Heimskringla - 02.11.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 02.11.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK m Good Anytime In the 2-Glass Bottle |)C R ^ ðépen'dableJ S. r s* DYERS6CLEANERSLTD. ¦ = FIKST CLASS DYERS & DRY CLEANERS Phone 37 061 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 2. NÓV. 1938 NÚMER 5. HELZTU FRETTIR Um komu konungshjón- anna til Canada Þar sem það er nú afráðið að George VI. og Elizabeth drotn- ing komi til Canada á næsta sumri, er heilmikið bollalagt um móttökurnar í Ottawa. En það er sérstaklega eitt, sem þessa stundina er hugsað um og það er hvernig konungshjónin geti ferðast hafa á milli í Canada. Járnbrautakerfin hafa engan vagn, sem konungi er bjóðandi og það er ekki vani konungsfólks að ferðast í flugskipum. Eina úrræðið fyrir stjórninni er því að fá vagn smíðaðan. f Banda- ríkjunum er smíðað nokkuð af listivögnum úr ál (aluminum) og eru f jórir talsins. Það flutn- ingstæki er sagt að til mála komi að kaupa. Verðið er sagt $600,- 000. Treysti járnbrautafélögin sér til að smíða þessa vagna, mun þeim gefinn kostur á því. Hitt er þó næsta ólíklegt að þau geri það vegna þess, að not svo dýrra vagna hér, eru lítil. Chiang ekki af baki dottinn f frétt frá Chungking s. 1. mánudag, er hermt að Chiang Kai-Shek foringi kínversku þjóð- arinnar hafi tilkynt, að stríðinu yrði af hálfu Kína haldið áfram þrátt fyrir þó Canton og Han- kow væru tapaðar. Hann segir hafa verið gert ráð fyrir, að Hankow yrði tekin; vörn þar hefði hætt meðfram til þess að narra Japani sem lengst inn í landið. Þegar þeir væru þangað komnir, væri fyrst hægt að hef ja árásarstríð. Meðan þeir hefðu verið á ströndinni, hefði ekki nema um varnarstríð verið að ræða. Þetta virðist nú ekki sem lík- legast þar sem vonlaust er um að fá vopn framar frá Canton. En Chiang segir vopnabirgðir nægar í landinu til að halda stríði áfram. Hann hefði viðað þeim að sér fyrir löngu og geymt þær þar til hægt væri að gera meira en að verjast. Og að því væri nú komið. óvinum einræðisherranna vikið úr Þjóðabandalaginu Á meðal starfsmanna Þjóða- bandalagsins ríkir megnasta ó- ánægja út af skoðanamun þeirra á Munich-samningunum. Er bú- ist við að fjöldi starfsmannanna segi stöðum sínum lausum. J. A. C. Avenol, aðal-ritari Þjóðabandalagsins er ákafur fylgismaður stefnu þeirra Cham- berlains og Daladier. Hann vill eins og þeir klappa einræðisherr- unum Hitler og Mussolini til þess að halda þeim í skef jum og aftra þeim frá að steypa heim- inum í stríð. Vék hann s'. 1. laugardag aðal - hagfræðingi Þjóðabandalagsins og iráðunaut sínum, Marcel Hoden frá stöðu sinni, vegna þess, að hann taldi Þjóðabandalagið ekki geta að- hylst aðra istefnu en þeirra Edens og Duff Cooper. Er mælt að um 30 annara starfsmanna Þjóðabandalagsins muni segja stöðum aínum lausum vegna þess að þeir eru sömu skoðunar og Hoden. Lithuania næst örlög iTékkóslóvakíu Ibíða Lithuaníu, segir blaðið Der Angriff, málgagn Paul Boebels, útbreiðslumálaráðherra Þýzka- lands, ef Þjóðverjum í Memel verður ekki veitt krafa, sín um algert sjálfstæði. "Það er eitt, sem, íbúarnir í Kaunas (höfuðborg Lithuaníu) verða að gera sér fulla grein fyrir og það er, að stefna sú sem Benes fylgdi í Tékkóslóvakíu, hefir sömu afleiðingar í Lithu- aníu og þar." Memel héraðið er að flatar- máli 1,099 fermílur og íbúatalan 150,000. Landspilda þessi var tekin af Þýzkalandi með Versala- samningunum eftir stríðið og var undir eftirliti Þjóðabanda- lagsins sjálfu sér stjórnandi, en var 'svo 1923 afhent Lithuaníu til umráða. Borgin Memel er mikilsiverð hafnborg við Eystra- salt. Bandaríkin og Japan Frá Associated Press frétta- stofunni barst sú fregn síðast liðinn fimtud^g, að Bandaríkja- stjórn hefði sent Japönum skeyti og ámint þá harðlega að hætta árásum á bandarísk viðskifti í Kína. Skeytið var sent 6. október, þó fréttin um það væri ekki fyr birt. Var tekið fram í því, að svars væri tafarlaust krafist. Ef Japanir yrðu ekki við kröfunni, væri viðskiftasambandi land- anna slitið. f skeytinu eru Japanir kærðir um að fara eins að ráði sínu í þeim hluta Kína, sem herinn hefði í sínum höndum og þeir hefðu gert í Manchukuo og fylgdi löng skrá yfir brot þeirra bæði áhrærandi bandarísk við- skifti og eignarétt í Kína. Japönum er á það bent, að með því að hrifsa bæði tolltekjur í Kína í sínar hendur og eignir útlendra, væru þeira að brjóta alþjóðalög, sem þeir sjálfir bæru ábyrgð á sem aðrir. Kína og Japan væru hverjir sem ríkjum réðu háð þeim alþjóðalögum um frjáls viðskifti og viðurkenningu eignaréttar. Ef Japanir ætluðu sér að halda áfram að brjóta þann rétt annara þjóða í Kína, væri ekki um annað að ræða, en að Japanir í Bandaríkjunum og hvar annar staðar sem væru, yrðu hinu sama beittir. Það verður fróðlegt að heyra hverju Japanir svara þessu. Læknisskoðun og giftingar Á fuhdi sem United Farm Women of Manitoba héldu s. 1. fimtudag í Brandon, var tillaga samþykt um að breyta giftingar- lögum fylkisins þannig að lækn- isskoðunar væri krafist af .hverj- um manni og konu, áður en gift- ingarleyfi væri veitt. Hon. I. B. Griffiths, heilbrigð- ismála ráðherra Manitoba mælti sterklega með tillögunni. Kvað hann lög um þetta vera í gildi í mörgum fylkjum í Bandaríkj- unum; einnig í Saskatchewan að svo miklu leyti, er karlmenn áhrærði. Tillöguna gerði Mrs. E. L. Johnson frá Á.rborg, forseti fé- lagsins (U. F. W. M.). Bændavinir Á fundi sem Manitoba Con- servative Association hélt s. 1. miðvikudag í Brandon, var svo mikil áhersla lögð á að bændur létu sig þjóðmálin sem mest skifta, að kosnir voru í þrjú helztu embætti félagsins bænd- ur. Geo. H. Jones bóndi frá Por- tage la Prairie var kosinn for- seti og meðstjórnendur Michael Schewchuk bóndi frá Valley Riv- er og W. C. Wroth bóndi frá Birtle. Fundurinn ræddi ekkert mikið stefnu flokksins, en kaus menn í nefnd til að gera uppkast að stefnuskrá er birt yrði í tíma fyrir næstu fylkiskosningar. Landstjóri Ástralíu Hertoginn af Kent, yngsti bróðir George VI. Bretakonungs, hefir verið skipaður landstjóri (Governor-General) í Ástralíu. Er búist við að hann verði síðar meir landstjóri í Canada. KVEÐJA til fslendinga vestan hafs (Kveðjuorð þau er hér fara á eftir, voru skrifuð er fregnriti blaðsins Free Press í Winnipeg, Mr. Francis Stevens, lagði af stað frá fslandi, sá er greinar hafa verið að birtast eftir und- anfarna daga í blaðinu að heim- an. Bað forsætisráðherra, Her- mann Jónasson, Mr. Stevens að skilnaði að færa löndum sínum vestra þessi kveðjuorð í blaðinu Free Press. Sendi Mr. Stevens þau blaðinu, en Free Press hef- ir góðfúslega lánað Hkr. bréf forsætisráðherrans á íslenzku til birtingar. Séra Philip M. Pétursson þýddi bréfið fyrir Free Press á ensku. —Ritstj. Hkr.) Eg lét svo um mælt fyrir rúmu ári, að það væri einlæg ósk vor íslendinga austan Ihafs, að styrkja samband vort og sam- starf við bræður vora austan hafsins. Eg lét þess einnig get- ið, að eg vonaði, að framkvæmd- ir í þessa átt gætu hafist innan skamms. Þetta starf er nú að hef jast, og eg vona að það auk- ist á komandi árum. í fjárlög íslands fyrir árið 1939 er í fyrsta sinn tekin upp (fjárveit- ing, þótt lítil sé, til þess að auka kynni íslendinga beggja megin hafsins. Á þessu ári var hinu góðkunna vestur-íslenzka skáldi Guttormi J. Guttormssyni, boðið heim til íslands. Með mikilli aðdáun höfum vér íslendingar heima hlýtt á hið hreina málfar hans, sem þó er fæddur og upp- alinn í hinni nýju álfu. í þessari einstöku verndun íslenzkrar tungu f jarri ættlandinu, kemur í ljós ástin til hennar og þess, sem íslenzkt er. í bréfum skáldsins mikla, Stephans G. Stephansson- ar, sem nú er byrjað að gefa út á fslandi, birtist þessi sama ást á landi, þjóð og tungu. Lista- verkin, sem hann skóp í önnum harðrar lífsbaráttu og af þjóð- SIGRfÐUR FREYSTEINSSON Minningarorð. "Og því er oss erfitt að dæma þann dóm, Að dauðinji sé hrygðarefni, Þó Ijósin slokni og blikni blóm,— Er ei bjartara land fyrir stefni ?" Þegar sumarið var búið að kveðja, öll blómin fyrir löngu sofnuð, bliknandi laufin farin að falla eitt og eitt, í kólnandi haustvindum, þá kvaddi hún í legri, íslenzkri rót, eru eitt mesta andlegt afrek hins ís- lenzka kynstofns, og til þeirra ber oss að líta með dýpstu lotn- ingu. Jafnframt heimför Gutt- orms J. Guttormssonar hafa ís- lendingar vestan hafs boðið þangað til fyrirlestrahalds þeim manni, sem einna stærstan og merkasta þáttinn hefir átt í við- reisnarbaráttu íslands á seinni árum, Jónasi Jónssyni. Þessar gagnkvæmu heimsóknir þurfa að halda áfram og aukast. Hvor aðili getur af hinum lært, og báðum er það mikilsvert að bræðraböndin slitni ekki heldur styrkist. Fyrir þessu er mikill áhugi á íslandi. Um það mun heimsókn og ræður Jónasar Jónssonar hafa sannfært ykkur, vestur-íslenzku bræður. Oss íslendingum er það mikið ánægjuefni, að. herra Francis Stevens, fulltrúi frá hinu merka blaði Winnipeg Free Press, hefir heimsótt ísland nú á þessu hausti. Hitt hefðum vér þó fremur kosið, að hann hefði get- að dvalið hér lengur og litið land vort begar það heillar mest, í dýrð sumarsins og hinna björtu nátta. — Nú um leið og herra Francis Stevens kveður ísland bið eg hann að flytja frænd- semis og vinarkveðju fré oss ís- lendingum heima til vina vorra og bræðra í þeirri álfu heims, sem fslendingar litu augum fyrstir hvítr^ manna fyrir 938 árum. Reykjavík, 7. októb'er, 1938. Hermann Jónasson Björg Johnson Fædd 1876—Dáin 3. marz 1938 Dauð eru blöðin, en björkunum yfir t blænum, sem þýtur ilmurinn lifir. , Af horfnum rósum frá hlíð og vegi, Sem hagann skrýddu' á júní degi. Eins ertu liðin, þinn líkami er dauður Og leiðið orpið og staður J?inn auður. En minning vor geymir þitt brosið bjarta, Þitt barnslega sakleysi og trygga hjarta. Þitt göfuga skap, er með gjafmildi hreysti Gaf og barðist og sigrinum treysti. Því mörgum þú varst á veginum kalda Vinur, sem styrktir hann áfram að halda. Því heilbrigðu viti, hugrakkra manna Hugsjón þú áttir þess góða og sanna. Þótt dauð séu blöðin, björkunum yfir, Blómanna ilmur í storminum lifir. Hann flytur oss sumarið fannirnar yfir, Þótt falli maðurinn andinn lifir. E. J. Melan síðasta sinn ættfólk og vini, kvaddi lífið í allri sinni haust- dýrð, kvaddi það í ró og kyrð, í húsinu við veginn þar sem hún hafði verið vinur allra. Sigríður Pétursson, kona Jóns Freysteinssonar dó að heimili sínu í íslenzku bygðinni við Churchbridge þ. 3. okt. 1938. Sigríður var fædd á Sléttu í Fljótum á íslandi 8. ágúst 1893. Foreldrar hennar eru þau Björn Pétursson og Dorothea Jóels- dóttir. Önnur börn þeirra hjóna eru Jóel, Hallfríður (Mrs. Martin Ólafson) og Edith (ó- gift), öll í Winnipeg, Guðný (Mrs. Wm. Paul) í Chicago, Pét- ur bóndi á íslandi, Stefán Jón er lézt í Winnipeg 1931 og Kristinn er dó í æsku. Hún flutti með foreldrum sín- um frá fslandi árið 1904 og settist að með þeim í Winnipeg. Þar lifði hún til 1921 að hún giftist Jóni Freysteinssyni og flutti til Churchbridge og bjó þar til dauðadags. Eignuðust þau hjón tvo efnilega syni, Theo- dore og Friðrik Donald, sem nú á unga aldri syrgja móður sína ásamt eiginmanni, ættingjum og fjöldamörgum vinum fjær og nær. , Sigríður var ein af þessum hógværu, trygglyndu íslenzku konum sem auðga og bæta það umhverfi sem þær lifa í. Til- finningarík og ör í lund, en þó hæglát í allri framkomu. Ötul og fórnfús við hvert það starf sem hún tók að sér. Hug- sjónarík og viðkvæm fyrir öllu sem átti bágt. Draumana sína átti hún sjálf og suma sá hún rætast og suma eyðast í iðu- kasti hversdagslífsins eins og svo margar vonir mannanna. — Það sem einkendi hana ef til vill mest var trygð og sjálfs- fórn hennar við sitt eigið fólk. Aldri bar svo við í gegnum skugga og skin að hún væri ekki reiðubúin að fórna bæði tíma og kröftum í þarfir sinna nánustu, og það verður minningin sem lif ir dýrmætust í huga móðurinn ar. Einn kvisturinn hefir enn verið höggvinn en eikin stendur enn bein og hugrökk því minn- ingarnar um laufskrúðið sem þessi kvistur bar eru ævarandi. Haustið er komið og veturinn er í nánd, en svo kemur líka vorið. Á bak við skýin eru sól- geislar er senda yl á eftir skugga skúr. Eftir skilnað koma endurfundir. Jafnvel dauðinn slítur böndin aðeins um stund, og þessvegna er léttara að bera hita og þunga dagsins, í von um endurfundi á sælla sviði. Hún hræddist ekki dauðann og óskaði að hann kæmi á þenn- an hátt, óvænt og kyrlátlega. — Hún bjóst við honum einmitt svoleiðis. Þessvegna valdi hún sjálf sálmana sem henni voru kærastir og gerði ýmsar aðrar ráðstafanir í sambandi við burt- för sína. Og nú þegar búið er að kveðj- ast þá geta vinirnir og ætt- mennirnir hver um sig sagt með skáldinu: "Eg man hvað þinn hugur var hlýr, og heiðríkur, bjartur og fagur, hve viðkvæm, en létt var þín lund. Þ|ín minning í brjósti mér býr, sem brosandi hásumardagur, þótt stutt væri samverustund." Vinur ISLANDS-FRÉTTIR eftir Tímanum f gær fór fólksbifreið tfrá Siglufirði vestur yfir Sigluf jarð- arskarð, áleiðis til Reyakjvíkur. Hefir bifreið aldrei farið þessa leið fyr. Er lagður vegur aðeins nokkuð upp í skarðið að austan, en úr því reiðgötur einar, vestur í Fljót. Bifreiðin var níu klst. að Hrauni í Fljótum.—4. okt. • • « Fiskikonungur íslands í ár er Alexander Vilhjálmsson á Suð- ureyri við Súgandafjörð, segir í seinasta hefti Ægis, því ekki hefir frétzt af öðrum, er meira hafi aflað á handfæri. Síðastl. ár dró hann 30 smál. af fiski, en í ár verður afli hans miklu meiri, því að í júlílok var hann bú- inn að fá jafnmikinn afla og hafði þá 'stundað veiðar í f jóra mánuði. Hlutur Alexanders nam 500 kr. í júnímánuði. Einu sinni í sumar dró Alexander 1375 kg. af fiski á 8 klst. Hálf- um mánuði síðar dró hann 1200 kg. á einum degi, og næsta dag á eftir varð hlutur hans 1050 kg.—6. okt. * * * Um mánaðamótin var búið að slátra á öllu landinu um 120 þús. dilkum og var meðalþunginn um 141/2 kg. eða um einu kg. meira en í fyrra. Vænstu dilkarnir eru eins og venjulega á Hólmavík, Borðeyri, Hvammstanga, Króks- fjarðarnesi og Búðardal. Vænsti dilkurinn, sem enn hefir verið slátrað í haust, var frá Deildar- tungu. Var kjötþungi hans 26!/2kg. Hann var borinn 6. maí og var slátrað í síðastl viku. okt FJÆR OG NÆR Sigurjón Jónsson, fyrrum bóndi í Wynyard andaðist að heimili sonar síns, Hallgríms stöðvarstjóra, þ. 1. okt. 1938. Hafði hann árum saman verið við rúmið og blindur. Kona hans, Guðrún Aðalbjörg Jóhan- nssdóttir, dó fyrir ca. tveim mánuðum, og hafði hún líka verið lengi veik. — Sigurjón fæddist 5. des. 1853 að öxará í Bárðardal í Suður-Þingeyjar- sýslu á fslandi. Voru foreldrar hans Jón og Sigríður þá búandi á Öxará. Þegar Sigurjón var um fermingu, misti hann föður sinn, og þar sem hann var elzt- ur þeirra systkyna, er heima voru, tók hann þegar við búsfor- ráðum með móður sinni. Hann kvæntist 1880, og hélt áfram búi á fæðingarjörð sinni til 1889, að hann og kona hans fóru til Ame- ríku. Voru þau í Calgary, Alta., í eitt ár, en fluttu þá til Garðar og síðar til Hallson í Norður Dakota. Til Wynyard komu þau 1905 og áttu þar heima síðan. Synir þeirra eru f jórir, Hallgrím- ur, Jón, Sigurgeir og Þórður, er var elztur, andaður fyrir 7 árum. Sigurjón heitinn var merkur maður, hreinn og beinn í hugs- un, frjálslyndur og fróðleiksfús. Sætti það mikilli undrun, hve lengi honum og þeini báðum hjónum entust andlegir kraftar í veikindum sínum. Ef til vill er Sigurjóni bezt lýst með því, að í viðræðum við hann um merka atburði hér eða heima á íslandi, gleymdist það undir eins, að hann var ekki alsjáandi maður. * * * Grímur Grímsson frá Gimli, Man., kom til bæjarins s. 1. sunnudag. Hann er hér að leita sér lækninga.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.