Heimskringla - 07.12.1938, Blaðsíða 4

Heimskringla - 07.12.1938, Blaðsíða 4
4. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. DES. 1938 Heimskringla (StofnuB lttt) Kemur út A hverjum mlBvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRE8S LTD. 153 og 155 Sargent Avenue, Winnipeg Taliimia it 537 VerB blaðslns er »3.00 árgangurinn borglat tyrirftam. Allar borganir sendist: THE VIKING PRE8S LTD. g 3U yiSskifta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: Mcnager THE VIKINQ PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFÁN EINARSSON Utanáskrift til Htstfórans: EDITOR HEIMSKRINQLA 153 Sargent Ave., Winnipeg “Heimskringla” is published and printed by THE VIKINQ PRESS LTD. 153-155 Sargent Avenue, Winnipeg Man. WINNIPEG, 7. DES. 1938 HATUR ER BÁGBORIN ST JÓRN MÁL ASTEFN A Eftir Joseph T. Thorson, K.C., M.P. (í blaðinu Winnipeg Tribune hafa verið að birtast greinar undanfarið um afleið- ingar Munieh-sáttmálans, eftir marga merka menn. Greinarnar fjalla allar um þetta efni, eru meira að segja allar skrif- aðar undir einni og sömu fyrirsögn: Where Do We Go From Here? Einn fslendingur hefir til þeirra mála lagt, Joseph T. Thor- son, K.C., sambandsþingmaður. Er grein hans hér birt í íslenzkri þýðingu). Þrefinu um Munich-samninginn mun ekki fyrst um sinn linna. Flestir hugsandi menn munu þó vera sammála um, það, að meira væri við það unnið, að gefa málum þeim, sem úrlausnar bíða, framtíðarmál- unum, að minsta kosti ekki minni um- hugsunartíma, en þann, sem varið er í að gagnrýna og dæma gerðir manna á liðnum tíma og ekki sízt þegar það eina sem við það vinst er að vekja tortrygni og hatur. Það er ekki auðið að lýsa nákvæmlega þeim stefnum er verða munu ráðandi í utanríkismálum er frá líður. Þær breyt- ast og laga sig eftir raunverulegum hag þjóðfélagsins. Það er því aðeins í aðal- atriðunum, sem föng eru á að íhuga þetta. Og það sem fyrst af öllu kemur þá til greina, er friðurinn. Háleitari og helgari skylda hvílir ekki á neinum stjórnmála- manni, eða nokkrum manni, sem einhvern þátt á í að skapa almennigsálitið, en sú, að afstýra heimsstríði, með hinum hræðilegu afleiðingum þess, stríði sem miljónir mannslífa mundi kosta og hryllilegustu kvalir, örkuml og þjáningar sem yfir mannkynið hefir komið, stríði sem sið- mennigu vorra tíma mundi leggja í rústir. Friðurinn er það fyrsta sem hlýtur því að koma til greina, er um stefnu í utanríkismálum er að ræða. Vér segjum ekki að það geti ekki verið um svo mikils- verð mál eða stefnur að ræða, að meiri megi skoðast, en friður. En það er áríð- andi að menn geri sér fulla grein fyrir því hvað vinst og hvað tapast við stríð, áður eu út í það er farið. Þeim sem sífeldum hótunum og æsingum halda á lofti um stríð, er oft sjáanlega óljóst um hvað í húfi er. Ábyrgðin sem á öllum hvílir um að vernda friðinn, verður þeim mun meiri, sem þeir er þjóðunum hrinda út í stríð greiða ekki kostnað þeirra sjálfir, heldur demba honum á almenning og oft komandi kynslóðir. Mönnum ætti ekki að sjást yfir það, að ástandið nú í heiminum, er afleiðing síðasta stríðs og að það skortir mikið á, að kostnaður þess sé enn að fullu greiddur. Það er erfitt og ef til vill ókleift, að segja hvaða leiðir heppilegastar verði til að ráða bætur á vandamálum Evrópu eða heimsins. Það er einnig erfitt að spá nokkru um hvað friðurinn endist lengi, sem leiddi af Munich-samningunum. En eitt er víst. Ráðningin er ekki fólgin í stríði, sízt af öllu stríði milli lýðræðis- þjóða og einræðisþjóða. Við vitum hvaða afleiðingar það hefði á lausn vandamál- anna. Við verðum að halda áfram að leita að ráðningunni á friðsamlegum grundvelli, jafnvel þó í svip virðist á kostnað þjóðar- metnaðar gert; siðmenningin er alla jafna mikilsverðari en hann. Eitt er ennfremur ugglaust. Utanrík- ismálastefna, sem bygð er á hatri, blessast ekki, hvort sem það hatur bitnar á öðrum þjóðum eða einhverju stjórnskipulagi. — Sannir lýðræðissinnar munu líta svo á, að einræði í stjórn geti ekki átt sér langan aldur í nokkru landi og að þjóðin, sem við það á að búa_, hrindi því fyr eða síðar af sér. Og ef svo skyldi vera, hvað væri þá unnið við, að steypa heiminum nú út í blóðbað, þó með það væri gert í huga að uppræta stjórnarskipun annars lands, sem dauðameinið ber hvort sem er í sér? Hví ætti ekki tíminn og athugun manna í því landi að vera eitt um það látin, hvenær hún krefst lausnarinnar ? Hvaða rétt höf- um við ennfremur til að hata og fyrirlíta heila þjóð, þó leiðtoga hafi, eða stjórn- skipulag, sem við mundum ekki æskja að búa við? Það væri drjúgum ráðlegra fyrir oss sem í Canada búum, að uppræta illgresið sem í voru eigin þjóðfélagi grær og dubba svo upp á lýðræðið, að það sé þess vert, að búa við það, í stað þess að fárast um hvaða stjórnarskipun þessi eða hin þjóðin hefir. Andmælin gegn Chamberlain og Dal- adier virðast við þá ástæðu styðjast, að stríð sé óumflýjanlegt milli lýðræðisland- anna, Frakklands og Bretlands annars- vegar og einræðisríkisins Þýzkalands hins- vegar. Það á að vera með öllu óhugsan- legt, að lönd þessi geti átt sína tilveru, hlið við hlið, annað verði að gereyða hinu, og því fyr sem það sé gert, því betra. Þvi er einnig haldið fram, að síðan að Munich- samningurinn var gerður, hafi Þýzkaland náð miklum yfirráðum í Mið-Evrópu, á kostnað Frakka og Breta. Tilhæfa er engin í þessu, eins og ljóst verður, þegar það mál er athugað. Þýzka- land hefir ávalt verið áhrifameira í Mið- Evrópu en Bretland. Hvaða rétt hefir Bretland eða Frakkland til að kvarta und- an því? Þau hafa meiri áhrif annarstað- ar. Og sagan hefir vissulega kent oss, að þjóð sem miklu atgerfi er búin, verði ekki haldið til eilífðar í neinum þvingunar eða ófrelsisböndum. Það er eitt af því, sem ómögulegt er. Sambandsþjóðir síðasta stríðs reyndu það á Þjóðverjum með Ver- salasamningunum. Þeir samningar áttu að tryggja lýðræðið í heiminum, en gerðu því ómögulegt að þrífast í Þýzkalandi. í stað þess ruddi það herra Hitler brautina og nazista-stjórn hans. Hví ekki að reyna aðra aðferð, þá er •minnir á orðatiltækið, “live and let live”. Þjóðverjar hafa rétt til að lifa og skifta við aðrar þjóðir, sem við. Sannleikurinn er sá, að velgengni þeirra, er hagur vor. Tilraunirnar sem nú er verið að gera til þess að koma á varanlegum friði af hálfu Breta og Frakka við Þjóðverja og ítali, eru í fylsta skilningi mikilsverðar. Með þeim bjóðast að minsta kosti tækifæri til sátta og friðar og meðan nokkur leið er opin til þess, ætti að færa sér það í nyt. Stefnurnar sem í stað þessa eru boðnar, geta naumast til annars leitt en alheims- stríðs. Hver ætti að vera utanríkismálastefna Canada? Fyrsta skylda leiðtoga vorra, er að vernda réttindi canadiskrar þjóðar og þar af leiðandi áskilja henni réttinn til að ákveða hvort að hún eða þetta land tekur þátt í stríðum. Það er mál, sem þjóðinni ætti að gefast kostur á að íhuga sem vandlegast sjálfri, og ráða til lykta, án allra æsinga eða blekkinga-áróðurs. — Þessi réttindi gætu orðið Bretum hag- kvæm viðvörun í utanríkismálum, og verið mikilsverð, er stjórnmálamenn þeirra fá þá flugu í höfuðið, að hvetja til stríðs án þess að gjalda varhuga við afleiðingun- um. Ef eitthvað meira er í húfi en svo, að friði svari, t. d. ef tilveru sjálfs Frakk- lands eða Bretlands er um að tefla, á- hrærir það allan heiminn og hann mun skjótt koma til sögunnar. En ef ástæðan fýrir stríði er fólgin í valdafíkn, eða er sprottin af pólitískum, hernaðarlegum eða hagfræðislegum ástæðum eða eru viðskift- um einstaklinga búhnykkur, án þess að það komi þjóðarheildinni við, ætti Can- ada ekki að taka þátt í þeim stríð- um. Með því að taka upp þessa utanríkis- málastefnu í Canada, ynnu leiðtogar vorir ekki einungis þarft verk í þágu Canada, sem er þeirra fyrsta skylda, heldur ynnu þeir um leið nauðsynjaverk í þágu friðar- ins í heiminum. Halldór Kiljan Laxness: Ef það væri til réttlæti í veröldinni, þá ætti eg aðeins eina ósk, og hún væri sú að mega liggja uppíloft í grasinu, í þessu himneska ljósi, og horfa á skýin. En hver, sem heldur að fegurðin sé eitthvað, sem hann geti notið sérstaklega fyrir sig sjálf- an, aðeins með því að yfirgefa aðra menn og loka augunum fyrir því mannlífi, sem hann er þáttur af, — hann er ekki vinur fegurðarinnar. Sá, sem ekki berst hvern einasta dag æfi sinnar til hinsta andar- taks gegn þeim fulltrúum þess illa, gegn þeim lifandi ímyndum þess ljóta, sem stjórna Sviðinsvíkureigninni, hann guð- lastar með því að taka sér nafn fegurðar- innar í munn.—Höll sumarlandsins, 16. kap. — (Samvinnuritið) Heima. ANNAR “DREYFUS” Thomas Mooney, sem stundum hefir verið nefndur “Dreyfus Bandaríkjanna”, hefir nú setið 22 ár og fjóra mánuði í ríkistugthúsinu í Californíu fyrir glæp, sem annar hver maður í heimi efast um að hann hafi framið. “Mooney skal látinn laus,” hrópaði rík- isstjóra-efni sérveldismanna (demakrata) í síðustu kosningum í Californíu. Hann’ heitir Culbert Olson, er bankari og lög- fræðingur og í æðum hans rennur óblandið danskt blóð. Að kosningunum loknum og þegar það óvænta hafði skeð að taumarnir höfðu verið dregnir úr höndum samveld- ismanna, sem haldið höfðu þeim í 45 ár, lýsti Olson því yfir að hinn 54 ára gamli fangi, Mooney, fengi frelsi. sitt daginn sem hann tæki við völdum, sem verður 1. janúar 1939. Dómurinn var kveðinn upp yfir Mooney 22. júlí 1916. Hann var verkamanna for- ingi (trade unionisti), áróðursmaður mik- ill, með ósveigjanlegt bak. Við kröfu- göngu, sem þeir héldu, sem í stríðið mikla vildu óðir fara í San Francisco, var sprengju kastað á veg hinna gunnreifu; týndu níu lífi. Lögreglan, sem ekki gat fundið sökudólginn, tók Mooney fastan og vin hans Warren Billings. Mooney færði ótvíræð rök að því hvar hann var er sprengingin varð. Mynd af honum sýndi að hann hafði staðið uppi á húsþaki, horft á fylkinguna tveim mínút- um áður en óhappið skeði, en svo langt frá, að líkurnar voru meiri um að hann væri ekki valdur að verkinu. En hann og Billings voru samt af líkunum dæmdir til hengingar. Seinna var þeir náreiðardómi breytt í æfilanga fangavist. Verkamannafélög tóku upp mál þeirra og börðust hvað eftir annað fyrir að þeim væri veitt frelsi. En það hafði engan árangur. Helztu vitnin á móti Mooney, játuðu við yfirheyrsluna, að þeim hefði verið borgað fyrir að sverja rangan eið. Dómarinn, for- maður dómnefndar, 11 kviðdómarar og allir sem við málið höfðu eitthvað að ráði að gera (sakaráberinn dó skömmu síðar) voru sannfærðir um sakleysi hins ákærða. En yfirvöldin reyndust þrjósk. Og hver tilraun sem gerð var til að veita hinum ákærða frelsi, var kæfð. Loks var Mooney leyft að bera fram vörn í málinu á ríkis- þinginu í Californíu. í neðri deild var meirihluti atkvæða með lausn hans, en efrimálstofnan var því mótfallin. Fyrir sjö árum var föngunum boðin lausn í náð\ frá fangavistinni ( release on parole), en sekt þeirra var ekki með því tekin til baka. Var Billings þá svo and- lega niðurbrotinn, að hann þáði lausnina, en Mooney neitaði henni, nema full fyrir- gefning væri veitt. En ríkisstjórnin neit- aði (því. Móðir Mooney ferðaðist um allan heim til að vekja eftirtekt á málinu og fá son sinn leystan úr fanga-fjötrunum. Hún dó 1924, þreytt og armædd, án þess að sjá nokkurn árangur þessa starfs síns; hún var þá og orðin blind. Var Mooney neitað að vera við útför hennar. Kona hans, Rena, hélt eftir það ein málstað manns síns uppi. í fangelsinu hefir Mooney verið fyrir- mynd af fanga, hefir hjálpað til við hús- verk og hjúkrað sjúkum, enda hefir hann haft mikið frelsi og vinir hans fengið að sjá hann og tala við hann stundum saman. Hann talar ekki um mál sitt, heldur um stjórnmálastefnur, Marxisma, og nú á síð- ari tímum um Spánarstríðið og Munich- ráðstefnuna. Þykir honum TékkóSlóvakar og lýðræðismenn á Spáni hart leiknir sem fleiri í heiminum. Síðan 1917 hefir Mooney verið kjörinn félagi þó fjarverandi sé, í hinum fyrri samtökum verkamanna. Bandaríkjamenn, sem með stjórninni á Spáni berjast, hafa nefnt eina herdeild sína eftir Mooney í heiðursskyni við hann. Yfir símann töluðu blaðamenn við fangavörðinn, Smith, um lausnarvon Mooney. Talaði fangavörðurinn sem við- kvæm móðir um hann, sagði framkomu hans þá, að menn skoðuðu hann sem einn af starfsfólki fangahússins boðinn og bú- inn til að gleðja aðra og gera fyrir þá, það sem hann gæti. Konan hans sem heima á í San Francisco, heimsækir hann í hverri viku. Sjálfur sagði Mooney í símanum: “Nú er mér söngur í hjarta.” ÖLDUNGARÁÐ CANADA í nýútkomnu hefti af ritinu “Fortune”, sem er bandarískt, er frá því skýrt, að af 96 öld- ungum í efrimálstofu Canada, séu f jörutíu og fimm meðstjórn- endur í eitt hundrað fimtíu og fjórum stærstu iðnaðar og pen- ingastofnunum Canada, sem til samans eigi eignir, sem metnar eru á 8l/2 miljón dollara. Ef hér væri ekki um, menn að ræða, sem nein pólitjísk völd hefðu, væri ekkert við þetta að athuga. En það horfir dálítið öðruvísi við, þegar þess er gætt, að þetta eru menn sem í efstu tröppu valdastigans eru og geta ónýtt hvaða lög sem þeim sýnist er frá neðri 'málstofu, sjálfri löggjafardeild þingsins koma. öldungamir hafa verið skip- aðir í stöðuna af stjórnum landsins. Liberalar og conserva- tívar eiga þar jafnt hlut að máli. Og báðir virðast hafa gætt þess, að velja þá í þennan háa sess, sem meiri umhyggju báru fyrir annars flokks iðnaði landsins, en frumiðnaðinum, búnaði og öðr- um atvinnuvegum alþýðu. Og síðan núverandi stjórn tók við völdum, hefir gamla leiðin verið nákvæmlega þrædd í vali öldunganna. Þó liberalar hafi um langt skeið tönlast á þörf- inni á að endurbæta öldunga- ráðið, hefir King aldrei sýnt lit á því í vali þeirra, sem hann hefir í það skipað. Eina breytingin sem til bóta getur horft, er sú, að taka völd- in af stjórnarflokkunum, eða stjórninni, í að skipa í stöðuna. Öldungarnir ættu að vera kosnir af þjóðinni, svo og svo margir í senn, eins og gert er í Banda- ríkjunum, sé efri málstofu ann- ars nokkur þörf, sem margir efast um. Eins og nú standa sakir er öldungadeildin ekkert annað en hýra til pólitískra fylgifiska st jórnmálaf lokkanna. Það fyrsta sem kröfu mætti gera til af öldungadeildinni, væri það, að hún liti óháðum augum á löggjafarmálin. En eins og allir vita er því ekki að heilsa. Flokksskoðunin er þar eins blind og hún er nokkurs staðar. öldunga-deildin ætti fyrir löngu að vera úr sögunni í þeirri mynd, sem hún nú er. Hún hefði átt að leggjast niður um leið og margt annað frá fyrri tímum sem úrelzt hefir, t. d. uxakeyrsla og annað þessháttar. Hafi nytsemi hennar nokkru sinni nokkur verið, er það víst að hún er nú ekki til. F R É T T I R Tékkóslóvakía Dr. Emil Hacha, sem áður var formaður hæstaréttarráðsins í Tékkóslóvakíu, var síðast liðna viku kosinn forseti lýðveldisins af þinginu. Hann var sá eini sem í vali var, svo kosning hans var ekkert nema formið. Þó Hacha sé mikilsmetinn maður í Prag og hinn færasti lögmaður, var hann lítið þektur af þjóðinni eða út á við vegna þess að hann hafði aldrei tekið neinn þátt í stjórnmálum. Hann er 66 ára gamall. Auk tungu Tékkanna, talar hann bæði þýzku og ensku vel. Maðurinn sem búist var við að yrði forseti, var Chvalkov- sky ,fyrrum utanríkismálaráð- herra. Hann hafði mjög mikið komið við mál Tékkóslóvakíu, meðan á sundurlimuninni stóð. Og hann kom þar vel fram eftir ástæðum. En Gyðingahatari nokkur hafði komist að því, að hann átti, ef nógu langt var rak- ið, Gyðing í ætt sinni og þar með var hann úr sögunni. Forsætisráðherra Tékkanna er sagt að verði Rudolph Beren, fyrrum leiðtogi bændaflokksins og andstæðingur Edwards Benes forseta í 20 ár á þingi. Er bú- ist við að stjórn hans verði Þjóð- verjum í vil (pro-German). í Tékkó-Slóvakíu hafa allar lýðræðisstofnanir og félög verið upprætt með sama hraða og landið hefir verið brytjað upp og bitunum verið fleygt í úlfskjaft ana sem gapandi biðu þeirra í öllum áttum. Hitler er hinn eiginlegi stjórnandi landsins. — Þar hefir og verið komið upp öfl- ugum flokkssamtökum (Nation- al Union Party) til þess að bola Gyðingum burt úr landinu. Landamærin milli Tékka og Þjóðverja eru nú ákveðin. Fékk Hitler þau gerð eins og honum þóknaðist. Ennfremur leyfist honum, að reka alla Tékka úr Sudeten-héruðunum sem þar hafa sezt að síðan 1910, en Þjóð- verjum í Tékkóslóvakíu, sem nú er, hefir hann veitt þýzk þegn- réttindi að vissu leyti (optional) og er spáð, að þeir aki plógi Hitlers í Tékkóslóvakíu, ef þeir verði ekki brátt hinir eiginlegu stjórnendur landsins. Pólverjar tóku Teschen hér- uðin fyrir mörgum vikum og var lofað um 20 fermílum af landi í viðbót 1. desember. Fóru þeir þangað fjórum dögum áður með her og lenti í ryskingum milli þeirra og Tékka út af því. Ungverjar fengu og nokkuð af sínum fornu héruðum í Suður- Tékkóslóvakíu, en þó ekki eins mikið og þeir æsktu. Kom Hitl- er í veg fyrir það, af þeim á- stæðum, að honum þótti of náið samband Ungverja og Pólverja með því. En að baki Ungverj- um var Mussolini í þessu, sem viðskifti ítalíu fýsir að færa sem lengst út í þessa átt, til Ungverjalands, Rúmaníu og Búl- garíu, og í norður ef unt væri. En vinur hans Hitler varð þar Ijón á vegi. í Munich-samninginum var Þjóðverjum neitað um að leggja veg (corridor) um Tékóslóvakíu og tengja Silesíu og Austurríki saman. Fyrir rúmri viku leyfði þingið í Prag Hitler að gera þjóðveg milli Breslau og Vín, sem Þjóðverjar ráða yfir og mega fara aftur og fram um án nokkurs fararleyfis. Þeir geta því vegbréfalausir farið eins og þeim sýnist til Tékkó- slóvakíu, sem þeirra eigið land væri. Tékkóslóvakía hefir tapað um 30% af landi sínu og um 5 mil- jón íbúum. Hlaut Þýzkaland 3.6 miljón af þeim, Ungverjar 1 miljón og Pólverjar 250 þúsund- ir. íbúar Tékkóslóvakíu eru því nú 6.7 miljón Tékkar, 2.2 miljón Slóvakar og 640 þúsund Ruthen- ar. Bíða Tunisíu sömu örlög og Tékkóslóvakíu í lok síðast liðinnar viku, gaus upp eldur um það í ítölskum blöðum, sem sögðu eru málpípur stjórnarinnar, að ftalir í Túnisía ættu við svo mikla kúgun að búa undir yfirráðum Frakka, að við svo búið mætti ekki sitja. Frakkar yrðu að láta ítölum þar yfirráðin í hendur og eins á eyj- unum Korsíka og Nice í Mið- jarðarhafinu. Sendiherra Frakka á ítalíu, var undir eins beðinn að fara á fund Mussolini og vita hverju þetta sætti. En Mussolinni kvaðst ekki vera utanríkismála- ráðherra. Var þá farið á fund Ciano, en hann kvað fregnina ekki frá sér komna í blöðin. í þetta skifti var sendiherra Breta á ítalíu, The Earl of Perth, í förinni með sendiherra Frakk- lands, Andre F. Poucet. Daginn eftir kom blaðið “II Giornale D’Italia,” sem málinu hreyfði fyrst með grein um það, að Ciano og Mussolini hefðu ekki slegið neitt af kröfunum um að ítalía fengi lönd þessi í hendur og kvað það skyldi ásannast, á sínum tíma. Það varaði og Frakka við því, að leika sér að eldinum. Þýzkaland og ftalía væru sterk, er þau legðust á eitt. Frakkar svöruðu þessrai í-

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.