Heimskringla - 20.07.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 20.07.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 20. JÚLÍ 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA fanst hann hafa reynst einhverj- um vina sinna illa og tók hún þá upp þykkjuna vinarins vegna. En bæri slíka menn að garði hennar svanga, þyrsta eða þreytta var þeim ætíð unninn beini án tillits til þess, hvort þeir væru vinir hennar eða ekki. En þótt starfsvið Bjargar sál. væri takmarkað, var hún þó mik- il kona á því sviði. Hún var stór í ást sinni til eiginmanns og barna; í trygðinni til vina sinna; í fórnfýsi sinni og ósérdrægni; í starfsþreki sínu og hetjuskap. Glaðlyndi hennar og góðfýsi bar birtu yfir heimili hennar og ná- grenni. Guð blessi þig Björg. Þökk fyrir alt sem þú varst og vanst. Ást þín og trygð eru nú dýrmæt- ir gimsteinar í minningasjóði vandamanna og vina; hin stærstuverðmæti mannlegs lífs. A. E. K. VIÐURKENNING I. Mér kom það ekki á óvart að þessir tveir málkunningjar mín- ir, Mr. S. Guðmundsson í Ed- monton og S. Sigurðsson í Cal- gary, mundu “senda mér tónínn” í Lögb. Mr. S. Guðmundsson byrjar svar sitt á þessa leið : “Eg ætla að taka það fram strax, að mér kemur ekki til hugar að fara í neitt persónulegt skítkast við Mr. Gíslason. Eg finn engan sannfæringarkraft í því að kalla mótstöðumann neinn lúalegum nöfnum eða bregða honum um heimsku og skilningsleysi, þó hann líti ekki sömu augum á alt, eins og eg geri. Eg hefi ávalt litið svo á að þegar einhver fer að lítillækka sjálfan sig, með því að nota þannig lagaðan rithátt, þá sé það af því að hann hafi ekki neinu veglegra vopni að beita. Hann sé nefnilega “stuck”.” Með þessari klausu vill Mr. S. G. gefa í skyn að eg hafi byrjað á “persónulegu skítkasti” og kallað hann ónöfnum og brugðið honum um heimsku. Ef hann skilur mælt mál, hlýt- ur hann þó að vita að eg hefi aldrei skrifað eitt persónulegt orð í hans garð, og aldrei nefnt hann öðru nafni en S. Guð- mundsson eða fréttaritara. Eg hefi heldur ekkert sagt um skilningsleysi eða heimsku Mr. S. G. nema það, sem fram kemur í stjórnmálaskrifum hans, sem hann kallar fréttir. Má vel vera að hann skilji og viti ósköpin öll á öðrum sviðum. Það kemur ekki þessu máli við. Og eg hefi alls ekki gert það að umtalsefni. En það sem hann skrifar í opin- ber blöð um almenn mál, leggur hann undir almenningsdóm og eg hefi fullan rétt til að gera við það þær athuganir, sem mér sýn- ist við eiga. Viðvíkjandi síðari hluta klausunnar, sem eg tilfærði eftir hann vil eg ráðleggja hon- um að lesa yfir sín eigin stjórn- málaskrif, sem hann kallar frétt- ir, og athuga þau veglegu vopn, sem hann beitir þegar hann er að tala um Mr. Aberhart og aðra, sem nú sitja að völdum í Alberta. Mætti þá svo fara að hann komist að þeirri niðurstöðu að hann hafi sjálfur verið “stuck” frá upphafi. II. Ekki nenni eg að stæla við Mr. S. G. um Saskatchewan kosJ>- ingarnar, þeir sem fylgst hafa með þessu máli vita að það, sem eg sagði um þær var rétt, og Mr. S. G. hefir ekki tekist að afsanna neitt af því. Én hitt skiftir ekki miklu máli hvort S. G. kallar úr- slitin “hrakför” eða “kjafts- högg.” En hann beinir til mín hessari spurningu: “Hvaða heil- brigð sál getur gert sig ánægða með aðrar eins hrakfarir?” Svarið er ofur einfalt. Þó Mr. S. G. lesi það út úr orðum mín- um, og fullyrði að eg hafi lýst Því yfir að eg “sé vel ánægður” með úrslit kosninganna í Sask., þá hefi eg aldrei talað það eða skrifað. Mr. S. ó. gerði þá afar spaklegu staðhæfingu, að kosn- ingarnar hefðu sannað það að “fólkið í Sask. vill ekkert hafa að gera með social credit”. Og eg benti á að social credit hefði fengið 62,292 atkvæði frá fólk- inu í Sask. og þegar þess væri gætt að þetta væri í fyrsta sinn, sem flokkurinn hefði haft þar frambjóðendur mættu “þessi úr- slit heita góð.” En til þess að gera mig “vel ánægðan” með úrslitin hefði flokkurinn þurft að ná meirihluta atkvæða. Ef Mr. S. G. skilur ekki mismuninn á því sem hann hefir eftir mér og því sem eg sagði, þá er skilningi hans á mæltu máli mjög ábóta- vant. En ef hann rangfærir af ásettu ráði ferst honum ekki að vanda um rithætt annara. III. Mér hefir skilist að Mr. S. G. byggi sínar umbótavonir á Bændaflokknum sem nú gengur undir nefninu C. C. F. Sá flokk- ur hefir verið starfandi í pólitík Sask. fylkis um allmörg ár og aldrei komist svo hátt að ná 25% af atkvæðum fólksins, og tapaði, sem næst einum fjórða af því atkvæðamagni við síðustu kosn- ingar, (þó Mr. S. G. segi í Lögb. að hann hafi þessi atkvæði lokuð inn í skrifpúlti sínu og lofi að skila þeim við næstu kosningar, legg eg ekki mikið upp úr því). Flokkur með sömu stefnu sat við völd í Alberta í 14 ár og kom engum umbótum fram. Nú lang- ar mig til að beina sömu spurn- ingunni til Mr. S. G. “Hvaða heilbrigð sál getur nú, gert sig ánægða með að bíða “eftir um- bótum úr þeirri átt ? Eins og nú er ástatt hér í landi finst mér það svipað því og að leika á fiðlu meðan borgin brennur. IV. Að endingu vil eg taka það fram að álit mitt á stjórnmála- skrifum Mr. S. G. er óhreytt. Hann er því ekki vaxinn að skrifa fréttir af þeim málum vegna þess að hann skilur ekki það, sem er að gerast í kring um hann. Og hann er of auðtrúr á blaðalygar sem haldið er uppi af leigu ritsnápum auðvaldsins. — j Social Credit stefnan er sú hreyf- ing sem auðvaldinu stendur mestur ótti af vegna þess að hún er róttækust. Þessvegna er hún mest umtöluð og mest ofsótt. Eg vil benda Mr. S. G. á grein eftir Pál Bjarnason, sem birtist í Heimskringlu. Páll er einn af þeim fáu íslendingum sem skrifa um umbótamál af viti og glögg- um skilningi. Þetta hefir hann að segja um fréttaburðinn, sem virðist vera aðal fræðslulind fréttaritarans í Edmonton: “Verst af öllu þessu er þó það að nú eins og ávalt, verður tekið til óspiltra málanna að víðvarpa rangfærslum og lýgi um land alt hinum illa málstað til afsökunar, svo allir, sem ekki heyrðu hvað fram fór, skuli fá ósanna hug- mynd um atburðinn. . . .” Og Mr. S. G. langar nú til að vinna landi sínu gagn, og þjóðerni sínu sóma með því að gerast einn hlekkur í þessari virðulegu fréttakeðj u. Hjálmar Gíslason HILLIN GALÖND Fjórtán sögur eftir Guðr. H. Finnsdóttur er nú nýkomin hing- að vestur. Bókin er í stóru átta blaða broti, á þriðja hundrað blaðsíður, prentuð á góðan þykk- an pappír. Frumdegin mynd eftir íslenzkan listamann er á framhlið kápunnar. Hún er prentuð í Félagsprentsmiðjunni í Reykjavík og hin vandaðasta að öllum frágangi. Útsöluna annast Gísli Johnson, 906 Ban- ning St., Winnipeg. Ennfrem- ur tekur Magnús Peterson bók- sali, 313 Horace St., Norwood, á móti pöntunum. Kostar póstfrítt $1.75. EINN AUÐUGASTI MAÐUR í HEIMI Það er ekki satt, að amerísku miljónamæringarnir séu auðug- ustu menn í heimi. Margir eru þar að sönnu auðkýfingar; en á Indlandi eru auðugustu menn í heimi, svo að Morgan og Rockefeller eru ekki sambæri- legir við þá. Enginn amerískur auðkýfingur á hús full af gulli og gimsteinum; enginn þeirra hefir gert sér það að gamni að láta vega sig á móti gulli, eins og Aga Kahn lét gera til skemtunar fátæku fólki núna fyrir skemstu á minningarhátíð sinni. Aga Kahn er annars einhver hinn merkilegasti maður í heimi. Stundum lifir hann lífi iðju- leysingja áhyggjulausu, virðist ekki hugsa um neitt nema kapp- reiðar og spilabanka; en mitt í þessu fer hann til Genf til að láta til sín taka í Þjóðabandalaginu. Það, sem næst heyrist frá hon- um er ef til vill það, að hann hafi valdið skelk í kauphöllinni í New York með Igróðabrellum sínum. Og oftar en einu sinni kemur hann fram sem guð, sem ræður fyrir 9 miljónum manna. Þegar þessi hálfgerði l(afa- lúði og ístrumagi kemur fram með amerísk horngleraugu og stórar skögultennur og er að reyna að líta brosandi í kringum sig á skeiðvöllum eða í leikhús- um eða golfvelli, þá kemur eng- um í hug, að þar sé guð á ferð- inni. En ósjálfrátt verður manni á að veita honum eftirtekt, er sú saga gengur, að hann sé hjáguð. Aga Kahn hefir erft bæði guð- tignina og auðinn mikla eftir föð- ur sinn, — en síðan hefir hann með kauphallarbraski aukið stór- lega efni sín, og árstekjur hans eru svo miklar að menn sundlar við að heyra, því að hann á tíunda að krefja af 9 miljónum manna. Og jafnvel þótt meiri- hluti þeirra séu snauðir menn, þá verður sú tíund stórfé. Aga Kahn lætur ekki þegna sína sjá sig, nema hann geti ómögulega hjá komist. Hann unir sér svo miklu betur í Lundúnum og í París en “þaki veraldarinnar”, en svo er Pamir-hásléttan al- ment kölluð, þar sem þegnar hans búa. Aga er fæddur 1877 og er kominn í beinan ættlegg frá Fatime, dóttur Múhameðs spá- manns, sem var gift Ali kalífa, sem spámaðurinn kaus sjálfur sér til eftirmanns. Alí varð þó hvorki annar né þriðji kalífi, Þegar Aga Kahn deyr erfir elsti sonur hans tignartitilinn og rík- ið. Aga Kahn varð ástfanginn í ungri Parísar-frú, Andrée Caron, er hún var á kynnisvist með frænda sínum, kökubakara í Aix- Bains. Kemur Aga þangað einu sinni á ári til að yngja sig upp. Það er vægast sagt, að þessi litli Savoy-bær hafi allur umhverfst af undrun, er brúðkaup þeirra var gert heyrinkunnugt. Hér var um stórkostlega skáldlegan viðburð að ræða. í blöðum stóðu langar rök- ræður um það, að hvort slíkt hjónaband gæti orðið farsælt. Einhver fræg spákona spáði að yfir þau kæmi feikna ógæfa að tveim árum liðnum. Frú Aga Kahn eða La Begum, eins og hún nú heitir, er jafn- hyggin sem hún er fríð sýnum. Hún ér jafnvel svo hyggin, að hún situr eftir í Frakklandi er maður hennar bregður sér heim í ríki sitt. Litli drengurinn þeirra sem nú er fjögra til fimm ára, erfir nú samt hvorki guðtignina né hinar miklu tíundir, því að Aga var kvæntur áður, og það er sonur hans af því hjónabandi, sem á að verða eftirmaður hans, enda þótt ítalska dansmærin, sem hann átti áður, næði aldrei viðurkenningu þegna hans og því síður af ensku hirðinni; en La Begum fær tilhlýðilegar viðtök- ur hjá ensku hirðinni, því að þar er hún talin kona hins voldugasta af lendum mönnum Englendinga. Le Begum er hin yndislegasta og blátt áfram, smekklega búin æ og æfinlega, og hún var nú held- ur ekki neinn örkvisi, áður en hún giftist guðinum, því að hún var annar eigandinn að tízku- verzluninni: “Systurnar Caron” í einu breiðstræti Parísarborg- ar.—Heimilisblaðið. FÁEIN ORÐ Fyrir skömmu heyrði eg menn vera að tala um að hringhendu- samkepnin hans Pálma hefði fall- ið niður, og datt mér þá í hug síðasta verðlaunavísan í því sam- bandi, en hún er svona: Gengur björk á grænum kjól Gleymast hörku veður; Gjörvöll mörkin sæl í sól, Söngvabörkum kveður. ar og skini, svo skíran, að ekki verður um vilst, nema ef vera kynni, einstöku hagyrðingar. — “Gjörvöll mörkin” þýðir sjálf- sagt: grös, tré, dýr og fugla og jafnvel orma, og það nær engri átt að slíkar tilverur gætu fund- ið til sælu ef þær væru komnar inn í sólina sjálfa; þótt höfund- urinn hafi í huga mörkina sem heild sem eina sjálfstæða tilveru. Það kemur greinilega fram í síð- ustu hendingunni þannig: 4. Að sem afleiðing sælu sinnar í sólinni, þá kveður hún söngvabörkum (söngvabörkum kveður). Það var slæmt að höfundinum datt ekki í hug að nota litla orð- ið “við” í þessu sambandi. Ef hann hefði gert það þá hefði hann máske sloppið fallega, því “kveða við’’ þýðir að bergmála og það hefði orðið skiljanlegt, að mörkin hefði kveðið við af mörg- um röddum. Bergmálið er aldrei fyrsta rödd. Það er sagt að mörkin kveði mörgum börkum (söngvabörkum). Það er ef til vill eðlilegt um svo stóra tilveru, að hún hafi marga barka. Um það er ekki að fást; en því segir hann söngvabörkum ? Það þurfti ekki að taka það fram. Sumum mun virðast sem hért sé gefið í skyn, að mörkin hafi á að skipa öðrum börkum, sem gætu líka kveðið, þótt ekki væru þeir not- aðir hér. Um þetta kvað einhver ómerk- ingur: í hugum hagyrðinga, hreykin gengur björk. Hún kom í græna kjólnum, með kvikindin á mörk. Þau upp til sólar svifu og syngja þar í ró; Þótt öðrum virðist vænna að vera niðri þó. Þar söngva bústnir barkar, þeim býsnum gera skil Því aðrir bila barkar, ef berast sólar til. Einu sinni kom maður fram á ritvöllin og sagðist geta sýnt það, að vísur gætu verið galla- lausar, alveg, bæði að rími og efni. Hann gaf sem dæmi vísuna alkunnu: “Hani, krummi, hund- ur, svín, o. s. frv. Eg skal játa það að dæmið er allgott og erfitt að hitta á betra; en þá kom fram ófyrirleitinn ná- ungi sem þóttist geta sýnt og sannað að rímgalli væri á vís- unni. Hanmskýrði það þannig að ef í ríminu áherslan félli ann ars staðar, en hún ætti að falla í Og gerði eg þá í huganum eftirfylgjandi athugasemdir: 1. í fyrstu hendingunni er sagt að björkin (tré) gangi. Það. ... , . . , _ , því að tengdafaðir Múhameðs 'er engin hæfa. Tré ganga ekki; obnndnnTma 1( ba„VærJl bað rim" hrifsaði til sín völdin og þá nema í hugum hagyrðinga. fyrst er tveir höfðu hlotið kal-| Kjólhugmyndin hefir víst ífatignina og rutt brautina, þá myndast í huga hagyrðingsins varð Alí loks kalífi; en það gekk | vegna þess að orðið björk er nú ekki af baráttulaust. Persar i kvenkyns og heima á íslandi var einir viðurkendu kalífatign Alí, það álitið af sumum, fremur nið- en aðrir Múhameðsmenn vildu i urlæg’ja.ndi fyrir kvenmann að ekki af honum vita. Endirinn klæðast biyium, sem karlmenn; Kahn er guð. Ismaelitarnir búa hlýtur að þýða sólina okkar, líf- á Pamir-sléttunni norður af | gjafann mikla. En úr því svo er, Vestur-Indlandi milli Afganistan þá er þetta fjarstæða. Það er og hins kínverska Turkestan. svo heitt í sólinni að þar er engri -Guðsdýrkun þeirra er aðallega! skepnu líft sem til merkur eða varð sá, að Múhameðstrúarmenn en það þarf ekki að vera. Hér tvískiftust og börðust þeir [ Winnipeg mætum við daglega flokkar um kalífatignina. Sunn- ^ kvenkyninu á götunum í buxum. ítar voru öðru megin, sem fylgdu Sú hugmynd er auðvitað orðin þeim að málum, sem þóttust vera 1 víxluð hér á vesturvegum. réttir eftirmenn Múhameðs ogj 2. Önnur hendingin er býsna fylgdu erfikenningum hans góð að öðru leyti en því að það er (Sunna); hinumegin voru þeir, mjög vafasamt að öll hörkuveð- sem viðnrkendu erfðatign Alís | ur gieymist, þótt komið sé vor, og mótmæltu hinum (Chitar af 0g fram á sumar. Afleiðingar Cua; uppreisn, mótmæli). Eftir1 ýmsra hörkuveðra eru þannig að því sem tímar liðu fram urðm þær gleymast seint og stundum Sjítar að nýjum trúarflokki og’aidrei. 1 galli. Hann sagði að í orðinu “titl-ing-ur” væri í vísunni á- herslan lögð á “ing” en ætti að vera á fyrsta atkvæði og því væri vísan gölluð að ríminu til. En þessi titlings vansmíði eru sann arlega lítilvæg í samanburði við vanskapnað verðlaunavísunnar; efnið er meira virði en rímið æfinlega. Form eða rím verð- launa vísunnar er óaðfinnanlegt. Jóhannes Eiríksson ur, sem leitar framrásar, en finn- ur ekki sinn rétta farveg, og verður því vanmátta. Nú, til þess að verða ekki misskilin, langar mig til að minna yður á erindi eftir eitt af okkar beztu vestur-íslenzku skáldum, E. P. Johnson, erindi sem hann nefnir “Móðir í austri” Það er þessi “Ramma taug, sem þar er minst á, sem rekka dregur föður- túna til” sem knýr mig til máls í dag. Norrænu konur, af íslenzku bergi brotnar. Fanst ykkur ekki, þegar þið voruð að handleika sýningarmunina hennar Fr. H. Bjarnadóttur, fanst ykkur ekki að rafstraumar æskuáranna renna fram í fingurgómana, og heilla hug og hjarta? Mér fanst það. Á vorboðavængj um var eg borin heim, heim til norður- skautanna, heim til hinnar nótt- lausu voraldar veröldu, þar sem víðsýnið skín”. Home to my little cradle of the deep.” Þar sat eg aftur við hafið, og heyrði bylgju-niðinn. E. B. seg- ir: Hinsta fegurst hljóminn þú heyrir af bylgju en ekki af grein. Sat við voginn, spegilskringdan, þar sem æðurinn syndir með ungana sína á bakinu, heyrði móðurkvakið, sá hræðslu og angist litlu unganna, þegar móð- irin stakk sér í dýpið eftir síh eða skel. Sá lækina koma hopp- andi, dansandi ofan fjöllin og hlíðarnar, þekti hlátur og grát okkar krakkanna í ærslalátum hans. Kom líka á “Bóluklettinn” minn kæra, sá hina tröllslegu brimskafla brotna við “Skálanes bjargið”. Sat í gilinu við fossinn og sá laxinn stríða mót straumn- um, og léttfættan lyfta sér stall af still, uns hann hvarf auganu í flauminu yfir fossinum. Hug- fangin hlustaði eg á söng fugl- anna, sem eru nýkomnir yfir hafið, og eru nú að syngja skap- ara sínum lofgerð fyrir hand- leiðsluna úr hættunni yfir hafið Frh. á 8. bls. FRÖKEN HALLDÓRA BJARNADóTTIR MÐDSOIIMY TRIPLE DISTILLED lONDOM DKY GIN Flutt í kveðjusamsæti Moore’s matsölubúð stefna þeirra kölluð Ismael- stefna (Ismaelisme). Og það er innan þess trúarflokks sem Aga 3. Þá er þriðja hendingin sem fjallar um það að mörkin öll, (gjörvöll) sé sæl í sól. Það fólgin í tíundargjöldum og um kóraninn, trúarbók sannra Mú- hameðinga vita þeir ekkert svo að segja, að fáeinum undantekn- um, sem vafðar eru innan í verndargripi þeirra. Og til að segja eins og er, er ef til vill rétt að geta þess að hvorki almúgi, né prestar geta lesið það, sem ritað er í þessum verndargripum. — skógar telst. Líklega hefir höf- undurinn hugsað sér að bjarga þessu með því að benda á enska orðatiltækið “in the sun”, sem meinar: “in the sunshine”—í sólskininu. En við íslendingar höfum ekki það hugtak, sem Englendingar hafa er þeir tala um sólina. Við gerum altaf mun á sólinni sjálfri og geislum henn- Mér er sönn ánægja að því, að hafa nú loksins orðið þeirrar stundar aðnjótandi að ávarpa þig með fáum orðum, og þakka þér komuna vestur um Atlants-ála. Því miður, finn eg til vanmáttar míns, í þeim efnum, og veit að hér inni, hér í þessum vinahóp eru konur mér mikið færari til þess. Verð því að biðja velvirð- ingar á því, sem eg hefi að bjóða, biðja ykkur að fara mjúkum höndum um þetta litla erindi, sem meir er að vilja gert en mætti. Það er einhver tilfinning sem heyfir sér í brjósti mínu. Ein hver þrá, sem eg get naumast lýst með orðum, þrá sem knýr á, og er mér sterkari, líkt og læk ■hk/ * H B C 36-7 Thls advertlsement ls not Inserted by Government Liquor Control Oorrunlsslon. The Commission ls not responsible for statements made as to quaúty of pro- ducts advertised.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.