Heimskringla - 24.08.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.08.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐÁ HEIMSKRINGLA WINNIPEG, ?4. ÁGÚST 1938 WINNIPEG, 24. ÁGÚST 1938 J. B. SKÓLI Innan eins mánaðar, eða 15. september n. k., tekur Jóns Bjarnasonar skóli til starfa. Heimskringla hefir verið beðin að minna á þetta, svo að þeir, sem nám hugs- uðu sér að stunda þar á komandi vetri og fjarri búa, viti það í tíma. Jóns Bjarnasonar skóli hefir nú verið starfræktur í 25 ár. Komandi kenslu-ár er 26 starfsárið. í fullan fjórðung aldar hefir því skólinn miðlað íslenzkum æsku- lýð, auk almennrar háskóla-undirbúnings- mentunar, meiri og betri fræðslu en í sömu skólum hér er kostur á, um ísland, sögu þess, tungu og bókmentir. Þar sem skólar þessa lands voru eðlilega enskir, fundu íslendingar brátt til þess að tækifæri hér brast til að nema íslenzku til hlítar eða fram yfir það sem á heimilunum var kostur á. Þess vegna var snemma mikið kapp lagt á það, að fá íslenzku viður- kenda sem námsgrein á háskólum. En jafnvel þó mikið virtist með því unnið, hefir reynslan orðið sú, að nemendur hafa varla komið því við með öðru háskóla- námi, að færa sér kensluna í nyt svo að fullnuma yrðu í tungunni, ekki sízt ef undirbúningur í íslenzku var lítill, sem enginn. Tungumálanámið sækist bezt á fyrri námsárunum. Aldur nemenda yfir- leitt á J. B. skóla, er hinn hentugasti til að nema íslenzku til hlítar eða hvert annað tungumál sem væri. Og það lang bezta, sem háskólaráð þessa fylkis gæti í þarfir norrænna fræða gert, væri að fela J. B. skóla norrænu-kenslu að fullu og öllu og ef til vill fomenskunámið einnig. íslenzkan er stofnmál, en ekki neitt af- brigði í tölu tungna heimsins. Þangað á því fjöldi orða í evrópiskum málum rætur að rekja. í samanburðarmálfræði í tung- um Evrópu, sækjast margir háskólar eftir íslenzkum kennurum vegna þessa. Á- minstum námsgreinum ætti hvergi að vera borgnara, en við J. B. skóla, þar sem kennarar eru og hafa ávalt flestir verið ís- lenzkir og skólinn er íslenzk stofnun, með lifandi norrænum áhrifum og andrúms- lofti. Fylkisháskólinn gæti hvergi betur ávaxtað sitt pund í norrænufræðslu, en þar. Árangurinn af henni gæti hvergi orðið meiri en á íslenzkum skóla. J. B. skóli á þar hlutverk að vinna, sem canadisk mentastofnun, er af hendi getur öllum öðrum betur leyst, þetta, sérstaka starf í þágu mentamála fylkisins eða þjóðfé- lagsins. Það er skerfurinn, sem íslend- ingar eiga að leggja fram til þessa þjóð- félags. Og það er krafa sem þeir eiga að gera til þjóðfélagsins, að þeim verði ekki bægt frá því. Meðan verið er að koma “skólamálinu” í þetta eðlilega horf sitt, ber fslendingum að muna, að J. B. skóli er stofnaður af fs- lendingum og er eina mentastofnunin sem þeir eiga í þessari álfu. Það er ekki sízt fyrir starfrækslu þessa skóla, sem þjóðar- brotið íslenzka hefir vakið eftirtekt hér- lendra mentamanna. Fyrir starfrækslu skólans hefir fjöldi íslenzkra æskumanna notið kenslu í íslenzku. Það hefir stund- um verið fundið að því, að stundirnar væru ekki nógu margar, sem íslenzkri tungu væru helgaðar á skólanum og er nokkuð satt í því; ti) þess liggja efnalegar ástæður. Hins höfum vér orðið varir, að margt yngra fólk, sem mann hefir furðað á hve góðri íslenzku getur brugðið fyrir sig og grein veit á setningai skipun, hefir einmitt fengið tilsögn sína í íslenzkri tungu <á J. B. skóla. Lestrarfýsn fslend- inga Jiefir verið viðbrugðið til þessa. Þeir eru námfúsir að eðlisfari. íslenzkur skóli hlýtur að vera sönn mynd af því lundar- einkenni þeirra. Og vér ætlum að þeir mundu nokkrir verða er þann skyldleika könnuðust við, eins og fálkinn er kemur að hjarta rjúpunnar, ef það ætti fyrir J. B. skóla að liggja, að hverfa úr tölu ann- ara íslenzkra stofnana í .þessari álfu. Það er því margra hluta vegna, sem J. B. skóli á það skilið að verða hér varanleg stofnun. Og von margra mun fyrir skömmu hafa glæðst fyrir því að það ætti nú ef til vill eftir alt tilverustríðið á skól- anum að sannast, er fáeinir menn komu sér saman um að reisa við fjárhag hans af drengskap einum gagnvart málefninú. — Með því vakti vissulega ekki að fresta út- för skólans í svip, heldur hitt að endur- skapa svo stofnunina, að hún gæti orðið hér óbrotgjarn minnisvarði íslendinga um ár og aldir. Það kann að vera að þessu verði ekki í einu hasti komið í verk, en í þá áttina hefir ótrúlega þokast, svo að ekki er líkt því sem áður var. Og að fs- lendingar, allir sem einn, greiði götu slíkr- ar hugsjónar unz takmarkinu er náð, er von allra þjóðrækinna íslendinga. Það hafa margir íslendingar lagt mikið af mörkum í þarfir skólans. Engum væri það meira ánægjuefni en þeim, og ákjós- anlegra endurgjald fórnfærslu sinnar, en að vita tilveru skólans trygða. Það var á það minst, að J. B. skóli hafði starfað í 25 ár. Á aldarfjórungs afmæli hans, er ekki hægt að minnast án þess að geta sérstaklega nafns eins manns, er alla sína krafta hefir helgað skólanum frá byrjun hans. Sá maður er séra Runólfur Marteinsson. í tuttugu og eitt ár af tutt- ugu og fimm starfsárum skólans alls, hefir hann verið skólastjórinn og er það enn. En með því er þó ekki alt sagt um starf hans í þágu skólans. Hann hefir jafn- framt skólastjórninni orðið að berjast fyrir fjárhagnum, sem satt bezt sagt, hefir ekki verið glæsilegur. En fyrir persónuleg á- hrif og brennandi áhuga fyrir skólamál- inu, hefir honum hepnast með aðstoð góðra manna, er sáu hve mikilsvert verk- efni skólastofnunarinnar var, að halda skólanum lifandi og starfandi að því marki, sem hann vonaði og treysti ávalt að hann ætti eftir að vinna í þágu íslend- inga hér og íslenzkrar þjóðar. Fyrir ást hans og trúmensku við þá hugsjón, á séra Runólfur Marteinsson þakkir áHra ís^ lendinga skilið. Hann barg með þrotlaus- um áhuga og fórnfærslu því málinu, þeirri stofnun íslendinga hér frá gleymsku og glötun, sem þeim má til mikils hróðurs teljast, -að hafa haft með höndum. Þegar tilgangur skólahugmyndarinnar er í réttu Ijósi skoðaður, dylst það ekki, að séra Runólfur hefir með starfi sínu í þágu skól- ans verið að vinna það verk sem heiðri íslendinga mun lengi á lofti halda, þó margir kunni jafnvel til þessa tíma ekki að hafa áttað sig á því. Það sem íslendingar geta enn fyrir skól- ann gert, er margt, en fyrst og fremst það, að senda honum nemendur. Ef meiri hluti allra íslenzkra nemenda sýndu þessari ís- lenzku stofnun þá rækt, sem hún á skilið, með því að stunda þar nám sitt, væri skól- anum það ómetanleg heill og hinu góða málefni, er með viðhaldi hans er verið að berjast fyrir. SKÝRSLA UM HAG ' SUÐUR-RÍKJANNA Roosevelt forseta hefir ávalt verið hlýtt til suður-fylkjanna í Bandaríkjunum og veldur því margt. Það var í heitu laug- unum í Yirginia (Warm Spring) sem ^hann hlaut lækningu meina sinna. Vir- giníu fylkis hefir hann oft minst, sem heimafylki síns. Hann hefir og veitt fé til nýrrar lækningastofnunan þar við mátt- leysisveiki í börnum. Og hann á þar jörð 3000 ekrur að stærð. En það er fleira en þetta, sem huga hans beinir að suður-fylkjunum. Þar eru flestir fylgismenn demókrata flokksins. Og mikið af viðreisnarstarfi Roosevelts, er sniðið með þarfir íbúa suðurfylkjanna fyrir augum. Þar eru vinnulaun lægri en í norðurhluta landsins og hagur bænda yfirleitt illur og erfiður. Til þess að réttlæta viðreisnarstarfs- tilraunir sínar, efndi Roosevelþ á s. 1. vori til rannsóknar á hag almennings í þessum ríkjum. Var National Emergency Council, sem er ráð, sem stofnað var af stjóminni fyrir fjórum eða fimm árum til að veita upplýsingar um eitt og annað viðreisnar- starfinu viðkomandi, falin rannsóknin ,á hendur. Hét umsjónarmaður rannsóknar- innar Lowell Mellett. Hefir hann nú samið skýrslu um hag íbúa suður fylkj- anna og afhent Roosevelt forseta. Suðurfylkin voru fyrrum auðugasti hluti landsins. En eftir borgarastríðið mátti svo að orði kveða, að hvert einasta viðskiftahús og einstaklingur væri gjald- þrota. Bankarnir höfðu ekkert nema einskisverðar sjálfsábyrgðarávísanir — (promissory notes) og gjaldmiðil eða pen- ‘inga, sem ekkert var á bak við og höfðu ekkert fast gildi. Um 250,000 manns létu lífið í stríðinu. Þúsundir ekra af landi voru í órækt. Pólitíska valdið lenti í höndum hálf-tryltra Svertingja og brögð- óttra tækifærissinna í norður-ríkjunum. Afleiðingin af því^ er sjötíu-ára stríð við heilsuleysi, fáfræði og fátækt. Landið sem rannsakað var, er að stærð um 552,000,000 ekra, í þrettan ríkjum, milli Virginíu að norðan og Texas að sunn- an. Það sem skýrslan greinir frá, er með- al annars þetta: fbúarir: Meiri hluti þeirra er kominn af fyrstu innflytjendum. Eftir síðasta mann- tali að dæma, eru 97.8% af þeim inn- fæddir. í suður ríkjunum er meira en helmingur allra bújarða í landinu, en bún- aðaráhöld eru aðeins einn fimti af öllum búnaðaráhöldum landsins. Auðsuppsprett- urnar eru ótæmandi og hvergi meiri, en íbúamir eru hinir fátækustu í öllu landinu. Jarðirnar: Um 61% af jörðum, sem lagst hafa í eyði af ræktunar- eða áburð- arleysi, eru í suðurhluta Bandaríkjanna. Þó íbúamir greiði þrjá fimtu af kostnaði alls áburðar sem landið kaupir, njóta þeir ekki nema eins fimta af honum. Tekjur: í auðugustu ríkjum í suður- hluta landsins, eru tekjur á hvern mann minni en í snuaðústu ríkjum í norður hluta landsins. Árið 1937 voru meðal- tekjur hvers manns í suður ríkjunum $314; í norður ríkjunum $604. Árið 1929 voru allar tekjur bóndans í suður ríkjunum $186; í öðrum ríkjum landsins $528. Árs- tekjur iðnaðar-verkamanns voru syðra $865; annar staðar $1219. Mentun: í suður ríkjunum er einn þriðji af öllum skólabörnum landsins, en af veitingu þjóðarinnar til kenslumála fá suð- urríkin ekki nema einn sjötta hluta. Öll veiting til lærðraskóla (colleges) og há- skóla í Suðurríkjunum, nemur minnu en veitingin til Harvard og Yale-skólanna. í Arkansas voru kennaralaun 1933-34 að meðaltali $465; í New York-ríkinu $2,361. Heilbrigði: Á vissu svæði þar sem tekj- ur manna eru lægstar í Suðurríkjunum, eru veikindi, óþrifnaður og dauðsföll meiri en hvar annar staðar sem er í landinu. Þar er og landlæg plága, sem pellagra er nefnd og sem stafar af ófullnægjandi eða skemdri fæðu, maiskorni ekki sízt. Sýk- inni fylgja kvillar á hörundi, í meltingar- færum og taugum og er talin mannskæð. AuðsJindirnar: Vegna fátæktarinnar í Suðurríkjunum eftir stríðið milli ríkjanna, og hárrar rentu á peningum síðan og alt til þessa dags, er mikill hluti auðsupp- spretta landsins eign annara^ en íbúa suð- urríkjanna sjálfra. Á bak við það að Roosevelt birtir skýrslur þessar felst það, að leggja fyrir næsta þing tillögur eða frumvörp, sem úr þessu ástandi bæta. Snerta þau vinnu- laun, tryggingu búnaðarreksturs, styrk til leiguliða, áveitur, vernd gegn áflæði, áburð og orkufarmleiðslu. Eitt sem skýrslan tekur ennfremur fram, er að bændur Suðurríkjanna, sem hráefna framleiðslu reka, verði að selja vöru sína án þess að vera á nokkurn hátt verndaðir á markaðinum, en séu knúðir til að kaupa iðnaðarvöru, sem með háum tollum sé vernduð. Er það ðiokkuð svip- að, eða minnir að minsta kosti á það sem á sér stað í Canada milli austur og vest- urfylkja landsins. Á þinginu í Washington geta skýrslur þessar orðið málstað Roosevelts nokkur stuðningur. f Vallholtsannál stendur: “Á Alþingi (1663) ályktað, að kóngi skyldi gefast ölmusa af öllum almúga á landi hér, hver eftir efnum tvenna, þrenna, ferna, fimm pör sokka, prestar sumir hálfan dal, sumir heilan, sumir 2, 3, 4, eftir því sem hver héldi ríkan stað. Sagt var að biskup hefði gefið 12 dali. Áttu prófastar að taka saman prestagjaldið, en sýslumenn almúgans.” Amerískir læknar segjast hafa notað helium með góðum árangri til að lækna asthma. Læknarnir segjast ekki geta full- yrt, að þetta sé óbrigðult meðal, en segj- ast hafa læknað allmarga með því. SEXTÁNDA ÁRSÞING hins Sameinaða Kirkju- félags Islendinga í Norður-Ameríku Framh. Þriðji fundur var settur nokkru fyrir kl. fimm síðdegis. Áður en tekið var til strafa, bað Tímóteus Böðvarsson sér hljóðs. Bar hann þinginu kveðju frá dr. Sveini Björnssyni í Árborg, sem af vissum ástæðum gat ekki sótt þingið; enfremur bar hann kveðj u frá Guttormi skáldi Gutt- ormssyni í Riverton og konu hans og flutti beiðni frá þeim um að gerast meðlimir í félag- inu. Forsetinn þakkaði kveðjurn- ar og bar upp beiðni þeirra hjón- anna, og var hún samþykt í einu hljóði með lófaklappi. Var þá tekið til fundarstarfa og var sumarheimilismálið fyrst tekið fyrir. Flutti Mrs. Marja Björnsson greinilegt erindi um stofnun og byrj unarstarf sumar- heimilisins og las skýrslu yfir fjárhag þess. Tillaga dr. Rögnv. Pétursson- ar, studd af Mrs. Guðrúnu Skaftason, að skýrslan sé við- tekin með þakklæti af þinginu. Samþykt. Þá var rætt um framtíðar starfrækslu heimilisins og eftir- lit. Tók fyrstur til máls Mr. S. Thorvaldson. Talaði hann um starfrækslu-möguleika: í fyrsta lagi, sameingingu við The Fresh Air Camps Association; í öðru lagi, að starfrækslan yrði, eins og að undanförnu, í höndum kvenfélagasambandsins, og i þriðja lagi, að kirkjufélagið sjálft gæti tekið að sér starf- ræksluna. Aðrir, sem til máls tóku um þetta efni voru: séra Jakob Jónsson, dr. Rögnv. Pét- ursson, J. B. Skaptason, Ólafía Melan, Marja Björnsson, Emma von Renesse og fleiri. Guðm. Einarsson lagði til og Jóh. Sæ- mundsson studdi, að þessu máli sé frestað, þar til kvenfélaga- sambandið hefir rætt það á sín- um fundi, og kemur með ákveðn- ar tillögur í því. Tillagan sam- þykt. Þá var næst tekið fyrir álit útbreiðslumálanefndarinnar; var það lesið af Dr. Rögnv. Péturs- syni og er sem fylgir: Frumvarp útbreiðslunefndar Herra forseti og háttvirti þingheimur. Nefnd sú, er skipuð var á þinginu í dag (1. júlí), til að íhuga útbreiðslumál kirkjufé- lagsins^leyfir sér að leggja fram eftirfylgjandi tillögur til þings- samþyktar. Nefndin álítur, að undir þennan lið dagskrárinnar beri að flokka alt það starf og öll þau mál, ér verið geta til efl- ingar kirkjufélaginu og hinum einstöku félögum og söfnuðum þess, er félagið hefir ráð á að nota. Út frá því sjónarmiði greinist því frumvarp þetta í eftirfylgjandi liði. 1. Að alúð sé lögð við', svo sem auðið er, að fjölga félags- limum innan núverandi safnaða, og sé verk það skoðað sem sér- stakt starf safnaðarnefnda og presta safnaðanna. Semji prest- arnir skýrslu á ári hverju yfir þetta verk, er tilgreini árangur þess, jafnframt tölu heimsókna í þessu skyni, með öðru fleira, er þeir álíta að til gagns sé og upp lýsinga. Skýrslur þessar skulu þeir senda til ritara félagsins, ekki síðar en mánuði fyrir þing, og skal ritari skýra frá efni þeirra og innihaldi í hinni árlegu skýrslu sinni, er hann leggur fyrir þingið. 2. Þá skulu prestar félagsins og kirkjufélagsstjórnin leitast við á ári hverju, að fá sem flesta einstaklinga til að ganga í kirkjufélagið þar, og á þeim stöðvum þar sem ekki getur verið um safnaðarstofnun að ræða. Einstaklingar þessir skulu teknir inn í kirkjufélagið sam- kvæmt annari grein grundvallar- laganna og greiða í kirkjufélags- sjóð eftir beztu getu, en þó eigi minna en einn dollpr á ári hverju. Eru þeir sjálfkjörnir á ársþing með fullum þingréttind- um. Sérstök skrá skal haldin yfir nöfn þeirra, og tillög þeirra not- uð eftir þörfum til útbreiðslu- mála félagsins. 3. Aukaguðsþjónustur skulu prestar og stjórnarnefnd kirkju- félagsins sjá um að fluttar séu á þeim stöðum, þar sem engir fastasöfnuðir eru tilheyrandi kirkjufélaginu, en það er hins- vegar vitanlegt, að þar búa menn og konur, er frjálsum trúarskoð- unum eru unnandi. Samskot skulu gerð við þessar guðsþjón- ustur, er send séu féhirði kirkju- félagsins, en jafnframt greiddur ferðakostnaður hlutaðeigandi presta úr félagssjóði. 4. Á undanförnu ári hefir tveimur messum verið útvarpað á kirkjuárinu frá Fyrstu Sam- bandskirkju í Winnipeg. Þessu ræður nefndin til að haldið verði áfram. Og ennfremur, ef kostur yrði á og samningar fengjust að- gengilegir við útvarpsstöðina CJRC, að útvarpað verði minst tvisvar á ári guðsþjónustum frá kirkju Quill Lake safnaðar í Wynyard, sökum þess að þar er um fjölmenna íslenzka bygð að ræða, er, eins og nú sem stend- ur, nær ekki útvarpssambandi við Manitoba. . Ræður nefndin til, að mál þetta sé falið væntan- legri útvarpsnefnd, er kosin verði hér á þinginu. 3. Að ungir og hæfir menta- menn séu fengnir til að fara út- breiðsluferðir og flytja fyrir- lestra, er vakið geti athygli yngri kynslóðarinnar fyrir frjálsum skoðanamálum, og að kostnaður við þau ferðalög verði greiddur á sama hátt og gert er ráð fyrir í 3. grein frumvarpsins. Á kirkjuþingi á Lundar 1. júlí 1938. Rögnv. Pétursson Jakob Jónsson B. E. Johnson Dr. Rögnv. Pétursson lagði til og Sv. Thorvaldson studdi, að nefndarálitið væri lagt yfir til fundar að morgni 2. júlí, en að fundi væri nú frestað til kl. 8 að kveldinu. Tillagan var samþykt. Kl. 8 að kvöldinu flutti dr. Rögnv. Pétursson mjög fróðlegt og skemtilegt erindi,'sem hann hafði fultt á nokkrum stöðum áður, og nefndi “Ferðasaga til íslands sumarið 1937.” Fjórði fundur var settar kl. 10 f. h. laugardaginn annan júlí. Fundargerningar fyrstu þriggja fundanna voru lesnir og sam- þyktir án breytinga. Forsetinn mintist láts merks manns á íslandi, Einars Hjör- leifssonar Kvarans, í vor, og mintinst með nokkrum orðum á starf hans á sviði trúmálanna. Séra Jakob Jónsson tók þá til máls og fór lofsamlegum orðum um Einar H. Kvaran sem vís- indamann, skáld, rithöfund, heimspeking og trúmann. Stakk hann upp á því, að forseti biðji menn að standa á fætur í virð- ingarskyni við hinn látna mann. Bar forsetinn þessa uppástungu upp, og risu allir úr sætum sín- um. Þá gerði séra Jakob Jónsson tillögu um að kirkjufélagið sendi .ekkju Einars H. Kvaran, frú Gíslínu Kvaran, samúðarskeyti út af fráfalli manns hennar. — Tillagan var studd af P. S. Páls- syni o£ samþykt í einu hljóði. Var þá útbreiðslunefndar-álit- ið tekið fyrir og lesið á ný.— Guðm. O. Einarsson lagði til, að það væri tekið fyrir lið fyrir lið. Tillagan var studd af J. ó. Björnssyni og samþykt. Fyrsti liður. Eftir nokkrar umræður um hvað gæti skoðast “embættisheimsóknir” presta lagði J. B. Skaptason til að liður- inn væri samþyktur eins og hann var lesinn. Tillagan var studd /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.