Heimskringla - 31.08.1938, Side 4
4. SíÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 31. ÁGÚST 1938
■manniiifiiiiiniiiUiiiiuiiuinniiiiinniiiinmniinniimnranmnfflnmfflnnnHfflarafflininnmmnmmfflmiiHimmHHipj
límnislmn^la
(StofnuB 1S8S)
Kemur út á hverjum miBvikudegi.
- Eigendur:
THE VIKING PRESS LTD.
SS3 oo SSS Sargent Avenue, Winnipeg
Talslmis 86 S37
Ver6 blaðsins er $3.00 árgangurlnn borglst gj
ryrirfram. Allar borganir sendist:
THE VIKING PRESS LTD.____________
311 viSskifta bréf blaðinu aðlútandi sendist: |
Krvager THE VIKINO PRESS LTD.
853 Sargent Ave., Winnipeg
Ritstjóri STEFAN EINARSSON
Vtanáskrift til ritstjófans:
editor heimskringla
653 Sargent Ave., Winnipeg
"Heimskringla” ls published
and printed by
THE VIKINO PRESS LTD.
8S3-85S Sargent Avenue, Winnipeg Man.
Telephone: 86 537
^^g^liyimiTi|i|L|Lmi"U|||i||||||"»||||u||i|l||||||l|||l||llllllllimilllllllllllllllllll|llllllllllllllllllllMllllE
WINNIPEG, 31. ÁGÚST 1938
ÞÝZKI HERINN
Fimtánda ágúst brunaði Adolf Hitler 1
Mercedes-bílnum sínum til Juterborg-
vallarins — stærsta heræfingarvallar 1
heimi - um 40 mílur frá Berlín. Hitler
var í einkennisbúningi gráum að lit, með
embættishúfu á höfði skrýdda lárviðar-
laufum. Erindi hans var að sjá heræfmgu,
sem þarna fór fram, og talin er ein hin
mesta, sem sézt hefir síðan fyrir
stríðið mikla. Blöð birtu myndir af keis-
aranum frá æfingunni 1913 samhliða mynd
af Hitler 25 árum síðar. Aldrei höfðu
blöð Nazista sýnt prússneska hernaðar-
andann eins greinilega og þennan dag.
Nýi herinn
Að jafna þesari heræfingu við þá, sem
haldin var s. 1. ár á Micklenburg-hæðunum,
nær engri att. Hin siðarnefnda yrði ekki
nema svipur hjá sjón, borin saman við
það sem nú var að sjá, enda tók fasta
herinn aðeins þátt í henni. Þessi hersýn-
ing var í og með til þess að sýna hvað
varaherinn gat gert sem æfður hafði verið
hingað og þangað um landið. Og víst var
þess vart, að þarna var varaher að verki.
Eigi að síður verður því ekki neitað, að
Hitler hefir orðið mikið ágengt með að
koma upp miklum og öflugum her í land-
inu, eins og keisarinn hafði gert á sínum
tíma. Fyrir þrem árum var þýzki herinn
bæði fámennur og illa útbúinn. Nú er
hann öflugur og eins vel æfður og gerist
um heri fremstu hernaðarþjóða.
16. marz 1935, kom Hitler herskyldu á
í Þýzkalandi þrátt fyrir þó það riði bág við
Versalasamningana. Eftir þeim samning-
um mátti Þýzkaland aðeins hafa 100,000
manna her og engan útbúnað að ráði,
hvorki að flugvélum, tönkum eða vopnum.
Að koma upp her var byrjað í laumi. —
Rússland, sem þá var vinveitt Þýzkalandi,
hafði leyft Þjóðverjum að æfa hermenn
sína í rauða hernum. Og fallbyssur,
tanka og flugvélar var einnig byrjað að
framleiða á bak við tjöldin. Hermönnum
í hinum eiginlega her hafði þá fjölgað í
150,000.
Við þennan upprunalega her bætti svo
Hitler undir eins, öllum, sem fyrsta her-
skyldukvöð hans náði til og fæddir voru
1914 og 50,000 sjálfboðum úr “svörtu
sveitinni” (Nazi Elite Guards). Á næsta
ári var herskyldutíminn ákveðinn tvö ár.
Og loks 1937 voru ónýtjungarnir, sem
fæddir voru 1916 og nefndir hafa verið
“war babies”, kallaðir í her Hitlers, en
herskyldu-þjónustan lengd fyrir aðra her-
menn, til þess að gera af fyrir ýmsum for-
föllum og óstyrk innan þessa yngsta her-
flokks.
Herstyrkur Þýzkalands nú verður þá
sem hér segir: ^
Fastaher:
Fleiri ára herþjónustu hafa------250,000
1915 flokkurinn (nú að enda 2
ára þjónustu ..................300,000
1916 flokkurinn (hefir nú 10
mánaða þjónustu) ..............225,000
Prússafl. (1911-1912) sem æfður
hefir verið sér ............... 28,000
Allur fastaherinn ..............803,000
Varaher:
1914 flokkur ...................350,000
1910 flokkur í Austur Prússlandi— 14,000
Sérstakur flokkur ..............150,000
Allur varaherinn ................514,000
Allur herinn.......................1,314,000
(Hinn síðast taldi flokkur eru þeir, sem
á herskyldu aldur voru komnir, er her
skylda var ekki löggild, og sem síðan 1935
hafa haft átta vikna þjónustu á ári í
hernum. Úr þessum flokki bætast um
50,000 manns í herinn á hverju ári).
Þessi her Þjóðverja, sem eins og 1913
er nú að herða og styrkja vöðvana til
stórræða, er næstur að stærð her Rússa.
En þennan her Hitlers, skortir tvent.
Annað er unga herforingja; foringjarnir
eru allir gamlir menn, flestir úr síðasta
stríði og margir farnir að eldast og ósýnt
um notkun nýjustu hernaðartækja. Hitt
sem skortir er varaher í vanalegum skiln-
ingi. Ungu herforingja-efnín eru flest enn
í skóla. í nútíðar hernaði er hverri fót-
gönguliðsdeild (Infantry) eða stórskota-
liðsdeild (Artillery), sem ekki hefir þrjá
eða fleiri sem svo mikla reynslu eða
æfingu hafa að vera kapteinar eða undir-
foringjar, ægilega ábótavant. Til þess að
fullnægj a þessu þyrfti þýzki herinn að
hafa 12,000 slíka foringja, en hefir aðeins
4.500. Varaherinn var svo mikill í Þýzka-
landi 1914, að hægt var að senda 1,500,000
út af örkinni — og sem var helmingi
meira en Frakkar bjuggust við — fyrstu
vikuna af stríðinu á vestur vigstöðvarnar
milli Frakklands og Þýzkalands.
Að vera ókleift að leika þetta eftir, er
nú það, sem méstum áhyggjum veldur
hermálaráði Þjóðverja. Þar til að varaher-
inn er orðinn svo mikill að þetta er hægt,
verður herinn að reiða sig á snarræðið
eitt, ef sigurs á að vera auðið. Og að
þessu hefir verið stefnt með því, að láta
varaherinn venjast meira við gerðir fasta-
hersins, til þess að í einni svipan sé hægt
að gera hlutina og vera sem bezt samtaka.
Hitler ætlar sér að gera alt, eins og sagt
er, í hvellinum. Keisarinn kom upp vara-
her sínum sérstaklega og að öllu sjálfstæð-
um, sem aðalher væri. Eftirmaður hans
hefir ekki nægilega marga unga herfor-
ingja til þess og því síður vopna-útbúnað;
helmingur byssanna er ennþá dreginn á
hestum; og eins er um annað er varaher-
inn þyrfti með til þess að standa á eigin
fótum. Vegna þessa verður nú að sameina
varaliðið aðalhernum; það skortir bæði
foringja og vopna-útbúnað.
Sá orðrómur hafði borist út frá öl-
kránum í Þýzkalandi, að 15. ágúst væri
örlagaríki dagurinn, sem Hitler ætlaði sér
að gefa hernum skipunina um að halda af
stað. Þetta hafði mikil áhrif á þýzku
þjóðina og ægilegri, en hersýningin hafði
erlendis. — í Berlín horfði múgurinn á
Hitler og herforingjana koma og fara, en
án þess að láta á sér sjá nokkur fagnaðar-
læti. Sögur breidudst út um að þeir sem
í fremstu skotgrafir ættu að fara, hefðu
stöðvað lestir og stokkið af þeim hér og
þar, einnig var hermt, að lestir í þá átt
hefði verið reynt að stöðva af konum her-
manna, sem köstuðu sér á járnbrautaspor-
in. Og á eignamarkaðinum varð verðfall
meira en átt hafði sér stað síðast liðin
fimm ár, þrátt fyrir þó á markaðsrekstr-
inum sé öflug skipulagning.
Hersýningin sýndi því að vísu styrk-
leik þýzka hersins eins og til var ætlast;
en hún sýndi einnig hinar veiku hliðar
hersins. Það leyndi sér ekki, að herinn
sjálfur er hvorki fús til að fara í stríð, né
hagur landsins sé sá, að við því megi
ennþá. En takandi samt sem áður með í
reikninginn hve Hitler er áfram um að
koma sínu fram, ekki sízt að því er
Tekkóslóvakíu áhrærir, munu nánar gæt-
ur verða á öllum hreyfingum hersins
hafðar.
Ofanskráð grein er þýdd úr merku
bandarísku tímariti, dagsettu 29. ág. og
ætlum vér hana flytja sannari söguna um
herstyrk Þjóðverja, en gert hefir verið í
flestum blöðum, er greinar hafa flutt um
hersýnguna 15. ágúst. f þeim hefir flestum
áherzlan verið lögð á hinn stóra og ægilega
her Hitlers og meira en nokkru sinni fyr
verið gert úr stríðshættunni. Eftir lestur
ofanskráðrar greinar er nokkur ástæða til
að spyrja hvort Hitler, með nærri einum
þriðja minni her og mörgum sinnum ver
útbúnum en keisara herinn var 1914 mundi
takast það, að vinna á Frökkum skjótara
en keisarahernum ? Það má vera meiri
hvellurinn sem víggirðingar Frakka molar
á svipstundu, sem eru hinar fullkomnustu
og furðulegustu víggirðingar sem nokkru-
sinni hafa þekst. Líkindin eru meiri til
að Þjóðverjar hefðu fult í fangi með að
verjast Frökkum einum, þó hvern einasta
hermann hefðu á vestur vígstöðvum sín-
um.
En hvernig stendur þá á öllum hvala-
blæstrinum um stríðshættuna ? Stafar
hún eingöngu af áróðri vopnaframleið-
enda, sem ávalt berjast fyrir því að geta
haldið áfram að smíða vopn og selja?
Þeim hefir nú þegar orðið svo mikið á-
gengt, að stríð vex orðið hverri þjóð í
augum. Herútbúnaðurinn er orðinn svo
gífurlegur, að hann er vaxinn gjaldþoli
þjóðanna yfir höfuð. Gróðavon sigur-
sælu þjóðanna jafnar ekki einu sinni þann
reikning. Samt er áróðrinum haldið áfram
þó sjáanlegt sé að vopnasmiðir hafi meira
en fylt mæli synda sinna. Og áróðurinn
virð'ist hafa fundið ótrúlega frjóan jarð-
veg í hugum margra, sem annars eru frá-
hverfir stríðum, eins og vissum stéttum
eða flokkum alþýðunnar, er jafnvel segja
það hrópa í himininn inn, að Neville
Chamberlain, forsætisráðherra Breta, skuli
ekki hafa steypt brezka ríkinu út í stríð,
vegna óðslegra aðfara taugabilaðs leiðtoga
í Þýzkalandi og ofstopafulls þjóðstjóra á
ítalíu, sem nú rísa ekki orðið undir her-
kostnaðinum og í vasa vopnasmiðanna
eru vegna háttalags síns í stjórn, síðan
þeir fengu völd í hendur og sviftu þegna
sína öllum rétti til þátttöku í stjórnmál-
um. Að þeir hafa nú þegar ekki steypt
öllum þjóðum Evróþu í blindni sinni, út í
stríð, stafar að líkindum af því, að þeir
óttast, að hinn bældi vilji borgara sinna
rísi upp og setji þeim stólinn fyrir dyrnar.
Neville Chamberlain hefir verið brugðið
um það, að hafa ekki talað nógu ákveðið
til Hitlers og Mussolini. En þetta er ekki
á rökum bygt. í ræðu sinni 24. marz í
þinginu, varaði hann báðar þessar þjóðir
við því, að stríð milli tveggja þjóða í
Evrópu yrði til þess að fleiri eða flestar
þjóðir Evrópu færu af stað. Á ákveðnara
svari virtist ekki þörf um hvað Bretland
gerði ef til stríðs kæmi.
Þessi orð eru góð og gild ennþá. Eigi að
síður fylgir Mr. Chamberlain eins ákveðið
stefnu sinni um að afstýra Evrópustríði
og hann hefir nokkru sinni áður gert, og
mun gera, þrátt fyrir allan hávaða um að
Bretinn eigi að draga sverðið úr slíðrum
til þess að sýna yfrgangsseggjum Evrópu
í tvo heimana. Ábyrgðin sem því væri
samfara vegur meira að skoðun forsætis-
ráðherra, en æsingar um það mál.
Það getur vel verið, að stríð í Evrópu sé
óumflýjanlegt. En því verður ekki neitað
að Bretland hefir nokkuð lagt í sölurnar
til þess að afstýra því, hversu lengi sem
þess verður kostur.
Stríð getur nægilega brátt að höndum
borið, þó ekki sé blásið að þeim kolum með
æsingum.
ÁRBóK CANADA 1938
Árbók Canada (Canada Year Book) fyr-
ir árið 1938, er nýkomin út. Heimskringla
vill nú sem fyr draga athygli að þessari
fróðlegu bók. Hún er gefin út af sam-
bandsstjórninni og innihald hennar er eins
áreiðanleg frásögn af hag Canada í öllum
greinum, iðnaði verzlun, búskap, fjárhag
og völ er á, og 1001 fróðleiksmolum,
skýrslum og sögulegum atriðum. Það er
bók sem á hverju canadisku heimili ætti
að vera. ^
Bókin er 1200 blaðsíður að stærð. Til
efnisins er safnað af Hon. W. E. Euler
viðskif tamálaráðherra sambandst j órnar-
innar. Ótal myndir skreyta og skýra efni
bókarinnar, þar á meðal af blóma og
jurtaríki Canada, sem er mjög fróðlegt og
skemtilegt að kynnast (The Flora of Can-
ada).
Árbokina geta menn fengið með því að
skrifa eftir henni til Dominion Bureau
of Statistics, Ottawa, Canada, verð henn-
ar er $1.50, sem aðeins nemur prentkostn-
aði. Prestar og kennarar fá hana á sér-
stöku verði, er nemur 50 centum.
ÆTTJÖRÐIN OG VIÐ
(íslands-minni flutt á íslendingadeginum
að Gimli, 1. ágúst, 1938).
Eftir prófessor Richard Beck
heyrnarlaus sálarlega. En þess-
konar heyrnarleysi er hvorki
vænlegt til einstaklingsþroska
né frjósamrar þáttöku í andleg-
um málum, því að það vitnar um
skort á sjálfsvirðingu; og enn
standa föst í skorðum og sígild
að sannleik orðin fornu: “Þektu
sjálfan þig!”
Það er — að minsta kosti hvað
snertir okkur heima-alda íslend-
inga — meiri sannleikur fólginn
í eftirfarandi vísu úr kvæði Þor-
steins Þ. Þorsteinssonar skálds,
“Sævarsöngvar”, en jvirðast
kann í fljótu bragði:
“Mín sál verður skinin og skorp-
in
og skrælnuð og horuð og mjó,
að heyra aldrei hafsins raddir,
því hálf er hún komin úr sjó”.
Hérna vestur á víðfeðmum
sléttunum, þar sem engin fjöll
standa “sem risar á verði við
sjóndeildarhring”, — “hungrar”
íslenzkan huga “í hafsins tóna”.
Nokkur svölun er þó í því, að
horfa yfir gull kornakranna
bylgjast í blænum, því að þá fær
sléttan svip hins sólgylta hafs á
sumardegi, eins og það blasti
okkur svo oft við augum, þegar
það gerði gælur við bátinn okkar
eða hjalaði blítt við fjörustein-
ana heima.
En þegar um ræður sálræn
tengsl okkar við ættjörðina kem-
ur mér í hug saga, sem eg heyrði
einn af kirkjuhöfðingjum Norð-
manna hér vestan hafs segja á
samkomu fyrir nokkrum árum
síðan: Hann var á ferðalagi í
einu ríkinu í Mið-Vesturlandinu
og kom að kveldi dags að óásjá-
legum torfkofa í norskri ný-
bygð þar á sléttunni. Tók hann
þá eftir því, að kona ein mjög
við aldur sat uppi á flötu kofa
þakinu og sneri baki við sólsetr-
inu. Komumanni þótti þeáta
kynlegt og spurði konuna hverju
þetta sætti. Hún svaraði: “Eg
sit hér og horfi í austurátt, því
að þar er Noregur og Guðbrands-
dalur, fæðingarsveit mín.”
Hún var ekki áttavilt þjóðern-
islega, gamla konan. Tilfinning
hennar gagnvart ættjörðinni var
hrein, djúp og heit; við lang-
dvölina erlendis þafði meðvitund
hennar um skyldleikann og
skuldina við ættlandið orðið
næmari og sterkari. Svo fer
einnig öllum þeim íslendingum
erlendis, sem ekki ranghverfast
sálarlega vegna kæruleysis um
uppruna sinn og andlgar erfðir,
eða láta leiðast út á villigötur af
lönguninni til að skreyta sig er-
lendum fjöðrum; og verða svo
vitanlega hvorki fugl né fiskur
þjóðernislega og menningarlega
að lokum.
Hins er þó ljúfar að minnast
á þessum degi, íslendingadegi,
— sem er okkar árlegi þjóðern-
islegi upprisudagur —, að þeir
eru miklu fleiri, og fer fjölgandi
vestur hér, sem eiga hugarþel
gömlu konunnar norsku til ætt-
jarðarinnar og taka fullum hálsi
undir með Einari P. Jónsyni,
skáldi, er hann segir í kvæðinu
“Hugsað til íslands”:
“Prýðir Norðrið máttug móðir,
mikilúðug, tindaglæst.
Heimalands við helgar glóðir
hafa stærstu vonir rætst.
Þar á sál vor sínar rætur,
sína draumlífs messugjörð,
þar sem himinn heiðrar nætur
hvolfist yfir nýrri jörð.
“Innst í þínum eigin barmi,
eins í gleði’ og eins í harmi
ymur íslands lag.”
Grími skáldi Thomsen mæltist hér, eins
og svo oft endranær, spaklega og fagur-
lega. Langdvöl erlendis hafði glöggvað
skilning hans á því, hversu nánum og
djúpstæðum böndum menn eru tengdir
ættjörð sinni. Náttúra fslands er sam-
anofin sál vorri; margþættar raddir þess
bergmála þar. Um þetta getur hver sá fs-
lendingur auðveldlega sannfærst, sem
leggur eyru við grunntónunum hið innra í
hjarta sér, sé hann ekki orðinn algerlega
“Landið helga, heiðra morgna,
hjartað geymir svipinn þinn.
Þar mun æskan endurborna
eiga lengsta drauminn sinn.
Þó að bregðist mörgum minni,
-margir kjósi aðrar dyr,
ítaksvon í eilífðinni
eg af hendi seldi fyr”.
Við lifum á hinni mestu um-
brotaöld. Háreistar mannfélags-
hallir hrynja til grunna í jarð-
skjálftum stjórnarfarslegra
byltinga, sem fara jörðina eldi
og blóði. Heil keisaradæmi og
konungsríki eru þurkuð út í
skjótri svipan. Og á andlega
sviðinu eru breytingarnar og
byltingarnar engu minni, nema
síður sé. Aldagömlum erfikenn-
ingum og lífsviðhorfi margra
kynslóða er varpað fyrir borð;
og það er ekki að undra, þó að
ýms þrautreynd og lífræn for-
tíðarverðmæti skolist á burt í
því byltingaflóði, sem nú geisar
yfir heiminn.
Eitt af því, sem ýmsir bylt-
ingamenn samtíðarinnar vilja
feigt, telja “óalandi og óferj-
andi”, er ættjarðarástin; —
hún á eigi lengur neinn
rétt á sér, að þeirra dómi; og
þeir telja hana standa alþjóða-
samvinnu og framsókn mann-
kynsins fyrir þrifum. Reynslan
sýnir hinsvegar, að þeir menn,
sem verið hafa ættjarðarvinirn-
ir mestu og einlægustu, hafa
einnig verið hinir ákveðnustu og
víðsýnustu mannvinir og heims-
borgarar. öndvegisskáld okkar,
þeir Grímur Thomsen, Matthías
Jochumson, Stephán G. Steph-
ánsson og Einar Benediktsson,
eru merkileg dæmi slíkra manna,
og þeir eru okkur hinum máttug
fyrirmynd heilbrigðrar afstöðu
til ættlands okkar og ættarerfða
annarsvegar og til annara þjóða
hinsvegar. í ræðunni “Umboðs-
maður Vestur-íslendinga”, sem
dr. Guðmundur Finnbogason
flutti fyrir minni Jóns Bíldfells
í Reykjavík 1914, er þeim mál-
um, sem eg hefi drepið á —
sambandinu milli ættjarðarást-
arinnar (sem vitanlega er alt
annað en þröngsýnn þjóðremb-
ingur) og alþjóðahyggjunnar
(cosmopolitanism) — gerð ágæt
skil í þessum orðum:
“Sé nokkur heimsborgari í
þeim skilningi, að hann telji sér
ekki neitt þjóðerni öðru kærara,
þá er sá maður allra landa kvik-
indi og mun naumast skapa
nokkuð það, er nokkur þjóð
hefði ágirnd á. Því að þjóðern-
ið er “háttur”, sem menn eru
ortir undir, eða mót, sem menn
eru steyptir í. - Undír sama
hætti má kveða misvel, það fer
eftir efni og meðferð. f sama
móti má steypa misgóða gripi,
það fer eftir því, hve hreinn
málmurinn er og hvernig á er
haldið. En þjóðernislaus maður
væri “háttleysa” ein, eða eins og
ómótaður málmur.
Enginn getur flúið frá þjóð-
erni sínu. Hver maður hefir það
í sér eins og kvæðið “háttinn”
eða málmurinn mótið. Hitt er
hverjum mani ætlað, að yrkja
sjálfan sig sem best innan þeirra
takmarka, sem “hátturinn” set-
ur Imnum, og það er metnaður
hverrar heilbrigðrar þjóðar, að
sú drápa, er synir hennar og
dætur yrkja hver sitt erindið í,
verði svo dýr og andrík, svo
efnishöfg og innfjálg, að aðrar
þjóðir hlusti á. Þjóðernisbar-
áttan um heim allan er slíkt
kvæðakapp. Og sú þjóðin mundi
þykja mest, sem kvæði hinar í
kútinn”.
Þessi orð megum við vel
le&gja okkur á hjarta, íslending-
ar vestan hafs; við eigum — svo
að eg haldi mér við samlíkingu
dr. Guðmundar —, að yrkja
sjálfa okkur sem best, lífsljóð
okkar sem fegurst, undir okkar
íslenzka þjóðernishætti. Ann-
ars verður kvæðið, sem við vild-
um yrkja með lífsstarfi okkar
ósamróma við okkar eigin eðli
og fult af hortittum. “Enginn
getur^flúið frá þjóðerni sínu”.
Þeir, sem ginnast út á þá braut,
verða fyr eða síðar þjóðernisleg-
ir umskiftingar; en sú mannteg-
und auðgar enga þjóð menning-
arlega.
Eg vitnaði til orða Gríms
skálds Thomsen í upphafi þessa
máls. Hann átti eigi aðeins öðr-
um fremur glöggan skilning á
sálrænum tenglsum okkar við
ættjörðina, heldur einnig jafn
glöggan skilning á auðlegð og
lífsgildi íslenzkra menningar-
erfða. Því fékk hann ort erindið
reginsanna og tímabæra: