Heimskringla - 31.08.1938, Qupperneq 8
8. SÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 31. ÁGÚST 1938
FJÆR OG NÆR
Messur í Winnipeg
Guðsþjónustur í
Sambands-
kirkjunni í Winnipeg byrja aft-
ur n. k. sunnudag, 4. sept., og
verða með sama móti og áður, á
ensku kl. 11 f. h, og á íslenzku
kl. 7 að kveldi til. Eru allir
meðlimir safnaðarins og vinir
beðnir að minnast þess og láta
það fréttast. Einnig eru með-
limir söngflokkanna, beðnir að
minnast þess og taka aftur þátt
í því starfi sem þeir unnu svo
samvizkusamlega og vel í fyrra.
Sunnudagaskólin verður á
sama tíraa og áður, kl. 12.15 en
hann byrjar sunnudaginn 11.
sept. Eru foreldrar beðnir að
minnast þess og láta börnin sín
sækja sunnudagaskólan.
* * *
Vatnabygðir, sunnudaginn
4. september:
Kl. 11 f. h.: Sunnudagaskólinn í
Wynyard.
Kl. 2 e. h.: Messa í Wynyard.
Kl. 4 e. h.: Mhssa í Leslie.
Báðar messurnar verða á ís-
lenzku. Ræðuefni á báðum stöð-
um: Uppskeran.
Jakob Jónsson
* * *
Kvenfélag Sambandsafnaðar í
Winnipeg heldur fund n. k.
þriðjudagskvöld, 6. sept. kl. 8
að heimili Mrs. S. B. Stefánsson,
740 Banning St. Mjög áríðandi
málefni liggja fyrir fundinum,
og er því skorað á aliar kven-
félagskonurnar að sækja fundin.
* * *
%
Heimskringla er beðin að
minna á söng samkomurnar í
Árborg og að Hnausum á föstu-
dags- og laugardagskvöldið í
þessari viku. Þá koma fram
kórarnir, sem R. H. R. hefir
verið að æfa nyrðra og sem frá
hefir verið skýrt áður í þessu
blaði. Er einkum búist við fjöl-
breyttri skemtun á Hnausum,
því þar syngja flestir eða allir
kórarnir. Ennfremur les Lúðvík
Kristjánsson þar upp, sem mikið
má vera, ef ekki kemur áheyr-
endunum í gott skap.
* * *
Bergur Guðmundsson úr
Framnes-bygð í Nýja-íslandi var
staddur í bænum um síðustu
helgi. Hann var að sækja gerfi-
fætur, er hér var verið að smíða
fyrir hann.
Bréf I Gefin voru saman í hjónaband! Árni Eggertsson lögfræðingur
Portland, Ore., 27. ág. s. 1. laugardagskvöld Thorvaldur og fjölskylda hans, eru flutt
Ritstj. Hkr., |Jón Guðjónsson og Steinunn vestan frá Wynyard til Winni-
Kæri landi___24. ágúst verður Grímólfsson, bæði til hemilis á peg. Hann tekur hér upp lög-
S.
framvegis hátíðardagur okkar ís j Mikley. —- Brúðurin er dótt-
lendinga hér í Portland, því þá'ir Jóhannesar Grímólfssonar
kom fyrv dómsmálaráðherra. °g Guðrúnar Hafliðason konu
Jónas Jónsson til okkar. jhans en brúðguminn er son-
Barði Skúlason og sá sem þetta,ur Jóns Guðmundar Guðjóns-
ritar tóku á móti honum á járn- sonar og Guðrúnar Thorvaldsson
brautarstöðinni, ásamt fréttarit- j konu hans. Hjónavígslan fór
urum blaðanna, myndasmíðum fram á heimili séra Philip M.
þeirra og útvarpsmönnum. Þaðan Pétursson, 640 Agnes St., í Win-
fórum við þrír til University nipe» Ungu hjónin setjast að á
Club, þar sem Jónas gisti, og Mikley.
höfðum kveldmat, þaðan fórum)
við á útvarpsstöðina, þar talaði | Leiðrétting
hann í 15 mínútur, síðan var j f grein minni sem birtist í
farið á heimili Jóns G. Gíslason- Heimskringlu þann 17. ágúst s.
ar, þar voru saman komnir um 1. um gullbrúðkaup þeirra Free
fræðisstörf í félagi við G.
Thorvaldson lögmann.
50 mans; Jónas talaði þar bæði
á ensku og íslenzku og svaraði
man’s hjónanna í Upham, N. D.,
féll af vangá úr nafn Mrs. J. K.
10,000 spurningum! Kl. 3 að ólafson, Garðar, N. Dak., sem
morgni vorum við þremenningar
aftur komnir í herbergi Jónasar,
en kl. 8 fylgdi eg honum um
borð á járnbrautarlestina og fór
með honum hálfa dagleið áleiðis
til San Franancisco. Eg get
sagt fyrir alla sem kyntust hon-
um hér, að við teljum okkur
langtum ríkari fyrir það og ósk-
um honum allrar hamingju og að
fsland megi njóta dugnaðar hans
og framsýni í mörg ókomin ár.
Vinsamlegast,
Guðmundur Thorsteinson
Ungmenni, fermd í Mozart,
sunnudaginn 28. ágúst, af séra
Jakob Jónssyni:
Þórður Stefán Árnason
Marvin Elswood Josephson
Albert Þórarinn Bjarnason
Friðrik Elíasson
Stephen Vilhjálmur Nicklin
Herdís Viola Hallgrímsson
Jona Vivian Hallgrímsson
Kristín Aurora Bjarnason
Elízabeth Þórunn Nicklin
Málfríður Sigurlín Josephson
Kristbjörg Elíasson.
* * *
Mrs. Rev. Run. Marteinsson
veiktist af byltu og var flutt á
spítala; er það kom í ljós að hún
þjáðist af gömlu meiðsli (kvið-
sliti) var gert að því með hol-
skurði af Dr. Thorlaksson-. Sú
aðferð tókst vel og Mrs. Mar-
teinsson á góðum batavegi. —
Dóttir þeirra hjóna Mrs. Dr.
Brown kom frá Ninette og dvaldi
nokkra daga hjá föður sínum
meðan móðir hennar var sem
veikust.
Samkomur Jónasar Jónssonar I
Undanfarandi tíma hefir fyrverandi dómsmálaráð-
1 herra Jónas Jónsson alþingismaður verið á ferðalagi um
= bygðir íslendinga í Vestur Canada og er nú staddur
= vestur á Kyrrhafsströnd. Er hann væntanlegur úr því
= ferðalagi hingað til bæjar um 5. sept. Heimsækir hann
= þá íslenzku bygðirnar innan Manitoba og Norður-Dakota.
= Flytur hann erindi á eftirfylgjandi stöðum og tíma:
Lundar, Man. ..............Þriðjudagskveld, 6. sept.
Hayland, Man. ...........Miðvikudagskveld, 7. sept.
= Glenboro, Man...............Mánudagskveld, 12. sept.
Brown, Man.....................Þriðjudagskveld, 13. sept.
= Upham, N. Dak.............Miðvikudagskveld, 14. sept.
Mountain, N. Dak................Fimtudagskveld, 15. sept.
Garðar, N. Dak............... Föstudagskveld, 16. sept. " =
Selkirk, Man..............Laugardagskvöld, 17. sept.
Framhaldandi samkomuhöld auglýst í næstu blöðum. =
E Aðgangur að hinum sérstöku fyrirlestra samkomum 35c =
Stjórnarnefnd Þjóðræknisfélagsins =
Ím lli 11 ii i n 1111111 ii i ii 111111 n i n i ii i n i n 1111 ni 11 n i ii M11 ii n 111 iiii 1111111111111 iii 11 il 1111 iii ir?
þátt tók í skemtiskránni og á-
gæta ræðu flutti við þetta tæki-
færi. Mrs. Ólafson var skóla-
kennari þar í bygðinni á frum-
býlingsárunum, og er fornvinur
þeirra Freemans hjónanna. Tal-
aði hún til þeirra af miklum hlý-
hug og flutti sitt mál vel og
skörulega. Vil eg biðja hana og
alla hlutaðeigendur velvirðingar
á þessu glappaskoti.
Virðingarfylst,
G. J. Oleson
* * *
Mrs. Sigríður Swanson, kona
Friðriks Swanson málara að 626
Alverstone St., Winnipeg fékk
aðkenningu af slagi á mánudag-
inn í síðast liðinni viku og var
flutt á Grace spítalann. Er hún
þar enn og er óstyrk.
* * *
Jóns Sigurðssonar félagið (I.
O. D. E.) heldur fund á heimili
Mrs. J. B. Skaptasonar, 378
Maryland St., mánudagskvöldið
12. sept. n. k. kl. 8.
* * *
Hallur Johnson frá Víðir,
Man., er verið hefir hér um tíma
til lækninga á sjúkrahúsi við
kviðsliti hefir fengið bót meina
sinna í svip að minsta kosti og
hélt heimleiðis í gær.
* * *
Flutti ræðu um íslenzkar
fornbókmentir í Duluth
Dr. Richard Beck, prófessor í
Norðurlandamálum og bókment-
um við ríkisháskólann í Norður
Dakota, var einn af aðalræðu-
mönnum á «sambanc(sþingi:
norskra þjóðræknfsfélaga í Vest-
urheimi, sem haldið var í Du-
luth, Minn., 19.—20. ágúst, og
þúsundir manns sottu víðsvegar
að.
Flutti hann fyrirlestur á
ensku um forníslenzkar bók-
mentir (“The piassical Litera-
ture of the North”) laugardags-
kvöldið þ. 20 ágúst fyrir kring-
um 2000 áheyrendum. Birtu
amerísku stórblöðin í Duluth
og annarsstaðar útdrátt úr fyr-
irlestrinum og hans er einnig
lofsamlega getið í norsk-ame-
rískum blöðum.
ÍBÚÐARHÚS til sölu
í Arborg Man.
Ágætt íbúðarhús í bænum Árborg, Man., á tveimur lóðum.
Ný-uppgert og í bezta standi. Fæst með öllum húsbúnaði
eða án hans.
Væntanlegir kaupendur snúi sér til:
UNION LOAN & INVESTMENT CO.
Room 608, Toronto General Trusts Bldg.
Winnipeg, Man.
Mr. Ben Johnson kom til borg-
ar í sumarfríi sínu og fór til
Saskatchewan að hitta kunn-
ingja, hélt aftur til Beresford
Lake, Man., í vikulokin, þar sem
hann starfar að gullgreftri í
S Gunnar Gold. Hann lét vel af
= j sínum högum.
* * *
Nýlega lézt í Seattle, Wash.,
Finnur Líndal, 29 ára. Foreldrar
hans eru Mr. og Mrs. Hjörtur J.
Líndal í Blaine. Systur á hlnn
látni 3 á lífi og einn bróður:
Mrs. Gordon Roessel, Custer,
Mrs. Bertha L. Reed, Seattle,
sem hinn látni bjó hjá, Emily
Líndal, Blaine og Magnús Líndal.
S. S. Anderson frá Piney,
var staddur í bænum í byrjun
þessarar viku í ,viðskiftaerind-
um.
* * *
Guðsþjónusta í kirkju Kon-
kordía safnaðar kl. 2 e. h.
s. s. c.
* * *
Þessi eintök af Almanaki
Þjóðvinafélagsins óskast til
kaups: 1890, 1891, 1892, 1906,
1930, 1933, 1934, 1935, 1937.
D. Björnsson “Heimskringla’’
* * *
G. T. stúkan Skuld er nú að
undirbúa Tombólu til afðs fyrir
sjúkrasjóð sinn, sem haldin verð-
ur 3. október næstkomandi.
Nákvæmar auglýst síðar.
* * *
Séra K. K. ólafsson flytur
guðsþjónustur sem fylgir í
Vatnabygðunum í Saskatchewan
sunnudaginn 4. sept.:
Kristnes skóla, kl. 11 f. h. (fljóti
tími).
Foam Lake, kl. 2 e. h. (fljóti
tími).
Mozart, kl. 4 e. h.
Kandahar, kl. 7.30 e. h.
f Foam Lake og Mozart verða
messurnar á íslenzku. f Krist-
nes og Kandahar á ensku. —
Ferming og altarisganga í
Kandahar.
* * *
Til 625 Sargent Ave., senda
margir úrin sín til aðgerðar. C.
Ingjaldson gerir vel við þau,
vandvirkur maður.
* * *
Munið eftir að hin nýútkomna
bók, Myndir II. af listaverkum
Einar Jónssonar frá Galtafelli
fæst nú meðan upplagið hrekk-
ur á skrifstofu “Hkr.” fyrir
$2.65; burðargjald, ef um póst-
sendingu er að fæða, lOc. Þeir
sem eiga eldri bókina er kom út
fyrir 12 árum munu vilja eign-
ast þessa. Eiga þeir þá mynda-
safn af öllum verkum hans.
Stjómarnefnd
Þjóðræknisfélagsins
• * * *
íslendingadags prógröm
Eftirfylgjandi fslendingadags
prógröm óskast til kaups, fyrir
árin 1891, 1897, 1900, 1901, 1903,
1904, 1908, 1909, 1914.
Eintökin mega ekki vera rifin
eða mjög óhrein. Sendið þau
ekki en tilkynnið “Hkr.” hvaða
árganga þér hafið, og á hvaða
verði. Verður yður þá svarað
strax um hæl.
Ráðsmaður Hkr.
því að útlitið kvað sjaldan hafa
verið alvarlegra en um síðustu
helgi, að Evrópu yrði steypt út í
stríð út af Tékkóslóvakíu-mál-
unum.
Hitler og blöð Þjóðverja urðu
mjög æf út af ræðu er Sir John
Simon hélt s. 1. föstudag, þar
sem hann ítrekaði það sem Ne-
ville Chamberlain sagði s. 1. vor,
að stríð milli tveggja þjóða í
Evrópu meinti stríð milli fleiri.
Þjóðverjar tóku þetta, til sín,
enda átti yfirlýsing Sir John
Simon að 'vera viðvorun til
þeirra.
Hitler fór í hendingskasti og
yfirskoðaði herstöðvarnar á
vesturlanda-mærum Þýzkalands.
Og árásir þýzkra blaða á Tékkó-
slóvakíu voru svo gífurlegar, að
við öllu illu mátti búast.
En Bretinn hefir nú ennfrem-
ur sýnt alvöru sína með því að
ákveða að senda herskip sín 6.
sept. í norðurveg.
Við þær aðfarir er ekki ólík-
legt, að Hitler hugsi sig tvlsvár
um áður en hann ræðst á Tékka.
Stalin meiðist í bílslysi
Þegar Stalin ók heim á sveit-
arbýli sitt í gær, varð það slys
á veginum, að ökusveinn hans ók
á einn af varðmönnum Stalins á
mótorhjóli. Dó varðmaðurinn.
ökusveinninn sem er þýzkur
kommúnisti, Erik Schulze að
nafni, misti um leið stjórn á
ÞJóÐRÆKNISFÉLAG
ÍSLENDINGA
Porseti: Rögnv. Pétursson
45 Home St. Winnipeg, Man.
Allir íslendingar í Ameríku
' ættu að heyra til
Þjóðræknisfélaginu
Ársgjald (þar með fylgir
Tímarit félagsins ókeypis)
$1.00, sendist fjármálarit-
ara Guðm. Levy, 251 Furby
St., Winnipeg, Man.
Pianokensla
R. H. RAGNAR
Kenslustofa:
Ste. 1 Mall Plaza
Phone 38175
bílnum, er snerist og rann út á
brún á veginum og loks út af
honum og rekst á tré. Stalin
meiddist lítilsháttar á handleggn
um og hefir hendina í fatla. —
Ökusveinninn var undir eins
handtekinn og kærður fyrir
skemdarverk, sem aðrir fantar,
af ásettu ráði.
Hermenn strjuka
Á síðast liðnum þrem mánuð-
um hafa 100 manns strokið úr
þýzka hernum, hafa komist út úr
landinu, með einhverjum ráðum.
ÍSLANDS-FRÉTTIR
Kúadauði í Grímsnesi
Þrjár kýr hafa nýlega drepist
í Hraunkoti í Grímsnesi og er
talið að um sé að ræða eitrun er
stafi af vítissóda, sem þær hafi
étið. Kýrnar virtust taka út
miklar kvalir, áður en þær dráp-
ust og kjötið af þeim varð blá-
svart á litinn.—N. Dbl. 30. júlí
* * *
Úr Skagafirði
Tvo undanfarna daga hefir
verið afbragðs þurkur í Skaga-
firði, svo að allir hafa hirt aðl
ljánum. Víðast hvar er þó eitt-1
hvað eftir að slá af túnum, en 1
því verður lokið á næstunni. Tún !
hafa sprottið vel síðustu daga,
en á útengi er grasspretta léleg. !
—N. Dbl. 4. ág.
U
AINTREE” SKYRTUR
Winnipeg-menn eru farnir að kannast við, að “Ain-
tree” skyrtan er í fremstu röð í þeim verðflokki sem hún
heyrir til. Kostir hennar byrja með vefnaðinum á klæð-
inu sjálfu, sem er þétt ofið og þolir ótal þvotta. Og svo
eru “Aintree” skyrtur sniðnar og saumaðar á sama hátt
og allar vandaðar skyrtur. Tiglar og randir eftir allra
smekk; ennfremur í samfeldum litum. —
Kragi áfastur og innsaumaður. Stærðir 14
upp í 17. Verð.............................
I karlmanna fatadeildinni, Tlie Hargrave Shops for Men, á aðalgólfi.
$1.50
T. EATON C9,
LIMITED
HLJÓMLEIKAR
í NtJA ÍSLANDI
Söngflokkur undir stjórn R. H. Ragnars hafa
samkomur á þessum stöðum:
ÁRBORG....................Föstud. 2. sept.
Auk söngflokkanna verður margt annað til skemt-
unar og dans á eftir. Veitingar seldar.
< Aðgangur 35 cents.
Hljómleikar að Hnausa
LAUGARDAGINN 3. SEPT.
Hundrað og tuttugu manna blandaður kór og barna-
flokkur hundrað barna.
Lúðvík Kristjánsson með kvæði, tvísöngur, o. fl.
og dans.
Aðgangur 50 cent.
Fyrsti fundur stúkunnar
i Heklu, eftir sumarhvíldina,
jverðuT fimtudaginn, 8. sept. n.
k. Er þá verið að efna til góðs
skemtífundar með kaffidrykkju.
Mrs. Sveinbj. Gíslason, 706
Home St., Winnipeg kom heim í
gær úr skemtiferð vestan
Saskatchewan.
NÝJUSTU FRÉTTIR
Bretar fylgja Frökkum
verði árás hafin á
Tékkóslóvakíu
Á ráðuneytisfundi á Bretlandi
í gær, er sagt að samþykt hafi
verið í einu hljóði, að veita
Frökkum fylgi, ef ráðist yrði á
úr i Tékkóslóvakíu.
Ákvörðun þessi var tekiiúaf
KENSLUBÆKUR
Skólar eru nú rétt að byrja. Eg hefi á boðstólum
skólabækur fyrir alla bekki. Einnig hefi eg til sölu
stórt úrval af bókasafnsbókum, líklega um þúsund
bindi, sem seljast við alveg óheyrilega lágu verði.
Þetta ætti fólk til sveita að nota sér.
. THE BETTER ’OLE
548 ELLICE AVENUE
Ingibjörg Shefley
i