Heimskringla - 21.12.1938, Blaðsíða 1

Heimskringla - 21.12.1938, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Good Anytitne In the 2-Glass Bottle 5° itiite. |^nVfÍ<jaitu-¦ » J DEPENDABLE f S H ¦ '» DYERS6CLEANERSLTD. J_ FIRST CLASS DYERS & DRY CLEANERS Phone 37 061 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 21. DES. 1938 NÚMER 12. HEIMSKRINGLA ÖSK AR LESENDUM SINUM GLEÐILEGRA JÓLA Áskorun til Islendinga vestanhafs Um nokkur undanfarandi ár hefir það mál verið mjög hugs- að og rætt á fslandi að reyna að komast í verzlunar og viðskifta samband við Ameríku. Hafa menn fundið til sívaxandi þarf- ar á þessu, eftir því sem öllu viðskiftalífi hefir hrakað í Ev- rópu. fslandi er það lífsnauð- syn, að geta' eignast fastan og nægilega stóran markað fyrir landbúnaðar og sjávar afurðir sínar, en það hefir ekki tekist fram til þessa. Helzta vonin er Ameríka. Með það fyrir augum, tók! stjórn fslands því tilboði Banda-i ríkjanna að koma upp íslenzkri sýningu í sambandi við heims-j sýninguna miklu í New York á komandi sumri. Henni var það j ljóst að með því gæfist eitt hið | bezta tækifæri til að kynna bæði land og þjóð hinu mikla heims- veldi. Eru náin kynni hinn nauðsynlegi undanfari þess, að efnt verði til varanlegra verzl- unar sambanda. Lítt þektri smáþjóð er næsta erfitt að koma varningi sínum á framfæri á sölutorgum stórborga þessa mikla meginlands. Þetta er í fyrsta skifti sem ísland tekur þátt í veraldarsýn- ingu og reisir sér því þunga, aukabyrði, en þó jafnframt ó- hjákvæmilega af þeim ástæðum sem að ofan getur. Með sýningunni verður megin áherzlan lögð á að kynna þjóð- ina, sýna sögu hennar, líf og menning, hinn virðulega skerf sem hún hefir lagt til vísinda- legrar, landfræðilegrar og sögu- legrar þekkingar, með dæmum úr bókmenta, lista, athafna og siglinga-lífi hennar. Sýningarskálann 1 e g g u r Bandaríkjastjórnin til ókeypis, er hann annar í þjóðskála röð- inni til vinstri við sjálfa sýning- arhöll Bandaríkjanna, á hinum ákjósanlegasta stað. En einmitt þessvegna þarf að ganga svo frá honum að hann vekji á sér alveg sérstaka eftirtekt. Sýningarskálinn stendur milli tveggja gatna, eru því tveir aðal inngangar í skálann. Með ötulli framgöngu við Bandaríkja stjórnina hefir leyfi fengist fyr- ir því að nota afsteypu af Leifs myndinni, er Bandaríkja þjóðin gaf íslandi 1930, við framhlið skálans og hefir stjórnin látið breyta framhliðinni í samræmi við þessa hugmynd. Ennfrem- ur hefir hún látið hlaða stallinn undir myndina íslandi að kostnaðarlausu. Nú hefir Sýningarnefndin ís- lenzka ákveðið að hagnýta sér þetta leyfi, og láta gera af- steypu af Leifs myndinni, en sökum fjárskorts, treystir sér ekki til að kosta til þess meiru en $1,000.00. Fyrir það fæst krítarmynd með málmhúð er endast myndi meðan á sýning- unni stendur, en þá ónýt er henni er lokið. Til þess nú að myndin verði varanleg yrði að steypa hana úr eir, og kostar það milli $3,500.00 til $3,750.00, og þarf þá Sýning- arnefndinni að safnast $2,500 í viðbót, við það sem hún hefir. Það hefir lengi verið ósk fs- lendinga austan hafs og vestan að Leifi Eiríkssyni yrði reist- ur minnisvarði af íslenzku fé, og komið hér fyrir á einhverjum virðulegum stað. Með því að nú virðist sérstakt tækifæri til að koma þessari hugsjón í fram- kvæmd, þá eru það tilmæli und- irritaðra, að íslendingar hér í álfu—í Canada og í Bandaríkj- unum — leggist allir á eitt að skjóta þessu fé saman svo að ait undirbúningsverk sem búið er að gera, aðstoð og styrkur Bandaríkjastjórnar, sé ekki unn- ið fyrr gýg, og þar að auk stór- um peningum kastað á glæ. Myndin hefir það auglýsinga gildi að íslands skálinn má ekki án hennar vera. Hún tengir sam- an, með ómótmælanlegum rök- um, sögu íslands og Ameríku á hinn virðulegasta hátt. Við bak- hlið skálans hefir Reykjavíkur- bær ákveðið að gefa og láta setja afsteypu af myndastyttu Þorfinns karlsefnis. Verður lík- anið úr eiri og flutt heim til Reykjavíkur, að sýningunni lok- inni. Komist eir líkan Leifs upp, en það er undir liðveizlu íslendinga hér vestra komið, verður það að sýningunni lokinni, gefið Banda- ríkja þjóðinni með þeirri ósk að því verði fundinn staður sem sómi minningu Leifs og Vín- lands fundar hans. Það verður um leið mikil og merkileg aug- lýsing fyrir ísland hér vestra, en ísland þarfnast þess framar öllu öðru, nú og í framtíðinni. Þetta er því sérstakt tækifæri til að vinna íslandi ómetanlegt gagn. Peningarnir þurfa að hafast saman sem fyrst, því Sýningar nefndin íslenzka þarf að vita hvers styrktar hún má vænta. Samskotin má senda á skrifstof- ur íslenzku blaðanna og verður kvittað fyrir þær vikulega. Gefið, eftir beztu getu, stórt eða smátt, eftir því sem ástæður leyfa. Bregðist ekki yðar gamla föðurlandi! JóLAKVEÐ JA Syng þú hærra, sæl og há Sveitin dfottins himnum frá; Syng svo hátt, að hver ein sál Heyri lífsins friðarmál; Syng svo hátt, að hverja þjóð Hrífi drottins sólarljóð. —Matthías Jochumsson Á jólunum tengjast heil belti jarðarinnar samhygðarböndum. Þess sér merki með auðugum og snauðum, í fjölmenninu og þar sem einstæðingurinn elur mann- inn. Á jólunum heilsa menn hver öðrum blíðlegar en ella, og á barnaheimilum, má lesa það úr geislandi augum barnanna, að nú er hin ljúfasta hátíð að breiða faðminn móti þeim. Á jólunum syngja þeir jólasálma er hafa aldrei annars slíkt um hönd, og alveg sérstakur . geð- blær læsir sig um hug manna á þessari fagnaðarstund. Með þessum orðum vil eg heilsa öllum sem þau lesa nú á jólunum. Og fyrir hönd Sam- bandssafnaðar í Winnipeg og frá eigin brjósti, óska eg öllum mönnum gleðilegra jóla. Philip M. Pétursson, prestur Sambandssafnaðar í Winnipeg Winnipeg, Manitoba, 20. des. 1938. Rögnv. Pétursson, Winnipeg, Man. Guðm. Grímsson, Rugby, N. Dak. Gunnar B. Björnsson, Minneapolis, Minn. Árni Eggertson, Winnipeg, Man. B. J. Brandson, Winnipeg, Man. Á. P. Jóhannsson, Winnipeg, Man. Vilhjálmur Stefánsson, New York Ctiy Frakkar og Þjóðverjar sættast Fyrir tveim vikum sté Joa- ch con Ribbentrop, utanríkis- málaráðherra Þjóðverja öllum óvænt af járnbrautarlestinni í Compiegne, skógar-þorpi á Frakklandi, þar sem vopnahlés- samningarnir voru staðfest- ir 1918, og tilkynti, að hann væri á leið til Parísar að skrifa undir friðar og vináttu- samning milli Þjóðverja og Frakka. yfirráð í Tunis, eða yfir öðrum eignum Frakka, en á sama tíma búist Þýzkaland við, að samn- ingar Frakka við Pólland og Rússland standi ekki ráðum Hitlers í vegi í Austur-Ervópu. Friðarsamningur þessi milli Frakka og Þjóðverja er ekki ó- eðlilegur eftir það sem á undan var gengið í Munich. En þegar litið er á allan gauragang þeirra Hitlers og Mussolini síðan Mun- ich-samningurinn var gerður, má það merkilegt telja, að Frakkar virtust ekki hika neitt við að undirrita þennan samn- ing. Fyrir Hitler er ekki annað sjáanlegt en nú liggi að klippa kaplan um Frakkland, sem núm- er 1. óvin Þýzkalands, úr bók sinni "Mein kampf". Að því er Frakkland áhrærir, er stefna þess síðustu 20 árin um að tryggja sér vernd, með samn- ingum við aðrar' þjóðir, úr sög- unni. Það er Bretland eitt, sem það á nú samvinnu við í póli- tískum skilningi. Parísarbúar tóku boðskap þessa orðhvata nazista þurlega, enda var komu hans haldið leyndri, að öðru en því, að sitt hvoru megin við göturnar, sem hann átti leið um, stóðu her- menn í röðum og bönnuðu um- ferð, sem flestir þóttust skilja að eitthvað byggi undir. Enn- fremur var þremur af ráðherr- unum — þar á meðal tveimur Júðum — gefin bending um að sitja ekki veizluna, sem franska stjórnin hélt honum. Petain, marskáldkur, 'andmælti og að Ribbentrop legði sveig á leiði franskra óþektra hermanna; og bitð landsins vissu eigjfnlega ekki hvað þau áttu að halda um ferð hans. Eigi að síður var áforminu haldið hiklaust áfram og í Salle de l'Horloga í Quai d'Orsey, þar sem Kelloggs-samningurinn var undirskrifaður fyrir 10 árum, skrifuðu þeir Ribbentrop og Georges Bonnet, utaríkisráð- gjafi Frakka undir nýjan friðar- samning milli Þjóðverja og Frakka, sem merkilegan má að minsta kosti telja fyrir það, að þar er um fyrsta samninginn í sögu þessara fjand-þjóða að ræða, sem þær samþykkja báðar af frjálsum vilja. Samningur- inn er í því fólgin, að þjóðirnar heita hvor annari fullkomnum friði, mjög á sama hátt og Hitl- er og Chamberlain gerðu í Mun- ich s. 1. 29. sept. í fyrsta lagi er ákveðið að Frakkar og Þjóðverjar vinni að því að efla vináttu sín á milli og uppræta allan núbúakrit. í öðru lagi eru af báðum aðilum viðurkend þau landamæri fram- vegis, sem nú eru og er með því endi bundinn á deiluna eldgömlu um Alsace-Lorraine. í þriðja lagi er ráð fyrir gert, að rísi upp ágreiningur, verði að sætt- um unnið á friðsamlegan hátt. Óstaðfest fregn af þessu er sú, að Ribbentrop hafi lofast til að fara ekki fram á nýlendukröfur neinar, og heldur ekki styðja Mussolini í kröfum hans um Bretland hefir heztan flugher í Evrópu George Fielding Eliot hermála sérfræðingur í Bandaríkjunum heldur því fram að Bretar hafi jafnbeztan og mestan flugher í Evrópu. Að Hitler hafi 10,000 flugherskip, telur hann fjar- stæðu. Nái þau helming þess sé fullvel í lagt og yfir 3,000 muni geta talist fullkomin flugskip. Flugher Frakka segir hann ekki fullkomnari en það, að hann skipi honum í tölu sjötta bezta flughers í heimi, en það sýni afturför þar. Aftur sé landher þeirra einn hinn fullkomnasti og sterkasti. En hann segir Þjóðverja standa betur að vígi en Englend- i inga, að framleiða í skyndi flug- skip eftir að út í her sé komið í' stað þeirra sem farist, vegna þess að stjórnin hafi þar iðnað- inn í hendi sér, sem ekki eigi sér sfað á Englandi. Dr. Hermann Marteinsson, F.R.C.S., sem dvalið hefir á Englandi s.l. 3 ár, kom til bæjarins s. 1. föstudag. Hefir hann verið þar við framhaldsnám í læknisfræði og hlaut á síðast liðnu ári stigið, sem staf irnir við nafn hans tákna: Fellow of the Royal College of Surgeons, frá háskólanum í London, og mun eini Vestur-íslendingurinn er það hefir. Síðast liðið ár hefir hann stundað lækningar á Englandi. Fullráðið mun ekki hvort að hann sezt að í Canada, eða hverfur aftur til Englands. Dr. Marteinsson er sonur Rev. og Mrs. R. Mar- teinsson, 493 Lipton St., Winnipeg. Fasismi og vísindi Hvaða skoðanir sem vísinda- menn Evrópu kunna að hafa á fasisma, er það víst, að þeir hafa ekki hátt um það. í ein- ræðislöndunum er þetta skiljan- legt, þar sem þrælkunarfang- elsin (concentration camps) og höggpallurinn eru svo handhæg. En um þetta ríkir sama þögnin á meðal vísindamanna í lýðræð- isríkjum Evrópu. í Bandaríkjunum eru vísinda- menn ekkert feimnir, að láta uppi skoðun sína á fasisma. — Fyrir rúmri viku t. d. undirrit- uðu ekkert færri en 1,284 vís- indamenn og prófessorar frá 167 háskólum og rannsóknarstofnun- um yfirlýsingu, er um það hljóð- aði, að fordæma það athæfi fas- ista þjóðanna, að flæma vísinda- menn frá störfum og heimilum sínum. Á meðal þeirra er und- ir yfirlýsinguna skrifuðu, sem samin var af Dr. Franz Boas, prófessor í mannfræði í Colum- bia-háskóla, voru þrír, er Nóbels verðlaun höfðu hlotið: Dr. Har- old C. Urey, frá Columbia-há skóla, Dr. Robert Millikan frá California Institute of Techno- logy (iðnfræðisstofnun) og Dr. Irving Langmuir, frá General Electric Research Laboratories (raforku rannsóknarstofnun). f yfirlýsingunni eru Þjóðverj- ar, Austurríkismenn og ítalir harðlega ámintir fyrir meðferð- ina á vísindamönnum af Gyð- ingaættum. Önnur ákvæði í yfirlýsingunni eru á þessa leið: Vér munum framvegis líta með vanþóknun á hegðun fasista gegn vísindum. . . . Skoðum lýðræðið heillavænna andlegu frelsi og rannsóknum. . . . Þegar mönnum eins og James Frank (56 ára eðlisfræðingi, sem vann Nobels verðlaunin 1925 og verið hefir prófessor við John Hop- kins-háskóla síðan 1935) eða Al- bert Einstein eða Thomas Mann, er bægt frá starfi, bíður alt mannkynið tjón við það. UM VIKIVAKA Erindi flutt á Frónsfundi fyrir nokkrum árum Eigi alls fyrir löngu var eg stödd þar á þingi, sem samtalið snerist um danslist, sérstaklega þó þjóðdansa. Þótt undarlegt megi virðast, þá fullyrtu sumir, er lögðu þarna orð í belg, að ís- lendingar ættu ekki — óg hefðu aldrei átt þjóðdansa. Eg sá í anda að þetta mundi koma þeim Jóni Árnasyni og þá ekki síður Ólafi Davíðssyni til að snúa sér við í gröfunum og líta ströngum vanþóknunaraug- um slíka fáfræði í íslenzkum þjóðfræðum. Að gleyma viki- vökunum ætla eg að í þeirra augum mundi ganga goðgá næst. Hið fróðlega og merka safn þeirra Jóns Árnasonar og ólafs Davíðssonar "íslenzkar Gátur, Skemtanir, Vikivakar og Þulur", hefir vafalaust eigi borist þeim í hendur, er halda því fram að íslendingar hafi aldrei átt þjóð- dansa. "Þjóðsögur íslendinga, þulur og gátur, leikir og listir lágu lengi í salti, svo að engum datt í hug að safna þeim fyrir al- vöru," segir Ólafur Davíðsson í inngangsgreininni framan við "Skemtanir" þar sem hann skýrir frá þeirri aðferð, er höfð var við söfnun þessara þjóð- sagna og þjóðfræða, sem fslend- ingar áttu þó enn í fórum sínum, þrátt fyrir öll þau kynstur, sem hafa glatast og gleymst, orðið afbökuð og úrelt, eins og gengur með söngva og sagnir, er lifa mestmeguis þannig, að hver kynslóðin segir annari eftir minni. Eg ætla þá að drepa á helstu atriðin, er ó. D. getur um í inn- gangsritgerð sinni. Árið 1839 var deild íslenzka Bómentafé- lagsins í Kaupmannahöfn farin að rumskast svo viðvíkjandi ís- lenzkum fræðum og þjóðsiðum að félagið hafði þá ætlað sér að gefa út íslandslýsingu, sem meðal annars átti að segja frá lifnaðarháttum þjóðarmnar, sið- um og yfirleitt andlegu lífi. f sambandi við þessa fyrirhuguðu bókarútgáfu, kaus félagið nefnd manna, til að vinna að og útvega upplýsingar. Nefnd þessi sendi prestum og próföstum á íslandi 70 spurningar til sóknarlýsinga, og lutu nokkrar af þessum spurningum að þjóðtrú og þjóð- siðum. Meðal annars eru þar spurningar um íþróttir, skemt- anir, söng og hljóðfæri og hvað menn hafi helst til skemtana. — Svör prestanna voru fróðleg og ágæt—nema skemtanirnar urðu mjög útundan. "Aumari svör er ekki hægt að hugsa sér," segir Ó. Davíðsson í ritgerð sinni. Þó er þetta safn af sóknarlýsingum talið stórmerkilegt, en það sýnir aldarháttinn gagnvart gleðskap og íþróttum, að prestunum hefir fundist fátt um þær spurningar. Nú leið enn nokkur tími fram- kvæmdalítill í þessa átt, en ís- landslýsingarnefndin varð frum- kvöðull þess, að hefja þjóðsagna og þjóðsiðarannsóknir. Það leið ekki á löngu þar til önnur áskor- Frh. á 2. bls.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.