Heimskringla - 16.11.1938, Side 1

Heimskringla - 16.11.1938, Side 1
LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 16. NÓV. 1938 NÚMER 7. Bæjarstjórnarkosningarnar í Winnipeg 25. nóvember skipast oft veður í lofti á skemmri tíma en tveim árum. Þingmannatala hvors flokks um sig er sem hér segir eftir kosningarnar: Bæjarstjórnarkosningarnar í Winnipeg sem fara fram föstu- daginn 25. nóvember, eru að því einu frábrugðnar kosningum hér áður, að borgarstjórinn er nú kosinn til tveggja ára í stað eins árs. Breyting þessi var samþykt með atkvæðum kjósenda á s. 1. hausti. Um borgarstjórastöðuna sækja þrír: núverandi borgarstjóri John Queen; E. D. Honeyman, K.C., bæjarráðsmaður frá suður- Winnipeg og Travers Sweatmna, K.C. Mr. Queen hefir verið borg- arstjóri í 3 ár alls, 1935, 1936 og 1938. Hann var bæjarráðsmað- ur í 6 ár áður en hann varð borgarstjóri. Bæjarmálunum er hann því vel kunnugur. Hann er nú sem áður tilnefndur af óháða verkamannaflokkinum, sem hann hefir tilheyrt og verið ó- deigur starfsmaður í um fjórð- ung aldar. Fylkisþingmaður hefir hann verið í mörg ár. Vér höfum ekki enn heyrt hann halda ræðu á þingi, í bæjarráði eða hvar sem er, þar sem hann hefir ekki haldið taum alþýð- unnar. Á stjórnartíð hans hefir stefnan verið að létta sköttum af hinum fátækari, en hækka hann á þeim, sem e^ki líða nauðþurftir við _það. Mr. Honeyman hefir verið bæjarráðsmaður fyrir Suður- Winnipeg í 10 ár. Hann hefir verið formaður fjármálanefnd- arinnar um skeið og á herðar hans hefir lagst að eiga við sam- bandsstjórnina um að taka að sér kostnað af framfærslu at- vinnulausra og við fylkisstjórn- ina, að ganga ekki á rétti bæjar- ins. Hann hefir með öðrum orðum haft mörg þýðingarmestu störfin í bæjarráðinu með hönd- um. Hann tilheyrir lögfræð- ingafélaginu Scarth, Guild and Honeyman. Mr. Sweatman hefir aldrei áður sótt um stöðu í bæjar- stjórn, en hefir í félagimeð öðr- um rekið lögfræðisstörf hér í bæ í 30 ár. Hann er víðkunnur maður og hefir á sér gott orð sem fær maður í flestan sjó. Hann er fæddur í Pembroke, Ont., er skozkur að ætt; mentun sína hlaut hann í Manitoba. Hann vill lækka skatta og hvetja með því til húsabygginga í bæn- um og selja lóðirnar sem bærinn situr með og með því á'fimm ár- um hafa upp tapið sem af skattalækkuninni leiðir. Sé þörf fyrir hús í bænum, getur eitt- hvað verið í þessu, en húsagerð- armenn virðast meira hafa dreg- úrglit Bandaríkja ið sig í hlé vegna þess að ekki kosninganna hefir verið hægt ^ð selja en vegna skattanna. Lítil skatta- lækkun á lóð, gerir lítinn mun á söluverði. . Mr. Sweatman var fyrir skömmu í óháðri nefnd, sem skipuð var til að rannsaka kaup- hækkun bæjarstjórnarþjóna. —. Var hann með því að kaup lög- Jafnvel svo mör^- að sjaanlegt reglumanna væri hækkað en væn’ að fyl£ið við stefnu Roose' sammála var hann ekki hinum velts fseri hniSnandi og að þar nefndarmönnunum, Dysart dóm- roðaðl fynr 801 fyrir republik- hverri deild eða sex alls. Nöfn þeirra er um bæjar- stjórnarstöður sækja, eru birt á öðrum stað í blaðinu. Kosið verður með tölum, 1, 2 og 3 o. s. frv. Atkvæðagreiðslan stendur yfir frá kl. 9 að morgni til kl. 8 að kvöldi. .áttÍJMí * iH! í i. Tilnefningaskrá Borgarstjóra-efni: Mayor John Queen Ald. E. D. Honeyman Travers Sweatman Bæjarráðsmannaefni: Deild I. Charles W. Brown Ald. Harry C. Morrison Hugh MacKenzie Ald. R. A. Sara Deild II. Victor B. Anderson Ald. Garnet Coulter John McNeil Ald. James Simpkin Ald. C. Rhodes Smith. Deild III. Ald. M. J. Forkin Ald. M. A. Gray Mrs. Alice Hunt Ald. Dan McLean Alexander Malofie Deild III—til eins árs Andrew Bilecki Angus MacKay John Petley Slav Rebchuk Skólaráðsmannaefni: Deild I. James W. Halls. R. B. Maclnnes Mrs. Christine White Deild II. James Black W.* R. Milton. Mrs. Ethel Montgomery H. B. Smith L. M. VanKleek Deild III. Mrs. Mary Lowe William C. Ross William Scraba Maður heyrir flesta segja, að Bandaríkjakósningarnar hafi farið eins og búist var við: að demokratar mundu hafa meiri- hluta þingmanna bæði í efri og neðri deild, en republikanar mundu vinna nokkur sæti, eða önum x forsetakosningunum sem verða 1940. Þetta hugboð hefir ræst, svo langt sem komlð er. Demó- kratar sitja við völd eftir kosn- ingarnar sem áður og meira að Bæjarráðsmenn verða þrír se£Ja með ærnum meirihluta. kosnir í hverri deild eða 9 alls En republikanar gerðu meira en til tveggja ára. Til eins árs verð- gefa og taka jöfnum höndum, ur þó fjórði maðurinn kosinn í Þeir unnu talsvert meira en þeir ara og Marcus Hyman um kaup- hækkun allra þjónanna. Mr. Sweatman var um skeið formaður viðskiftaráðsins — (Board of Trade). þriðju deild í stað D. M. Elche- schen, bæjarráðsmanns, er stöðu sinni sagði lausri á s. 1. sumri. Sækja 14 um bæjarráðs-embætt- in til tveggja ára en fjórir um aukaembættið til eins árs. f skólaráð verða tveir kosnir í töpuðu. Hitt bíður síns tíma og verður ekki nú um dæmt, hvort að það rætist í koshingunum 1940, sem ákafir andstæðingar Roosevelts spá eða þykjast lesa út úr úr- slitum þessara kosninga. Það í neðri deild: Demókratar kosnir ......243 (Höfðuáður 325) Republikanar kosnir ....159 (Höfðu áður 88) Sæti í efa .............. 31 í efri deild: Demókratar kosnir....... 21 Hafa þar nú alls 66. Republikanar kosnir ..... 11 Hafa nú 23. (Nægur meirihluti er 45) Ríkisstjórar: Demókratar kosnir........ 15 (Þessi flokkur tapar 9) Republikar kosnir ....... 17 (Vinna 11). Eins og bent var á fyrir kosn- ingarnar, unnu republikar mest í akuryrkjuríkjunum í Mið- Vesturlandinu, og hjálpaði þar eflaust til lágverðið á hveiti. En þeir unnu einnig í iðnaðarríkj- unum New England, Michigan og Pennsylvania. Demókratar héldu New York og unnu Californíu, sem síðast liðin 40 ár hefir haft ríkisstjóra úr republikana flokki. Suður- ríkin voru að vanda með demó- krötum. Þorsteinn Gíslason ritstjóri og skáld látinn í Morgunblaðinu frá Reykja- vík á fslandi, dagsettu 21. okt. er iáts Þorsteins Gíslaeonar, ritstjóra og skálds getið. Hann lézt að heimili sínu, Þingholts- stræti 17, í Reykjavík að kvöldi hins 20. okt., tæplega 72 ára að aldri. Fyrir tveimur árum kendi Þorsteinn til sjúkdóms þess, sem nú hefir bundið enda á hans fjölþætta og merka sefiskeið. f fyrra, segir í fregninni, var hann um skeið á sjúkrahúsi til þess að reyna að fá bót meina sinna. Hann komst á fætur eft- ir það og var allhress, en kendi þó altaf til sjúkdómsins. Fyrir viku lagðist hann svo banaleg- una. Blaðið með þesari fregn barst vestur í gær. Æfiatriða þessa þjóðkunna og merka íslendings verða því að bíða næsta blaðs. Sigursælir íslendingar Kosningu, í Norður-Dakota hlutu þessir íslendingar í nýaf- stöðnu ríkiskosningunum í Bandaríkjunum: Fred Snowfield, Cavalier, rík- islögsóknari í Pembina County. Freeman Einarsson, Moun- tain, County Commissioner. Stoney Hillman, Akra, Sheriff fyrir Pembina County. Árssamkoma Karlakórsins í kvöld heldur Karlakór ís- lendinga í Winnipeg undir stjórn R. H Ragnars sína aðal samkomu á ‘árinu. Þessi árs- samkoma kórsins hefir reynst svo vinsæl undanfarin ár, að hennar er beðið með eftirvænt- ingu. íslendingum hefir þar gef- ist kostur á skemtun, sem svo almennar vinsældir hefir hlotið, að hún minnir á samkomur þjóðræknis-mótsins og önnur þessháttar þjóðleg gleðimót. — Winnipeg fslendingar ættu ekki að láta undir höfuð leggjast að sækja þessa samkomu. Það er ávalt hressing í því fólgin, að hlýða á kórinn, en ekki sízt þeg- ar hann efnir til söngsins, eins og á þessari samkomu. Og á eftir söngnum er svo dans eigi einungis fyrir hina ungu, heldur einnig hina eldri, svo að þeir lifa þar ungdómsár sín í annað sinn. 10 þús. kr. til íslenzkra stúdenta Reikningar yfir fyrsta fjár- hagsár Wenner-Green stofnun- arinnar í Svíþjóð liggja nú fyrir. Úthlutað hefir verið 791,000 kr. Þar af 10,000 krónum til ís- lenzkra stúendta í Svíþjóð. 300,000 kr .hafa verið veittar til þess að koma á fót nýrri stofnun til norrænna rannsókna í Stokkhólmi. Wenner-Green gaf í fyrra kr. 30 milj., sem verja skyldi til þess að efla norræna samvinnu. —Mbl. 21. okt. “Hvern á eg að kjósa?” Þessi spurning er nú að von- um flestum ofarlega í huga, við bæjar-kosningarnar sem fara í hönd í Winnipeg. Að svara henni getur verið vandi, enda þótt mennirnir sem sækja séu kjós- endunum sæmilega kunnir. Þar kemur ekki einungis til greina hvernig maður umsækj- andinn er, heldur hitt hvaða kröfur kjósendur gera til hans eða þess, sem með stjórn fer. Til þess að geta gert sér grein fyrir þessu, er ráðið að ryfja upp í huga sínum þá stjórn- málamenn, sem ódauðlega við- urkenningu hafa hlotið. Og hvað er það sem einkennir þá menn? í fám orðum sagt það, að þeir hafa helgað líf sitt hugsjónum, sem að því hafa lotið, að bæta hag alþýðu, eða útrýma ójöfnuðinum, sem verið hefir hennar hlutskifti, frá því maðurinn var á menningarstigi villidýrsins og er í raun og veru leifar af því. Mennirnir sem að þessu hafa unnið, án tillits til þess hvað þeir sjálfir báru úr býtum, eru í hugum flestra á- kjósanlegir stjórnendur. Og sagan getur um marga menn, sem hollvættir hafa reynst mannkyninu að þessu leyti. Ef kjósendur í þessum kosn- ingum sem nú fara fram í Win- nipeg legðu þessa skoðun til grundvallar fyrir því hvernig þeir kjósa, hvað yrði þá uppi á teningi? Hefir t. d. nokkur þeirra manna, er um borgar- stjórastöðuna sækja, nokkuð það aðhafst, er hægt væri að samræma við þessar kröfur kjósenda þó ekki væri nema að einhverju leyti, svo að styðjast mætti við, er atkvæði er greitt? Þetta er það sem kjósendur skulu látnir sjálfir um að at- huga fyrir sig. í augum þess er þetta ritar, vekur einn þeirra nokkra athygli, er um þetta er að ræða. Það er núverandi borgarstjóri, John Queen. Frá því að hann kom til þessa lands fyrir 32 árum, og var þá aðeins 24 ára gamall, hefir hann gefið verkamannamálum mik- inn gaum. Og óháði verka- mannaflokkurinn hlaut þar brátt einn sinn ótrauðasta starfsmnan. Utan þessa flokks og innan hefir hann barist 1 fjói'ðung aldar fyrir því, að út- breiða verkamanna hugsjónina og vinna að bættum hag alþýðu. Laun hans voru auðvitað engin fyrir það fyrstu 15 til 20 árin, önnur en ánægjan af því, að vinna í þágu góðs málefnis. Og þó nú sé svo hag breytt, að hann sé bæði fylkisþingmaður og borgarstjóri, mun það svo enn fyrir honum, að það sé hugsjón- in, sem hann berst fyrir, en ekki launin. Mr. Queen er lík- legast rétt lýst með orðum Ib- sens, er sagði ekkert skemti- legra en að berjast fyrir frels- inu og þegar því lyki, væri lífið einskis vert. Nú jæja — veit eg að sagt verður, en hvað hefir þá Mr. Queen gert, síðan hann komst til valda? Það er nú auðvitað sitt hvað að hafa öll völd og að vera borg- arsjóri, því það hefir komið fyrir að hann hefir verið í minni hluta í bæjarráðinu. En starf hans þar fyrst sem bæjarráðs- manns og síðar sem borgar- stjóra, hefir alt í eina og sömu átt stefnt, nefnilega alþýðunni í hag. Auk þess er sjálf stofn- skrá bæjarins ýmsum annmörk- um háð, fyrir þá. er róttækar breytingar hafa á prjónunum. En svo fátt sé nefnt, er það Mr. Queen og látlausri baráttu hans á fylkisþinginu manna mest að þakka, að vinnulauna skattinum var breytt, og honum var af þeim létt, er alls ekki máttu við að greiða hann. Þetta tókst þrátt fyrir þó hann stæði þar uppi með fáa, en að vísu góða fylgismenn. Og á sama hátt hefir honum ávalt verið að mæta þar, hafi rétti alþýðunnar hallað. í bæjarstjórn hefir hins sama gætt. Mætti þar margt til nefna. Eitt af því var breyting á skatta-álagningu þannig, að hún var hækkuð á bönkum, peninga- stofnunum og stórverzlunum, en lækkuð á smærri viðskiftamönn- um og íbúðarhúsum almennings. Til þess að fá þessu til leiðar komið, varð að berjast látlaust fyrir að fá leyfi fylkisþingsins, er að lokum hafðist fyrir harð- fylgi af hálfu Mr. Queen. Hann hefir ávalt verið því andvígur, að verð á ljósi og vatni væri hækkað, sem oft hef- ir komið til mála. Þegar Portage Avenue undir- göngin voru gerð, fór hann á fund járnbrautaráðsins og fékk það til að leggja $100,000 til verksins. Hann var sá er tilboð Bennett- stjórnarinnar lét ekki lengi ó- þegið um að leggja fram 40% af kostnaðinum til lokræsisgerðar- innar, er alls nam fjórum miljón dölum og lauk því verki. Þó enn sé sagt, að þar til þurfi dýrari vélar, en þær, sem not- ast er við, er ekkert við það að athuga. Þær verða keyptar svo fljótt sem föng eru á því. Með húsabyggingar-áformi sambandsstjórnarinnar er Mr. Queen og hefir nú fengið lands- stjórnina til að leggja fram 90% af fénu til þessa. Telur hann með þessu möguleika á því fyrir þá að komast yfir íbúðarhús sín, sem ekki gætu greitt verð húsasmiða fyrir þau, eins og það hefir verið. Mikið af þessu líku mætti halda áfram að telja upp. En þess gerist ekki þörf. Hitt er meira vert og þess vert að muna það, að það er ávalt og æfin- lega með öllu sem Mr. Queen gerir, stefnt að því er alþýð- unni er í hag. Aukakosningarnar til Sambandsþingsins Síðast liðinn mánudag fóru þrennar aukakosningar fram til sambandsþingsins. Unnu íhalds- menn í tveimur kjördæmunum, en liberalar í einu; það var í Brandon í Manitoba. f kosningunum í Brandon ÍSLENDINGAR— KJóSIÐ LANDANN Victor B. Anderson í bæjarkosningunum ,sem fara í hönd í Winnipeg, sækir einn íslendingur um kosnnigu í bæj- arráðsstöðu í annari deild. Það er Victor B. Anderson. Hann hefir áður verði 4 ár fulltrúi frá þessari deild (1933—1936) og leysti störf sín trúverðuglega af hendi og kom bæði sér og þjóð- flokki sínum fram til sóma. — Hann er tilnefndur af óháða verkamannaflokkinum. Hefir hann ynt af hendi ómælt starf í þágu þess flokks, verið ritari hans um langt skeið. Hann nýt- ur mikils traust á meðal sam- verkamanna sinna, enda bregst hann engu starfi, sem hann hefir sannfæringu um að al- menningi stafi heill af og hann tekur að sér. — Árið 1936 var hann formaður nefnd- ar þeirrar í bæjarráðinu, er vel- ferðarmál annast (Social Wel- fare). Mr. Anderson er fæddur í Norður-Dakota, en kom sex ára gamall til Winnipeg. Hefir hann átt hér heima síðan. Hann er prentari að iðn. íslendingar eru nógu fjöl- mennir í kjördæmi hans til þess að kjósa hann, ef þeim rennur blóðið nógu mikið til skyldunn- ar. Alþýðan á öruggan tals- mann í bæjarráðinu þar sem hann er. sóttu þrír; íhaldsmaðurinn sem þar sótti, var George Beaubier, 34 ára gamall maður, sonur Lt. Col. D. W. Beaubier, er þing- maður hafði verið þessa kjör- dæmis síðan 1930, en dó s. 1. sumar; hann var íhaldsmaður. Annar sem sótti, var J. E. Mathews, liberali og hinn þriðji J. H. Wood, C.C.F. sinni. At- kvæðin skiftust þannig milli þeirra, að Mathews hlaut 6,536, Baeubier 5,567 og Wood 3,536. í London, Ont., fór önnur kosning fram. Sóttu þar tveir, Dr. R. J. Manion, leiðtogi íhalds- manna og O. Hall C.C.F. sinni. Dr. Manion vann með 3,000 at- kvæða meirihluta. Liberali sótti þarna enginn, eflaust til að taka ekki atkvæði frá C.C.F. flokks- manninum. f Waterloó-South-kjördæmi í Ontario fór ennfremur fram kosning. Þar sóttu þrír: Karl K. Homúth af hálfu íhalds- manna, hlaut 7,818 atkvæði og var kosinn. R. K. Serviss borg- arstjóri í Galt, liberali hlaut 3,756 atkvæði og John Mitchel frá Hamilton, C.C.F. fylgjandi, hlaut 3,582. atkvæði. Sigurlaug Benson lézt 12. nóv. að heimili dóttur sinnar, Mrs. I. Butler, ste. 1 Lori’aine Apts., Winnipeg. Hún var 84 ára. — Jarðarförin fór fram í gær frá Fyrstu lút. kirkju.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.