Heimskringla - 20.07.1938, Qupperneq 3
WINNIPEG, 20. JÚLÍ 1938
HEIMSKRINGLA
3. Sl'ÐA
k. einn mannsaldur. Enganveg-
inn.
Þjóðirnar eru nú í óðaönn að
undirbúa næsta ófrið. Og enn
berumst við út í næstu kreppu.
Lexían er gleymd.
Hversvegna? óljósar óskir
okkar miða að betri skipun mál-
anna. En hugrenningar manna
halda áfram að fylgja úreltum
leiðum foi'tíðarinnar. Menn hafa
hugmynd um tilveru þess nýja,
en geta ekki losað sig við úr-
eltar skoðanir sínar.
Sá, sem einhverjar eigur á,
heldur í þær dauðahaldi. Þetta
gagntekur huga hans. Hann gef-
ur sér ekki tíma til að skeyta um
erfiðleika annara. Áhyggjurnar
fyrir morgundeginum láta hann
aldrei í friði. Sá sem áhyggjur
hefir sækir óánægju sinni sífelt
nýja næringu í skort sinn, og
hugleiðingarnar um erfiðleika
sína. — Taugaóstyrkur einblínir
hann á það, hvenær hann fær
sitt tækifæri. Þannig eykst ótti
og beiskja í hugum almennings,
er menn svo skipuleggja í at-
vinnuskyni bæði á þjóðlegum og
alþjóðlegum grundvelli.
Þeir óánægðu og óttaslegnu
aðhyllast frekar ofbeldið en
skynsemina.
Hinar lítilfjörlegu umbætur á
högum almennings, hafa orðið til
þess að æsa menn upp. Ein-
staklingar, klíkur, stéttir, þjóðir
og þjóðflokkar standa vígbúnir
gagnvart hver öðrum.
Menn hrinda og stjaka sér á-
fram til þess að fá pláss í sól-
inni, og útiloka sig svo frá henni
með sérgæðingsfullum ákafa sín-
um. Skynsemi, sjálfsagi og sam-
úð fer forgörðum, í sjálfselsku
og hatri manna. Þeir sem kunna
best að notfæra sér óánægju
manna og óþolinmæði, og sem á-
hrifamest prédika ofbeldið fá
hylli fjöldans.
Þori maður á þessum tímum
glundroða, sjálfselsku, hörm-
unga og skelfingar að vona, að
máttur framfaranna, sem eykur
velmegun almennings, geti rutt
sér til rúms, og veitt mannkyni
það, sem það þráir, sæmilegt
öryggi, meiri lífsverðmæti ?
Við stöndum á vegamótum.
önnur leiðin liggur til síaukinna
framfara, sem gætu orðið það
örar, að menn aldrei hafi dreymt
um slíkt. En hin leiðin liggur
til eindæma hörmunga og um-
byltingar.
Ef hægt væri að beina viðleitni
vorri að sameiginlegu takmarki í
víðustu merkingu, ef hægt væri
að sameina framkvæmdir og ný-
tízku félagsstarfsemi til þess að
nytja ómælanlegar auðsupp-
sprettur heimsins, og skifta rétt-
látt milli manna, þá rynni brátt
upp nýtt tímabil, þar sem von-
irnar um allsnægtir framtíðar-
ríkisins nálguðust veruleikann.
En í stað þessa, er öflum þess-
um einbeitt að því að leggja
heimsmenninguna í rústir.—Mbl.
ÍSLANDS-FRÉTTIR
Fiðluhljómleikar
Pearl Pálmason
Tveir atburðir hafa gerst að
kalla samtímis sem þýðingu eiga
að geta haft fyrir frændrækni
íslendinga vestan hafs og aust-
an.
Alþingi hefir í fyrsta sinn
heiðrað Vestur-fslending með
skáldastyrk. 0g hér er í heim-
sókn ung, íslenzk kona, sem býr
yfir ótvíræðum listamannshæfi-
leikum, en kemiur hingað og
dvelur hér um stund, sakir ætt-
artengsla við land og þjóð.
Nú hefir ungfrúin sem enn
stundar nám í listgrein sinni,
efnt til fiðluhljómleika á vegum
Tónlistarfélagsins hér í Reykja-
vík.
Leyndi það sér ekki á hljóm-
leikum þessum, að Pearl Pálma-
son býr yfir mikilli gáfu, stór-
b'i'otnu skapferli, og að hún hefir
Þegar öðlast mjög mikla kunn-
áttu. Sjálf vekur hún samúð.
Framkoman einörð og prúð.
Þegar tekið er tillit til æsku
jlistakonunnar, lék hún stórfurðu-
lega hinn erfiða Consert Pagan-
inis í D-dur. Annars voru við-
fangsefnin yfirleitt stórbrotin.
Síðasti kaflinn voru smálög, ynd-
islega leikin, og þurfti ungfrúin
að endurtaka þau unz leigutími
húsnæðisins leyfði eigi lengur.
í einu orði má segja, að ungfrú
Pearl Pálmason hafi sigrað á-
heyrendur sína og hrifust þeir
því meir, sem á leið.
Árni Kristjánsson aðstoðaði
með pianóundirleik, og var sam-
leikur þeirra gpður, enda þakk-
aði ungfrúin Árna fallega hlut-
deild hans í þessum sigri sínum
frammi fyrir áheyrendum. —
Blómunum rigndi yfir hinn unga,
hepna, landnema, sem orðið hefir
nú aðilji í því að skapa gagn-
kvæman borgararétt á sviði
skáldskapar og lista meðal Aust-
ur- og .Vestur-íslendinga.
—N. Dbl. 18. júní.
* * *
Dómur Páls ísolfssonar
Sjöundu og síðustu tónleikar
Tónlistarfélagsins voru haldnir í
Gamla Bíó i fyrrakvöld. Ungfrú
Pearl Pálmason fiðluleikari frá
Winnipeg annaðist þá, með að-
stoð Árna Kristjánssonar. Ung-
frúin er enn mjög ung að aldri,
en á þegar langt og mikið nám
að baki hjá ágætum kennurum,
nú síðast hjá Carl Flesch í Lund-
únum. Kunnátta hennar er
geysimikil orðin, skapið stórt, en
meðfæddar músikgáfur mjög
miklar, smekkvísin örugg.
Fyrsta verkið var “La Folia”,
eftir Corelli, endursamið af
Kreisler — og ekki alstaðar til
bóta. Þrátt fyrir ofurlítinn ó-
styrk í byrjun, leysti hún þetta
vandasama (og í hinum nýja
búningi afar erfiða) hlutverk af-
burðavel af hendi. Hið sama er
að segja um c-moll sónötu Beet-
hovens, sem þau Árni Kristjáns-
son túlkuðu bæði skínandi vel. í
D-dúr konsert Paganinis gafst
ungfrúnni tækifæri til að sýna
hversu alhliða og leikandi tækni
hún hefir náð og að hún er vel á
veg komin með að ná alveg full-
komnu valdi yfir fiðlunni. Að
lokum lék hún fjögur smærri
verk. Var allur leikur hennar
myndugur og víða töfrandi fag-
ur og heillandi.
Árni Kristjánsson lék undir
með festu og af mikilli smekk-
vísi.
Húsið var troðfult og fagnað-
arviðtökurnar miklar og hjartan-
legar. Var ungfrúin margsinn-
is kölluð fram og lék aukalög.
—Mbl. 17. júní
=1= * *
Sorglegt brunaslys
í Vestmannaeyjum
Húsið Bustarfell í Vestmanna-
eyjum brann í fyrrinótt og varð
eldúrinn þremur mönnum að
bana. Mennirnir, sem brunnu
inni, voru Árni Oddsson, um-
boðsmaður Brunabótafélagsins í
Vestmannaeyjum, Stefán sonur
hans, 12 ára gamall, og dóttur-
sonur hans, 7 ára gamall. Árni
var um fimtugt.
Bustarfell var lítið timburhús,
sem stóð á háum steinkjallara,
með miðhæð og rishæð. Er þétt-
bygt í kring, en logn var og
hepnaðist því brunaliðinu að
hindra útbreiðslu eldsins. Er
framkoma þess sögð hafa verið
mjög vaskleg, þótt aðstaða hafi
verið erfið.
Fólk bjó á öllum hæðum húss-
ins, en það mun hafa verið kom-
ið alt í fasta svefn, þegar eldsins
varð vart um tólfleytið af manni,
sem sá hann út um glugga á
næsta húsi. Þóttist hann sjá
reyk út um forstofudyrnar og
brá því óðara við og gerði fólk-
inu aðvart með því að kalla og
berja húsið utan. Komst fólkið,
sem var í kjallaranum, strax út,
og sömuleiðis Árni og kona hans,
sem bjuggu á miðhæðinni. Hins-
vegar vantaði tvo drengi, sem
sváfu uppi á loftinu, og konu og
barn, sem voru á miðhæðinni.
Var hún dóttir Árna og var kom-
in þangað í stutta heimsókn, en
hún er ekki búsett í Vestmanna-
eyjum.
Þegar Árni varð þess var, að
þetta fólk vantaði, stökk hann
inn í húsið til að freista að
bjarga fólkinu, en um líkt leyti
komst konan með barninu út um
glugga á annari hæð hússins. Var
það þá orðið alelda og brunaliðið
byrjað á slökkvistarfinu. Engin
tök voru þá á því að komast inn
í húsið.
Eftir nokkra stund tókst þó að
vinna svo bug á eldinum, að
komist varð inn í húsið. Fanst
lík Árna þá í forstofunni, mikið
brunnið. Hafði hann auðsjáan-
lega ætlað sér að komast upp til
drengjanna, en orðið að snúa við
jog ætla að reyna að bjarga með
i sér peningakassa og skjölum, því
þetta fanst við hlið hans. Lík
drengjanna fundust uppi á lofti,
ekkert brend. Hafa þeir senni-
lega aldrei vaknað, en kafnað í
reyknum.
Húsið stendur enn uppi, en er
alt brunnið að innan. Allir inn-
anstokksmunir á miðhæð og ris-
hæð eyðilögðust.
Enn er ekki vitað um upptök
eldsins, helzt gizkað á, að kvikn-
að hafi út frá rafmagni í for-
stofunni. Réttarhöld hófust í
gær, en var ekki lokið.
Brunaslys hafa verið mjög fá-
tíð í Vestmannaeyjum og er
þetta mesta brunaslys, sem orðið
hefir þar í manna minnum.
—N. Dbl. 17. júní.
* * *
mesta furðu, hversu miklum
gjaldeyri hefir verið hægt að
verja til innkaupa á þessum vör-
um á undanförnum mánuðum.
Vegna hins fallna síldarverðs og
fleiri ástæðna má telja fullvíst
að útflutningurinn verði mun
minni í ár en hann var í fyrra
og þessvegna nauðsynlegt að tak-
marka innflutninginn meira. —
Ætti því engum að koma á ó-
vart, þó takmarka verði eitthvað
innflutning á þessum vörum, þar
sem innflutningur þeirra hefir
líka verið eins mikill og að fram-
an er sýnt á undanförnum mán-
uðum.—N. Dbl. 24. júní
* * *
Bygt fyrir tæpar 6 miljónir
í Reykjavík í fyrra
Samkvæmt nýkominni árs-
skrýslu Landsbankans fyrir s. 1.
ár hafa byggingar hér í bænum
verið. talsvert meiri á því ári
en 1936.
Alls nam verðmæti nýbygg-
ingar í Reykjavík árið 1937
5,750 þús. kr. eða einni milj. kr.
meira en árið áður. í þessum
nýbyggingum eru alls 233 íbúðir.
Á Akureyri voru bygð í fyrra
21 hús með 26 íbúðum fyrir sam-
tals 500 þús. kr. Árið 1936 var
bygt þar fyrir 300 þús. kr.
Á ísafirði var bygt fyrir 80
þús. kr. og var það heldur meira
en árið. áður.—N. Dbl. 24. júní.
ÆFIMINNING
Sjóður stofnaður til minningar
um frú Stefaníu Guðmundsd.
í gærkveldi var okkur afhent-
ur sjóður, tengdur við nafn móð-
ur okkar, Stefaníu Guðmunds-
dóttur, að upphæð kr. 1.000.00
og skjal, sem hljóðar þannig:
“Nokkrir vinir frú Stefaníu
Þann 15. febrúar mánaðar s.
1. andaðist á heimili sínu nálægt
Manitoba-vatni merkur bóndi og
ágætur maður í alla staði, Sig-
urður Jónsson Johnson á Minne-
wakan, P.O., í Manitoba. Hann
var búinn að vinna sitt dagsverk.
Hann var orðinn breyttur og slit-
á
sál. Guðmundsdóttur leikkonu inn n _ líkama, eftir langa og
gangast fyrir því, að stofnaður|of1 erfiða daga, og hann leitaði
verði sjóður, er beri nafn hennar! snr ^víldar
og notaður verði til að efla leik
ment hér í landi, eftir því sem
Sigurður heitinn var sonur
Jóns Jónssonar hreppstjóra Þor-
við eftirlifandi börn hennar.
Vér undirrituð teljum mjög
nánar verður ákveðið í samráði steinssonar Prests á Berufirði,
dannebrogsmanns og Hagnhildar
Gísladóttur konu hans, og var
vel við eigandi,"að minning‘frú fæddur á Bygðarholti í Lónssveit
Stefaníu verði á þennan hátt!1' Austur-Skaftafellssýlu, 20.
tengd við leikmentina í framtíð- ágúst 1864; Alls voru systkinin
inni og leyfum oss að mæla með niu’ en nu eru bau d11 1101-1111
því við alla, sem unnu og möttuj Jessu, llfl nema >rír bræður’
leiklist hinnar látnu listakonu, að
Gísli í Winnipeg, Árni í Lang-
þeir leggi sinn skerf til þess, að auth; Man;.’ og Guðmundnr sem
sjóðurinn geti orðið samboðinn byr a ættjöiðinni
hinni framliðnu.”
25 undirskriftir.
I janúar mánuði árið 1885
kvæntist Sigurður heitinn Guð-
rúnu Vigfúsdóttur er lifir hann
Viljum við færa stofnendum 0g býr nú hjá börnum sínum á
þessa sjóðs okkar beztu þakkir Minnewakan. Alls áttu þau tíu
fyrir þá virðingu, er þeir sýna böm sem eru öll enn á lífi og hin
minningu móður okkar og vona myndarlegustu. Þau eru eins og
að hin fagra hugmynd vina hér segir: Vigfús, sem í mörg ár
hennar og okkar megi ná tak-^ vann í þjónustu stjórnarinar sem
cream grader” í Winnipeg og
marki sínu.
Laufásveg 5, 20. júní 1938.
Systkinin Borg
—Alþbl. 22. júní.
* * *
1508 rafmagnsvélar hafa verið
seldar síðan Sogsstöðin
tók til starfa.
víða annarstaðar í Manitoba-fylki
Hann býr nú á heimalandinu í
Minnewakan og hefir verið þar
síðan faðir hans dó. Ingibjörg
er á íslandi, og bjó lengi hjá
föðurbróður sínum Guðmundi;
Ragnhildur Jónína er skólakenn-
Samkvæmt upplýsingum frá. ari í heimabygðinni og býr á
Raftækjaeinkasölu ríkisins hefir Minnewakan. Jón er bóndi á
hún selt rafmagnseldavélar á Minnewakan og hefir ætíð búið
undanförnum árum eins og hér hjá foreldrum sínum; Benedikt
segir: ; er einnig bóndi þar. Hann er
Á tímabilinu 1. júní 1935 til giftur konu af enskum ættum og
26. júní 1938 hefir hún selt 1463 býr tvær mílur fyrir norðan land
þýzkar rafmagnseldavélar og föður síns. Stefanía er í heima-
588 rafmagnseldavélar frá raf- húsum, en iðkar saumavinnu í
tækjaverksmiðjunni í Hafnar- Winnipeg part úr hverju ári. —
firði. Alls 2051. ; Hún útskrifaðist úr búnaðarskól-
Langsamlega mesti hlutinn af anum: Halbera er yfirhjúkrunar-
þessum vélum hefir verið seldur konar á almenna spítalanum í
á tímabilinu frá 1. okt. 1937 til Winnipeg og hefir verið það í
26. júní 1938 eða síðan Sogs- mörg ár; Sigurjóna er útskrifuð
stöðin tók til starfa. Á þessum af búnaðarskólanum. Hún býr í
níu mánuðum hafa verið seldar heimahúsum á Minnewakan og
920 þýzkar vélar og allar vélarn- hefir ætíð hjálpað foreldrum sín-
ar frá raftækjaverksmiðjunni í um að sjá um heimilið; Stefán er
Hafnarfirði. Alls 1508.
Hér eru aðeins taldar full-
bóndi og býr á landi rétt fyrir
sunnan land föður síns. Hann
komnar rafmagnseldavélar með. er kvæntur hérlendri konu; —
bökunarofni og 2—4 hellum. — Thórarinn Victor er útskrifaður
Auk þess hefir verið selt tals- a;f Manitoba háskólanum og vinn-
vert af suðuplötum, bökunarofn- ur nú sem stendur í þjónustu
um o. s. frv. | fylkisstjórnarinnar hjá mjólkur-
Þegar þessar tölur eru athug- félögum í fylkinu.
aðar með tilliti til gjaldeyris- Sigurður heitinn kom til þessa
vandræðanna mun það vekja lands í ágústmánuði árið 1892
og settist fyrst að í því, sem
nú er kallað “Coldwell” bygð-
inni. Hann var þar einn vetur
og fór þá til “Narrows” bygð-
arinnar. En að einu ári liðnu
flutti hann þaðan og settist að á
Siglunesi og bjó þar í næstu tíu
ár. Eins og á sér stað í öllum
nýlendum, átti hann við marga
erfiðleika að stríða, en leysti
öll verk svo vel af hendi að
hann gat smámsaman náð yfir-
höndinni á flestöllu því sem á
móti stríddi, og fékk orð á sig
fyrir að vera samvikusamur,
hjálpfús, áreiðanlegur og sann-
gjarn í öllum viðskiftum. Hann
var vinsæll og vel látinn af öllum
sem kyntust honum, bæði á ný-
lendu árunum og fram á hið síð-
asta.
Að tíu árum liðnum flutti
hann frá Siglunes-bygð á jörð
þá, sem hann bjó á úr því, á
Minnewakan. Og þar reyndist
honum bezt. Hann var búmað-
ur mikill, og auk þess, að sjá
um sig og sína, eignaðist hann
mikið og gott bú, og í því varð
hann í fremstu röð sinnar bygð-
arbúa.
Hann var góður fslendingur og
búinn mörgum þeim beztu kost-
um íslenzkrar alþýðu, sem hafa
aflað íslendingum góðs orðstírs
hér í landi. Hann var jarðsettur
í grafreitnum á Lundar þ. 18.
febrúar s. 1. og fylgdu honum til
grafar allir þeir vinir hans, sem
gátu verið viðstaddir. Hans er
saknað af vinum og ættingjum,
og í raun og veru af allri bygð-
inni þar sem hann bjó svo lengi
og vann sér svo ágætan orðstír.
Þess vegna hafa þeir tekið undir
í anda, — á heimilinu er
húskveðju athöfn fór þar fram,
og aftur í lúthersku kirkj-
unni á Lundar er útfararathöfn
fór þar fram, — með skáldinu
er hann orti um annan sem var
hjartfólginn og vinsæll mörg-
um:
“Rikur er dauðinn! Drottinn
ræður!
Deyr það flest sem oss er kært.
Blóm á hausti blikna jafnan.
Bróðir sof þú, sof þú vært.”
P. M. P.
(Séra Jóhann Bjarnason og
séra Philip M. Pétursson fluttu
kveðjuorð í báðum stöðum, — á
heimilinu í Minnewakan, og f
lúthersku kirkjunni á Lundar).
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
HEYRT OG SÉÐ
eftir Alþbl.
Hagyrðingur einn af Aust-
f jörðum var eitt sinn í göngum. í
göngunum var ennfremur vinnu-
maður frá prestssetri. Þegar áð
var og menn fóru að tína upp
úr nestispokunum kom upp úr
nestispoka vinnumanns prests-
ins hangikjöt, sem alt var furðu-
lega útskorið. Furðuðu menn sig
á þessu og intu vinnumann eftir
því, hvernig á þessu stæði.
Kom þá upp úr kafinu, að
hundar prestsins höfðu komist í
hangikjötið. Þó þótti ekki á-
stæða til að fleygja því, heldur
var það soðið í gangnanesti.
Um þetta orti hagyrðingur-
inn:
Þann ei fyr eg þekti sið,
þó hjá væri presti,
að það sem hundar hætti við
sé haft í gangnanesti.
* * *
Hagyrðingur þessi lenti seinna
í deilu við þennan prest, og fóru
vísur á milli þeirra. — Presti
fylgdi að málum maður, er Jón
hét.
Eitt sinn orti hagyrðingurinn:
Þegar deyr sá drottins þjón
um dagana fáum þekkur,
sálina eflaust eltir Jón
ofan í miðjar brekkur.
Þegar prestur frétti vísu
þessa, brá hann við, fór á fund
hagyrðingsjns og spurði hann,
hvort það væri satt, að hann
hefði ort vísu um sig.
— Hvernig er sú vísa? spurði
hagyrðingurinn.
Prestur hafði yfir vísuna.
Hagyrðingurinn sagðist að vísu
hafa ort vísu um prest, en hún
hafi ekki verið eins og prestur
hafði hana, heldur svona:
Þegar deyr sá drottins þjón
um dagana flestum þekkur,
sálina eltir sjálfsagt Jón
svona í miðjar brekkur.
Katrín, eftir Sally Salminen,
sagan, sem Helgi Hjörvar las í
útvarpið í vetur, og fjöldi fólks
hér í bænum hefir lesið á
sænsku eða dönsku, hefir komið
út á ensku í 26,450 eintökum. —
Bókin hefir verið þýdd á fjölda
tungumála og samtals komið út í
224,150 eintökum, eða nálega 1/4,
úr miljón. — Innan skamms er
hún væntanlega á pólsku og lett-
nesku.
All-Canadian victory for pupils of
DOMINION BUSINESS
COLLEGE at Toronto Exhibition
Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE,
Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both
Novice and Open School Championship Divisions of
the Annual Typing Competition.
Miss GWYNETH BELYEA won first place
and silver cup for highest speed in open
school championship with net speed of 92
words a minute..
Mr. GUSTAVE STOVE won first place and
silver cup for highest speed in Novice Sec-
- tion of typing contest. His net speed was
76 words a minute.
Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil,
won second place for accuracy in the novice
division!
Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C.
student, came fourth in the open school
championship section!
The Dominion sent four pupils to Toronto
and they won two firsts, a second and a
fourth place!
The contest officials announced at the Coliseum before an
audience of 9,000 people that the Dominion Business
College, Winnipeg, had the best showing of any com-
mercial school in the competition!
There were 107 contestants!
ENROL NOW
DOMINION
BUSINESSCOLLEGE
WINNIPEG
FOUR SCHOOLS: THE MALL—
ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD