Heimskringla - 07.09.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.09.1938, Blaðsíða 6
6. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, SEPT. 7. 1938 Hann sá ekki að hún horfði á hann rannsak- andi, og bærði varirnar til að tala, en sagði samt ekki neitt. Jeanne virtist hafa eins og hann uppgötvað eitthvað það, sem eigi mátti með orðum lýsa, þarna á ströndinni. “En eitt verð eg að fá að vita,” sagði hann er þau voru að leggja af stað, “og það er hvar eg á að finna Goðaborg. Er hún við Churchill ána?” “Hún er við litlu Churchill M’sieur, nálægt Waskiaowaka vatninu.” Vegna dimmunnar sáust ekki áhrifin, sem þessi frétt hafði á Philip. Hann starði eins og þrumu lostinn og þaggaði niður upphrópunina, sem var á vörum hans. Hann vissi að ef hann talaði nokkuð mundu orð hans lýsa þeirri geðshræringu, sem hann var í. Nálægt Waskiaowaka vatninu! Og Was- kiaowaka vatnið var innan þrjátíu mílna fjar- lægðar frá verbúðunum hans við Blinda Indíána vatnið! Þó að sprengja hefði kviknað undir fótum hans, hefði hann ekki orðið meira for- viða. Goðaborg var innan þrjátíu mílna frá þeim stað, sem hin mikla barátta lífs hans og starfs átti að verða háð innan skamms. Hann laust árinni ofan í vatnið og rendi bátnum í gegn um það. Blóðið sauð í æðum hans. Þetta var það þýðingarmesta af öllu, sem skeð hafði og hann hafði frétt. Sérhver hugsun þaut eins og eldur í sinu að sömu meginhugsuninni. Var Goðaborg og fólkið, sem þar bjó, lykillinn að samsaM'inu gegn honum ? Mæltu þeir, sem ætluðu sér að steypa honum og fyrirtækjum hans, sér þar mót. Efi, tortryggni og næstum fullvissa ; þessum efnum fylti huga hans á þessum fáu augnablikum og það án hans vilja. Hann horfði á Jeanne. Grá dagrenningin færðist yfir loftið, og ljósið fylgdi henni fast á eftir og eyddi mistrinum. í nepju aftureld- ingarinnar, rétt fyrir sólar upprás, er köl.d og óþægileg gufan reis í þykkum mökkum frá jörð og vatni, þá hafði Jeanne vafið utan um sig einum bjarnarfeldinum. Hún var berhöfð- uð. Hár hennar rakt af dögginni, glitraði í þykkum bylgjum um andlit hennar. Hún var töfrandi barnsleg og eins og krafðist verndar hans í hjálparieysi sínu. Hann reyndi af öllum mætti að bæla niður tortryggni sína. En það var eins og Jeanne hafði lesið hugsanir hans, því að hún leit við honum og brosti. Þótt þetta væri ekki ástar bros, var það þó þannig, að það gat margfaldað afl hans, og Philip brosti við henni. Það gerði ekkert til, hvaða ráða- brugg gerðist í Goðaborg, Jeanne var saklaus af allri þátttöku í því. Philip var alveg sann- færður um það. Þessi sannfæring kom fram í orðum þeim, er hann mælti við hana. “Vitið þér hvað,” sagði hann, “ef eg sæi yður aldrei aftur mundi eg eiga þrjár myndir af yður í minni mínu. Eg mundi aldrei gleyma útliji yðar er eg fyrst sá yður á klettinum, eða eins og eg sé yður nú vafinn í bjarnarfeldinn, þegar þér brostuð.” * “Og þriðja myndin?” spurði Jeanne og vissi lítið hvað í huga hans bjó. “Mundi hún vera við eldinn þegar eg brendi slæma manninn á hálsinum — eða — eða — þegar—” Hún stansaði og lokaði vörunum vandræða- lega, en Philip sá að hún roðnaði. “Þegar eg læknaði fótinn yðar,” bætti hann við, heldur ónærgætnislega og hló að vandræðum hennar. “Nei, það yrði ekki þriðja myndin, Miss Jeanne. Þriðja myndin, sem eg gleymi aldrei, var frá steinbryggjunni í Churchill, er þér hittuð fállegu stúlkuna, sem kom frá skipinu.” Jeanne stokkroðnaði og hinar mjúku varir hennar urðu hörkulegar. Hún varpaði bjarn- arfeldinum af herðum sér með snöggri hreyfingu, heygði sig áfram með leiftrandi augum. Þessi fáu orð höfðu breytt henni úr barni í geðstóra, fullorðna konu. Hið fagra höfuð hennar var tígulegt og sat rétt á herð- unum, nasirnar þöndust út af geðshræringu. “Það var misgáningur,” sagði hún og engin reiði heyrðist í rómnum. “Það var mis- skilningur, M’sieur Philip. Eg hélt að eg þekti hana — en það var rangt — þér — þér megið ekki muna eftir því!” “Eg er engu betri en villudýr,” stundi Philiþ og hataðist við sjálfan sig fyrir að hafa sagt þetta. “Eg er mesti bjáni í veröldinni, þegar um það er að ræða, að segja það sem óheppilegt er. Eg sleppi aldrei tækifærinu til þess. Eg ætlaði ekki að segja neitt, sem gæti sært-----” “Það hafið þér heldur ekki gert,” sagði Jeanne og bar ört á, ertnin sá hversu þungt honum féll þetta. “Þér hafið ekki sagt neitt rangt. Eg vil bara ekki að þér munið eftir þessari mynd. Eg óska eftir að þér munið eftir mér þegar — þegar — eg brendi slæma maninn á hálsinum.” Hún var farin að hlægja, en brjóst hennar reis og féll af æsingu og roðinn var ennþá í vöngunum. “Þér ætlið að gera það ?” “Alt af þangað til eg dey,” svaraði hann. Hún þreifaði undir skinnin og kom þaðan með aðra ár. “Eg hefi haft það náðugt á ferðinni með yður M’sieur. Pierre lætur mig hjálpa sér,” sagði hún og kraup á skutunum. Eg ræ ætíð hérna. Eg skammast mín. Þér hafið unnið í alla nótt.” “Og eg eins óþreyttur og þó eg hefði sofið í viku,” og hann horfði með aðdáun á hina grönnu mey, er kraup við árina. f eina klukliustund reru þau svo án þess að mæla neitt. Árar þeirra lyftust og dýfðust í samræmi, en vatnið niðaði eins og lágur hljóð- færasláttur undir bátnum. Töframáttur hinna þöglu stranda, hin mállausa fegurð eyðilands- ins, er var að vakna móti nýjum degi, hreif þau og gerði þau þögul. Sólin braust hægt gegn um morgun móðuna. Fyrstu geislar hennar skinu á úfið hár Jeanne, svo að hin þykka flétta, sem nú var hálf losnuð upp og breiddist um farangurinn á bak við hana, skein í mörgum litum og vakti aðdáun Philips. Hann hafði haldið að Jeanne væri svarthærð, en hann sá nú, að það var litförótt eins og stund- um sézt á myndum Titians, gulljarpt, rautt og dökkbrúnt alt með breytilegum blæbrigð- um, er ljós og skuggar skiftust á í því. Það var fagurt. Honum fanst Jeanne, er hann sá hana þannig, vera hið fegursta sem hann hefði nokkru sinni séð. Hreyfingar hennar er hún lagðist á árina, hvernig hún sveigði til höfuð- ið svo að hann sá við hvert árartak utan á vanga hennar og svipinn, sem var fullur af yndisleika æskunnar og ákafa fyrir starfinu, alt þetta barmafylti bikar aðdáunar hans, svo að út af flóði. Hvernig gat þessi stúlka verið systir Pierre Couchee. Hann sá engan vott hins franska kynblendings í svip hennar. Hár hennar var mjúkt og hrökk yfir eyrunum. Litur vanga hennar var mjög fíngerður. Hún hafði brett upp ermarnar til að vera frjálsari í hreyfingum við róðurinn og handleggirnir voru hvítir og þéttir og glitruðu af úðanum frá ár- inni. Hann var að furða sig á hvernig þau Pierre gætu verið skyld, er hún leit til baka til hans. Andlitið var blíðrjótt af áreynslunni og hann sá sólskinið eins blátt og himininn uppi yfir þeim í augum hennar. Ef hann hefði ekki vitað það, hefði hann svarið eið út á það að hún væri ekkert skyld Pierre. “Við erum að koma að fyrstu fossunum, M’sieur Philip, sagði hún, “þeir eru rétt á bak við þennan ljóta hamrahöfða fram undan og við verðum að bera dótið mílufjórðung. Há- vaðar þessir eru með hamraflúðum og stór- björgum og svo straumharðir, að við Pierre brutum næstum bátinn er við komum niður eftir.” Þetta var lengsta samræðari* milli þeirra síðan þau áðu um morguninn, og Philip lagði árina þvert yfir bátinn, teygði sig og geispaði eins og hann væri að vakna. “Vesalings drengurinn,” sagði Jeanne og hann fann til þess hve þessi orð hennar voru lík því sem Elín Brokan kynni að hafa sagt, hefði hún verið þarna. En þau voru sögð í hreinskilni og litleysi með ófalsaðri með- aumkvun í stað þess, að Elín hefði sagt þau eins og hún ætti hann. “Þér hljótið að vera uppgefinn, M’sieur Philip. Ef þér væruð Pierre mundi eg krefjast þess, að við færum í land og áðum hér langa stund. Pierre hlýðir mér þegar við erum á ferð saman. Hann kallar mig skipstjórann. Viljið þér ekki láta mig ráða ferðinni?” “Ef þér viljið láta mig kalla yður skip- stjórann minn,” svaraði Philip. “En það er aðeins eitt skilyrði. Við verðum að halda áfram. Um alt annað getið þér skipað fyrir^ við verðum að halda áfram í nokkurn tíma ennþá. f nótt ætla eg að sofa eins og dauður maður. Nú, nú, skipstjóri góður,” sagði hann hlægjandi, “viljið þér leyfa mér að vinna í dag?” Jeanne var að snúa bátnum að landi. Hún sneri í hann bakinu. “Þér vorkenið mér ekki neitt,” sagði hún með uppgerðri ólund. “Pierre mundi vera miklu betri við mig. Við mundum hafa fiskað allan daginn í þ^ssum fallega hyl þarna yfirfrá. Eg er viss um að hann er fullur af silungi. Hún kom nú fram í nýju ljósi. Hún var yndisleg. Hann hló og hlátur hans hljómaði skær og hvellur eins og hann værKskóla- drengur. Jeanne lét sem henni fyndist ekkert til að hlæja að, og báturinn hafði ekki fyr kent grunns, en hún stökk í land, og beið ekki eftir að hann hjálpaði sér. Hún æpti og hló og féll. Philip þaut til hennar á augabragði. “Þér hefðuð ekki átt að gera þetta,” sagði hann. “Eg er læknir yðar og eg fullyrði að fóturinn er ekki læknaður.” “En hann er læknaður,” hrópaði Jeanne og hann sá að hún var að hlægja en ekki að kveinka sér. “Þetta eru umbúðirnar. Hægri fót urinn á mér er eins og á kínverskri hirðmey. Æ, eg ætla að leysa af honum.” “Þér hafið líka verið í Kína,” sagði Philip eins og við sjálfan sig. “Eg veit að Kínverjaland er fult af gulum stúlkum og þær reyra fæturnar svona,” sagði Jeanne og reimaði frá sér skóinn. “Eg og kennarinn minn höfum rétt núna nýskeð lokið yndislegri ferð meðfram kínverska múrnum. Við færum til Peking í bifreið væri eg ekki svona hrædd.” Philip stundi hátt. Hann fór að bátnum og Jeane brosti af mestu kátínu, en Philip sá það ekki. Er hann hafði affermt bátinn og snúið sér að stúlkunni aftur var hún að ganga hægt fram og til baka og var dálítið hölt. “Hann er orðinn góður”, sagði hún. “Eg finn ekkert til í honum, en hann er dofinn. Viljið þér gera svo vel og leysa frá litla pok- anum þarna? Eg ætla að búa mig meðan þér berið bátinn.” Hálftíma seinna lét Philip bátinn niður fyrir ofan fossana. Allur farangur sjálfs hans var í kofanum hjá Gregson, en hann þvoði sér í fljótinu og kembdi hárið með fingrunum. Er hann kom aftur var Jeanne alveg gerbreytt. Hið fagra hár hennar var uppgert í skínandi kórónu um höfuð hennar. Hún hafði skift óhreina pilsinu og var komin í nýtt pils úr gulu hjartarskinni. Um hálsinn hafði hún fíngerða slæðu, sem var blóðrauð á litinn og jók roða vanga hennar. Einkennileg hugsun flaug í huga Philips, er hann leit á hana. Hann mintist sérstaks kvölds þegar Miss Brokan þurfti tvo tíma, með hjálp herbergisþernu sinnar, að búa sig á dansleik. Jeanne hafði þarna í óbygðunum gert sig fegurri en Elín. Hann hugsaði um það, er hún stóð þarna fyrir framan hann hálf vandræðaleg, vegna hinnar auðsæilegu aðdáunar hans, hvaða aðdáun hún mundi vekja í danssal heima. Hann hló glað- lega að þessum hugsunum, sem hann gat ekki opinberað fyrir Jeanne, og sem hún vegna ein- hverra meðfæddra gáfna vissi, að hún gat ekki spurt hann um. Philip fór tvær ferðir ennþá, seinni ferð- ina fór Jeanne með honum, vildi hún endilega bera árarnar og dálítinn böggul. Þrátt fyrir viljaþrek sitt og ágæta líkamlega hreysti tók Philip nú að finna til þreytu eftir hina miklu áreynslu undanfarnar stundir. Hann taldi saman í huganum og varð þess var, að hann hafði sofið aðeins sex tíma síðustu tvo sólar- hringana. Hann hafði seiðingsverk í herðun- um og svíðandi kvalir í framhandleggjunum, en hann vissi, að ennþá var hann ekki kominn nógu langt upp eftir fljótinu. Það var ekki erfitt fyrir hann að á, nógu langt inn í skógi til þess að þeir fyndu þau ekki, en ef einhverjir væru að elta þau, þá gátu þeir komist á undan þeim á Aieðan þau biðu. Þá hættu vildi hann umflýja. Hann huggaði sig við að Jeanne sæi engin þreytumerki á honum, en hann vissi ekki að Jeanne reri alt af meira og meira svo að hana verjaði í handleggina, vegna þess að hún sá hvernig á stóð. Fljótið þrengdist þess lengra sem uppeftir því dró og straumurinn jókst. Þau urðu að bera farangur og bát fimm sinnum milli sólaruppkomu og hádegis. Þá snæddu þau miðdegisverð og hvíldu sig í tvo tíma. Því næst héldu þau áfram. Klukkan þrjú Iagði Jeanne frá sér árina og sneri sér til Philips. Það voru djúpar hrukkur í andliti hans. Hann brosti, en það var frekar af eymd en gleði. f vöngum hans var óeðlilegur roði og hann var farinn að finna logandi sviða þar sem höggið hafði hitt hann kvöldið áður. Jeanne horfði á hann um hríð án þess að mæla. “Philip,” sagði hún *og það var í fyrsta skiftið, sem hún ávarpaði hann þannig. “Eg krefst þess að við förum í land á augabragði. Ef þér viljið ekki lenda í rjóðrinu þarna, stekk eg útbyrðis og þér getið haldið áfram ein- samall. “Alveg eins og þér viljið Jeanne skip- stjóri, svaraði Philpi auðmjúkur og svimaði dálítið. Jeanng beindi bátnum að ströndinni og fór fyrst út úr honum á meðan Philip hélt honum á réttum kjöl með árinni. Hún benti á far- angurinn og sagði: “Við þurfum tjaldið, alt sáman sem í bátn- um er, vegna þess að hér dveljum við þangað til á morgun.” Þegar Philip kom í land batnaði honum sviminn. Hann dró bátinn langt upp á land, síðan héldu þau af stað bæði saman til að leita að tjaldstað. Þau fundu hann í litlu, grýttu rjóðri, umkringdu af birki, greni og furu. Músdýraslóðin, sem þau höfðu gengið eftir lá gegn um rjóðrið. Er Philip og Jeanne höfðu gengið eftir henni dálítinn spöl, komu þau að tærum, streymandi læk, er kom undan hreindýramosanum og föllnum greninálum. — Þarna var ágætur tjaldstaður, og hrópaði Jeanne upp yfir sig af fögnuði, er hún fann hve lækjarvatnið var svalt. Philip sneri til fljótsins, faldi barkarbát- inn og huldi öll merki um það, að þau hefðu lent þar, því næst bar hann allan farangur þeirra að tjaldstaðnum. Litla silkitjaldið, sem Jeanne átti var reist á grasvöxnum fleti í rjóð- urbrúninni, og kveiktu þau eld fáein fet frá því. Með innilegri gleði tók hann að skera balsam- greinar handa henhi til að sofa á. Hann kom með hvert fangið á fætur öðru, og var mjög rökkvað orðið er því var lokið. f bjarmanum frá eldinum voru vangar Jeanne rjóðir eins og epli. Hún hafði stóran hellustein fyrir borð, og er hún starfaði að þessu tók^hún að syngja lágt og þýðlega, en er hún mundi eftir því, að það var ekki Pierre, sem með henni var, hætti hún söngnum. Philip sejn kom með síðasta fangið, stansaði rétt fyrir aftan hana. Hann hló glaðlega, er hún sneri sér við og varð þess vör að hann var að horfa á hana. “Yður fellur þetta vel?” spurði hann. “Það er dásamlegt,” hrópaði Jeanne með leiftrandi augum. Honum sýndist hún stækka þar sem hún stóð og hallaði höfðinu aftur á bak og starði á öræfin í kring. “Það er dásam- legt endurtók hún og dró andann djúpt. “Ekk- ert er það til í öllum heimi, sem kæmi mér til að yfirgefa þetta, M’sieur Philip. Eg var hér fædd og hér vildi eg deyja. Aðeins-----” Hún horfði á hann og var eins og skugga brigði fyrir í svip hennar. “Menningin yðar er að koma hingað norð- ur á bóginn, til að skemma þetta alt,” bætti hún við og sneri sér að hellunni, sem þau höfðu fyrir borð. ' Philip fleygði niður byrðinni. “Kvöldmaturinn er tilbúinn,” sagði hún og birti nú yfir svip hennar. Þetta var í fyrsta skiftið, sem Jeanne hafði minst á fólk hans og að það væri að leggja þessi eyðilönd undir yfirráð menningar- innar. Datt Philip þá í hug orðin er hún hafði lýst með hatri sínu á Churchill. En Jeanne lét ekki þessar tilfinningar aftur í ljós. Hún var róleg meðan þau mötuðust, og sá Philip að hún var mjög þreytt. Er þau höfðu lokið snæðingi, sátu þau fáeinar mínútur og horfðu á deyjandi glæðurnar. Myrkrið umkringdi þau, og bjarminn frá eldinum smá dofnaði á and- litum þeirra og á steinunum í kring. Þau þögðu bæði. Inn í myrkviðnum á bak við þau vældi ugla lágt, rétt eins og þessi fugl næturinnar óttaðist hinn nýliðna dag. Frá skóginum töl- uðu raddir óskiljanlega lágar, einkennilega skjálfandi, sem gátu verið raddip andvarans eða sjálfra náttskugganna. Þa,ð var eins og andar væru þarna á ferð umhverfis þau, og flyttu Jeanne og Philip, sem sátu þarna og hlustuðu, friðsælan og svæfandi klið. Lengra burtu heyrðist þungur blástur í músdýrinu, sem stansaði óttaslegið og undrandi yfir því að finna mannaþef á sinni ókunnu slóð um auðnina en ennþá lengra burtu heyrðist frá huldu og nafnlausu stöðuvatni, suður í skóginum, hið þreklausa ögrunaróp hins stóra norðlæga lóms, er hann æpir gegn öllum verum næturinnar, áður en hann stingur sér á kaf í vatnið, rétt eins og hann flýði ofan í dimt djúpið af ótta við sín eigin óhljóð. Glæðurnar brunnu út. Philip færði sig dálítið nær stúlkunni er hann heyrði að dró djúpt andann. “Jeanne,” sagði hann blíðlega og stilti sig að snerta ekki hönd hennar. “Eg veit við hvað þér eigið. Eg skil það. Fyrir tveimur árum síðan skifti eg á menningarlífinu og þessu. Mér þykir vænt um, að eg skrifaði yður eins og eg gerði, því að nú getið þér trúað mér og vitað að eg skil þetta. Eg elska þennan heim hér norður frá eins og þér elskið hann, og aldrei fer eg framar héðan.” Jeanne þagði. “En eitt er það sem eg ekki skil, að minsta kosti er það eitt sem eg skil ekki að þér skilduð gera,” bætti hann við og setti kjark í sig til að halda áfram með það, sem hann bjóst við að segja. “Þér eruð af þessum heimi, og hatið menning- arheiminn — en samt fáið þér þaðan mann hingað norður til að kenni yður vegi hans og siðu. Eg á við þennan mann, sem þér segið að sé dásamlegasti maðurinn í heiminum.” Hann beið titrandi af eftirvæntingu eftir svarinu, og fanst honum heil eilífð líða áður en Jeanne svaraði. Loksins sagði hún: “Hann er faðir minn M’sieur Philip.” Philip var alveg orðlaus. Jeanne gat ekki séð hann í myrkrinu og sá því eigi svipbrigðin á andliti hans, né það, að hann var kominn á fremsta hlunn að fleygja sér fyrir fætur henn- ar. “Þér töluðuð um yður sjálfa, um Pierre, um föður yðar og um einn enn í Goðaborg,” sagði Philip. “Eg hélt að hann — þessi hinn, væri kennarinn yðar.” “Nei, það er systir Pierre,” svaraði Jeanne. “Systir yðar! Þér eigið þá systur?” Hann heyrði að Jeanne saup hveljur.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.