Heimskringla - 21.12.1938, Blaðsíða 7

Heimskringla - 21.12.1938, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 21. DES. 1938 HEIMSKRINGLA 7. SÍÐA UM VIKIVAKA Frh. frá 3. bls. er þá var tíðkað á gleðimótum. í jóla hátíðahaldinu tóku þá höndum saman fornir, heiðnir siðir og veisluhöld, og kristinnar trúar hátíðasöngvar og messur, er sungnar voru á latínu. Lík- lega hefir fólkið haft þessar skemtanir sínar í kirkjunum, þar sem húspláss hefir veriþ þröngt og rúmlítið inni í bæjun- um, og að vetrinum til, of kalt úti undir beru lofti, þannig hafa þjóðsögurnar myndast um jólanæturdansana, sem söktu kirkjunum með öllum, er þar voru að dansa, eins og t. d. Hrunakirkju og Bakkastaða á Jökuldal. En það kvað nú ekki hafa komið fyrir, nema þar, sem prestarnir voru svo ungir iog al- vörulitlir, að þeir gleymdu svo stöðu sinni, að þeir gengu með í dansinn. Bakkastaða dansinn sýnir að Austfirðir hafa ekki verið eftir- bátar annara landsfjórðunga með gleðskap og vikivakadansa. Einar Jónsson prófastur að Kirkjubæ í Hróarstungu skrifaði ágætar lýsingar á vikivökum og gleðimótum á Austurlandi, eftir sögn Jóns Sigurðssonar í Njarðvík í Borgarfirði eystra. Sargent Pharmacy Sími 23 455 Sargent og Toronto, Winnipeg Þakkar fyrir viðskiftin á liðnu ári og óskar öllum viðskiftavinum sínum GLEÐILEGRA JÓLA OG FARSÆLS NÝÁRS * Hafið á borðinu á þessum jólum sem áður hinar ljúffengu vörur Crescent Creamery Company Limited Þær eru ávalt þær beztu sinnar tegundar. sími 37 101 Skiftist á hátíða KVEÐJUM yfir TALSÍMANN ✓ a JÓLUM OG NÝÁRI ÞETTA VERÐUR Á LÆGRA VERÐI EN VANALEGA frá 7 e.h. á laugardag til 4. f.h. á þriðjud. Á jóladaginn og 26. des. Nýársdag og 2. jan Sendið hátíðar kveðjur með síma út um land Manitoba Telephone System Hann segir: “Vikivakarnir voru venjulega haldnir á einhverjum helsta bænum í þeirri sveit, er í það og það skifti vildi vikivaka halda. Komu þar saman bæði giftir menn og ógiftir..” Séra Einar getur einnig lítil- lega um Jörfagleðina og þær sögur og orðróm, er um hana gengu, og heldur svo áfram: “Sumir þeir er héldu vikivakana leystu gesti sína út með gjöfum. í Svo gerði t. d. Hildur í Eyvind- armúla, raunsnarkona mikil á fyrri hluti 18. aldar; gaf hún þá stundum heilar jarðir á meðan Múlaauður var að eyðast.” Sýnir þessi saga og margar fleiri að enn var til höfðings- háttur og risna á íslandi og fólk, er lét sér farast stórmannlega. Á slíkum höfuðbólum hér og þar um landið voru vikivakagleðirn- ar haldnar á síðari öldum, en eigi eins og áður fyrri í sam- bandi við kirkjuferðir. Lætur það að líkindum því að á 17. og 18. öld hafði kirkjan snúist í fullri alvöru á móti vikivökun- um og reyndar öllum skemtun- um. Einn einasti maður af and- legum kennimönnum mælti held- ur með því að fólki væri leyfi- legt að hafa um hönd hófsam- legar og siðsamlegar skemtanir sér til hressnigar, það var Jón biskup Vídalín í Skálholti. — Hefir hetjuanda meistara Jóns líklega undirniðri ofboðið sá andi kúgunar og harðstjórnar, er andlegir og veraldlegir valds- menn stjórnuðust af. Lög og fororðningar vorú gefnar út, sem hótuðu gapastokk hýðingum og “hærra straffi” ef menn óhlýðn- uðust. En samt héldu vikivaka- gleðirnar áfram, um miðja 18. öld er getið um vikivaka allvíða, einkum á Suðurlandi. Þessir staðir eru tilnefndir: í Skálholti, á Efraseli í Hreppum. Eyvind- armúla í Fljótshlíð, Reykjavík og Flangastöðum á Garðsskaga og á Þingeyrum syðra. Orðlagðir gleðistaðir fyrir vestan voru: Stapagleðin, Ingj- aldshólsgleðin undir Jökli og Jörfagleðin í Haukadal. Þessar gleðir voru fræg:ar og fjölsóttar, menn bjuggu sig undir þessi mót um lengri tíma, æfðu íþróttir og leiki, lærðu söng og dans og hljóðfæraspil. Skáldin hafa líka átt annríkt, það sýna viki- vakakvæðin. Sagan segir að þeg- ar Jörfagleðin var bönnuð, hafi húsfreyjunni, sem bjó þar, Þór- dísi að nafni, þótt svo fyrir því að gleðin var “af skipuð”, að hún flutti burtu frá Jörfa. Svo var þjóðrtúin sterk í vil viki- vakaleikjunum, að fólk trúði því að þeir, sem ynnu á móti þeim yrðu fyrir óláni, mishöppum, ; dauða, o. s. frv. Sá, sem ritaði einna strangast á móti vikivökunum og yfir höfuð öllum þeim skemtunum, sem nöfnum tjáir að nefna, var Þorsteinn prófastur Pjetursson á Staðarbakka, í langri ritgerð, er hann kallaði Leikfælu. En þó rit þetta sé beinlínis bannfæring yfir vikivökunum, eru þar svo góðar lýsingar á þeim, eins og þeir voru þá leiknir um miðja 18. öld, að hvað f j örlega frásögn snertir, þegar hann lýsir döns- unum, minnir það á höfundin, sem sagði frá Rammaslag í Bósasögu (þótt við annan tón kyeði. Hér er stuttur kafli til sýnis. “Þessi leikur skal vera fram- inn með glensi og gamni af karlmönnum og kvenfóljki til samans, með mörgum snúning- um alt um kring, með stappi Ornci Phohi Rks. Phonk 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MEDICAL ART8 BUILDINO Ornc* Houkb 12 - 1 4 PM - 6 P.M ANÐ BY APPOINTMENT aftur á bak og áfram, með hoppi upp og niður, með hlaup- um til og frá, svo herðir hver sig að dansa eftir útblæstri eða andardrætti leikstjórans og þeg-! ar suma svimar, svo þeir tumba | um koll, þá verða ýmsir undir, fara þá föt og forklæði sem verða má. Þá er og földum kvenna forráð búið.” Þetta rit Þorsteins prófasta á Staðarbakka var skrifað 1757 og er sumt, sem þar stendur, bein- línis ádeila á vikivaka samkom- ur Bjarna sýslumanns Halldórs- sonar á Þingeyrum, sem áður er getið um. Þá eru nú vikivaka- gleðirnir komnir á fallandi fót, þó tórðu dansarnir við lítilsvirð- ingu og auman orðstír fram til aldamóta 1800 eða vel það. Liðu þar undir lok þjóðdansar og leikir, er tíðkast höfðu og verið leiknir frá því á 11. öld svo menn viti nokkurnveginn með vissu. Ástæðurnar fyrir því, að viki- vakaleikirnir lögðust algerlega niður voru að líkindum þessar: Vikivakagleðir voru bannaðar með . lögum, fólkið sumt hvað, kúgað og kaghýtt, misbrúkaði leikina og hafði þar um hönd ósæmilegt framferði, er gaf þeim ílt orð og ósiðsamlegt. Svo almennigs álitið kvað yfir þeim dauðadóm, og þá er nú ekki að sökum að spyrja. Auk þess gengu þá fyrir og um aldamótin voðaleg harðindi, hungur og manndauði. Skaftár- eldarnir og alt það, sem þeim fylgdi, lamaði þjóðina svo að gleðileikir gleymdust og dans- sporin týndust. r En þótt vikivakadansarnir gleymdust lifðu kvæðin, sum þau elstu frá kringum 1500, í hand- ritum og á tungu fólksins. — Nokkuð af vikivakalögunum bjargaðist líka af. Kvæðin, með hinum einkenni- ! Iegu fjölbreyttu og oft dýru bragarháttum, sýna svo greini- lega danssporin í hendingunum. Þao er ekki hægt að lesa þessi gömlu kvæði lengi, þar til viss stígandi og fallandi söngs fer að hljóma fyrir eyrum lesand-. ans, raddir og strengleikar heyr- ast í fyrstu óljóst, en við nán- ari lestur skýrast þar. Þegar menn lesa skáldskap, les hver og einn eins og skilningur og vit er til. f vikivakakvæðunum er margt sagt á milli línanna. Þar heyrast kveða fagrar raddir, þar er hægt að hlusta eftir hjarta- slætti þjóðarinnar, lesa um ald-! arháttinn og sjá menningará- stfendið. Viðlögin við vikivaka- kvæðin eru talin brot af fornum danskvæðum, sem ;nú eru, og hafa verið öllum gleymd um margar aldir, en íslepzku skáldin hafa metið þau að verðleikum. í Mörg snildarskáld íslenzku þjóðarinnar í seinni tíð hafa líka tekið upp fornu viðlögin og prýtt og auðgað kvæðin sín með þeim. Ef til vill á ísland eftir að eignast tónskáld, sem vekur vikivakakvæðin og dansana af | löngum svefni, klæðir þjóðsög- urnar um þá holdi og blóði í glæsilegum söngleik, þar sem vikivakalag er grunntónninn, þar sem íslenzkir þjóðleikir og söngvar verða sýndir, ekki sem “klækilegur kveðskapur” heldur sem gleðisöngvar íslenzkrar æsku, er söng og lék og stbáði gleðigeislum í skammdegis myrkri liðinna alda. Hafi hún þökk fyrir vökurnar söngva- löngu. Gaðrún H. Finnsdóttir MEÐ BESTU 0SKUM UM GLEÐILEG JÓL TIL VINA 0G VIÐSKIFTA MANNA V0RRA We J. H. Ashdown Hardware Company Limited SiSias-fass'.SiSiSis-íSíg'iSí-S'fgiagíS'.s-iS'SiSiSSij las'.s-.SiSiSíSiSiSiSi-S'iSiSíSiSiSfSfS'iSiSiSfS'rS.S'iSií Gleðileg Jól! Farsælt nýtt ár! Er innileg ósk vor til allra vorra viðskiftavina—og uin leið þökkum vér þeim öllum fyrir hið liðna ár. STANDARD DAIRIES Ltd. 696 McGEE ST. WINNIPEG, MAN. Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlfstofusiml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. & að flnnl á skrifatofu kl. 10—l f. h. og 2—6 e. h. Heimlll: 46 Alloway Aye. Talsími: 33 lSg G. S. THORVALDSON B.A.. LL.B. LögtrœOingur 702 Confederation Life Bldg. Talsiml 97 024 W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON tSLENZKlR LÖGFRÆÐINQAR á öðru gólíl 325 Main Street Talsimi: 97 621 Hafa einnig skrifstofur að Lundar og Gimli og eru þar að hitta, fyrsta miövikudag i hverjum mánuði. Dr. S. J. Johannes ton 272 Home St. Talsiml 80 877 ViOtalstími kl. 8—8 e. h M. HJALTASON, M.D. ALMENNAR LÆKNINOAR Sérgrein: Taugasjúkdómar Lætur úti meðöl t viðlögum Viðtalstímar kl. 2—4 e h. 7—8 atS kveldinu Síml 80 867 666 Victor 8t. J. J. Swanson & Co. Ltd. REALTORS Rental, Inturance and Financtal Agents Simi: 94 221 600 PARIS BLDG.—Wlnnlpeg A. S. BARDAL selur llkklstur og annast um útfar- ir Allur útbúnaður sá besti. _ Enníremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. 843 SHERBROOKE 8T. Phone: 86 607 WINNIPBO Gunnar Erlendsson Pianokennarl Kenslustofa, 796 Banning St. Sími 89 407 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Diamonds and Wedding Rlngs Agents for Bulova Watche* Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave. Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 591 SHERBURN ST Phone 35 909 Annast allskonar flutninga fram og aítur um bæinn Rovatzos Floral Shop *06 Notre Dame Ave. Phone »4 954 Kresh Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize tn Wedding 8c Goncert Bouquets & Funeral Designs lcelandlc spoken DR. A. y. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 883 MARGARET DALMAN tbacher of piano 854 BANNINO ST Phone: 26 420 ÞAÐ ER YÐAR KORNLYFTA • Þér þurfið ekki að vera hluthafi í félaginu til þess að hugsa yður United Grain Growers Elevators sem yðar kornlyftu. Hún var reist af bændum til notk- unar bændum, og hinn farsæli rekstur félagsins, er að þakka bændum, sem í þúsunda tali hafa talið sér það hag og happ að skifta við það. FLYTJIÐ KORN YÐAR TIL UNITED GRAIN GROWERSI? □1111»! BRÉFHAUS lagaður og mótaður fyrir bú- jörð yðar eða verzlun er stór ávinningur. — I>að “kemur yður á kortið”. Vér leggjum yður til prent- mótin fyrir ein- eða tvílituð bréfsefni. Afgreiðsta fljót og verkið ábyrgst. Platan er vér búum til er yðar eign svo þér getið notað hana i næstu prentsmiðju. RAPID GRIPandBATTEN UMITED 13850 290 VAUGHANSJREET WINNIPEG 23859

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.