Heimskringla - 07.12.1938, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 7. DES. 1938
HEIMSKRINGLA
3. SÍÐA
kynið hafði unnið á síðustu ára-
tugum í þá átt að draga úr böli
og þjáningum og synd, en kvað
langt í land enn að því marki
sem mannkynið stefndi að væri
náði, sem væri fullkomnun
mannanna.
Þegar við komum út úr
kirkjunni segi eg við vin minn:
Þetta var sannarlega ánægjuleg
stund. Eru guðsþjónustur ykk-
ar oft svona hátíðlegar og vel
sóttar og þessi var. Já, það
held eg segir hann. Eg held
þessi hafi ekki verið neitt frá-
brugðin þeim vanalegu. Og
hvað messusókn snertir þá má
heita að kirkjan sé oftast full.
Og eg get bætt því við að fólk
kemur til kirkju af innri þörf,
og af því það finnur andlega
nautn í því, og það finnur að
það glæði bróðurkærleikann og
færi það nær hvort öðru og gefur
því nýjan þrótt til að berjast
fyrir sínum áhugamálum.
Nú skulum við koma ofan í bæ
og fá okkur kaffisopa segir
hann. Á leiðinni að kaffihúsinu
komum við inn á bókahlöðu bæj-
arins. Var iþað heilstór bygg-
ing með mörgum stórum stof-
um og lestrarsal sem rúmaði
sjálfsagt 100 manns og var hann
þéttskipaður mönnum sem voru
að lesa blöð eða bækur eða
spjalla saman.
Þegar við vorum sestir í mak-
indum niður við kaffiborðið,
mintist eg á það við vin minn að
nú hefði eg gaman af að vita
hvernig þeir hefðu getað komið
öllu því í verk sem eg sæi að þeir
væru að gera og hvernig fólki
liði yfirleitt. Og mest langar
mig til að vita hvernig búskap-
urinn gengur fyrir bændunum.
Hann er nú kominn í stand
fyrir löngu og ríkið er búið að
taka alla framleiðslu í sínar
hendur og borgar öllum gott
kaup. Að koma þessu í gang
gekk nú ekki alveg hljóðlaust.
En þegar að meirihluti af bænd-
unum voru flosnaðir upp og
komnir á “relief”, en löndin
komin í hendur “mortgage”-fé-
laga og einstakra manna, og at-
vinnuleysið orðið svo mikið að
tiltölulega fáir menn fengu líf-
vænlega vinnu, fóru menn fyrir
alvöru að ókyrrast sem vonlegt
var, og sumir af þeim róttæk-
ustu sýndust vilja ryðja kirkj-
unni úr vegi og töldu hana að-
eins til ílls eins. Þegar þannig
var komið, fóru menn fyrir al-
vöru að rumskast og leita að
lausn út úr ógöngunum.
Ýmsir ágætismenn innan
kirkjunnar, sögðu ef þú ekki
getur veitt okkur leiðsögn út úr
vandræðunum þá förumst vér.
Og hún varð við því kalli. Og
úrlausnina fann hún í fagnaðar-
boðskap Krists, að Guð væri
faðir allra manna og vér börnin
hans sem bæri að lifa saman
sem bræður og systur og styðja
hvorir aðra, í staðinn fyrir að
gera alt að hnútu, bítast og toga
skóinn hvor af öðrum. Og nú
opnuðust augu almennings fljót-
lega fyrir því að þetta væri eina
leiðin að lifa lífinu í anda fjd.ll-
ræðunnar, með öðrum orðum
samkvæmt kenningum Krists.
Og þá fór fljótt að batna í lofti,
og þá fóru menn að keppast við
að reyna að lifa lífinu hreint
og ljost eins og samvizka þeirra
sagði þeim að Kristur mundi i
hafa gert ef hann hefði verið í'
þeirra sporum, og ávöxtinn af
þeirri viðleitni sérðu í þeim
breytingum sem orðið hafa á
lífskjörum manna, hugsunar-
hætti og öllu; viðhorfi við lífinu.
Síðan okkur tókst að ráða bót
á okkar fjárhagslegu ástæðum
hefir glæpum fækkað ákaflega
rnikið sem eðlilegt er, því meiri-
hluti af öllum glæpum átti rót
sína að rekja til illra lífskjara
°g spilts hugsunarhátts sem
ríkti meðal fjöldans, enda fer
glæpum fækkandi með hverju
ári sem, líður.
Það sem kirkjan og allir okkar
beztu menn leggja mestu áherslu
á núna er þroskun mannsins,
göfgi lífemisins, tign mannssál-
arinnar og í þeim efnum höfum
við fengið nú á þessum síðustu
árum andlegan styrk og leið-
sögn frá vinum okkar sem
lengra eru komnir á þroska-
brautina hinu megin við for-
tjaldið. Nú eru menn ekki leng-
ur í neinni óvissu um að maður-
inn haldi áfram að lifa sínu per-
sónulega lífi, þó hann skilji við
líkamann. Flest allir vísinda-
menn heimsins telja það vísinda-
lega sannað, og því er ekki al-
þýðan lengur í efa.
Já, vel á minst, eg get ímynd-
að mér að þú hafir gaman að
vita hvernig okkur hefir gengið
að viðhalda íslenzku.
Já, sannarlega, sagði eg og
lyftist nú allur á loft.
í fám orðum sagt, þá gengur
það nú svo vel að það er naum-
ast hægt að hugsa sér að það
gæti gengið betur. f öllum mið-
j skólum fylkisins og æðri skól-
um er 'íslenzkan ein af þeim
námsgreinum sem stúdentar
geta valið um. Og hér hjá okk-
ur og víðast hvar þar sem ís-
lendingar búa taka allir íslend-
ingar íslenzku, og á sunnudaga
skólum og kvöldskólum er krökk-
unum undir eins kend íslenzka
um leið og þau fara nokkuð að
geta lært; og svo er hún alt af
töluð á heimilunum jöfnum
höndum með enskunni. Með
öðrum orðum það er orðið metn-
aðarmál hjá okkur að halda
henni við og sá naumast talinn
húsum hæfur eða kirkjugræfur
sem ekki kann íslenzku. Svo er
fjöldi af annara þjóða fólki sem
lærir hana líka, einkanlega í
þeim bæjum sem íslendingar eru
fjölmennir. í bókasafni bæjar-
ins höfum vér allar þær íslenzku
bækur sem við höfum getað náð
í, sumar af þeim feiri hundruð
ára gamlar. Og nú kaupum við
öll blöð sem gefin eru út á ís-
landi og 5 eintök af hverri ein-
ustu bók sem út er gefin, svo
þú getur séð að við hljótum að
fylgjast með því sem er að ger-
ast á íslandi. Stöðugur fólks-
straumur er líka alt af á milli
landanna. Það líður áreiðan-
lega ekkert ár svo að ekki fari
um 20—30 íslendingar heim
héðan frá Wynyard á hverju ári,
og talsvert af annaraþjóðar
fólki líka.
Nú hefi eg því miður ekki
tíma til að tala við þig öllu
lengur sagði hann og stóð upp.
Eg ætla ásamt tveim öðrum
vinum mínum að heimsækja
einn af meðbræðrum okkar, sem
lenti út á villigötur, var fund-
inn sekur um glæp og situr í
fangelsi. Við ætlum að reyna að
hughreysta hann og biðja fyrir
honum. Svo réttir hann mér
hendina og segir: Vertu bless-
aður og sæll.
í því vaknaði eg, dapur í huga
yfir að þetta skyldi vera draum-
ur en ekki virkilegleiki.
Þá var sem hyílsað væri að
mér ofur lágt en skýrt: Vertu
hughraustur vinur. Fegurstu
draumar mannanna um efling
Guðsríkis og frið á jörðu hljóta
að rætast fyr eða síðar, en þó
því aðeins að allir þeir sem finna
hjá sér þrá til þess sem gott
er, sameini krafta sína og vinni
að því með öllum þeim mætti
sem þeir eiga yfir að ráða að
þeir draumar megi rætast.
Gunnar Jóhannsson
SIGURLAUG SIGURÐAR-
DóTTIR BENEDIKTSSON
Minningarorð
f tilefni af Olympíuleikunum
í Helsingfors 1940 hefir lög-
reglustjóri borgarinnar farið
þess á leit við bæjarstjórnina,
að lögregluþjónar borgarinnar
verði látnir læra tungumál. —
Tungumálin, sem lögregluþjórt-
unum er talið nauðsynlegt að
kynna sér vegna Olympíuleik-
anna, er sænska, þýzka og
enska.
i iii 1111111111 ii ii 111 n 111111 ii iii n 11111111 m in ii
Lesið Heimskringlu
Kaupið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu
ÍTÍlÍl III llilin M íí IiTimíllI iTmMMMMMmM I
Það gerast engir vábrestir og
ekkert viðburðarask á hinu ytra
athafnasviði, þó að háöldruð al-
þýðukona gangi til hinnar
hinstu hvílu, enda hefði það
ekki verið í samræmi við hið
kyrláta og fábrotna líf þessarar
yfirlætislausu, góðu konu, en
saknaðarblandin tómleika til-
finning ríkir í hugum, eigi að-
j eins ástvina hennar, heldur og
! allra, er nokkur kynni höfðu af
henni.
Sigurlaug sál. lézt, eins og áð-
ur hefir verið getið um í ísl.
blöðunum 10. nóv. að heimili
dóttur sinnar, Ste. 1 Lorraine
Apts., hér í borg, af afleiðing-
um af slagi eftir fárra daga
legu nálega 85 ára að aldri.
Hún var fædd að Blálandi í
Hallárdal í Húnavatnssýslu 11.
marz 1854. Foreldrar hennar
voru Sigurður Jónsson bóndi þar,
og Þorgerður Guðmundsdóttir
kona hans. Eigi er mér kunnugt
frekar um ætt hennar, en þess
bar hún öll merki, að hún væri
j af merku og vönduðu fólki, kom-
in. Systkini mun hún hafa átt
nokkur, er upp komust, en eigi
| kann eg að nafngreina þau —
munu þau öll löngu dáin. Sigur-
laug sáluga mun hafa alist að
mestu upp hjá foreldrum sín-
um til fulorðinsára, að hún gift-
ist Jóni Benediktssyni frá
Hamrakoti á Ásum. Bjuggu
þau mest af sínum samveru-
I tíma að Mánaskál í Laxárdal.
Þeim varð 5 barna auðið. Tveir
sveinar létust í æsku, en þau
sem lifðu og uppkomust eru:
Benedikt, ógiftur, er heima á
á Sauðárkróki. Hefir hann átt
við heilsubrest að stríða mestan
hluta æfinnar.
Ingibjörg, gift William Butl-
er hér í borg, og Sigurborg, gift
Kenneth Miller til heimilis að
Bird River, Man. Ennfremur
lætur hún eftir sig 2 dóttur syni,
báða á unga aldri.
Árið 1896 rrflisti Sigurlaug
mann sinn. Stóð hún þá uppi
ein, ekkja, með 3 börn öll í ó-
megð og hið yngsta kornungt.
1 Munu efnin hafa verið lítil
og ástæðurnar hinar erfiðustu.
Treystist hún þá ekki til að
halda áfram búskap, en vistaðist
hjá öðrum með yngstu dóttur-
ina, og reyndi þannig að vinna
og bjargast og koma börnum
sínum á framfæri. Geta þeir
best getið því nærri er slíkt hafa
reynt, ihve örðugt það hefir
verið.
Dvaldi hún í Laxárdalnum um
17 ára skeið eftir fráfall manns
síns, lengst af á Skíðastöðum í
Ytri-Laxárdal.
Árið 1913 fluttist Sigurlaug
sál. til Canada, þá nálega sextug
að aldri með yngri dóttur sinni,
er ávalt hafði fylgt henni. Var
það fyrir atbeina og tilstilli eldri
dótturinnar, Ingibjargar, er
vestur hafði flutzt á barnsaldri
á vegum föðurfólks síns hér
vestra, og átti heima þá hér í
Winnipeg. Stofnuðu mæðg-
urnar 3 heimili hér, og bjuggu
saman nokkur ár, eða þar til
báðar systurnar giftust, en eftir
það dvaldi Sigurlaug alla tíð hjá
eldri dóttur sinni, er ávalt hefir
átt heimili hér í borg. (Hin
yngri mun ekki hafa átt heimili
hér að staðaldri). Annaðist
Ingibjörg móður sína á elliárun-
um með mikilli prýði.
Er það með ágætum talið, hve
hún og maður hennar sýndu
henni mikla ástúð, og létu sér
ant um að gera henni æfikveldið
bjart og friðsælt — og það sjálf-
sagt oft af litlum efnum og erf-
iðum ástæðum, sem hlutskifti
hefir orðið svo margra á þessum
harðinda og kreppuárum.
Það lætur að líkum að Sigur-
laug sál., hafi ekki getað tekið
mikinn þátt í félags- eða at-
hafnalífi hér, svo hnigin að
aldri sem hún var, er hún kom
hingað, en vel mun hún hafa
fylgst með öllum ísl. málum.
Hún var gædd ágætri greind, og
bókhneigð með afbrigðum. Mun
henni ekki hafa gefist mikill
kostur á að lesa mikið eða nema
í æsku, og lengstum tíma æfinn-
ar mun meira hafa verið varið
til margþáttaðra starfa sér og
sínum til bjargár, en við lestur
bóka. En eftir að hingað kom,
og hægjast tók um, mu'n hún
hafa bætt það upp, því það
hygg eg, að fáar hafi þær ísl.
bækur verið, sérstaklega sögu-
legs efnis, er hún reyndi ekki að
komast yfir og lesa. Var það
hennar mesta yndi, og kunni
hún góð skil á því, er hún las.
Hún hafði verið myndarleg
sýnum, og þrekkona til lífs og
sálar, og mun hún oft hafa þurft
á því að halda á sinni erfiðu
lífsleið — og svo vel bar hún
ellina, og hélt svo óskertum lík-
ams og sálarkröftum, svo að
segja til æfiloka, að furðu sætti.
Frekar hygg eg að hún hafi ver-
ið dul í skapi og fáskiftin, en
þó hin viðmótsþýðasta — orð-
vör og brá aldrei vináttu, er hún
hafði bundið, svo heilsteypt og
hrein var skapgerð hennar.
Hún fékk hægt og rólegt and-
lát — dó eins og hún hafði
lifað—í sátt og friði við Guð og
menn. — Hún var jarðsungin af
séra Valdimar J. Eylands að
viðstöddum mörgum vinum og
kunningjum frá Fyrstu lút.
kirkjunni, en þá kirkju hafði
hún sótt reglulega fram á síð-
ustu stund.
“Far þú í friði, friður Guðs
þig blessi — hafðu þökk fyrir
alt og alt----.
KVEÐJA
(Undir nafni fjarlægrar dóttur)
enda er hann stundum eigi eins
varkár og félagar hans — að
lýsa yfir því, á síðasta vori, að
enda þótt Súdeta-héruðin væru
fyllilega allrar athygli verð, þá1
væru Skoda-verksmiðjurnar þó
miklu þýðingarmeiri. Þessi um-
mæli hershöfðingjans komu sérj
sýnilega illa, því Göbbels út-
breiðslumálaráðherra fyrirbauð
þýzkum blöðum að birta þa’u.
Það hefði líka getað valdið tals-
verðum óþægindum út á við, ef
ummæli Görings hefðu orðið
kunn, vegna þess, að alkunnugt
er að eigendur Skoda verksmiðj-
anna hafa að miklu leyti yfirráð
yfir hergagniðnaðinum í Mið-
og Suðaustur-Evrópu.
Emil Skoda byrjaði í smáum
stíl. Árið 1886 varð hann for-
stjóri lítillar verksmiðju, sem
Waldstein greifi átti í Pilsen,
en Pilsen, þar sem hið heims-
fræga öl er búið til, heyrði þá
undir Austurríki. Þá unnu þar
aðeins 120 verkamenn. Fimtíu
árum seinna, í heimsstyrjöld-
inni, unnu að hergagnaiðnaði í
Skoda-verksmiðjunum 33 þús-
und manns. Rétt fyrir heims-
styrjöldina hafði þýzki vopna-
kóngurinn Krupp náð fjárhags-
legum yfirráðum yfir verk-
smiðjunum og eigendur ensku
vopnaverksmiðjunnar Vickers,
áttu þar mikil ítök. Aðstaðan
breyttist við vopnahléið. Verk-
smiðjurnar urðu innan landa-
mæra Tékkó-slóvakíu og Krupp
og Vickers fengu ekki lengur
að eiga hluti í þéim. Tékkneska
stjórnin ætlaði í byrjun að gera
verksmiðjurnar að ríkiseign, en
áður en sú ákvöröðun væri end-
anlega tekin, hafði franski her-
gagnakóngurinn Schneider eign-
ast meirihlutann af hlutafénu,
og strax eftir það juku verk-
smiðjurnar stórkostlega starf-
semi sína. Lögðu þær undir sig
hvert stórinðaðarfyrirtækið eft-
ir annað. Kolanámur, stálsmiðj-
ur, bifreiðaverksmiðjur, skipa-
smiðjur o. s. frv. Nú eiga Skoda-
verksmiðjurnar 9 voldugar véla-
og málmsmiðjur í Tékkó-slóvak-
íu, og fjölda af kola-, járn- og
brúnkolanámum. Véla- og stál-
smiðjur Skoda keppa nú við
stærstu hringa í heimi í þeirri
grein. Þær geta bygt hvers-
konar aflstöðvar, sem er, og
smíða sjálfar til þess alt frá
smæsta raftæki upp i allra
stærstu hluta þeirra. Þær eru
langstærstu bifreiðaframleið-
endur í Tékkó-slóvakíu og fram-
leiða allar tegundir bifreiða. Út
um allan heim hafa þeir tekið
að sér að byggja brýr, raforku-
stöðvar og hverskonar Verk-
smiðjur. f Kína eru t. d. flestar
eimreiðar bygðar af þeim og í
risahafskipinu Normandie eru
allir stærstu stálsteypuhlutirnir
framleiddir af Skoda.
En sérgrein Skoda-verksmiðj-
anna er þó hergagnaiðnaðurinn.
Alla 365 daga ársins dreifa þær
út byssum af öllum gerðum,
rifflum, vélbyssum, fallbyssum,
flugvélabyssum, loftvarnar-
byssum, sprengikúlum og
sprengjum af öllum tegundum,
hvort sem þær eiga að notast á
sjó, landi eða í lofti. Ennfrem-
ur smíða þær allar gerðir flug-
véla og hafa selt fjölda af þeim
til hermálaráðuneyta Belgíu, Lit-
hauen, Júgóslavíu, Rúmeníu og
Póllands. í Póllandi er útbú
Skoda-verksmiðjanna langbezt
útbúna hergagnaverksmiðjan
þar í landi og rúmenski herinn
er að miklu leyti háður útbúnaði
frá þessum verksmiðjum. f
Ungverjalandi hafa verksmiðj-
urnar útbú og eiga m. a. stóra
hluti í stærsta bankanum í Ung-
verjalandi.
Ef þýzka stjórnin hefði verið
í nokkrum vafa um þýðingu
þessara verksmiðja, þá hefði
Krupp sjálfsagt getað sannfært
hana um annað. Auðkýfingur-
inn frá Essen, sem nú hefir
meiri áhrif en nokkur annar
maður í Þýzkalandi, að undan-
teknum helztu foringjum naz-
ista, hefir aldrei getað gleymt
því, að honum var ýtt út úr
Skoda-verksmiðjunum. f stríð-
inu setti hann upp útbú frá
Kruppverksmiðjunum í Bern-
dorf í Austurríki, til þess að
smíða hergögn fyrir Miðveldin.
Eftir stríðið jók hann mjög þær
verksmiðjur til að keppa við
Skoda-verksmiðjurnar og fékk
jafnvel enska fél. Vickers í lið
með sér, enda hafði því félagi
gramist að þurfa að víkja úr
Skoda-verksmiðjunum. Árin eft-
ir heimsstyrjöldina urðu Krupp-
Bernsdorf verksmiðjurnar höf-
uðstöðvar áróðursins fyrir sam-
einingu Austurríkis og Þýzka-
lands og styrktu þær austur-
ríska nazista með fé nákvæm-
lega á sama hátt og Krupp hafði
styrkt Hitler með fé til að ná
völdum. Rétt eftir morðið á
Dollfuss komst lögreglan í Wien
að því, að Krupp-Bernsdorf
verksmiðjurnar höfðu látið naz-
istana, sem drápu Dollfuss, hafa
vopn.
Þá er kunnugt, að Skodaverk-
Framh. á 7. bls.
Mér finst eins og hjartnæmum
huggunaróð
sé hvíslað frá ókunnri strönd—
Þú þerraðir votan vanga svo oft
með vinnu lúinni hönd—
Og ást þín varpaði unaðs blæ
yfir æskunnar draumalönd.
Á auðnina í sál minni ylgeisla
slær
Þó ytra sé dapurt og hljótt —
Og öllum, sem eru jafn þreyttir
og þú
er þörf á að hvílast rótt.
Með þakklæti blessa þig börnin
þín öll
og bjóða þér góða nótt.
Ragnar Stefánsson
SKODA-VERKSMIÐJ-
URNAR
Eftir Valdimer Pozner
OKODA - verksmiðjurnar eru
^ voldugur heimsauðhringur.
Auðæfi hans eru ein þýðingar-
mesta ástæðan til þess, að Þjóð-
verjar vildu ná á sitt vald Sú-
detahéruðunum ( Tékkó-slóvak-
íu), þótt annað sé látið í veðri
vaka. Foringjar þýzkra þjóð-
ernisjafnaðarmanna gæta þess
venjulega að tala um “þýzkt
blóð”, “tékkneska ógnarstjórn”
og “vilja Guðs” í sambandi við
héruð þessi, en ekki hinar marg-
þráðu fallbyssu- og sprengju-
smiðjur í Skoda. Samt varð
Göring hershöfðingja það á —
All-Canadian victory for pupils of
DOMINION BUSINESS
COLLEGE at Toronto Exhibition
Pupils of the DOMINION BUSINESS COLLEGE,
Winnipeg, were awarded FIRST PLACE in both
Novice and Open School Championship Divisions of
the Annual Typing Competition.
Miss GWYNETH BELYEA won first place
and silver cup for highest speed in open
school championship with net speed of 92
words a minute..
Mr. GUSTAVE STOVE won first place and
silver cup for highest speed in Novice Sec-
tion of typing contest. His net speed was
76 words a minute.
Miss HELEN BRIX, another D. B. C. pupil,
won second place for accuracy in the novice
division!
Miss DOROTHY MAXWELL, a D. B. C.
student, came fourth in the open school
championship section!
The Dominion sent four pupils to Toronto
and they won two firsts, a second and a
fourth place!
The contest officials announced at the Coliseum before an
audience of 9,000 people that the Dominion Business
College, Winnipeg, had the best showing of any com-
mercial school in the competition!
There were 107 contestants!
ENROL NOW
DOMINION
BUSINESS COLLEGE
WINNIPEG
FOUR SCHOOLS: THE MALL—
ST. JAMES — ST. JOHN’S — ELMWOOD