Heimskringla - 02.11.1938, Blaðsíða 8

Heimskringla - 02.11.1938, Blaðsíða 8
i 8. SÍÐA HEIMSKRINCLA WINNIPEG, 2. NÓV. 1938 FJÆR OG NÆR Messur í Winnipeg fara fram n. k. sunnudag eins og undanfarið og verða á ensku kl. 11 f. h. og á íslenzku kl. 7 að kvöldi til. Við morgun guðs- þjónustuna er söngflokkurinn UPPLESTUR OG HLJÓMLEIKA hefir hjörtur Halldórsson í Árborg, föstudaginn 4 nóv. Riverton, mánudaginn 7. nóv. I áttugasta aldursári. Hún var að finna gamla sveitunga og sölu. Efnisskrá auglýst á staðnum. ^ædd á Hnitbjörgum í Hróars- tungu í Norður-Múlasýslu 3. kunningja. Meðtekið í útvarpssjóð undir stjórn Mr. Bartley BroWn Hins Sameinaða Kirkjufélags en undir stjórn hr. Péturs Mag- nús við kvöldguðsþjónustuna. — Sunnudagaskólinn kemur saman kl. 12.15. Fjölmennið við báðar guðsþjónusturnar og sendið börnin yðar á sunnudagaskólann. * * * Séra Guðm. Árnason messar næstkomandi sunnudag 6. nóv. á Oak Point. Sökum jarðarfarar s. 1. sunnudag var óhjákvæmi- legt að fresta þessari messu, sem hafði verið auglýst þann 30. október. * * * Messað verður í Sambands- kirkjunni á Gimli s.d. 6. nóv. kl. 2 e. h. * * * Vatnabygðir sd. 6. nóv. Kl. 11 f. h. Sunnudagaskóli í Wynyard. Kl. 2 e. h. Messa í Wynyard. (Allra heilagra messa). Kl. 3 e. h. Fundur í þjóðrækn- isdeildinni “Fjallkonan” undir eins eftir messu. Föstud. 3. nóv. Kl. 8 e. h. Söngæfing. Jakob Jónsson * * * Eftir útvarpsguðsþjónustu í Sambandskirkjunni 9. okt. 1938. W. Nordal, Selkirk ......$ .50 Mrs. Johnson, Winnipeg......50 Thorg. Halldórsson, Mountain —................25 Hannes Björnsson, Mountain .............. 1-00 Th. Thofinnson, Mountain .............. 1-00 Mrs. Guðríður Björnsdóttir j Mrs. R. Goodman frá Lang- GERSKA ÆFINTÝRIÐ I andaðist að heimili sonar síns, ruth, Man., og börn hennar j ------ i Guðna Stefánssonar við Lundar, | tvö, Jón Valdimar og Guðríður Svo heitir ný bók eftir Halldór Man., fimtudaginn 27. okt. áJJosephína, eru stödd í bænum, K. Laxness, er mér var send til Er hún 243 bls. í stóru broti. Nokkrar góðar myndir * * * prýða hana. Allur frágangur á- Stúkan Hekla heldur skemti- gætur. Verð í bandi $3.25, í fundi annað kvöld; kaffi verður kápu $2.75. veitt. Stúkublaðið lesið. Kosn-1 Gleymið ekki að panta “Sturlu ing embættismanna og fulltrúa- í Vogum” Þvílík skáldsaga er nefndar fer fram. Meðlimir eru ekki oft á boðstólum. Eitt slíkt beðnir að fjölmenna. öllum Verk nægir til að gera hvern Góðtemplurum er boðið. mann frægann, og Hagalín skrif- * * * tar í þeim stíl sem hann á ein- Afmælisminning um séra Jón samall. Bjamason er ákveðin í Jóns1 Fjársöfnunin til líknarstofn- ana þessa bæjar byrjaði s. 1. mánudag. Féð sem þörf er sögð á, nemur $366,000. Hudson Bay félagið reið á vaðið og er fyrst á gjafaskránni með $3.500.00. C. S. Gunn, tJnion Trust Bldg., var annar með $1,100.00 og á eftir honum Geo. W. Allan með $400. ---T-H-E-A-T-R-l THIS THURS. FRI. & SAT. Robert Taylor Margaret Sullavan in “THREE COMRADES” Also Wayne Morris in “THE KID COMES BACK” Cartoon Thurs. Nlght is GIFT NIGHT Samtals.............$3.25 Með þakklæti, P. S. Pálsson, 796 Banning St., Winnipeg * * * Mr. og Mrs. Thorstein Gísla son frá Brown, sonur þeirra Lárus, Jón M. Gíslason og kona hans og Oddný Gíslason, komu til bæjarins s. 1. sunnudag. Þau voru að heimsækja kunningja bænum. Mr. Thorsteinsson lét ánægju sína í ljósi yfir komu Jónasar Jónssonar út í Brown- bygð; kvað bygðarbúum hafa þótt sérstaklega vænt um að hafa átt kost á að kynnast hon um og hlýða á hann. Sumarheimilið á Hnausum Síðastliðið sumar gaf hr. Mag nús Snowfield, Mountain, N. D., sumarheimilinu á Hnausum, geit og tók hr. Th. Thorfinnson góðfúslega að sér að sjá um að arðurinn af sölu hennar yrði sem mestur, og í lið með honum gengu: Hjálmar H. Björnson og Th. Steinólfsson. Stofnuðu þess ir menn til samkomu á Eyford, og var geitinni “rafflað” þar. Ágóði af þessu hefir mér nú ver ið sendur og er sú upphæð $20.00 Þar að auki—og í sambandi við þessa samkomu—hafa eftir- farandi gjafir borist mér: |Harold Sunderland, Milton $2.00 Violet Hallgrimson, Eyford 1.00 Kr. H„ Björnson, Mountain 1.00 Eyford kvenfélagið, Eyford 4.00 Öllu þessu fólki þakka eg inni- lega fyrir hönd nefndarinnar. Ólína Pálsson SUMARHEIMILI BARNA Á HNAUSUM Samkoma til styrktar heimilinu verður haldin ÞRIÐJUDAGSKVELDIÐ, 8. þ. m. í Sambandskirkjunni í Winnipeg og byrjar kl. 8. Skemtiskrá er sem fylgir: Ávarp forseta......................Mrs. S. E. Björnsson Piano solo.....‘.................Miss Thóra Ásgeirsson Upplestur..........................Miss Lilja Johnson Violin solo.....................Master Raymond Beck Solo................................Miss Lóa Davidson Duet.....................'.Fjeldsteds bræður frá Árborg Erindi..............................Mrs. E. P. Johnson Piano selection....;................Ragnar JI. Ragnar Duet............J.........Fjeldsteds bræður frá Árborg Inngangur ókeypis en samskota verður leitað Styrkið gott málefni. Forstöðunefndin. í apríl 1859, foreldrar hennar voru Björn bóndi Hannesson á Hnit- björgum og fyrri kona hans Sigríður Jónsdóttir, Guðríður heitin giftist á fslandi og hét maður hennar Stefán Björnsson, dáinn fyrir um 25 árum síðan. Fluttu þau til Vesturheims 1887 og námu land í Alftavatnsbygð. Sex börn þeirra hjóna eru á lífi: Björn lögfræðingur í Winnipeg; Stefán Björgvin skólastjóri í Winnipeg; Mrs. Málmfríður Long til heimilis vestur á Kyrra- hafsströnd, Guðni bóndi við Lundar, Ingi umboðssali i Win- nipeg og Mrs. Hansína Storm til heimilis í Chicago. Jarðarför Guðríðar sál. fór fram frá Sam- bandskirkjunni á Lundar sunnu- daginn 30 okt. að viðstöddu miklu fjolmenni. Séra Guðm. Árnason jarðsöng. * * * Guðrún Ásmundsson í Wyn- , ,, „ , MAGNUS PETERSON Bjamasonar skola, 652 Home ,,, , .j.. , . , , q 313 Horace St.r Norwood, Man. yard andaðist hinn 28. sept. s. 1 eftir langvarandi veikindi. Hún var fædd 8. júní 1866 í Barða strandarsýslu á íslandi. For eldrar hennar voru Guðmundur Þorkelsson og Kristín Jónsdóttir. Guðrún heitin ólst upp hjá for eldrum sínum til fermingarald- urs, en síðan hjá Bergi föður bróður sínum í Hergilsey á Breiðafirði fram til tívtugsald- urs. Til Ameríku kom hún 25 ára gömul, árið 1891, og settist að í Winnipeg. Hún varð tví- gift og lifði báða menn sína. Fyrri maður hennar var Jóhan- nes Sigurðsson, þau settust að Argyle-bygðinni, skamt frá Baldur. Jóhannes andaðist þá er þau höfðu verið í hjónabandi á annað ár, og flutti Guðrún þá aftur til Wiunipeg. — Til Wyn yard-bygðar kom hún 1906. — Seinni maður hennar var Pétur Ásmundsson. Bjuggu þau suður af Wynyard. Ekkja varð Guð rún í annað sinn 1917. Eftir það var hún á ýmsum stöðum bygðinni, unz hún fór til Hall dórs Guðjónssonar sem bústýra hans. Þar var hún 10 ár, eða til æfiloka. — Guðrún var vel gefin kona, og vinsæl. Hjálpfýsi henn ar er við brugðið. Hún varð vel við dauða sínum, tók honum sem ?ráðum vin. * * * BÆNDA FÉLAG \ United Grain Gro>vers er félag sem stofnað var af bændum. Framlög bænda sem og við- skifti þeirra hafa gert félaginu mögulegt að vaxa upp í volduga stofnun sem í mörg ár hefir verið bændum í Vestur Canada til mikillar þjónustu. SENDIÐ KORNIÐ YÐAR TIL UNITEDGRMGROWERSlr Séra Jóhann Bjarnason hefir gengið að samningum við Selkirk söfnuð.að þjóna þar frá því nú á þessu hausti og þar til um mitt næsta sumar. Utanáskrift séra Jóhanns og konu hans verður Box 461, Selkirk. — Bústaður þeirra Bjarnasons hjóna er á annari hæð í húsi þeirra Mr. og Mrs. R. S. Benson, í suður- hluta Selkirk-bæjar. Símanú/ner þar er 31. — Er hús þetta á Dorchester Ave., rétt austan við Main St., er rennur norður sem næst um endilangan miðjan bæ í Selkirk. * * * Tímaritið “Hlín” Samkvæmt ráðstöfun fröken Halldóru Bjarnadóttur, veitir Mrs. J. B. Skaptason, 378 Mary- land St., móttöku andvirðis “Hlínar” frá öllum útsölumönn- um tímaritsins hér í álfu. Þetta er fólk beðið að athuga og senda skilagrein sína til hennar við fyrstu heitugleika. Sjálf hefir hún ekki útsölu á ritinu. Eru kaupendur beðnir að snúa sér til útsölumannanna en hún veit- ir móttöku andvirðisins, sam- kvæmt beiðni fröken Halldóru. * * * Bækurnar eru til fróðleiks og skemtunar. Góðar bækur eru dýrmæt eign. Látið þær einn- ig vera til prýðis í bókaskápnum yðar, með því að senda þær í band til Ðavíðs Bjömssonar á St., þriðjudaginn 15. þ. m., kl. 8 að kveldinu. Til samkomunnar er stofnað af kennurum og nem- endum skólans og er haldin sam- kvæmt venju liðinna ára. Allir eru velkomnir, samskotin eru frjáls, eftir vilja og getu manna en ganga til þarfa skólans. A1 menningur er mintur á að þarf- ir hans eru miklar. * * * Dr. A. V. Johnson biður Hkr. að geta þess að hann sé fluttur. Er verkstofa hans í 506 Somer- set Bldg., og sími 88 124. Heinr ilis sími 36 888. * * * Séra K. K. ólafsson flytur fyrirlestur sinn “Kristindómur og menning” í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg þriðjudaginn 8. nóv. kl. 8 að kvöldinu. Allir velkomnir. Frjáls samskot. * * * Heimboð í tilefni af gullbrúðkaupi for- eldra okkar, þeirra Mr. og Mrs. Ólafur J. Ólafsson, 22 Fermor Ave., St. Vital, þann 8. nóv. 1938, verður tekið á móti gestum á heimilinu þá um daginn frá kl. 2 til 6 e. h. og frá kl. 7 til 11 að kveldinu. Allir vinir gull- brúðhjónanna hjartanlega vel- komnir. Jenny, Halldór og Kjartan, (böm gullbrúðhjónanna) Þjóðræknisfélag Norðmanna í Canada sýnir 3, 4 og 5 nóvember hreyfimynd í Trinity Hall í Win- nipeg frá Lapplandi, er þykir mjög fróðleg. Sjá auglýsingu á öðrum stað í blaðinu. * * * Skemtisamkoma Karlakórs íslendinga í Winnipeg Skemtisamkomur; Karlakórs- ins hafa undanfarin ár verið svo vinsælar að það mun mörgum gleðefni að flokkurinn efnir til sámkomu í Góðtemplarahúsinu miðvikudaginn þ. 16. nóv. n. k. Verður þar margt til gleði og gamans, svo sem gamanvísna- söngur á íslenzku og ensku — einsöngvar — frumort kvæði — og svo syngur Karlakórinn og tvö eða fleiri “kvartett” íslenzka og enska söngva o. fl. Svo er dans á eftir og spilar þekt og ágæt hljómsveit fyrir dapsinum. Á þessari samkomu gefst fólki tækifæri að heyra og njóta margs sem aldrei er völ á heyra á neinum öðrum samkom- um. Aðgöngumiðar verða til sölu hjá meðlimum Karlakórsins innan fárra daga. Munið að samkoman er 16. nóv. Þetta er samkoma sem allir ættu að sækja sem langar að hafa á- nægjulega kveldstund. Kaupið aðgöngumiða sem allra fyrst og segið kunningjum ykkar frá samkomunni og troðfyllið húsið. “Heimskringlu’ hendi leyst. Verkið vel af ÁRÁS Á ERKIBISKUP AUSTURRÍKIS Innitzer kardináli og erki- biskup í Vínarborg sem var fyrsti biskup Austurríkis, sem fagnaði komu þýzku hersveit- anna til Austurríkis í vor, situr nú í stofufangelsi í Vínarborg. Er sagt að honum sé haldið í fangelsi, til þess að vernda hann sjálfan, en honum er bannað að svara í síma, eða taka á móti heimsóknum. í höll hans hafa leynilögreglu- menn tekið sér aðsetur. Þeir segjast eiga að rannsaka mála- vexti að óeirðum, sem urðu við höll Innitzer kardinála á laugar- dagskvöldið. Reuter-fréttastofan lýsir þess- um óreiðum á þá leið, að hópur manna, aðallega æskumenn, hafi gert áhlaup á höll kardinálans á laugardagskvöldið. Réðust þeir inn í höllina og eyðilögðu m. a. hið dýrmæta bókasafn, sem þar var geymt. — Erkibiskupinn sjálfur varð fyrir nokkrum meiðslum. Einnig var ráðist inn í prests- bústað (vikariat) við hliðina a kardinálahöllinni og sextíu ára gömlum föður, Kwawarik, kast- að út um glugga á fyrstu hæð. Fótbrotnaði presturinn á báðum fótum. í sunnudagsblöðunum í Vín var ekkert getið um þenna at- burð. En fregnin breiddist óð- fluga út um borgina. Við síð- degisguðsþ j ónustu í Stefáns- kirkjunni í gær, var óvenju margt manna, Að guðsþjónust- unni lokinni urðu smáskærur milli safnaðarins og pilta úr “Hitler-æskunni” fyrir utan kirkjuna. Hrópuðu Hitler-pilt- arnir: “Drepið prestana og hengið Gyðingana”. í fyrstu var látið í veðri vaka af hálfu hins opinbera, að hálf- stálpaðir strákar hafi staðið fyr- ir þessum óeirðum. Var það haft eftir Burckel, fulltrúa Hitl- ers í Vín, að þeir hefðu verið dæmdir til eins árs dvalar í fangaherbúðum. En síðar hafi komið í ljós, að menn þeir, sem teknir voru fastir á laugardags- kvöldið hafa verið látnir lausir um 30 að tölu. Þýzk blöð geta ekkert um þenna atburð og talsmaður þýzku stjórnarinnar hefir mót- mælt því, að Innitzer kardínáli sæti í stofufangelsi. En í Vín er álitið, að afleið- ingin af þessum óeirðum verði að samningum nazista yfirvald- MESSUR og FUNDIR I kirkju SambandssafnaOar Messur: — á hverjum sunnudeoi Kl. 11 f. h. á ensku Kl. 7 e. h. á íslenzku. SajnaOarnejndin: Funálr 1. föstu- deg hvers mánaðar. Hjálparnefndin: — Fundir fyrsta mánudagskveld í hverjum mánuði. KvenfélagiO: Fundlr annan þriðju- dag hvers mánaðar, kl. 8 að kveldinu. Söngæfingar: Islenzki söng- flokkurinn á hverju fimtu- dagskvöldi. Enski söngflokkurinn 'A hverju föstudagskvöldi. Sunnudagaskólinn: — A hverjum sunnudegi, kl. 12.15 e. h. ÞJóÐRÆKNISFÉLAG ISLENDINGA Forseti: Rögnv. Pétursson 45 Home St. Winnipeg, Man. Allir íslendingar í Ameríku ættu að heyra til Þjóðræknisfélaginu Ársgjald (þar með fylgir Timarít félagsins ókeypis) $1.00, sendist fjármálarit- ara Guðm. Levy, 251 Furby St., Winnipeg, Man. ÆTTATOLUR fyrir íslendinga semur GUNNAR ÞORSTEINSSON P. O. Box 608 Reykjavík, Iceland Pianokensla R. H. RAGNAR Kenslustofa: Ste. 1 Mall Plaza Phone 38175 anna og kaþólsku kirkjunnar í Austurríki verði hætt. Er ótt- ast að áframhaldandi samningar leiði aðeins til aukins ósam- komulags við kirkjuna. En af- leiðingarnar af því gætu orðið hættulegar, þar sem alt að 90% íbúanna í Austurríki eru ka- þólskir. í vor, þegar Htiler kom til Vínarborgar, gaf Innitzer kar- dínáli út yfirlýsingu fyrir hönd klerks í Austurríki, þar sem hann lét í ljósi fögnuð yfir valdaskiftunum.—Mbl. 11. okt. Til 625 Sargent Ave., senda margir úrin sín til aðgerðar. C. Ingjaldson gerir vel við þau, vandvirkur maður. Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu KARLAKÓR ÍSLENDINGA f WINNIPEG SÖNGSKEMTIKVÖLD og DANS í Góðtemplarahúsinu, Miðvikud. 16. nóv. n. k. Kórsöngur—Kvartettsöngvar—Gamansöngvar Einsöngvar—Upplestur, o. fl. Fyrir dansinum leikur ágæt hljómsveit gamla og nýja dansa. Aðgöngumiðar kosta 35 cent og eru til sölu hjá með- limum karlakórsins og Steindóri Jakobssyni, West End Food Market. Hefst kl. 8.15 e. h. WINNIPEG BRANCH LEAGUE OF NORSEMEN IN CANADA presents THE SCANDINAVIAN FILM SENSATION EN SAGA Scandinavian Dialogues—English Titles ONLY WINNIPEG SHOWING AT The TRINITY HALL—Cor. Graham Ave. and Smith St. Thursday—Friday—Saturday—Nov. 3—4—5 Daily at 7 p.m. and 9 p.m. Admission: Adults 25c; Children lOc. j

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.