Heimskringla - 05.10.1938, Blaðsíða 7

Heimskringla - 05.10.1938, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 5. OKTÓBER 1938 HEIMSKRINGLA I 7. SÍÐA RAFMAGNIÐ OG DÝRIN OG RÁÐGÁTUR LIFSINS Frh. frá 3. bls. sjáist í smásjá og því ósýnilegir mannlegum augum (sjá þó síð- ar). Mönnum hefir helzt dottið í hug, að þeir séu ekki annað en stór eggjahvítumólekúl — risa- mólekúl, þó að nafnið sé vill- andi, þar sem þeir mundu ekki mælast meira en 1—2 tíuþúsund- ustu hlutar úr millimetra í þver- mál. í hverju þessu eggjahvítu- mólekúli mundu aftur vera e. t. v. 1000 atóm, og erfðirnar á- kvarðast þá af innbyrðis afstöðu atómanna í mólekúlinu og móle- kúlanna (þ. e. erfðavísanna í lit- beygjunum). Sérhver ný tegund og tegundarafbrigði verður til við það^ að þessi innbyrðis af- staða raskast á öðrum hvorum staðnum eða báðum. Bananflugan, uppáhald erfðafræðinga Alls þessa hafa menn orðið vísari við að rannsaka litbeygj- ur örsmárrar flugu, hinnar svo- nefndu bananflugu. Þetta ör- smáa skorkvikindi, sem er ekki meira en 2 mm. á lengd, er mjög vel lagað til erfðarannsókna. í fyrsta lagi tekur ein kynslóðin við af annari á 12 daga fresti, og í öðru lagi er viðkoman svo mikil, að ein fluga getur átt alt að 1000 afkvæmi í einu. Banan- flugan er auk þess mjög auð- ræktanleg. Þessir eiginleikar hafa gert bananfluguna að uppá- haldi allra líffræðinga og erfða- fræðinga. Þeir hafa gert marg- víslegar tilraunir með hana til þess að komast sem næst því að ráða rúnir litbeygjanna og gát- ur erfðavísanna, enda orðið tölu- vert ágengt. Tröllvaxnar litbeygjur Litbeygjur bananflugunnar eru aðeins 4 að tölu, og fyrir nokkru síðan gerðu menn þá stórmerku uppgötvun (samtímis í Þýzkalandi og Ameríku), að í lirfum flugunnar mátti finna nokkrar óvenjulega stórar lit- beygjur, eða nærri 200 sinnum stærri en áður höfðu þekst. Hin- ar stærstu þeirra voru ekki minni en um V2mm- á lengd. — Það er þessvegna mjög auðvelt að athuga þær í smásjá og hefir á þann hátt tekist að ákveða með nokkurri nákvæmni afstöðu erfðavísanna innan litbeygj- anna. Hefir hún verið sýnd á uppdráttum á metralöngum spjöldum, sem eru niðurstaðan af ótrúlega flóknum og hárná- kvæmum rannsóknum. Sýnilegir og teljanlegir erfðavísar I Það kemur í ljós, að litbeygj- ur þessar deilast í sundur af ör- mjóum dökkum böndum, en ljós- ari bil á milli, líkt og á sér stað í litrófi (spektrum) ljóssins. — Mönnum hafa talist þessi bönd í litbeygjum bananflugunnar 2650 að tölu og svarar sú talá til erfðavísanna, eftir því sem menn einnig hafa fundið eftir öðrum leiðum. INNKÖLLUNARMENN HEIMSKRINGLU I CANADA: Amaranth............................. J. B. Halldórsson Antler, Sask.........................K. J. Abrahamson Árnes...............................Sumarliði J. Kárdal Árborg.................................G. O. Einarsson Baldur............................................Sigtr. Sigvaldason Beckville..............................Björn Þórðarson Beimont...................................G. J. Oleson Bredenbury..............................H. O. Loptsson Brown................................Thorst. J. Gíslason Churchbridge.........................H. A. Hinriksson Cypress River............................Páll Anderson Dafoe...................................S. S. Anderson Ebor Station, Man....................K. J. Abrahamson Elfros...........................!...J. H. Goodmundson Eriksdale..............................ólafur Hallsson Fishing Lake, Sask.....................Rósm. Árnason Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson Gimli................................. .K. Kjernested Geysir.................................Tím. Böðvarsson Glenboro..................................G. J. Oleson Hayland...............................Slg. B. Helgason Hecla................................Jóhann K. Johnson Hnausa.................................Gestur S. Vídal Húsavík................................John Kernested Innisfail..........!.................Ófeigur Sigurðsson Kandahar................................S. S. Anderson Keewatin...............................Sigm. Björnsson Langruth..................................B. Eyjólfsson Leslie...............................Th. Guðmundsson Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal Markerville........................ Ófeigur Sigurðsson Mozart............1.....................S. S. Anderson Oak Point.............................Mrs. L. S. Taylor Oakview..............................................S. Sigfússon Otto..................................... Björn Hördal Piney ................................. S. S. Anderson Red Deer............-...............Ófeigur Sigurðsson Reykjavík..........................................Árni Pálsson Rivprton..............................Björn Hjörleifsson Selkirk.........................................Magnús Hjörleifsson Sinclair, Man.........................K. J. Abrahamson Steep Rock.........................................Fred Snædal Stony Hill........................................Björn Hördal Tantallon........................................Guðm. ólafsson Thornhill...........................Thorst. J. Gísiason Víðir..............................................Aug. Einarsson Vancouver.............................Mrs. Anna Harvey Winnipegosis................... Finnbogi Hjálmarsson Wtnnipeg Ueach.....................................John Kernested Wynyard............................... S. S. Anderson I BANDARIKJUNUM: Akra...................................Jón K. Einarsson Bantry............................... E. J. Breiðfjörð Bellingham, Wash.................Mrs. John W. Johnson Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson Cavaliér...............................Jón K. Einarsson Edinburg....................................Jacob Hall Garðar.................................... Graíton.....r.........................Mrs. E. Eastman Hallson................................Jón K. Einarsson Hensel..................................J- K. Einarsson Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St. Milton...........................r.........s- Goodman Minneota............. ..............Miss C. V. Dalmann Mountain....;.........................Th. Thorfinnsson National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St. Point Roberts..........................Ingvar Goodman Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W. Svold.................................Jón K. Einarsson Upham...................................E. J. Breiðfjörö Tfee Vðkiitg Press Lmiíed Winnipeg. Manitoba Ný tegund sköpuð Eins og áður er sagt, eru allar erfðir bundnar við erfðavísana, eða ef menn kjósa heldur: við ! atómin, sem mynda erfðavísana, en hinar furðulegustu niður- stöður af þessum rannsóknum eru þær, að tekist hefir að breyta erfðavísunum, semsetn- ingu þeirra eða innbyrðis af- stöðu, og á þann hátt að skapa nýjar tegundir af banan-flugum. Þetta er gert með Röntgen- geislum, sem verka á þann hátt, að þeir eyða eða bylta til ein- stökum atómum eða mólekúlum, en við það verður það, sem nefnt hefir verið stökkbreyting — (mutation), þ. e. a. s. ný tegund bananflugna verður til, sem á sér foreldra annarar tegundar, en hin nýju sérkenni ganga að erfðum til afkomendanna. Hið fyrsta, sem átti sér stað af þessu tagi og eftirtekt vakti var það, að til urðu bananflugur með hvítum augum. En hin upphaf- lega bananfluga hefir rauð augu. Hvít augu hinnar nýju teg- undar fylgdu afkomendum henn- ar lið eftir lið. Þau voru arf- geng kynföst einkenni. Hér hafði því tekist að skapa nýtt tegundarafbrigði. Tilraununum var haldið áfram, og smátt og smátt tókst að koma til leiðar fjölda breytinga á útliti banan- flugnanna. Og á þenna hátt og með aðstoð hins fyrnefnda upp- dráttar af litbeygjunum og erfðavísum þeirra hefir mönnum að nokkru leyti tekist að finna hinum einstöku eiginleikum stað í litbeygjunum. Takmarkaðir en þó stórkostlegir möguleikar Eins og sjá má af framan- greindu eru hér fyrir hendi möguleikar á því að skapa “nýj- ar lífverur”. ógæfan er hins vegar sú, að hending ein ræður hverjum sérkennum þær verða gæddar. Menn hafa það alls ekki á valdi sínu að koma til leiðar ákveðnum, æskilegum breytingum á tegundinni. Ókost- ir eru jafnlíklegir sem kostir, afturför eins og framför. En hafi menn nú af hendingu komið því til leiðar, sem teljast verður kynbót og þessi kynbót reynist arfgeng, þá er þar með fengið nýtt og betra kyn. Þess- um umtöluðu geislunum verður og mjög sjaldan komið við, og aðeins þar sem hægt er að stefna þeim beinlínis að sjálfum litbeygjunum, sem er hægðar- leikur, þegar við smádýr eins og bananfluguna er að eiga. Það er líka tiltölulega auðvelt við jurfir, enda voru fyrstu tilraun- ir af þessu tagi gerðar með ýmsar jurtategundir. Náðist einnig merkilegur árangur af þeim tilraunum t. d. með korn, tóbak, maís, kartöflur og baðm- ullarjurtina. Er kím þessara jurta voru geisluð, leiddi það til ýmiskonar afbrigða með nýrri blaðagerð, breyttri stærð og margskonar öðrum áður ó- þektum eiginleikum, sem hér yrði of langt að rekja. Af þús- undum nýrra afbrigða reyndU3t nokkur þess virði, að ástæða virtist til að halda þeirn við og rækta þau áfram. Á þenna hátt hafa þannig orðið til nýjar korn- tegundir, sem Klemenz á Sáms- stöðum gefur væntanlega gætur. Ráðgátur lífsins og hugboð Napóleons Þó að nú sé ekki unt að efast um, að allar breytingar tegund- anna séu bundnar við breytingar á erfðavísum og litbeygjum, er það ennþá leyndardómur, hvern- ig ótölulegi grúi lífvera hefir upphaflega skapast á jörðunni. Veðráttufar og aðrar ytri að- stæður virðast raunar geta náð að verka á erfðavísana, þannig, að dýrin lagi sig eftir aðstæðun- um. ótal lífverur hafa reynst ó- hæfar í lífsbaráttunni og dáið út með öllu. Þarf ekki annað en að minna ;á risadýr þau, sem uppi voru á fyrri jarðöldum (júra- og krítartímabilinu): risaeðlur 20 metra langar, en heilinn ekki þyngri en 1 kíló- gramm. öll þessi dýr eru ger- samlega horfin af sjónarsviðinu í sinni upphaflegu mynd, en eru nú til í smækkaðri útgáfu,1 t. d. hinar tiltölulega smávöxnu land- og vatnaeðlur í Galapagos. Mönnum hefir dottið í hug, að hinir dularfullu geimgeisl- ar (kosmisku geislar), sem virð- ast smjúga mjög í gegnum nær alla hluti, hafi haft víðtæk áhrif á þróun lífsins á jörðunni. En ef svo' væri, ætti Napoleon að hafa haft nokkuð fyrir sér, er hann kastaði því fram, að mað- urinn væri til orðinn fyrir strauma frá eternum. Það styður e. t. v. að nokkru þessa geislakenningu, að jurta og dýraríkið er fjölbreytilegast á háum stöðum á suðlægum breiddargráðum, þar sem geisl- arnir ættu að hafa greiðastan aðgang að. En hins vegar verður á þenna hátt ekki skírður margbreyti- leiki gróðursins og dýralífsins í sjónum, því að geimgeislarnir ná alls ekki niður í hafdjúpin og gætir lítið eftir að þeir hafi farið í gegnum 10—15 m. vatns- lag. Hvernig platínurefurinn varð til Þá víkjum vér stuttlega að því sem um var spurt, hvernig platínurefurinn varð til. Svarið er, svo langt sem það nær: Fyr- ir stökkbreytingu, sem orðið hef- ir innan refaættarinnar, en hún er aftur í því fólgin, að breyting nokkur eða röskun hefir orðið á erfðavísum og litbeygjum hins fræga foreldris. Það er hinsvegar óráðin gáta, í hverju þessi breyting hefir að öðru leyti verið fólgin. Sálmakveðskapur og ráðgátur lífsins Að vísu má gera ráð fyrir því, að sálmur Kingós: Þó kóngar fylgdust allir að með auð og veldi háu, þeir megnuðu’ ei hið minsta blað að mynda á blómi smáu, fari hvað af hverju að hljóma í eyrum upplýstra mánna eins og hver annar sálmakveðskapur — eða þá flim um bráðónýta kon- unga. — Léleg náttúruvísindi verða þetta, eftir að til slíkra kraftaverka og annara þaðan af meiri þarf ekki annað en lítið Röntgentæki e. t. v. frá Orms- bræðrum. En enginn skyldi þó örvænta fyrir hönd sálmakveð- skaparins. Eftir sem áður er lítil þurð á ráðgátum tilverunn- ar, sem verða tilvalið yrkisefni vorum ágætu sálmaskáldum, bornum og óbornum, uns hinir kosmisku geislar hafa náð að breyta erfðavísum þeim, þar sem sálmaskáldgáfa mannkyns- !ins á sér samastað, og fengið þeim til forvörunar aðra gáfu, ! ef til vill síðri, en vonandi hald- kvæmari til að ráða gátur lífs- i ins.—Alþbl. LAND ALLSNÆGTANNA VANTAR VINNUAFL Frh. frá 5. bls. annara landa svo ófullnægjandi, að ekki nær nokkurri átt, að mínum dómi. Við komum til London í miðjum júnímánuði og spurðumst þá strax fyrir um ferð til íslands. Okkur var sagt, að öll fafþegaskip til landsins væru yfirfull og við gætum ekki komist hingað fyr en síðast í ágúst. Þetta tafði okkur um heilan mánuð að minsta kosti, sem við hefðum kosið að geta eytt hér á landi og séð meira en við komumst yfir á þeim stutta tíma, sem við dveljum hér. Mér finst, að þið íslendingar ættuð að leggja aðaláhersluna á að auka skipastól ykkar, því á- byggilega missið þið marga ferðamenn, sem mundu vijlja eyða fríi sínu hér á landi, ef skipasamgöngur væru greiðari og skipin stærri. 4 - HAFNSPJÖLD - Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skriístofusími: 23 674 8tundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. Er að flnni á skrifatofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 Alloway Ave. Talsimi: 33 156 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOingur 702 Coníederatlcn Life Bldg. Talsiml 97 024 Orrici Phoni 87 283 Ris. Phoni 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ARTS BUTLDINO Ornci Houis: 12 - 1 4 p.i. - « p.m. *WB BT APPOINTMINT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLSNZKlR LÖGFRÆÐINCrAR á öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 ijunaar og Ciimlt og eru þar aa hítta, fyrsta miðvlkudac 1 hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannesjon 218 Sherbum Street Talsimi 30 877 Viðtalstimi kl. S—5 e. h. J. J. Swanson & Co. Ltd. RSALTORS Rantal. Inturance and Financial Agents Siml: 94 221 800 PARI8 BLDQ.—Wlnnlpeg Gunnar Erlendsson Pianokennari Kenslustofa: 701 Victor St. * * Sími 89 535 Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Fumiture Moving 591 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annaat allskonar flutnlnga fram og aftur um bœinn. Land alsnægtanna Talið barst nú aftur að Nýja Sjálandi. — Land okkar hefir verið nefnt ‘“land alsnægtanna”, segir Mr. Beaumont, og er þetta að miklu leyti rétt. Það eru ekki nema tæp 100 ár síðan hvítir menn tóku sér bólfestu á Nýja Sjálandi, og eins og eg sagði áðan, hefir landið mikið af als- konar framleiðslumöguleikum, og það nýjasta er, að olía hefir fundist þar í jörð, sem verið er að gera ráðstafanir til að vinna. — Og hverirnir? — Hverirnir okkar eru mjög líkir hverunum á íslandi, en að einu leyti getum við á Nýja Sjá- landi tekið ykkur fslendinga til fyrrimyndar, en það er að not- færa jarðhitann. Að vísu er loftslag miklu heitara á Nýja Sjálandi heldur en hér á íslandi, en þó koma miklir vetrarkuldar í suðurhluta Nýja Sjálands, og oft þarf þá að hita upp hús, en ennþá hefir okkur ekki hugkvæmst að hita upp með hverahitanum. • Ætla að kynna fsland Þegar eg kem heim, mun eg vinna að því að kynna ísland, sem mér finst svo mikið um. Við dóttir mín og eg erum þegar byrjuð á þessari kynningarstarf- semi. Hún hefir skrifað blaði sínu um það, sem hún hefir séð, og um garðyrkjusýninguna mun ^hún skrifa sérstaka grein og er eg viss um, að löndum mínum mun finnast ósennilegt, að hér á íslandi skuli vera hægt að rækta þær grænmetistegundir og ávexti, sem sýndir voru á sýningunni. Kýrnar í yfirhöfnum! — Aðalatvinnuvegir Nýja Sjá- lands eru? M. HJALTASON, M.D. ALMSNNAR LÆKNINGAR Sérgrein: Taugasjúkdómar ' Leetur ÚU meðöl I viðlögum VitStalstímar kl. 2_4 e. li 7—8 að kveldlnu Sími 80 867 666 Victor St. A. S. BARDAL selur likkistur og annaat um útfar- lr. Allur útbúnaður s& beaU. — Ennfremur selur hann aUskonar minnisvarða og legstelna. 843 8HERBROOKE 8T. Phone: 66 607 WINNIPBG thl watch shop Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watcheg Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dume Ave. Phone 94 904 Fresh Cut Flowers Daliy Plants in Season We speciaiize in Wedding & Concert Bouquets & Funeral Designs lcelandlc spoken MARGARET DALMAN TBACHER OF PIANO 654 BANNING ST. Phone: 26 420 DR. A. V. JOHNSON DENTISX 212 Curry Bldg. Offce 96 210 Res. 28 086 — Landbúnaður, en auk þess er mikill iðnaður að rísa upp og fiskveiðar eru töluverðar. Koma ferðamenn frá öðrum löndum, alveg eins og til íslands, til að veiða fisk sér til skemtunar. Af lax er að vísu ekki mikið en aftur á móti veiða menn sér til skemtunar silung og sverðfisk- tegund eina. Kýr og sauðfé gengur sjálfala alt árið og pen- ingshús þekkjast ekki. Sauðféð. er ullarmikið og þolir vel kald- asta tíma ársins, þó ekki sé það haft í húsi, en aftur á móti er það algengt, að “klæða” verður nautpening kaldasta tíma ársins, sem er júní og júlí. Mr. Beaumont og dóttir hans láta mikið af gestrisni, sem þau hafa mætt hér, og ísland hefir eignast tvo vini í landi, þar sem enginn hugsaði um fsland nema sem nærri óbyggilega snjó- og ísbreiðu, þar sem íbúamir gengju í skinnfeldum og byggju í snjóhúsum. Þau fara héðan um England, Ameríku, Suðurhafseyjar til Nýja Sjálands og gera ráð fyrir að vera komin þangað í febrúar- mánuði n.k., en þá er sumar á Nýja Sjálandi.—MblN 8. sept.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.