Heimskringla - 20.07.1938, Blaðsíða 6
6. SíÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 20. JÚLÍ 1938
Hann lagði myndina á borðið og dró vasa-
klútinn og kniplinga bandið upp úr vasa sín-
um. Við lampaljósið sá hann, að bæði voru eins
óvenjuleg og búningur stúlkunnar allur var,
sem átti þau. En þótt hann væri reynslulaus
að dæma um slíkar sakir, furðaði hann sig á,
hversu kostbærir þessir hlutir væru og með þvi
lagi sem hann hafði aldrei fyr séð. Þetta var á-
gætlega unnið. Kniplingarnir voru snildarlega
unnir og fagrir á lit. Vasaklúturinn var hjarta
myndaður, en í einu horninu, gert svo fínlega að
það varla sást, stóð orðið “Camille”. Ilmurinp
fanst nú betur í lokuðu herberginu, og Philip
leit af vasaklútnum á andlit Elinar Brokan, á
myndinni, sem Gregson hafði gert. Þetta voru
einkennileg atvik að bera upp á sama daginn.
Hann tók myndina og sneri andlitinu niður.
Því næst lét hann í pípuna sína og sat reykj-
andi. Hugarsýn hans sá út yfir borðið og lok-
aðan kofann, hinn einmanalega klett þar sem
hann hafði hitt Jeanne og Pierre. Reykurinn
þyrlaðist í kringum hann eins og ský og hann
hálf lokaði augunum. Hann sá stúlkuna aftur,
þar sem hún stóð. Hann sá tunglsljósið á hári
hennar, hin dökku, óttaslegnu augu hennar.
Hann heyrði á ný ekkaóminn í rödd hennar er
hún íýsti hatri sínu á Churchill. Hann gleymdi
Elinu Brokan nú. Öll fyrirætlan hans um
baráttuna móti óvinum hans og samtal hans við
Gregson um daginn var gleymt vegkna umhugs-
unarinnar um hina fögru meyju er hann hafði
séð þetta kvöld. Honum virtist hann hafa þekt
hana æfalengi, að hún hefði ætíð verið hluti af
sjálfum honum, og það hefði verið andi hennar,
sem hann hafði leitað eftir en eigi fundið. Þessa
stuttu stund á klettinum hafði hún hrakið burtu
tómleikann úr hjarta hans og fylt hann hams-
alusri þrá, að gera sig henni skiljanlegan, tala
við hana og standa hlið við hlið með Pierre
eins og félaga, þarna úti á klettinum. Alt í
einu krepti hann fingurnar utan um klútinn.
Hann sneri sér við og leit fast á Gregson. Vinur
hans svaf og sneri sér til veggjar.
Mundi Pierre ekki fara til klettsins og leita
að vasaklútnum, sem systir hans hafði skilið
eftir ? Blóðið streymdi örar í æðum hans við þá
hugsun. Hann ætlaði að fara til baka og bíða
þar eftir Pierre. En ef Pierre sneri nú ekki
aftur þangað fyr en á morgun?
Hann hló með sjálfum sér er hann dró til
sín pappír og ritblýið, sem Gregson hafði notað.
Hann skrifaði hratt í margar mínútur. Er
hann hafði lokið því, braut hann saman bréfið
og vafði utan um það vasaklútnum. Kniplinga
ræmunni stakk hann í brjóstvasa sinn. Hann
hálf fyrirvarð sig fyrir það, og læddist svo að
dyrunum. Hvað mundi Gregson segja ef að
hann vissi að Philip Whittemore, maðurinn
sem hann dáði sem hinn mikla bardaga mann
og trygðar gegn hverskonar ástaáhrifum, gerði
annað eins og þetta? Hann læddist út um
dymar og lokaði þeim.
Hann gat þó að minsta kosti komið boðum
til þessa undarlega fólks frá óbygðunum. Það
fékk að vita, að hann var ekki hluti þessarar
Churchill, sem það hataði, að hann í hjarta sínu
var hættur að heyra því til, sem þar átti
heima. Hann afsakaði á ný hina óvæntu komu
sína á klettinn, en það var aðeins til að fá til-
efni að opinbera önnur atriði og lýsa tilfinn-
ingum sínum fyrir fólki, sem hann vissi að
mundi skilja sig, og svo til að biðja um að fá
að kynnast því betur. Honum fanst að þessar
athafnir sínar væru hálf barnslegar og þó
fanst honum, er hann hélt niður til Churchill,
að ekkert annað æfintýri, sem hann hafði tekið
þátt í, væri jafn skemtilegt og þetta. Er hann
nálgaðist höfðann, tók hann að óttast að kyn-
blendingurinn kæmi ekki eftir þessu, sem systir
hans hafði gleymt, eða þá að hann nú þegar
hefði vitjað klettsins. Hvatti það hann til að
hraða göngunni, svo að hann hljóp við fót.
Engan sá hann uppi á klettinum er hann kom að
honum. Hann leit á úrið. Hann hafði verið
eina stund í burtu.
Hann lagði vasaklútinn niður þar sem
tunglsljósið var bjartast og lagði svo leið sína
niður einstígið miður að sjónum., Varla hafði
hann komist niður í fjöruna, fyr en hann heyrði
gól í hundi. Það var úlfahundurinn. Hann
þekti það á hinu langdregna raunalega góli,
er reis svo ömurlega og dó út í þögn skóganna
og gjálfri hafsins við ströndina. Pierre var
að koma aftur. Hann var á leiðinni gegn um
skóginn. Ef til vill var Jeanne með honum. í
þriðja sinnið klifraði Philip upp einstigið. Hann
horfði áfjáður í norður, þaðan sem hann hafði
heyrt til hundsins, því næst leit hann á blettinn,
sem klúturinn lá á. Hann kiptist við.
Klúturinn var horfinn af klettinum!
Philip stóð á báðum áttum og hlustaði.
Það voru ekki meira en tíu mínútur síðan
hann lagði vasaklútinn þarna, svo að Pierre
gat ekki hafa farið langt. Það var eins líklegt
að hann væri í felum einhverstaðar á milli
klettanna. Hann kallaði lágt:
“Pierre — hæ, Pierre Couchée!’’
Enginn svaraði og hann sá eftir að hafa
kallað. Þegjandi gekk hann niður einstígið og
var næstum kominn til Churchill þegar hann
heyrði til hundsins inni í skóginum. Hann
stansaði til að átta sig á hvaðan hljóðið kæmi.
Hann var nú sannfærður um, að hundurinn
hefði ekki verið með Pierre, en verið kyr hjá
Jeanne.
VII.
Gregson var vaknaður og sat fram á rúmi
sínu þegar Philip kom heim.
“Hvar í fjáranum hefir þú verið?” spurði
hann. Eg var að reyna að ákveða, hvort eg
ætti að fara að leita að þér. Eg hélt að þér
hefði verið rænt, eða þú hefðir vilst, eða eitt-
hvað því um líkt.”
• “Eg hefi verið að hugsa,” sagði Philip eins
og satt var.
“Það hefi eg líka verið að. Síðan þú komst
heim og skrifaðir þetta bréf og fórst út
aftur----”
''Þú vardt 50^^001,’’ sagði Philip, “eg
horfði á þig.”
“Eg hefi kannske verið það þegar þú horfð-
ir. En mig minnir eins og óljóst að þú sætir
þarna við borðið og skrifaðir eins og þú ættir
lífið að leysa. Hvað sem því líður, hefi eg
verið að hugsa síðan þú fórst út aftur, og mig
langar til að lesa aftur þetta bréf til lávarðar-
ins.”
Philip rétti honum bréfið. Hann var viss
um að vinur hans hafði ekki séð vasaklútinn og
kniplingaborðann.
Gregson greip bréfið, geispaði og stakk því
undir teppið, sem hann hafði fyrir kodda.
“Er þér ekki sama þótt eg hafi bréfið í fá-
eina daga, Phil?” spurði hann.
“Jú, það gerir ekkert til, en viltu ekki segja
mér til hvers þú ætlar að hafa það ?
“Eg skal gera það, þegar eg veit það
sjálfur,” svaraði hinn rólega og teygði sig á
fletinu. “Manstu þegar mig dreymdi að stór-
bóndinn í Barabobo væri að reka hníf í þig,
Phil? Reyndi hann það ekki líka næsta dag?
Jæja margt skrítið hefir mig dreymt. Eg ætla
að sofa með þetta bréf undir höfðinu. Getur
verið að eg þurfi að sofa á því í heila viku. Það
væri réttara fyrir þig að ganga til hvíldar, ef
þú ætlar að sofa þér dúr áður en dagur rennur.
Eftir að Philip hafði háttað og slökt ljósið,
lá hann lengi og hugsaði um það, sem skeð
hafði. Hann var viss um að bréfið var komið
í hendur Pierre og Jeanne, en hitt var hann ekki
viss um, hvort þau mundu svara því. Hann
hálf bjóst við að þau mundu ekki gera það. En
hann ætlaði sér að leita þau uppi, ef þau sæust
ekki í Churchill. Hann spurði sig margra
spurninga. Hver var stúlkan, er kom eins og
drotning út úr óbygðunum, og þessi maður,
sem kom fram eins og hirðmaður? Var það
mögulegt að þau væru úr skógunum? Og
hvar var þessi Goðaborg? Hann hafði aldrei
heyrt hana nefnda. Hann hugsaði um hinn
ríkmannlega búning stúlkunnar, um fjóluilm-
inn úr vasaklútnum, um hið forneskjulega
sverð, sem Pierre bar á hlið. Um hina kurteis-
legu framkomu stúlkunnar er hún kvaddi hann.
Alt þetta kom honum til að efast um, hvert
þessi staður væri til í hinu eyðilega Norðurlandi.
Hann sofnaði með þeim ásetningi að rann-
saka þetta strax og færi gæfist. Sjálfsagt
mundu einhverjir hér í Churchill vita um þessa
Goðaborg.
Þegar Philip vaknaði, sá hann að Gregson
var kominn á fætur og hafði morgunverðinn
tilbúinn.
“Þú ert dálaglegur félagi,” sagði málarinn.
“Næst þegar þú ferð út til að horfa á tunglið,
þá blessaður hafðu mig með þér. Rektu nú
höfuðið ofan í þessa vatnsfötu og látum okkur
svo éta, eg er hungraður.”
Philip sá að félagi hans hafði neglt mynd-
ina upp á vegginn yfir borðinu.
“Þetta er góð mynd gerð svona eftir hug-
mynd, Greggy. Burke Grípur við henni ef þú
gerir litmynd af henni.”
“Burke fær hana ekki, hún er ekki til sölu,”
sagði Gregson alvarlega.
“Því þá ekki ?”
Gregson beið þangað til Philip hafði sezt
að borðinu.
“Sjáðu nú til,’ sagði hann. “Þú mátt
springa af hlatri ef þú vilt. En það er heilagur
sannleiki, að stulkan sem eg sá í gær, er sú eina
stúlka, sem eg væri fús að láta lífið fyrir.”
“Auðvitað,” svaraði Philip. “Eg skil það.”
Gregson horfði á hann forviða.
Því hlærð þú ekki?” spurði hann.
‘Þetta er ekkert hlátursefni,” svaraði
Philip. “Eg sagðist skilja þetta og það er satt.”
Gregson leit frá Philip á myndina.
“Finst þér — finst þér þetta í raun og
veru ?”
“Hún er mjög fögur.”
“Hún er meira en það,” staðhæfði Gregson
með ákafa. “Hafi eg nokkru sinni séð engils-
andlit þá var það í gær. Eg leit sem snöggvast
í augu hennar.”
“Og þau voru?”
“Dásamleg.”
“Eg á við lit þeirra,” sagði Philip og tók
að matast.
“Þau voru blá eða grá. Það er í fyrsta
skifti, sem eg hefi verið í vafa um kvenmanns
augu, hvernig þau voru á litinn. Og hár henn-
ar. Ekki eins og engilshár á jólatré, sem lætur
mann efast um hvert liturinn er raunverulegur,
heldur var það litur, sem mann dreymir um.
Þú mátt halda að eg sé ruglaður, en eg ætla
mér að finna út hver hún er og hvar hún á
heima, og það strax og eg hefi lokið þessari
máltíð.”
“Og Fitzhugh lávarður?”
“Skuggi færðist yfir andlit Gregsons. Hann
át þegjandi svolitla stund og tók svo til máls:
“Það hélt fyrir mér vöku eftir að þú varst
farinn. Eg var að hugsa um þennan lávarð og
þessa stúlku. Sjáðu nú til Philip. Hún er eigi
héðan úr sveit. Hún er siðuð og stórættuð frá
hvirfli til ilja, og það sem mig furðar á er
þetta, hvert þessar tvær persónur eru í nokkru
sambandi. Eg vildi að svo væri ekki. — En
það er mögulegt að svo sé. Fagrar konur eins
og hún, koma ekki hingað út á hala veraldar
einsamlar. Eða hvað?”
Philip ræddi ekki þetta mál framar. Fim-
tán mínútum síðar fóru ungu mennirnir út úr
kofanum og gengu yfir brúna og niður til Chur-
chill. Gregson fór inn í búðina, en Philip fór
að finna Pearce. Pearce sat við skrifborð sitt
og leit upp. Augu hans voru þreytuleg og
úttútnuð og feitu hendurnar hans láu mátt-
lausar á borðinu. Philip sá að hann hafði ekki
sofið um nóttina. Hann reyndi að sýnast hress
og kátur þótt það mistækist.
Philip tók upp tvo vindla og fékk sér sæti
gagnvart honum.
“Þú ert þreytulegur, Pearce,” sagði Philip.
“Viðskiftin hljóta að ganga vel. Eg sá ljós
hjá þér í nótt sem leið, og var að því kominn
að heimsækja þig. Hélt samt að þér félli illa
| að vera ónáðaður og hætti við það þangað til
núna.”
“Svefnleysi,” sagði Pearce dauflega. “Eg
býst við að þú hafir séð mig við vinnu mína í
gegn um gluggann?” Hann spurði þessarar
spurningar næstum því með ákafa.
“Sá ekkert nema ljósið,” svaraði Philip
kærijleysislega. “Þú þekkir þetta land býsna
vel, eða er ekki svo?”
“Eg hefi verið hér í námubraski í átta ár
og beðið eftir þessari fjandans járnbraut, svo
að eg ætti að þekkja það.”
“Þú getur þá vafalaust sagt mér hvar
Goðaborg er.”
“Hvaða Goðaborg?”
“Goðaborg.”
Pearce virtist ekki skilja.
“Þetta eru nýjungar hvað mig snertir,”
sagði hann að lokum. “Eg hefi aldrei heyrt um
hana.” Hann reis á fætur, gekk yfir að stóru
landabréfi, sem hékk á veggnum. Hann fór
mjög nákvæmlega yfir það með gilda fingrin-
um. “Þetta er síðasta útgáfan frá stjórninni,”
bætti hann víð og sneri sér frá Philip, “en það er
hvergi hér. Eg hefi aldrei um það heyrt.
Hverskonar staður er það?”
“Það hefi eg enga hugmynd um,” sagði
Philip. “Eg kom til þín til að fá upplýsingar
um þetta, frekar af forvitni, en nokkru öðru.
Ef til vill misskildi eg nafnið. Eg er þér mjög
þakklátur.”
“Hann skildi við Pearce í stólnum og hélt
beina leið til faktorsins. Bludsoe, sem var
yfir faktor fyrir Hudsonflóa félagið þar norður-
frá, gæti vafalaust gefið honum upplýsingar, en
svo var þó ekki. Hann hafði aldrei heyrt talað
um Goðaborg. Ekki mundi hann heldur eftir að
hafa heyrt talað um Couchée. Hina næstu tvo
tíma talaði Philip við allskopar menn, veiði-
menn og kynblendinga og póstflutningamenn,
en enginn gat frætt hann neitt um þetta.
Hafði Pierre logið í hann. Hann roðnaði af
reiði þegar hann hugsaði til þess. En brátt
komst hann á þá skoðun að Pierre væri ekki
lygari. Hann bjóst við að hann væri til með
að berjast, en ekki að Ijúga. Auk þess hafði
hann gefið þessar upplýsingar ótilkvaddur, svo
hver var þá ástæðan fyrir hann að ljúga þessu?
Af ásettu ráði forðaðist hann að hitta
Gregson, en hann vissi ekki að þessi listræni
vinur hans var í sömu erindagerðum og hann.
Hann borðaði hádegisverð hjá faktornum og
gekk svo djarflega upp á höfðann, þar sem hann
hafði hitt Pierre og Jeanne. Þótt hann ekki
byggist við neinu svari þá litaðist hann gaum-
gæfilega um á milli klettanna og hélt síðan inn
í skóginn í áttina, sem hann hafði heyrt til
hundsins.
Hann leitaði þangað til seint um daginn og
gekk nokkrar mílur eftir slóð þeirra sem lá
norður frá Churchill víginu. Þrisvar sinnum
gekk hann yfir svæðið, sem var á milli þessarar
slóðar og flóans og horfði af hverjum hálsi eftir
reyk, og hlustaði eftir hverju hljóði, sem gæti
vísað honum leið. Hann heimsótti kofa gamals
kynblendings lengst inni í skóginum, en fékk
þar engar upplýsingar. Hann hafði ekki séð
Pierre né Jeanne, né heyrt í hundinum þeirra. /
Þreyttur og vonsvikinn sneri Philip til
Churchill. Hann hélt beint til kofans síns og
beið Gregson þar eftir honum. Það var skrítinn
svipur á listamanninum er hann leit á vin
sinn. Menningarbragurinn á útliti hans var
horfinn og leit hann út eins og hann hefði tím-
um saman staðið í stritvinnu. Svitinn hafði
storknað í óhreinum lækjum á andliti hans,
hendurnar voru vonleysislega grafnar í buxna-
vösunum. Hann reis á fætur og stóð fyrir
framan félaga sinn.
“Horfðu á mig Phil, horfðu vel á mig,”
sagði hann.
Philip starði á hann.
“Er eg vakandi?” spurði listamaðurinn.
“Lít eg út eins og maður með fullu viti, eða
hvað ? Segðu mér það!”
Hann sneri sér við og benti á myndina á
veggnum.
“Sá eg þessa stúlku, eða sá eg hana ekki?”
bætti hann við og beið ekki eftir að Philip svar-
aði. “Dreymdi mig að eg sæi hana? Hvað þá?
Þrumur og eldingar, Phil-----” Hann hring-
snerist á gólfinu af æsingunni, sem nú hafði
afmáð alla þreytu.
“Eg hefi ekki getað fundið hana í allan
dag. Eg hefi leitað í hverjum kofa og hverri
ruslhrúgu í Churchill. Eg hefi leitað mig stein
uppgefinn. En það er versti skollinn að eg fann
engan, sem sá hana nema snöggvast, og alt
öðruvísi en eg sá hana. Hún var berhöfðuð
þegar eg sá hana, en eg man eftir því nú, að
eitthvað sem líktist þykkri slæðu féll um axlir
hennar og að hún var að draga hana yfir sig
þegar eg fór framhjá. Að minsta kosti sá
enginn hana eins og eg” hann benti á teikning-
una, “og hún er farin svo algerlega farin, eins
og hún hefði komið í flugvél og farið burtu í
henni. Hún er farin — nema —”
“Hvað?”
“Nema Kún sé í felum hérna í Churchill.
Hún er farin eða í felum.”
“Þú hefir ástæðu til að ætla að hún sé í
felum,” sagði Philip og duldi áhrif þau, sem
þessi staðhæfing hafði á hann.
Gregson var órór. Hann kveikti í vindlingi
dró tvo eða þrjá reyki úr honum og fleygði
honum svo út um opinn gluggann. Alt í einu
fór hann ofan í vasa sinn og dró þaðaií upp um-
slag.
“Skollinn má vita hvort eg hugsa að hún
hafi ástæðu til þess eða ekki,” hrópaði hann.
“En sjáðu þetta, Phil. Pósturinn kom inn í
dag, og eg gekk upp að honum alveg ófeiminn
og spurði hvert hann hefði nokkuð bréf handa
Fitzhugh lávarði. Eg sýndi honum hitt bréfið,
og sagðist vera umþoðsmaður hans. Pósturinn
trúði þessu og eg fékk þetta!”
Philip hrifsaði bréfið sem Gregson rétti
honum og fingur hans skulfu þegar hann dró út
einfalda bréförk. Á örkinni var þessi eina
lína:
Bíddu ekki lengur en láttu höggið ríða af
strax.
Þetta var alt sem stóð í bréfinu, en undir
orðunum var blekblettur. Heimilisfang og nafn
var með sömu hendinni og á hinu bréfinu. —
Mennirnir horfðu hver framan í annan.
“Þetta er einkennilegt og það er alt og
sumt,” mælti Gregson. “Þetta eru áríðandi
skilaboð. Bréfritarinn býst við að þau berist i
hendur Fitzhugh lávarðs tafarlaust, og um leið
og hann fær þau, getur þú vænst eftir ófriði.
Er það ekki þýðing þeirra? Eg endurtek, að
það er einkennilegt að þessi stúlka skuli koma
á svona leyndardómsfullan hátt og hverfa á
ennþá leyndardómsfyllri hátt. Það er líka
ennþá einkennilegra þegar þú tekur það til at-
hugunar, að tveim stundum áður en hraðboðinn
kemur að sunnan, þá spyr önnur persóna eftir
pósti lávarðarins.”
Philip hrökk við.
“Og þeir sögðu þér þetta?”
“Já, það var ókunnugur maður, sem spurði
eftir honum. Han nefndi ekki .nafn sitt og
skildi engin orð eftir. Ef svo skyldi nú vilja til
að þetta væri maðurinn, sem var með stúlkunni,
þegar eg sá hana, og ef við gætum fundið mann-
inn, hefðum við svo gott sem fundið Fitzhugh
lávarð. Finnum við hann ekki og það mjög
bráðlega, væri betra fyrir okkur að fara að
komast að verðbúðum þínum og vígbúa þær.
Sérðu það ekki?”
“En við höfum náð þessu bréfi,” sagði
Philip. “Fitzhugh fær ekki þessi ákveðnu boð
og það tefur fyrir að hann hefjist handa.