Heimskringla - 03.08.1938, Page 6

Heimskringla - 03.08.1938, Page 6
6. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 3. ÁGÚST 1938 sem voru fast á eftir þeim. “Eg má til að skilja við ykkur hérna,” mælti hann. “Eg hefi gert Miss Brokan grein fyrir þessu, eg kem strax aftur.” Hann fór tafarlaust aftur niður að strönd- inni. Eins og hann bjóst við sáust þau Jeanne og félagi hennar þar ekki. Þau gátu samt ekki hafa komist í burtu nema í eina átt í svona skjótri svipan, og það var til höfðans. Er hann náði skógarjaðrinum hraðaði hann sér eins og hann mest mátti. Hann komst að höfðanum. Er hann hafði farið hina mjóu götu, sem lá að einstíginu, kom maður á móti honum. Það var Indíánadrengur og gekk hann til hans til þess að spyrja hann. Ef Jeanne og Pierre höfðu farið þessa leið, hlaut drengurinn að hafa séð þau. Áður en hann gat sagt nokkuð hljóp dreng- urinn til hans og rétti honum eitthvað, sem hann hélt á. Spurningin á vörum Philips breyttist í gleðióp, er hann þekti vasaklútinn, sem hann hafði lagt á klettinn fyrir fáum. dögum síðan. Annað hvort var þetta sami klúturinn eða annar svo líkur honum, að þeir þektust ekki að. Klúturinn var hnýttur saman og fann hann að innan í honum var bréf. Hann var svo ákafur að leysa utan af bréfinu að hann næstum reif hinn smágjörva klút. Á brefmu stóðu -þrjár línur, skrifaðar með fallegri gamaldags rithönd, en það var nóg til að koma hjarta hans til að slá hraðara. Vill monsieur koma upp á klettinn hérna í kvöld, einhverntíma milli klukkan níu og tíu. Undir þessum miða var ekkert nafn, en Philip vissi, að engin önnur en Jeanne hefði getað skrifað hann, því að stafirnir voru sauð- smáir og eins fíngerðir og hinir hárfínu knipling ar sem voru utan um bréfið. Höndin var svo undarleg, að hún hlaut að vekja forvitni hans a því hverskonar fólk þetta væri. Hann las bref- ið aftur og aftur og er hann leit upp, sá hann að drengurinn var að læðast í burtu á milli klett- anna. “Heyrðu, þú þarna! hrópaði hann á ensku. “Komdu hingað!” Það skein í hvítu tennurnar á drengnum er hann hló og um leið og hann fjarlægðist leit hann upp á klettinn rétt sem snöggvast, eins og hann væri að leita þar einhvers. Philip fylgdi augnaráði hans. Hann skildi það á svipstundu, Jeanne og Pierre höfðu frá höfðanum séð komu hans. Þau höfðu mætt drengnum og notað hann til að tefja þannig fyrir honum. Þau voru líklega að horfa á hann núna. Philip varð svo glaður yfir þessu, að hann veifaði húfunm og hló eins og merki um að hann tæki boðinu þótt það væri dálítið óvenjulegt. Hann furðaði sig dálítið á því, hvernig á því stæði, að þau hefðu boðað hann á sin fund þetta kvöld, þegar þau gátu hitt hann þarna eftir fáeinar mínútur um hábjartan daginn. Er málefni hans voru orðin upp á síðkastað svo ó- skiljanleg og flókin, að hann nenti ekki að brjóta heilann um svona smáatriði, og hélt því áleiðis til Churchill með þeirri tilfinningu, að alt færi vel. Yfir næstu klukkutímana mundi hann fá skýringu á öllum þessum flækjum, og auk þess mundi hann hitta Jeanne og Pierre. Hugs- unin um Jeanne, en ekki um þessi vandamál var efst í huga hans, er hann hraðaði sér aftur til vígisins. Hann ætlaði nú að fara og finna Elínu og föður hennar, en breytti þeirri fyrir- ætlan sinni. Hann ætlaði fyrst að finna Greg- son og byrja þar. Hann vissi að málarinn biði eftir honum og fór því beint heim í kofann. Hann gekk í skógarjaðrinum til þess að láta eigi sjá för sína. Gregson stikaði fram og aftur um kofa- gólfið þegar Philip kom. Auðséð var á því hvernig hann gekk að hann var æstur mjög. Hann hafði hendumar í buxnavösunum og hinn mesti f jöldi vindlingastúfa bar vott um, að hann var í djúpum þönkum. Hann stansaði þegar vinur hans kom inn í kofann og horfði á Philip steinþeigjandi um stund. “Jæja,” sagði hann loksins, “hvað dettur þér í hug að segja?” “Ekkert,” svaraði Philip. “Mér er þetta ó- skiljanlegt, Greggy.” “í hamingju bænum reyndu að gefa mér einhverja skýringu.” Drættirnir í andliti Gregsons voru hörku- legir og alt annað en kvenlegir. Málrómur hans var næstum spottandi er hann svaraði. “Þú vissir altaf,” sagði hann kuldalega, “að Miss Brokan og stúlkan, sem eg teiknaði, var ein og sama persónan. — Hver var tilgangur þinn með þessu undarlega spaugi?” Philip skifti sér ekki af þessari spurningu. Hann gekk hratt til Gregsons og greip í hand- legg hans. “Það er ómögulegt!” hrópaði hann lágt. “Það getur ekki verið. Skipið, sem hún kom með hefir hvergi lent síðan það fór úr Halifax þangað til hér í Churchill. Miss Brokan er eins ókunnug þessu landi og þú. Að ætla annað væri ekkert annað en óðs manns æði.” “Engu að síður,” svaraði Gregson rólega, “er það Miss Brokan sem eg dró myndina af hérna á dögunum, og þarna er myndin, myndin af henni.” Hann benti á myndina og losaði á sér handlegginn til að kveikja í öðrum vindlingi. Hann var svo einkennilega ákveðinn er hann sagði þetta, að Philip sá að þýðingarlaust var fyrir hann að reyna að rökræða þetta til að fá hann ofan af því. Gregson horfði á hann yfir logandi eldspýtuna. “Það var Miss Brokan,” sagði hann á ný. “Það er kannske óskynsamlegt að ætla, að hún hafi komið til Churchill í loftbát, stansað til að borða hádegisverð, farið í burtu í loftbát og á einhvern yfirgengilegan hátt dottið um borð í skipið, sem hún kom með. En hvernig sem þetta hefir gerst, þá var hún í Churchill fyrir fáum dögum síðan. Á þeim grundvelli ætla eg að gera athuganir mínar, og samkvæmt því ætla eg að fá lánað hjá þér bréf Fitzhugh lá- varðar um óákveðinn tíma. Viltu lofa mér því upp á æru og trú að nefna ekki þetta bréf við nokkurn mann í fáa daga ennþá.” “Það er næstum því nauðsynlegt að sýna Brokan það,” sagði Philip hikandi. “Já, hér um bil, en ekki alveg,” greip Greg- son fram í fyrir honum. “Brokan veit hversu alvarlegt þetta mál er án þess. Líttu nú á Phil. Farðu út til verbúða þinna og berstu þar, en láttu mig sjá um þessa hlið málsins. Segðu Brokan ekki frá mér. Eg vil ekki hitta hana — strax, þótt hamingjan viti, að væri það ekki vegna þessa bansetta kunningsskapar okk- ar, þá færi eg með þér núna á augabragði. Hún er jafnvel ennþá fallegri núna, en þegar eg sá hana síðast.” “Þá kannastu við mun,” sagði Philip hlægj- andi. “Nei, engan mun, en séð í nýju ljósi,” leið- rétti málarinn. “Það yrði illa ástatt fyrir þér Greggy, ef eg fyndi hina stúlkuna. Hamingjan veit að þetta mál er að fá bæði skoplega og raunalega hlið. Eg skyldi gefa, þúsund dali til að leiða hina ljós- hærðu blómarósina fram á sjónarsviðið.” “Eg skal gefa þér þúsund dali, ef þú kemur með hana,” svaraði Gregson. “Gott er það,” svaraði Philip og rétti vini sínum hendina. Eg læt þig vita seinni partinn í dag, eða í kvöld hvað gerist.” Honum var samt ekkert létt í skapi er hann lagði leið sína til Churchill. Hann hafði ætlað að fá einhvern skilning á þessari flækju í félagi við Gregson, en Gregson hafði brugðist honum gersamlega með því að halda því fast fram, að hafa séð Miss Brokan fyrir eitthvað rúmri viku síðan. Var það mögulegt, að svo væri? Að skipið hefði stansað einhversstaðar við ströndina ? Sú hug- mynd var fjarri öllum sanni. En áður en hann hitti Brokans feðginin fór hann til skipstjórans og fékk hjá honum þær fréttir, að skipið hefði komið beint frá Halifax, án þess að breyta neitt um venjulega leið. Þessi frétt frá skipstjóra skýrði fyrir honum sumt, er ruglaði hann að öðru leyti. Hann var sannfærður um, að Freg- son hefði ekki séð Miss Brokan fyr en þennan morgun. En hvar var þá stúlkan, sem líktist henni svona ? Hver var hún nú ? Hvaða atvik höfðu dregið þær báðar hingað á sama blettinn, á þessum sama tíma? Honum var ómögulegt annað en setja stúlkuna, sem líktist Elinu svona nákvæmlega, í eitthvert samband við Fitzhugh lávarð og samsærið gegn félaginu hans. Hann fann til þess eins og með skelfingu, að ef þessi grunur hans væri réttur, voru þau Pierre og Jeanne eitthvað bendluð við þetta líka; því hafði Jeanne ekki af misgáningi heilsað Elinu eins og góðum vini? Hann hélt beint til hins faktorsins og barði á dyrnar að herbergjum þeim, sem Brokan og dóttir hans dvöldu í. Brokan opnaði fyrir hon- um, og er hann litaðist um eftir Elinu benti Borkan honum á lokaðar dyr og sagði að Elin væri að hvíla sig. “Þetta hefir verið örðugt ferðalag fyrir hana. Hún hefir ekki sofið í tvær nætur samfleytt, síðan við fórum frá Halifax.” Philip fanst sjón sögu ríkari um það, að Brokan sjálfur hefði lítið sofið á leiðinni. Augu fjárbraskarans voru dauf og húðin í pokum undir þeim, en að öðru leyti bar ekkert á, að hann væri þreyttur né órólegur. Hann leiddi Philip til sætis í stól fast hjá hinum mikla arni, þar sem birkiviður var tekinn að brenna, bauð honum vindil og komst strax að efninu. “Þetta er djöfullegt,” sagði hann með hörðum og ró- legum málrómi, eins og hann væri að berjast við að láta eigi ofsann brjótast út. Að þremur mán- uðum liðnum hefðum við verið farnir að vinna og hlutirnir að borga sig. Eg var kominn svo langt, að eg hafði gert samninga er voru oss fimm hundruð prósent í hag. Og nú kemur þetta.” “Hann fleygði hálfreyktum vindlinum inn í eldinn og beit eins og í reiði endann af öðrum Philip var að kveikja í sínum vindli og báðir þögðu uns fjármálamaðurinn sagði: “Eru menn þínir búnir til bardaga?” “Ef það er nauðsynlegt,” svaraði Philip. Við getum að minsta kosti treyst sumum þeirra. Einkum mönnunum við aðal stöðvarnar. En þessi bardagi — er hann nauðsynlegur ? Því heldur þú að til þess komi? Ef slíkt kemur fyrir erum við frá hér norður frá.” “Já ef þetta fólk ræðst á okkur alment, þá erum við farnir. Það megum við aldrei láta viðgangast. Það eitt getur bjargað okkur. Eg hefi gert alt sem í mínu valdi stendur til að stemma stigu fyrir þesari ofsókn gegn okkur þar suður frá, en mér hefir mistekist það. Ó- vinir okkar eru algerlega faldir sýn. Þeir hafa unnið almennings fylgi, vegna blaðanna og næsta ráð þeirra er að ráðast beint á okkur hér. Og það mun brátt verða. Þeir ætla sér að ráð- ast á okkur, eyðileggja eignir okkar og hafa það svo fyrir auglýsingu að það sé gert vegna svívirðinga, sem framdar séu af mönnum okkar. Það getur verið að þessi árás verði ekki gerð af fólki hér eingöngu, heldur af mönnum, sem fluttir hafa verið inn í þessum tilgangi. Niður- staðan verður hin sama ef árásin hepnast. Hún á að verða gerð að óvörum. Eina tækifæri okkar er að verða á undan þeim, og gefa þeim ráðningu, sem dugar í eitt skifti fyrir öll, og handsama nógu marga af þorpurunum til að fá allan þann vitnisburð, sem við þörfnumst.” Brokan var æstur. Hann lagði áhersluna á orð sín með miklu handabaði, steytti hnefana og varð eldrauður í framan. Hann var ekki lengur hinn gamli, kæni, ósigrandi Brokan, sem ætíð hafði vald yfir tilfinningum sínum og sí- felt var rólegur, og furðaði Philip mjög á þess- ari breytingu. Hann hafði búist við því, að hinn slægi Brokan, kæmi með tylft ráða til að rekja úr þessum vandræðum á kyrlátan hátt. En í stað þess var hér nýr Brokan, er í stað þess að berjast bak við brjóstvarnir laganna, og gefa hvergi höggstað á sér, ráðlagði að berjast blóð-. ugum bardaga opinberlega! Philip hafði sagt Gregson, að það yrði bardagi og hann var alveg sannfærður um að svo yrði, en aldrei hafði hann búist við að Brokan mundi taka þátt í honum. Hann beygði sig yfir að fjármálamanninum. Á andliti hans var roði bæði frá eldbjarmanum og svo af meðvitundinni um það, að Brokan var að fela honum alt þetta vandamál. Ef til bardaga kæmi mundi hann vinna. Hann var viss um það. En------ “Hver verður afleiðingin ef við vinnum?” spurði hann. “Ef við náum þeim, sem vilja bera vitni okkur í vil. — Þann vitnisburð, að þessi andróð- ur gegrn okkur sé samsæri til að eyðileggja félagsskap okkar, þá mun stjórnin standa með okkur,” svaraði Brokan. “Eg hefi tilkynt þeim það opinberlega, að slíkt samsæri eigi sér stað, og hefi fengi loforð um að lögreglan skuli rannsaka málið. En áður en það verður munu óvinir okkar hefjast handa. Það er enginn tími fyrir bréfaskriftir eða rannsóknir. Við verðum að Vinna sjálfir fyrir okkar eigin sálu- hjálp, og þessvegna verðum við að berjast.” “Og ef við töpum?” Brokan baðaði út höndunum til að gefa til kynna hvað þá kæmi fyrir. “Það hefir hræðilegar afleiðingar fyrir okkur,” svaraði hann. “Það mun sýna, að alt norðurlandið er á móti okkur, og stjórnin mun draga til baka leyfið. Við verðum gjaldþrota og hluthafarnir munu tapa hverjum eyri, sem þeir hafa lagt í fyrirtækið.” Svo litla stund gat Philip ekki haldið kyrru fyrir. Hann stóð upp og gekk léttum skrefum fram og aftur um gólfið eftir gólfábreiðunni í hinu stóra herbergi, er nú var fult af tóbaks- reyk. Átti hann að bregðast loforði sínu og segja Brokan frá Fitzhugh lávarði ? En er hann hugsaði betur um það, hvaða gagn gat það gert? Brokan vissi um hve ástæður þeirra voru alvar- legar. Á einhvern hátt, sem honum var laginn vissi hann að óvinir þeirra ætluðu að láta til skarar skríða með þeim innan skamms, og það sem hann vissi sannaði þetta aðeins. Hann ætlaði að efna loforð sín með Gregson, að minsta kosti í einn eða tvo daga. Þeir voru í einn eða tvo tíma einir í herberginu, og að þeim tíma loknum voru ráð þeirra fullgjör. Philip átti næsta morgun að fara til meginstöðva þeirra og vígbúa þær. Brokan ætlaði að leggja af stað þremur dögum síðar. Philip fanst sem þungum steinj væri af sér létt er hann yfirgaf Brokan. Eftir marga mán- uði af áhyggjum og aðgerðaleysi, sem varaði vikum saman vissi hann nú fyrst hvaða stefnu og athafnir hann skyldi hafa. Einnig fanst honum nú, að eitthvað hefði komið fyrir sig í fyrsta sinni á æfinni, sem veitti honum óskilj- anlegan innri fögnuð, og kom honum til að gleyma dapurleika þeim, sem hina síðustu mán- juði hafði þjakað sál hans. Hann mundi sjá Jeanne í kvöld. Hann fyltist unaði við þá til- hugsun og smátt og smátt gleymdi hann, að hann átti að tala við Elinu líka. Fáum dögum áður hafði hann sagt Gregson, að það gengi sjálfsmorði næst að berjast við norðlending- ana, nú var hann þyrstur í bardagann, þyrstur í að byrja og ljúka við málið — að sigra eða tapa. Hefði hann standsað til að rannsaka sjálfan sig, mundi hann hafa fundið, að þetta var að þokka fallegu stúlkunni, er hann hafði séð á höfðanum tunglskinskvöldið góða. Og þó var Jeanne norðlendingur og móti henni eins og öðrum þar norður frá, ætlaði hann að berjast. En hann hafði trú á sjálfum sér og á því sem þetta kvöld mundi til leiðar koma. Hann var eins og maður, sem losnað hefir úr langri áþján og ekkert sem framtíðin bar í skauti, gat kæft hina nýju gleði er hann hafði fundið. Er hann hraðaði sér heim til kofans síns, taldi hann sér trú um, að bæði Jeanne og Pierre hefðu lesið bréfið innan í klútnum; svo þetta bar vott um, að þau skildu það, sem hann hafði sagt þar, og inst í huga hans talaði rödd, sem sagði hon- um að ef til bardaga kæmi þá yrðu það þau þrjú, Pierre, Jeanne og hann, sem berðust sam- an, sigruðu eða féllu saman. Fáeinar stundir höfðu breytt honum í það, sem Gregson sagði að hann væri, bardaga maður. Hinir löngu og leiðinlegu mánuðir, með undirferli og fjár- brögðum, mútum og óheiðarlegu gróðabralli, sem hann hafði verið neyddur til að taka þátt í eins og dauður hluti í vél, voru nú liðnir. Hann hafði völdin. Brokan hafði viðurkent vanmátt sinni. Hann átti að fá að berjast. Hreinlegri, drengilegri baráttu fyrir sínum rétti. Blóðið streymdi heitt og heilbrigt um æðar hans eins og sókndjarfar hersveitir. Þetta kvöld þarna á klettinum, ætlaði hnan að segja Pierre og Jeanne hvernig öllum sínum högum væri háttað. Hann ætlaði að segja þeim um samsærið til að ónýta félagið hans, og frá starfi því, sem fyrir höndum væri. — Og að því búnu--------- Hann opnaði dyrnar að kofanum og var í mjög góðu skapi. Listamaðurinn var ekki heima. Philip tók eftir því, að stutthylkja beltið og skammbyssan, sem venjulega héngu yfir rúmi Gregson voru horfin. Hann fór aldrei svo um dyrnar, að hann tæki ekki eftir mynd- inni af Elinu, sem hékk á kofaveggnum. — Myndin var þar ekki lengur. Hann tók af sér hattinn og fór úr yfir- höfninni, fylti pípuna sína og tók að ganga frá dótinu sínu. Það var komið um hádegi áður en hann var búinn, og ekki kom Gregson. Hann hitaði sér kaffi og settist niður og beið. Klukk- an fimm átti hann að borða kveldverð með Brokans feðginunum og faktornum. Elin hafði beðið föður sinn að skila til hans að koma og tala við sig í einn eða tvo tíma, áður en þau borðuðu kveldverðin. Hann beið þangað til klukkan var fjögur og skildi svo stutt bréf til Gregsons á borðinu. Það var rökkvað í skóginum. Af hálsinum sá Philip síðast bjarmann af sólinni er seig til viðar í suðvestrinu. Daufur bjarmi skein yfir höfði hans og blandaðist við fráa rökkrið, sem þykknaði yfir hafinu. Hinumegin við flóann virtist hinn mikli, hvítkrýndi höfði nálgast og gnæfa, tröllslegri en ella, í hinu hvikula ljósi kvöldsins. í eitt augnablik leiftraði rauður geisli á hnúknum, og er hinn rauði bjarmi kuln- aði út, fanst Philip að þetta væri viti, sem benti sér. Eftir fáar stundir mundi hann hitta Jeanne þar, sem geislinn hefði skinið. Og nú beið Elin eftir honum þarna niðurfrá. Hjarta hans sló örara er hann gekk fram hjá gamla víginu og grafreitnum inn í Chur- chill. Hann hitti engan heima hjá faktornum, en hurðin að herbergi Miss Brokans var hálf opin. Eldur logaði þar glatt á arni og sá hann Elinu sitja í eldbjarmanum og brosa við sér er hann kom inn. Hann lokaði hurðinni og er hann sneri sér við, þá hafði hún staðið upp og rétti honum nú báðar hendurnar. Hún hafði klætt sig fyrir þessa samfundi, næstum því alveg eins og kvöldið á dansleiknum hjá Bro- kan. í hinum blaktandi bjarma arineldsins skinu herðar hennar og hinir forkunnar fögru handleggir í undrafegurð. Augu hennar litu á hann broshýr og hið gullna hár hennar bylgj- aðist og svall. Að vitum hans barst daufur fjóluilmur, sami ilmurinn og hann hafði fundið löngu áður á dansleiknum og af vasaklútnum, sem hann fann á klettinum og kniplingaband- inu, sem hafði verið um hár Jeanne. Elin gekk til hans. “Philip,” sagði hún, “þykir þér nú ekki vænt um að sjá mig?”

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.