Heimskringla - 05.10.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 05.10.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. OKTÓBER 1938 'ffieimsktringla (StofnuO 1SS6) Kemur út A hverjum miOvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. (53 og (55 Sargent Avenue, Winnipeg Talsimis S6 537 Ver5 blaðslns er $3.00 Argangurlnn borglst tyriríram. Allar borganir sendist: THE VIKING PRESS LTD. 1 tJU vlðskífta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: ÍCcnager THB VIKING PRESS LTD. (53 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til ritstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA (53 Sargent Ave., Winnipeg “Helmskringla” is published and printed by THE VIKING PRESS LTD. (53-355 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 llillUUIIIIIIMK WINNIPEG, 5. OKTÓBER 1938 HEIMSKRINGLA 52 ÁRA Með þessu tölublaði hefst fimtugasti og þriðji árgangur Heimskringlu. Á mæli- kvarða íslenzkra fréttablaða, er það hár aldur; reynslan hefir oftar orðið sú, að þau hafa ekki séð margar nýárssólir. Hinn hái aldur er því út af fyrir sig efni til að vera stoltur af. En að baki honum er eigi að síður merkileg saga fólgin um þrautseigju og fórnfýsi í að halda uppi starfi, sem fyrir fram var sjáanlegt, að yrði útgefendum þungar búsifjar, en gert var samt með þau einu laun í vonum að 'það yrði íslenzka þjóðarbrotinu til góðs. Og hvað sem öðru líður, hefir sú von ræzt. íslenzkt félagslíf hefði hér verið ó- hugsanlegt án blaðanna Heimskringlu og Lögbergs. Það er. blöðunum að þakka, að náðst hefir til íslendinga þrátt fyrir það þó dreifðir séu út um alla Norður-Ame- ríku, og nokkrum íslenzkum félagssamtök- um hefir verið hægt að halda hér uppi. Og þau hafa ekki einungis verið frétta- þráður milli íslendinga hér innbyrðis, heldur einnig milli þeirra og íslendinga á ættjörðinni. Málefni þau sem Heimskringla hefir veitt fylgi eru fyrst og fremst mál Þjóð- ræknisfélagsins, síðan það var stofnað. í raun og veru á Þjóðræknisfélagið og starf þess Heimskringlu að þakka tilveru sína. Það var ekki einungis að hún ynni að stofnun félagsins, heldur hefir hún mátt heita málgagn þess, sverð og skjöldur á- valt síðan. Hún hefir verið þeirrar skoð- unar, að því meira sem viðhorf íslendinga vestra styddist við íslenzkan hugsunar- hátt að fornu og nýju, í einu orði sagt bókmentalegar erfðir, því betur nytu niðj- ar vorir andlegra meðfæddra hæfileika sinna. Að um þetta gæti verið skift skoð- un hjá íslendingum hér, var ótrúlegt. Eigi að síður hafa íslenzku þjóðernissamtökin hér átt skipulagðri ofsókn að mæta af og til, ef ekki sínkt og heilagt, sem eflaust verður í framtíð talin einn hjáleitasti og ótrúlegasti kafli sögu landa vorra í þessari (álfu. Að ekki er nú eins augljóst unnið og stundum hefir gert verið að leggja steina í götuna, stafar ef til vill af endurspeglun sögunnar eða ótta manna við sinn eigin skugga. Eins lengi og þeir íslendingar eru til vestra, sem þjóðerni sitt láta sig skifta, hefir Hkr. verkefni að vinna. Frelsi í trúmálum er annað málið, sem Heimskringla hefir ávalt veitt ótrautt fylgi. Ekkert vald hefir leikið mannkynið harðara og staðið í vegi fyrir heilbrigðum andlegum þroska, en trúarbragða-hégiljur. Hvernig með þeim hefir verið barist gegn allri frjálsri hugsun og raunvísindum síð- ari tíma, já, en þann dag í dag, má með því gerræði kalla, sem mest og verst hefir verið unnið í andlegri þroskasögu mannkynsins. Til þessa hafa frjálslynd- ustu og víðsýnustu íslendingar fundið bæði fyr og síðar og hafa flett ofan af hégiljunum miskunarlaust. En drottin- vald prestanna, með helvítisrefsingu og öðrum slíkum ógnum, hafði knýtt svo að hugsanafrelsi almennings, að hann þorði ekki að hreyfa hönd eða fót til mótmæla, eða fylgis við djörfustu og frjálslyndustu mennina, eða breyta í nokkru 1 bág við viðteknar þröngsýnis-reglur. Venjan hafði helgað þær svo, að jafnvel eftir að alt traust á þeim og áhugi var horfinn á ís- landi, var ekki hafist handa samt til neinna skipulagðra andmæla gegn þeim. Það hlutverk beið þeirra íslendinga vest- an hafs, er undir merki frjálslyndrar kirkju og óháðrar öllum játningum hóf- ust handa með að leysa fslendinga af trú- 'arklafanum. Það er Unitara-hreyfingin hér vestra, sem þetta spor hefir stigið og sem með því hefir beint hugum íslendinga fyrst inn á brautir frelsis og víðsýnis í trúmálum . Heimskringla hefir frá önd- verðu, alt frá ritstjóratíð Jóns Ólafssonar á fyrstu árum hennar, fyrir það mál barist. Og hún hefir eins síðan áminst skipulögð starfsemi hófst hér í þessa átt, barist undir merki hennar, í fullri von og vissu um að sannleikurinn einn í trúmálum, sem í öðrum efnum, geri menn frjálsa. í stjórnmálum hefir Heimskringla haft óbundnar hendur síðan hún varð eign Viking Press félagsins. Hún hefir birt skoðanir íslendinga hvaða flokki sem þeir hafa tilheyrt sem henni hafa borist. Rit- stjórarnir hafa í seinni tíð rætt pólitísk mál fi^. óháðri hlið og lýst skoðunum sín- um á þeim, án þess að vera flokkspólitík bundnir. Á ritstjórnartíð B. L. Baldvins- sonar mun hún hafa verið ákveðnast flokksblað í stjórnmálum. Um kosti þess og ókosti að fylgja blint einum stjórn- málaflokki, má lengi deila. Núverandi ritstjóri hefir eins og frinn, mjög mikla tilhneigingu til að vera á móti öllum stjórnum og gagnrýna verk þeirra. Að 'þeirri stefnu má auðvitað einnig margt finna. En að líta iá stjórnmál, sem óháð- ast flokksmálum getur þó verið eins heil- brigt. Það má nú svo með fylsta rétti að orði kveða, að stjórnir flestra þjóða séu ámælisverðar fyrir frammistöðu sína. Að klappa þeim lof í lófa, meðan svo mikill fjöldi manna í þjóðfélaginu á við annað eins böl að búa og nú er raun á, er ekki með ósvæfðri samvizku vel hægt að gera. Meðan ráðgátan 'er ekki leyst um það, hvernig hægt er að koma í veg fyrir, að heilir hópar þegnanna svelti sakir alls- nægta, má skrattinn hæla ráðsmenskunni. Ýmsar stefnur eru nú í loftinu, sem úr þraut þessari lofa að leysa.’ En ekki er þar heldur hægt að fylgja öllu í blindni og allra sízt því, sem hjá stórþjóðum gerist. Smærri þjóðir virðast oft betur verða við kröfum allra þegna sinna en þær stærri. Og því er þá ekki að leyna, að þar virðist oss girnilegast til Norður-landaþjóðanna að líta. í Danmörku er t. d. samvinnu- stefnan kominn svo vel á veg í mörgum skilningi, að prófessor Watson Kirkcon- nell, sem þar hefir nú nýlega verið á ferðalagi, segist ekki betur sjá, en að fyrir einstaklings stórgróða sé þar með öllu tek- ið með henni, og arður þjóðfélagsins sé þegnunum beinlínis meira í hag, en í öðrum löndum, sem hann þekki til. Er það ekki þetta sem almenningur þráir? Samvinnustefnan þræðir meðalveginn milli algerðs einræðis og hóflauss ein- staklings frelsis. Hún takmarkar einstakl- ings-frelsið, er um fyrirtæki er að ræða, sem svo víðtæk og þjóðleg eru, að einokun getur leitt af og óheill, að séu 1 höndum einstakra manna. En hún útilokar það ekki, að einstaklingurinn ráði að öðru leyti sjálfum sér, eins og hann nú gerir og hefir vanist við í lýðfrjálsu þjóðfélagi. Samvinnustefnan hvílir því á framtaki einstaklinganna í þjóðfélaginu, og er grundvöllur athfananna eftir sem áður. Hvötin til samvinnu síðar, sprettur af því, að verkið vinst sjáanlega auðveldara á þann hátt og verður fyrir það þjóðlegra. Þjóðarbúskapurinn er með því reistur á öruggum grundvelli athafnafrelsisins. f einræðislöndunum kemur skipunin um at- hafnirnar frá einum manni og þær eru keyrðar áfram, án þess að alþýðan hafi nokkra hvöt hjá sér til framkvæmda, af því að hún er svift öllum ráðum um það. Húsið verður oft reist með því án nokk- urrar þjóðlegrar undirstöðu, af því að ákvörðunarfrels? þegnanna kemur 'þar ekki til greina. Á þjóðeignarstefnu með því einræði sannast ef til vill það sem Steingrímur sagði: Sæla jafnvel sæl er ekki sé oss þröngvað hennar til. En það sem íslendingum hér þykir ef til vill eftirtektaverðast við þetta mál, sem hér hefir verið minst á, er að á fs- landi stefnir í þessa sömu átt og á Norð- urlöndum. Og stendur nú ennfremur svo á, að hvatamaður þeirrar stefnu heima og öruggasti fylgismaður hennar og foringi, er hér vestra staddur, Jónas alþm. Jóns- son. Má oss íslendingum vestra vera það gleðiefni, að heima stefnir í þessa átt sem á hefir verið drepið með tilraununum í að bæta hag alþjóðar og að þar rofar fyrir degi, meðan myrkur grúfir annar staðar yfir. Er þetta stjórnmálaviðhorf á Norðurlöndum ekki eina atriðið, sem hugi manna hefir dregið að því, hve fram- arlega í menningu flestri þær þjóðir standa og hversu heilbrigður hugsunar- háttur þar er yfirleitt ríkjandi. Heimskringla á mörgum á sínum 52 liðnu árum mikið að þakka. Þeir eru nokkrir, og eigi svo fáir, sem verið hafa áskrifendur hennar síðan hún hóf göngu sína og hafa ávalt staðið í skilum við hana, auk þess að greiða fyrir henni á annan hátt. — Við þessa menn og iriarga aðra, þó ekki hafi svo lengi verið kaupendur hennar, er Heimskringla í þakklætisskuld. En þeir eru aftur nokkrir, sem ekki eiga hjá Heímskringlu, heldur skulda henni. Væri nú vel valinn tími til þess, um þessi árgangamót, að þeir sendu blaðinu andvirði þess án frek- ari eftirgangssemi og sýndu með því, að starf þess og útgefendanna í að halda við sambandi meðal íslendinga hér og heima sé einhvers metið af þeim. Starf íslenzku vikublaðanna er þess eðlis, að íslendingar mega ekki án þeirra vera. Með falli þeirra, er veigamesti sam- bandsþráðurinn slitinn í þjóðlegri starf- semi þeirra hér. Félagslíf þeirra hrynur til grunna hætti blöðin að koma út. í þeirri von að löndum skiljist þetta og að þeir í orði og verki stuðli að velgengni blaðanna, hefur Heimskringla gönguna fram á fimtugasta og þriðja árið. HA UKA R “Sérhverja hreyfing og hugargrip Þú handleikur varkárt með spekingssvip, Uns vankvæði finnur þú öllu á— í orðabók þinni er ei nei eða já, Þú lærdómur bókfræðslu-bleikur, Þú blóðlausi heiðarlegleikur.” Stephan G. Stephansson Mig langar til að votta Lögbergi þakk- Iæti mitt fyrir grein sem það flutti ný- lega, sem nefnist “Þankar um St. G. Stephansson og ljóðmæli hans.” Eg tel víst að fleiri en eg taki í sama streng, þó þeir kanske finni ekki tíma til að fara í blöðin með opinber þakkarávörp, og er mér ljúft að hafa orð fyrifr þeim ekki síður en sjálfum mér. Það er margt í þanka-greininni, sem lýs- ir nýju viðhorfi gagnvart ljóðum Steph- ans; því, “sjá! spámaður mikill er upp- risinn meðal vor.” Einn meðal þeirra sem “vaxa nú upp og hafa kynst ljóðmælum hans. Þeir sjá hann og skáldskap hans eins og komandi aldir munu sjá hann, geta séð það sem er varanlegt og það sem er tímabundið.” Þetta er mikill gleðiboðskapur sem opn- að hefir augu mín eins og væri hann eitt heljar-stórt epli af skilningstrénu. Og er þó satt bezt að segja að eg fæ ekki áttað mig á allri þessari þanka-speki, til dæmis finst mér þetta sundurleitt: “Það er sú skoðun sem auðsæ er í þeim flestum (kvæðum Stephans) að tilfinningin eigi e(i)ngan rétt á sér, en aðeins skynsemin og vitið.” Og: “Stephan var svo mikill tilfinningamaður eins og auðséð er af öllum þessum kvæðaflokki (Vígslóða) að hann getur ekki litið með ró og spekt. . .” etc. Og: “. . . en að halda því fram að vitið hafi haft taumhald á tilfinningunni í þessu kvæði er ómögulegt.” Á þessu get eg ekki áttað mig í svipinn. Auðvitað er það tíu ára tímabilið sem hér skilur mig og þanka-manninn. Og er vert að minnast þess framvegis, að lítið ber að marka hvað menn lesa út úr verkum þeirra skálda sem ekki hafi hvílst í gröf sinni í tíu ár. Akkúrat tíu ár — munið það! Má geta nærri um hvort þeim sem buðu Guttormi til íslands finnist ekki þeir hafa heldur en ekki hlaupið á sig — eftir að lesa þankana. Eins víst að Guttormur sé “sinnar tíðar barn” eins og Stephan, kunni ekki klassík og yrki ekki eins og Chaucer. Og sé svo — ja, mikið þó . . . ! En tíu ára þankinn veldur meir en skýr- ingum á skáldskap Stephans; því óbeinlín- is rotar hann (þankinn) og knúsar og mylur Halldór Kiljan Laxness, sem í mestu fljótfærni ritaði m. a. um Stephan: “Eg sé að í ljóðum sínum vitnar hann jöfnum höndum í ritninguna, gríska goða- fræði, Rómverja sögu, fomgermanskar hetjusagnir, Eddu, fslendingasögur . . .” etc. En nú ritar þankamaður: “. . .en það er aldrei hægt að finna að hann (St. G. St.) hafi t. d. pekt klassiskar bókmentir, hvað þá heldur skrif miðaldanna.” Þarna fékk Laxness á baukinn og var mál til þess komið að einhver tæki í lurg- inn á honum. Vitaskuld gæti hann varið sig með því að hann hefði ekki haft tíu ára aðstöðu, sem ku vera fyrsta skilyrði fyrir réttmætum dómum um skáldskap. Þá var gott að fá allar þessar upplýsingar þankamannsins um skorðurnar, sem studdu Stephan á allar hliðar, og sem löðrið frá tíu ára grænum sjó hefir nú skolað upp að fótum þanka- mannsins. Þessi skorðuvísdóm- ur rauk svoleiðis í hausinn á mér, að þegar eg las þessi gull- vægu orð: “Stephan naut sín innan þessara skorða,” gerðist sagnorðið naut að nafnorði, og sá eg í hugarheimi mínum tarf einn mikinn og mannýgan djöfl- FRIÐARMÁL Ræða flutt í Sambandskirkjunni í Winnipeg 2. október af séra Philip M. Pétursson 'Ef mögulegt er, að því er til yðar kemur þá hafið frið við alla menn. . . . Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, heldur sigra þú ílt með góðu. (Róm. 12:18; 21) % Síðastliðinn sunnudag voru slæmar horfur í heiminum. Þá sýndist ófriður vera yfirvofandi og voru margir hræddir um að ast í heimsins fegursta blómreit. búið yrði að steypa heiminum í Þá brá þankamaðurinn heldur ' ófriðarbál fyrir næstu vikulok, en ekki hnykk á hugsun mína, °£ saga síðustu heimsstyrj- þegar hann segir: “og hann aldarinnar endurtæki sig, en á komst /aldrei fram úr honum.” margfaldlega hræðilegri hátt. (Fyrra fornafnið á við Stephan;) En í stað þess, hafa þeir at- hið síðara á við tíðarandann.) ,burðir átt sér stað, sem þó að Þetta er svo fallega framsett,' margt annað gleymist, munu að það hlýtur að vera speki, þó standa sem einir af merkilegustu sumum okkar finnist að “Víg- köflum í sögu heimsins. Þeir slóði,” “Bolsheviki”, “Trans- ] verða eins og bjartur ljósgeisli vaal” m. fl. bendi til þess að'sem skín inn í myrkur þessa skáldið hafi séð út úr “tíðarand- | tíma. Þeir verða eins og bjartur anum”, og það talsvert langt. morgunroði eftir dimma nótt, En svo mælum við ekki á klass- | sem vekur aftur von og gleði og iska vísu. Við bara flygjumst fögnuð' í hjörtum manna, sem með tímanum, rétt eins og börn voru því nær búnir að gefa upp í skóla, og stingur slíkt í stúf við mið og met þankamannsins, alla von um að birti aftur af degi, því í stað styrjaldar hafa sem ritar: “Stríðið var að mestu stórþjóðirnar samið um frið. háð um það hvort Englendingar og Frakkar skyldu ráða í heim- inum eða hvort Prússar ættu að hafa yfirhöndina, hvort ensk og frönsk hugsun (sic!) eða þýzk ætti að ríkja”. Þannig talar klassíkin; en ekkert tólf ára barn kæmist af með þessa úr- lausn við sögupróf út úr barna- skólanum á þessu drottins ári. Þá má mér ekki gleymast að þakka þankamanninum fyrir að lýsa yfir að: “hann (St. G. St.) á allan rétt að láta skoðanir sín- ar í ljósi.” Og er þetta því meiri höfðingsskapur sem fáfræði og þröngsýni skáldsins voru átak- anlegri! i Það var heldur ekki vanþörf á að benda okkur mörgum hverj- um á þröngsýni Stephans; því okkur hafði fundist víðsýni koma fram í kvæðum hans. T. d. kemur þröngsýni, ef til vill, hvergi betur í ljós en þar sem ættjarðarástin á hlut að máli, og er ósjaldan talin dygð fremur en löstur. En í kvæði Stephans “Undir íslenzkum fána”, virtist1 okkur skáldið hafa séð langt, langt út úr öllu því sem íslenzkt er. Svo er það með “Díkonissa”, “Vígslóði” og fleiri kvæði, að þó ádeilan sé áberandi, þóttumst við finna bæði sókn og vörn í því máli sem skáldið flutti. En því miður orti Stephan ekki eins og Chaucer, og því er nú sem er. Við fórum villur vegar þar til þankamaðurinn kom fyrir okkur vitinu, 1. s. g. Já, margs er að minnast og margt að þakka, ekki sízt tillögu þankamannsins: “Það þarf að gera honum (St. G. St.) góð skil. Skrifa æfisögu hans. — Rannsaka. til hlítar trúar- og Og nú eru líkur til þess að friður verði stofnaður á örugg- um grundvelli, eða að minsta kosti erum vér látnir skilja það svo . Búið er að samþykkja samninga um vandamálið sem var aðal orsök í því, að heim- urinn var í svo mikilli hættu fyrir örfáum dögum. Og nú eru líkur til þess, að leyst verði frið- samlega úr öllum öðrum vanda- málum Evrópuþjóðanna í fram- tíðinni. Að minsta kosti hefir fyrsta sporið í þá átt verið stigið og tíminn einn sýnir oss hvort að vonir mannanna í þá átt rætast. En hvað sem því líður, og hvað sem þessum síðustu samn- ingum líður, hefir heimurinn sannað eitt á þessari síðastliðnu viku, ef að nokkrum hefir fund- ist að sönnunar vera nauðsynleg, en það er að yfirgænfandi meiri- hluti allra þjóða vill frið. Og aldrei hafa þær verið eins ein- róma um það eins og nú. Aldrei að mínum dómi, hefir fólkið lát- ið eins skýrt í ljós og nú, van- traust sitt og vanþóknun á hern- aði, vígbúnaði og öllu því sem hernaði og ófriðarhugmyndinni tilheyrir. Þessvegna hefi eg meðal annars valið mér sem um- ræðuefni í kvöld, nokkrar hugs- anir um friðartilraunirnar, sem gerðar hafa verið, og valið mér sem texta orð Páls postula til Rómverja: “Keppum eftir því, sem til friðarins heyrir.” “Hafið frið við alla menn.” “Lát ekki hið vonda yfirbuga þig, — held- ur sigra þú ilt með góðu.” Eins og gefur að skilja, eru margar og mjög mismunandi skoðanir um þessa atburði sem hafa átt sér stað í Evrópu á undanförnum dögum; menn eru lífsskoðun hans, áhrif hennar á heldur ekki sammála um þýð- skáldskap hans,” etc. Einhver ingu eða gildi þeirra. Hver verður líklega til að gera auka-. maður hefir sínar skoðanir, og tillögu: að þankamaðurinn sjálf- |eg ætla ekki að eg gæti túlkað ur takist verkið á hendur. Vildi eg þá allra auðmjúklegast leggja til að hann fengi sér til aðstoð- ar vin minn Sigurð Vilhjálms- þær fyrir söfnuðinum eða nokkr- um öðrum, þar sem þær eru svo margvíslegar, og oft blandaðar ýmsum öðrum skoðunum, sem son, og er eg þó ekki viss um að | koma aðal-málinu, ef til vill, með ekki beinlínis við. Alt sem eg reyni að gera er að láta mína eigin sannfæringu í ljósi, og seinna, ef að eg sannfærist um að einhverjar staðhæfingar mín- ar séu ekki réttar, breyti eg þeim eins og allir menn, sem rieyna að vera sanngjarnir í hverju máli, gera, án ofsa og án æsings, því enginn maður er ó- skeikull og eg reyni ætíð að hafa það í huga, að þó að einhver hafi aðrar skoðanir en eg á einhverju máli og láti skoðanir sínar í ljósi við mig, þá er hann ekki að ráðast á mig persónulega, og Sigurður tæki samvmnu þankamanninum. Oft verður það uppi að Lög- berg og Heimskringla séu mátt- arstólpar íslenzkrar tungu í Ameríku; og er ólíklegt að hof þjóðrækninnar hrynji meðan ritstjórnarnir eru á perluveiðum í hinum alþekta íslenzka gáfna- sjó hér vestra, veiðist þeim oft eins vil og raun ber vitni í 38. tölublaði Lögbergs þessa árs. —Borden, Sask., 29. sept. 1938. J. P. Pálsson

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.