Heimskringla - 31.08.1938, Qupperneq 1
I
/»
THE PAR-T-DRINK
Good Anytlme
In the 2-Glass Bottle ^ ®
LII. ÁRGANGUR
WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 31. ÁGÚST 1938
NÚMER48.
HELZTU FRETTIR
FERÐALÖG JÓNASAR
ALÞM. JóNSSONAR
Það er nú senn mánuður síðan
Jónas alþingism. Jónsson fór frá
Winnipeg í fyrirlestraferð vest-
ur um land og alla leið til
Kyrrahafsstrandar. Hefir hon-
um að vonum hvarvetna verið
vel fagnað þar sem hann hefir
komið og flutt erindi, meðal
landa sinna. Fyrsti viðkomu-
staður á vesturleiðinni var
Churchbridge í Þingvallaný-
lendu, 4. ágúst s. 1. Biðu þeir
feðgar Jóhannes Einarsson og
Einar sonur hans á járnbrautar-
stöðinni um morguninn og tóku
á móti honum, er hann kom af
lestinni. óku þeir með hann um
bygðina allan daginn fram undir
samkomutíma. Veður var hið
bezta og bygðin í sínu fegursta
skrúði. Komið var við á mörgum
stöðum því sem flesta langaði
til að sjá og heilsa þessum góða
gesti. Aðsókn um kvöldið að
fyrirlestrinum var hin bezta.
Morguninn eftir, var haldið
til Wynyard. Flutti Jónas þar
ræðu fyrir minni íslands, eins
og getið var um í blöðunum, á
íslendingadegi þeirra Wynyard-
manna er færður var til, frá öðr-
um til 5. ágústs í þetta sinn, til
þess að bygðarbúum gæfist
kostur á að hlýða á þenna þjóð-
kunna starfsmann og stjórn-
málaskörung íslenzku þjóðarinn-
ar.
Eftir nokkurra daga viðstöðu
í Wynyard, hélt ræðumaður ferð
sinni áfram til Red Deer í Al-
berta. Var þar á móti honum
tekið af hr. Ófeigi Sigurðssyni
er annaðist að öllu leyti samkom-
una þar í bygðinni. Var hún
haldin í íslenzku kirkjunn í
Markerville, 10. ágúst, og þar
fólk samankomið af flestum ís-
lenzkum heimilum. Næsta dag
var ekið um bygðina, að gröf
Stephans G. Stephanssonar og
heim á hið forna setur hans, til
Helgu ekkju hans, er þar býr
á^amt syni þeirra yngsta, Jakob
Stephanssyni, — til séra Péturs
Hjálmssonar og víðar. Föstu-
dagsmorgunin var lagt af stað
til Calgary og dvalið til næsta
morguns. Viðtökurnar þar urðu
ógleymanlegar fyrir hina miklu
gestrisni og höfðingsskap, aðal
íslenzka verzlunarmannsins í
bænum hr. Sigurðar Sigurðsson-
ar kaupmanps er lýsti alþingis-
manninn og þá sem með hon-
um voru í fylgd, sína gesti með-
an dvalið væri í borginni. Að
loknum kveldverði ók hann með
þetta aðkomufólk um alla borg-
ina og sýndi þeim alla hina
helstu fegurðarstaði borgarinn-
ar. '\
Laugardagsmorguninn var
haldið til Banff, og þann dag
ekið um háfjöllin fram á nótt.
Morgunin eftir hélt ræðumaður
ferð sinni áfram til Vancouver.
Var þar fyrir séra Albert E.
Kristjánson og nefnd fslendinga
er tók á móti honum og annaðist
urn fyrirlestra samkomu hans
þar, er haldin var á mánudags-
kvéldið 15. s. m. Var samkoman
fjölmenn og tókst 'hið bezta. —
Gisti ræðumaður þar hjá Páli
Bjarnasyni frá Wynyard, en
meðan hann stóð við í Blaine hjá
Jóni Veum fyrv. kaupmanni frá
Foam Lake. Erindi hefir hann
nú flutt á öllum helstu stöðvum
íslendinga á Norður ströndinni,
Point Roberts, Blaine, Belling-
ham og í Seattle þ. 23. þ. m.
“Samkomur alstaðar vel sóttar”,
er skrifað að vestan. Þá hafa
móttökunefndarmenn þar vestra
ekið með honum um Strandar-
fjöllin sem eru afar tilkomu-
mikil, austur af Blaine og
Seattle. Eftir ákveðinni ferða-
áætlun er hann nú lagður á aust-
urleið og er væntanlegur; hingað
til bæjar um eða fyrir 5. næsta
mánaðar.
R.
Canada hervæðist
Til þess að tryggja lýðræðið í
Canada, hefir forsætisráðherra
liberal-stjórnarinnar, W. ÍL.
Mackenzie King, á síðustu þrem
árum, þrefaldað útgjöldin til
lofthersins. Hann hefir látið
smíða 200 flugskip. Er og að
gera herliðið út með fallbysum
(svonefndum Bren-byssum), sem
viðurkendar eru og mest notað-
ar nú í brezka hernum.
Fyrir rúmum tveim vikum,
leyfði Mr. King einnig hermála-
Á þessu stendur þannig að í
afskektum skika í ríkinu Maine,
búa nokkrir frakkneskir ameri-
kanar (áður fransk-canadiskir).
Þeir eru vegna fljóta og fjalla
útilokaðir frá öðrum bygðum í
Maine-ríkinu og eina sambandið
við umheiminn, sem þeir hafa,
er um Quebec-fylki.
Kúgunin sem þeir eiga við að
búa er fólgin í því einu, er leiðir
af því, að þeir verða að sækja
norður fyrir landamærin við-
skifti sín, samfara því er að þeir
verða að hafa vegabréf upp á
vasan og greina frá á stjórn-
arskrifstofunum er þeir fara og
koma, sem er að vísu tafsamt.
Ennfremur verða þeir að greiða
toll af viðskiftunum, ef þau nema
miklu.
Síðan 1783, að landamæra-
samningurinn var gerður milli
Canada og Bandaríkjanna, hafði
ekkert verið tekið eftir þessum
“minnihluta” í Maineríki fyr en
nú. Þetta barst til eyrna sam-
bandsþingmanns frá Quebec, er
Jean Francois Pouliot heitir. —
Hann var íhaldssinni, en mun nú
deildinni í Ottawa að gera heyrin af q]ju ag. dæma vera fasisti. Á
kunnugt, hvað frekar væri verið
að hafast að í hermálunum.
Á Atlantshafsstörnd, er verið
að koma fyrir byssum hér og þar
norður eftir öllu. Og á bökkum
St. Lawrence fljótsins, all-nærn
Quebec, verður önnur eða eftri
víggirðing gerð. — Ennfremur
greindi hermálaráðið frá, að tvo
mikla lendingarstaði fyrir loft-
skip ætti að gera á eyjunni Anti-
costi í St. Lawrence-flóanum.
Eftir þessari litlu skógi þöktu
eyju sem rís eins og blómskúfur
upp úr sjónum var lítið tekið þar
til s. 1. desember, að Þjóðverjar
tóku að fala hana af eigendun-
um (Consolidated Paper Corpor-
ation).
Þjóðverjar vildu ná í eyjuna
vegna viðartekjunnar þar og
einskis annars. En Canadamenn
sambandsþinginu spyrja fáir
stjórnina eins oft spurninga og
hann. Og þarna sá hann tæki-
færið að spyrja enn einnar
spurningar. Hún var sú hvort
sambandsstjórnin vildi ekki
leggja það til við Bandaríkja-
stjórn, að hún skilaði Quebec-
fylki þessum “stolna’’ lands-
skika.
Stjórn og þing vildi ekki ræða
þessa tillögu og vísaði henni af
dagskrá. En rétt um þessar
mundir skeður nokkuð í litlu
þorpi er Estcourt nefnist og er
Canadamegin við landamærin,
sen^ aftur vekur athygli á þessu
máli.
f nefndu þorpi býr bóndi, sem
áður var þar borgarstjóri og
heitir Ludger Richard. Hann á
litu öðru vísi á það mál og töldu j stóra. og fallega kúahjörð. Kýrn
Hitler trúandi til alls. Mennirn-
ir sem eyjuna komu að skoða,
ar höfðu svo árum skiftir unað
í högum sínum. En nýlega komu
voru álitnir úr herliði Þjóðverja ■ þæri^aUga á græna og forkunnar
er væru að leita sér að herstöð gUga þaga hinumegin við þessi
þarna og hygðu með því að teppa Jmyndiigii landamæri, og brugðu
umferð um St. Lawrence-flóann! sér þangað. Eftir að þær höfðu
og yfirleitt til austurstrandar jj^ja
Canada ef til stríðs kæmi.
Svo mikill hávaði var úr þessu
gerður, að Murice Duplessis, for-
sætisráðherra Quebec-fylkis,
stund gætt sér á ilmandi
Bandaríkjagróðri, komu þjónar
Bandaríkjastjórnar til sögunnar
og smöluðu kúnum saman og
ráku, heim í rétt (pound). Þegar
bannaði að selja Þjóðverjum !Mr. Richardson frétti hvað orð-
eyjuna. Fyrir þrem vikum byrj-|ið var, fór hann í skyndi til
aði Canada-stjórn á að gera þar.Maine, en varð þess brátt vís,
flugvelli, hafnir, vígi og vopna- að hann gat ekki rekið hjörðina
húr. |heim fyr en hann hafði goldið
Flugvelli er og verið að gera $250 í sekt fyrir að kýrnar hefðu
Viðskifta samningur Breta
og Bandaríkjastjórna
Um 15. september er búist við
að lokið verði við samninginn
sem Bretar og Bandaríkjamenn
eru að gera sín á milli. Hefir
nefnd frá Bretlandi unnið að
samningsgerðinni í Washington
frá því í marz s. 1. vor með ann-
ari nefnd frá Bandaríkjunum;
frá Canada hafa einnig 3 menn
verið við samnings-smíðina, því
Canada á þar hlut að máli. Svo
stendur á, að viðskiftin siem
Bretar bjóða, eru klipin út úr
samningi þeirra við Canada. f
bætur fyrir það býst Canada við
að ná í einhverja viðskiftarýmk-
un við Bandaríkin. Samningur
Kings við þau 1935, er nú ekki að
bera þann árangur, sem hann þá
ætlaðist til. Viðskiftin fara bæði
þverrandi og eru að verða óhag-
stæðari. Á þrem máuðum síðast
liðins fjárhagsárs, nam t. d. sal-
an til Bandaríkjanna 173 miljón
dölum, en á sama tíma á þ>essu
ári aðeins 82 miljónum. Á sama
tíma hefir innflutingsvara frá
Bandaríkjunum að vísu mínkað
einnig eða úr 170 miljón dölum
í 143 miljónir, en það er hiut-
fallslega miklu minna en tapið
sem Canada hefir orðið fyrir.
Samningarnir sem Bennett
gerði við Bretland 1932, eru hm-
ir hagkvæmustu viðskiftasamn-
ingar sem þetta land hefir
nokkru sinni gert. Bretland var
ávalt reiðubúið að kpupa eins
mikið og meira en Canada gat af
því keypt. Og það gerir það
enn, þrátt fyrir )>að, að King
hefir takmarkað mjög kaup sín
í Elnglandi. Á prem mánuðum
hefir t. d. útflutt vara héðan til
Bretlands numið 98 miljón döl-
um, en innflutt vara þaðan að-
eins 40 miljónum.
Með nýju samningunum er
Canada í raun og veru að gefa
Bandaríkjunum þessi hagkvamu
viðskifti sín við I’retland, sem
af viðskiftasamnirigi Bennetts
leiddu. Það mun brátt sannast
á, að viðskifti Canada og Bret-
lands eru með þessum samningi
milli Bretlands og Bandaríkj-
anna úr sögunni. Bandaríkin
geta ekkert boðið Canada, sem
jafnast á við brezka samninginn
frá 1932.
King og leynisamningur
hans um Bren-byssusmíðina
verið atfiugavert, byggir Drew á
því, að maðurinn sem fyrir
stjórnarinnar hönd semur um
verkið, major James Hahn, er
maðurinn sem stofnaði Inglis-
félagið 1936. Og'þó hann segist
nú ekkert hafa við nefnt félag
að gera, heldur Drew því fram,
að hann hafi til skamms tíma
eða 26. apríl s. 1. átt 107,964
hluti í félaginu. Ennfremur
muni Hugh Plaxton, liberal þing-
maður frá Toronto, eiga eitthvað
í félaginu, því hann hafi stofnað
það með James Hahn, með sam-
einingu Plaxton félagsins og
þessa nýja félags. En Plaxton
neitar að hann hafi við félagið
verið riðinn síðan 1936.
Drew segir ennfremur, að
samningurinn geri ráð íVrir 10%
hreinum ágóða til Inglis félags-
ins, auk geysilauna t'il formanna
þess.
Hon. Ian Mackenzie, landvarn-
arráðherra og King forsætisráð-
herra hafa báðir svarað grein
Mr. Drew í McLean’s Magazine
og segja höfundinn fara rangt
með málið. T. d. sé samningur-
inn sá að byssurnar verði smíð-
aðar fyrir 6*4 miljón dollara en
ekki átta. Drew hafi ekki og
enginn séð samninginn og því
sé ekki að vænta að hann fari
rétt með málið. Auk þess lofa
þeir, er þing kemiy saman, að
láta rannsaka gerðir stjórnar-
innar. Drew segist hafa upp-
læðina, 8 miljónir eftir blöðum
vor, er fréttina hefðu fengið
airta með leyfi Mackenzie King.
Svo er annað, sem Drew þykir
athugavert. Þetta John Inglis
félag, hefir engin áhöld er að því
úta að framleiða vélbyssur. Það
verði því að fá áhöldin lánuð
eða lögð sér í hendur að líkind-
um af stjórninni.
Hér virðist því margt benda
að gruggug viðskifti séu á
ferðinni, sem full ástæða sé til að
rannsaka.
víða um land. Á Kyrrahafs-
ströndinni er, sem á austur-
strönd landsins, verið að koma
upp hér og þar fallbyssu-stöðv-
um.
Þá gera herskólar landsins ráð
fyrir fleiri nemendum en nokkru
sinni fyr, ekki sízt í flughernaði.
Hefir verið s^imið við Bretland
um að senda hermannaefni sín
i hingað til að nema hemaðarflug.
farið vegabréfslausar suður fyr-
ir landamærin.
Richardson bóndi, sem vissi að
Jean Pouloit hafði ákveðnar
skoðanir í þesu máli, leitaði nú
til hans, en Pouloit ráðlágði hon-
um að greiða sektina. Síðar var
sagt, að sendiherra Canada í
Bandaríkjunum, Sir Herbert
Marler, hefði tekið málið upp við
Bandaríkjastjórnina.
Þessi ágengni Richardson’s
beljanna hefði í Evrópu vel get-
að orðið orsök til þess, að her
hefði verið sendur til landamær-
anna; í Canada eða Bandaríkj-
eins slæmt
Áhrifin af öllu þessu er auk-
inn hernaðar-andi í þjóðinni. í
Quebec sýnir þetta sig þó ef til
vill bezt.
Fyrir eitthvað þrem vikum,
uppgötvaði fransk-canadiskir] unum er það ekki
fasistar í Quebec, að nokkririenn. Það eina sem af því hlaust
þjóðbræður þeirra í, ríkinu var að helming fleiri túristar
Maine, í Bandaríkjunum, rétt heimsóttu Estcourt-þorpið en
fyrir sunnan landamærin í áður sem svona átti frægar kýr,
Quebec-fylki, ættu við svipuð'að verið var að þinga um þær í
kjör að búa og Sudetenar í | sendiherrastofnunni í Washing-
Tékkóslóvakíu og væru kúgaðirjton. Og “pop” og “ hot' dog”
eins og “minni hluti” annara Ev-1 salan í Estcourt nokkru eftir
rópulanda; gerðu þeir úr þessu' þetta, var meiri en nokkru sinni
hávaða. fyr í sögu þorpsins.
í grein sem nýlega birtist í
McLean Magazine, eftir Lt. Col
George A. Drew, er King-stjórn-
in harðlega átalin fyrir samning,
er hún gerði við John Inglis fé-
lagið í Toronto um smíði á fall-
býssum.
Helztu aðfinslurnar eru að
samningurinn var leynilega
gerður, ekki aðeins að því, að
öðrum var ekki gefið tækifæri
að bjóða í verkið, heldur einnig
því, að þingnefndin (public ae
count Committee), sem alla slíka
samninga á áð' athuga, fékk
aldrei neitt að vita um þennan
samning stjórnarinnar við
minst félag.
Vélbyssurar sem smíða á, eru
12,000 alls. Eru 7,000 af þeim
fyrir Canada en 5,000 fyrir
Bretland. Fyrir smíðina telur
Drew að greiða eigi 8 miljón
dollara og þar sem urn^svo mikið
fé sé að ræða, eigi almenningur
heimtingu á að fá, fullkomna
greinargerð frá stjórninni um
hvernig því sé varið. Hann
krefst því að þessi viðskifti
stjórnarinnar verði rannsökuð.
En grun sinn um að við samn-
ing þennan geti sitt af hverju
Kurt von Schnuschnigg
Mönnum hefir lengi verið það
ráðgáta, hvar Kurt von Schnu-
schnigg, sem var kanslari í Aust-
urríki þar til 11. marz, að Hitler
iremdi landið, væri niðurkonv
inn. Eftir áreiðanlegum heim
ildum, er nú sagt, að hann sé
undir ströngu eftirliti í varð-
íaldi hjá nazistum í Vínarborg
og búi í Hotel Metropole, sem
áður var, en er nú höfuðból lög-
reglunnar (Gestapo). Honum er
leyft að hafa dálítið af bókum og
sígarettum undir höndum; enn-
fremur fær kona hans að sjá
hann stöku sinnum, en sjaldan
þó. í útliti er hann heilsuleysis-
legur mjög og tauga-óstyrkur
svo, að þá og þegar má búast
við, að ríði honum að fullu. —
Hvað nazistar hugsa sér að gera
við hann, er öllum dulið. En
fréttin um að hann væri kom-'Frá Japan
inn til Þýzkalnads og biði þar
yfirheyrslu og dóms fyrir að
verja sjálfstæði lands síns gegn
Hitler, er ekki sögð; að hafa við
rök að styðjast.
efast um að Shaw gæti selt höfuð
sitt á þennan hátt. Þeir sem
sjá um útförina, verða vissu-
lega að koma skrokknum heilu
og höldnu í gröfina. Samt var
Anatole France þannig keyptur
og krufinn.
Það kvað vera Lancastrian ná-
ungi, sem mikið dáist að Shaw,
sem féð leggur fram. Hvað
hann gerir nú við það, úr því af
kaupunum verður ekki, er ekki
gott að vita. Ef til vill gæti
Shaw gefið honum einhver ráð
um það.
Brezki f lotinn ýtir úr vör
Mest allur heima-sjófloti
Breta hefir fengið skipun um
það að ýta úr vör 6. sept. og
skifta sér niður á stöðvarnar,
sem hann hafðist við á í stríð-
inu 1914—1917.
Gaman sýnist því ekki á ferð-
um. En þess má geta, að um
þetta sama leyti hefst ársþing
nazista í Nuremberg, en á því
þingi, sem stendur yfir í marga
daga, er vanalega áætlun gerð
um framkvæmdir á komandi ári.
En hvað sem þetta áhrærir,
þykir ekki trútt um friðinn,
þegar brezki herinn hagar sér
þannig.
Herskipin halda norður til In-
vergordon og Rosyth á norðan-
verðu Skotlandi og síðar til
Scapa Flow.
Franco og Alfonso
Frétt sú er höfð eftir blöðum
í Sviss, að Franco foringi upp-
reistarmanna á Spáni, hafi boðið
Alfonso XIII, konungi, að koma
heim til Spánar aftur og taka við
konungdómi með *því skilyrði að
Franco sjálfur hefði þar sömu
völd og Mussolini á ítalíu. —
Konungur kvað hafa neitað boð-
inu, þrátt fyrir að hann hefði
ekki á móti, að eyða dögum sín-
um á Spáni.
Frá Austurríki
Prófessor \yatson Kirkconnell,
sem á ferðalagi er í Evrópu og
nú er staddur í Vín, skrifar
greinar í blaðið “Winnipeg Tri-
bune” um hvernig honum komi
hlutirnir fyrir á þeim stöðum
sem hann fer um. Frá Vín skrif-
ar hann um siðustu helgi, að
honum virðist afkoma Austur-
ríkismamia hafa batnað síðan
landið sameinaðist Þýzkalandi —
allra nem Gyðinga. Þeim sé
ekki einungis bægt frá stöðum í
þjóðfélagiim, heldur einnig frá
skemtigörðum, matsöluhúsum, o.
s. frv. “Fyrir Aría eingöngu”,
stendur á spjöldum í görðum
hins opinbera og matsöluhús
auglýsa einnig að þau “óski að-
eins viðskifta Aría”, sem virðist
ganga nokkuð langt, að vilja ekki
selja Gyðingi að éta.
Kollurinn á Sha"r
'“The Royal College of Sur-
geons” vísindastofnunin í Eng-
landi, hefir boðið George Bern-
ard Shaw, háðfuglinum, $25,000
fyrir kollinn á honum að honum
látnum. En hængurinn á þessu
er, að Shaw er svo ríkur, að
honum stendur alveg á sama um
þessa fjárhæð.' Hvað hann
mundi gera, ef honum væru
boðnir $250,000, vita menn ekki.
Frá sjónarmiði laganna, er
Japanir hafa bætt mikið við
her sinn á landamærum Síberíu.
Þeir segja að árása af hálfu
Rússa þar megi vænta á hverri
stundu.
Þegar Itagaki hershöfðingi
Japana var spurður af blaða-
mönnum hvert hann áliti stríðið
í Kína unnið, ef Japanir næðu
Hankow, stjórnarsetrinu, gaf
hann ekki anpað svar en það, að
það kæmi sér illa fyrir Kínverja
að skifta ennþá um stjórnarset-
ur. En jafnvel þó Kínverjar
bæðust friðar, yrði það ekki til
greina tekið fyr en Chiang Kai-
Shek væri farinn burtu úr land-
inu. Japanir semdu aldrei við
hann um frið.