Heimskringla - 07.09.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 07.09.1938, Blaðsíða 1
LII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, SEPT. 7. 1938 NÚMER 49. HELZTU FRETTIR f gær var beðið eftir því með mikilli eftirvæntingu, hverju Hitler svaraði síðasta tilboði Tékkóslóvakíu í þrætumálinu sem risið hefir út af Þjóðverj- unum sem í landinu búa. Það hefir upp 'aftur og aftur litið svo út, sem Hitler mundi steypa sér yfir Tékkóslóvakíu, eins og Autsurríki. En af því hefir ekki orðið vegna ótta hans við af- leiðingarnar af því, þar sem bæði Rússar og Frakkar standa Tékkóslóvakíu að baki. Bretar og Frakkar hafa ráðlagt Tékkó- slóvakíu, að verða við kröfum Hitlers alt sem auðið er. Og það hafa Tékkar nú gert. Þjóð- verjarnir í Tékkóslóvakíu hafa fengið nálega öll þau hlunnindi, sem þeir fara fram á nema það, að gefa þeim eftir landshlutan sem þeir búa í. Öðru í kröfum Hitlers hefir og ekki verið sint, en það er að Tékkóslóvakía slíti sambandi sínu við Frakka“ og Rússa En lengra en þetta segj- ast Tékkar ekki fara. Á nú Hitler að velja milli þess, að samþykkja þetta og hins að fara í stríð. Og hljóðið í honum er, þessa stundina, að hann kjósi heldur stríð. Geri hann það, er Evrópustríð óumflýjanlegt, því með Tékkum fara undir eins Frakkar og Rússar af stað. Og Rretar nauðugir viljugir síðar. * * * Tíunda ársþing nazistaflokks- ins í Þýzkalandi hófst í gær (6. sepa.) í Nuremberg. Stendur það yfir í átta daga. Eins og lög gera ráð fyrir, hélt Hitler þar ræðu fyrstur manna í gær. Gerði hann samanburð á hag þýzku þjóðarinnar nú og fyrir 10 árum, er nazistar tóku sér völd í hendur. Komst hann að þeirri niðurstöðu, að spursmál væri hvort þýzka þjóðin hefði ekki tortýmst, ef forsjónin hefði ekki sent henni nazista. En það sem einkennilegt þótti við ræðu Hitlers, var að hann mintist ekki á Tékkóslóvakíu- málið í henni. Menn frá öðrum þjóðum sem þarna voru, urðu fyrir vonbrigðum að heyra Hitl- er ekki minnast neitt svo að kalla mætti á utanríkismál. f Franco uppreistarforingi á Spáni, sendi mannmarga full- trúanefnd á Nuremberg-}>ingið. * * * í gær voru tugir þúsunda af hermönnum og þúsundir tonna af vopna-útbúnaði sent a norð- vestur vígstöðvarnar á Frakk- landi og sem alt hvarf ofan í Maginot-skotgrafirnar. Á Frakklandi var aðal-um- talsefni manna, að 300,000 manna í varaliðinu hefði verið kallað út til að vera við öllu búið. * * * Með skipinu Queen Mary, sem í gær kom til New York, bárust Bandaríkjastjórninni tuttugu og fjögra miljón dollara virði af gulli. Gull hefir á síðast liðnum mánuði hrúgast til Bandaríkj- anna frá Evrópu til geymslu, þó á einum degi hafi aldrei eins mikið borist þeim og þetla. Er stríðshætta í Evrópu talin að nokkru asta;ða fyrir þessu. * * * Af ginklofa, barnaveikinni sem hér í Manitoba virðist land- læg orðin, hafa 65 börn orðið veik í ár, 76 í fyrra, 110 í hitteð- fyrra um sama leyti. Eftir þeim .skýrslum virðist plágan vera í rénum. Á verkamannadaginn og yfir síðustu helgi dóu 321 af slysum í Bandaríkjunum. í bílslysum týndu 225 af þeim lífi. í Can- ada dóu einnig yfir heigina 39 manns af slysum. * * * Af skýrtdti að dæma frá Hveitisamlagi Saskatchewan- fylkis, dagsettii 2. sept., er kornuppdiera fylkisins metin sem hér segir i búsjeium: Thatcher-hveiti ... 27,758,000 Öðru (brauð) hveiti 108,536,000 Durum-hveiti ....... 7,297,000 Samtals ........143,591,000 Hafrar ............. 97,668,000 Bygg .................22,995,000 Hör ......:............. 953,000 Rúgur ................ 3,916,000 Eins og ofanskráðar tölur bera með sér, var litlu sáð af Thatcher-hveiti, sem þó er ó- hultast fyrir ryði. Af; hverri ekru fengust 17.4 búsjel af Thatcher, 12.3 af Durum og 10.2 af öðru -hveiti, 24.5 af höfrum, 20.4 af byggi 6.04 af hör, 13.4 af rúgi. * * * f ræðu sem forsætisráðherra Ungverjalands, Bela Imredi hélt s. 1. sunnudag, tilkynti hann að fyrir stjórninni vekti að her- væðast af krafti og skylda menn til herþjónustu. Forsætisráðherra kvað eng- an kvíðboga þurfa að bera fyrir því, að með þesu væri að nokk- urri þjóð miðað, heldur væri það gert vegna þess, að allir þjóðir sjálfur sýndur, fyrsti hvíti mað- |urinn er til Manitoba og Sask- atchewan kom. Rak svo hver vagninn annan, er minti á sögu og byggingu landsins. — Tóku margar stofnanir og viðskifta- hús þátt í skrúðförinni með því að leggja til sinn vagninn hver. Á einum vagninum voru fyrstu bjálkahús hvítra manna hér sýnd og á öðrum flest er að bún- aði og lífi manna laut á þeim 'tímum. Skrúðförin var ein af hinum meiri, sem hér hefir ver- ið haldin. * * * Elzti sonur Alfonso Spánar- konungs fyrverandi, sem kallaði sig Covadonga greifa, dó á spít- ala í Miami, Fla., á þriðjudag- inn. Hafði verið að skemta sér nóttina áður, var á ferð í bíl sem vinstúlka hans stýrði á síma- staur meiddist stúlkan lítið og hann ekki mikið að sjá. Hvað honum varð að bana er ekki heyrinkunnugt, en alþekt er að hann í fyrra var langt leiddur af hemophilia, sem er með þeim hætti að blóðið storknar ekki ef maður fær skeinu, heldur rennur óstöðvandi. — Sá veikleiki er sagður ganga frá einni kynslóð til annarar í sumum konungs- ættum. Stúlkan er í varðhaldi. * * * í Amsterdam á Hollandi voru mikil hátíðahöld í vikubyrjun í tilefni af því, að 40 ár voru liðin síðan drotningin Vilhelmina tók við ríki, og fagnaður meðal þegna hennar um lat land. * * * í þeim mikla ófriðarhvin sem nú er að heyra frá Evrópu, tók upp úr snjöll og örugg rödd Bullits sendiherra Bandaríkja í sinna geri mér aðvart sem allra fyrst, og skal eg þá tafarlaust senda þeim eintak af eyðublöð- um, sem landlæknirinn sendi mér í því skyni. Þetta má ekki dragast, því óskað er eftir að það sé komið til íslands um 1. október. Sig. Júl. Jóhannesson 218 Sherburn St., Winnipeg, Man. fes/i t, * y vooj ou oim yjvfyjií 1 -- 1 væru að efla her sinn. Og hann' Frakklandi. Hann flutti ræðu kvað þetta ekki í neinu sam- Þar sem niargt stórmenni var bandi standa við för sína ogjsaman komið til að afhjúpa Horthy aðmírals á fund Hitlers. bautastem til minningar um og Mussolini nýlega. Eitt af ameríska menn sem féilu á Frakklandi, |og sagði: “Engum er fært að spá um það hvort Amenkumenn ganga því sem stjórnin ætlaði að hafa gætur á væru áhrif Gyðinga. 'En hún ætlaði sér heldur ekki að ^. __________ leyfa fasistum eða nazistum að í leikinn ef til cfriðar kemur í vaða uppi. Fyrir stjórninni! Evrópu. En Frakkland. og vekti að lifa í friði við aðrar J Bandaríiun eru traustum vin- þjóðir og skifta við þær eins áttuböndum bundin, þau hafa og báðum aðilum væíi hagkvæm-j komið hvort öðru til hjálpar ast. | þegar |æim lá mest á, og eru Forsætisráðherran kvaðst nátengd af elsku sinni til frjáls- ekki á móti smáríkja samband-1 ræðis, lyðræðis og friðar. f inu vera, en óskaði þess þó að'Þeim ndkla vanda sem veröldin þjóðirnar sem í því væru, létu Jstendur í, hefir Frakkland borið Ungverja njóta fullkominna! s% svo prúðlega og stillilega, að réttin^a, sem heima ættu hjá í aHir dáðst að því ” þeim, í Tékkóslóvakíu, Jugo-; í veizlu sem nefndur sendi- slavíu og Rúmeníu. Kvað hann j herra talaði í um sama leyti því ekki að leyna, að Tékkósló- eru þau orð höfð éftir honum, vakía uppfylti þessa sjálfsögðu skyldu ekki sem bezt. * * * Tveir vísindamenn frá Car- negie stofnuninni hafa verið að rannsaka hella nýlega í grend við Roaring Springs í Oregon í Bandaríkjunum. Fundu þeir þar ýmsa muni, svo sem boga, örfar, spjót og skó, er þeir segja Indí- ána hafa átt, er hér muni hafa búið fyrir 10,000 árum. Sam- kvæmt því hafa menn verið í Norður-Ameríku í lok síðustu ísaldar og meðan Canada var að nokkru leyti þakið ís, en það er löngu áður en ætlað hefir verið til þessa, að Ameríka hafi verið bygð mönnum. * * * Hátíðahöldin í minningu um komu La Verandrye til Vestur- Canada fyrir 200 árum, standa nú sem hæst í Winnipeg og St. Boniface. Á mánudaginn fór skrúðför nærri einnar mílu löng frá Market Square í Winnipeg og út í Whittier Park. Á fyrsta vagninum var La Verandrye ISL AN DS-FRÉTTIR að Bandaríkin og Frakkland væru sameinuð bæði í friði og stríði.. * * * í vatnavöxtum og áflæði í Portneuf í Quebec-fylki, fórust 11 manns s. I. fimtudag. TILKYNNING Eg hefi fengið bréf frá land- lækninum á íslandi ,'þar sem hann biður mig að útvega sér á- byggilegar upplýsingar um alla þá íslenzku lækna í Vesturheimi, sem fæddir séu á íslandi. Hann er að' búa undir prentun bók (læknatal) með stuttu æfi- ágripi allra lækna heima, og langar til að hafa þá þar með, sem búsettir eru erlendis en fæddir heima. (.. Eg veit enga vænlegri aðferð til þess að láta alla hlutaðeig- endur vita þetta, en þá að birta það í íslenzku blöðunum. Vil eg því mælast til að allir heima- fæddir íslenzkir læknar hér í álfu, sem þetta lesa og því vilja Horfurnar um afkomu land- búnaðarins eru betri en í vor Alþýðublaðið hafði í gærdag tal af Steingrími Steinþórssyni búnaðarmálastjóra og spurði hann um horfurnar um afkomu landbúnaðarins á þessu ári. Steingrímur Steinþórsson hef- ir, eins og lesendum blaðsins er kunnugt um, ferðast allmikið um sveitahéruð landsins í sum- ar og kynt sér ástand og horf- ur í búskap. Ferðaðist hann aðallega um Suðausturland, Austurland og Norðurland. — Hann lagði af stað í ferðalag sitt 18. fyrra mánaðar og kom aftur heim 6. ágúst, eða fyrir viku síðan. Dvaldi hann lengst af í Skaftafellssýslum og Múla- sýslum, en kom auk þess í önnur héruð. | Steingrímur Steinþórsson sjagði meðal annars: “Til að byrja með í vor og s|umar var graspretta um land alt mjög slæm. Mun það aðal- léga hafa stafað af kuldunum fyrst framan af, enda var eins og menn muna mikill hafís fyrir Vestur- og Norðurlandi, meiri en menn hafa átt að venjast undanfarin ár. Sláttur byrjaði því alls staðar mjög seint, en þegar líða tók á sumarið batn- aði tíðin og jafnframt óx sprett- an, svo að betur hefir ræzt úr en áhorfðist. Þurkarnir núna síðustu vikurnar hafa líka gert það að verkum, að hey hafa nýzt mjög vel og töður til dæmis alveg ágætlega, þó að þær séu hins vegar ekki miklar eða meiri en áður. Þrátt fyrir þetta má búast við heldur litlum heyjum í haust vegna þess, hversu byrj- unin var léleg.’’ — Nýting í görðum? “Það má segja hið sama um hana og grassprettuna. Byrj- unin var lítilfjörleg, en síðsum- ars hefir mjög batnað. Ef tíð- in verður góð alt til 10. sept., má því búast við allgóðri nýt- ingu í görðum.” — Er garðrækt nokkuð að vaxa? / “Já, garðrækt virðist fara mjög vaxandi um land alt og hefir í vor áreiðanlega verið sáð kartöflum í miklu ,stærra land en nokkru sinni áður. Er þetta gleðilegur vottur um aukna hagsýni og vaxandi fram- tak landsmanna.” — Hvernig gengur fjölgun nýbýlanna ? “Þeim fjölgar stöðugt og það þekkist varla að menn, sem hafa stofnað nýbýli gefist upp. Menn njóta eins og kunnugt er styrks til að koma upp nýbýlum og byrja búskap á þeim. Hefir það verið mörgum bóndanum mikil hjálp og hvöt til að geta lyfirstigið byrjunarörðugleik- ana.” — En leggjast gamlar jarðir í eyði? “Það’ er varla hægt að segja það. Og eg veit ekki um mörg dæmi. Hins vegar er ekkert við því að segja,'þó að rytjukot, sem ómögulega geta framfleytt bóndanum og fólki hans, leggist í eyði, ef bóndinn byrjar búskap annars taðar, þar sem landkostir eru heppilegri og betri.” — Mæðiveíkin? “Já, hún er hin ægilega plága, sem herjar landbúnaðinn — og hann mun lengi um ókomin ár bera merki af. Alls staðar, þar sem mæðiveikin hefir ekki herj- að, voru skepnuhöld mjög góð í vor. Mæðiveikin fer enn um sveitirnar, en hún virðist fara hægar og vera jafnvel í rénum, þar sem hún byrjaði fyrst. Ann- ars get eg lítið um þetta mál talað, því að það, hvernig þessi pest hagar sér er okkur að miklu leyti ókunnugt. Hún getur svo sem vel haft það til að blossa upp aftur, þar sem hún hefir virst vera í rénum.” — Hvernig er verðlag á land- búnaðarafurðum ? “Það er ekki gott. Ull mun að líkindum lækka um einn þriðja hluta eða jafnvel fum helming frá því, sem hún var í fyrra. Gærur lækka líka áreið- anlega í verði, en kjötverð get- um við enn ekki sagt um. Þegar á alt er litið hefir seinni hluti þessa sumars gert menn svolítið bjartsýnni á a'fkomu landbún- aðarins en menn voru áður, en þar var heldur ekki úr háum söðli að detta. Síðasta ár var eins og kunnugt er mjög gott verðlag á landbúnaðarafurðum og hjálpaði það mörgum bónd- anum mikið.”—Alþbl. 15. ág. * * * Bílslys á íslandi Sú fregn barst blaðafrétta- stofu Bandaríkjanna s. 1. viku, að frú Guðrún Lárusdóttir í Reykjavík, kona Sigurbjörns A. Gíslasonar trúboða, og tvær dæt- ur þeirra, hafi farist í bílslysi austur í Árnessýslu. í fregninni er hermt að bíllinn hafi farið út af brúnni við Hvítá, og út í ána. Þær mæðgur voru í aftursæti, en Sigurojörn í framsæti með bílstjóra; björguðust þeir báðir en konárnar druknuðu. Frú Guðrún var þingmaður fyrir Reykjavíkur-bæ. Ekkja Dolfuss, sem myrtur var fyrir fjórum árum, hefir gengið í klaustur í Lausanne í Sviss. Fær hún að hafa börn sín,' Evu, 10 ára, og Rudi, 7 ára, hjá sér. R Æ Ð A flutt í samsæti fyrir Rágnar H. Ragnar að Hnausa, Man., 4. september 1938 eftir Dr. S. E. Björnsson Fáir viðburðir í lífi Vestur- fslendinga hafa hlotið eins mik- ið almenningslof og söngkensla og samkomur Ragnar H. Rag- nars. Nú hafa Vestur-íslend- ingar á þessu sumri orðið fyrir því láni að fá heimsókn frá ein- um ágætasta íslendingi að heim- an, Jónasi frá Hriflu. Má búast við að áhrif þau sem hann hefir á hugi okkar verði mikil og langgæf í þarfir okkar íslenzku þjóðrækni hér. En Ragnar H. Ragnar er svo óvenjulegur mað- ur og óskiljanlegur á marga lund. Hann kemur hingað norð- ur frá Winnipeg eins og byssu- skot og hittir markið svo vel að undrum sætir. Það er ekki ein- ungis að allar ungu stúlkurnar verði skotnar, heldur líka börn og gamalmenni og yfirleitt allir. Hver annar hefði getað komið hingað frá Winnipeg eða Tor- onto eða jafnvel Ottawa, sem hefði á einum mánuði lagt undir sig hugi 0g hjörtu fólksins eins og Ragnær H. Ragnar Tiefjr gert? Enginn. Hvað er þá við þenna sérstaka mann, sem gerir hann svona áhrifaríkan? Svarið við þeirri spurningu er auðvitað margþætt. En eins og það kemur nú fyrir sjónir, þá er það ekki eingöngu ást okk- ar á íslenzkri tungu og íslenzk- um söngvum yfirleitt eða hvers- konar íslenzkum áhrifum. Mín skoðun er sú að söngstjórinn okkar góði sé rafurmagnaður eða ef til vill dálítið göldrottur. Þeir sem hafa verið svo óláns- samir að horfa aðeins á bakið á honum þegar hann stenduv fyrir framan flokkinn og baðar úr höndunum, vita ekki mik'ö hvað hér er rð gerast. Eg var svo lánssamur að standa fyrir fram. an hann og hafa tækifæri til að gera mér dálitla grein fyrir hvað hér var að gerást í raun og veru. Og vitið þið hvað eg sá? Eg sá meira en ástkæra yl- hýra málið sem er allri rödd fegra. Eg sá í svip söngstjór- ans svo óendanlega milcið meiri skilning á íslenzkri náttúru og þeirri fegurð sem hlýtur að meitlast í huga hvers manns sem ekki daufheyrist við því dularfulla afli sem býr i tónum þessa undraverða eylands “norð- ur við heimskaut í svalköidum sævi”. Svipur söngstjórans finst mér benda mér á þann skilning sem eg hefi frá fyrstu tíð reynt að þroska hjá sjálfum mér á því mikilsverða atriði, að eftir alt glamrið í utanríkismál- um og hernaðaranda nútímans í Evrópu og víðar, þá stingur svo í stúf þegar við gerum okkur grein fyrir því sem við sem menn vitum að er í raun og veru sönn mentun. En sönn mentun er það að eignast þann skiln- ingsþroska á lífinu yfirleitt sem snertir hjörtu mannanna og ger- ir þá betri og fullkomnari en þeir annars gætu orðið en sem vinnur þó í samræmi við venju- leg náttúrulögmál, aðeins þao að skilingur á því fegursta sem mennirnir hafa komið auga á er látinn sitja í fyrir rúmi og ekki einungis það, heldur verður hann hið eina og sjálfsagða skapandi afl í lífi mannanna. En þessi skilningur á lífi manna sem eg tala um verður að vera samfara því hjartalagi sem er innibundið í sannri mentun. Og það er einmitt það sem eg hefi lesið í svipbrigðum okkar* góða og duglega söng- stjóra. Svipbrigði á ásjónu söngstjórans túlka til mín á sama augnabliki hörmungar og yndisleik lífsins sem hánn .hefir ágætt lag á að draga fram með söngnum og það er ýmist al- vöruþrunginn þungi í augnatil- litum eða ylhýrt bros sem leik- ur um svip söngstjórans sem leiðir fram tónana eins og þeir eiga að vera. En á bak við þetta er rótgróinn skilningur á þeim göfugu hugsjónum sem hafa um langt skeið verið skap- andi afl í lífi allra Norðurlanda- þjóða að meðtöldu, og ekki sízt, íslandi. Nú vil eg leiða hugi manna að því að verk okkar góða söngstjóra er umfram alt mikilvægt, menningaratriði fyr- ir þá kynslóð sem nú er á æsku- skeiði og getur orðið þess að- njótandi. Vildi eg óska að sá skilningur gæti orðið rótgróinn meðal okkar að nauðsyn ber til að tækifæri eins og þetta sé ekki látið ónotað til að halda við því bezta og fegursta sem við flutt- um með okkur hingað heiman af ættjörðinni. Frh. á 4 bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.