Heimskringla - 24.08.1938, Blaðsíða 8

Heimskringla - 24.08.1938, Blaðsíða 8
8. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 24. ÁGÚST 1938 Dánarfregn FJÆR OG NÆR S. 1. laugardagskvöld, 20. þ. \fpQwnr í Winnineir rri. andaðist að hGÍmili sinu, 620 byrTa aTtur í Sambandskirkj- Agnes.St, Anna GuSmundsdótt- unni í Winnipeg annan sunnu- dag hér frá, 4. sept., og verða með sama hætti og áður, á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 e. h. Eru'allir beðnir að minnast þess. Séra Philip M. Pétursson, prestur safnaðarins messar. ♦ * * Messað verður í Mozart, Sask., næstkomandi sunnudag kl. 2.30 e. h. Ferming. Messan fer fram á ensku. * * * Séra E. J. Melan messar í Hekla, Man., sd. 28. sept. kl. 2.30 e. h. * * * Séra Guðm. Árnason messar 28. ágúst í Hayland Hall. * * * Sunnudaginn 21. ágúst voru 23 börn frá Grandy-bygð fermd af séra Jakob Jónssyni í íslenzku kirkjunni í Wynyard. Var mess- an mjög fjölmenn, og tóku þeir læknarnir Dr. Jón Bíldfell og Dr. Magrath lit-kvikmynd af nokkr- um hluta athafnarinnar og kirkjufólkinu, þegar komið var út úr kirkjunni. Nöfn barnanna eru: Bertel Valdimar Gillis John Marion Sveinbjörnsson Finnur Thorarinn Finnsson Gordon Erlendur Finnsson Kristjón Jóhannes Jóhanne^on Edwin August Gillis Francis Olgeir Erickson Edie William Erickson Einar Pétur Jóhannesson Jónas Eyþór Jónasson Hallgrímur Jón Thorlacius Benedikt Hilmar Gillis Dorothy Kristjana Gíslason Valgerður Ásta May Gillis Thorey Elizabeth Gíslason Valgerður Elizebeth Gillis Valdís Guðríður Gíslason Marny Ethel Sigfússon Guðrún Violet Gillis Anna Aurora Johnson Anna Margrét Gillis Guðrún Margrét Jónasson Lillian Doris Gillis. Á safnaðarfundi, sem haldinn var í Mozart sunnudaginn 14. ágúst endurnýjaði söfnuðurinn samþykt sína um að vera áfram í kirkj usambandi Vatnabygð- anna og njóta prestþjónustu séra Jakobs Jónssonar. Síðast liðinn laugardag komu séra Philip M. Pétursson, kona hans og börn til Winnipeg aust- an frá Long Island, N. Y. Prest- fjölskyldan hefir verið á ferða- lagi syðra í sex vikur. Lengst af voru þau í East Hampton á Long Island. Alls ferðuðust þau 14500 mílur, og komu víða við: í j Buffalo, Chicago, Minneapolis, |New York, South Bend í Indiana, , , Meadville, Penn., Cleveland, fullorðinsaldur, en þær eru nu _ . .* ,, ,,___„,______,,_____,_____T____Ohio og viðar. Aðallega var ferðinni heitið að leita barni presthjónanna lækningar, er við ir Sigurðsson, 83 ára gömul. Hún var fædd á Smyrlavöllum í Garði, í Gullbringusýslu 1. apríl árið 1855. Foreldrar hennar voru Guðmundur Sigurðsson og Sigríður Þorgeirsdóttir. Hún átti tvær systur sem komust á! , Meadville, dánar fyrir nokkrum árum. Þær hétu Margrét og Þuríður. Árið 1881 flutti Anna heitin til Seyðisfjarðar, og kvæntist Sigurði Sigurðssyni, sem ættað- sjúkleika hefir átt að búa og segja þau, að þó breyting sé ekki mikil á sjúkdóminum enn, urvarúrHaukadalí Húnavatns- geri þau gér betri yonir um sýslu, og áttu þau sex örn sem ^rangur þessarar ferðar en ann- eru öll enn á lífi nema einn son- ur Jón, sem dó í æsku. Einn sonur, Eymundur Jón, var tek- in til fósturs á Akureyri, og býr nú á íslandi. Hin börnin komu til þessa lands með móður sinni og eru Guðmundur, Guðbjörg og Eyvindur til heimilis í Winnipeg, og Sigurður sem býr í Flin Flon, námubænum í norðurhluta Mani- toba-fylkis Fyrir mörgum árum misti Anna heitin manninn sinn — og kom til þessa lands ein með fjöl skyldu sína árið 1905 frá Seyð- isfirði og settist að hér í Winni- peg þar sem hún átti heima úr því. Síðustu ár æfi hennar var ell in farin að þrengja að henni, og hún bjó lengi við vanheilsu Síðastliðna sex mánuði var hún rúmföst og þjáðist stundum mikið. Hvíldin er henni því nú kærkomin Hún var ráðvönd og samvizku- söm, vinur góður og kærleiksrík. Allir sem þektu hana og fengu að njóta vinsemdar hennar munu sakna hennar. En einnig munu þeir samgleðjast henni að hafa nú hlotið frið og sælu, eft- marga og langa lífdaga sem reyndust henni stundum þung byrði, en sem jafnan breiddu út kærleiksgeisla á meðal annara vegna umhugsunar hennar um aðra. Útförin fer fram í dag, mið- vikudag, 24. þ. m. frá Sam- bandskirkjunni í Winnipeg. Séra Philip M. Pétursson jarðsýngur. Jarðað verður í Brookside graf- reitnum. Bardals sjá um út~ förina.' ára sem þau hafa farið á fund lækna. , * * * Jón Laxdal frá San Diego, Cal.,, sem verið hefir mikinn tíma af sumrinu í Norður- Dakota, kom til bæjarins s. 1. laugardag. Hann er að fara vestur til Mozart, þar sem hann var fyrrum kauphiaður og á eignir ennþá og dvelur þar fram ýfir uppskeru tíma. Suður til sælulandsin^ fer hann aftur um mánaðarmótin sept. og okt. Herbergi til leigu að 386 Bev- erley St. Ágætt fyrir tvo náms- sveina. Símið 38 988. * * * Séra Sigurður Christopherson frá Churchbridge, Sask., kom til bæjarins s. 1. fimtudag. Hann hélt samdægurs norður til Ár- borgar og heldur eftir litla dvöl þar norður til Mikleyjar á prestafund, sem þar hefir verið boðaður af lútreska kilkjufélag- inu 19. ágúst. Séra Sigurður sagði þær slæmu fréttir úr sinni bygð, að uppskera hefði eyði- lagst að miklu eða öllu leyti í haglhríð fyrir skömmu. Á sum nm heimilum tapaðist hún öll, á öðrum til hálfs og í sinni bygð vissi hann ekki nema af fjórum íslenzkum bændum, sem ekki urðu fyrir neinum eða teljandi skaða. Uppskeru útlitið var gott, en breyttist þannig á fá- einum mínútum (2 til 20 mínút- um). Séra Guðm. Árnason fór aust- ur til Keewatin um síðustu helgi og messaði þar s. 1. sunnudag. Hann kom til baka í gær. * * * f borginni voru s. 1. þriðj udag, Sveinn Thorvaldson, M.B.E., Gísli kaupm. Sigmundsson, Hnausum og Arthur vérzlunar- stjóri Sigurðsson í Árborg. Þeir sátu hér fund Merchants Con- solidated heildsölufélagsins. * * * Miss Ragna Johnson, B.A., dóttir þeirra Mr. og Mrs. Gísli Johnson, 906 Banning St., lagði af stað austur til Toronto í heimsókn til systur sinnar Mrs. Hugh Robson. Einnig heimsæk- ir ungfrúin bróður sinn, Helga Johnson prófessor við Ruthger háskólann í New Jersey; að heiman mun hún verða í þrjár vikur. # # * Jón K. Kárdal, Hnausa, Man., lézt 11. ágúst, af bifreiðarslysi. Hann var nær áttræðu, ættaður frá Grímstungu í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. £tiiiiuiiu»imiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiuiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini!r Samkomur Jónasar Jónssonar Undanfarandi tíma hefir fyrverandi dómsmálaráð- = herra Jónas Jónsson alþingismaður verið á ferðalagi um = bygðir fslendinga í Vestur Canada og er nú staddur Í vestur á Kyrrhafsströnd. Er hann væntanlegur úr því = ferðalagi hingað til bæjar um 5. sept. Heimsækir hann = þá íslenzku bygðirnar innan Manitoba og Norður-Dakota. i Flytur hann erindi á eftirfylgjandi stöðum og tíma: Lundar, Man...................Þriðjudagskveld, 6. sept. Hayland, Man. ..’............Miðvikudagskveld, 7. sept. Glenboro, Man................Mánudagskveld, 12. sept. Brown, Man......................Þriðjudagskveld, 13. sept. Upham, N. Dak..................Miðvikudagskveld, 14. sept. Mountain, N. Dak.................Fimtudagskveld, 15. sept. Garðar, N. Dak.................. Föstudagskveld, 16. sept. Selkirk, Man....................Laugardagskvöld, 17. sept. Framhaldandi samkomuhöld auglýst í næstu blöðum. = Aðgangur að hinum sérstöku fyrirlestra samkomum 35c Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiirs ÍBÚDARHÚS TIL SÖLU í Arborg Man. Ágætt íbúðarhús í bænum Árborg, Man., á tveimur lóðum. Ný-uppgert og í bezta standi. Fæst með öllum húsbúnaði eða án hans. Væntanlegir kaupendur snúi sér til: UNION LOAN & INVESTMENT CO. Room 608, Toronto General Trusts Bldg. Winnipeg, Man. í byrjun þessa mánaðar lögðu þau Mr. og Mrs. E. S. Feldsted og fjölskylda þeirra, að 525 Dominion St., í þessum bæ, upp í ferð vestur á Kyrrahafsströnd. í bréfi frá þeim dagsettu 19. ágúst, er þess getið, að þau hafi dvalið vikutíma í Los, Angeles og verið gestir systur Mr. Feldsted. og tengdafólks og vina, Mr. og Mrs. C. V. Green, og Miss María Green, Mr. Green vann fyrrum hjá Manitoba Telephone Systems, en hefir nú stöðu sem umsjónarmaður í Los Angeles hjá American Telephone and Telegraph félaginu. Miss María Green, sem fædd var í Winni- peg, stundar nú lögfræðisstörf í Los Angeles. Frá Los Angeles hafa nú Feldsteds-hjónin haldið til Seattle, Wash., og eru þar að heimsækja systur Mrs. Feld- sted, konu dr. S. O. Thorlaks- son, sem verið hefir lengi miss- ionar-prestur í Japan, og dr. Fred Thorláksson fyrrum í Win- nipeg, sem er sérfræðingur í augna, eyrna og nef sjúkdumum og stundar lækningar í Seattle. Til Winnipeg koma Mr. og Mrs. Feldsted um næstu mán aðarmót, eftir að hafa séð sig um við Lake Louise og í Banff á leiðinni austur. * * * Mr. “Bill” Árnason,’ San Diego, Cal., fyrrum kaupmaður í Win- nipeg, er á skemtiferð hér nyrðra. Hann kom s. 1. viku til Winnipeg, dvelur hér nokkra daga, fer þá til Ashern og síðan vestur til Saskatchewan. * * * Messað verður að forfallalausu að Oakview sd. 28. ágúst kl. 11 f. h. og kl. 3 e. h. sama dag í kirkju Betel safnaðar. S. S. C. Árborg, 22. ág. 1938 Hr. ristj. Hkr.: Viltu gera svo vel og birta eft- irfarandi nöfn þeirra er hafa gefið til Sumarheimilis ísl. barna að Hnausa, Man.,: Mr. og Mrs. Eiríkur Jóhannson, Árborg, Man.............$5.00 Miss Begga Johnson, Árborg, ...... 2 fiður kodda Eitt rúmlak frá Mrs. Hannes Björnsson, Edinburg, N. D. — Gleymdist að geta um það með áður auglýstum gjöfum frá þeim hjónum. Kæra þökk, Emma von Renesse * * * Mrs. Kristín Sveinsson, Glen- boro, Man., lézt 15. ág. Hún var ekkja eftir Svein Sveinsson frá Daðastöðum í Norður-Þingeyjar- sýslu, er dó 1916. Hin látna var yfir áttrætt, ættuð úr Dölum í Dalasýslu. * * * Oak Point, Man., 27. júlí 1938 Mrs. P. S. Pálsson, 796 Baning St., Winnipeg, Man. Kæra Mrs. Pálsson: Innlögð í þetta bréf er póst- ávísan fyrir $3.00, frá Ladies’ Social Benefit Club að Oak Point, sem leggjast eiga í “Blómasjóð” Sumarheimilis- barna á Hnausum, í minningu um Mr. Andrés J. Skagfeld. Yðar einlæg, (Mrs.) L. H. Olsen, ritari Fyrir gjöf þessa kvittast hér með með innilegu þakklæti. P. S. Pálsson * * * Til dr. Sveins E. Björnssonar í Árborg, Man. Áður fyr þú ortir Sveinn oft með hagyrðingum. —Nú ert þú þó orðinn einn— af okkar. ljóðsnillingum. Magnús E. Anderson # * * Mrs. Mragrét Thompson frá Athabaska, Alta., og ,/Mrs. Inga Smith frá Long Beach, Cal., er fyrir nokkru komu til Winnipeg, leggja af stað norður til Árborg- ar undir helgina, til að vera í gullbrúðkaupi Eiríks og Ólafar Jóhannssonar, er fer fram n. k. sunnudag. Mrs. Thompson er dóttir Eiríks Jóhannssonar, en Mrs. Smith er systir Jóh. Krist- mundssonar í Árborg. * * * Gullbrúðkaup þeirra Eiríks og Ólafar Jóhannson verður haldið í I. O. G. T. Hall, Árborg, sunnu- daginn 28. ágúst kl. 3 e. h. Börn þeirra hjóna bjóða þang- að öllum ættingjpum og vinum. Mr. og Mrs. F. Gouer frá Ft. William vrou í bænum s. 1. viku að heimsækja vini og vanda- menn. Þau lögðu af stað austur s. 1. laugardag. * * * Mrs. Helga Johnson og Miss Stefanía Eydal frá Winnipeg, komu til baka s. 1. mánudag úr tveggja vikna skerr.tiferð vestur á Kyrrahafsströnd. * * * Mánudaginn 15. þ. m. voru þau George Elmer Donáldson frá St. James, Man., og Ólína Sigrún Paulson til heimilis í Winnipeg, gefin saman í hjónaband, af séra Rúnólfi Marteinssyni að 493 Lip- ton St. Heimili þeirra verður í Winnipeg. * * * Séra K. K. ólafsson flytur guðsþjónustur sem fylgir í Vatnabygðunum í jSaskatchew- an, sunnudaginn 28. ágúst: Westside skóla, kl. 11 f. h. (fljóti tími). Elfros, kl. 2 e. h. Wynyard (í United Church) kl. 4 e. h. Kandahar, kl. 7.30 e. h. Á Westside skóla verður flutt stutt prédikun bæði á íslenzku og ensku. Messurnar í Elfros og Wynyard á íslenzku. Á ensku í Kandahar. * * * Miðvikudaginn, 17. ág. voru þau Edward Jefferson frá Sel- kirk, Man., og Christine Tómas- son frá Hecla, Man., gefin sam- an í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður að Hecla. * # * Samkoma til arðs fyrir Sum- arheimili barna á Hnausum und- ir umsjón stjórnamefndar þess, verður haldin í Hnausa Hall, föstudagskvöldið 26. ágúst. — Byrjar kl. 8.30 e. h. Til skemt- ana verður sumt af því, sem var á Osborne Stadium samkomunni í vor, t. d. Mary Reid, með acro- batic dances og June Sinden, með rússneskan dans. Og fleira a því tæi. Einnig skemtir P. S., Pálsson með gamansöngvum. Veitið athygli auglýsingum í Nýja-íslandi um þessa samkomu. ÞJóÐRÆKNISFÉLAG ÍSLENDINGA Porseti: Rögnv. Pétursson 45 Home St. Winnipeg, Man. Allir íslendingar í Ameríku ættu að heýra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Tímarit félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. ... Pianokensla R. H. RAGNAR Kenslustofa: Ste. 1 Mall Plaza Phone 38175 Hundrað hreindýr drepin af eldingum Oslo, 29. ág.—Frá Rörös er símað að í þrumuveðri síðast- liðinn mánudag hafi eldingar banað 100 hreindýrum. Verðmæti hreindýranna er á- ætlað um 6000 kr.—Alþbl. MERKILEGAR BÆKUR Frh. frá 1. bls. Framan á þessari bók er til- einkun, sem mig langar að setja hér eins og hún er: “60 ára minningu landnemanna íslenzku sem reistu föst bygðarlög í Ameríku, 1875 öllum ástvinum vesturfara, sem eftir þeim störðu saknaðaraug- um að heiman yfir höfin miklu og ókominni ungtíð, sem bifröst yngri skal byggja milli bræðra og systra beggja megin hafsjns eru kvöldvökuerindin um frumbýlingsárin í bók þessari tileinkuð 1935” Kærustupar var ’á leið með járnbrautarlestinni frá Oslo til Bergen. Lestin fór í gegnum löng jarðgöng. Þegar hún kom út í dagsljósið, laut unnustinn að þeirri tilvonandi og sagði: — Þú hefðir nú getað gefið mér einn koss, meðan lestin var í göngunum. — Hver var það þá, sem kysti mig? sagði unnustan. Þess má geta hér að í Nýja Dagblaðinu á fslandi stóð þetta 18. júní síðastliðinn: “Tveir atburðir hafa gerst að kalla samtímis, sem þýðingu geta haft fyrir frændrækni fs- lendinga vestan hafs og austan. -----Alþingi hefir í fyrsta sinn heiðrað Vestur-íslending með skáldastyrk.” o. s. frv. Hér er átt við það að Þ. Þ. Þorsteins- syni var veittur 1200 króna skáldastyrkur á síðasta Alþingi; sézt það á því hversu þeir heima meta þessi verk hans. Sig. Júl. Jóhannesson HLJÓMLEIKAR 1 NÝJA ÍSLANDI Söngflokkur undir stjórn R. H. Ragnars hafa samkomur á þessum stöðum: GEYSIR...............Mánud. 29. ágúst RIVERTON .......... Miðvikud. 31. ágúst ÁRBORG ................Föstud. 2. sept. Auk söngflokkanna verður margt annað til skemt- unar og dans á eftir. Veitingar seldar. Aðgangur 35 cents. Hljómleikar að Hnausa LAUGARDAGINN 3. SEPT. Hundrað og tuttugu manna blandaður kór og barna- flokkur hundrað barna. Lúðvík Kristjánsson með kvæði, tvísöngur, o. fl. og dans. » Áðgangur 50 cent. Föstudaginn 12. ág. voru þau Harold Leo Jóhannson og Mary Taylor, bæði frá Selkirk, Man., gefin saman í hjónaband af séra ( Rúnólfi Marteinssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verð- ur í Selkirk. KENSLUBÆKUR Skólar eru nú rétt að byrja. Eg hefi á boðstólum skólabækur fyrir alla bekki. Einnig hefi eg til sölu stórt úrval af bókasafnsbókum, líklega um þúsund bindi, sem seljast við alveg óheyrilega lágu verði. Þetta ætti fólk til sveita að nota sér. THE BETTER ’OLE 548 ELLICE AVENUE Ingibjörg Shefley T

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.