Heimskringla - 24.08.1938, Blaðsíða 5

Heimskringla - 24.08.1938, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 24. ÁGÚST 1938 HEIMSKRINGLA 5. SÍÐA af Árna Thórðarsyni og sam- þykt. Annar liður. Tillaga séra E. J. Melans, að þessi liður sé sam- þyktur eins og lesin, studd af O. J. Björnssyni. Breytingartil- laga G. 0. Einarssonar, að orð- unum “þó eigi minna en einn dollar á ári hverju” sá slept úr greininni, studd af Árna Thórð- arsyni. Nokkrar umræður urðu um þetta og tóku þátt í þeim séra E. J. Melan, Ágúst Eyjólfs- son, séra Jakob Jónsson og G. 0. Einarsson. Breytingartillagan var samþykt. Þriðji liður. All-langar um- ræður urðu um þennan lið, með- al þeirra sem tóku til máls voru: G. O. Einarsson, séra Jakob Jónsson, Ág. Eyjólfsson, J. B. Skaptason, Mrs. Renesse, Guðm. Eyford o. fl. G. O. Einarsson lagði til, að þessi liður væri fel<^- ur niður, tillagan var studd af G. Eyford. Miss Rósa Vídal gerði breytingartillögu um, að liðnum væri vísað til nefndar- innar aftur. Breytingartillagan var studd af Eiríki Scheving og samþykt. Fjórði liður. Lagt til af J. B. Skaptason, að liðurinn sé sam- þyktur, stutt af G. Eyford. — Nokkrar umræður um liðinn, en tillagan síðan samþykt. Fimti liður. Tillaga J. Sæ- mundssonar, að þessi liður sé lagður yfir þar til þriðji liður hefir verið afgreiddur, studd af J. O. Björnsson og samþykt. Þá var lesið álit Samvinnu- málanefndarinnar af formanni nefndarinnar, séra Jakobi Jóns- syni, og er það á þessa leið : Kirkjuleg samvinna Nefnd sú, er f jallar um kirkju- leg samvinnumál, leggur til, að eftirfarandi ályktanir og tillögur verði samþyktar: 1. Þingið telur mjög þýðing- armikið, eigi aðeins fyrir kirkju- félagið og starfsemi þess, heldur og fyrir íslendinga yfirleitt, að varðveitt sé eftir föngum menningarlegt ,og kirkjulegt samband milli Austur- og Vestur fslendinga, t. d. með gagnkvæm- um heimsóknum og námsferð- um. 2. Þingið lýsir ánægju sinni yfir þeirri tilraun, sem hefir verið gerð í Vatnabygðum til samvinnu milli safnaða, sem sumir eru í Sameinaða kirkjufé- laginu og aðrir í lúterska kirkju- félaginu eða utan beggja, og felur framkvæmdamefnd að styðja að framhaldi þeirrar til- raunar. Þó er það álit þingsins, að allar slíkar tilraunir yrðu mun auðveldari, ef kirkjufélögin sjálf kæmu sér saman um ákveð- ið skipulag á samvinnu sín á milli. 3. Þingið samþykkir að kjósa fimm manna milliþinganefnd, er hafi þetta mál með höndum af hálfu kirkjufélagsins í samráði við stjórnarnefndina. í samvinnunefnd kirkjuþings- ins 1938. Jakob Jónsson Rögnv. Pétursson J. O. Björnsson J. P. Sæmundsson Salóme Baldvinsson Séra E. J. Melan gerði tillögu um að nefndarálit þetta væri samþykt eins og lesið og í heild sinni. Tillagan var studd af Guðm. Eyford og samþykt. Næst var tekið fyrir nefndar- álitið í ungmennafélaga málinu. Var nefndarálitið lesið af ritar- anum, og er það svohljóðandi: Nefndin, sem sett var til að íhuga ungmennafélaga málið, hefir tekið £>að til rækilegrar í hugunar og leyfir sér að gera eftirfylgjandi tillögur: 1. Að ungmennafélag sé stofnað í hverjum söfnuði. 2. Að ungmennafélögin mæti á vissum stað og tíma til fundar- halda. 3. Að nauðsynlegt sé að hafa einhver verkefni fyrir félögin, svo sem kappræður, leiklist og fleira af því tæi, til þess að glæða áhuga félagsmeðlima. 4. Að félögin haf^ útvegi með að sjá unglingum fyrir skemtunum, hvert á sínum stað, í því augnamiði að vernda æsku- lýðinn fyrir áhrifum óhollra skemtana. 5. Auk þessara tillaga mæl- umst við til, að þingið gefi full- trúum ungmennafélaganna góð og gagnleg ráð viðvíkjandi starfi þeirra. Á kirkjuþingi 1938. Jónas K. Jónasson Anna Árnason Helga Reykdal Mrs. E. J. Melan gerði tillögu að nefndarálit þetta væri sam- þykt eins og lesið; Tillagan var studd af Mrs. B. E. Björnsson. Nokkrar umræður urðu um, mál- ið, og síðan var tillagan sam- þykt, með þeim skilningi, að þetta mál yrði ítarlega rætt á fundi ungmennafélags fulltrú- anna næsta dag. Framh. ÆFIMINNING Guðrúnar Guðmundsdóttur Jónasson Hún andaðist að heimili sínu við Vogar-pósthús í Manitoba þ. 11. maí síðastliðinn. Guðrún var fædd 16. júlí árið 1872 á Stefánsstöðum í Skriðdal í Suður-Múlasýslu. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Finnbogason fsleifsson- ar ólasonar frá Geirólfsstöðum í Skriðdal og Guðlaug Eiríksdóttir Einarssonar. Bjuggu þau hjón síðustu tíu árin, sem þau voru á íslandi, á Þorgrímsstöðum í Breiðdal. Þegar þau fluttust vestur, var Guðrún tólf ára gömul. Þau settust að nálægt Hensel í Norður Dakota og bjuggu þar. Árið 1893 giftist Guðrún Jón- asi Kristjáni Jónassyni, ættuðum úr Skagafirði. Bjuggu þau næstu tvö árin í Dakota, en fluttust 1895 norður til Manitoba og sett- ust að við Manitobavatn, á Siglu,- nesi, og bjuggu þar upp frá því á sama stað í fjörutíu og þrjú ár. Um það leyti er þau fluttust þangað norður mátti heita óbygt meðfram vatninu svo langt norð- ur. Var það hið mpsta þrekvirki að flytja sig svo langa leið, hátt á þriðja hundrað mílur mfeð skepnur og bústofn; en þetta var á landnámsárunum, og á þeim árum létu menn sjaldnast fyrir brjósti brenna, þó að þeir yrðu að fara langar leiðir yfir óbygðir og vegleysur til að komast þang- að sem þeir ætluðu sér að fara. Þeim Jónasi og Guðrúnu búnað- ist vel enda voru bæði dugleg og fyrirhyggjusöm. Völdu þau sér fagran stað við vatnið, móti suðri, þar sem útsýni er einna fallegast til eyjanna, sem liggja þar suður undan. Hefir Jónas nú á síðari árum gefið staðnum nafnið Fagranes, og ber hann nafn með rentu. Þarna bygðu þau upp eitt hið mesta myndar- heimili þar í sveit og þó víðar væri leitað, og ólu upp tíu börn. Var að vísu gott undir bú þar í héraði, og mörgum hefir farnast þar prýðilega vel; en það er ekki ofsagt, að atorka og framsýni þeirra hjóna hafi ráðið miklu um, hversu vel þeim farn- aðist. Börn þeirra Jónasar og Guð- rúnar eru þessi: Þóra Björg, gift Aðalvarði J. Hávarðssyni, bónda að Clarkleigh, Man.; Guðmundur Finnbogason, fiskikaupmaður í Winnipeg, giftur Kristínu John- son; Ólafur, bílaviðgerðarmaður í Winnipeg, giftur Jenny Péturs- dóttur Péturssonar frá Langár- fossi; Guðlaug, gift Birni Guð- mundssyni Jónssonar frá Húsey, bónda við Vogar, Jónína Guðrún, húkrunarkona, ógift; Vilhelm Snorri, verzlunarmaður í Winni- peg, giftur Guðrúnu Hinriksson; ólpfía Svanhvít, gift Ólafi Jó- hannessyni Johnson, bónda að Vogar, Skúli, Jónas Bogi og Olga, öll ógift heima. Stjúpson- ur Guðrúnar er Þorfinnur Egill, til heimilis í Winnipeg, giftur Guðbjörgu Johnson. Systkini Guðrúnar, sem á lífi eru, eru Guðrún, kona Jóns Ey- jólfssonar á Lundar; Finnbogi, bóndi við Mozart, Sask.; Guð- laug, kona Jóns Halldórssonar, sem lengi bjó á Lundar, nú í I^Vinnipeg; ólafía, kona Guðm. ís- bergs á Lundar og Björg, kona Jóns Hannsesonar, Hallson, N. Dak. ' Guðrún sál. var ágætiskona, dugleg, stjórnsöm á heimili, virt og vel látin af öllum sínum ná- grönnum og sveitungum; hún var sómi sinnar stéttar sem móðir og húsfreyja. Skapgerð hennar var þannig, að hún var glaðlynd í viðmóti, einlæg, og viljaföst. Á allri hússtjórn henn- ar var myndar- og rausnarbrag- ur, sem benti bæði á gott uppeldi og sterka sómatilfinningu. Hún rækti skyldur sínar sem bezt mátti verða og var manni sínum samhent mjög um alt, hollráð og úrræðagóð, þegar til vandamála kom. Með henni er gengin til grafar ein af hinum merkustu ís- lenzkum konum í bygðum fslend- inga hér í landi. Síðustu árin, sem hún lifði, þjáðist hún af þreytandi og þvingandi sjúk- dómi, en hún bar alla erfiðleika með mestu hugprýði. Dóttir hennar, Jónína, stundaði hana stöðugt að heita mátti tvö síð- ustu árin með frábærri alúð og ástundun. Guðrún var jörðuð að Lundar 14. maí, að viðstöddu miklu f jöl- menni, af séra Valdimar Ey- lands. Daginn áður fór fram hús- kveðja á heimilinu, og var alt bygðarfólk að heita mátti, og sumt lengra að komið, þar við- statt. Sá sem þessar línur ritar, flutti þar nokkur kveðjuorð. G. Á. HARMUR SILKISIFAR eða endalok örvar Odds Hrymur 1 höllu hljótt er í ranni fylki frægstur foldu ofar; að norna ráði nú er sviftur ástmeyjar armi og allri gæfu. Norður til Hrafnistu nú vilt sigla með hraustum drengjum á hröðu fleyi för verður greið og fagna muntu æskustöðvar að yfir líta. Grét eg sáran er gekst þú til skipa skrýddur skikkju af skarlati rauðu girtur sverði gulli búnu með örva mæli um öxl þvera. Drotning þín Silkisif situr stúrin. ,Odd mun hún eigi aftur líta. Nornir því valda að nú er genginn fylki hinn frægsti að feigðar ströndum. Hver mun nú skarð skjöldungs fylla er forystu veitti landsins lýði? Autt er nú hásæti íturs konungs er frelsi og gæfu firðum veitti. Enginn má örlögum aftur halda Skuldar ráði né skapa dómi úr Faxa haus með fítons anda bitur naðra bjó þér helju. Hneit mér að hjarta er hinstu kveðju intu mér ýtar frá öðling frægstum. Hvílir nú duft þitt á köldum beði und bliki sólar á Berurjóðri. Jóhanna S. Thorwald ÍSLANDS-FRÉTTIR Óhemju síldarhlaup Mokafli er nú á' Skjálfanda, Axarfirði og Þistilfirði, og hefir síldarbræðslan ríkisins á Siglu- firði borist 8000 mál síldar á nótt. Fjöldi skipa hafa fengið ágæt- an afla, en með því að síldar- torfurnar hafa verið mjög stór- ar, hefir frést um 12 skip, sem hafa sprengt nætur sínar og neyðst til þess að leita hafnar, til þess að fá gert við þær. Vísi hefir borist skeyti í dag um afla hinna einstöku skipa, en Eldborgin mun hafa haft mest- an afla þeirra skipa, sem lögðu upp hjá verksmiðjunum á Siglu- firði, eða á 3. þúsund mál. — Skygni var mjög slæmt á miðun- um í gær og þoka mikil, en skip- unum ber saman um það, pð síldartorfurnar séu bæði óvenju- lega þéttar og stórar, og gera menn sér því miklar vonir um að það taki að rætast úr fyrir skipunum, þótt þau hafi stórtap- að undanfarið á útgerðinni vegna aflaleysis.—Vísir 28. júlí. * * * Ingrid krónprinsess vígir golfvöllinn Ingrid krónprinsessa vígir hinn nýja golfvöll og golfskála næstkomandi mánudag. Að lokinni vígsluathöfninni verður, eftir að mönnum hefir gefist kostur á að leika á vellin- um, stofnað til hófs fyrir félaga í golfhúsinu.—Alþbl. 29. júlí. * * » Krónprinshjónin vígja langbylgju stöðina Á mánudaginn kemur, 1. ág. verður hin nýja langbylgjustöð ríkisútvarpsins, sem verið hefir í smíðum undanfarið, vígð af ríkiserf ingj ah j ónunum. Athöfnin hefst kl. 1.58, styður þá krónprinsessan á hnapp, sem veitir orku í vélarnar. Síðan flytja forsætisráðherra og út- varpsstjóri ræður og útvarpskór- ið syngur, “Ó, Guð vors lands.” Nýja stöðin hefir 100 kw. orku Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgSlr: Henry Ave. Eut Sími 95 551—95 552 Skrifstofs: Henry o( Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA og verður í röð kraftmeiri stöðva í heiminum. Tvær stöðvar hafa 500 kw. orku, Moskva-stöðin og WLW í Cinncinnati í Bandaríkj- unum. Nokkrar hafa 150 og 100 kw. Þegar endurútvarpsstöðin á Austurlandi er fullgerð, munu truflanir frá útlöndum útilokað- ar og auðveldara að útvarpa til útlanda en áður.—Alþbl. 3. ág. — Eg lánaði Jóni hundrað krónur, en gleymdi að fá kvitt- un. — Skrifaðu honum og heimt- aðu tvö hundruð krónurnar aftur. — Eg lánaði honum bara hundrað. — Það segir hann líka í svar- inu, og þá hefir þú kvittun. * • • Menn verða ekki vitrir aðeins með því að verða gamlir. Clarence Darrow -N. Dbl. “HALFT AF HVERJU” Rétta brauðið fyrir útiskemtanir, gestaboð, o. s. frv. Meðmæla merki fjölskyldanna ber þetta brauð “Hálft af hverju”, með sér. Hið tvískifta' bragð þess hefir hertekið heimilin. Svo er líka gott til þess að vita, að með því að hafa bæði brúnt og hvítt brauð þá eru hin heilsubætandi efni við hendina, jafnframt sjálfri kraftfæðunni, setn nauðsynleg eru börnum á uppvaxtarárunum og heilsusamleg einnie fvrir fullorðna. Þetta nýja brauð er skorið í þunnar sneiðar og tvívafið svo það geym- ist hreint og ferskt. Vér mælum sérstaklega með “Hálft af hverju.” Þér skuluð reyna það, í næsta skifti sem umferðarsali vor kemur til yðar, og sanna að yður mun geðjast vel að því. Það fæst líka í matsölu-og sætinda- búðum, sem hafa vörur vorar á boðstólum. 33 604 SIMI 39 017 CANADA BREAD COMPANY LIMITED “Efnisgæðin eru fyrir áður en vörumerkið er sett.” BR0ÐAR-OG AFMÆLIS-KÖKUR eftir pöntunum

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.