Heimskringla


Heimskringla - 20.07.1938, Qupperneq 2

Heimskringla - 20.07.1938, Qupperneq 2
2. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 20. JÚLÍ 1938 I.. ENGIN TV0FALTsjálfgert BóKARHEFTlg®BcmiiL SEXTÁNDA ÁRSÞING hins Sameinaða Kirkju- félags Islendinga í Norður-Ameríku Fyrsti fundur Sextánda ársþing hins Sam- einaða Kirkjufélags íslendinga í Norður-Ameríku var sett fimtu- daginn 10. júní 1938 í kirkju sambandssafnaðarins á Lundar, Manitoba; sálmurinn nr. 619 í íslenzku sálmabókinni var sung- inn, og séra Eyjólfur J. Melan, prestur sambandssafnaðanna í Nýja-íslandi flutti bæn. Síðan flutti forseti félagsins, séra Guð- mundur Árnason eftirfylgjandi ávarp til erindsreka og gesta, sem viðstaddir voru: Kæru kirkjuþingsmenn og gestir. Þetta þing, sem við setj um hér í kvöld, er hið sextánda ársþing hins Sameinaða Kirkjufélags ís- lendinga í Norður-Ameríku og annað þing fél., sem að hald- ið er hér á þessum stað. Fyrir sex árum komum við hér saman til þinghalds. Sumir þeir, sem nú eru staddir hér, voru hér einnig þá; aðrir, sem voru hér þá, verða hér ekki nú. Á þeim sextán ár- um, sem liðin eru síðan félagið var stofnað, hafa furðu miklar breytingar og umskifti átt sér stað innan vébanda þess. Við minnumst góðra samverkamanna og mætra vina frá liðnum árum, sem, vegna ýmsra ástæðna, hafa horfið burt af þesum vettvangi og starfa nú annars staðar; við minnumst þeirra með þakklæti og óskum þeim alls góðs í þeirra starfi. Við minnumst með á- nægju þeirra daga, er við vorum hér saman árið 1932. Þótt ýmis- legt, svo sem óhagstætt veður og slæmir vegir drægju þá nokkuð úr ánægjunni, voru viðtökur af hálfu fólks hér svo góðar og rausnarlegar að allir gestir fóru burt með sólskin í huga og kærar endurminningar. Síðasta þing vort, fyrir ári síðan, héldum vér í Árborg. Tvö eða þrjú þing hafa verið haldin þar á þessum sextán árum. Þeir sem hafa reynt gestrisni og velvild íslendinga í Árborg, við slík tækifæri og önnur, vita að þar var gott að gista. En annars hafa viðtökur allsstaðar verið með þeim ágætum að eg leiði minn hest frá að gera upp á milli staða í því efni. Eg vil þá minnist með nokkr- um orðum á það helzta, sem gerst hefir innan félagsskapar vors á þessu liðna ári. Fljótt á “BORGIÐ EFTIR HENDINNI!” Maðurinn sem borgar í pen- ingum, fyrir hvað sem hann kaupir græðir á því á tvo vegu. Fyrst og fremst spar- ar hann sér peninga, þvi þrátt fyrir allar “furðu sagn- ir”, kostar það hann peninga að kaupa *‘á láni” sökum þess að borga verður jafnan fyrir þau hlunnindi. Svo er annað sem er jafngildi þess, það leggur engar hömlur á framtíðina. I>að sem hann hefir undir hendi er hans og hvað sem morgundagurinn gerir, getur hann farið með það eins og hann viU. Eaton’s hefir ávalt trúað sterklega á hagnað og hygg- indi þess að verzla fyrir pen- inga út í hönd. Eaton’s hefir aldrei þreyzt á því að benda viðskiftamönnum sínum á þau hyggindi. En til hægð- arauka og.þæginda fyrir við- skiftamenn höfum vér gefið kost á lánsverzlun á sumum vörum, en vér veitum þetta, með þeirri bendingu að það er dýrari viðskiftaleið, vegna aukins kostnaðar sem fylgir lántöku af þessu tagi. Ekkert jafnast við gamla spakmælið og boðorðið, — “Borgið eftir hendinni!” EATO N'S litið má virðast að þeir atburðir séu hvorki stórir né merkilegir, en eg held þó að segja megi, að þetta síðast liðna ár hafi verið all viðburðaríkt í sögu félags vors. — Starfið hefir gengið með svipuðum hætti og á undanförn- um árum, og starfsmennirnir hafa verið þeir sömu. f Winnipeg hefir séra Philip M. Pétursson þjónað söfnuðunum tveimur, Sambandssöfnuðinum íslenzka og Únítarasöfnuðinum, sem báð- ir nota sömu kirkjuna og hafa gert um nokkur undanfarin ár. Starf hans hefir gengið að öllu leyti vel, og má með sanni segja, að hann njóti þess trausts og þeirra vinsælda hjá báðum söfn- uðum sínum, sem hann svo ríku- lega verðskuldar, vegna fórnfýsi sinnar, dugnaðar og ljúfmensku. Séra Eyjólfur Melan hefir þjón- að söfnuðunum í Nýja-íslandi — í Árborg, Riverton, Árnesi, og á Gimli. Auk þess hefir hann farið nokkrar ferðir til Mikleyj- ar, með þeim ágæta árangri, að þar hefir verið stofnaður nýr söfnuður með hér um bil 50 með- limum. Hefir verið ráðgert, að þessi söfnuður bygði kirkju, og enda byrjað á því verki, en ekki er mér kunnugt um, hversu langt það er á veg komið. Von- andi kemur fram á þessu þingi nánari skýrsla um það frá þeim sem kunnugri eru. í Vatnabygðunum í Sask., hef- ir séra Jakob Jónsson þjónað söfnuðum þeim, sem sömdu við hann um prestsþjónustu skömmu eftir að hann kom þangað. Einn söfnuður, Hólar-söfnuður hefir rétt nýlega bæzt við í þetta prestsþjónustu samband, og eru söfnuðirnir, sem séra Jakob þjónar, nú sex. Hefir þar á því svæði myndast samvinnu tilraun um kirkjumál, sem aldrei hefir átt sér stað meðal Vestur-fslend- inga fyr. Séra Jakob hefir unníð með stakri alúð að því að þessi samvinna mætti takast og verða öllum hlutaðeigendum ánægju- leg. Starfssvið hans er stórt og að mörgu leyti erfitt. Hefir hinn erfiði hagur fólks á þeim slóð- um, sökum uppskerubrestsins mikla á síðastliðnu ári, hamlað mjög allri félagslegri starfsemi þar; en enginn, sem þar er nokk- uð kunnugur, mun efast um, að hún rísi upp aftur með endur- nýjuðum þrótti, þegar batnar í ári. Mitt starf hefir verið hið sama og undanfarin ár. Auk þess sem eg hefi þjónað söfnuðunum á Lundar og Oak Point, hefi eg af og til flutt guðsþjónustur á sömu stöðum og að undanförnu, nefnilega að Hayland, Steep Rock, Langruth og Reykjavík. Á einum þessum stað var stofn- aður nýr söfnuður s. 1. haust. Eru nú í honum um sjötíu full- orðnir meðlimir, og nokkrir aðrir hafa látið í ljós, að þeir muni ganga í hann síðar. Fólk það, sem( í honum er, á heima við Vogar, Siglunes og Hayland póst- hús. Safnaðarstofnun þessi er nær eingöngu að þakka nokkrum áhugasömum mönnum, sem hvöttu mig til þess að gera til- raun til safnaðarmyndunar. — Söfnuður þessi hefir samþykt safnaðarlög, sem eru sniðin eftir lögum þeim, sem gilda í flestum eða öllum söfnuðum þessa félags, með smábreytingum. Hann hefir samið við mig um nokkrar guðs- þjónustur um þann tíma ársins, sem tiltækilegt er að halda þær. Á hinum stöðunum hefir mér á- valt verið vel tekið, og aðsókn að guðsþjónustunum þar hefir verið furðu góð, eftir ástæðum. í Langruth hefir hinn litla en á- hugasami hópur orðið fyrir mikl- um hnekki við burtför hjónanna Karls og Lily Bjarnason þaðan. Hafa þau ávalt verið reiðubúin að greiða málefni voru götu og góðfúslega lánað hús sitt fyrir messur nú nokkur síðustu árin. í Piney hafa, eins og á undan- förnum árum, verið haldnar nokkrar guðsþjónustur af séra P. M. Péturssyni, dr. Rögnvaldi Péturssyni og mér. Er þeim venjulega hagað þannig, að messað er á íslenzku að deginum til og á ensku að kvöldinu. Eru þær sóttar af bygðarfólki yfir- leitt. Söfnuðurinn þar sér ann- ars alveg um þessar guðsþjón- ustur og kveður þann, sem hann kýs í það og það skiftið, til að koma. Hér má geta þess, að á síð- astliðnu sumri fórum við séra P. M. Pétursson til Norður- Dakota og fluttum þar eina guðs- þjónustu að Mountain. Var að- sókn að henni allgóð, þó að hún væri auglýst með litlum fyrir- vara. Safnaðarnefnd lútherska safnaðarins þar sýndi okkur þá velvild að lána okkur kirkju safn- aðarins, og söngflokkur hans að- stoðaði við guðsþjónustuna. — Vonandi verður hægt að gera aðra heimsókn þangað á þessu sumri. Dr. Rögnvaldur Pétursson hefir eins og að undanförnu, veitt margskonar aðstoð, bæði með prestsverkum i þarfir fé- lagsins og ýmsu öðru starfi. — Hefir hann ávalt, þrátt fyrir mikið annríki, verið -reiðubúinn að gegna mörgum kvöðum, sem til hans hafa verið gerðar. Nú í vor mætti hann, ásamt séra P. M. Péturssyni fyrir hönd fé- lags vors á ársþingi The Ameri- can Unitarian Association í Bos- ton. Eins og öllum er kunnugt, var sumarheimilið fyrir börn á Hnausum fyrst starfrækt í fyrra sumar. Stofnun þess má teljast með þeim stærstu fyrirtækjum, sem félag vort hefir ráðist í. Eg þarf ekki hér að rekja sögu þess máls; það hefir verið gert nýlega hér á þessum stað og víðar, af frú Marju Björnsson, sem er því máli kunnugust frá byrjun, og hefir mest og bezt borið það fyrir brjósti, þó að aðrir hafi líka lagt þar að góðan skerf. Það er enginn vafi á því að fyrirtæki þetta er einkar vinsælt og eg er þess fullviss, að það muni með tímanum fá þann stuðning frá al- menningi, sem það á skilið að fá. Fyrirtækið er ekki beinlínis und- ir eftiríiti V stjórnarnefndar kirkjufélagsins, heldur annarar nefndar, sem sérstaklega var kosin til þess að aðstoða stjórn- arnefnd kvenfélaga sambandsins í því máli. Þessi nefnd hefir unnið verk sitt vel og trúlega. — Barnaheimilismálið verður að sjálfsögðu tekið til íhugunar hér á þinginu, og er æskilegt að komist yrði að einhverri ákveð- inni niðurstöðu með tilhögun á því. Eg vil leyfa mér að minna yður á, að þetta mál heyrir þessu félagi til, og að það er algerlega ómaklegt gagnvart þeim, sem mest og bezt hafa að því unnið, að vér sýnum nokkurt tómlæti í meðferð þess. Það er áríðandi mál og mjög mikils um vert í framtíðinni að meðferð þess öll verði samboðin þeirri ágætu byrjun, sem þegar hefir verið gerð. Um samband félags vors við The American Unitarian As- sociation vil eg segja hér nokkur orð. Eins og að undanförnu höf- um vér notið hjálpar þaðan, sem oss hefir verið alveg nauðsynleg, til þess að geta haldið starfinu á- fram. Vegna almennra fjárhags- legra örðugleika, hefir The American Unitarian Association orðið að draga mjög úr öllum fjárframlögum sínum nú um all- mörg ár. En stjórnarnefnd þess hefir þó ávalt drengilega stutt starfsemi félags vors og safnað- anna. Eg gat í fyrra um breyt- ingar þær, sem þá urðu í stjórn félagsins, og mintist sérstaklega hins fráfarandi forseta þess Dr. Louis Cornish og einnig hins ný- kjörna forseta Dr. Frederick M. Eliot, ásamt nokkurra annara forráðamanna þess, sem félag vort hefir haft nánust kynni af. Eg vil endurtaka það hér, að vér stöndum í mikilli þakklætis- skuld við alla þessa menn fyrir velvild þeirra í vorn garð og samúðarfullan skilning á starfi voru hér og erfiðleikum þeim, sem því eru samfara. Því mið- ur hafa söfnuðir vorir ekki getað að öllu leyti staðið í skilum með afborganir af lánum til kirkju- bygginga. Vildi eg nota þetta tækifæri til þess að brýna fyrir öllum, sem hlut eiga að máli, að gera sitt ýtrasta til að ráða bót á því, ef þess er nokkur kostur. Eg skal geta þess að tillög safn- aða til The American Unitarian Association hafa nokkuð aukist á þessu síðasta ári, og þykir mér vænt um að geta sagt, að nokkrir vorra íslenzku safnaða hafa lítils háttar aukið tillög sín. Eins og sjá má af því, sem sagt hefir verið hér að.framan, hefir starf vort á þessu síðast- liðna ári gengið furðu vel, eftir atvikum, þó að það eflaust hefði getað gengið betur. En vér er- um ekki eini kirkjulegi félags- skapurinn, sem á erfitt uppdrátt- ar. Af ýmsum ástæðum, sumum viðráðanlegum og öðrum óvið- ráðanlegum, er alt kirkjulegt starft erfitt nú á dögum. Það er ef til vill eðlilegt að margur missi kjark, þegar allskonar erf- iðleikar steðja að. En vér meg- um þó ekki gleyma því, að þörf- in á að skipa sér þétt í fylkingu er mest þegar erfiðleikarnir eru stærstir. Góður vilji er ávalt sigursæll. Framgangur málefn- is vors er í beinum hlutföllum við þann vilja, sem vér sýnum í verkinu; ef viljinn er smár, verð- ur verkið lítið og framgangur- inn enginn. En ef allir, þó fáir séu, hafa einlægan vilja, ef eng- inn skerst úr leik, þá áorkast ó- trúlega mikið. Þeir sem hafa lagt hönd á plóginn og horfa til baka, fá það eitt að launum að missa trú bæði á málefni sínu og sjálfum sér. Að endingu vil eg þakka með- nefndarmönnum mínum í stjórn- arnefndinni fyrir góða samvinnu á þessu liðna ári. Við höfum haldið marga fundi, og þeir hafa allir verið ánægjulegir og sam- vinnan góð. En til þess að nefnd- in geti afgreitt á fundum sínum þau mál, sem fyrir liggja, bæði fljótt og skipulega, er nauðsyn- legt, að allir nefndarmenn geri sér far um að sækja fundina reglulega. Ef til vill mætti koma betra skipulegi á það með því að fastsetja fundina fyrirfram að svo miklu leyti sem það er unt. Að svo mæltu segi eg þetta sextánda ársþing hins Samein- aða Kirkjufélags íslendinga í Norður-Ameríku sett og bið full- trúa safnaða ásamt stjórnar- nefndinni og fulltrúum annara félaga, sem hér eru mættir, að taka til starfa. Eg býð yður öll velkomin og vona að dvölin hér þessa næstu daga verði yður á- nægjuleg. Megi störf |vor á þessu þingi ganga greiðlega, og megi hver og einn fúslega leggja fram sinn skerf til þess sameig- inlega starfs, sem fyrir höndum er. Að ávarpinu loknu hófust venjuleg þingstörf. Gerði Ágúst Eyjólfsson tillögu, að forsetinn skipi kjörbréfanefnd og dag- skrárnefnd. Tillöguna studdi Jóhann Sæmundsson og var hún samþykt. Þá lýsti forsetinn því yfir, að fram ætti að fara fyrirlestur undir umsjón kvenfélaga sam- bandsins og kallaði á forseta þess, Mrs. Marju Björnsson, og bað hana að taka við fundar- stjórn meðan því færi fram. Tók Mrs. Björnsson þá forsæti og kvaddi Mrs. Ólafíu Melan til þess að flytja erindi. Flutti Mrs. Melan fróðlegt erindi og ágætt í alla staði, sem hún nefndi: “f hverju liggur frjálstrúar stefn- an?” Að því loknu tók forseti kirkjufélagsins aftur við fundar- stjórn og lýsti yfir hverja hann hefði sett í kjörbréfa- og dag- skrárnefnd, og voru þeir þessir: f kjörbréfanefnd: Svein Thor-I valdson, Guðmun,d Eyford og Árna Thórðarson. í dagskrár- nefnd: Dr. Rögnv. Pétursson, Guðmund Einarsson og Mrs. Guðrúnu Johnson. Mrs. Marja Björnsson gerði þá tillögu um að fundi væri frestað til kl. 9 árdegis föstudaginn 1. júlí. Séra E. J. Melan studdi tillöguna og var hún samþykt. Framh. NÝ ÖLD ER RUNNIN Axel L. Wenner Gren um vandamál nútímans Axel L. Wenner Gren, stór- iðjuhöldurinn sænski, er gaf 30 miljóna króna sjóðinn til fram- fara- og mennigarmála Norður- landa, og til þess að efla norræna samvinnu, gaf á s. 1. hausti út bækling um þjóðfélagsmál nú- tímans er hann nefnir “Jag vaadjar til envar”. f riti þessu gerir hann grein fyrir viðhorfi sínu til stjórnmála- stefna og þjóðfélagsmála yfir- leitt og dregur fram í stuttu máli höfuðeinkenni nútímaskoðana og deilumála. f formála ritsins kemst hann þannig að orði: Eftir 40 ára sífelda vinnu verða menn að hafa leyfi til að hægja á sér og hvíla sig ögn. Allir hafa leyfi til þess. Og ekki nóg með það. Þetta er skylda manna. Þetta varð til þess að eg lét sjómenskdrauma æskuára minna rætast. Eg fékk mér skip, og fór í langferð yfir heimshöfíi sjö. Eg kvaddi kóng og prest og hélt af stað án nokkurrar á- ætlunar, til þess að njóta hafs- ins og heimsækja fjarlæg lönd er eg hafði ekki áður séð. En í einveru og kyrð hafsins fékk hugurinn ekki hvíld, en leit- aði til fortíðarinnar, nútíðarinnar með allan hennar sæg af óleyst- um verkefnum, og knúði á dyr hjá ráðgátum framtíðarinnar. Samtöl við menn frá mörgum þjóðum og mismunandi stéttum, við stjórnmálaleiðtoga og for- göngumenn á ýmsum sviðum og við fyrverandi félaga á verk- stæðum og skrifstofum rifjuðust upp í huga mínum. Öll þessi áhrif söfnuðust í eina heild og dróg eg ályktanir mínar af því sem eg hefi séð og heyrt og lært í skóla lífsins. Hver spurningin vakti aðra. Og svörin runnu upp frá reynslu þeirri og hugrenningum, sem lengi höfðu legið í meðvitund minni, og vafa- laust í meðvitund margra ann- ara, en sem í umræðum dagsins dragast að miklu leyti í hlé fyrir áhyggjum augnabliksins og við- fangsefnum sem verða yfirgnæf- andi. Hvað verður um Svíþjóð, þetta gamla land frelsisins, á tímum sem bera einkenni ofbeldis og of- ríkis, þröngsýni og þvingunar? Er sú velmegun þjóðar vorrar trygg, sem talað er um í heimin- um? Hvernig á velmegun þessi að dafna innan vébanda hins lýð- frjálsa þjóðfélags? Gerum við okkur grein fyrir, hve landnám, tækni og vísindi er mikils virði? Getum við með núverandi lífs- skilyrðum þjóðarinnar notfært okkur þessar nýjungar? Er norræn samvinna nauð- synja- eða tilfinningamál ? Höfum við gert, eða gerum við nægilega mikið fyrir æskuna? Þessum og öðrum spurningum hefi eg reynt að svara eftir lífs- reynslu minni og þar eð menn hafa sagt mér að sjónarmið mín eigi erindi til almennings, hefi eg safnað þeim saman í bók”. — Fyrsti kapítuli ritsins fer hér á eftir. Hann heitir: Ný öld er runnin Vísindi og tækni nútímans hafa gert okkur mögulegt að skapa velmegun fyrir alla. Lífið er barátta. En hvort heldur sem einstak- lingar eða þjóðir eiga í hlut, þá getur baráttan fyrir sig ekki sjálf verið takmarkið. Það er að vísu útbreidd skoðun að maður- inn sé “bardagadyr” (“a fight- ing animal”) og óneitanlega gef- ur mannkynssagan með sínum sífeldu styrjöldum og baráttu tilefni til þess að þannig sé litið á. ' ' . En samt sem áður er það rangt, að leita orsakanna að því sem var og er í þessu efni, í okk- ar eigin eðli og gera ófriðinn að náttúrulögmáli. f flestum tilfell- um hafa ófriðir stafað beinlínis eða óbeinlínis af vöntun eða í- myndaðri vöntun á veraldlegum gæðum, eða af ásókn, að afla sér þeirra á annara kostnað. Styrj- aldirnar hafa jafnað tilboð og eftirspurn meðal þjóðanna. Nú er það styjaldartilefni úr sög- unni. Nú eru skilyrði fyrir hendi, sem áður voru ekki til, til þess að fullnægja þörfum manna, og veita öllum almenningi góð trygg lífskjör. Það eru vísindin og tæknin sem hafa gert þetta mögulegt. Eftir því sem eg fæ séð hafa menn ekki enn gert sér fyllilega grein fyrir hve þýðingarmiklum nýjungum mannsandinn hefir komist að, á hinu praktiska sviði. Flestir okkar hafa hugmynd um að vísindi og tækni hafa lagt grundvöllin að nýju tímabili í sögu mannkynsins. En eitt er að hafa um þetta óljósa hugmynd og annað að skilja það til hlýtar, og notfæra sér hinar nýju upp- götvanir með dugnaði og stefnu- festu, ryðja burt hindrunum, sem standa í vegi fyrir því nýja, sem er í vexti, og losa mannkyn- ið við þann kvíða, sem sífelt hef- ir íþyngt lífi manna. f stað þess, sem hingað til, að tæta menn sundur af skorti, ættu menn að hjálpast að við að fram- leiða allsnægtir. Er okkur ofætl- un að taka okkur það fyrir hend- ur? Mannfólkið er í sannleika und- arlega gert. Það er minnislaust. Hörmulega tregt að læra af reynslunni. Fyrir tiltölulega fáum árum síðan var heimsstyrjöld nærri búin að gera út af við allla menningu vora. Til hvers? — Hverjum að gagni? Fyrir örfá- um árum sluppum við út úr hinni verstu kreppu sem komið hefir yfir heiminn. Það væri ætlandi að slík lexía yrði mönnum minnisstæð, a. m.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.