Heimskringla - 24.08.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 24.08.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 24. ÁGÚST 1938 HEIMSKRINGLA 3. Si'ÐA ist við Aqaba. Sá, sem fann stað- inn, heitir dr. Nelson'Glueck, og er foringi rannsóknarleiðangurs, er vinnur að uppgreftri á þessum slóðum. Aqaba er umgirt háum granítklöppum og liggur við þröngan veg við norðurenda Rauðahafsins. f heimsstyjöld- inni hertóku arabiskar liðssveit- ir undir stjóm T. E. Lawrence, þennan stað, en áður taldist hann til tyrkneskra landa. Ástæðan til þess, að höfn Saló- mons hefir ekki fundist fyr en þetta, er sú, að hún liggur nú kílómetra frá hinni núverandi sjávarströnd. Norðlægir vindar hafa borið með sér kynstur af sandi, sem hlaðist hefir þarna upp. Fundur Gluecks bendir til þess, að íbúarnir í hafnarbæ Salómons hafi ekki einvörðugu starfað að siglingum, skipasmíð- um og fiskveiðum, heldur og fengist við málmsmíði og búið til spjót, sveðjur og öngla. Stórir bræðsluofnar, sem bygðir voru með sérstöku tilliti til hins æ- varandi súgs frá norðri, hafa fundist. Menn hafa komið fram með þá getgátu, að heimsóku drotning- arinnar af Saba hafi staðið í einhverju samb. við þessa höfn. Hún hafi sem sé óttast, að hinar nýju siglingar Salómons myndu ríða hinni gamaldags verzlun sinni að fullu. * * * Bernhard Shaw var veikur fyrir skömmu. Læknarnir buðu honum að neyta sérstaks lifrar- réttar. En Shaw er grænmetis- æta og hefir einskis kjöts neytt í rúma hálfa öld. Að þessu sinni varð hann þó að beyja sig fyrir vilja læknanna og éta lifrarrétt- inn; Grænmetisætur hafa félag með sér og er Shaw félagi þar. Hann skrifaði nú félaginu og skýrði frá þessari hrösun sinni. Félagið skrifaði honum aftur og lýsti því yfir, að það væri and- vígt kjötáti. Má því búast við, að Shaw verði vikið úr félaginu. * * * Talið er að fjárhættuspil sé mjög útbreitt í Rússlandi. G. P. U. hefir þvi verið falið að sundra öllum leynilegum spilaklúbbum, sem verði afhjúpaðir og fang- elsa þá, sem reynist að hafa spil- að upp á háar fjárhæðir. — f Kiev hefir komist upp um stórt spilavíti, þar sem ýmsir af æðstu embættismrönnum borgarinnar höfðu verið tíðir gestir.—N. Dbl. LÍFVÖRÐUR EINVALDANNA (Hér birtist frásögn ameríska blaðsins New York Times um lífvörð Mussolinis. Mussolini læt- ur haga sínum verði mjög á ann- an veg en aðrir einvaldar, þar sem hann vill láta sem minst á honum bera.) Með Mussolini er farið sem jafningja ftalíukonungs, hvað lífvörðinn snertir. Vörður hvers um sig er 350 leynilögreglumenn Það er samt mun erfiðara að vernda Mussolini heldur en kon unginn, þar sem konungurinn dvelur lengst af á einhverju af landsetrum sínum, sem mjög auðvelt er að gæta, en Mussolini býr í Róm og hlýtur óhjákvæmi- lega að fara oft) á dag um fjöl- förnustu göturnar, þegar hann er að fara milli stjórnarskrif-, stofana og heimilis síns.. Mussolini er mjög á móti öll- um þeim varnarráðstöfunum, sem skilja hann á áberandi hátt frá “fólkinu”. Vegna þessa verð- ur varðmenskan að fara fram í leynd að sem mestu leyti. Hann gerir vörðunum einnig erfiðara fyrir með þeim sið sínum, að ganga um meðal mannfjöldans og gefa sig á tal við hvern sem er. Annað mætti einnig nefna, sem gerir varðmönnunum mun erfiðara fyrir, en það er sá siður Mussolinis að aka á bifhjóli til hallarinnar Castel Povxiano, en þar syndir hann næstum dag- lega. Þá verður að halda vörð á þrjátíu kílómetra löngum vegi, og þar er umferðin allmikil. Við Villa Tordonia, þar sem Mussolini býr með fjölskyldu sinni, er haldinn vörður dag og nótt af einkenniskæddum lög- reglumönnum og konunglegir byssuriddarar ganga saman tveir og tveir meðfram hinum háa múr, sem umlykur “villuna”. Það er öllum jafnaði auðvelt að varna óviðkomandi mönnum aðgangs að húsinu, þar sem það er í kyrlátu hverfi, og vekur ekki neina sérstaka athygli ókunn- ugra. Lögreglan vill vera VÍS6 í sinni sök og þessvegna hefir all- mörgum leynilögreglumönnum verði komið fyrir umhverfis hús- ið og halda þeir þar vörð einkum þó á nóttunni. Vopnuð deild af Moschettieri di Mussolini (skotliðar Musso- linis, sem er lítill einkalífvörður, valinn meðal fasistiskra her- manna), heldur vörð við dyrnar á Palazzo Venezia, þar sem allstór deild leynilögreglumanna sér um gæzlu hússins. Það hlut- verk er allerfitt, þar sem Palazzo Venezia er í miðri borginni og umferðin mjög mikil um göt- urnar í kring, svo að þær eru þéttskipaðar gangandi fólki suma dags. Þessi deild leynilögreglumanna tekur starf sitt mjög alvarlega. Ef einhver maður er of lengi á vakki á götunum umhverfis Pal- azzo Venecia, koma til hans einn eða tveir menn og biðja hann að koma inn um hliðið á hallargarði Palazzo Bonaparte. Þar er hann spurður spjörunum úr um ermdi sitt af lögreglumanni, sem situr þar í kjallaranum í lítilli skrif- stofu. Ef þessi maður getur gefið fullnægjandi upplýsingar um er- indi sitt, þá er honum slept með lítilsháttar aðfinslu og aðvörun um að tefja ekki að óþörfu á þessum slóðum. Ef maðurinn þykir hinsvegar eitthvað grun- samlegur, þá er farið með hann til lögreglustöðvarinnar, sem er ekki langt í burtu. Sama er að segja um ökumenn, sem halda sig óviðeigandi lengi í nánd við stjórnarskrifstofu Mussolinis. Á hverjum degi eru margir menn spurðir í þaula af þessum orsök- um, en þetta gerist alt með svo rrlikilli leynd, að fæstir Rómverj- anna taka eftir þeim augna- fjölda, sem vakir yfir hverri hreyfingu þeirra, þegar þeir nálgast Palazzo Venezia. Annað hlutverk þessarar á- kveðnu deildar leynilögreglunn- ar, er að gæta þeirra gatna, sem Mussolini ekur um á leið sinni milli Villa Tordonia og Palazzo Venezia. Mussolini ekur aldrei sömu leið tvisvar í röð, svo að það er ómögulegt að vita fyrir- fram hvar hann muni fara þar.n og þann daginn. Leynilögreglumenn í ýmsum dulbúningum dreifa sér meðal mannfjöldans og hafa nákvæmt eftirlit með öllum grunsamleg- um persónum. Á ákveðnum tíma dags getur sá áhorfandi, sem er sérstaklega eftirtektarsamur, komið auga á dularfull merki, sem gefin eru til og frá á gangstéttunum beggja megin götunnar, og ör- skammri stund síðar þýtur bif- reið Mussolinis framhjá á ógur- legum hraða. Maður getur orðið var við allmikinn óróa í nokkrar mínútur, en þetta hverfur mjög fljótt aftur og umferðin fellur í sitt eðlilega lag. Þessi stöðuga barátta lögregl- unnar við alla þá, sem hún telur að ætli að myrða Mussolini, hef- ir leitt það af sér, að varúðar- ráðstafanirnar eru nú farnar að verða allvíðtækar. Til dæmis er skólpræsi borgarinnar athugað á hverjum degi, af ótta við að þar kunni að hafa verið komið fyrir sprengiefnum, /til þess að sprengja í loft götuna yfir, ef Mussolini skyldi fara eftir henni Niðurföllin við gangstéttirnar eru bygð með svo sterkum grind- um, að þar er ekki hægt að koma fyrir sprengjum. Ljóskersstaur- arnir á götunum eru athugaðir öðru hvor, síðan að einn slíkur staur var notaður sem geymslu- staður fyrir vítisvél, sem var næstum búin að ráða konunginn af dögum. íbúunum í þeim göt- um, sem Mussolini fer um, eru veittar mjög nákvæmar gætur. Lögreglan heldur því fram, að íbúar þessara húsa beri ábyrgð á öllum þeim ókunnugum mönn- um, sem gista hús þeirra, og dyravörðunum er skipað að til- kynna þegar, ef þeir verði varir einhvers, sem þeim geti þótt grunsamlegt. Pólitíska lögreglan, sem þekt er undir nafni O. V. R. A., er einnig mjög svq athafnasöm, og leitar stöðugt eftir samsærum gegn Mussolini. Allir ferða- menn, sem koma yfir landamær- in, eru yfirheyrðir mjög ná- kvæmlega, hvort sem þeir eru útlendingar eða ítalir, enda hefir lögreglan langar Iskrár yfir grunsamlegar persónur, sem hún er skyldug að handtaka svo skjótt sem framast er unt. Það er mun hægara fyrir yfirvöldin að fylgjast með ferðamönnun- um, vegna þess að hver einasti ferðamaður verður að koma til lögreglustöðvarinnar í borg þeirri, sem hann er kominn til, innan 24 tíma frá komu sinni j þangað. Þeir, sem ferðast með bifreiðum, eiga erfitt með að komast undan eftirlitinu, þar sem hver biðreiðastöð er skyld- ug til þess að. halda dagbók yfir komu og brottför hverrar ein- ustu bifreiðar. Þessar varúðarráðstafanir all- ar margfaldast vitanlega, þegar Mussolini tekur þátt í opinberum hátíðahöldum, og það sérstak- lega ef vitað er fyrirfram hvaða leið hann muni halda. Þegar II Duce fer eitthvað í burtu, er lögregluforingi látinn sitja í svefnherbergi hans frá því hann fer út úr dyrunum að morgnin- um og til þess er hann kemur aftur að kvöldinu. Það er sérstaklega eftirtektar- vert við allan þenna vörð um Mussolini, að hann er svo íeyni- legur sem við verður komið. — Þegar aðrir einræðisherrar sýna sig á götunum, eru einkennis- klæddir og vopnaðir menn alt um kring, og framferði þeirra sýnir ljóslega, «hve þeir eru gætnir og árvakrir á verðinum. Mussolini ekur um án þess að það sjáist, að hans sé gætt nokkuð. Hans er samt vitanlega gætt og það ekki. síður en annara, þótt ekki beri! á því. Það hefir ekki verið gerð 1 tilraun til þess að myrða hann síðan 1926, en til þess tíma höfðu verið gerðar 4 árásir á hann, en þær kostuðu hann allar aðeins [ eina litla skeinu á nefið. —N. Dbl. Hræðist ekki þótt heimurinn breytis’t. Hættan er aðeins sú, að hann breytist ekki nóg. S. S. P. Codman. * * * Þrettán ára gamall józkur pilt- ur lagðist út nýlega. Hafði hann verið að lesa Hróa hött sér til dægrastytingar og varð svo hrifinn, að hann ákvað að leggjast út. Hann náði sér í riffil, nokkur skothylki, fór frá heimili sínu og hvarf inn í Roldskóginn. Piltur- inn heitir Einar Borup. Sjötíu manns leituðu að hon- um með lögregluhunda heilan dag. Undir kvöldið fanst hann í holu, sem hann hafði grafið sér í skóginum. Lét hann hið bezta yfir útilegunni. * * * — Fyrir hvað ætti eg að vera þakklátur? Eg á ekki svo mikið, að eg geti borgað skuldir mínar. — Þá geturðu verið þakklátur fyrir að vera ekki einn af skuld- heimtumönnum þínum. Employment Results that Count 425 Placements in 19 Weeks Between April 1, 1938 and August 12, 1938, our Employment Depart- ment registered 425 placements of Success College graduates and students. Directly or indirectly through our Employment Department, almost 1000 1991) Success College applicants secured office positions with 505 local firms in 12 months, immediately prior to April 15, 1938. This is a photograph of “Success” College Students assembled in the College Auditorium, from 12 classrooms. The occasion was an address delivered by a prominent educationalist. From 1 to 47,069 If you can visualize an army pf 47,069 young men and women márching down Portage Avenue, you will have some idea of the number of young people who have trained at the Success Business College of Winnipeg. To July 25, 1938 (since the college was founded in 1909), exactly 47,069 young men and women have trained. in the Day and Evening Classes of this College. To the younger generation we can give no better advice than to follow m the footsteps of their older brothers and sisters, for we believe that there is a successful future for business-trained young people. FALL TERM NOW 0PEN RESERVE YOUR DESK EARLY If you cannot enroll now, you may begin later, as our system of personal and group instruction permits new students to commence at any time and to start right at the beginning of each subject. As our maximum of 500 day school students is frequently reached, we suggest that jmu reserve your desk for the date on which you desire to commence. Ask for a Copy of Our 36'Page Prosþectus Telephone, call or write for a copy of our 36-page illustrated Prospectus, which contains detailed information regarding our courses and the College. This book is free, on request. DAY CLASSES RESTRICTED TO STUDENTS OF GRADE XI (supplements allowed) 0R HIGHER EDUCATI0N Our office is open for consultations and registrations daily from 8 a.m. to 6 p.m., and on Monday and Thursday evenings from 7.30 to 10 o’clock. Prospective Students and Their Parents Are Invited to Call. An Appointment May Be Made by Telephoning 25 843. PHONE 25 843 Portage Avenue at Edmonton Street WINNIPEG, MANITOBA PHONE 25 844

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.