Heimskringla - 21.09.1938, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.09.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 21. SEPT. 1938 HEIMSKRINGLA 3. SíÐA vonanna og vorleysinganna land, séð gegnum gleraugu vestur-íslenzks skálds; í þeim skilningi, að þar talar maður af íslenzku foreldri, sem borinn er og barnfæddur vestan hafs og hefir aldrei ísland séð. Þeim mun merkilegri er sú mynd, sem þar blasir við augum les- andans, og auðfundin er aðdáun skáldsins og ást á íslandi: Fagurt er ísland í anda oss ýmsum, sem hér voru born- ir, fegra’ en í minninga mistri svo margra, isem gerst hafa fornir —• þeirra, sem ekki’ eru angar af íslenzka stofninum skorn- ir. Munar því helzt, þegar horfa menn heim, þó sé loftið án skýja: Aldnir sjá ísland hið kalda, en ungir hið sólríka, hlýja; aldnir sjá ísland hið gamla, en ungir hið vaxandi, nýja. Ekki’ er það hnjúkarnir, holtin og hraunin, sem framast vér þráum, það er ekki’ ísland hið ytra, sem einkum í huga vér sjá- um, heldur hið andlega ísland, 'sem lelskum vér, tignum og dáum. Dr. Guðmundi Finnbogasyni geigar ekki ör frá marki, þeg- ar hann segir um Guttorm skáld í inngangskaflonum, að safnritinu “Vestan um haf”: “Hann er Canadamaður og ís- lendingur í senn, og þó í heil- brigðu jafnvægi.” Ekkert er heldur eðlilegra, er það er í minni borið, að Guttormur hefir alið allan aldur sinn í Canada, þó -í íslertzkri bygð hafi verið. í skáldskap hans renna straumarnir fr(á hinu landfræðilega og menningar- lega umhverfi hans saman á mjög merkilegan hátt; yrkis- efnin eru oft ramm-canadisk, t. d. “Býflugnaræktin”, “Indí- ánahátíðin”, o. fl. — Og með þeim hætti hefir hann numið íslenzkum bókmentum nýtt land. Á hinn bóginn er vald Guttorms yfir íslenzku máli svo mikið að furðu sætir, þegar alls er gætt, þó þess sjáist einnig merki, að hann 'hefir þroskast við erlend áhrif. ó- sjaldan yrkir hann einnig undir þaulreyndum og rígnegldum ís- lenzkum bragarháttum, þó hann fari einnig oft eigin götur í þeim efnum. Guttormur er hinn eini af höfuðskáldum fslendinga vest- an hafs, sem fæddur er í landi þar. Og svo vill til, að hann stendur nú að kalla má á sex- tugu. Hann er fæddur 5. des. 1878 að Víðivöllum við íslend- ingafljót í Nýja íslandi, ólst þar upp og býr enn á föðurleifð sinni á þeim söguríku slóðum íslendinga þarlendis. Foreldrar hans, sem fluttust vestur um haf af Austurlandi, voru í hópi frumbyggjanna íslenzku í Nýja íslandi þekkir Guttormur því af sjón og reynd strit og stríð landnemanna, enda hefir hann reist þeim margan bautastein í kvæðum sínum. Þegar litið er til ætternis hans, kemur það eigi heldur á óvart, að hann yrkir heilan kvæðabálk um “Jón Austfirðing”. Guttormur naut aðeins barna skólamentunar; er hann því flestum fremur maður sjálf- mentaður; má því með nokkr- um sanni heimfæra upp á hann þessa vísu sjálfs hans: Betra er að vera af Guði ger greindur bóndai-stauli, heldur en vera, hvar sem er, “hámentaður” auli. Eins og skáldbróðir hans hinn ;íslenzki vestur við Klettafjöllin, hefir Guttormur ' orðið að vinna “hörðum hönd- um” við búskaparstörfin um dagana, því að fyrir stórum fjölskyldu-hóp var að sjá. Má því réttilega snúa upp á hann eftirfarandi orðum úr kvæði hans “Við heimför Stephans G. Stephanssonar 1917”: Stuðlar hann við strit stórþjóðarvit,-----— Hefír Guttormur því unnið hin bókmentalegu störf sín undir andvígum skilyrðum; og vafalaust ber því ekki að neita, að hin óhægu kjör, sem hann hefir átt við að búa, hafa orðið steinn á vegi þroska hans. En svo rík og þróttmikil er skáld- gáfa hans, að hann hefir sigr- ast á mótdrægúm lífskjörunum og orkt svipmikil og djúpúðug kvæði um hin hversdagsleg- i ustu efni innan þröngra tak- imarka athafnasviðs hans. En j svo er því altaf farið um hin sönnu og mikilhæfu skáld; þeim verður sjálft grjótið að gulli, í andlegum skilningi. — Jafn algengt fyrirbrigði vestan hafs eins og býflugnaræktin verður Guttormi áhrifamikil og algild táknmynd andlegrar harmsögu sjálfs hans, og meg- inþorra manna, eins og prófess- or Watson Kirkconnell hefir réttilega lagt áherzlu á. Og óneitanlega er bókmenta- starfsemi Guttorms bæði harla mikil að vöxtum og fjölskrúð- ug, þegar aðstæður hans eru teknar með í reikninginn. Meg- inið af kvæðum hans fram til ársins 1930 er að finna í ljóða- safninu “Gaman og alvara”, sem út kom í Winnipeg það ár, því að þar eru, auk siðari kvæða hans, flest kvæðin, sem prentuð voru í safninu “Bónda- dóttir” (1920) og allur flokk- urinn “Jón Austfirðingur” (1909). Þó ber þess að geta, að Guttormur hefir orkt mörg góðkvæði síðan 1930, er birt hafa verið í íslenzkum blöðum og tímaritum beggja megin hafsins. Enginn fær lesið ofannefnt heildarsafn ljóða Guttorms, svo að lestur geti talist, án þess hann annfærist um, að þar er skarpgáfað og sérkennilegt skáld að verki, — skáld, sem á bæði djúpa og hvassa sjón, og er miklum andlegum þrótti gætt. Yrkisefni Guttorms eru einnig næsta fjölbreytt. Með sanni Jiefir hann þó verið nefndur “helzta skáld” íslenzkr- ar landnámstíðar vestan hafs og anda hennar. Söguljóðið “Jón Austfirðingur” er úr þeim jarðvegi sprottið, átakan- leg og glögg lýsing af braut- ryðjandalífi margra íslendinga í Vesturheimi, þrautum þeim og erfiðleikum, sem þeir urðu að sigrast á, eða bíða lægri hlut í baráttunni. » Hagsæld niðja þeirra var dýru verði keypt. — Mörg minnisstæð kvæði og prýðisvel orkt eru í ljóðabálki þessum, og hann er í held sinni, að minsta kosti óbeinlínis, drengileg lofgerð um þraut-' seigju og manndóm landnem- ans, sem ekki lætur bugast. Miklu hærra, bæði að anda- gift og listrænu formi, nær Guttormur þó í snildarkvæðinu “Sandy Bar”, sem er ódauðleg- ur dýrðaróður íslenzkra land- nema vestan hafs. Það hefst á þeSsu hljómmikla og mynd- auðga erindi: Það var seint á sumarkveldi, * sundrað loft af gný og eldi, regn í steypistraumum feldi, stöðuvatn varð hvert mitt far. Gekk eg hægt í hlé við jaðar hvítrar espitrjáaraðar, kom eg loks að lágum tjaldstað landnemanna á Sandy Bar, tjaldstað hinna löngu liðnu landnámsmanna á Sandy Bar. f hrífandi og hjartnæmum blæbrigðum bregður skáldið síðan upp skyndimyndum' úr lífi og stríði landnemanna: Að mér sóttu þeirra þrautir, þar sem espihól og lautir, fann eg enda brendar brautir, beðið hafði dauðinn þar. Þegar elding loftið lýsti, leiði margt eg sá, er hýsti, landnámsmanns og landnáms- konu lík — í jörð á Sandy Bar, menn, sem lífið, launað engu, létu fyrr á Sandy Har. Heimanfarar fyrri tíða fluttust hingað til að líða, sigurlaust að lifa, stríða, leggja j sölur heilsufar, falla, en þrá að því að stefna, þetta heit að fullu efna: meginbraut að marki ryðja merkta út frá Sandy Bar, braut til sigurs rakleitt, rétta ryðja út frá Sandy Bar. Þesu máttuga og angurblíða kvæði lýkur með eftirfarandi erindi: Stytti upp, og himinn heiður hvelfdist stirndur, megin breið- ur, eins og vegur valinn, greiður, var í lofti sunnanfar. Rofinn eldibrandi bakki beint í norður var á flakki. Stjörnubjartur, heiður himinn hvelfdist yfir Sandy Bar, himinn, landnám landnemanna, ljómaði yfir Sandy Bar. “Sandy Bar”, sem er sann- kallað listaverk að tformi til, ber fagurt vitni fágætri mál- fimi og rímsnild Guttorms, og sama máli gégnir um mörg önn- ur kvæði hans. Hvergi er þó ljóðgáfa hans léttstígari eða þýðari heldur en í hinu gullfall- ega kvæði hans “Góða nótt”: Dúnalogn er allra átta, allir vindar geims sig nátta, nú er álfa heims að hátta, hinstu geislar slokkna skjótt, húmsins^svarta silkiskýla sveipar þekjur vorra býla, upp er jörðin eins og hvíla öllu búin. — Góða nótt! Upp til hvíldar öllu búin er nú jörðin. Góða nótt! Tak þú, svefn, í ástararma alla menn, sem þjást og harma, legg þinn væng á lukta hvarma, láttu öllum verða rótt, leyf þeim, draumur, lengi að njóta lífsins, sem í vöku brjóta skipin sín í flök og fljóta fram hjá öllú. — góða nótt! Þeim, sem fram hjá fegurð lífsins fara í vöku. Góða nótt! Hér kemur einnig glöggt í ljós grunntónninn í lífsskoðun Guttorms og undirstraumurinn í ská\dskap hans: — víðfeðm og djúp samúð með öllum þeim, sem bera skarðan hlut frá borði í lífsbaráttunni, eiga þar undir högg að sækja. Jónas al- þingismaður Jónsson fór ekki villur vegar, þegar hann kall- aði Guttorm, í “Skinfaxa” fyrir mörgum árum síðan: “skáld þeirra, sem eru minni máttar”. Náttúrulýsingar Guttorms eru margar hverjar bæði sér- kennilegar og svipmiklar með afbrigðum, einkum að samlík- ingum, t. d. í kvæðinu “Haust- söngur”: Rignir úr lundi við laufvinda súg lofteldi gullinna blaða, gusturinn eykur hans eldlega hraða ofan að laufanna slegna múg. Hvílir sig heimur í eyði, helkulda stirður sem nár, heiðbjart er yfir hans hrím- stirnda leiði. Hverfist í glersúlur mánatár. Guttormi lætur því vel að yrkja um alvarleg efni, en hann er jafnframt kýmniskáld gott; einkum eru margar á- deiluvísur hans hárbeittar og markvissar. Hverskonar óheil- indi í lífi manna og lunderni eiga ekki upp á háborðið hjá ! honum, og liðhlaupum í þjóð- ernismálum segir hann til synd- anna, og er það ofur skiljanlegt um jafn sannan íslending o hann er og glöggskygn á andleg verðmæti. Gott dæmi kaldhæðni Guttorms og mark- vissu, er vísan “Gáfnamerki”: Gáfnamerki gott: að þegja, glotta að því, sem aðrir segja, hafa spekingssvip á sér; aldrei viðtals virða neina, virðast hugsa margt, en leyna því, sem reyndar ekkert er. En Guttormur er eigi aðeins frumlegt og þróttmikið ljóð-1 skáld. Hann er einnig sérkenni- legt og merkilegt leikritaskáld. Árið 1930 gaf Þorsteinn Gísla- son út í Reykjavík “Tíu leik- rit” eftir hann, en áður höfðu sum þeirra birst í íslenzkum tímaritum. Leikrit þessi eru þrungin að spaklegri hugsun, táknræn og dulræn að blæ. Er það hreint ekki orðum aukið, að þau eru merkilegt fyrirt brigði í íslenzkum bókmentum” eins og Lárus Sigurbjörnsson segir um þau í eftirtektar- verðri grein í “Lögréttu” — (1935). Hann leiðir einnig rök að því, að þau hafi verið rituð “úti á Nýja íslandi samtímis eða jafnvel á undan stórmerki- legri stefnu í leikment Norður- álfu og Ameríku”. Með öðrum orðum, að Guttorniur hafi með leikritum þessum orðið braut- ryðjandi í leikritagerð. Auðsætt er þá, þótt fljótt hafi verið farið yfir sögu, að bóndinn og skáldið frá Víði-! völlum í Nýja íslandi, er eng- inn hversdagsmaður á andlega sviðinu; það er sitthvað svipað með honum og bóndanum or skáldinu vestan frá Klettafjöll- unum, þó ólíkir séu um margt. Stórbrotin og frumleg skáld- gáfa er báðum sameiginleg, og báðir hafa borið merki fslenzks manndóms hátt við himinn á vestrænum vettvangi, svo að þjóð vor hefir drjúgum auðg-1 ast við það andlega og hróður hennar vaxið að sama skapi. Sannast því nú á Guttormi orð hans um' fslandsför Stephan G. I Stephanssonar 1917: fram. Ávarpaði svo veizlustjóri samsætið og bauð alla gesti vel- komna, þar næst talaði herra Gísli Gíslason fyrir minni silfur brúðhjónanna og afhenti svo þeim einnig nokkrar verðmætar og fallegar gjafir, sem sýndu hvað bezt, í hversu miklu áliti að þessi hjón eru á meðal allra þeirra sem þekkja þau, nær og fjær; ennfremur kallaði forset- inn á Miss Birgittu, dóttur silf- urbrúðhjónanna, sem satfvið há- borðið ásamt og systkinum sín- um og öðru venslafólki heiðurs- gestanna, og talaði jómfrúin nokkur vel valin orð til foreldra sinna og afhenti þeim gjöf frá börnunum. Ýmsir fleiri voru svo kallaðir fram og mun Mr, Balton, einn af sveitarráðsmönnum, hafa tal- að næst, og fór hann lofsamleg- um orðum um silfurbrúðhjónin, og kvaðst hann aldrei hafa þekt betri nágranná né ábyggilegri í öllum viðskiftum. Mr. Óskar Jó- hannsson var einn meðal ræðu- manna, sem lýsti ánægju sinni yfir þeim verðuga heiðri sem þessum hjónum væri sýndur. — Svo kallaði veizlustjóri á frú Þjóðbjörgu Hinrikson með ræðu^ og várð henni létt fyrir með að leysa það verk af hendj, talaði hún aðdáanlega vel, og lýsti að miklu leyti æfiferli bruðgum- ans, hafði henni snemma orðið vel til hans á æskuárunum, kendi hún þá í skóla í hans heimahögum og fanst mikið til um námsgáfur hans og skarp- leika til bókarinnar. Næsti tölumaður, Gunnl. Jóhannson, vék máli sínu til brúðarinnar, sagðist honum svo frá, að hversu góðir og hrósverðir sem menn- irnir kynnu að reynast, að þá bæri konan þar ávalt hærri hlut með sinni skyldurækni, umburð- arlyndi og kærleiksverkum, og kvaðst hann geta flestum betur um þetta borið. Á mili ræðanna sungu allir samhuga, fjöruga o£ viðeigandi gleðisöngva. Nú höfðu menn setið undir borðum langa stund og dáðst að gómsætum kryddbrauðum — og brúðarköku sem margir sögðu að væri sú fegursta er þeir hefðu augum litið, var þá rent á bolla og veitingum gerð góð skil, því nú höfðu konurnar tekið öll ráð í sínar hendur og fórst þeim það mjög myndarlega jen allir dáðust að forstöðukonunni, frú G. K. Stephenson frá Winnipeg og henni ber að þakka fyrir hvað samtökin 'voru góð og al- Vaknar yndi á Ingólfs strindi, kemur að landi konungborinn andi. Opnast breið og löng bergkastala göng, verða víðloft þröng um vættasöng. — — (Grand Forks, N. Dak, júlí, 1938). -N. Dbl. 29. júlí. Þér sem notið— TIMBUR KAUPIÐ AF THE Empire Sash & Door CO., LTD. BirgSir: Henry Ave. Raat Sími 95 551—95 552 Skrifstofa: Henry og Argyle VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA menn í bygðinni, og nú má eg ekki gleyma frú Helgu Gutt- ormsson frá Winnipeg og frú Gísli Gíslason í Poplar Park, sem einnig sýndi frábæran dugnað í öllu undirbúnigsstarfinu, — það er ekki hægt, í fáum orðum að lýsa allri þeirri fórnfýsi og tíma sem til þess útheimtist að undirbúa stórar veizlur í strjál- bygðum sveitum þar sem vegir eru lélegir og talsímar engir. Þeir vita það bezt sem reyna. Áður en samsætinu var lokið óskaði Mr. Guttormsson eftir að segja nokkur orð; þakkaði hann innilega þann heiður er þeim var sýndur, með þessu veg- lega samkvæmi, sem hann gæti sízt séð að þau ættu skilið með réttu — en svo bjartsýnn sagð- ist hann æfinlega hafa verið í lífinu, að sér hefði fundist að hann eða þau hjónin væru ekki með öllu vinalaus — en að þau ættu eins marga vini og hér væru saman, komnir, hafði hann aldrei haft hugmynd um. Veðrið var hið ákjósanlegasta þenna dag, oftast glaða sólskin og hægur vindblær, svo alt virt- ist hjálpa til, að gera þennan silfurbrúðkaupsdag eins unaðs- ríkan og verða mátti. Gunnl. Jóhannsson Eftirþanki: Eftir því sem eg þekti til mun hvert íslenzkt mannsbarn bygðarinnar hafa verið í þessu góða samkvæmi, nema' einn blindur 88 ára öld- ungur, Gestur Jóhannsson, en sem betur fór gafst mér færi að sjá hann á heimleiðinni og þakka honum fyrir svo margt gott og göfugt, hann bjó á næsta bæ við föður minn á íslandi. G. J. Þessi eintök af Almanaki Þjóðvinafélagsins óskast til kaups: 1890, 1891, 1892, 1906, 1930, 1933, 1934, 1935, 1937, D. Björnsson “Heimskringla” Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu , 8. SILFURBRÚÐKAUPIÐ I POPLAR PARK Við suðaustur endan á Win- nipeg-vatninu, nálægt Rauð-ár ósunum og flóðengi afar fögru og verðmætu, er sveit sú, áem Poplar Park er kölluð, búa þar nokkrir góðir íslenzkir bændur, ásamt nokkrum enskum og ann- i ara þjóða fólki. Hafa helst til fáir kynt sér þetta landsvæði, því að keyrsluvegir eru í lak- ara lagi, en í gegnum þessa sveit er þó farið með járnbraut- inni sem liggur frá Winnipeg til Grand Beach. En á sunnu- daginn þann ll, sept. var mjög gestkvæmt á þeim stöðum, og tiltölulega allir bygðarbúar söfn- uðust í samkomuhús sveitarinn- ar, og svo var aðsóknin mikil, að margir komust ekki inn, — og tilefni þessa mannfagnaðar var það, að nút voru liðin tuttugu og fimm ár frá giftingardegi þeirra hjóna Einars og Hólmfríðar Guttormsson, sem hafa búið alla ' sína hjúskapartíð í þessari fögru og friðsælu bygð. Samsætið var undir stjórn Guðmundar Kr. Stephenson, sem hófst með sálmasöng, og bæn sem frú Stephenson bar All-Canadian victory (or pupils o( DOMINION BUSINESS COLLEGE at Toronto Exhibition Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE, Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both Novice and Open School Championship Divisions of the Annual Typing Competition. Miss GWYNETH BELYEA won first place ancj silver cup for highest speed in open school championship with net speed of 92 words a minute.. Mr. GUSTAVE STOVE won first place and silver cup for highest speed in Novice Sec- tion of typing contest. His net speed was 76 words a minute. Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil, won second place for accuracy in the novice division! Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C. student, came fourth in the open school championship section! The Dominion sent four pupils to Toronto and they won two firsts, a second and a fourth place! The contest officials announced at the Coliseum before an audience of 9,000 people that the Dominion Business College, Winnipeg, had the best showing of any com- mercial school in the competition! There were 107 contestants! ENROL NOW DOMINION BUSINESSCOLLEGE , WINNIPEG FOUR SCHOOLS: THE MALL— ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.