Heimskringla - 07.09.1938, Blaðsíða 2

Heimskringla - 07.09.1938, Blaðsíða 2
2. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, SEPT. 7. 1938 “YERKAMANN ADAGS- HUGSANIR” Ræða flutt í Sambandskirkju 4. sept, 1938 af Ph. M. P. Texti: Bréf Páls til Títusar, 2:12. Einn þeirra mann er á síðast- liðinni öld ræddi og ritaði allra manna mest um guðlegt eðli mannsins og um ómælanleg verðmæti mannssálarinnar, var William Ellery Channing. Hann var fremstur allra frjálstrúar- manna og mannvina sinna daga. Einu sinni ritaði hann á þessa leið: “Eg get ekki annað en kent í brjósti um þann mann, sem verður ekki var við neitt guð- dómlegt í sjálfum sér. Eg sé tákn Guðs á himni og á jörðu, en þó að miklu meira leyti og yfirgnæfandi í frjálsum vits- munum, í göfuglyndi, í ósigrandi ráðvendni, í mannúð, sem að fyrirgefur alt ranglæti og sem að örvæntir aldrei um málstað Krists og mannlegra dygða. Eg ber og eg get ekki annað en borið lotningu fyrir mannlegu eðli. Eg veit hvernig það hefir verið fyrirlitið, hvernig því hefir verið þjakað og hvernig trúar- og borgaralegar stofnanir hafa um aldir hafið samsæri gegn því í því skyni að bæla það niður. Eg kannast við sögu þess. Eg loka ekki augunum fyrir neinum af göllum þess, né glæpum. Eg þekki ráðin, sem notuð hafa verið af harðstjórum til að sýna það, að maðurinn sé dýr, sem nauðsynlegt sé að stjórna, og að hann sé þá aðeins hættulaus, þegar hann er í fjötrum. En niðurbælt, troðið undir fótum og fyrirlitið eins og eðli manns- ins hefir verið, þá sný eg mér enn til þess með sterkri von. — Merkin um upphaf þess og end- ir eru svo djúpt greipt að þau verða aldrei að fullu afmáð. Eg blessa það fyrir ótrauða ein- lægni þesa og kærleik. Eg heiðra það fyrir strit þess á móti kúgun, fyrir þróun þess og vöxt, — þrátt fyrir okið sem á það hefir verið lagt, fyrir bar- áttu þess gegn hleypidómum og hégiljum, fyrir framkvæmdir þess á sviðum lista og vísinda, og ennfremur fyrir eftirdæmi, sem, það hefir gefið í ótvíræðum hetjuskap og fögrum dygðum. Þessi merki eiga öll upptök í því sem er guðdómlegs eðlis, og eru vitni um himinborinn arf. Eg þakka guði fyrir það, að forlög mín eru bundin við forlög mannfélagsins.” Af þessum orðum Channings, fáum vér skilið, að einhverju leyti, hvað mikið álit hann hafði !á mannlegu eðli. Hann skoðaði mennina sem næst guði, og taldi það víst, að af öllu sköpuðu þá birtu mennimir hið guðlega eðli bezt, og að vér bærum mesta lotningu fyrir guði, þegar vér virtum manninn sem mest. Fyrst að brautryðjandi frjáls- trúarstefnunnar í Vesturheimi, hafði þessa skoðun, og fyrst að allir einlægir frjálstrúarmenn hafa sömu eða líka skoðun, þá finst mér að það eigi mjög vel við að vér hefjum starf vort í þessari kirkju eftir sumarfríið með því að minnast verka- mannadagsins, sem er fyrsta mánudaginn í septembermánuði á ári hverju. Á þeim degi heiðr- um vér verkamenn alla og minn- umst þeirra, sem erfiðað hafa til þess, að heimurinn bygðist og mennfélagið gengi sína þróun arbraut. Kirkja þessi, og hreyf- ingin sem hún fylgir, er skuld- bundin til að efla frelsi í trúmál- um, og þar af leiðandi að hafa þá skoðun sem Channing hafði um heilagleika og verðm’æti mann- legs eðlis og hæfileika mann- anna til að nota vitsmuni þá, sem þeim eru meðskapaðir sér til leiðbeiningar á hinu andlega sviði lífsins jafnframt hinu efn- islega. Þess vegna finst mér það vera viðeigandi að vér hefj- um starfsár vort með því að minnast þesa dags. Orð Channings, sem eg las í lausri þýðingu voru rituð árið 1828, fyrir eitt hundrað og tíu árum. En það var ekki fyr en árið 1887, fyrir aðeins 51 ári, að fyrstu lögin voru samin í þess- ari heimsálfu um það, að halda verkamannadaginn helgan, og þar með að viðurkenna gildi manneðlisins. Og það var ekki fyr en tveimur árum seinna, sem byrjað var að halda þennan minningardag í Evrópu, en auk þess að dagurinn er ekki frídagur þar, er hann ekki fyrsta mánudag í september, heldur fyrsta dag maímánaðar. Þar að auki er hans minst með öðrum hætti í Evrópu en hér í Canada eða í Bandaríkjunum. í Evrópu eru oftast uppþot og ærsli á verkamannadaginn, og aðallega vegna þess, að verka- mannaflokkurinn hefir gert, eða gerir tilraun þar til að gera daginn helgan með valdi, með þeim afleiðingum, eins og við er að búast, að þeir hafa oft orðið að fást við lögregluna eða herliðið. Hér^ í þessu landi og í Banda- ríkjunum er verkamannadagur- inn ákveðinn með lögum, og eins og vér vitum er öllum búð- um, verzlunum o^verksmiðjum lokað þann dag. Allar mannfé- lagsstéttir eiga þátt í því, að halda daginn helgan, og er það sjaldan eða aldrei að nokkuð beri á uppþoti eða upphlaupum vor á meðal á þeim degi. , En þó að mörg árt séu nú liðin síðan að fyrst var byrjað á því að minnast þessa dag, í viður- kenningarskyni við alla menn sem vinna og erfiða, og jenn lengra síðan að byrjað var að halda því fram að maðurinn væri ekki eins syndum spiltur og gömlu kenningarnar héldu fram, og þó að margir göfug- lyndir og alvörugefnir menn hafi unnið að því, að létta byrði verkalýðsins og gera honum líf- ið betra og ánægjulegra, þá er hagur meirihluta mannfélagsins enn þann dag í dag langt frá því, að vera í smaræmi við æðri vonir vorar um hver hann gæti verið eða ætti að vera. ójöfn- uður af ýmsu tæi ríkir enn víð- ast hvar í heiminum, og oft finst mönnum örðugt að finna nokkurt samræmi í því, sem mætir þeim á lífsleiðinni. Byrjið sparisjóðs innlegg við Bankann— Peningarnir eru óhultir og þér getið ( tekið þá út hvenær sem þér viljið. Á 12 mánuðum gerðu viðskiftamenn 10,500,000 innleggingar á The Royal Bank of Canada; vottur um það traust sem almenningur ber til þessarar stofnunar, sem að eignamati fer yfir $800,000,000. THE ROYAL BANK O F CANADA i• Eignir yfir 8800.000,000 ==- ■ The Convict Grey shadows haunt him from the past, Grey shadows, ugly, twisted mean, Like lepers’ sores lie on his eyes, And all his dreams they make unclean. They chill each moving drop of blood, That in his swollen veins does ache, And strangle ev’ry nerve that turns And twitches, like a wounded snake. He has no chance of a retreat, From tbose grey shadows lurking there, Who silent, grimace, leer at him, Pursue him to the ’lectric chair. He^ cannot run away and hide, Nor for his tortur’d soul can pray, While shadows clutch and squeeze his throat, And silent, curse his life away. Men he boldly shot in ambush, Crowding ’round his death-house cell, Watch in silence while he sobs, While he sobs, “I burn in Hell”. \ T. P. Til dæmis að taka á meðan verið var að byggja stórskipið Queen Mary í Glasgow á Skot- landi, ferðaðist þangað fyrver- andi konungur Englands sem nú er í útlegð, Játvarður átt- undi, til að skoða skipið. Og að því búnu, ferðaðist hann og fylgismenn hans um fátækra hverfi Glasgow-borgar, þar sem eymd og fátækt af versta tæi ríkja á mjög átakanlegan hátt. Á meðan að þar var staðið við, lét konungurinn sér af vör- um falla orð, sem sumum hefir án efa fundist að hefðu betur verið ósögð. Hann sneri sér að einum í fylgd sinni og sagði: “Er nokkurt samræmi hægt að finna í heimi, sem hefir fram- leitt þetta mikla og dýra skip, en sem á sama tíma sýnir þessa eymd og þessa fátækt?” Þetta er spurning, sem vér ættum öll að íhuga gaumgæfi- lega. Hún vekur sterka um- hugsun hjá oss og öllum einlæg- um mannvinum um ástandið, sem ríkir í mannfélaginu og býður oss að loka ekki augum vorum fyrir því, heldur að gera tilraun að eins miklu leyti og oss er unt, til að breyta heiminum svo að hann samræmist æðstu vonum vorum og hugsunum um hvernig hann eigi að vera. Vér finnum ekkert samræmi í heimi, þar sem fáeinir ein- staklingar hafa gnæfð af öllum lífsnauðsynjum, og lifa rík- mannlegar en góðu hófi gegnir, á meðan að fjöldinn lifir fátæk- legu og tilbreytingarlausu lífi, ef ekki í beinni eymd og volæði. Rétthugsandi maður, ef að hann vill vera sjálfum sér trúr, getur aldrei fundið nokkurt samræmi í heiminum á meðan að hann veit af þannig löguð- um ójöfnuði í lífinu. Hann fær ekki frið eins lengi og hann veit af slíku óréttlæti. Hann getur ekki litið undan, og þannig reynt að kannast ekki við þetta ástand. Hann verður að snúa augunum að hlutunum og sjá þá eins og þeir eru, og síðan leita aldrei hvíldar fyr en einhver úr- lausn eða eitthvert ráð hefir fundist sem að stofnar í mann- félaginu réttlátara og fegra og kærleiksríkara fyrirkomulag. Játvarður konungur, sem þá var, skoðaði, svo að segja, hið mikla og fagra og óreiknandi dýra skip og fátækrahverfið í Glasgow, samhliða, og spurning- in hefir ef til vill komið ósjálf- rátt, um hvort að það væri hægt að finna samræmi í heimi sem bygði þetta mikla skip en sem leyfði eins mikla eymd og þá sem sást í fátækrahverfinu. En oss hættir oft við að horfa að- eins á skipin, og loka augunum fyrir hinu. Vandamál heimsins eru svo mörg, ráðin til úrl^usn- ar sem boðin eru, eru svo marg- vísleg, að oss hættir oft við að sleppa allri hugsun um þessi mál og hugga sjálfa oss við þá skoðun, að þar sem að framfarir heimsins hafi verið svo miklar, á fyrri tímum, þá hljóti þær að halda áfram, og að endurbætur á öllu komi með tímanum án þess, að vér gerum neitt til að greiða veg þeirra. Vér munum ef til vill segja, eins og sumir halda fram, að fólkið sé of óþol- inmótt, að það heimti of mikið á stuttum tíma. Og svo, þegar fer að batna í ári, og menn fara einu sinni aftur að geta bjargað sér, þá hyggjum vér að vér megum gl^yma eymdinni og skugganum, sem hún hefir kast- að yfir öll heimsins lönd. Vér höldum ef til vill að atvinnu- leysi, fátækt, (uppleysing eða dreifing fjölskyldna og öll hin skaðlegu áhrif kreppunnar lækn- ist einhvernveginn af sjálfu sér og þurfi þess ekki með, að vér fettum fingur út í þá hluti. En það er óhugsandi að vér gleymum þessum undanförnu árum. Það er óhugsandi að vér gleymum tjóni því, sem að þau hafa valdið, og sem að verður aldrei, bætt af neinni tilviljun. William Ellery Channing hélt því fram að matmkynið væri guðlegs eðlis, og að líf og vel- líðan hvers einstaklings í marin- félaginu væri dýrmætara ,en nokkuð annað, sem þektíst í heiminum. Hann var mann- • kyns dýrkandi, og fann svo til þjáninga þess, að hann gat ekki stilt sig um að skora á menn að bæta ástand heimsins, að hjálpa þeim bágstöddu og að reisa þá sem voru í niðurlæg. ingu. Það er skylda vor, að eins miklu leyti og kraftar og hæfi leikar leyfa, að sjá um það, að þetta verði gert, að sjá um það, að þjáningar og eymd síðustu áranna gleymist ekki, og að mannkynið stefni á braut and- legrar og siðferðislegrar þróun- ar eins og það hefir þegar geng. ið braut efnislegra framfara. Vér sem fylgjum frjálsum skoðunum í trúmálum viður- kennum, með stöðu vorri sem félagar þessa safnaðar, að vér trúum, eins og Channing trúði, á hið eilífa gildi mannssálar- innar, og vér verðum að sýna það bæði með verkum vorum og framkomu gagnvart öðrum, að þetta sé fyrir oss lifandi og á- : hrifamikil trú. j En á sama tínia og vér hugs- |Um um þessi mál og leitum úr- jlausnar, látum ose ekki lenda í þá villu, sem suma hefir hent, að hugsa að öll mein verði grædd, og að heimurinn losni við alla erfiðleika og óhamingju með því( aðeins að gera alla menn jafnai efnalega, með því að taka frá sumum og gefa öðrurii. Þó að margir hyggi að þetta sé aðal ráðið til úrluasnar, þá vitum vér, ef að vér hugsum dálítið um þetta mál, að þetta er algerlega röng hugsun. Æskilegt er, eins og flestir viðurkenna, að stofna jöfnuð í heiminum. En aðeins Vindlingarnir mínir reykjast og sýnast eins og “skornir séu út af skraddara.” Vegna þess þú notar VOGUE Vindlinga-blöðin VOGUE HREINN HVÍTUR VINDLINGA PAPPÍR TVÖFALT sjálfgert hefti' efnislegur jöfnuður og ekkert annað, er enginn jöfnuður. — Miklu meira en það verður að eiga sér stað. Ekkert væri grætt aðeins með því, að svifta þá ríku eignum sínum* * og gefa þeim fátæku, því þær næðu aldrei nógu langt til þess; að hjálpa öllum svo að nokkru mun- aði. En ef svo væri gert, — ef öllum efnislegum eignum væri skift niður á milli manna, þá liðu ekki margir dagar fyr en menn fyndu til nauðsynjar til að steypa alla, eða gera tilraun til að steypa alla í sama mótinu og setja yfir þá einræðismann sem fengi að ráða öllu, með þeim afleiðingum að tapið yrði ómæl- anlega mikið meira en gróðinn gæti nokkurntíma verið. Það sem vér verðum að gera er að reisa þá sem nú þjást, veita öllum mönnum jafnt tæki- færi í lífinu, tækifæri til að bjarga sér, sem margir hafa nú ekki, og á allan mögulegan hátt hjálpa þeim til að þroskast and- lega og öðlast ekki aðeins fagra lífsskoðun, en einnig verulegan og þýðingarmikinn þátt í því að byggja fagurt þjóðfélagslíf, sem þeim nú veitist ekki, vegna skammsýni, eigingirni og af- skiftaleysis, sem ríkir í landfnu og í heiminum. Þetta, þ. e. a. s. skammsýnin, eigingirnin og afskiftaleysið, hefir alt valdið því,' að þessi undanförnu dimmu ár, sem vér höfum lifað, breiddu myrkur og volæði yfir heiminn og fyltu hjörtu manna bölsýnisskoðun- um. Og þeim verður aldrei út- rýmt fyr en vér öðlumst réttan skilning á því að allir menn eru guðssynir, og vér allir bræður, sem skyldur hafa hver gagn- vart öðrum, skyldur sem ná nýpra en flestir menn kannast við, skyldur til að “lifa hóglát- lega, réttvíslega og guðrækilega í heimi þessum.” En þegar vér gegnum þessum skyldum í fullri einlægni, þá megum vér eiga góða von um fagra fram- tíð, og þá megum vér einnig, eins og Channing komst að orði, “Þakka Guði fyrir að forlög vor eru bundin við forlög alls mann- félagsins.” ANARKISTINN, EIN- STAKLIN GSH Y GG JU- MAÐURINN, LJóNIÐ OG REFURINN Þegar Wilson Bandaríkjafor- seti kom til Milano á ftalíu 1919, er hann vann að friðarsamning- unum, var haldin veizla honum til heiðurs. Við yzta hægra horn veizluborðsins sátu tveir blaða- menn og ræddu í hálfum hljóð- um Þjóðabandalags hugmyndir forsetans. Annar þessara manna var A. G. Borghese utanríkisfréttarit- ari stórblaðsins “Corriere della sera”. Hann var meðmæltur skoðunum forsetans, en hinn mætti j-öksemdum hans með axlayptingum og óánægjuurri. Þessi maður var Benito Musso- lini, ritstjóri “II Popolo d’It- alia”. Nú hefir Borghese, sem varð að flýja ítalíu 1931 og hef- ir síðan starfað sem prófesor við háskóla í Chicago, gefið út merka bók, sem heitir “Goliat, herganga fasismans.’’ Er þessi bók mjög merkileg og varpar skæru ljósi yfir hinn ítalska fasisma og höfuðpaur hans, Ben- ito Mussolini. Anarkistinn einvaldsherra. Mussolini sagði einu sinni, segir Borghese, að sérhver an- arkisti væri mislukkaður ein- valdsherra. Borghese bætir því við, að leið Mussolinis til frægð- arinnar hafi bygst á því, að gera hinn mislukkaða anarkista í sjálfum sér að hepnum ein- valdsherra. Mussolini hefir aldrei í raun og veru hvorki verið sósialisti eða þjóðernissinni, heldur alt af anarkisti, stjórnleysingi, segir Borghese, og þetta er uppistað- an í dómi hans um Mussolini. öll æskuár sín var Mussolini undir áhrifum anarkismans, sem *var allútbreiddur á ítalíu, og las mikið rit anarkistiskra rithöfunda. Jafnvel hinn stutta tíma, sem Mussolini var “sósíal- istiskur” foringi, 1910—1914, starfaði hann ætíð út frá anar- kistiskum sjónarmiðum. Árið 1920, eftir að fasistaflokkurinn var stofnaður, skrifaði Mussol- ini eftirfarandi orð: “Eg geng ætíð út frá ein- staklingnum og berst á móti ríkinu. Niður með ríkið í öllum þess myndum, ríkið í gær, ríkið í dag og ríki morgundagsins, hið borgaralega ríki og hið sósíalist- iska ríki. Trúarbrögð stjórn- leysisins eru hin einu trúar- brögð okkar einstaklingshyggju- mannanna.” En að lokum sá Musolini, segir Borghese, að enginn anar- kisti getur hrósað sigri yfir rík- inu, ef hann hefir ekki unnið það og er sjálfur orðinn ríkið. 1 Út frá þessu sjónarmiði mót- mælir Borghese því, sem fasist- ar hafa haldið fram, að það, sem hafi stjórnað gerðum Mussol- inis, hafi verið viljinn til að “bjarga ítalíu frá bolsévisman- um”. Og hann tekur upp slá- andi ummæli frá Mussolini sjálf- um til að sanna þetta. 1921 skrifaði hann: “Að halda því fram að enn sé bolsévistisk hætta hér á ítalíu, er sama sem að kjósa heldur falskar áhyggj- ur en virkileika. Bolsévisminn er sigraður.” Meðan aðrir ein- valdsherrar að vissu leyti vilja gera eitthvað gott fyrir þjóð sína, eftir því sem þeir sjálfir álíta að sé henni til góðs, þá stjórnast Mussolini að öllu leyti, að áliti Borghese, af persónu- legri hégóma- og metorðagirnd. Ljón of refur “Mussolini sjálfur yfirgaf ekki hús sitt né skrifstofu. Hann fór ekki burt frá Milano. Þetta virðist vera ófrávíkjanlegt eðli hans. Hann er mikill draum- óramaður, en hann nær takr- markinu með slægð, ekki með hugrekki. Draumar hans eru draUmar ljónsins, en starf hans ber svip af slægð refsins.” Þessa lýsingu gefur Borghese af Mussolini í sambandi við það, sem hann segir um fasistagöng- una frægu til Rómaborgar, og hann bendir á það, að þrátt fyrir það þó að engin hætta væri á ferðum, þá þorði Mussolini ekki að taka þátt í göngunni sjálfur, heldur hélt sig heima í Milano! Borghese dæmir Musolini hvað

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.