ágangi umboðsmanna eldsá- byrgðarfélaganna sem jafnan fara eins langt og þeir komast þegar um skaðabótar mat er að ræða. * * * Munið eftir að hin nýútkomna bók, Myndir II. af listaverkum Einar Jónssonar frá Galtafelli fæst nú meðan upplagið hrekk- ur á skrifstofu “Hkr.” fyrir $2.65; burðargjald, ef um póst- sendingu er að ræða, lOc. Þeir sem eiga eldri bókina er kom út fyrir 12 árum munu vilja eign- ast þessa. Eiga þeir þá mynda- safn af öllum verkum hans. Stjómamefnd Þjóðræknisfélagsins * * * HLJÓMBOÐAR sönglög eftir Þórarinn Jónsson Þessi nýútkomna sönglagabók inniheldur 40 sönglög við ágætis- kvæði merkra skálda, austan hafs og vestan. Þau eru öll þýð og sönghæf, á mátulegu radd- sviði fyrir alþýðusöng, og undir- raddirnar svo auðveldar, að hver sá, sem eitthvað leikur á stofu- orgel eða piano, getur haft þeirra full not. Prentun er skýr og góð aflestrar, og svipar mjög að frágangi til Alþýðusöngvanna íslenzku, sem sumir nefna “Kindabækur’ eða “fjárlögin”, þó stærra í brotinu. Þessi bók er góð viðbót við íslenzka al- þýðusöngva, og ætti að vera kærkominn gestur allra þeirra, sem hljóðfæri hafa og heimilis- söng iðka. Örfá eintök hafa borist hing- að vestur og verða send eftir pöntunum aðeins. Pantanir af- greiða Gísli Jónsson, 906 Ban- ning St.; E. P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs og Magnús Peterson, 313 Horace St., Norwood. CONCERT Under the Auspices of JÓN SIGURDSON CHAPTER I.O.D.E. Federated Church Parlors WEDNESDAY, JUNE 15 — 8.15 p.m. • Program will include— 1. Flower Pageant — Twenty-six children in colorful Costume 2. A Two-Act Comedy: “A Musical Baby Show” — Soloists: Cora Doig Vera Johannson Lillian Baldwin Josephine Strain Helen Lyons Carman Merritt Wilfred Baldwin Árið......Og síðar til........ ................... Árið...... Atvinna ............. Gift.... Nafn eiginmanns eða eiginkonu Aðrar upplýsingar Sumum kann nú að finnast allar þessar spurningar hálfgerð- ur óþarfi. En það er langt frá að svo sé. Því síðar meir getur þessi glögga skrá yfir hingað- komu og dvöl íslendinga hér í landi orðið hin mikilsverðasta HVÍTAR SKYRTUR Til nota í sumarleyfinn Þegar heitir dagar koma finnur þú þig miklu nota- legri og svalari með því að vera í hvítri skyrtu—hún er hin ákjósanlegasta sumar-skyrta. Einkum er það þó rétt ef það er hvít skyrta úr góðu efni . . . eins og þær sem sniðnar eru úr vönduðu broadcloth, með linum eða stífum, lausum eða áföstum kraga. Sumar eru með hreinni silki- áferð. Um er að velja mismunandi ermalengdir og háls- 17 $1.50uppi$3.50 Stærðir 14 til 17 I klæðnaðardeild karlmanna, “The Hargrave Shops for Men” á aðalgólfi. <*T. EATON C<2.™.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.