Heimskringla - 21.09.1938, Blaðsíða 7

Heimskringla - 21.09.1938, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 21. SEPT. 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA GULLBRÚÐKAUP Eiríks og ólafar Jóhannsson í Árborg, Man. Sunnudaginn 28. ágúst, er var einn af hinum indælu sólríku dögum þessa útlíðanda sumars fjölmenti fólk mjög til samfagn- aðar með ofangreindum hjónum í samkomuhúMi Goodtemplju’ai hér í Árborg. Það jók mjög á fögnuðinn að öll börn hinna öldruðu hjóna voru viðstödd, voru sum ásamt frændkonum þeirra komin úr fjarlægð. Sam- sætið hófst með því að sóknar- prestur, er var falin veizlustjórn lét syngja sálm, las ritningar- kafla, en bæn flutti séra Rún- ólfur prófessor Marteinsson. Á- varpaði forseti því næst saman- safnaða gesti, og las upp skeyti til heiðursgesta. Því næst var sungið af viðstöddum: “Hvað er svo glatt, sem góðra vina fundur.” — Því næst mælti Mrs. Hermann von Renesse fyrir minni gullbrúðarinnar. Var því næst sungið “Fósturlandsins freyja” o. s. frv. Fyrir minni brúðgumans mælti Mr. Björn I. Sigváldason bóndi í Árborg. Var þá sungið af fólkinu “Þú blá- fjallageimur með heiðjökla hring” o. s. frv. Því næst flutti séra Rúnólfur Marteinsson ræðu, og ávarpaði hjónin bæði, en sér í lagi Eirík bónda. Mr. B. Lífmann ávarp- aði heiðursgesti fyrir hönd lestrarfélagsins “Fróðleikshvöt”. Sóknarprestur las ávarp frá Ár- dalssöfnuði í Árborg, en í þess- um nefndu félögum hafa hin öldruðu hjón verið starfandi og trúfastir meðlimir. Næst voru gjafir afhentar: blóm frábarna- börnum, er lítil sonardóttir heiðursgestanna, Anna að nafni, bar fram; frá börnum þeirra: vegleg brjóstnæla og styrkur stafur og frá frændkonu gull- brúðarinnar, Mrs. Mehari í Win- nipeg peningabudda, frá bygð- arfólki peninga upphæð. Sig- mundur sonur heiðursgestanna bar fram þakklætisorð einkar vel völd fyrir hönd foreldra sinna. Ræður þær er fluttar voru sköpuðu hugarstefnu móts- ins og gerðu það yndislegt. — Ræða Mrs. von Renesse var einkar hlý í anda og orðum. Minni Mr. Sigvaldasonar var mjög ítarlegt og lýsti félagslífi frumbýlingsáranna og afstöðu heiðursgestsins og hugarstefnu hans, en glöggri félagskend og skilningi félagsmála hjá ræðu- manni. f ávarpi sínu dvaldi séra Rúnólfur við sögu liðins tíma, snertandi fyrstu kynningu af hjónunum sem verið var að heiðra. Virtist þeim er þetta ritar að þær séu næg efni til frá- sagna — margþætt reynsla land- nemalífsins — og prestanna er þá og síðar hafa starfað. En hvenær verða þær sagnir bók- festar ? Erindi séra Rúnólfs var einkar fagurt og skáldlegt erindi. Jóhannsson hjónin eru bæði norðlenzk að ætt'; Eiríkur er æ^aður frá Héraðsdal, dvaldi INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth...............................J. B. Halldórsson Antler, Sask..........................K. J. Abrahamson Árnes................................Sumarliði J. Kárdal Árborg................................G. O. Einarsson Baldur................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Belmont...................................G. J. Oleson Bredenbury.............................H. O. Loptsson Brown.....................’..........Thorst. J. Gíslason Churchbridge__________________________H. A. Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe...............................?....S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros...............................J. H. Goodmundson Eriksdale..............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli................................... K. Kjernested Geysir............................. Tím. Böðvarsson Glenboro.................................G. J. Oleson Hayland...............................Slg. B. Helgason Hecla..................................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Húsavík................................John Kernested Innisfail............................Ófeigur Sigurðsson Kandahar............................... S. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Langruth..................................B. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville.................:...... Ófeigur Sigurðsson Mozart .............................. —S. S. Anderson Oak Point...-.........................Mrs. L. S. Taylor Oakview....................................S. Sigfússon Otto.....:...,............................Björn Hördal Piney....................................S. S. AndersoD Red Deer............................Ófeigur Sigurðsson Reykjavík...........................................Árni Pálsson Riverton...........................................Björn Hjörleifsson Selkirk.............................Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.......................k. J. Abrahamson Steep Rock........................................Fred Snædal Stony Hill................................ Björn Hördal Tantallon ............................Guðm. Ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason Víðir..................................'..Aug. Einarsson Vancouver..^...,......■».............Mrs. Anna Harvey Winnipegosis.....................Finnbogi Hjálmarsson Winnipeg Beach..........................John Kernested Wynyard ...............................S. S. Anderson I BANDARÍKJUNUM: Akra................................ Jón K. Einarsson Bantry................................. E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavalier...............................Jón K. Einarsson Edinburg....................................Jacob HaU Garðar.................................... Grafton.................................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. EJinarsson Hensel..................................J. K. Einarsson Ivanhoe.............................Mlss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Mllt°n.....................................S. Goodman • Minneota............................Miss C. V. Dalmann Mountain...............................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash..........j j. Middal, 6723—21st Ave. N. W Svold................................... K. EinarssoB Upham..................................... J. Breiðfjörö Vskiitg Press Winnipeg Manitoba hann þar og síðar á Hofgríms- stöðum í Tunguscveit í Skaga- fjarðarsýslu. Átta vertíðir reri hann á Suðurlandi og þjálfaðist hann í þeim ferðalögum eins og þau þá voru og í sjóróðrum sunnanlands. Ólöf kona hans er Ingólfsdóttir, fædd að Hnaus- um í Húnaþingi, er ætt hennar að nokkru skagfirsk. Þau voru gift á Reykjum í Tungusveit, 4. sept. 1887, af séra Jóni Sveins- syni, sóknarpresti að Mælifelli. Er þau fluttu vestur um haf settust þau fyrst áð í Húsavík- ur umhverfi sunnanvert við Gimli, en síðar um hríð í Min- erva bygð, en hurfu þaðan eftir stutta dvöl og námu land vest- anvert við Árborg og bjuggu þar um mörg ár, en síðar austan Árborgar á takmörkum Árdals og Geysisbygðar, en nú búa.þau í Árborg, í grend við Sigmund son sinn. Börn þeirra á lífi eru: Ingólf- ur fiskimaður í Riverton, kvænt- ur Júlíönu Helgadóttir Ásbjarn- arsonar í Mikley. Margrét gift John Bedford Thompson, búa þau í Alberta fylki. Jóha’nna Sigurlín kona Ingimars Thor- varðarsonar bónda í grend við Árborg. Sigmundur trésmiður í Árborg, ,kvæntur Kristínu Hallsdóttir Thorvarðarsonar í Geysisbygð. Barnabörri hinna öldruðu hjóna eru 14 talsins á lífi. Eiríkur Jóhannsson og Ólöf kona hans hafa barist góðri baráttu og notið samstiltra krafta á sigurbraut. Hann fjör- maður hinn mesti og ágætum gáfum gæddur, með óþrotlega lestrar og fróðleiksfýsn, hún .staðföst og styrk og þróttlund- uð. Heimilið hefir altaf verið mjög íslenzkt í anda og grand- gæfilega fylgst með öllul er ís- land og giftu þess og gengi snertir. Engan mann hefi eg fyrirfundið á réttri 36 ára veg- ferð vestan hafs, er betur fylgdist með því sem var að gerast heima á ættjörðinni en einmitt hann. Það var ljúft hlutverk að heiðra þessi góðu hjón og samgleðjast þeim og mannvænlegum og velg|bfnum börnum þeirra og afkomendum. Fólk naut sín vel og eðlilega. Söngvar voru sungnir milli þess að ræður voru fluttar. — Miss Josephine S. Ólafsson kenslukona lék á hljóðfæri. — Konur úr kvenfélagi Árdals- safnaðar framreiddu ágætar veitingar. Fólk fann að stund- inni hafði verið vel varið, í samfögnuði með ástvinum þeim er hér áttu hlut að máli, og árna þeim sameiginlega in- dælla stunda og fagurs æfi- kvölds, og ástvinum þeirra gæfu og gengis. Sigurður ólafsson SÖNGUR DIMITTENDA 1938 Út gekk maður að sá. Auður akurinn lá. Svipur andvana grúfði yfir löndum. En á döggvaða rein fræin fögur og hrein hnigu fislétt úr sáðmannsins höndum. Greinast rætur um svörð. öxin bylgjast um börð, full af blómlegum næringar auði. Það er sáðmannsins pund, að með leikandi lund skóp hann líf, þar sem áður var dauði. Nú er knýjandi þörf fyrir strengileg störf, til að styrkja þann andlega gróður, vekur drengskap og dug sem í æskunnar hug og þær dygðir, sem auka vorn hróður. Megi skóla vors starf skapa andlegan arf og þann akur á sálnaiina rein- um, þar sem skynsemin grær og sá mjötviður mær, sem ber menningu og þroska á greinum. Hugur fyllist af þökk, og sú kveðja er klökk, sem er komin úr þakklátu hjarta. — öll þín framtíðar spor, ylji vinhugur vor, ást og virðingu hlýja og bjarta. Magnús Kjartansson | Hér á undan er birt fallegt kvæði eftir pilt, sem lauk stúd-1 entsprófi á síðastliðnu vori. Og þó er kvæðið ekki fyrst og fremst birt fyrir það hve fall- egt það er, heldur af því, að i það virðist bera vott um breyt- 1 ingu á afstöðu nemendanna til þessarar merku og mikilsverðu stofnunar. Framfarir á sviði uppeldis-! mála hafa orðið miklar í seinni \ tíð. ' Mentaskólinn hefir verið erfiður skóli og er það enn. En afstaðan milli skólastjórnar og kennara annarsvegar, en nem- enda hinsvegar, er að breytast, og óefað til bóta. Vandað er til kenslu og náms eigi síður en áður. En sam- búðin mun orðin með nokkuð öðrum hætti en áður fyr. Til þess benda meðal annars námsferðir, íþrjóttaferðir og skólaselið, sem nú er að rísa. Er gott til alls þessa að vita. Og þess þá að vænta, að þeim fækki óðum, sem vitni um að þá hafi “kalið á hjarta” í skóla þessum. Kvæði Magn. Kjartanssopar er merkisviðburður, ef það er svo, að nemendur Mentaskól- ans í Reykjavík eru farnir að finna til líkt og hann. En sá hlýtur að vera megintilgangur skólans, að fóstra fólk, sem finnur þörfina á því að skólan- um takist að styrkja gróður, sem í hug æskunnar vekur til dáða og drengskapar. En að Magnús sé ekki einn til vitnis um að skólanum sé að hepnast þetta betur en um sinn, má marka af því, að ann- ar námsmaður við skólann, Helgi Þorkelsson, samdi lag við kvæði Magnúsar, og var hvort- tveggja flutt á kveðjufundi, þegar sjálfu náminu var lokið á síðastliðnum vetri og upplest- ur undir lokapróf hófst. Loks verður það að tqljast góðs viti í þessu sambandi, að piltur sá, sem kvæðið samdi, lauk einu hinu glæsilegasta stúdentsprófi, sem saga Menta- skólans greinir. En viðhorfið gagnvart skóla, sem dvalið er í við erfitt nám á æskuárum, setur svipmót á viðhorfið til Viðfangsefnanna, þegar út í lífið kemur. —N. Dbl. 16. ág. G. M. EARL (ERLENDUR) ERLENDSON Earl (Erlendur Erlendson sem í fjörutíu ár hefir verið í þjónustu Great Northern járn- brautar félagsins, dó á heim- ili sínu í Grafton, N. Dak., 17. ágúst, 58 ára að aldri. Hann hafði :átt við heilstutylun að stríða um nokkurt undanfarið skeið, t. d. mikinn blóðþrýst- ing, ásamt veikluðu hjarta, en heilablóðfall varð banameinið. Hann var fæddur á Jökli í Eyjafirði. Foreldrar hans voru Jóhann Erlendsson Ólafssonar bókbindara í Kaupangi og aeinna meir á Altureyri, og konu hans, Sigurbjargar Guð- laugsdóttur Eiríksonar frá Steinkirkju (í P’njóskadal. Aðeins sex ára að aldri kom hann með foreldrum sínum til Vesturheims. Það sem eftir var sumarsins 1886 og næsta vetur voru þau hjá skylduliði í grend við Glaston, en fluttu svo til Garðar, óg þar voru þau þrjú ár, eða þar til þau fluttu norður og austur til Akra, á land það sem Arngrímur heit- inn Jónsson (bróðir Thos. H. - NAFNSPJÖLD - =r aaU Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrifstofusiml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. & að finnl á skrifstofu kl. 10—1: f. h. og 2—6 e. h. Heimlli: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 15* g". s. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœðingur 702 ConfederaUon Liíe Bldg. Talsími 97 024 Orrics Phonb Res Phonv 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 10» MEDICAL ARTS BUILDING OrncK Hours: 12 - 1 4 r M. - 6 p.m »ND BY APPOINTMENT w. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZK 1R LOGFRÆÐINQAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnlg skrifstofur að aA Glm11 eru þar að hJtta, fyrsta miðvikudag 1 hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannes u»n 218 Sherburn Street Talsimi 30 877 ViOtalstími kl. 8—6 e. ht M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINQAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lœtur úu meðöl < viðlögurf VIBtalstímar kl. 2 4 « n 7—8 að kveldinu Sími 80 867 666 vlctQr 8t J. J.* Swanson & Co. Líd. RBALTORS Rental, Insurance and Financtal Agents Slmi: 94 221 600 PARIS BLDG.—Wlnnlpeg A. S. BARDAL selur Ilkklstur og annast um útfar- V. Allur útbúnaður sá besti _ Ennfremur selur hann allskonar mlnntsvarðá og Iegsteina. 843 SHBRBROOKE ST Phone: 86 607 WINNIPEQ Gunnar Erlendsson Planokennari Kenslustofa: 701 Victor St. Síroi 89 535 thl watch shop Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents f°r Bulova Watches Marnage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjarnason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast ailskonar flutnlnga fram og aítur um bæinn. Rovatzos Floral Shop ^Ofl Notre Danie Ave. Phone »4 »54 Freah /Cut Flowers Daily Plants íd Season We specialize in Wedding * Concert Bouquets & Funeral Design8 Xcelandlc spoken l Johnson, ráðherra) yfirgaf. — Þar naut Elli (því svo var hann ávalt nefndur) aíþýðu- skólamentunar, og var mest í foreldrahúsum, þar til 1898, að hann tók fyrir sig ^ímritara nám hjá G. N. járnbrautarfé- laginu í Edinburg, N. Dak. í tuttugu ár var hann í þjónustu félagsins sem símritari, á ýms- um stöðvum í N. Dakota og Minnesota. Árið 1918 var hann skipaðpr gjaldkeri félagsins í Grafton, og þá miklu ábyrgðar- stöðu fylti hann með alveg sér- stakri alúð og samvizkusemi sem orð var gert á. Árið 1922 gekk hann í hjónaband og giftist Kathryn Feick, af þýzk-skoskum ættum. Þau eignuðust þrjú börn, öll stúlkur, Patricia, sú elsta af börnunum er 15 ára, June 9. og Jean mistu þaninnan eins árs. Útförin fór fram frá heim- ilinu og Sambandskirkjunni í Grafton, að viðstöddu fjöl- menni. — Til söngs og allrar kirkjulegrar viðurhafnar er sjaldan svo efnt, eins og nú var var gert, því svo mikil var vin- sæld hans, að alla dróg nær, og helstu borgarar í Grafton fylgdu honum til grafar. Hann var lagður til hvíldar í Neche, þar sem litla stúlkan hans var grafin fyrir 10 árum síðan. Foreldrar hans eru dánir fyrir nokkrum árum en syst- kyni á hann á lífi, Mrs. J. H. Norman, Hensel, N. D., Eggert, Grafton; J. J. Erlendson, Frið- rik og Tryggva, Hensel. MARGARET DALMAN teacher of piano S54 BANNINQ ST Phone: 2« 420 ÁTTHAGAR Átthagána, — árin blíð ennþá man eg liðin fjárhópana, fjallahlíð, fagra svanakliðinn. Sérhver þánar þela-brún þar, og ránin linna, íslands fáni hátt við hún hér skal lánið finna. Ættfeðranna rækjum rún raun þó banni og stritið, sannar manndóms máttinn hún, met og sanna vitið. Móðurjarðar mentalán mannsins varðar brautir, gegnum harða heimsirís þján heimskugarð og þrautir. Því það eyðir þoku-hríð, þroska greiðir sporin æfiskeiðin ung og fríð áframleiðum borin. Ljóðin spinna land og sær, lista tvinnuð böndum sem að finnum fjær og nær á fjarðarmynna ströndum. Fram um daga, ár og öld er vor saga runnin úr átthaga fræða-fjöld fræga bagan spunnin. Sagna spjöldin rituð rétt, ráð og völdin sæma, sem frá öldum eru sett og þín gjöldin dæma. Mistur hylur fortíð fjær föngin til er sækjum, aldrei dylur úrlausn nær ef vér skilin rækjum. Og af hróður ótæmd sézt einkaþjóðar myndin, instu glóða eðli fest íslenzk gróðurlindin. M. Ingimarssoi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.