Heimskringla


Heimskringla - 20.07.1938, Qupperneq 1

Heimskringla - 20.07.1938, Qupperneq 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytime In the 2-Glass Bottle ® SNÚIÐ A MELINU! Komið loðfatnaði og vetrar- kápum yðar til geymslu hjá oss í mel og eldtryggum skápum SfMI 37111 AVENUE DYERS and CLEANERS LII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 20. JÚLÍ 1938 NÚMER 42. HELZTU FRETTIR Umhverfis jörðina á tæpum 4 dögum Þrjátíu og þriggja ára gamall miljónamæringur frá Texas i Bandaríkjunum, Howard Hughes að nafni, lagði af stað frá New York s. 1. viku í ferð umhverfis jörðina; hann kom heim upp úr rádegi s. 1. fimtudag eða eftir þriggja daga, 19. kl.stunda og 16 mínútna burtu-veru. Hafði hann þá flogið 14,824 mílur. Wiley Post flaug þessa sömu leið 1933 á 7 dögum, 18. klst. 49 mínútum, eða nærri helmingi lengri tíma. Hughes hefir því sett met, svo um munar með flugi sínu. Fjórir menn voru í förinni með Hughes. Og loftskipið var hans eigið silfurbúið og skínandi á að líta, og gert til þess að hafa á sýningunni 1939 í New York. Áhöld nauðsynleg við flug- ferðir voru í skipinu sem kostuðu um $100,000. öll ferðin er sagt að hafi kostað um $300,000. Leiðin sem hann fór var þessi: frá New York til Parísar, Moskva, Omsk(Síberíu) Yakutsk (Síberíu), Fairbanks (Alaska), Minneapolis, New York. Vega- lengdin umhverfis jörðina verð- ur með því að fara þessa leið um 10^000 jnílum styttrf en vfð Miðjarðarlínu. Meðal hraði Hughes flugvél- arinnar var 161 míla á klukku- stund. Með nútíðar útbúnaði segir Hughes flugferð þessa ekkert þrekvirki. En flug Wiley Post segir hann hafa hlotið að vera þrekraun, eins og fulgskip voru þá. Góðir heim að sækja Blöð í Bandaríkjunum hafa það eftir ferðamönnum sem heimsótt hafa Manitoba á þessu sumri, að viðtökur séu þar hlý- legri, einlægari og kurteisari af hálfu íbúanna, en víðast annar staðar. Smíðar Canada flugskip fyrir Breta? Ef Canada getur skjótlega leyst af hendi flugskipasmíði, hafa Bretar á orði að láta smíða hér jflugskip fyrir $100,000,000 til að byrja með. Þar sem ekki er talinn efi á, að iðnaðarstofnanir hér geti með stuttum undirbúningstíma tekist framleiðslu flugvélanna á hend- ur, er búist við að menn komi bráðlega frá Englandi til að semja um smíði flugskipanna og verði hér og líti eftir að þau séu gerð sem vera ber. Flugskipin verða öll fyrir brezka flugherinn (The Royal Air Force). Eru Bretar knúðir til að auka flugher sinn að sama skapi og Þjóverjar og ítalir gera. Þjóðverjar hafa nú um 3500 flug herskip, ítalir 2,000, Frakkar 2,500 og Bretar, 2,000. Hugsa Bretar sér að halda nú áfram flugskipasmíði þar til þeir hafi stærri flugher en nokkur þjóð í Evrópu, að Rússum undanskild- um. Ennfremur er búist við að brezkir hermenn verði hingað sendir til að æfa þá; hefir Can- ada-stjórn boðið slíkt, jafnframt því að Bretar noti Royal Canad; ian Air Force iðnaðinn hér, eftir því sem þeim þykir þörf á til vopna eða flugvéla-framleiðslu. hví er einnig sagt að það fylgi, að brezkir herforingjar verði hingað sendir til að þjálfa brezku hermennina og að, líkind- um líta eftir æfingu á flugher Canada í Camp Borden í Ottawa, Dartmouth í Nova Scotia, Winni- peg og Vancouver. Samvinna milli Canada og Bretlands um hermálin, virðist því komin tals- vert áleiðis. Canada býst síðar við tvisvar sinnum stærrj pöntun frá Bret- landi, Frakklandi og jafnvel Tékkóslóvakíu fyrir flugvélum, ef tilraunin gengur vel. Schmidt “meðgengur” Blöð frá Englandi herma að prófessor Otto Schmidt, eftir- litsmaður Rússa með ferðalögum um Norður-íshaf, hafi meðgeng- ið kærurnar, sem Stalin-ráðið bar á hann um að hafa reynst landinu svikari í starfi sínu. — j“Eg á dóm ykkar fyllilega skil- ið,” hafa blöð Stalins nú hróðug j eftir honum. Af þessu má ráða hvað Schmidts nú bíður, ef ekki er þegar búið að skjóta hann. Prófessor Schmidt hefir í mörg ár barist fyrir því að opna siglingaleið um íshafið fyrir norðan Síberíu, en þar er alt ísi þakið nema um 3 mánuði úr ár- inu. Leið þessi er álitin nyt- söm til vöruflutninga og vera mikilsverð í hernaði. Árið 1936 tókst Schmidt að komast þessa leið heilu og höldnu og skipu- jleggja þar að einhverju leyti ferðir. Lenti hann oft í hrakn- ingum við þetta. En manntjón varð aldrei neitt og ekki einu sinni er Cheliuskin, ísbrjóturinn fórst, sem 103 menn voru á og þar á meðal kona með nýfætt barn. En skipshöfnin bjargaðist öll og var flutt heim í loftskip- um. Sýnir það ef til vill hvernig stjórnandi prófessor Schmidt var í þessum svaðilförum. Og Papanin-leiðangurinn, sem hann gerði út til rannsókna í marga mánuði á norðurpólnum, er ann- að sýnishorn af þekkingu Schmidt á fshafs-ferðalögum. Vilhjálmur Stefánsson telur prófessor Schmidt með hugrökk- ustu og framsýnustu mönnum. Og það eitt er víst, hann er langmesta hetjan, sem Rússar hafa átt og sent út til íshafs- ferðalaga. Rússa væri að lík- indum ekki en getið í sambandi við íshafsferðalög, ef Schmidt hefði ekki komið þar fram, í stað þess að vera nú fremsta þjóðin í heimi í þeim efnum. Stalin-snuddarnir skammast sín fyrir að segja frá því að maður þessi hafi verið skotinn, enda væri þá ófagurt aðhafst. En sé ekki búið að skjóta hann situr hann í fangelsi og bíður dauða síns þar. VÆNTANLEGUR TIL WINNIPEG UM NÆSTU HELGI Jónas alþm. Jónsson Þjóðræknisfélagið hefir skýrt blaðinu frá því að Jónas alþm. Jónsson sé væntanlegur til Win- nipeg um næstu helgi. lands og Bretlands. Að þessu kvað, svo mikið, að haldið var um tíma, að konungur og drotn- ing Englands ætluðu að hætta við heimsókn sína til Fraklands. En nú er þessi frétt er skrifuð (á mánudag), er talið líklegt að konungshjónin leggi af stað á þriðjudag í ferðina. TRYGGVI INGJALDSSON DÁINN inn í fangelsi og frelsa þaðan 500 fanga. Síðan fór hún með fangana út úr borginni fyrir augum japönsku hermannanna, án þess að nokkur tilraun væri gerð til þess að hindra för þeirra. Einu sinni dulbjó hún 500 af stúlkunum sínum sem bændakon- ur og komst þannig að baki jap- enskrar hersveitar. 80 stúlkur komu aftur, en helmingur Japan- anna féll í valinn og þeir, sem eftir stóðu, urðu að hörfa undan. Liu Chenyien gengur nú undir nafninu Hwa Molan, en það er nafn á kvenhetju í kínverskri þjóðsögu. — Chiang Kai Shek lét fyrir stuttu síðan þessi orð falla um hana: “Hún og fólk hennar jafnast á við þrjár herdeildir hins reglu- lega hers.”—N. Dbl. 28. júní. Æskan hyllir Jónas Jónsson Á seinasta fundi stofnþings I ungra Framsóknarmanna, bar [Baldvin Tr. Stefánsson, Stakka- jhlíð, N.-Múlasýslu, fram svo-j hljóðandi tillögu: “1. ’ þing sambands ungra1 Framsóknarmanna samþykkir að kjósa Jónas Jónsson, formann Framsóknarflokksins, sem fyrsta j heiðursfélaga Sambands ungra Framsóknarmanna, í viðurkenn- ingarskyni fyrir hans miklu og góðu störf í þágu alþjóðar, og þá einkum æskunnar í landinu.” Fundarmenn samþyktu þessa tillögu með lófataki sem aldrei ætlaði að linna. Ennfremur samykti fundurinn að fela stjórn S. U. F. að vinna að því að hafist yrði handa um út- gáfu safns af ritgerðum Jónasar Jónssonar..—Tíminn, 23. júní. Kvennahersveit Kínverjar hafa eignast sína Jeanne d’Arc. Það er ung stúlka sem ræður yfir 6000 ungra kvenna og 9000 ungra karlmanna sjálfboðasveit. Hún heitir Liu Chenyien og hefir bækistöðu sína að baki japönsku herlínunn- ar í Norður-Kína. Sjálfboðalið- arnir hennar liggja í launsátri fyrir japönskum hermönnum, læðast að framvörðum Japana og brytja þá niður, eyðileggja vegi, brýr, járnbrautir o. s. frv Fyrir skömmu síðan komst hún ásamt nokkrum stúlkum sínum inn fyrir múra Peipingborgar. Þar hepnaðist þeim að komast Samuel Insull dáinn Samuel Insull, sá er stjórnaði stórfélagi í Bandaríkjunum, sem varð gjaldþrota og fló þúsundir manna sem hluti áttu í því inn að skyrtunni, er látinn. Hann dó í París s. 1. laugardag. Hann var að heimsækja konu sína sem býr í Frakklandi. Insull var ekki fundinn sekur um að hafa af á- settu ráði steypt fyrirtæki sínu á hausinn, en var félítill eftir að málaferlunum um það lauk. Vinsamleg bréfaviðskifti Mr. Chamberlain forsætisráð- herra Breta og Daladier stjórn- arformanni Frakklands, hafa ný- lega farist vinsamleg bréf á milli jog lofar þar hvor um sig óslít- jandi vináttu. Þykir borgurum 'landanna þetta betur farið, því j svo leit út um tíma, sem til vm- áttuslita væri að draga út af Spánarmálunum milli Frakk- Síðast liðinn sunnudag lézt að heimili sínu í Árborg, bændaöld- ungurinn og atorkumaðurinn Tryggvi Ingjaldsson. Hann var 75 ára að aldri. Með Tryggva er til moldar hniginn einn af mestu vinnu- görpum og athafnamönnum í hópi íslenzkra landnema vestra, maður er ótrauður lagði á vaðið á hverju sem gekk og lét sér ekki mikið um það finnast, sem flest- ir aðrir hefðu frá horfið. Og ó- bilandi kjarkur og vinnu-áhugi bar hann klaklaust gegnum allar þrautir frumbýlingsáranna. Tryggvi Ingjaldsson var fædd- ur 29. júní 1863 á Húsavík í Suð- ur-Þingeyjarsýslu. — Foreldrar hans voru Ingjaldur Jónasson og Margrét Jónsdóttir. 14. ágúst 1885 giftist hann eftirlifandi konu sinni, Hólmfríði Andrés- dóttur frá Fagranesi í Þingeyjar- sýslu. Árið eftir, 1886, fluttust þau hjónin vestur um haf og námu land við Akra‘í Norður Dakota. Bjuggu þau þar unz þau fluttu árið 1901 til Framnesbygðar, þar sem þau ráku stórbú yfir 20 ár, jafnframt verzlun fyrstu ár- in. Árið 1924 fluttu þau til þorpsins Árborg. Sveitarráðsmaður var Tryggvi um mörg ár. Greiðasemi hans og hjálpfýsi við sambygðarmenn sína, hvern sem var, verður lengi við brugðið. Hann spurði aldrei um sínar ástæður til þess, er einhver leitaði til hans; við bón hans var sjálfsagt að verða og eins þó fé kostaði sjálfan hann eigi síður en tíma og vinnutöf. Var kona hans honum sam- taka í að veita öðrum alla þá hjálp, er unt var þegar á lá. Heimili þeirra var mesta rausn- ar, góðgerða og sóma heimili. f öllu því er bygðinni var til framfara, var Tryggvi ekki ein- ungis samtaka öðrum um, heldur má hann þar í hópi hinna fremstu telja. Hann var þar oft bæði sá, er hugmyndina átti að þeim og foringinn var í að framkvæma hana. Börn Tryggva og Hólmfríðar eru: Sesselja, gift G. S. Guð- myndssyni bónda í Framnes- bygð; Ingimar (nú dáinn) er var fylkisþingmaður Gimli kjördæm- is; Snjólaug, gift Guðjóni bónda Björnssyni í Framnes-bygð; Andrea, gift A. L. Johnson bónda í grend við Árborg; Guðrún Anna, gift H. S. Erlendssyni kaupm. í Árborg; Sigríður, gift Andrési Johnson á Oak Point; Rannveig, gift Evan Davis í Win- nipeg og Kristjana, gift Wm. Crowe í Winnipeg. Þau mistu tvö börn ung. Tryggvi Ingjaldsson tilheyrði lúterska söfnuðinum í Árborg og var þar sem annar staðar hinn nýtasti félagsmaður. Jarðarförin fer fram í Árborg á morgun (fimtudag). ..............iiiiiiiiiii....................... | Samkomur Jónasar Jónssonar | Jónas, fyrverandi dómsmálaráðherra, Jónsson, er E E væntanlegur hingað til bæjar í næstu viku sem gestur = = Þjóðræknisfélagsins. Hefir hann látið í ljósi að hann | = óskaði eftir að geta heimsótt allar íslenzku bygðimar í = = álfunni og falið þjóðræknisnefndinni að semja ferðaáætl- = E an sína yfir ágúst mánuð. Hefir nefndin því ákveðið = E eftirfylgjandi staði, þar sem hann verður staddur yfir = = fyrri hluta ágúst, og flytur erindi: Að Hnausum (fslendingadaginn)...........30. júlí = Að Gimli (íslendingadaginn)..............1. ágúst Að Churchbridge (í Þingvallabygð)... .4. ágúst = Að Wynyard (íslendingadaginn)............5. ágúst E Að Markerville, Alberta.................10. ágúst E f Vancouver, B. C........................15. ágúst Áætlun þessi verður birt í næsta blaði og þá með E = þeim breytingum sem verða kunna. E Samkomur hans í öðrum bygðarlögum innan Mani- = = toba og Bandaríkjanna verða auglýstar síðar. Aðgangur E = að hinum sérstöku fyrirlestra samkomum 35c. Vestur á Kyrrhafsströndinni er gert ráð fyrir að = E hann flytji erindi á þessum stöðum: Pt. Roberts; Blaine; i E Bellingham, Seattle og ef til vill víðar. En allar ráðstaf- E = anir að því lútandi, svo sem auglýsingar, ákveða sam- = = komustaði o. fl. verða gerðar þar vestra. = Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins =i1111111111111111111111■1111111111111111111.111111111111111111 ■ 111111111111111111111111111? DR. JóN HELGASON sækir um lausn frá embætti Frá Mountain, N. D., komu til bæjarins snöggva ferð s. 1. fimtu- dag Thorlákur Thorfinnsson og R. H. Ragnar, er syðra er um þessar mundir að æfa söng- flokka. Rvík. 26. júní Síðasti dagur prestastefnunn- ar var í gær. Hún hófst með morgunbænum kl. 9 og flutti þá sr. Sigurjón Guðjónsson langt og snjalt erindi og sagði fréttir frá ferð sinni um Norðurlönd s. 1. vetur. , Kvaðst hann hafa orðið ræki- lega var við það, að kirkjan á Norðurlöndum væri yfirleitt í sókn, hún væri að sækja fram gegn andúð guðleysingjanna og deyfð og andlegu afskiftaleysi heimshyggjunnar.—Þá flutti sr. Halldór Kolbeins erindi um Fjall- ræðuna, en sakir takmarkaðs tíma gat hanri ekki lokið máli sínu. Kl. 5Vfc hófst fundur að nýju með því, að ófeigur prófastur Vigfússon talaði langt mál, er hann nefndi “Minningar gamals sveitaprests”. Var erindi hans vel þakkað, enda var það lær- dómsríkt ekki sízt fyrir hina yngri presta. Var þetta erindi hið síðasta, sem haldið var á synodus. f fundarlokin lýsti brskup því yfir, að þetta væri sú síðasta synoda, sem hann stjórnaði, með því að hann hefði ákveðið að biðja um lausn frá biskupsem- bættinu nú einhvern næstu daga. Dr. Jón helgason hefir verið biskup í 22 ár og hefir einn allra hiskupa landsins vísiterað hvert einasta prestakall á landinu. — Þakkaði hann í gærkveldi í fáum en fögrum orðum alla gestrisni og ágætar viðtökur, sem hann hefði átt að mæta hjá prestum um land alt og var auðséð á mörgum prestum, ekki sízt hin- um eldri, að þeir mintust heim- sókna hans með blíðu og trega. Biskup sagði í kveðjuræðu sinni, að hann hefði altaf verið ákveðinn að sitja ekki lengur í embætti heldur en svo, að hann gæti gegnt því með óskiftum kröftum bæði til sálar og hkama. Mun öllum, sem á synodus hafa setið undir forsæti hans nú í síð- asta sinn, hafa fundist, að þessi skörulegi, rúmlega sjötugi kirkjuhöfðingi hafi staðið við þau orð sín. Að lokinni ræðu biskups flutti sr. Bjarni vígslubiskup Jónsson (nokkur hg artnæm kveðju ,og| þakkarorð til biskups. Fanst þeim, sem þetta ritar, að hér væri brotið blað í kirkjusögu landsins og svo mun fleirum hafa farið. í gærkveldi sátu synodusprest- ar hóf heima hjá biskupi. —Mbl. P. T. O. Russar og Japanir Japanir hafa tvisvar sent Rússum skeyti og varað þá við, að hrúga her upp á landamærum Manchukuo eins og þeir geri. Segja þeir Rússum að það geti ekki góðu láni stýrt, ef þeir haldi því áfram. Rússar hafa svarað því einu, að hermenn þeirra séu í þeirra eigin landi og Rúss- land ætti ekki að þurfa að hafa leyfi frá Japönum um hvar hermennirnir megi vera. Verksmiðja hættir störfum Ein af ullarverksmiðjum Dom- inion Textile félagsins, sú í St. Gregoire í Quebec, hefir hætt störfum um óákveðinn tíma. — Nokkrir af verkamönnum verk- smiðjunnar gerðu verkfall ný- lega og höfðu óspektír í frammi, köstuðu grjóti, brutu glugga og ollu fleiri skemdum. Nú hefir félagið tilkynt um 1800 manns, er þar störfuðu, að verksmiðjan verði lokuð fram yfir fund, er stjórnendur ætla að halda, sem ákveðinn hefir verið 20. júlí. Hepburn á ferð um norðvesturlandið Síðast liðinn sunnudag kom Hon. Mitchell Hepburn, forsæt- isráðherra Ontario-fylkis til Winnipeg. Hann kom í flugvél og ætlar sér að ferðast vestur og norður í land. Héðan fór hann til Regina og heldur svo áfram til Edmonton, norður til Aklavik, þaðan til Dawson og Vancouver. Hann kvaðst vera að létta sér upp frá verki, en ferð sín væri ekki í neinum pólitískum til- gangi gerð. Hann er á ferð með námueiganija er J. D. Pickell heitir frá Ontario og sem flug- gammjnn silfurskreytta á, sem ferðast er í. Hallur Jónsson bóndi frá Víðir, Man., er á almenna spítalanum til lækninga við kviðsliti. * * # Miss Helen Johnson frá Víðir Man., er í bænum að leita sér lækninga.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.