Heimskringla - 07.12.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 07.12.1938, Blaðsíða 6
6. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 7. DES. 1938 RISADALURINN “Já, þegar þið komið að litla skarðinu á milli hæðanna, þá skuluð þið ekki fella meira en halda í aðra átt. Eg ætla ekki að fella trén í þessum dal. Sjáðu til, McTavish. Trén hérna — líttu á — eru svo dásamleg, að eg hefi ekki hjarta til að eyða þannig dásemdarverkum guðs. Auk þess elskaði hún þennan stað, Mc- Tavish, og hún kallaði hann Risadal. Eg — eg gaf henni hann í brúðargjöf, vegna þess að hana dreymdi hálfgert um, að einhverntíma mundi bærinn, sem eg byrjaði að reisa, vaxa uns hann næði hingað upp að stóarðinu þarna, og þegar sá tími kæmi, og ef við gætum það efnanna vegna, þá hugsaði hún sér að við gæfum þennan dal með risatrjánum bænum, og úr honum yrði gerður trjágarður og skemti- staður fyrir bæinn, sem væri eins og falinn hér á milli hæðanna.” ‘‘Hún elskaði þennan stað, McTavish. — Henni þótti gaman að koma hingað með mér, og hún bjó sjálf til nesti handa okkur, en eg veiddi silung þarna í læknum og steikti fyrir hana. Stundum glóðarsteikti eg villibráð fyrir hana héma. ó, jæja, þetta var skemtistaður- inn okkar, McTavish, og eg, sem er ekki ungur framar — eg sem aldrei lék mér þegar eg var ungur, né þangað til eg kyntist henni — eg — eg er dálítið heimskulegur, er eg hræddur um, en eg fann hér frið og hvíld, jafnvel áður en við hittumst. Eg býst við, að eg verði að koma hingað oft til þess að finna frið í framtíðinni. Hún var mjög merkileg kona, McTavish — mjög merkileg. Æ, maður minn, sálargöfgin hennar! Mér er ómögulegt að hugsa til þess að hún hvílist í Sequoia grafreitnum með öllu ruslinu úr þorpinu. Hún var eins og sólargeisli, McTavish — hún — hún —” “Já,” tautaði McTavish með grátstaf í kverk unum. “Eg veit. Þú vilt ekki gefa henni blett á almennum stað til að bíða eftir þér. Og þú munt láta alla vinnu hætta um stund í virðing- arskyni við hana?” “Já, þangað til eftir jarðarförina, Mc- Tavish. Og segðu mönnum þínum að þeim verði borgað fyrir biðina. Þetta er alt og sumt drengur minn.” Þegar McTavish var farinn settist John Cardigan á fallið grenitré og hallaði til höfð- inu meðan hann hlustaði §ftir hávaða í skóg- inum, sem í rauðviðarskóginum er ekki há- vaði, heldur vöntun á hávaða. Og er hann hlustaði fann hann eins og á leyndardómsfull- an hátt hugsvölun frá þessum stóru brúnu trjám, eru voru eins og greinilegt tákn ódauð- leikans. Og í hugskoti sínu nálgaðist hann skapara sinn og samstundis fann hann frið þann er hann leitaði. Slík ást, sem sú, er þau báru hvert til annars mundi aldrei deyja og tárin komu loksins fram í augu hans. Um sólarlag gekk hann aftur heim með fangið fult af rósum og skógarliljum og raðaði þeim í herbergið þar sem hún hvíldi. Því næst kallaði hann á hjúkrunarkonuna, sem hafði stundað hana. “Mig langar til að halda á syni mínum,” sagði hann blíðlega. “Má eg það?” Hún færði honum barnið og lagði það í faðm hans, sem skalf af geðshræringu. Hann settist niður og starði lengi og alvarlega á son sinn. “Þú hefir augun hennar, háralitinn og lit- arháttinn,” tautaði hann. “Sonur minn, sonur minn. Eg mun elska þig svo heitt vegna þess að eg verð að elska þig með ást okkar beggja. Þóknist guði það mun eg reyna að bæja frá þér allri sorg, og þessa heims gæði mun eg reyna að skilja þér eftir er eg hverf svo til hennar.” Hann lagði skeggjaðan vangann upp að andliti barnsins. “Bara þú og trén mín,” hvíslaði hann. “Bara þú og trén mín, til að hjálpa mér til að berjast hraustri baráttu þangað til yfir lýkur.” Ástin og föðurskyldan hafði hlotnast hon- um seint á æfinni og einnig stærsta raunin, og með því að hann var ókunnugur þessum erfð- um dauðlegra manna varð hann að venja sig við þær. En sonur hans og trén, já, þau og hann mundu hjálpa til þess. Og hann ætlaði að afla sér meiri timburs nú! III. Kapítuli. Ung kona af Indíánakyni, sem tveimur dögum fyrir lát Mrs. Cardigans, hafði mist hið síðasta sinna mörgu barna, var fengin til þess að fóstra son Johns Cardigans, sem hét Bryce eftir fjölskyldunafni móður hans. Kona nokkur, Mrs. Tully að nafni, og ekkja eftir vélastjórann í sögunarmylnu Cardigans var ráðskona og matreiðslukona hjá honum. Er hann hafði á svona einfaldan hátt komið heimili sínu í horfið á ný, sneri hann sér með nýjum og auknujn áhuga að viðskiftastarfi sínu, og vonaði að ástin til drengsins hans og starfið mundi í sameiningu bjarga því, sem honum fanst í hinum sára söknuði vera skips- brot lífs síns. Á meðan Bryce var hvítvoðungur sáu engir aðrir hann, en þær konur í Sequoia, sem fóstra hans kaus að sýna hann, er hún ók honum út, til þess að hann fengi frískt loft. Þegar hann fór að klæðast og tók að gera tilkall til hins ameríska fæðingarréttar, sem er mál- frelsi, tók faðir hans upp á því að fara með barnið ofan í skrifstofuna í mylnunni, og lét bæta við hana herbergi handa honum til að leika sér í. Af þessu leiddi að áður en hann var tveggja ára gamall fann Bryce til þess, að faðir hans var nær honum en hin góðsama Mrs. Tully eða kynblendingurinn, sem fóstraði hann. Samt söng bústýran honum vögguljóð eins og mæður gera, en Indíána stúlkan samdi um hann rímlaus ljóð, sem voru lofgerð og fyrir- spár, og raulaði hún þau við fóstra sinn á hinn hljómlausa og einræningslega hátt kynflokks síns og á sinni tungu. Aftur á móti eyddi faðir hans engum tíma í það, að syngja fyrir hann, heldur lyfti hann honum upp að lofti og setti hann á fót sér og hossaði honum þangað til að hann ætlaði að springa af fögnuði. Ennfremur fór faðir hans með hann í dásamleg ferðalög, sem enginn annar leyfði honum að fara. Þeir fóru saman í vagni, sem rann eftir flutnings- brautinni og einu sinni settust þeir á endann á flytjaranum og fylgdu trjábolnum alveg upp að söginni, fram og aftur, fram og aftur, þang- að til bolurinn var alveg sagaður niður. Og af því að hann hafði ekki grátið neitt, þegar gráðug sögin beit með hvínandi áfergishljóði í bolinn, þá hafði Dan Keyes, yfirsögunarmað- urinn, gefið < honum skilding til að setja í blikkbaukinn sinn. En lang eftirminnilegastar urðu Bryce hinar tíðu ferðir þeirra upp 1 Risadalinn. En hvað hann mundi vel eftir fyrstu ferðinni þeirra þangað. Hann sat á herðum föður síns með feitu skankana í kring um háls hans, og hélt með þykku höndunum í eyru gamla mannsins. Þeir fóru upp eftir flutningsbraut- inni og inn í hálfrökkur skógarins, en komu svo skyndilega út úr því inn í steypiflóð af sólskini, þar sem drengurinn gat leikið sér og velt sér, en aldrei orðið óhreinn. Þar var líka mesti fjöldi grárra íkorna, sem biðu tækifæris að klifra yfir herðar hans, og leita að hnotum í vösum hans. En hnoturnar lagði pabbi hans æfinlega til. Bryce hlakkaði ætíð til þessara tííu ferða, “til starðarins þaðan sem elsku mamma fór til himins.” Ofan af herðum föður síns gat hann haft útsýni um undirskóginn, og séð í svip villudýrin í skóginum. Þegar síðasta hnotan var horfin í íkornana, horfði hann á hina bláu og rauðu fugla þjóta milli greinanna, og smátt og smátt náði töframáttur skógar- þagnarinnar valdi yfir honum. Hann klifraði upp í fang föður síns, sem sat eins og í draumi á föllnu furutré og brátt steinsofnaði hann. Þegar Bryce var sex ára gamall sendi föður hans hann á barnaskólann í Sequoia. Þar var hann ásamt öðrum börnum verkamann- anna, er unnu við timburiðnaðinn. Þannig lagði hann grundvöllinn að alþýðlegu uppeldi hans, sem er altof sjaldgæft meðal sona þeirra manna, sem eru álitnir vera miljónerar. Á kvöldin hlýddi gamli Cardigan (því að þannig voru menn farnir að nefna hann nú) syni sínum yfir lexíurnar, og hafði við það starf ósegjanlega unun og að sjá sálarlíf sonar síns þroskast. Bryce var ekkert sérlega á- gætur námsveinn. Hann hafði erft hina seigu þolinmæði föður síns og rólyndi, og eins og faðir hans átti hann hin dásamlegu gáfu í- myndunaraflsins. Hann var enginn miðlungs maður, og ekki heldur frábærlega gáfaður, held- ur virtist vera ánægður, að standa stöðugur í hverju sem hann gerði og vera ábyggilegur ætíð og alstaðar. Hann hafði dökkbrúnt hár eins og móðir hans, brún augu og ljósan hör- undslit, og snemma kom það í ljós, að hann yrði mikill vexti og serkur eins og faðir hans var. Æskuár Bryces voru að mestu leyti eins og annara drengja í Sequoia, nema hvað leikföng snerti og síðar meir byssur og veiðarfæri og hesta. Fyrir alt þetta öfunduðu jafnaldrar hans hann. Þegar hann var orðinn tíu ára gamall, gaf faðir hans honum vinnu í mylnunni og þegar kaupsgjaldsdagurinn kom, stóð hann í röð verkamannanna og tók við kaupi sínu, sem var aðeins tíu dalir á viku, fyrir að bera inn eldivið fyrir matreiðslumannin í mylnunni og gerði hann það að skólanum loknum á degi hverjum. Þetta, þótt annars væri það þýðingarlaust, var aðferð gamla Johns Cardigans til að inn- ræta syni sínum fjármunlega ábyrgðartilfinn- ingu. Hann hafði orðið að vinna fyrir öllu, sem hann átti, og hann óskaði eftir að sonur sinn eldist upp með fyrirtækinu eins og einn hluti þess, með greinilegum skilningi á því, að hann hefði þar sérstökum skyldum að gegna í sambandi við það — skyldur, sem hann mætti aldrei vanrækja ef hann ætlaði sér að halda hinum miklu rauðviðar erfðum, sem faðir hans hafði með svo miklum áhuga safnað handa honum. Þegar Bryce Cardigan var fjórán ára gam- all, skeði markverður atburður í lífi hans. Með þeim lofsverða ásetningi að auka tekjur sínar, hafði hann komið sér upp dálitlum jarðepla- garði við hliðina á húsi föður síns, og þarna var það einn laugardagsmorgun, er hann var að reita illgresi frá gulrófunum og lá á hnjánum í garðinum, að honum varð litið upp og sá ungfrú eina, sem starði á hann gegn um rimla girðinguna. Hún var nokkrum árum yngri en hann og aðkomandi í Sequoia. Þau hófu nú samtal það, sem nú skal greina: “Komdu sæll drengur litli.” “Komdu sæl sjálf! Eg er ekki lítill dengur.” Hún leiddi hjá sér að, þrátta um það. “Hvað ertu annars að gera?” “Geturðu ekki séð að eg er að reita ill- gresið frá rófunum?” “Til hvers?” Bryce semrvar næsta móðgaður yfir því að hún hafði kallað hann lítinn dreng, sá nú tækifæri til að þagga niðri í henni. “Kattarhár í netlings buxur,” svaraði hann, án nokkurs merkis um að hann þættist neitt frumlegur. En þá hitti hún hann í hjartastað með því að brosa blíðlega og syngja þessa gömlu barna vísu: Úr hverju eru allir litlir drengir? Úr hverju éru allir litlir drengir? Úr heilmörgum hvolpskottum Sniglum og snákum. Úr þessu eru allir litlir drengir. Bryce vissi hvernig áframhaldið var, og hlakkaði ekkert til að fá að heyra, að litlar stúlkur væru úr sykri og allskonar kryddi og góðgæti. Skyldist honum nú að hann hefði fitjað upp á því, sem ekki yrði honum til neins sigurs ef lengra væri haldið, og því laut hann niður og reif illgresið af kappi í fáeinar mínút- ur. Alt í einu tók gesturinn til máls á ný. “Mér líst vel á hárið þitt drengur litli. Það er svo fallega rautt.” Þetta beit nú höfuðið af skömminni. Að vera ávarpaður eins og lítill drengur var nógu ilt; en að vera þar ofan í kaupið mintur á þessa aðal raun hans, var hrein og bein móðgun. Hann stóð því á fætur og nálgaðist hliðið gæti- lega, með þeirri áætlun að klípa þennan ósvífna gest í nefið, senda hana í burtu grátandi. Og er hendi hans læddist milli rimlanna í þessum illa tilgangi sagði litla ungfrúin ofur vingjarn- lega: “Hvað heitirðu?” Hendin stansaði og eigandinn svaraði ó- lundarlega: J'Bryce Cardigan.” “Eg heiti Shirley Sumner,” svaraði hún. “Við skulum vera vinir.” “Hvenær fluttist þú hingað til Sequoia?” spurði hann. “Eg er ekki flutt hingað. Eg er bara að heimsækja þetta þorp með frænda mínum og frænku. Við búum í gistihúsinu; en þar er enginn til að leika við. Frændi minn heitir Pennington og frænka mín líka. Hann er að kaupa skóga hér en við eigum heima í Michigan Veist þú hvað höfuðstaðurinn í Michigan heit- ir?” “Auðvitað veit eg það,” svaraði hann. “Höfuðstaðurinn í Michigan heitir Chicago.” “Nei, flónið þitt! Það er ekki. Hann heitir Detroit.” “Eg held nú síður, það er Chicago.” “Eg á þar heima — svo eg ætti víst að vita það. Og hafðu það.” Bryce var sigraður með öllu og fann sárt til vanþekkingar sinnar hvað landafræðislega þekkingu snerti, og það kom honum til að hætta við þessa stælu. “Það getur verið að þú hafir rétt fyrir þér,” sagði hann ólundar- lega. “En hvaða mun gerir það svo sem?” Hún svaraði þessu engu. Hann langaði auðsæilega ekkert til að stæla við hana. Hún leit framhjá Bryce og á litla Indíána hestinn hans, sem rétti höfuðið út um gluggann á hesthúsinu og horfði hugsandi á húsbónda sinn. “En hvað þetta er yndislegur smáhestur,” hrópaði Shirley Sumner. “Hver á hann?” “Það er ekki hestur, heldur hryssa, og eg á hana.” “Ríður þú henni?” “Nei, ekki oft nú orðið. Eg er orðin of þungur, svo að pabbi keypti mér hest, sem vegur níu hundruð pund. ögn vegur aðeins fimm hundruð.” Hann horfði á hana um stund, en hún starði með aðdáun á hestana. — “Kant þú að ríða?” spurði hann án þess að vita hversvegna hann spurði. Hún stundi við og hristi höfuðið rauna- lega. “Við höfum ekkert pláss fyrir hesta í Detroit,” sagði hún, en því næst mælti hún glaðlega, “en mér þætti mjög gaman að koma á bak Ögn þinni. Eg er viss um að eg gæti lært að ríða ef einhver kendi mér það.” Hann horfði á hana aftur. Um þetta skeið æfinnar hætti honum til að líta á stúlkur eins og óhjákvæmilega byrði. Þær voru til fyrir einhverja ástæðu og þessvegna varð að taka því, og það var einlæg von hans, að hann gæti komist gegnum'lífið þannig að hafa sem allra minst saman við þær að sælda. En samt sem áður, þegar Bryce horfði á þessa fríðu, litlu ungfrú þarna í gegn um rimlagirðinguna, fann hann til löngunar, sem eins læddist inn í huga hans, að finna náð í augum hennar, einnig var honum það ljóst að vegurinn til þess var ögn litla. Hann varð því heldur en ekki upp með sér, eins og menn verða, þegar þeir finna til þess, að þeir eiga lykilinn að lausn einhvers vandamáls. “Jæja, eg býst við, aðæf þig langar til að koma á hestbak, þá verði eg að láta það eftir þér,” sagði hann eins og ólundarlega, “þó að eg sé alveg önnum kafinn í dag.” “Æ, en hvað mér finst þú vera góður,” sagði hún. “Þessi lofsyrði smugu eins og rafstraum- ur í gegn um hann. Hann fann næstum því til. Hann varð að sitja á sér að þjóta ekki inn í hesthúsið og söðla Ögn í hendingskasti. En í stað þess gekk hann rólega að hesthúsinu og mjög settlega. Þegar hann kom út aftur teymdi hann Ögn, sem var hærótt og ekki sem ásjálegust og Móses, sem var hraustlegur smá- hestur frá sveitabæ einum í Trinity sveitinni. “Eg verð að fara með þér,” sagði hann. “Eg get ekki látið viðvaning eins og þú ert fara eina á ögn.” i' Eftir mesta fum og viðburði, klifraði ung- frúin upp á hliðið og klöngraðist þaðan í söð- ulinn á baki Agnar, eftir að Bryce hafði komið henni jafnhliða við girðinguna. Þá gerði hann ístaðsólarnar mátulega langar fyrir hana, og setti síðan spotta úr litla beislinu á ögn yfir nefið á hnakknum sínum, settist á bak og þannig byrjaði fyrsta lexían, sem hann kendi 1 reiðlistinni. Hann varði tveimur stundum af hinum dýrmæta tíma sínum í þetta, þangað til skyldan kallaði hann aftur heim til að hlúa að rófunum- En þegar hann miritist á það mjög kurteislega, að bezt væri að gesturinn og ögn færu nú að skilja, urðu örðugleikar á því. Shirley Sumner þverneitaði, og það mjög á- kveðið að fara fet í burtu. Henni féll vel við Bryce vegna þess hve fallegt hár hans var, og vegna þess hve góður hann var; hún var ó- kunnug í Sequoia, og nú þegar hún hafði fundið leikfélaga var það langt frá hennar áætlun að yfirgefa hann. Þessvegna fór Miss Sumner hvergi, en hjálpaði Bryce að reita illgresið frá rófunum, og þar sem hún vann af frjálsum vilja og kaup- laust, leit hann svo á að hún væri matvinn- ungur, og bauð henni því inn um hádegisbilið og bað Mrs. Tully um mat handa henni. Þegar hann fór ofan í mylnuna til að bera inn eldivið- inn fór unga stúlkan heim til sín í gistihúsið, döpur í bragði, en lofaði því statt og stöðugt að koma næsta dag. Það loforð efndi hún og riðu þau langan veg þann dag, alla leið til Risa- dalsins, þar sem hann sýndi henni leiði móður sinnar. Gráu íkornarnir voru þar og gaf Bryce Shirley poka með hnotum til að gæða þeim á. Því næst lögðu þau blóm á leiðið og þegar þau komu aftur heim og Bryce var að taka af hestunum, þá dró Shirley snoppuna á Ögn að sér og kysti hana. Því næst fór hún að há gráta. “Yfir hverju ertu að gráta?” spurði Bryce. Það var svo örðugt að skilja kvenfólkið. “Eg er — er að fa-fa-r-a h-h-heim á m-morgun, ”sagði hún hágrátandi. Hann varð mjög hryggur yfir því, en bað hana að hætta að gráta, því að það væri þýð- ingarlaust. En hún var yfirbuguð af sorg. Og einhvernveginn, víst alveg ósjálfrátt — vildi það svo til, að Bryce faðmaði hana að sér. “Vertu ekki að gráta Shirley,” sagði hann í biðjandi rómi. “Mig tekur svo sárt að heyra þig gráta. Langar þig til að eiga Ögn ? Eg skal gefa þér hana.” Með miklum ekka játaði Shirley það fyrir honum, að þessi tár stöfuðu ekki af skilnaðin- um við ögn heldur þætti henni svona þungt að skilja við hann. Þetta gerði Bryce forviða, en gladdi hann samt f jarskalega mikið. Og þegar þau skildu þá kysti hún hann í kveðju skyni og fullyrti, að hann væri sá alúðlegasti og besti drengur, sem hún hefði nokkurntíma hitt eða byggist við að hitta. Þegar Shirley og frændi hennar og frænka fóru um borð í gufuskipið, sem átti að flytja þau til San Francisco, stóð Bryce hnugginn á bryggjunni og veifaði Shirley þangað til hann sá hana ekki framar á þilfarinu. Þá fór hann heim, skreið upp á hlöðuloftið og grét, því að eitthvað hafði snert hjarta hans, svo að hann sveið í það. Hann hugsaði oft næstu vikuna um litlu álfameyjuna, sem hann hafði leikið sér við og varð lystarlaus, en yfir því varð Mrs. Tully áhyggjufull.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.