Heimskringla - 24.08.1938, Blaðsíða 7

Heimskringla - 24.08.1938, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 24. ÁGÚST 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA BRÁÐABIRGÐA ÚRLAUSN Þó eg hafi ekki átt þeirri kur- teisi að fagna frá kunningja mín- um Mr. S. Guðmundssyni að hann hafi svarað þeim spurning- um, sem eg hefi lagt fyrir hann í þeim orðaskiftum, sem við höf- um átt út af social credit, þá vil eg nú gera bráðabirgðar úr- lausn með þær spurningar, sem hann beinir til mín í Lögb. 11. þ. m. Mér er að vísu ekki hægt um vik að því leiti að eg hefi mjög takmarkaðan tíma og hefi ekki ritgerðir hans við hendina því Lögberg fæ eg lánað til lesturs. Get eg því ekki að svo stöddu, tekið upp úr hinum fyrri rit- smíðum hans máli mínu til stuðnings. En það bætir nokkuð úr skák að þetta síðasta skrif hans inniheldur óyggjandi rök fyrir þeirri staðhæfingu minni að hann sé því ekki vaxinn að skrifa um stjórnmálin í Alberta. II. Fyrsta spurning Mr. S. G. er á þessa leið: “Hvað er það sem er að gerast í kring um mig á stjórnmálasviðinu sem eg skil ekki, eða hefi misskilið? Eg fullyrði það að þó leitað sé með logandi ljósi í öllum stjórnmála skrifum Mr. S. G. þá sjáist þess hvergi vottur að hann skilji neitt í eðli eða uppruna social cerdit hreyfingarinnar í Alberta. Fyrir þessu gerði eg nokkra grein í fyrstu ritgerð minni um þetta mál. Hann hefir frá upp- hafi talað um hreyfinguna sem heimskulega trúgirni fáráðlinga, sem láti leiðast út í ógöngur af mönnum, sem vísvitandi séu að draga þá á tálar, því forgöngu- menn hreyfingarinnar eru eftir hinum djúpsæja skilningi Mr. S. G. fífl, svikarar, skrípi, loddarar. o. s. frv. En Social Credit hreyfingin í Alberta er beint áframhald þeirrar umbótahyggju, sem fram kom í hinum sameinaða flokki bændanna. Þessi flokkur varð svo öflugur að hann hélt völdum í fylkinu um 14 ára skeið. En mennirnir, sem flokkurinn fékk stjórnartaumana í hendur héldu áfram að reka fylkisbúskapinn með lánsfé, héldu áfram að skríða á hnjánum að fótskör okraranna, og skrifa undir skuld- bindingu fyrir hönd fólksins. Á- rangurinn varð svo sá að fylkið sökk dýpra, dýpra og allar þeirra umbóta tilraunir svo sem Hveiti- samlagið o. fl. fór í huhdana. En vitanlega var credit' fylkis- ins í bezta lagi meðan blessuð bændastjórnin skrifaði á línuna þar sem okrarinn benti til með sínum volduga en náðarsama fingri. En fólkið hélt áfram að trúa Á lafidið sitt, og á “mátt sinn og megin.” Bændurnir fundu að þeir bjuggu í frjósömu, auðugu landi og þeir skildu ekki að forsjónin hefði skipað svo fyrir að starf þeirra og strit ætti að vera til þess eins að festa síþyngri og harðari skuldaklafa INNKÖLLUHARMENN HElMSKRINGLU I CANADA: Amaranth..............................J. B. Halldórsson Antler, Sask.........................K. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur...........................................Sigtr. Sigvaldason Beckville........................................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury...............................H. O. Loptsson Brown............................... Thorst. J. Gíslason Churchbridge-------------------------H. A. Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe................................... Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros................................. Eriksdale........................................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask...............................Rósm. Árnason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli................................... K. Kjernested Geysir................................Tím. Böðvarsson Glenboro.................................G. J. Oleson Hayland...............................Slg. B. Helgason Hecla................................Jóhann K. Johnson Hnausa..................................Gestur S. Vídal Hove....................................Andrés Skagfeld Húsavík............................................John Kernested Innisfail......................................Ófeigur Sigurðsson Kandahar................................ Keewatin...............................Sigm. Björnsson Langruth............................................B. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Landal Markerville.........;............... Ófeigur Sigurðsson Mozart.................................. Oak Point.......................... Mrs. L. S. Taylor Oakview............................. Otto......................................Björn Hördal Piney...................................S. S. Anderson Red Deer........................................ófeigur Sigurðsson Reykjavík..................................Árni Pálsson Riverton......................................„...Björn Hjörleifsson Selkirk___________________________ Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.........................K. J. Abrahamson Steep Rock.................................Fred Snædal Stony Hill................................Björn Hördal Tantallon....;...................................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víöir..............................................Aug. Einarsson Vancouver..............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.....................Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach.....................................John Kernested Wynyard.................................. I BANDARIKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry................................ E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash...................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnaon Cavalier...............................Jón K. Einarsson Edinburg....................................Jacob Hali Garðar....;............................S. M. Breiðfjörð Grafton...............................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel..................................J. K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton...................................F. G. Vatnsdal Minneota...........................Miss C. V. Dalmann Mountain...............................Th. Thorfinnsson Natlonal City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W Svold.................................Jón K. EinarssoÐ Upham................................. E. J. BreiðfjörO The Viking Press Limiteð Winnipeg; Manitoba á hálsi eftirkomendanna. Það var þetta hugarfar fólksins sem kom því til að fylkja sér um social credit stefnuna. Social credit er vísindaleg aðferð til að dreifa vinnuarðinum út á meðal fólksins sem vinnuna leysir af hendi, í stað þess að sú þjóðhag- fræði, sem við nú lifum undir safnar vinnuarðinum í hendur fárra manna og skulda súpu yfir höfuð fjöldans. Social credit flokkurinn Tiefir það markmið að hætta að safna skuldum og reka þjóðarbúskapinn á sinni eigin credit, hætta að skríða upp að fótskör kúgaranna, til að biðja um leyfi til að lifa og njóta sinnar eigin framleiðslu. Hvort þeim tekst að ná þessu markmiði verður tíminn að leiða í Ijós. III. Önnur spurning S. G. er á þessa leið: Hvað er það sem eg hefi rangfært um athafnir social credit stjórnarinnar í Alberta? .Þessari skurningu er nú í rauninni svarað meðl því, sem að framan er sagt. Hvernig ætti maður, sem hvorki skilur eðli uppruna eða markmið hreyfing- arinnar að geta dæmt um eða lit- ið sanngjarnlega á þær tilraunir sem gerðar eru til að koma hug- sjónum hreyfingarinnar í fram- kvæmd. Maður skyldi nú ætla að Mr. S. G. reyndi nú að forðast rangfærslu “um athafnir stjórn- arinnar” í þessari áskorunar- grein sinni. Þar stendur meðal annars þessi klausa: “Alt, sem stjórnin með þessum há- launuðu “expertum” hefir að- hafst er að gefa út lög, sem þeir sjálfir, eins og allir aðrir vissu að voru ólögmæt, og gætu því ekki öðlast gildi. Svo alt, sem þeir hafa aðhafst hefir verið dæmt dautt og ómerkt.” Mál- tækið segir: “að fáir ljúgi meir en um helming.” En hér hefir þá Sfréttaritaranum í Edmonton tekist stórum betur. Síðasta þingið í Alberta afgreiddi yfir 60 lög og lagabreytingar, af þeim man eg ekki eftir nema 3. sem neitað var um staðfesting, hin standa. Og þessu líkt er flest það sem fréttaritarinn hefir verið að fræða okkur um, að því er athafnir stjórnarinnar í Al- berta snertir. IV. Nú kemur þriðja og síðasta spurningin, sem Mr. S. G. vill láta mig svara: “Hvar eru þess- ar blaðalygar að finna í skrifum mínum um Alberta stjórnina, sem hann er að staglast á? Mr. S. G. í Lögb. 11. þ. m. Strax þegar Aberhart stjórnin tók við völdum í Alberta, byrj- uðu auðvaldsblöðin, eins og eðli- legt var, að úthrópa hana og níða, svo sem gert er um alt og alla, sem álitið er að auðvaldinu stafi hætta af. Orð og gerðir þeirra sem stjórnina skipuðu voru rangfærð og rægð, þeir áttu að vera fífl og skýjaglópar. — Social credit kenningin átti að vera óskiljanlegur heilaspuni og lokleysa, fylgjendur hennar auð- trúa hugsunarlausir bjálfar, sem trúðu því að þeir fengi 25 doll- ara á mánuði fyrir ekki neitt. Þetta var nú ekki nema það, sem búast mátti við úr þeirri átt. Eg hefi lesið flest eða öll skrif Mr. S. G. og man ekki eftir nema einu atriði, sem eg ekki áður hafði lesið í hinum ensku blöð- um. Af því hefi eg dregið þá ályktun að auðvaldsblöðin væri hans fræðslulind, og skrif hans eru í mínum augum ekkert ann- að en skilningslaust uppjórtur þess sem launaðir ritþrælar hinna ensku blaða skrifa til þess að vinna sér daglegt brauð, en í flestum tilfellum móti betri vit- und. Þetta eina atriði sem eg inan eftir, í skrifum Mr. S. G., að eg ekki hefði áður lesið annar- staðar, var gleðihlakk hans yfir því þegar Unwin og Powell voru settir í fangelsi. Eg hafði að vísu lesið fréttina, en hinir ensku voru nógu smekkvjsir til þess að hnýta engum gleðilátum við hana. \ V. Á eftir þessum spurningum sínum skrifar svo Mr. S. G. all- langt mál til þess allir megi nú sjá að þarna sé maður, sem sé því vaxinn að skrifa um stjórn- málin. Þetta skrif hans er löng runa af staðhæfingum út í loftið. Og flestar eru þannig vaxnar að þó sannar væri, þá sanna þær ekki það, sem hann ætlast til að þær geri. T. d. þó það væri satt að útgjöld og jafnvel skattar hafi hækkað í Alberta, sannar það ekki neitt um vanspilun eða óráðsemi stjórnarinnar. Til þess að sanna mál sitt verður Mr. S. G. að koma með rökstuddan samanburð á stjórnarkostnað í Alberta og hinum öðrum fylkj- um, þar sem líkt stendur á. — Gagnvart útgjöldum verður hann að sýna fram á að þau sé eyðslu- fé stjórnarinnar, en ekki nauð- synleg útgjöld. Gagnvart skött- unum verður hann að sýna fram á að þeir sé hærri og einnig hvernig þeim er jafnað niður á gjaldendur, í hverju fylki fyrir sig. Meðan hann gerir ekkert í þessa átt standa þessar staðhæf- ingar hans eins og hver annar vaðall sem fáir taka mak á, og enginn getur orðið fróðari af að lesa. Eitt af því sem Mr. S. G. telur upp og hann segir hafi valdið “ómetanlegu tapi fyrir al- menning” er það að stjórnin hafi “svikist um að borga rentur af skuldum fylkisins; eftir því ætti almenningur að græða á því að borga rentur af skuldum. Eftir þessari spaklegu kenningu ætti þá að kappkosta að auka, sem allra mest skuldirnar svo al- menningi gefist kostur á að græða, sem allra mest á því að borga af þeim vextina. “Hann veit hvað hann syngur, karlinn sá.” En sleppum því. Það sem eg giska á að Mr. S. G. eigi við er hann talar um þessa sviksemi stjórnarinnar, er það að skömmu eftir að hún kom til valda færði hún niður vexti á opinberum skuldum fylkisins. • Þessa “at- höfn” stjórnarinnar telur Mr. S. G. “dauða”, en samt er hún svo lifandi að henni er enn fram- fylgt í Alberta. Stjórnin borgar ekki, og ætlar sér ekki að borga, nema það, sem hún sjálf ákvað helming vaxtanna og nú er Mr. S. G. fullur af réttri reiði yfir því að almenningi sé ekki gefinn kostur á að græða á því að borga hinn helminginn. En hann sér j þó eina vonar stjörnu í gegnum þetta syndamyrkur, vöxtunum j I má bæta við höfuðstólinn, svo: þessi f jársjóður almennings glat-1 j ist ekki. Svo vonar hann að fólk- J jið fái bráðum stjórn sem hefir: enga “þrjóáku í frammi, ien skrifar auðmjúklega og möglun-1 ! arlaust undir skuldbindingarnar j eftir því sem hið náðuga auðvald j I skipar fyrir, þá er credit fylkis-1 I ins borgið og blessað, fólkið getur farið að græða á því að ■ borga rentur ogi allir geta orðið auðugir — með því að taka lán. I i VI. Einnig skýrir Mr. S. G. frá því að hann hafi áður haldið því fram að það sé “engin social credit stjórn í Alberta”. Finst honum víst að þetta sé afar djúpvitur athugun, og hefir sjálfsagt lagt feikna mikið á sig til þess að “finna þetta út, því hann segist vera búinn að grafa upp “ótal rök” fyrir því að þetta sé rétt. Það er almenn málvenja að kenna stjórnina við þann flokk sem setur hana til valda, þessvegna er Alberta- stjórnin nefnd social credit stjórn. Hitt var mér fullljóst áður að social credit fyrirkomu- lag er enn ekki komið á í Al- berta. Svo eg sé ekki að eg hafi neitt grætt á þessari merki- legu uppgötvun Mr. S. G. - NAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlístoíusíml: 23 674 Stundar sérstakjega lungnasjúk- dóma. Er að flnnl & skrifatofu kl. 10—12 f. h. og 3—6 e. h. Helmlll: 46 Alloway Ave. Talsími: 33 15» G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrceOingur * 702 Confederatlon Llfe Bldg. Talsíml 97 024 Omci Phoki Ris. Phoni 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ART8 BUILDINO Omci Hotms: > 12-1 4 r.u. - « r.u uro sr ÁPPonmnin W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFANSSON ÍSLKNZKIR LOOFRÆÐINOAR 4 öðru gólfl 32$ Main Street Talsimi: 97 621 ' Haía etnnig skrlfstofur að Lundar og Gimll og eru þar að hltta, fyrsta rnlðvlkudag | hverjum m&nuðl. Dr. S. J. Johannes.ion 218 Sherburn Street Talalml SO 877 VlOtaletlml kl. S—6 e. h. M. HJALTASON, M.D. ALMKNNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugatjúkdómar Leetur ÚU meðöl t viðlögum VlVtalatfmar kl. 2—4 «. fc. 7—1 >t kveldlnu Slml «0 367 666 Vlctor St J. J. Swanson & Co. Ltd. RZALTORS- RmUl. Inturane* and Tinancial Attmta 81ml: 94 221 •09 PARIS BLDO.—Wlnnipe* A. S. BARDAL ■elur llkklatur og annaat um útíar- lr. Allur útbúnaður ak hrwli. — Enn/remur telur hann «n.^— minnlBvarða og legiteina. »43 8HERBROOKS 8T. Phone: 16 607 WINNIFBO r— > Gunnar Erlendsson Ptanokennarl Kenslustofa: 701 Vlctor St. Simi 89 535 1 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watches Marriagje Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage ani Furnitwre Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram og aftur um bselnn. Rovatzos Floral Shop *0ð Notre Dame Ave. Pbone 94 954 Freah Cut Flowers DaUy Planta ln Seaaon We specialize ln Wedding ft Concert Bouquets St Funer&l Deaigna Icelandlc apoken VII. ■ Þá telur Mr. S. G. upp margt, sem honum finst eg ætti að lesa mér til upplýsingar og þakka eg honum fyrir þá góðvild, sem hann sýnir í þessu. Að uhdan- teknu því sem hann segir að MARGARET DALMAN TKACHKR OF PIANO IS4 BANNINO ST. Pbone: 2« 420 dómararnir í leyndaráði Breta hafi sagt um Alberta-stjórnina, hafði eg lesið alt þetta sem hann telur upp. Meira að segja las eg það svo vel að eg get bent honum á að það, sem hann hefir eftir Major Douglas gefur al- ranga hugmynd um það sem hann, sagði, eins og allur hálf- sannleikur, vanalega gerir. Orð- in eru að vísu nokkurn vegin rétt höfð eftir, en Douglas gerði grein fyrir því sem hann sagði. Og ástæðurnar voru þessar: Al- berta stjórnin var kosin á “pro- test vote”. Það er að segja, fyr- ir fólkinu vakti það að losa sig við stjórnina og stjórnarfarið sem þá hafði ríkt að undanförnu. Fylkið hefir takmarkað stjórnar- vald og stjórnin hefir þvi ekki getað stjórnað eftir sinni vild. En hann gaf það ótvíræðilega í skyn að hann vonaðist eftir að stjórnin mundi áður en langt líð- ur fá aukið vald og þá geta sett á stofn social credit fyrirkomu- lag. Þó eg sé alls ekki sam- þykkur öllu sem Douglas sagði að þessu sinni, þá geta allir séð að það á ekkert skylt við vaðal Mr. S. G. í því er alt of mikið af viti til þess að svo gæti verið. Mér er einnig vel kunn- ugt það, sem Mr. J. Hargrave heÆr opinberlega sagt um Al- berta stjórnina. Hann hefir aldrei ásakað hana fyrir fals eða svik eins og Mr. S. G. hefir gert, en honum sýndist henni vera ráðfátt í því að koma hugmynd- um sínum í framkvæmd, með- fram vegna fjármála örðugleika og óreiðu, er hún tók í arf þegar i hún settist að völdum. Og hann ráðlagði stjórninni að setja af stað sitt social credit fyrirkomu- lag og stjórna samkvæmt því, hvað sem stjórnarskrá og Ot- tawa stjórn kynni að hafa um það að segja, það væri nóg rúm í ruslakörfunni fyrir bréfin frá Ottawa. Mr. S. G. finst auðsjáanlega að hann sé að vaxa í vitsku og páð hjá — auðvaldinu — áður hefir hann látið sér nægja að vera al- meningurinn í Alberta, nú finst honum hann vera “Canada þjóð- in yfirlejtt”. Og hann fræðir mig um það að “Canada þjóðinni yfirleitt’’ standi mestur stuggur af social credit flokknum. En þó Mr. S. G. haldi nú að hann sé orðinn svona stór þá er eg enn svo forhertur að eg leyfi mér að setja þessa staðhæfingu hans á bekk með öðru bulli hans. Social credit flokkurinn hefir fleiri fylgjendur í Canada nú en hann hefir nokkurn tíma áður haft, og af honum stendur eng- um stuggur nema þeim, sem pen- ingaráðin hafa og fáeinum and- legum örkvisum, sem svo eru svínbeygðir undir auðvalds okinu að þeir þora ekki að draga and- ann nema með leyfi frá hærri stöðum, eru búnir að missa sjón- ar á frelsi og lýðræði, og sjá of- sjónir og verða ótfáslegnir ef þeir mæta nýrri sjálfstæðri hugsun. Hjálmar Gíslason Lesið Heimskrlnglu Borgið Heimskringlu

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.