Heimskringla - 11.01.1939, Blaðsíða 1

Heimskringla - 11.01.1939, Blaðsíða 1
THE PAR-T-DRINK Ajffi Good Anytime In the 2-Glass Bottle 5° toðl*. ^rtfft6aitu| » J DEPENDABLE g S. B s* DYERS6CLEANERSLTD. 'J, FIRST CLASS DYERS & DRY CLEANERS Phone 37 061 LIII. ÁRGANGUR WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN.ll. JANÚAR 1939 NÚMER 15. HELZTU FRETTIR Konungskoman Ferða-áætlun Bretakonungs og drotningar til Canada og Bandaríkjanna á þessu ári, hef- ir nú verið birt. Til Quebec verður komið 15. maí. í Canada verður staðið við í réttan mánuð og siglt til baka frá Halifax 15. júní. Með þessari mánaðardvöl, er ferðin til Bandaríkjanna talin, er stendur yfir frá 8 til 11 júní. Til Winnipeg verður komið 24. maí, á Victoríu-daginn, og stað- ið við frá kl. 11 f. h. til kl. 7 e. h. Flytur konungurinn hér ræðu, er sagt er að verða muni ein af fjórum útvarpsræðum hans í Canada. En ræður eða ávörp flytur hann mörg fleiri, því svo er gert ráð fyrir, að hann komi fram fyrir almenning hér 50 sinnum, á ferð sinni um land- ið. Konungshjónin koma á her- skipi yfir hafið. — Um Can- ada ferðast þau með járnbraut- arlest og búa í vögnunum mest af tímanum. Aðeins í Quebec, Ottawa og Victoria, verður ekki sofið í þeim. Ekki er sagt um hvort nýir vagnar hafi verið keyptir eða gamlir málaðir. John Bracken forsætisnáð- herra Manitoba hefir valið nefnd til að sjá um móttökurn- ar hér. Eru í henni meðal ann- ara fylkisstjóri, W. J. Tupper, K.C., Dr. W. Gordon Maclean, forseti General Ministerial As- sociation, erkibiskuparnir Yelle í St. Boniface og Sinnott í Win- nipeg, John Queen borgarstjóri, ritstjórar dagblaðanna Free Press og Tribune og margir fleiri. Aðal viðtökurnar verða þó í Ottawa. Stjórnarskifti í Japan í Japan urðu stjómarskifti s. 1. miðvikudag. Fuminaro Kon- oye, prins, fór frá völdum, en í forsætisráðherrasessinn kvaddi Hirohito keisari Kiichiro Hira- numa, barón, og forseta leynd- arráðsins. Stjórnarskiftin eru afleiðing af þrálátum deilum hægri- manna á Konoye-stjórnina út af stríðsmálunum í Kína. Þjóð- ernissinnar, og fremsti maður- inn í þeirra flokki er hinn nýi f orsætisráðherra, og herflokkur- inn, gerðu stöðugt meiíi og meiri kröfur til stjórnarinnar, er Konoye prins þóttu ganga of langt. En vegna þess að þessir flokkar voru sterkir á þinginu, varð forsætisráðherrann að láta undan síga. Ein krafan var um herskyldu, er samþykt var þó með þeim fyrirvara frá Konoye, að til hennar yrði ekki gripið nema í brýnustu þörf. Þetta var í apríl 1938. Skömmu síðar samþykti þingið, að stjórnin tæki umráð f jármála, iðnaðar og verzlunar í sínar hendur. Lá þá nærri að Konoye segði af sér. Þá hafa hægrimenn á prjónunum að afnema alla flokkaskiftingu, eins og í fasistalöndunum hefir verið gert. En síðustu kröfur hersins riðu þó stjórninni að fullu, en þær voru að herráðinu væru falin umráð sigruðu fylkj- anna í Kína og hagurinn eða gróðinn af allri vopnafram- leiðslu. Hægrimönnum hefir þótt kon- oye prins bæði tefja stríðið í Kína og taka ofmikið tillit til erlendra þjóða, svo sem Breta, Frakka og Bandaríkjamanna. — Stjórnarskifti þessi eru því þess- um þjóðum ekki hagur. En fasistasinnaðir hægrimenn hafa unnið sigur. Að Konoye- stjórnin hafi samt verið vel liðin af alþýðu, má ef til vill marka af því, að við uppþotum all-alvar legum lá víða, er stjórnarskiftin urðu. Hiranuma barón er 73 ára gamall; hann var dómsmálaráð- herra 1923. Fyrir forsætisráð- herra hafa margir áður talið hann vel fallinn. Að hann stjórni meira í anda einræðis- manna, en áður var gert, er ekki efast um, þó ekki kunni að ganga eins langt og í Þýzkalandi. Konoye prins er 47 ára gam- all. Hann tók við stjórn 4. júní 1937, einum mánuði áður en stríðið braust út. Hann er yfir- maður einna af þeim fimm furstaættum, sem rekja ættir sínar til guðanna, alveg eins og íslendingar rekja ætt sína til óðins. Frama sinn á hann því ekki lengra að sækja en við. — Hann hefir mikinn áhuga fyrir menningu vestrænna þjóða og sameinar á margan hátt gamla og nýja tímann. Hann er gleð- skapar maður mikill og í veizlu einni tók hann upp á því til að skemta gestum sínum með, að koma fram klæddur sem Hitler. Sonur hans stundar nám við há- skóla í Ameríku. Grand Forks Skandinav í Grand Forks, N. Dak., gefa frændur vorir, Norðmenn, út vinkublað á norsku með nafni því sem yfir grein þessari stend- ur. Hefir Heimskringlu borist í hendur eitt númer blaðsins, frá 9. desember 1938, og er efni þess að miklu helgað Fullveldisdegi íslands. Til þeirra mála leggur landi vor, Dr. R. Beck þar góðan og drjúgan skerf með grein um 20 ára afmæli fullveldisins. Auk þess er fyrsta ritstjórnargreinin helguð sögu-eyjunni. Þá er í blaðinu prentað ávarp frá for- seta Þjóðræknisfélags íslendinga vestan hafs, Dr. R. Péturssyni, á íslenzku og norsku. Vitum vér, að íslendingum muni þykja vænt um að sjá þau vinarorð til frændanna, og er því ávarpið birt á óðrum stað í þessu blaði. En auk alls þessa, eru á fyrstu síðu blaðsins þrjár stórar mynd- ir frá íslandi. Myndirnar eru af Reykjavík og höfninni, Þing- völlum og Skógafossi. Og á öðr- um stað í blaðinu eru einnig tvær myndir, frá íslandi: önnur af Geysi, en hin af bóndabæ. Myndirnar eru hinar prýðileg- ustu, enda er blaðið prentað á ágætan pappír. Með útgáfu þessa blaðs hafa Norðmenn nú sem svo oft áður sýnt, að þeim rennur blóðið til skyldunnar. — Og íslendingar þakka þeim fyrir að minnast þess á eins hugþekkan hátt og þeir hafa þarna gert. C.P.R. veitir 150 manns atvinnu C.P.R. félagið tók 150 manns í vinnu í smiðjum sínum í Win- nipeg s. 1. miðvikudag í viðbót við það sem fyrir var. Vinnan stendur yfir í 5 mánuði fyrir víst og er fólgin í viðgerðum á vögnum og kötlum. Útgjöldin sem þessu eru samfara nema $15,000 á mánuði. Ef fleiri fé- lög af fátækt sinni gferðu það sama, væri að þessu mikil at- vinnubót hér. Chamberlain fer til ítalíu Mr. Chamberlain forsætisráð- herra Bretlands og Halifax lá- varður, utanríkismálaráðherra, lögðu af stað í gær til ítalíu til að tala við Mussolini um vanda- mál Evrópu. Blaðið "Times" í Lundúnum segir Chamberlain ekki hafa haft neinar tillögur meðferðis að leggja fyrir Mussolini, ferðin sé farin til að komast fyrst og fremst að, hvort um nokkurn sanngjarnan grundvöll só að ræða fyrir friði. Kröfur Mussolini um nýlendur frá Frökkum eru fyrirfram tald- ar dauðadæmdar. Það er í Spjánarmálunum, sem hættast er við árekstri. Mussolini hefir lagt alt að einni biljón dollara í Spánar- stríðið og hefir ekki haft háar rentur af því ennþá. Og kröfur hans um nýlendur af Frökkum, voru sagðar sprotnar af því einu, að hafa mál sitt fram á Spáni. En Frakkar tóku svo hressilega á móti Mussolini í þeim kröfum, að þær mega heita úr sögunni, nema ef Mus- solini vill . reyna að hafa þær fram með stríði, sem honum er ofvaxið. um það er, stafaði þetta af vin- fengi Góbbels og Lida Barova. Af þessu er nú talið víst að Göbbels lækki í tigninni hjá Hitl- er og leggi niður ráðherrastarf sitt. Og um það er nú útséð, að það verður Göring, en ekki Göb- bel, sem vísi-kanslara stöðuna yfir alt Þýzkaland fær innan skamms, en það er sagt, að báð- ir þessir menn hefðu haft auga- stað á henni — og verið alt ann- að en vinir á þeli niðri út af því. Ferð Montagu Norman til Þýzkalands Um miðja s. 1. viku brá Mon- tagu Norman, stjórnandi Eng- landsbanka sér til Þýzkalands á fund Dr. Hjalmar Schacht, æðsta ráðs ríkisbanka Þýzka- lands — að líkindum til að þeirfa á æðaslættinum í fjármálum Þýzkalands og, ef til vill, gefa holl ráð, þó erindinu sé haldið leyndu. Eitt blað sem fyrir ferð- inni reyndi að gera grein, sagði að bankajöfurinn hefði farið til Þýzkalands til þess að vera skírnarvottur eða guðfaðir son- ar-sonar Schacht, er yerið var að skíra um þær mundir, en bætti við, að ef annað reyndist réttara þá bæri því að trúa. Göbbel í klípu Paul Joseph Göbbel heitir, eins og kunnugt er, einn af ráðherr- um nazista. Starf hans er fólg- ið í því að fræða almenning í opinberum málum, eða vinna hann með áróðurs-ræðum og rit- um á mál stjórnarinnar. Og í æsingum á móti Gyðingum, bol- shevisma, Tékkóslóvakíu og jafnvel Bandaríkjunum má Göb- bel sérfræðingur heita. Æsinga- starf hans byrjar oftast með blaðaáróðri og endar vanalega með alþjóða deilum og ófriði. Síðast liðna viku virtist sem þessi beittu vopn Göbbels, stæðu öll á honum sjálfum. Blöðin byrjuðu að bera út sögur um hann, en ekki eftir hon'um, sem smátt og smátt hlóðst meira og meira utan um, eins og snjó- hnoða í þíðu, unz þær vöktu hneyksli um allan heim. Sögurnar voru ekki nýjar. — Fregnritarar bæði í Berlín, Lon- don og víðar byrjuðu í nóvem- ber að hvísla þeim að ritstjórum blaðanna sem þeir unnu hjá. Þær voru heldur ekki allar eins, en I þeim bar öllum saman um eitt. Og það var, að Göbbels, sem sú; skylda hvíldi á, að hafa eftirlit j með sjónleikjum, fór stundum í dómum sínum eftir því, hver leikkonan var. Einn góðan veðurdag var svo altalað, að kona Göbbels væri að sækja um skilnað. Skarst þá Hitler í leikinn, því hann þoldi ekki að slíkt spyrðist út um þann manninn, sem að Göring undanskildum, stóð honum næst- ur í stjórninni og hann hafði mikið álit á. Á heimilislíf Göb- bels var og nazistum bent sem fyrirmynd. Göbbels hjónin eiga 5 börn. Kona Göbbels hafði oft staðið fyrir stórveizlum stjórn- arinnar og var skoðuð sem æðsta kona landsins. En ástæða konu Göbbels fyrir skilnaðinum, var sú, að leikmaður sem Gustave Frölich heitir og sem giftur var tékkneskri leikkonu er Lida Bar- ova heitir mætir Göbbel í grend við heimili sitt og slær hann með svipu svo að úr hon- um hrutu nokkrar tennur, auk mikilla skeina á andliti og skrokk. — Sumar sögurnar eru þær, að vinur Frölich hefði verk þetta unnið. En hvað sem Bennett að kveðja Rt. Hon. R. B. Bennett, fyrr- um forsætisráðherra Canada, kveður Winnipeg-búa í samsæti er honum verður haldið hér n. k. laugardagskvöld. Til Vestur- Canada mun hann ekki aftur koma því hann fer í lok þessa mánaðar til Englands. í Vestur- Canada hefir hann átt heima í 41 ár. Mr. Bennett kemur með lest vestan að klukkan 6 að kvöldinu, stendur við einn klukkutíma, en heldur svo áfram til Toronto; verður þar samsæti fyrir hann á mánudag. Frá Rússlandi í blaðinu Winnipeg Tribune eru nú að birtast greinar frá Rússlandi, eftir bandarískan verkfræðing er var þar í 8 ár, en kom heim 1937. Hann talaði og las orðið rússnesku. Nafn hans er Edmund J. Lowry. Af svo langri dvöl ætti hann að vera æði vel kunnugur í Rússlandi. Út í það sem hann segir í þrem- ur greinunum, sem nú hafa ver- ið birtar skal samt ekki farið, en aðeins benda á eitt atriði. Það er viðvíkjandi herstyrk Rússa. Flugherskip þeirra telur hann 10,000 alls. En um 3,000 af þeim séu ófær til hernaðar. Auk þess séu hin 7,000 skipin heldur ekki fyrsta flokks hern- aðarskip. En það segir hann að einnig eigi sér stað í Þýzkalandi. Af þeim 7,000 lofthreskipum telur hann ekki yfir 4,200 fyrsta flokks flugvélar til hernaðar. — Breta og Frakka telur hann hafa 3500 slíkar herflugvélar, Banda- ríkin 3,000 og Japani 2,500, og ítali um 4,000. Sé þetta nú sannleikur, verða ýkjurnar aug- ljósar um herafla fasistaþjóð- anna, ekki sízt Þýzkalands. En þrátt fyrir hinn mikla loftskipastól Rússa, er Mr. Low- ry hræddur um að Rússland færi halloka, ef óvina-þjóðir þess, Þjóðverjar og Japanir færu nú í stríð við það. Hann skoðar sam- göngur innan Rúslands ófull- nægjandi og ennfremur gangi iðnaðar- eða vopnaframleiðslan skrikkjótt, vegna þess, að þjóð- inni sé enn ekki sýnt um iðnað og sé ónákvæm og kærulaus í starfi sínu. Af því leiði óvandaða vöru, vopn sem annað. Rúss- land sé því enn ekki undir stríð búið. Frá 1938 Náungi einn hefir safnað og birt heilmikið af því einkenni- legasta, eða skrítna, sem skeði á árinu 1938. Hér eru fáein dæmi af því: Þegar árið 1938 var 10 daga gamalt, birti maður að nafni Dr. Wood, stjörnusérfræðingur í Suður-Afríku, þá frétt, að mjög litlu hefði munað, að loftsteinn (meteorite) frá einni til fimm mílur í þvermál, rækist á jörð- ina. Loftsteinninn var aðeins 400,000 mílur frá jörðinni, er hann þaut framhjá, með 20 mílna hraða á sekúndu. Það munaði aðeins 5i/2 kl.st. að ekki yrði árekstur af þessu. ? Maður sem hét Harold Bleak- ley í Pittsburgh, sem blindur hafði verið í 20 ár, en fékk aft- ur sjónina, varð það fyrst að orði, er hann opnaði augun: — "Eru ekki hattar kvenfólksins hlægilegir" . . . A Albert Gera frá Búdapest, var handtekinn í stríðinu 1916 af Rússum; hann slapp úr varð- haldinu, komst til Turkestan, giftist og frétti ekki fyr en 1938, að stríðinu væri lokið. A Ungur maður í Stokkhólmi datt út af járnbrautarlest og var sektaður $10 fyrir að hindra umferð. ÞRIÐJA FJÁRPESTIN FRÁ KARAKÚLHRÚTUNUM —¦ Hvernig gengur það annars með hina pestina nýju, upp- dráttarsýkina eða "berklabróð- ir", sem vart var á nokkrum stöðum á landinu? spurði tíð- indamaður Morgunblaðsins pró- fessor Níels Dungal í gær. — Eins og þér hafið áður skýrt frá, svaraði prófessor Dun- gal, fengum við meðal frá Eng- landi, sem nota átti til þess að prófa hvort kindur á hinum grunuðu svæðum væru með veik- ina í sér, enda þótt engin sjáan- leg merki eða einkenni sæust á þeim. Fyrsta meðalið sem við feng- um reyndist ómögulegt. En nú höfum við fengið annað meðal, sem virðist ætla að reynast á- gætlega. Er nú búið að gera fyrstu prófun á öllu fé á Hæli í Hreppum, og var 40—50 fjár tekið úr og slátrað, sem sýndi sig að vera með veikina. Verður svo gerð ný prófun á fénu til þess að ganga algerlega úr skugga um hvort veikin sé í því. Þetta er seinlegt verk og tekur all- langan tíma. Eins verður farið að í Breiðdal og á Hólum í Hjaltadal, þar sem þessi pest hefir gosið upp. Allar grun- samlegar kindur verða teknar úr fénu og þeim slátrað. Þannig verður haldið áfram meðan nokkur sýkt kind finst. —Mbl. 13. des. ÍSLANDS-FRÉTTIR Undanfarið hefir verið vart við eina fjárpestina ennþá, og að þessu sinni í Reykjadal í Suður-Þingeyarsýslu. Þessi nýja pest er kýlasótt, sem orsakast af ósýnilegum sýklum. Byrjunarstig veikinn- ar lýsir sér þannig, að kindin fær kýli, fyrst á varir og kjálka; breiðast svo kýlin út um háls kindarinnar og svo áfram um allan skrokk. Kýlin eru illkynj- uð og grefur í þeim, og er líðan kindarinnar slæm meðan þau eru að brjótast út. Þar sem pest þessi hefir stungið sér niður í Þingeyjar- sýslu, hafa menn ekki fundið nein ráð til lækningar og hefir því orðið að drepa féð, sem þessa kýlapest hefir fengið. Þingeyingar telja að veiki þessi hafi borist með einum karakúlhrútnum, og ef þetta reyndist rétt, þá er það þriðja illkynjaða pestin sem hingað hefir borist með þessum óláns hrútum. Eftir því sem prófessor Níels Dungal skýrði Morgunblaðinu frá, þekkist kýlapest þessi í fén- aði ytra, t. d. í Skotlandi, en er þar yfirleitt talin væg og ekki svo að verulegu tjóni valdi. Þar fyr- ir getur pestin vitanlega orðið skæð hér, þar sem hún kemur í fjárstofn, sem hefir aldrei feng- ið' veikina. Hafist verður nú handa um að rannsaka pest þessa og að sjálf- sögðu verða reynd öll hugsanleg lækningaráð við henni, og í því efni stuðst við reynslu ná- grannaþjóðanna. Hefir Halldóri Pálssyni búfjárráðunaut verið falið að rannsaka veikina. Ekki er enn vitað hve útbreidd veikin er í Þingeyjarsýslu; hennar hefir ekki víða orðið vart enn- þá. Góð hugmynd er það hjá Þingvallasveitarmönnum, að gangast fyrir því, að vegleg kirkja, við staðarins hæfi, verði komin upp á Þingvöllum fyrir kristnitökuafmælið árið 2000. Halldór í Hrauntúni kom inn á skfristofu blaðsins hér um daginn, og sagði frá því, að þeir væru að hugsa um að koma þess- ari hugmynd á framfæri, og reyna að finna hentugar fjár- öflunarleiðir. Smíði veglegustu kirkna hefir oft tekið lengri tíma en 60 ár. Fleiri aldir hafa sumar kirkjur verið í smíðum. Það væri vel til fallið að á þesari smíð yrði ekk- ert flaustursverk.—Tíminn. * * * Bærinn Haderslev í Danmörku er nú alment nefndur "Tvíbura- bærin", og er það ekki að á- stæðulausu. Síðastliðið ár fædd- ust 25 tvíburasystkini þar í bænum og er það danskt met í hlutfalli við fólksfjölda. í Had- erslev búa 16,000 manns. * * * Frá Kaupmannahöfn Við jarðarför Maud drotning- ar sem fór fram á Akershus á fimtudaginn 8. des. var meðal annars sunginn sálmur Hall- gríms Péturssonar: "Alt eins og blómstrið eina", í danskri þýð- ingn.—Mbl. * * * Sex þúsund ára gamlir manna- bústaðir hafa nýlega fundist í Norður-Noregi. Á sama stað hefir einnig fundist hellir, sem jöfnum höndum hefir verið not- aður sem mannabústaður og grafhýsi. Vopn og búsáhöld hafa fundist þarna í stórum stíl og 33 beinagrindur. Er þetta talinn einhver merkilegasti forn- minjafundur á Norðurlöndum. * * * Bók Halldórs Kiljan Laxness, Höll sumarlandsins, er nýlega komin út á dönsku. f ýmsum rit- dómum kemur fram sú skoðun, að hún muni að verulegu leyti vera sjálfsæfisaga höfundarins.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.