Heimskringla - 02.11.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 02.11.1938, Blaðsíða 6
6. SíÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 2. NÓV. 1938 “Það er vika síðan að hann fór. Það er vafasamt hvort við náum honum hingað, fyr en eftir þrjár'vikur,” svaraði MacDougall. — “Eg mun senda Krákufjöður frænda þeirra St. Pierres bræðranna eftir honum, eins fljótt og hann getur bundið bagga sinn. En það væri réttara fyrir þig, Phil að fara í rúmið. Þú ert eins og liðið lík.” Philip var ekki viss um það að hann gæti sofið. Þrátt fyrir hina líkamlegu áreynslu, sem hann hafði haft síðasta sólarhringinn, þá hafði hann einhverskonar óviðráðanlega þrá eftir líkamlegri áreynslu, því að hún ein lét hann gleyma Jeanne og Thorpe. Eftir að MacDougall var farinn til að vekja sendiboð- ann, háttaði hann sig ofan í fletið, sem hann svaf í og vonaði að skozki maðurinn kæmi brátt aftur. Hann vissi ekki hve þreyttur hann var, • fyr en hann lokaði augunum. MacDougall kom inn einni stundu síðar og var Philip þá sofnað- ur. Klukkan var orðin níu þegar hann vakn- aði. Hann fór út í eldhúsið og át og drakk kaffi, síðan leitaði hann uppi MacDougall. “Það er skrítinn fugl þessi Thorpe,” sagði verkfræðingurinn, er þeir höfðu heilsast. — “Hann lítur ekki út fyrir að hafa unnið handa- vik á æfi sinni. Líttu á hendumar á honum, það er eins og hann hafi hamrað á píanó alla æfi. En hamingjan góða. Hann lætur menn sína vinna. Langar þig að fara yfir til þeirra og sjá hvernig þeir moka?” “Eg er á leiðinni þangað,” svaraði Philip. “Er Thorpe heima?” “Hann er rétt að leggja af stað. Þarna er hann nú!” MacDougall blístraði og Thorpe stansaði og beið eftir Philip. “Ætlið þér þangað yfir núna?” spurði hann þægilega er þeir hittust. “Já mig langar til að sjá hvernig menn yðar vínna forustulausir,” sagði hann og kveikti í pípunni sinni og benti á flokk manna niður á vatnsströndinni. “Sjáið þér þessa menn þarna? Þeir eru að smíða pramma. Þeir væru ekki matvinnungar án formanns. Þeir koma frá Winnipeg.” Thorpe var að vefja sér vindling, undir hendinni hafði hann þunna glófa. “Mínir menn eru öðruvísi,” sagði hann og hló hæglátlega. “Eg veit það,” sagði Philip og horfði á hversu fimlega hinir löngu fingur hans vöfðu vindlinginn. “Þessvegna langar mig til að sjá þá vinna þegar þér eruð í burtu.” “Mín venja er það að vita upp á hár hvað svo eða svo margir menn, geta mokað mörgum teningsfetum á vissum tíma,” sagði Thorpe er þeir gengu út á sléttuna. “Næst næ eg í þá menn, ,sem flestum teningsfetunum moka, hvort sem eg er viðstaddur eða ekki. Þegar það er búið er allur vandinn leystur. Er það ekki einfalt, eða hvað?” Það var eitthvað viðkunnanlegt við Thorpe. Philip varð að játa það, jafnvel í því skapi, sem hann var. Hann furðaði sig á honum á marg- an hátt. Hann talaði með lágri röddu, sem var aðlaðandi og vakti eins og traust á svipstundu. Hann var auðsæilega mentaður maður, með talsverðri menningu, þrátt fyrir starfið, sem hann vann, sem venjulega venur menn á orð- bragð, sem hæfir kölluninni. En mesta furðu Philips vakti þó útlit mannsins. Hann bjóst við að hann væri fertugur, kannske fjörutíu og fimm, og það setti að honum hroll. Hann var helmingi næstum því þrisvar sinnum eldri en Jeanne, en samt hafði hann eitthvert ómót- stæðilegt segulmagn, aðdráttarafl, sem jafnvel vann á Philip sjálfan. Hnefar hans kreptust er hann hugsaði um þennan mann og Jeanne. Flokkur Thorpes var í óðaönn að vinna, þegar þeir komu að vegarstæðinu. Enginn virtist veita því mikla athygli, að hann var kominn. Samt var þar ein undantekning. Kraftalegur, lítill maður, rauður í andliti lyfti hendinni upp að húfunni þegar hann sá Thorpe. “Þetta er verkstjórinn minn,” útskýrði Thorpe. “Hann ber ábyrgð fyrir mér á verk- um hinna.” Litli maðurinn hafði gefið merki og Thorpe bætti við. “Afsakið mig svolitla stund. Hann hefir eitthvað á samvizkunni.” Hann gekk fáein skref í burtu og Philip hélt áfram meðfram röð verkamannanna. Hann brosti og kinkaði til þeirra kolli, er hann kom til hvers og eins þeirra. MacDougall hafði rétt fyrir sér. Þeir voru þeir svakalegustu náung- ar, sem hann hafði séð í einum hóp saman- komna. Háværar raddir komu þonum til að snúa sér við. Hann sá að Thorpe og formaður hans höfðu nálgast stóran herðabreiðan mann, sem þeir virtust vera í þrætu við. Tveir eða þrír verkamenn höfðu nálgast þá og rödd Thorpes hvell og skær tók yfir alt. “Þú verður að gera þetta Black, eða taka pjönkur þínar og fara heim. Hið sama segi eg til sálufélaga þinna. Eg þekki ykkur líka og geri mér enga rellu út af ykkur. Taktu þennan haka og grafðu — eða farðu. Það eru engar aðrar leiðir til.” Philip gat ekki heyrt hvað stóri maðurinn sagði. En hann sá Thorpe reiða upp hnefann og slá hann á kjálkann. Á næsta augnabliki hafði Thorpe hörfað aftur á bak og-stóð nú andspænis einum tólf reiðum mönnum. Hann hafði dregið marghleypu upp úr vasa sínum og hvítu tennurnar hans komu í ljós er hann glotti kuldalega og ógnandi. “Hugsið um þetta drengir,” sagði hann með hægð. “Og séuð þér ekki ánægðir, komið þá til mín um hádegið og fáið kaupið ykkar. Við skulum gefa ykkur nóg nesti og útbúa ykkur, ef þið viljið ekki vinna hér lengur. Mig langar ekki til að þrengja ykkar líkum til að standa við loforð ykkar.” Hann kom til Philips eins og ekkert hefði í skorist. “Þetta mun tefja fyrir okkur eins og viku,” sagði hann um leið og hann stakk marghleyp- unni í hulstrið undir treyjunni sinni. “Eg hefi búist við vandræðum frá Black og fjórum eða fimm af félögum hans núna í nokkurn tíma. Mér þykir vænt um, að hann hefir komið fram með það. Black hótar að hætta, nema að eg geri- hann að formanni mínum og hækki kaup- ið við mennina úr sex upp í tíu dali á dag. Hugsið yður það. Verkfall hér norðurfrá! Það er upphaf nýs kafla í sögu landsins. Er það ekki?” Hann hló góðlátlega og Philip tók undir með honum af einskærri aðdáun yfir hugrekki mannsins. “Haldið þér að þeir fari ?” spurði hann á- hyggjufullur. “Það er eg alveg viss um,” svaraði Thorpe. “Það er líka það langbesta, sem fyrir gæti komið.” Einni stundu síðar fór Philip heim til ver- búðanna. Hann sá ekki Thorpe, fyr en eftir miðdegisverð og var þá formaðurinn mjög á- hyggjufullur. “Þetta er dálítið verra en eg bjóst við,” sagði hann. “Black og átta af félögum hans komu og báðu um kaupið sitt og farangur núna um hádegið. Eg bjóst aldrei við að fleiri en þrír eða fjórir hefðu þrek til að ganga í burtu.” “Eg skal láta yður fá menn til að vinna í stað þeirra,” svaraði Philip. “Það eru nú vandræðin,” svaraði Thorpe og bjó sér til vindling. “Eg vil að mínir menn vinni sér. Ef þér setjið fáeina óvana menn meðal þeirra, þá vinna þeir einum fimta minna, og auk þess hljótast máske vandræði af. Eg skal játa að þeir eru ribbaldar. Nú hefi eg hugsað mér annað ráð til að bæta úr þessum vanda, sem verkfallið hefir leitt yfir okkur. Við getum sett þennan flokk yðar á hinn end- ann á brautinni og svo geta þeir unnið hver frá sinni hlið.” Philip sá MacDougall stuttu eftir þetta samtal við Thorpe. Verkfræðingurinn leyndi ekki ánægju sinni yfir því að svona hefði far- ið. “Mér þykir vænt um að þeir eru farnir,” sagði hann. “Ef einhver vandræði koma fyrir, þykir mér best að þeir séu sem lengst í burtu. . Eg skyldi gefa næsta mánaðarkaupið mitt til þess, að Thorpe og allir hans fylgifiskar væru komnir þangað sem þeir komu frá. Þeir eru góðir vegagerðarmenn, en mér lízt ekkert á að hafa þá í nágrenninu ef einhver hryðjuverk gerast hér. Hvorri hliðinni, sem þeir fylgja.” Philip sá ekki Thorpe aftur þann dag. — Hann valdi menn til að vinna að brautargerð- inni og sendi sendiboða til að mæta Brokan. Hann var viss um, að Brokan og dóttir hans mundu koma til verbúðanna innan skamms, en samt bauð hann sendimanninum að fara ekki alla leið til Churchill, ef hann mætti þeim ekki á leiðinni. Aðra menn sendi hann til að kalla heim leiðangurs hópa þá, sem MacDougall hafði sent út. Snemma þetta kvöld komu þeir St. Pierre bræðurnir og Henshaw til hans. Þeir höfðu verið á veiðum og skotið músdýr eitt. Kjötið höfðu þeir hengt upp. Einnig sögðust þeir hafa séð Black og félaga hans á leið til Churchill, annars höfðu þeir engar fréttir að færa. Litlu síðar kom MacDougall með tvo nýja menn, er hann gat treyst og fékk þeim vopn, tvo framhlaðninga, og voru það síðustu vopnin í verbúðunum. Með tíu vopnaða menn á verði fanst Philip hann vera við öllu búinn, því að það var næst- um því ómögulegt að koma að óvörum fyrir þá, sem ófrið vildu hefja. Þeir sem voru á njósn í kring um verbúðirnar, voru svo nærri að þeir gátu heyrt riffil skot þótt þeir yrðu ekki ófrið- arins varir, en það var merkið sem átti að gefa, mörg skot í röð. Philip var ómögulegt að gleyma Jeanne, eða hætta að hugsa um hana. Hina næstu tvo eða þrjá dagana eftir burtför Black, unni hann sér engrar hvíldar frá morgni til kvölds. Hvert kvöld gekk hann til hvílu, steinuppgefinn með þeirri von, að svefninn vildi svæfa harma hans. Þessi barátta hafði ill áhrif á hann og tók hjnn trygglyndi MacDougall, félagi hans eftir breyt- ingunni, sem gerðist á andliti hans. Hinn fjórða dag hvarf Thorpe og kom ekki aftur fyr en næsta dag! Hver stund fjarveru hans var eins og hnífstunga í hjarta Philips, því að hann vissi að vegagerðar formaðurinn hefði farið til að sjá Jeanne. Þrem dögum seinna var heimsóknin endurtekin, og það kvöld varð MacDougall þess var að Philip hafði hitasótt. “Þú ferð of langt,” sagði hann við Philip. “Þú ert ekki í rúminu fimm stundir úr hverjum sólarhring. Ef þú ekki breytir til, þá verður þú í spítalanum í stað þess að berjast þegar til þess kemur.” Nú komu dagar sálarangistar og líkamlegr- ar þjáninga. Hvorki Philip né MacDougall gátu skilið í því, hversvegna árásin drægist svona lengi. Þeir höfðu búist við árásinni bráð- lega, en hvíldarlausar njósnir manna þeirra leiddu ekkert í ljós í þá átt. Þeir gátu heldur ekkert skilið í óánægju þeirri, sem jókst og magnaðist með mönnum Thorpes. Þeir voru farnir allir nema tólf. Samkvæmt beiðni Thorpes, þá mínkaði Philip kaup hans um helm- ing, af því að hann gat ekki haldið í mennina. Þeifna sama dag fór litli varaformaðurinn hans ásamt tveimur öðrum, svo að nú voru aðeins níu eftir. Drátturinn sem varð á komu Brok- ans var Philip óskiljanlegur. Tvær vikur liðu og á þeim tíma fór Thorpe í burtu þrisvar. Fimtanda daginn kom sendiboðinn frá Chur- chill til baka. Hann furðaði sig mjög á því, að Brokan skyldi ekki vera kominn. Brokan og dóttir hans höfðu farið frá Churchill tveim dögum eftir að Pierre hafði lagt af stað þaðan á eftir þeim Philip og Jeanne. Þau höfðu farið í tveim Indíána bátum upp eftir Churchill ánni, en hann hafði ekki séð neitt til þeirra alla leiðina. Philip hafði ekki fyr fengið þessar fréttir en hann gerði boð eftir MacDougall, sem starði forviða á hann er hann heyrði þessar fréttir. “Þetta er fyrsta árásin,” sagði Philip í hörkulegum rómi. “Þeir hafa náð í Brokan, haltu mönnum þínum hér í grendinni framvegis, Sandy. Láttu fimm þeirra sofa hérna á flet- unum á daginn, og láttu þá svo vaka á nótt- inni.” . Fimm dagar liðu án þess að nokkuð yrði vart við óvinina. Hér um bil klukkann átta á kvöldi hins sjötta dags kom MacDougall inn á skrifstofuna, þar sem Philip var aleinn. Hið rauða andlit skotans var nú náfölt. Hann hreytti út úr sér blótsyrði og greip báðum höndunum um stólbak. Þetta var í þriðja eða fjórða sinni, sem Philip hafði heyrt hann tala ljótt. “Fjandinn hafi þennan Thorpe!” hrópaði hann. “Hvað gengur nú að?” spurði Philip og leist ekki á blikuna. MacDougalI barði öskuna úr pípunni sinni reiðilega. “Eg kærði mig ekki um að hrella þig við víkjandi Thorpe,” talaði hann. “Þessvegna hefi eg þagað um eitt eða tvö atriði í fari hans. Thorpe flutti hingað inn einn eða tvo farma af brennivíni er hann kom. Eg vissi að það var gagnstætt þeim reglum, sem þú hafðir sett, en eg hélt að áhyggjur þínar væru nógar, þó að þú færir ekki að erjast við hann, svo að eg sagði ekkert um þetta. En þetta hitt, sem hann aðhefst ier djöfullegt! Hann hefir tvisvar fengið kvenmann heim til sín. Hún er hjá honum í húsinu núna í kvöld!” Philip fanst hann ætla að kafna. Mac- Daugall horfði ekki á hann svo að hann sá ekki hvernig hann afmyndaðist í framan, eða æðis- glampann, sem rétt sem snöggvast leif.traði í augum hans. “Kvenmaður — Mac —” “Ungur kvenmaður,” sagði MacDougall með áherslu. “Eg veit ekki hver hún er, en hitt veit eg að hún hefir engan rétt til að vera þar, því að annars mundi hún ekki læðast inn til hans enis og þjófur. Eg ætla að vera hreinn og beinn. Eg held hún sé einhver gifta konan hérna. Það eru eitthvað sex af þeim hérna í verbúðunum.” “Hefir þú nokkurntíma reynt að sjá fram- an í hana, til að reyna að þekkja hana?” “Hefi aldrei fengið tækifæri til þess,” svaraði MacDougalI. “Hún hefir' verið svo dúðuð og vafin í sjölum, og þar sem þetta kom mér ekki við, þá sit eg ekki fyrir henni. En nú er það þín skjdda!” Philip stóð hægt á fætur. Honum fanst sér vera kalt. Hann fór I kápuna og lét á sig húfuna og spenti um sig marghleypunni. — Andlit hans var náfölt er hann sneri sér að MacDougall. “Hún er þar núna í kvöld?” “Læddist þangað inn fyrir hálfri stund síðan. Eg sá hana koma út úr greniskógar jaðrinum.”' “Eftir stígnum, sem liggur yfir sléttuna?” “Já”. Philip gekk út í dyrnar. “Eg ætla nú að heimsækja Thorpe,’” sagði hann rólega. “Það getur verið að eg verði lengi í burtu, Sandy.” Hann |stóð úti í hinu dimma myrkri og horfði á ljósið í glugganum hjá Thorpe. Hann gekk hægt að grenitrjánum. Hann fór ekki að hurðinni, en hallaðist upp að kofaveggnum ná- lægt glugganum. Viðbjóðurinn sem hafði næst- um gert hann lémagna var nú að hverfa. Hann heyrði rödd Thorpes inni í kofanum og við það breyttist kuldinn í blóði hans í logandi bál. Hinn hræðilegi ótti, sem orð MacDougalIs höfðu skot- ið honum í brjóst. kom honum til að standa athafnalausum og hugur hans snerist aðeins hring um eina hugmynd, eina ákvörðun. Væri það Jaenne, sem kæmi út úr kofanum ætlaði hann að drepa -Thorpe. Væri það kona einhvers í verbúðunum, þá ætlaði hann að gefa honum tækifæri til að komast burtu úr landinu þá um nóttina. Hann beið. Hann heyrði oft rödd verkstjórans. Einu sinni heyrði hann hann hlægja hátt og háðslega. Tvisvar heyrði hann lægri rödd — kvenmanns rödd. Hann beið í heila klukkustund. Hann gekk fram og aftur í skugga trjánna. Þá slokknaði ljósið og hann læddist að kofa horninu. Augnabliki síðar opnuðust dyrnar og kven- maður með hulið andlit kom út úr kofanum og gekk hröðum skrefum eftir stígnum, sem •hvarf inn í greniskóginn. Philip hljóp í kring Um kofann og elti stúlkuna. Dálítið rjóður var á bak við fyrsta skógarþyknið. Eftir þessu rjóðri hljóp hann á eftir henni og náði í hana. Er hann geip um handlegg hennar sneri hún sér við og rak upp hræðsluóp. Philip hörfaði til baka og slepti henni “Guð minn góður. Jeanne ert þetta þú?” Rödd hans var lág eins og í manni, sem er að kafna. Rétt sem snöggvast sá hann framan í hið föla og skelfda andlit hennar og því næst flúði hún niður stíginn án þess að mæla orð frá vörum. Philip reyndi ekki að elta hana. Hann stóð fáeinar mínútur eins og hann væri stein- runninn. Hann starði án þess að sjá inn í skuggann, sem Jeanne hafði horfið inn í. Því næst gekk hann fram í skógarjaðarinn, dró upp marglhleypuna og spenti hana. Brjálsemin sást í andliti hans, þar sem hann stóð í stjörnu- skininu og hélt svo í áttina til kofa Thorpes. Hann brosti, en það var heljar glott, sem boð- aði íll forlög þeim, sem yrði fyrir honum. XXI. Er Philip nálgaðist kofann sá hann mann læðast í burtu þaðan í myrkrinu. Fyrst hélt hann að hann hefði komið helst til seint, til að koma fram hefndinni þarna á heimili söku- dólgsins, og hann hraðaði sporum sínum á eftir honum. Maðurinn á undan honum hélt beint í áttina til vöruhússins. Það var samkomustaður allra í verbúðunum, er langaði til að koma saman og tala þar á kvöldin. Þetta vöruhús, sem var alt uppljómað, var ekki meira en tvö hundruð skref frá kofa Thorpes, og Philip sá ef að hann ætti að reka réttarins á bófunum, þá mætti hann ekki eyða neinum tíma. Hann tók að hlaupa svo hart að hann komst eitthvað tólf fet frá manninum, án þess að hann heyrði það. Þá fyrst tók hann eftir nokkru sem lét hann staðnæmast. Þessi maður var ekki Thorpe. Er hann Ieit fram hjá manninum, án þess að hann heyrði það. Þá fyrst tók hann eftir nokkru sem lét hann staðnæmast. Þessi maður var ekki Thorpe. Er hann leit fram hjá manni þessum, sá hann annan mann ganga hægt gegn um upplýstar dyrnar á vöruhúsinu. Hann þekti strax, jafnvel í þessari fjarlægð, vegagerðar- formanninn. Hann faldi marghleypuna undir kápu sinni og lét manninn komast lengra á undan sér, svo að þegar hann komst in í ljósa- röndina fyrir framan húsið, þá var hann ein fimtíu skref á undan. Eitthvað í fasi manns- ins, eitthvað einkennilegt og kunnuglegt, eitt- hvað sem hann þekti við þennan granna, liðlega mann, sem gekk eins og hann hlypi við fót, kom Philip til að súpa hveljur. Hann var rétt að því kominn að nefna hann með nafni, en það kafnaði á vörum hans. Augnabliki síðar hafði maðurinn horfið gegn um dyrnar. Philip var viss um að það var Pierre Couchee, sem hafði elt Thorpe. Hann fyltist einkennilegum ótta er hann hljóp að búðinni. Hann var varla kominn yfir þröskuldinn, þegar hann sá Thorpe hallast upp að búðarborðinu, og Pierfe fast hjá honum. Hann sá að kynblendingurinn var að tala og að Thorpe rétti úr sér. Á einni svipstundu gerðust þau atriði er nú skal greina. Hendi Thorpes flaug að beltinu og Pierre sveiflaði gljáandi stáli yfir öxl sína. Hið hræðilega hnífslag og hvellurinn af skoti Thorpes gerðust í sömu svipan. Thorpe hné aft- urábak á búðarborðið og greip um sárið á brjósti sínu. Pierre sneri sér við, reikaði á fót- unum og sá Philip. Gleðibjarma brá fyrir í augum hans, hann rétti fram hendurnar til Philips er hann þaut til hans. MacDougall braust í gegn úm mannhringinn með skamm- byssu í hendinni. Yfir hávaðan í mönnunum í kring heyrði Philip Pierre hvísla nafn Jeanne og svo hné hann máttlaus í faðm Philips.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.