Heimskringla - 21.12.1938, Blaðsíða 6

Heimskringla - 21.12.1938, Blaðsíða 6
6. SíÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. DES. 1938 GLEÐILEG JóL OG FARSÆLT NÝTT ÁR til allra vina minna og landa • Sel Úr, Klukkur og allar viðgerðir • Sérstök eftirtekt veitt verki utan af landbygðinni C. Ingaldson 625 Sargent Ave. Winnipeg Thls advertlsement ls not lnserted by Govemment Liquor CJontrol Commlssion. The Commission is not responsible for statements made as to quaiity of pro- ducts advertised. ÍSLANDS-FRÉTTIR Verzlunin við útlönd Samkvæmt bráðabirgðayfir- liti Hagstofunnar nam innflutn- ingur til landsins í októbermán- uði 3.548 þús. kr., en útflutning- urinn 8.226 þús. kr. Samtals hefir innflutningur- inn tíu fyrstu mánuði ársins numið 42,079 þús. kr. og útflutn- ingurinn 45,224 þús. kr. Var verzlunarjöfnuðurinn um mán- aðamótin því hagstæður um 3.14 milj. kr. Á sama tíma í fyrra var inn- flutningurinn 44,510 þús. kr. og útflutningurinn 45,519 þús. kr. Er innflutningurinn þvf um 2,43 milj. kr. minni nú en þá og út- flutningurinn um 300 þús. kr. minni. Stærstu útflutningsliðirnir í október eru síld, saltfiskur, ís- fiskur, gærur, síldarmjöl, salt- kjöt, freðkjöt og andvirði Esju, sem var 450 þús. kr. —Tíminn, 10. nóv. * * * íslenzkur læknir fær styrk til berklarannsókna í Danmörku Danska blaðið Politiken skýr- ir frá því 26. okt. s. 1. að ungum íslenzkum lækni, Jóni Sigurðs- syni, hafi verið falin vísindaleg ransókn á smithættu af naut- gripaberklum. Skýrir blaðið svo frá, að “serum”-stofnunin danska hafi komist að raun um, að beinberklar og heilahimnu- berklar í mönnum eigi stundum rót sína að rekja til nautgripa- berkla, og hafi “serum”-stofn- unin því óskað eftir því, að þessi rannsókn færi fram. Til þess að inna af hendi þessa rannsókn hefir Jóni verið veittur 10 þús. kr. styrkur úr sjóði P. Carl Petersen. Fer rannsóknin fram á Suður og Vestur-Jótlandi. í blaðaviðtali skýrir Jón svo frá, ÁRNAÐAR ÓSKIR frá Macdonald SHOE STORE Ltd. 492-4 MAIN ST. Megi jólia og nýárið færa yður og vinum og v a n d a mönnum yðar fögnuð, auðsæld og góða liðan. “You Are As Young As Your Feet” að útbreiðsla nautgripaberkla sé langmest í þessum hluta lands- ins, og að t. d. í Rime Amt séu aðeins tæplega 29% af kúabúun- um laus við berkla. Það hafi því mikla þýðingu að slá því föstu, hversu mikil smithættan sé og þá bæði hættan af smiti frá mjólkinni og beinu smiti frá kúnum. Jón Sigurðsson lauk læknis- fræðiprófi við háskólann hér ár- ið 1933, en hefir síðan unnið á heilsuhælum í Danmörku. Hann hefir undanfarið unnið talsvert að því verkefni, sem styrkurinn er veittur til. Er það ánægju- legt, er ungir fslendingar reyn- ast svo liðgengir með öðrum þjóðum.—Tíminn, 10. nóv. HITT OG ÞETTA Það var verið að róa prófess- orinn yfir vatnið. Þegar róðr- arkarlinn var nýlagður af stað áva,rpaði prófé^sorinn hann og sagði: — Kunnið þér nokkuð í stærð- fræði ? — Nei, svaraði ræðarinn. — Það var nú verra, sagði prófessorinn. — Þá hafið þér mist fjórðapartinn af lífsgildi yðar. Að stundarkorni liðnu spurði prófessorinn róðrarkarlinn, hvort hann kynni nokkuð í landafræði. — Nei, svaraði ræðarinn. — Þar fór annar fjórði partur, sagði prófessorinn. Og ennþá spurði prófessorinn, og í þetta skifti um stjörnu- fræði. Hann fékk sama svar og gerði sömu athugasemd. Alt í einu fundu þeir að bát- urinn steitti á skeri. — Kunnið þér að synda? — spurði ræðarinn. — Nei, svaraði prófessorinn. —• Það var nú verra, sagði ræðarinn., — Það er þá víst bezt að þér skríðið upp á bakið á mér, því að annars missið þér alla fjórðupartana af lífsgildi yðar. * * * Norska stórskáldið Björn- stjerne Björnsson var hrað- mælskur maður og mikill ræðu- snillingur, en þrátt fyrir það flutti hann aldrei fyrirlestur án æss að undirbúa sig vel og æfa sig fyrir framan spegil. Eitt sinn var hann staddur á stúdentafélagsfundi, og voru þar heitar umræður um þjóðfélags- mál. Hafði Björnson haft fram- sögu í málinu og flutt glymjandi ræðu. Þegar töluvert var liðið á um- ræðurnar, gekk fundarstjóri til Björnssons og spurði hann, hvort hann vildi ekki segja nokkur orð óundirbúið. — Óundirbúið? sagði Björns- son. — nei, minn kæri! Ef eg á að tala óundirbúið, verð eg að £á að vita það minst viku fyrir- fram. * * * í grend við Salt Lake City í Utah rákust á fyrir 2 vikum síð- an járnbrautarlest og vagn sem ók börnum í skóla. Skólavagninn mölbrotnðai, biðu 23 börn bana, en 17 meiddpst hættulega. HÁTÍÐAR-ÁRNAÐAR ÓSKIR Jólin eru í nánd. í hugum manna og hjörtum býr fögnuður og kærleikur í tilefni af hátíðun- um. Hátíðarkveðjunum sem City Hydro sendir yður, fylgir einlæg ósk bæði um gleðileg jól og farsælt og auðnusælt nýár. Gtti j-ktdFO Gleðileg Jól og Farsælt Nýtt Ár Vér óskum öllum viðskiftavinum vorum farsæls og gleðilegs árs og þökkum viðskifti liðins árs St. Boniface Creamery ST. BONIFACE MANITOBA Sími 201114 JOHN LECKIE Limited 183 James St. East Winnipeg, Man. Óska viðskiftamönnum sínum og vinum gleðilegra jóla og farsæls nýárs Þeir verzla með alt sem að fiskveiði lítur RISADALURINN “Nei, það er einn vegur til að losna við John gamla,” sagði hann. “Þér getið gert járn- brautarspor frá suðurbrún skógarins yðar og upp eftir hlíðum hinu megin við lækinn, sem þar er, lagt brautina síðan þriggja mílna spöl kring um hæðardrögin, síðan ellefu mílur suður eftir flatlendinu með ströndinni. Ef þér viljið minka brattann, þá verður að bæta við tíu míl- um af spori, og einar tvær auka dráttarvélar.^ Þér vitið það auðvitað ofursti, að engin ein dráttarvél getur dregið langa vagnlest hlaðna rauðviðarbolum upp bratta og krókótta braut. Það verður að hafa aðra aftan við, til að ýta á eftir.” “Hvaða rugl er þetta. Eg byggi brautina gegn um litla dalinn,'þar sem þessi tröllauknu tré vaxa. Þar er eðlilegasti vegurinn út. Lítið þér á.” Pennington ofursti tók upp úr vasan- um lauslega gerðan uppdrátt og benti á dal- inn. “En það er ekki búið að ryðja þennan dal ennþá,” svaraði Hendersnn. “Það gerir ekkert til. Cardigan selur mér dalinn og rétt til að leggja spor eftir gamla járnbrautarfarinu hans, og yfir rudda landið hans niður til sjávar.” “Eg skal veðja við yður tóbakstölu upp á það, að hann gerir það aldrei. Þessi stóru tré í -dalnum verða ekki feld til að nokkurt spor verði lagt þar í gegn. Þessi dalur er trjá- garður Cardigans, og konan hans er jörðuð þar. Líttu á, þetta er stærsta þyrping stærstu sequoia semperviren, sem til er í heiminum, og eg hefi heyrt John segja það oft að hann vildi næstum því eins vel missa hægri hendina, og fella eitt af þessum risum sínum, eins og hann nefnir þau. Mér er óhætt að fullyrða, að hon- um er ant um þessi tré. í hvert sinni og hann fær sér hvíldardag fer hann og skoðar þau.” “En blessaður verið þér,” sagði Penning- ton. “Eg get farið til dómstólanna og fengið þá til að dæma mér vegarrétt í gegn um dal- inn.” “Ja—á, það getur nú bæði verið og ekki,” svaraði Henderson og velti til höfðinu með spekingssvip. “Eg þurfti langan tíma til að sannfærast um það, hvað eg ætti að gera í þessu m,áli, en þér eruð kannske fljótari í út- reikningum en eg. Hvað' sem því líður óska eg yður góðs gengis ofursti, hvern vegin sem hlifin veltur.” Þessi fróðlega samræða hafði þau áhrif á Seth Pennington ofursta, að hann ákvað að fara sér hægt. Hann hafði því ekkert fyrir að reyna að kynnast Cohn Cardigan, en hélt heim til Detroit og beið þar næsta leiks í hinni risavöxnu skák, sem hann tefldi. V. Kapítuli. . Enginn maður er óskeikull og reyndist það á Cardigan, því þegar hann fór að starfa við San Hedrin fljótið, komst hann að raun um, að honum hafði skjátlast. Á misserinu frá maí til nóvember höfðu menn hans velt þrjátíu miljónum feta af rauðvið niður í fljótið, en heima í mylnunni söguðu þeir það sem eftir var heima fyrir. En svo vildi nú til að það rigndi helmingi minna þetta ár í San Hedrin héraðinu, en venja var til, og í maí byrjun næsta ár höfðu vinnumenn Cardigans ekki fleytt nema tæpum helming þess sem þeir höfðu felt árið áður niður að ströndinni og komið því í flekann í fljótsmynninu. “Nema skaparinn gefi okkur meira regn,” sagði McTavish, formaðurinn, “þá sé eg ekki hvernig eg get haldið mylnunni gangandi. — Þýngstu bolirnir eru sokknir til botns. Ef vatn- ið væri eftir venju, gætu drengirnir hreyft þá, en í þessu vatnsleysi er það ómögulegt,” og hann fórnaði höndunum, sem voru eins og reykt svínslæri að stærð og útliti. Þrem dögum síðar kom ofsaregn og fljótið fyltist á barma. Þetta skeði um nótt og allir stofnarnir hans Cardigans flutu í burt. Heill her þessara tröllvöxnu stofna fleygðist niður eftir fljótinu fyrir ofsa straumi, og komust út í flóann rétt eftir að fór að falla út. Þeir rák- ust á stofnaflotann í ármynninu, slitu festarn- ar, svo að viðurinn flaut út á flóann og sumt út á haf. Af hinum fimtán miljónum feta, sem þar voru náðust aðeins þrjár miljónir og það með ærnum kostnaði. John Cardigan tók þessu með rósemi. “Til allra guðslukku kemur ekki svona regn nema einu sinni á hverjum tíu árum,” sagði hann við forstjóran sinn. En það er nógu oft eftir því sem þetta hefir kostað okkur. Eg býst við að tjónið sé um hundrað þúsund dalir.” Hann gekk í brottu og í gegn um bæinn, eins og leið lá áleiðis til Risadalsins, er hann kom í rjóðrið þar sem helgiljómi sólgeislanna féll á lítinn og einfaldan hvítan legstein, stans- aði hann og settist á fallna tréð, sem nú var næstum því grautfúið. “Eg kem hingað til að fá svolitla huggun, unnusta”, hvíslaði hann að henni sem svaf undir steininum. Því næst tók hann af sér hattinn, hallaði sér upp að rauðviðartré og lokaði aug- unum, en hallaði hinu stóra gráhærða höfði sínu til hliðar eins og hann væri að hlusta. Hann sat lengi þannig, stóvaxinn, elligrár þjónn þessa musteris síns andlega friðar. Alt í einu hvarf áhyggjusvipurinn af hinu þróttmikla og góðlátlega andliti hans, og í hans stað færð- ist yfir það bros, bros sem maður mundi brosa, hefði hann um löng og erfið ár leitað einhvers, sem honum var óendanlega dýrmætt, og loksins fundið það. VI. Kapítuli. Daginn sem John Cardigan fékk símskeyt- ið um það, að Bryce væri að koma heim eftir fjögra ára dvöl í Princeton og tveggja ára ferðalög erlendis, — þá komst hann einnig að þeim sannleika, að sonur hans ætti ekki að erfa launin fyrir fimtíu ára starfsemi hans. Það var því engin furða þótt hann legði hið mikla höfuð sitt á handleggina og gréti hljóðlega eins og aldraður og bjargarlaus maður grætur. Hann sat þannig langa hríð eins og lé- magna og eymdi. Loks rétti hann úr sér, tók símatækið, sem stóð á borðinu hjá honum og kallaði upp Thomas Sinclair, forstjórann sinn. “Thomas” sagði hann rólega, “þú veizt auðvitað, að Bryce er að koma heim. Segðu George að taka stóra bílinn og sækja hann til Read Bluff.” “Eg skal sjá um þetta Mr. Cardigan, er það nokkuð anqað sem eg get gert?” “Já, en það má bíða þangað til Bryce kem- ur heim.” George Sæ-Otur var sonur fóstru Bryce, hafði tvær náttúrur. Önnur var löngun hvíta mannsins til að auglýsa sig og stolt sitt yfir þegnréttindum sínum í þjóðfélaginu, en hin var eðli Indíánans, að skreyta sig sem mest. í þrjú ár hafði hann verið ekill gamla mannsins og þjónn heima við í hinu gamaldags húsi Cardigans. Bíllinn sem hann ók í var eina merkið sem John Cardigan hafði sýnt hvað eyðslusemi við vék — það var Napier bifreið, og áleit George Sæ-Otur hana með 'réttu, kon- ung allra bifreiða. Er hann fékk boðin frá Sin- clair um að fara til Read Bluff í stóra bílnum og sækja þangað húsbónda sinn, sem verða átti, þó bjó George sig sem bezt mátti. Hann var í nýjum svörtum klæðisbuxum og með gula, hnepta skó á fótunum, í blárri ullar- skyrtu og stóran skarlatslitaðan silkiklút um hálsinn. Á höndunum hafði hann perluskrýdda glófa úr hjartarskinni en á höfðinu barðabreið- an bífurhatt hvítan að lit með bandi í kring, gerðu úr skinni af höggormi. Á glugga bif- reiðarinnar festi hann gula oddveifu, er bar þessa áletrun: “Bærinn minn—Sequoia”. En af því að öryggið á ætíð að vera fyrsta atriðið, þá festi hann byssu utan á bifreiðina á þann hátt, að fljótlegt var að grípa til hennar ef verjast þyrfti mönnum eða villudýrum. Þann- ig búinn lagði Sæ-Otur af stað í konungi allra bíla, til Read Bluff. Þegar lestin rann inn á stöðina í Red Bluff sá Bryce Cardigan að Hennar Tign fór þar einn- ig af lestinni. Hann kallaði hana þetta að gamni sínu vegna þess, að honum hafði ekki tekist að komast eftir hinu rétta nafni hennar. Honum fanst hún vera þesskonar stúlka, að í návist hennar yrðu menn að vera eins og þeir væru í lífverði einhverrar prinsessu. Hún var ein þessara eftirtektasömu, bráðgáfuðu ungu kvenna, sem eiga svo fjarskalega auðvelt með að breyta meðal skynsömum ungum mönnum í ráðalausa og uppstirðnaða hálfvita. Bryce hafði ferðast í sama vagninum og Hennar Tign alla leið frá Chicago og hafði samkvæmt athugunum sínum komist að þeirri niðurstöðu, að hún mundi fyrir hálft orð stíga upp á sápukassa og halda ræðu um kvenrétt- indi, og þegar ríkið, sem hún átti heima í, veitti konum jafnrétti við karlmenn, þá mundi hún sækja um einhverja opinbera stöðu, eða standa fyrir kosninga leiðangri; einnig mundi hún kunna að aka bíl og hefði sjálfsagt verið tekin föst fyrir of harða keyrslu. Hann áleit að hún mundi kunna knattleik og hefði lesið Materlinck sér til ánægju. Bryce sá að hún var litla dóttirin einhvers mikla mannsins ríka, af því að hún bar enga skartgripi, og fötin hennar voru óbrotin og ein- föld en mjög ríkmannleg. Ennfremur var frönsk þjónustustúlka í for með henni, og tal- aði hún frönsku við hana svo liðugt, að auðséð var að hún hafði fyrst haft franska kenslukonu. Hún bar sig höfðinglega. Annars hafði hún dásamlega fallegt dökkjarpt hár, fjólublá augu og mjallhvítan hörundslit. Bryce áleit hana vera um tvítugt og honum leist vel á hana, þótt honum fyndist hún ekki forkunnar fögur. — Honum fanst að hún væri eftirtektaverð, en hvers vegna vissi hann ekki.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.