Heimskringla - 11.01.1939, Blaðsíða 4

Heimskringla - 11.01.1939, Blaðsíða 4
4. SfÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. JANÚAR 1939 ¦Mllllinillllllillllll^ (StofnuS 1886) Kemur út á hverjum mUSvikudegi. Eigendur: THE VIKING PRESS LTD. »$3 og 855 Sargent Avenue, Winnipefl TalsimÍB 86 537 VerS blaðslns er $3.00 argangurinn borglst ryrlrfram. Allar borganlr sendlst: THE VIKING PRESS LTD.________ ÖU viSsktfta bréf blaðinu aðlútandl sendlst: K~«ager THE VIKINO PRESS LTD. 853 Sargent Ave., Winnipeg Ritstjóri STEFAN EINARSSON Utanáskrift til rítstjórans: EDITOR HEIMSKRINGLA 853 Sargent Ave., Winnipeg "Heimskrlngla" is published and printed by THE VIKIVG PRESS LTD. *53-S55 Sargent Avenue, Winnipeg Man. Telephone: 86 537 ÍllllllPUIIIIIIIIIIIIIllDDÍllllllDllllllltlllllllllllUIIIIIIIililllDllllDllD......lillllllDIIDDDIDIIIiHIIIIIIIIDDIIIIIiI WINNIPEG, 11. JANÚAR 1939 MR. KING OG ATVINNULEYSIÐ Þegar Mr. MacKenzie King var kosinn í október 1935, kannaðist hann við, að eitt af fyrstu störfum stjórnarinnar hlyti að verða það, að raða bætur á atvinnuleys- inu. Að kvöldi kosningadagsins, er fréttin af kosninga-sigri flokks hans var kunn, sagði Mr. King: "Kosningin í dag sýnir að þjóð þessa lands er sömu skoðunar og liberal-flokk- urinn er — og hefir ávalt verið — um að atvinnuleysið sé alvarlegasta mál lands- ins og það málið, sem mest ríður á að sé sem fyrst gaumur gefinn. Hún (kosning- in) er og viðurkenning um að stefna vor, að sinna málinu hið bráðasta og skipa nefnd í það, sé rétt, sem stefna flokksins í að efla iðnað og viðskifti landsins". Það er nú komið nokkuð á fjórða ár síðan King komst til valda og þjóðin öll veit hvað gerst hefir. Nefnd var skipuð, það vantaði ekki. Og hún samdi skýrslu. En þá er líka alt upp talið. Það getur eitt- hvert gagn hafa verið að nefndarstarf- inu, en það hefir ekki komið í ljós, svo séð verði, í framkvæmdum stjórnarinnar. — Líkurnar eru þær að gaumgæfni Kings eða liberala, í atvinnuleysismálinu, hafi lokið með kosningu þessarar nefndar. En hér er önnur perla úr ræðu Kings þetta sama kvöld. "Með kosningunni í dag hefst nýtt tímabil í sögu landsins, tímabil nýs starfs og nýrrar og harðari baráttu af hálfu landstjórnar en nokkru sinni áður fyrir heill og hamingju þjóðarinnar, bættum efnahag, meiri jöfnuði, frelsi og öryggi. Fátækt og niðurlæging, eymd og böl, sem eru óvinir stefnu liberala, verður að upp- ræta, kveða dóm yfir, reka úr landi. Þessar óvættir hafa legið við húsdyr hvers einasta canadisks þegns síðast liðinn fimm ár, hafa reynt að troða sér alls staðar inn, og ægt og loks yfirbugað bæði andlega og líkamlega ár frá ári æ fleiri og fleiri menn, konur og börn þessa þjóðfélags. Hin fyrsta skylda vor er að vinna að því að út- rýma hér þessari fátækt í allsnægtum, þessu hungri og hallæri í þjóðfélagi sem yfirfljótanlegt hefir af öllu, þessari óá- nægju út af skorti í landi, sem af guði og náttúrunni er betur til þess gert, að láta íbúum sínurn líða vel og vegna vel, en nokkurt annað land undir sólinni, í einu orði sagt, að vinna að því að hver ein- staklingur, sem þjóðin í heild sinni, verði aðnjótandi þeirrar velmegunar, blessun- ar, heilbrigði, friðar og ánægju, sem er helgur fæðingarréttur hvers þegns í þjóð- félaginu." Engu gríska kýmnisleikrita skáldinu hefir tekist betur upp en þetta, þegar litið er á hvað skeð hefir, síðan þessi orð voru töluð. Vikuna sem leið var birt skýrsla velferðarráðs Canada (Canadian Welfare Council) í Ottawa, með þeirri athugasemd, að enda þótt á síðast liðnum níu árum hafi hið opinbera veitt 900 miljón dollara til styrktar atvlinnulatosum, bæði með vinnu og beinum framfærslustyrk séu þeir enn fleiri en nokkru sinni fyr, er á opin- berum styrk þurfi að halda, heldur en þeg- ar veitingin hafi verið byrjuð. Velferð- arráðið segir: Sannleikurinn, þó ílt sé að þurfa að segja það, er sá, að eftir öll þessi ár og sem að nokkru stafar af deilum milli fylkjanna og landsins út af yfirráðarétti eða valdi sínu, hefir engin lóggjöf verið samin í Canada fyrir lengri tíma, engin áætlun verið gerð, eða nokkur ráðstöfun, er und- irstöðu megi kalla að því, að bæta úr þess- um erfiðleikum, sem orsök hafa verið til þessara miklu útgjalda og þungu búsifja þjóðarinnar." Það getur nú eitthvað verið í því, að deilan milli fylkjanna og landstjórnar- innar eigi einhvern þátt í því, að King hefir ekkert gert í atvinnuleysismálinu, en á það getur engin Htið sem góða og gilda ástæðu fyrir aðgerðaleysinu. Rannsókn- inni um það er enda enn ekki lokið, því King þurfti heil tvö ár til að hugsa sig um að skipa nefnd í það mál. Og varð honum þó óánægja fylkjanna brátt ljós, eftir að hann tók við stjórn. En það virðist hafa verið fastur ásetningur hans að sitja kyr, hafast ekkert að, og bíða þess að eitthvað óvænt bæri að höndum, er öll vandamál stjórnarinnar leysti fyrir sig. En af öllum vanrækslum Kingstjórnar- innar, er sú mest og alvarlegust, er áhrær- ir atvinnuleysismálið. Það er kvartað undan því að glæpir framdir af ungum mönnum fari í vöxt. Það fer ef til vill meira orð af því í Winnipeg, en annar staðar, en það mun þó vera sama sagan um alt land. En drýgsta þáttinn í því, að svo er komið. á eflaust atvinnuleysið, ó- möguleikinn fyrir unga menn að fá vinnu. Verkamálaráðherra Kingstjórnarinnar, Mr. Rogers, benti á að það sé ekki rétt að halda fram, að stjórnin hafi ekki hafst neitt að í atvinnuleysismálinu og sannar mál sitt með að nefna kenslustofnanir, sem komið verði á fót fyrir æskuna (train- ing plan). Af skólum er engin þurð, en jafnvel þó stofnanir þessar yrðu til nokk- urs góðs, er ekki hægt að líta á þær sem neina atvinnubót fyrir æskuna. Það er fult af hámentuðum æskumönnum, sem engrar atvinnu eiga kost og eiga um það tvent að velja, að verða þurfamenn eða lög- brjótar^í þessu bezta landi undir sólinní og þar ofan í kaupið undir stjórn Kings. í brezku riti stendur þessi klausa: í Canada eru tveir flokkar þjóðernis- sinna. Þeir eru næsta ólíkir í öllu nema því að báðir vilja losa um böndin er binda Canada við Bretland. Annar þessara flokka er að mestu á meðal bænda í Quebec, og vonar að sjá þann dag, að fransk- canadiskum fæðingum fjölgi svo miklu meira en fæðingum hjá öðrum þjóðflokk- um, að Frakkar verði einir öllu ráðandi í Canada. Hinn flokkurinn sér framtíð Canada fólgna í nánara sambandi við Bandaríkin eða jafnvel sem hluta af þeim. ROOSEVELT EFLIR HERINN í ræðu sem Roosevelt forseti hélt í þing- inu í Washington við opnun þess upp úr nýárinu, lagði hann aðal-áherslu á þörfina á auknum hervörnum. Að ræðu hans lokinni var enginn í vafa um hvaða skiln- ing ætti að leggja í það, að Wilson sendi- herra í Þýzkalandi var kallaður heim, eða í tut^ugu og fimm miljón dollara lánið til Kínverja, tilgang þjóðaþingsins í Lima, eða lesturinn yfir Þjóðverjum og Japönum undanfarnar vikur. Forsetinn er þess fullviss, að bylgjur hernaðaranda þeirra Hitlers, Mussolini og Japana, muni fyr eða síðar berast upp að ströndum Ameríku. Og inn í þessa uppistöðu óf hann fimlega og brýndi þörfina fyrir Bandaríkjunum að efla loftherinn, sjóherinn og auka byssu framleiðslu. Eftir ræðuna voru blöð út um allan heim sammála um það, að Bandaríkin hefðu tekið forustuna í að vernda lýðræðið í heiminum, sem Bretar og Frakkar gáfus1 upp við í Munich. Aukning herútbúnaðar- ins og hin ákveðnu og beittu svör Roose- velts forseta til einræðisherranna — auk ummæla hans um fasista og nazista stefn- una í heild sinni, sönnuðu heiminum þetta. Forsetinn fór fram á það við þingið, að lofther Bandaríkjanna yrði aukinn með smíði 10,000 loftskipa. Ekki færri en 2500 af þeim skulu smíðuð á ári. Með þeim 3000 loftskipum sem nú eru til yrði þá loftherinn 1943 um 13,000 fyrsta flokks flugherskip. Nema því aðeins að Þjóð- verjar og Rússar, sem nú hafa hvorir um 7000 flugherskip, breyti framleiðslu-áætl- un sinni, hafa Bandaríkin með þessu stærri lofther en hvort þeirra. Og með því hefðu lýðræðislöndin þrjú, Bandaríkin, Bretland og Frakkland stærri lofther en einræðis- löndin Þýzkaland, ítalía og Japan. En að einræðislöndin auki flugskipa- smíði sína, er ekki óhugsanlegt. Þýzka- land getur nú, ef efnin ekki brestur smíðað um 10,000 loftskip á ári. Bre^ar hafa út- búnað til að framleiða 6,000, Bandaríkin nú 4,000 og Frakkar 3,000. En eftir að Bandaríkin fara af stað, eru tækifæri þeirra svo að segja takmarkalaus til að smíða loftskip. Samfara þessari loftskipasmíði Banda- ríkjanna, er auðvitað kensla í flughern- aði. Er gert ráð fyrir að 20,000 manna byrji bráðlega á námi í fluglist. Er sagt að það muni kosta 10—18 miljón dollara á ári. En öll nemur veitingin, sem Roose- velt fer fram á $1,600,000,000 til hersins eða yfir hálfa aðra biljón dollara. Auk fjölda smærri herskipa, gerir for- setinn ráð fyrir að láta smíða 2 stóreflis herskip, eða um 45,000 tonn hvort, er verða hin stærstu herskip í heimi. Sem stendur er fjöldi herskipa frá vestur ströndinni á leiðinni til austurstrandar- innar um Panama skurðinn. Þykir það óvanalegt, að sjá sjóflota Bandaríkjanna á slíkri hreyfingu. En innan skamms er svo búist við, að eitthvað af flotanum verði sent í vináttuheimsókn út með austurströnd Suður-Ameríku, suður fyrir Horn og svo norður með vesturströndinni. f einræðislöndunum, einkum í Þýzka- landi, er þessum boðskap Roosevelt tekið hið versta. Segja blöð Hitlers, að Roose- velt byggi á lygum um Þýzkaland, þessa hernaðarráðstöfun sína. Blað Görings, National Zeitung í Essen, fer hægara í sakirnar, en telur þessa stefnu Roosvelts hafa komið fram á óhentugum tíma, þar sem samningar um viðskiftasamband séu á döfinni milli Bandaríkjanna og Þýzkalands. Sú samningstilraun sé fyrir- fram dauðadæmd með aðferð forsetans. Mussolini telur og enga ástæðu fyrir Bandaríkin að hervæðast. Á Englandi og Frakklandi er herboðskapnum hið bezta tekið. Rússnesk blöð fluttu fréttina frá Washington án þess að segja orð um hana í ritstjórnardálkum sínum. í Bandaríkjunum hefir þessi herstefna Roosevelts verið gagnrýnd af andstæðing- um hans, en fremur þó frá því sjónarmiði, að hún sé gagnstæð friðarstefnu Banda- ríkjanna, en hinu hvað núverandi ástæður fyrir henni áhrærir. Forsetinn lagði og f járhags-áætlun sína fyrir komandi f járhagsár, er byrjar 1. júlí 1939 fyrir þingið. Samkvæmt henni er skuld Bandaríkjanna $44,458,000,000. Á árinu er gert ráð fyrir útgjöldum er nema $8,995,633,200, (nærri níu biljónum). — Tekjuhalli er sagður að verða muni $3,326,343,200. Ástæðan fyrir eflingu hersins er auð- vitað fólgin í ástandinu í Evrópu. Roose- velt hefir upp aftur og aftur varað fasista þjóðirnar við framferði þeirra en að koma vitinu fyrir þær með orðum, virðist ekki hafa mikinn árangur. Það er með nógu öflugum her, sem til nokkurs er að reyna slíkt. Þjóðverjar hafa alt annað en komið vel fram gagnvart Bandaríkjunum. Til dæmis gerðu þeir samninga við allar þjóðirnar, sem Austurríki skulduðu, nema Bandarík- in um greiðslu á skuldunum. Þau hafa ekki einu sinni virt tilkynningu Banda- ríkjanna um skuldina svars. Að það kosti Þýzkaland uppsögn viðskiftasambands við Bandaríkin, er alls ekki að furða. Við Japan hafa Bandaríkin mjög tak- markað viðskifti. Að þau slíti viðskifta- sambandi við Japani einnig, er ekki ólík- legt. Bandaríkja-þjóðin mun ekki mikið hafa á móti því. Hitt getur verið vafa- samara, hvaða samvinnu Bandaríkin fá frá Bretum og Frökkum í þessu. Ef þessi lönd hættu að kaupa með öllu silki af Japönum, hefði það herfilegar afleiðingar á efnahag Japana. Ef Bretar og Frakkar hættu sínu baktjaldamakki við Japan og stæðu með Bandaríkjunum, gætu þessi lönd ráðið miklu um stefnu þá, er verður ofan á í Kína. Og svb er nú hinn dularfulli Montagu Norman, forseti Englandsbanka í ein- hverjum dularfullum erindum á fundi dr. Hjalmar Schacht forseta ríkisbanka Þýzkalands. Roosevelt forseti er sterkur stjórnari, eflaust sterkasti forseti Bandaríkjanna. Með stjórn sinni heima fyrir hefir hann sýnt það fyrir löngu. En að hann sé það einnig í utanríkismálum, bera síðustu á- ætlanir hans vott um, Lima-þingið og fl. MEIRI BYSSUR HANDA HITLER Frá Berlin: Drukkinn maður var handtekinn á Wil- helmstrasse, er hrópaði að Göbbels væri "Schweinhund". Hann var kærður fyrir þetta þrent: 1. Að vera drukkinn og láta illa, 2. að fara ósæmilegum orðum um valdsmann landsins, og 3. að stofna ríkinu í hættu með því að opinbera iþað sem stjórnin vildi halda leyndu! Síðast liðna viku urðu eig- endaskifti að Skoda-vopnaverk- smiðjunum miklu í Tékkósló- vakíu. Verksmiðjurnar voru eign franska Schneider-Creusot vopnafélagsins og brezka Vick- ers-félagsins og því undir stjórn Frakka og Breta. Nú hefir stjórnin í Tékkóslóvakíu, sem er undir þumalfingrinum á Hitler yfirráð þeirra. Söluverðið var $10,300,000 og þykir lítið. En eigendur vildu selja. Að nafninu til voru kaup- endurnir Anglo-Czecho-Slóvakíu og Prag Credit bankinn, sem er stjórnað af Prag-stjórninni. Þessi eigendaskifti verksmiðj- anna, eru ein þýðingarmesta af- leiðingin af því að Tékkóslóvakía var limuð sundur. Þrátt fyrir þó kaupandinn sé banki í Tékkósló- vakíu, er sagt að verksmiðjan verði undir eins af hendi látin fjórum þýzkum stóriðnaðarfé- lögunum: Krupp vopnasmiðjun- um, Herman Göring Iron Works, Otto Wolff stálgerðinni og Rine- metal-Bursig félaginu. Fyrir Þýzkaland eru kaup þessi mikilsverð. Með þessum verksmiðjum geta nazistar auk- ið vopnaframleiðslu sína um 50%, sem ekki var þó neitt smá- ræði áður. Skoda-verksmiðjurn- ar níu eru frægastar fyrir fall- byssu og vélabyssu smíði sína og önnur hernaðar-áhöld, en þær eru einnig stærsta bíla og gufu- katla-verkstæði og annara þungra véla í allri Mið-Evrópu. Fyrir Frakkland er mikill skaði að þessari sölu. Eftir að keisaradæmið Austurríki og Ungverjalandi var úr sögunni, voru Skoda-verksmiðjurnar í niðurníðslu þar til Schneider- Creusot félagið keypti þær. Frá 1920 og fram á síðast liðið haust, voru þær aðal framleið- andi vopna og annara véla fyrir sambandsþjóðir Frakklands í Austur Evrópu. Og England er sagt að uni miður vel þessari sölu verk- smiðjanna. Vegna þess að Þýzkaland hafði ekki fé til að greiða fyrir verksmiðjurnar, lagði Tékkóslóvakía það til og notaði að sagt er til þess 10 mil- jón dollara lánið, sem Bretland veitti til þess að byggja upp landið eftir sundurlimunina. GÓÐAR SMÁSÖGUR ítalskar smásögur. Axel Thorsteinsson þýddi úr ensku. Reykjavík, 1937, Félagsprentsmiðjan. Það er þakkavert, að færa út landnám íslenzkra bókmenta með þýðingum góðra sagna og ljóða af erlendum málum, ekki síst eftir höfunda þeirra þjóð,a sem fjarlægðar vegna eða af öðrum ástæðum hafa verið lítt kunnar eða ókunnar öllum þorra ís- lenzkra lesenda. Með slíkum þýðingum víkkar hinn andlegi sjónhringur þeirra og kynni þeirra af umheiminum aukast að sama skapi. Þessvegna tók eg feginshendi þessu þýðingasafni ítalskra smásagna, sem Axel rit- höfundur Thorsteinsson hefir snúið úr ensku. Þar kennir talsverðrar fjöl- breytni í efnisvali, eins og sjá má af fyrirsögnum sagnanna: "Maðurinn, sem eg átti", "Ein- kennilegur leiðsögumaður", — "Slökkviliðið", — "Afbrýði", "Hefnd eiginmannsins", "Hús Nerínu", "Kenslukonan", "Hug- djarfur maður", "ást og aldur- tili", "Loforðið", "Urtapottur- inn", "Týnda armbandið" og "Tilsögn í Amorsfræðum". Þegar litið er á höfundatalið, kemur það einnig í ljós, að í safninu eru sögur eftir ýmsa hina kunnustu skáldsagnahöf- unda ítala frá Giovanni Boc- caccio, er uppi var á 14. öld og ritaði hina heimsfrægu Tíð- dægru (Decamerone), niður til nútúíðarhöfunda eins og Gio- vanni Papini, sem víðkunnur er fyrir rit sitt Æfisaga Krists og mörgum íslenzkum lesendum er kunn, því fyrir nokkrum árum kom hún út á vorri tungu. Þar sem sögur þessar eru frá svo mismunandi tímum og eftir svo marga höfunda, eru þær eðli- lega næsta frábrugðnar að efn- ismeðferð og rithætti. Til þess að sannfærast um það, er fróð- legt að bera saman söguna "Urta potturinn" eftir Boccaccio og söguna "Maðurinn, sem eg átti" eftir Papini sem báðar eru þó prýðisvel sagðar, hvor á sína vísu. Annars mun það með sanni mega segja það um sögur þess- ar í heild sinni, að þær hafi allar nokkuð til síns ágætis; höfund- arnir eru auðsjáanlega hug- kvæmir menn, sem kunnað hafa tökin á smásagnagerð. Hitt er að vísu einnig satt, að sögurnar í safninu eru ekki allar jafn- þungar á metum bókmentalega, en þær eru allar góður skemi- lestur. Eg hefi borið nokkrar þeirra saman við ensku þýðinguna, og fæ ekki betur séð en að íslenzku þýðingarnar séu nákvæmar vel. Eins og vænta mátti af Axel Thorsteinsson, eru einnig á lipru og viðfeldnu máli, en hann er smekkmaður á orðaval og fer um íslenzkuna mjúkum höndum. Hafi hann þökk fyrir þýðingar þessar. Richard Beck SKÓSMIÐSSONURINN, sem er voldugri en nokkur keisari hefir verið Eftir Ignatius Phayre fsl. hefir Gunnbj. Stefánsson Eg er staddur í hinni miklu höfuðborg Rússlands, Moskva. Eg hefi fengið leyfi til að ná viðtali við Stalin alræðismann, og er á leiðinni ásamt leiðsögu- manni mínum, Konstantin Um- asky (sem einnig er einkatúlkur Stalins) til stjórnarskrifstofu hans (Stalins) í Kremlin höll- inni, þessari risavöxnu víggirð- ingu, sem hefir ráðið örlögum Rússlands svo öldum skiftir. Á leiðinni fórum við framhjá fögr- um skrautgörðum, þar sem tákh- myndir úr fjöllitum blómum voru sýndar af Stalin, sem (starosta) ofurmenni. Gang- stigarnir voru blautir af úða- regni og loftið var þrungið blóma ilmi. Dagur var að kvöldi kominn, og rökkrið í að- sígi. Við og við bárust gegn um opna glugga Bolshoi leik- hússins söngtónar, þar sem Grischa og Marusha sungu tví- söng úr "Eugene Onegen", og sagði félagi minn að þar væri húsfyllir á hverju kvöldi. Leið- sögumaður minn var einnig aðal yfirskoðunarmaður á utanríkis- málaskrifstofunni, undir yfir- stjórn Maxim Litvinoff. Án leyfis hans er eigi auðið að senda neinar fréttir út úr Rússlandi. Hann var að útskýra fyrir mér á ágætri ensku, hversu heppinn eg hefði verið í dag. "Stalin okkar lætur sig engu varða um munað né viðhöfn fremur en Lenin okkar gerði," sagði hann. "Þegar hann er beðinn að taka á móti útlend- ingi eins og nú á sér stað og hefir hripað orðið "secchas" á leyfisskjalið, þá merkir það bók- fræðilega á þessari stundu, eða samstundis. "Auðvitað kemur oft fyrir, að hann skrifar orðið "Zavtra," sem merkir á morgun. Ef til vill erum vér einkennileg þjóð. Hugsjónaþjóð, einstaklingar, sem líkast söguhetjunni í hinni frægu skáldsögu Goucharovs. — Eða með öðrum orðum vér erum óhagkvæmir draumsjónamenn, sem lofum miklu en afköstum litlu. En þrátt fyrir alt erum vér raunsæisþjóð, sem tökum því, sem að höndum ber með ró- lyndi og þessu eina rússneska r- •

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.