Heimskringla - 05.10.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 05.10.1938, Blaðsíða 6
6. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG,/5. OKTÓBER 1938 Jafnvel húsbóndinn í Goðaborg, alvarleg- ur og fráhrindandi eins og Philip tók að hugsa sér hann, hefði getað hlegið að svipnum, sem á Philip kom. Hefði riddari'nn Grosellier birst >á hefði Philip veitt honum viðtöku á sama hátt og Pierre og Jeanne, en miðstöðvarhitun! Hann stakk höndunum langt ofan í vas- ana og var það merki um, að hann væri í reglu- legum vandræðum. Hann gekk hægt um her- bergið. Tvær bækur voru já. borðinu. Önnur þeirra, sem bundin var í rautt leðurband var úrval grískra ljóða. Hin var upprisa mannsins eftir Drummond. Margar voru þar fleiri bæk- ur í einkennilega útskorinni hyllu undir mynd- inni sem sneri að veggnum. Hann leit á heiti þeirra. Þar var fjöldi franskra skáldsagna, Jafnaðarstefnan eftir Ely. Utopia eftir Sir Thomas Moore. Páll og Virginia og margar aðrar bækur. Á meðal annara þessara bóka fann hann eins og svartan sauð, sem vilst hefði inn til englanna, upplitaða og útslitna bók, er merkt var nafninu Camille. Philip fanst bók þessi eiga svo illa heima í þessu safni að for- vitni hans var vakin. Á hana var líka ritað nafn- ið, sem hann hafði fundð á horninu á vasaklút Jeanne. Honum hnykti hálfpartinn við að finna þessa bók þarna. Hann tók bókina upp og opn- aði hana. Blöðin voru gulnuð og stökk af elli, prentuð fornu letri upprunalega svörtu. Bókin hét Þý;ðing Guðs. Með stórri karlmannshendi voru þessi orð rituð undir þennan titil. “Oft er dygð undir dökkum hárum, en flærð undir fögru skinni.” Philip lét bókina á sinn stað með eins- konar hryllingi. Honum fanst þessi málshátt- ur eiga svo undarlega heima þarna, að ef til vill væri hann í einhverju sambandi við leyndardóminn, sem hjúpaði þessa Goðaborg. Frá bókunum leit hann upp á myndina sem hékk öfug á veggnum. Forvitnin náði yfir- hönd á honum og hann sneri myndinni við, en hörfaði til baka og hrópaði upp af gleði. Frá umgjörðinni brosti við honum konu andit, for- kunnar frítt. Það var mynd af ungri stúlku, sem átti ekki þarna heima, því að það heyrði nútimanum til. Philip gekk til hliðar svo áð ljósið skein á bak við hann, og hann velti því fyrir sér, hvert myndin væri dæmd til að snúa að veggnum vegna þess, að hún var frá nútíð- inni en ekki frá fortíðinni. Hann horfði nánar á hana og hopaði svo til baka, þangað til hann var í réttri fjarlægð til að sjá fegurðina á þessu yndislega andliti. Því meira sem hann horfði á myndina því líkari sá hann að hún var Jeanne. Augun, hárið, yndisleikur munns- ins og brosið, var lifandi eftirmynd Jeanne sjálfrar. Konan á myndinni var eldri en Jeanne, og datt honum fyrst í hug, að hún væri systir hennar, eða móðir hennar, en svo fanst honum að slíkt væri ómögulegt, því að Jeanne hafði fundist úti á öræfunum á brjóstum framliðinnar móður sinnar. En þetta var jnál- verk af lífi, fegurð og æsku, en ekki af dauða og horfelli. Hann lét hina forboðnu mynd á sama stað og hálf skammaðist sín fyrir að hafa forvitn- ast um hana. En hann reyndi á meðan hann þvoði sér og lagaði föt sín, að sannfæra sjálfan sig um, að þetta væri ekki forvitni. Að einni stund liðinni heyrði hann að drepið var á dyrnar og Pierre kom inn. Kyn- blendingurinn var nú gjörbreyttur. Hann var klæddur í frakka úr skínandi gulu hjartar- skinni, með sömu forneskjulegu uppslögunum og hann hafði haft þegar Philip sá hann fyrst. Hann var í buxum úr sama efni, bundnum fyrir neðan hnén með silfurspennum. Hann var í uppbúnum skóm er glitruðu af perlum og útflúri. Hann var girtur sverði og svarta hárið hans var snurt og greitt frá enninu og féll í lausum lokkilm niður á herðamar. Það var hirðmaður en ekki kynblendingurinn, sem hneigði sig fyrir Philip. “Eruð þér tilbúinn M’sieur?” spurði hann. “Já,” svaraði Philip. “Þá skulum við fara og hitta M’sieur D’ Arcambal, húsráðandann í Goðaborg.” Þeir fóru ut í anddyrið, sem nú var dauf- lega upplýst og sá Philip móta fyrir sterklegum hurðum hér og þar er hann fylgdist með Pierre eftir göngunum. Þeir komu inn í aðra forstofu og í stafni hennar stóiðu opnar dyr. Gegn um þær streymdi bjart Ijós. Við þessar dyr stans- aði Pierre og benti Philip að ganga á undan sér inn í herbergið. Er Philip kom inn í þetta herbergi sá hann að það var helmingi stærra en það sem hann hafði verið í. Það var upp- Ijómað af fjórum lömpum. Hann sá rétt sem snöggvast, að veggirnir voru þaktir óteljandi hillum fullum af bókum, einnig sá hann stórt borð og heyrði rödd manns sem kom fram að hurðarbaki og stóð Philip nú andspænis hús- ráðandanum í Goðaborg. XVII. Hann var aldraður maður. Hár og skegg var hvítt af hærum. Hann var eins hár og Philip, en miklu herðabreiðari. Hann var þykkvaxinn mjög. Þar sem hann stóð undir einum hengilampanum með ljósið á andlitinu og aðra hendina á brjóstinu en hina framrétta, þá fanst Philip, að öll dýrð og liðin frægð Goðaborgar hvar sem hún var, væri þarna persónugerð í manni þessum. — Hann var klæddur fötum úr mjúku hjartarskinni eins og Pierre. Hár hans og skegg var úfið og undan úfnum og loðnum augabrúnum horfðu tindr- andi, stálblá augu. Hann var maður, sem hlaut að vekja virðingu og beyg, gamall, en samt ungur. Elligrár og hvítur fyrir hærum, en risi að vexti og karlmensku. Vel hefði mátt búast við að rómurinn svaraði til útlitsins og væri dimmur og drynjandi og hjólmdjúpur. Engan hefði furðað á því, en það var málróm- urinn sem vakti mesta undrun Philips. Hann var lágur, skjálfandi og feimnislegur, og gat hvorki afl mannsins né dramb breytt því. “Philip Whittemore, eg er Henry D’Ar- cambel. Guð blessi yður fyrir það, sem þér hafið gert.” Hann greip hönd Philips eins og með járn- greipum og áður en hann fann orð til að svara, hafði húsráðandi vafið handleggjunum um herðar hans og faðmað hann að sér. Herðar þeirra snertust og andlit þeirra voru föst sam- an. Hinir tveir menn, sem elskuðu Jeanne D’ Arcambel framar öllu öðru á jörðu horfðust um stund í augu. “Þeir hafa sagt mér,” sagði D’ Arcambal blíðlega, “að þér hafið komið með Jeanne mína heim í gegn um dauðans dyr. Meðtaktu bless- un föður hennar og þetta aukreitis-----” Hann gekk skref aftur á bak og sveiflaði handleggjunum í kring. “Alt, alt hefði £arið með henni,” sagði hann. “Hefðuð þér látið hana deyja mundi eg hafa dáið. Guð minn góður. Því líkri hættu var hún ekki í! Er þér björguðuð henni þá björguðuð þér mér. Þessvegna eruð þér vel- kominn hér eins og þér væruð sonur minn. í fyrsta skiftið síðan Jeanne mín var ungbarn, er ókunnugur maður boðinn velkominn í Goða- borg, og gestrisni þessa heimilis er yður heimilt, meðan veggir þess hanga saman, og þar sem þeir hafa tollað saman í næstum tvö hundruð ár, M’sieur Philip, þá getum við búist við að vinátta okkar verði æfilöng.” Hann greip hendi Philips á ný og tvö tár runnu niður hina gráu vanga hans. Philip átti fult í fangi með að leyna gleði sinni yfir þessum viðtökum er honum voru veitt- ar af föður Jeanne. Þær lyftu honum upp í sjöunda himin vonarinnar. Margra hluta vegna bjóst hann ekki við neitt hlýjum viðtökum í Goðaborg. Hann hafði hugsað til þessa staðar með einskonar ótta, sem hann tæplega gat lýst hvernig væri, og nú tók pabbi Jeanne honum með opnum örmum. Það var ómögulegt að nálgast Pierre, Jeanne var leyndardómsfull, sem stundum fylti sál hans með von, en aðra stundina með örvæntingu. D’Arcambal hafði boðið hann velkominn, sem son sinn. Hann fann engin orð, sem hæfðu þeim tilfinningum, sem í brjósti hans hreyfðust; engin sem gátu lýst hamingju hans, nema það væri hrein- skilnisleg játning á ást hans á stúlkunni, sem hann hafði bjargað, en skynsemin sagði hon- um, að þegja um það þessa stundina. “Hver sem væri mundi hafa gert hið sama í mínum sporum fyrir dóttur yðar,” sagði hann að síðustu, “og mér er sönn ánægja að því, að gera henni þennan greiða.” “Þér hafið rangt fyrir yður,” sagði D’ Arcambal og tók um handlegg hans. “Þér eruð einn út úr þúsund. Það tekur karlníenni að komast lifandi gegn um þá fossa. Eg þekki bara einn mann annan sem hefir gert það, hin síðustu tuttugu árin, og það er Henry D’ Ar- cambal sjálfur. Við þrjú, þér, Jeanne og eg höfum ein komist gegnum þær heljargreipar. Allir aðrir hafa dáið. Það er eins og sérstök guðs handleiðsla.” Philip skalf. “Við þrjú,” hrópaði hann. Við þrjú,” svaraði gamli maðurinn, “og vegna þess eruð þér einn af íbúum Goðaborg ar.” Hann leiddi Philip lengra inn í herbergið °g Philip sá að veggir hinnar miklu stofu voru þaktir í bókahillum og handritum og tíma- ritum. Einnig var þar fjöldi landabréfa og málverka. Hið stóra skrifborð var þakið í bókum og staflar af þeim voru á smærri borðum og stólum, þær voru jafnvel á gólfinu, sem þakið var villidýra skinnum. — Fyrir stafni herbergisins sá hann aðrar hillur og þar glitruðu í lampaljósinu raðir kera og glasa og einkennilegra áhalda úr gleri og málmi. Þarna var auðsæilega vísindamaður úti í óbygðunum, — lærður maður í útlegð. Þannig hugsaði Philip og hann vissi, að í þessu herbergi hafði Jeanne fengið uppeldi sitt. Milli þessara aldagömlu veggja í umhverfi hinnar einkennilegu þagnar og við hvíslandi rödd ellinnar, hafði útsýni hennar yfir heiminn orðið til. Þarna fráskilin öllu öðru fólki, hafði guð, náttúran og faðir hennar skapað sálarlíf hennar. Gamli maðurinn bauð Philip sæti nálægt stóra borðinu og settist sjálfur nálægt honum. Fyrir framan hann var skemill þakinn hreysi- kattarskinni. Er D’ Arcambal leit á skemilinn færðist bros yfir hið karlmannlega andlit hans. “Þetta er sæti Jeanne — við fætur mín- ar.” mælti hann. “Þar hefir hún setið í mörg ár. Þegar, hún er þar ekki get eg ekki á heilum mér tekið. Lífið, eins og snýr við mér bakinu. Þetta herbergi hefir verið heimurinn okkar. í kvöld ertu í Goðaborg; á morgun muntu sjá D’Arcambal húsið. Þér hafið ef til vill heyrt þess getið, en aldrei Goðaborgar. Það nafn tilheyrir Jeanne og mér, Pierre og yður. Goðaborg er hjartað og sálin og lífið í D’Arcambal húsinu. Þetta herbergi og tvö önn- ur. Þegar ókunnugir menn koma sjá þeir D’Arcambal húsið. Óbrotin herbergi úr óhefl- uðum við. Hýbýli eins og þér hafið séð á greiðasölustöðum; gríma sem lætur engan geta sér til hvað á bak við felst. Það er hlið okkar, sem snýr að heiminum; en hérna eigum við heima sjálf. Jeanne hefir leyfi mitt til að segja yður alt, sem hún óskar að birta yður og gerir það dálítði seinna. En eg er forvitinn, og þar sem eg er gamall maður, langar mig til að mér sé sint fyrst. Eg skelf ennþá af óttá. Þér verðið að segja mér hvað kom fyrir Jeanne.” ’ Þeir ræddu saman í heila klukkustund og sagði Philip frá öllum atvikum eins og þau höfðu skeð frá þeirri stundu, er bardaginn varð á höfðanum. Það eitt skildi hann úr frá- sögninni, sem hann hélt að Jeanne og Pierre vildu leýha gamla manninum. Er frásögninni var lokið var hann viss um, að D’Arcambal var ókunnugt um raunir þær er hvíldu yfir lífi Jeanne. Gamli maðurinn hnyklaði brýrnar og beit á jaxlinn er Philip sagði honum frá fyrir- sátrinu og hvernig Jeanne var rænt, en Pierre særður. Gamli maðurinn hélt, að það væri til að ná í peninga. Kynblendingurinn hafði bent á það og Jeanne hafði styrkt þá trú. Hvers- vegna hefðu þeir farið þannig að annars? — Þetta hafði komið f-yrir áður. Lítil dóttir faktorsins í Nelson húsinu hefði verið tekin og ■ orðið að kaupa hana út. Með hundrað spurn- ingum veiddi hann upp úr Philip öll atvikin, um hina baráttuna í gljúfrinu. Hann sýndi engin ytri merki um neina æsingu, jafnvel ekki þegar frásögn Philips lýsti hættu Jeanne, en í augum hans brann eins og logandi eldur. Að síðustu kvað við bjölluhljómur undir borðinu og það hýrnaði yfir svip D’Arcambals. “Æ, eg hefi gleymt mér Philip. Fyrirgef- ið mér. Maturinn hefir beðið í hálfa ■ klukku- stund, og auk þess-----” Hann snerti hnapp, sem Philip hafði ekki áður séð. “Eg er eigin- gjarn.” Hann hafði varla lokið við setninguna, þegar fótatak heyrðist í göngunum, og þrátt fyrir allan sinn góða ásetning að gæta til- finninga sinna, þá stökk Philip á fætur. Jeanne kom inn í lampaljósið og stóð eins og tólf fet frá honum. Hún var eins dásamlega fögur og draumasýn, og hann sá engan nema hana, né heyrði hinn ánægjulega hlátur D’Arcambals á bak við sig. Honum fanst að nú birtist sér andlit myndarinnar, sem hékk öfugt á veggn- um, nema miklu fegurri, ljómandi af lífi og með streymandi blóði í æðunum. En það var annað ennþá dásamlegra en þessi líking. Á þessu auknabliki var Jeanne fylling drauma hans. Hún hafði komið til hans úr öðrum heimi. Hún var búin gamaldegs kjól, snjó- hvítum, vefnaður hans var svo smáger, að hann virtist sveipast um hana og bylgjast og sveifl- ast með hverjum andardrætti, sem hún tók. Berar og hvítar axlir hennar birtust yfir þessu hrynjandi líni. Hinir grönnu handleggir henn- ar, sem líktust fremur unglings en konu örmum voru berir. Hár hennar var undið í skínandi fléttum í kring um höfuðið og í það fest blómaknappur rétt þar sem fáeinir hrokknir lokkar féllu ofan á hálsinn. Eftir fyrstu augnablikin náði Philip sér aftur. Hann hneigði sig djúpt til að fela roðann, sem hafði hlaupið fram í vanga hans. Jeanne hneigði sig fyrir honum og hljóp síðan fram hjá honum, með sama ákafanum og öll nútímabörn sýna, og fleygði sér í útbreiddan faðm föður síns. Hlátur og gleði heyrðust gegn um hvíta- skeggið á húsbóndanum í Goðaborg, er hann horfði á Philip yfir höfuð Jeanne. “Og þessu hafið þér bjargað fyrir mig,” sagði hann. Hann litaðist nú í kring um sig, og sá að fleiri voru komnir inn í herbergið. Þar var Pierre og ung og lagleg stúlka, dökk yfirlitum, hár hennar var í lampaljósinu, svart og glitr- andi eins og hrafnsvængur. Jeanne hvarf úr faðmi föður síns og rétti Philip hendina. “M’sieur Philip, þetta er systir mín, Mademoiselle Couchée,” sagði hún glaðlega. Systir Pierres rétti Philip hendina, en D’ Arcambal hló í skeggið á bak við hann og sagði: “Philip, á morgun getið þér kallað hana Otille úti í D’Arcambal húsinu, en í kvöld erum við í Goðaborg. ó, Jeanne, Jeanne, þú ert regluleg töfrakona!” “Engill,” hvíslaði Philip. En enginn heyrði til hans. “Og þér eigið að taka þessa litlu galdra- norn til borðs í kvöld, M’sieur Philip. Eg býst við að eg eigi að kalla yður M’sieur en á morg- un, þegar eg er kominn í leðurlegghlífarnar og búinn að setja upp skinnhúfuna, mun eg kalla yður Phil, Tom, Dick eða Harry alveg eftir því sem mér sýnist. Þetta er í fyrsta skifti, herra minn, sem Jeanne hefir verið leidd til borðs af öðrum en mér eða Pierre, svo verið getur að eg verði dálítið afbrýðissamur. Lát- um okkur nú setjast til borðs.” Og hendi Jeanne hvíldi á handlegg hans er þau gengu inn í borðsalinn, Philip gat ekki gert að sér að hvísla með sjálfum sér: “Það þykir mér vænt um.” “Og kjóllinn, M’sieur Philip,” sagði D’ Arcambal, “það er heiður að hafa hann með í förinni, svo að maður tali nú ekki um ein- feldninginn, sem í honum er. Þessi kjóll, herra minn, tilheyrði konu sem Camilla hét og hún dó fyrir meira en hundrað árum síðan.” “Gerðu svo vel og hættu þessu, pabbi,” sagði Jeanne. “Mundu eftir-------” “Já, það skal eg gera,” svaraði D’ Arcam- bal. “Eg gelymdi að þú ætlaðir að segja M’sieur Philip frá þessu sjálf.” Þau komu inn í borðsal, sem lýstur var af stórum lampa, sem hékk yfir borði búnu for- kunnar vel með snjóhvítum dúk og silfurborð- búnaði. Herbergið sjálft var eins dásamlegt og hin herbergin. Þar voru engir stólar, en í kringum borðið voru bekkir, að því sem Philip fanst, fóðraðir grænu leðri, einkennileg sæti af sömu tegund voru til og frá um her- bergið. Myndirnar á veggjunum, spangabrynj- an, er stóð í horninu, og minti á fótalausan varðmann, ásamt atgeirnum er hjá henni stóð, alt þetta benti á háan aldur og bar forneskju- blæ. Yfir afar stórum arni, þar sem eldur logaði glatt, hékk fjöldi forneskjulegra vopna. Tinnubyssa, tvær franskar einvígis skamm- byssur, stutt sverð eins og það, sem Pierre bar, og tvö löng sverð. Philip sá að um einvígis skammbyssurnar hafði verið bundinn borði, sem nú var fölnaður, rétt eins og kynslóðirnar hefðu um leið og þær liðu hjá rænt þær öllum ljóma og fegurð til þess að setja þar í staðinn ellimörk áranna. Á meðan á máltíðinni stóð, gat Philip ekki annað en veitt því eftirtekt, að Jeanne var í einhverri leyndri geðrshræringu. Vangar henn- ar voru rjóðir og augun ljómuðu meir en hann hafði áður séð. Það var eins og hún væri með hitaveiki. Stundum sá hann að axlir hennar skulfu eins og af kuldahrolli. Hann sá líka að Pierre tók eftir þessu, og að gleðibragð kyn- blendingsins var uppgerð. En D’Arcambal og Otille virtust ekkert taka eftir þessu. Þau voru bæði innilega glöð. Philips hugsaði um síðasta kvöldverðinn sinn í Churchill ásamt Elinu Brokan og föður hennar. Miss Brokan hafði hagað sér dálítið einkenilega þá. Hún hafði reynt að leyna einhverri leyndri sorg eða geðshræringu, eins og Jeanne reyndi nú. Honum þótti vænt um þegar háltíðin var búin og húsráðandinn í Goðaborg stóð á fætur. Er D’Arcambal reis úr sæti sínu horfði Jeanne í augu hans og hann sá að hún og Pierre horfðu líka hvort á hann. “Jeanne verður að biðja yður afsökunar og gefa yður skýringu, M’sieur,” sagði D’Arcam- bal og lagði hendina á höfuð Jeanne. “Við munum fara okkar leið, en hún segir yður frá leyndardómum Goðaborgar.” Pierre og Otille fóru með honum út úr herberginu, en Jeanne hló glaðlega og var það í fyrsta skiftið, sem Philip hafði heyrt hana hlægja svo glaðlega upp á síðkastið. “Það eru ekki miklir leyndardómar, M’sieur Philip,” sagði hún og stóð upp. “Þér vitið næstum alt, sem hægt er að vita um Goðaborg. Eg býst við að yður hafi ekki þótt eg mjög einlæg í frásögnum mínum um sjálfa mig, eftir alt, sem þér gerðuð fyrir mig og Pierre, en nú hefi eg leyfi föður míns. Hann hefir gefið mér það tvisvar.” “Mig varðar ekkert um þetta,” sagði Phil- ip. “Eg hefi komið fram eins og ruddi við yður, með allri minni forvitni, ungfrú Jeanne. Eg hefi nú séð svo mikið af Goðaborg, að eg veit að það er dásamlegur staður, svo að þér þurfið ekki að ómaka yður að lýsa honum.” “En eg má til með það,” sagði stúlkan. “Ætlið þér virkilega að meina mér að tala, þegar þetta er í annað skiftið, sem eg fæ tæki- færi að tala um heimili mitt? Eg hafði ekkert gaman af að segja frá því í fyrra skiftið, en riú er alt öðru, máli að gegna.”

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.