Heimskringla - 31.08.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 31.08.1938, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 31. ÁGÚST 1938 SEXTÁNDA ÁRSÞING hins Sameinaða Kirkju- félags fslendinga í Norður-Ameríku Framh. Kosning yfirskoðunarmanna. f fjarveru yfirskoðunarmann- anna, sem kosnir voru á þinginu í fyrra, dr. M. B. Halldórssonar og Ólafs Péturssonar, lagði P. S. Pálsson til, að tveir menn væru kosnir á þessu þingi, til að yfir- skoða bækur féhirðis. Tillagan var studd af Árna Thorðarsyni og samþykt. Forseti útnefndi ^þá Thorvald Péturson og Berg- thor E. Johnson sem yfirskoðun- armenn. Þá var nefndarálit fræðslu- málanefndar borið fram, og er það sem fylgir: Ýmsar tillögur fi?á fyrverandi nefndum og þingum hafa hvorki náð tilgangi sínum né komið í framkvæmd því, sem til var ætlast. Bendir það til þess, að tillögurnar hafi verið lítt fram- kvæmanlegar. Nefndin leggur því fram eftirfylgjandi tillögur, sem hún hyggur að séu máske heppilegri og framkvæmanlegri: 1. Að kapp sé lagt á að stofna sunnudagaskóla hjá þeim söfnuðum, þar sem fræðsla í trú- málum er nú ekki veitt börnum, og hvar annars staðar sem heppilegt er að það sé gert. 2. Að kennarar í hverjum sunnudagaskóla komi saman mánaðarlega, til að ræða og skipuleggja verkefni skólamál- anna; og að æskilegt sé, að prestur safnaðarins mæti með þeim, þegar möguleikar leyfa, þeim til aðstoðar í uppfræðslu- málunum. 3. Að umsjónarmanni sunnu- dagaskólanna sé falið á hendur að útvega bæklinga, sem gefnir eru út af The American Unitar- ian Asociation, og sem fjalla um nýrri aðferðir við sunnudaga- skólakenslu, og að þeim ritum sé útbýtt meðal kennaranna. — Ennfremur, að hann fái skýrslur frá öllum sunnudagaskólum inn- an kirkjufélagsins á hverjum þremur mánuðum um heildar- starfsemi skólans. 4. Að sunnudagaskólarnir komi sér upp smá bókasöfnum, skólunum til aðstoðar og kennur- unum til leiðbeiningar. 5. Að ritari kirkjufélaors;- sendi ofanskráð nefndarálit til forstöðumanna sunnudagaskóla í öllum söfnuðum kirkjufélagsins. Á kirkjuþingi 1938, % Philip M. Péturson G. 0. Einarsson Guðrún Finnsson Hafsteinn Bjarnason Thorv. Pétursson Gerði Ámi Thorðarson tillögu um, að það væri samþykt í heild sinni, eins og lésið. Tillagan var studd af Mrs. G. Benson og sam- þykt. Næst var tekin fyrir þriðji liður útbreiðslumálanefndar á- litsins, eins og nefndin hafði - gengið frá honum. Urðu enn nokkrar umræður um hann, sem lyktuðu með því, að samþykt var að fella liðinn úr, samkvæmt til- lögu frá séra E. J. Melan. r Guðm. Eyford. Fimti liður útbreiðslumála nefndarálitsins var þá borinn upp, og urðu nokkrar umræður um hann. P. S. Pálson lagði þá til, að fundi væri frestað til kl. 7. Til- lagan var studd af B. E. Johnson og samþykt. Fundi slitið. Fimti fundur var settur kl. 7 laugardagskvöldið 2. júlí. Fundargerningur fjórða fund- ar var lesin og samþyktur. Var þá enn á ný tekin fyrir fimti liður útbreiðslumálanefnd- ar-álitsins. Bar nefndin þá fram nýjan lið í stað þess þriðja, sem feldur hafði verið, svohljóð- andi: Auka guðsþjónustur skulu haldnar, eftir því sem við verður komið, af prestum félagsins, utan þeirra venjulegu umdæma, og í samráði við stjórnarnefnd | um að tveimur sé bætt við í félagsins, þar sem vitanlegt er að búa menn og konur, sem frjálsum trúarskoðunum unna. Samskot, sem tekin eru við slíkar guðsþjónustur, skulu greiðast í félagssjóð, en aftur á móti skal ferðakostnaður hlutaðeigandi prests greiddur úr félagssjóði. Tillaga séra Jakobs Jónssonar og B. E. Johnsons, áð liðurinn þannig hljóðandi sé samþyktur. Samþykt. Þá gerði Guðm. Eyford tillögu um að fimti liður sé samþyktur breytingalaust. Tillagan var studd af séra, Jakob Jónssyni og samþykt. Skýrslur safnaðar voru þar næst lesnar af ritara. - B. E. Johnson gerði tillögu um að þær væru viðteknar eins og lesnar nefndina. Breytingartillagan var studd af Jóh. Sæmundssyni og samþykt. Útnefndi þá Mrs. S. E. Björnsson þær Mrs. Hannes Líndal og Mrs. B. E. Johnson í nefndina. Fleiri voru ekki út- nefndir og voru áðurnefndar konur kosnar í nefndina ásamt þeim þremur, sem voru í henni áður. Forseti hins evangeliska lút. kirkjufélags ávarpar þingið. Forseti lúterska krikjufélags- ins, séra Kristinn K. ólafsson, sem komið hafði inn á þingið, var boðinn velkominn af forset- anum og beðinn að tala nokkur orð. Flutti hann þinginu vin- gjarnlega kveðju og lét í ljós ósk sína um viðgang kirkjumálanna Tillagan var studd af G. 0. Ein- yfir höfuð. Var orðum hans tek- arssyni og samþykt. ið með lófaklappi. P. S. Pálsson gerði þá tillögu um að fundi væri frestað til næsta dags. Tillagan var studd Skýrsla féhirðis Þá las féhirðir skýrslu sína, sem hafði verið yfirskoðuð; einn-' af Guðm. Eyford' og samþykt. ig las hann nöfn þeirra, sem höfðu sent gjarfir á árinu í út- varpssjóð félagsins, og nokkur Sjötti fundur Klukkan tvö eftir hádegi viðurkennigarbréf, sem honum sunnudaginn 3. júlí fór fram höfðu borist viðvíkjandi útvarps- guðsþjónusta í kirkju Sambands guðsþjónustunum. Gjafir í út-1 safnaðarins á Lundar. Séra varpssjóðinn námu alls $68.50, ’ Jakob Jónson flutti snjalla pré og allar tekjur félagsins voru dikun fyrir fullu húsi. $511.09, en útgjöld $255.71; í sjóði $459,85. Tillaga G. 0. Ein- arssonar studd af Árna Thorðar- syni, að skýrsla féhirðis sé við- tekin eins og lesin, samþykt. Að guðsþjónustunni lokinni var sjötti fundur settur. Fund argerningur síðasta fundar var lesin og samþyktur. Þar næst var álit fjármála- Mrs E,- J. Melan skýr8i W'nc(ndar ,a^ fram a£ forman„, fra raðstofunum, sem kvenfe- sem lagasambandið hefði gert á fundi sínum viðvíkjandi starf- rækslu sumarheimilisins á Hnausum ogj las tillögu, sem þar hafði verið samþykt. J. B. Skaptason gerði tillögu um, aðj nefnd sú, sem kosin var í fyrra' af kirkjufél. til þess að hafa það mál með höndum af þess hálfu, sé endurkosin. í þeirri nefnd voru: Sveinn Thorvaldson, ólafur Pétursson og séra E. J. Melan. Tillagan var studd. Séra E. J. Melan gérði tillögu nefndarinnar, G. 0. Einarssyni, og er það svohljóðandi: Álit f jármálanefndar 1. Nefndin álítur, að gjöld safnaðar til kirkjufélagsins eigi að vera þau sömu og síðastliðið j ár, en að þau séu aukin, ef möguleikar leyfa. 2. Stjórnarnefnd félagsins j auglýsi í blöðunum, þegar út- j varpsguðsþjónustur eru haldn- j ar, og auglýsi jafnframt, hvert samskot til þeirrar starfsemi eigi að sendast; helst ætti nefnd- in að hlutast til um að einhverjir vissir menn í hinum ýmsu bygð- um séu fengnir til að veita slík- um gjöfum móttöku. 3. Þar sem kirkjufélagið skuldar þeim Sveini Thorvald syni og dr. Rögnvaldi Péturssyni $230.00 hvorum, mælist fjár- málanefndin til að á þessu ári greiði kirkjfélagsstjórnin þessa upphæð, eða eins mikið af henni og hún sér sér fært að greiða. 4. Að $150.00 að minsta kosti sé varið til útbreiðslustarfs á þessu ári, og mælir nefndin með, að nokkru af þeirri upphæð verið varið til styrktar ung mennafélögum og sunnudaga- skólum. 5. Nefndin telur brýna nauð- syn á að kirkjufélagsstjórnin geri gangskör að því á þessu ári að innkalla skuldir, sem fé lagið á útistandandi frá fyrri árum. Á kirkjuþingi að Lundar 2. júlí 1938. G. 0. Einarsson Bergthor E. Johnson J. O. Björnsson Björn Björnsson B. E. Björnsson G. Johnson Th. Nelson Gísli Einarsson Árni Thorðarson Séra Philip M. Pétursson gerði tillögu um, að nefndarálitið væri tekið fyrir lið fyrir lið. Till. var studd af P. S. Pálssyni og sam- þykt. Liðirnir voru allir samþ. at- hugasemdalaust, nema við 4. lið gerði J. 0. Björnsson þá athugasemd, að sumarheimilis- ins væri minst í honum jafn- framt ungmennafélaga og sunnudagaskóla. Séra E. J. Mel- an taldi þess ekki þörf. B. Björnsson og Jóh. Sæmundsson lögðu til, að þessi liður væri samþyktur óbreyttur, og var það samþykt. Næst var tekin fyrir kosning milliþinganefndar í samvinnu^ málinu. G. O Einarsson bar fram tillögu um að kosningu hennar væri frestað þar til kosn- ing embættismanna félagsins væri afstaðin. Till. var studd af P. S. Pálssyni og samþ. Kosning stjórnarnefndar Fór þá fram kosning stjórnar- nefndar og hlutu þessir kosn- ingu: Forseti—Séra Guðm. Árnason, Lundar, Man. Vara-forseti—Sveinn Thorvald- son, M.B.E, Riverton, Man. Ritari—Dr. Sveinn E. Björnsson, Árborg, Man. Vara-ritari—Séra Ph. M. Péturs- son, Winnipeg Féhirðir—P. S. Pálsson, Winni- peg Vara-féhirðir — Capt. J. B. Skaptason, Winnipeg. Umsjónarm. sdsk.—Mrs. E. J. Melan, Riverton Bókavörður—Guðm. Eyford, Winnipeg. Útbreiðslustj. (Field Sec.)—Dr. Rögnv. Pétursson, Winnipeg Yfirskoðunarmenn—B. E. John- son, Winnipeg; G. E. Ein- arsson, Árborg. Milliþinganefnd í samvinnu- málinu var þar næst kosin og hlutu þessir kosningu í hana: Dr. Rögnv. Pétursson, séra E. J. Melan, B. E. Johnson, J. 0. Björnsson, séra Jakob Jónsson. Till. G. Eyford studd af J. 0. Björnsson um að fresta fundi til loka fyrirlestursins, sem aug- lýstur var kl. 8 að kvöldi. Samþ. Fundi slitið. Kl. 8 á sunnudagskvöldið flutti séra Philip M. Pétursson fyrirlestur um sögu frelsisstefn- unnar í trúmálum. Var gerður mjög góður rómur að máli hans. Séra E. J. Melan þakkaði honum fyrir erindið, og var tekið undir það með lófaklappi allra áheyr- enda. Þriðja eripdið, sem auglýst hafði verið, var flutt á samkomu, sem stjórnarnefnd kvenfélaga- sambandsins stóð fyrir laugar- dagskvöldið 2. júlí. Var það flutt af séra Guðm. Árnasyni og talaði hann um heimspekinginn og skáldið Ralph Waldo Emer- son. Annars, sem þar fór fram, verður væntanlega getið í fund- argerningum kvenfélagasamb. Sjöundi fundur Sjöundi og síðasti fundur var settur kl. hálf tíu á sunnudags- kvöldið að fyrirlestri séra P. M. Péturssonar loknum. Séra E. J. Melan þakkaði með nokkrum vel völdum orðum söfn- uðinum á Lundar og kvenfélag- inu þar fyrir ágætar viðtækur. Kvað hann gestrisni. fólks þar hafa átt mikinn þátt í að gera þingið eins ánægjulegt og gagn- legt og það reyndist. Lagði hann til að þakklæti þingsins sé bók- að. Tillagan var studd af séra Jakob Jónssyni og samþykt með lófataki. Þá gerði séra Jakob Jónsson till- um að forsetanum, séra Guðm. Árnasyni, væri þakkað fyrir góða fundarstjórn. Tillag- an var studd af Mrs. E. J. Melan og samþykt. J. K. Jónason báð um leyfi til að lesa fundargerning frá fundi fulltrúa ungmennafélag- anna, sem haldin var sunnudag- inn 3. júlí kl. 4 e. h., og var það veitt. Var fundargerningurinn á ensku og skýrði frá umræðum um tillögur þær, sem felast í áliti ungmennafélags nefndar- innar hér að framan. Rætt var einnig um möguleika fyrir al- mennri samkomu ungmennafé- laga að Hnausum dagana 30. júlí til 1. ágúst. og var nefnd kosin til að hafa það mál með höndum. Einnig var þeirri nefnd falið, að leitast við að stofna ungmenna- félög á þeim stöðum, þar sem engin eru og möguleikar eru fyr- ir hendi til stofnunar ungmenna- félaga. í nefndina voru kosin: Helga Árnason, Steina Sigurðs- son, Helga Reykdal, Hafsteinn Bjarnason, Guðrún Finnsson og Jónas Jónasson. Að þessu loknu fóru fram þingslit. Sálmurinn nr. 634 var stunginn, og forsetinn sagði þinginu slitið. BANDLAG MILLI HITLERS OG STALIN Hinn kunni blaðamaður Hu- bert Knickerbocker telur áhyggj- ur út af væntanlegu bandalagi milli Hitlers og Stalin hvíla eins og martröð á stjórnmálamönn- um Evrópu. Knickerbocker fylgist mjög vel með heimspóli- tíkinni, og mun mörgum for- vitni á að lesa eftirfarandi grein eftir hann, sem fjallar um þetta hugsanlega bandalag. Prag í Júní—Það hlýtur að hljóma nánast eins og fjarstæða að tala um bandalag milli ein- valdanna tveggja Hitlers og Stalin. En þó er það svo, stjórn- málamenn í Evrópu hafa veru- legar áhyggjur út af slíku bandalagi, og telja það engan veginn óhugsandi. Það eru góð- ar heimildir fyrir því, að sendi- herra Þjóðverja í Moskva, von der Schulenberg, greifi, hafi byrjað undirbúning að samn- ingaumleitunum við einvalda Rússa. Bandalag, sem þetta, væri beint áframhald af utanríkis- pólitík Bismarcks, því að hann lagði mikla áherzlu á nána sam- vinnu Rússa og Þjóðverja. Að hinu sama var stéfnt í utanríkis- pólitík Weimarlýðveldisins, og þessi stefna hefir ávalt átt sam- úð að mæta meðal þýzka herfor- ingjaráðsins. Það er þess vegna ekki eins ótrúlegt og ætla mætti að athugaðir séu bak við tjöldin möguleikar á samvinnu Rússa og Þjóðverja. { Frakkar einangraðir Eins og nú er málum háttað í heiminum, gæti Berlín—Moskva- öxull haft hinar víðtækustu og alvarlegustu afleiðingar. Slíkt samband yrði að sjálfsögðu túlk- að sem trygging fyrir friðnum í álfunni; Annars myndi almenn- ingsálitið í þessum löndum gera einvaldsherrunum illkleift að stofna til þess. En það er eigi að síður augljóst mál, að hlut- leysissamningur milli Rússa og Þjóðverja myndi ríða að fullu hernaðarbandalagi Frakka og Rússa. Einangrun Frakka er heitasta ósk Hitlers, riftun á bandalagi Frakka og Rússa væri honum því mjög kærkomin. Verði gerður samningur milli Rússa og Þjóðverja, sem trygg- ir það, að Rússar ráðist aldrei á Þýzkaland, er Rússum ómögu- legt að koma Frökkum til hjálp- ar, þó að Þjóðverjar ráðist á þá, eins og samningurinn um hern- aðarbandalag P'rakka og Rússa gerir ráð fyrir. Frjálsar hendur í Tékkóslóvakíu f Tékkóslóvakíu er litið á orð- róminn um hlutleysissamning milli Þjóðverja og Rússa sem tilraun Þjóðverja til að hræða Englendinga, svo að þeir veiti Tékkum enga hernaðarle^a hjálp. í Prag er talið, að Hitler muni segja við Englendinga: — Annaðhvort gefið þið mér frjálsar hendur í Tékkóslóvakíu eða eg sem við Rússa. Það er einnig vel vitað, að Winston Churchill telur mögu- leikana fyrir samvinnu Rússa og Þjóðverja einna hættulegasta friðnum í álfunni, eins og nú standa sakir. Mælt er, að Hitler hafi sett þessi tvö skilyrði fyrir hlutleys- issamningi við Rússa:

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.