Heimskringla - 15.02.1939, Side 6
6. SíÐA
HEIMSKRINCLA
WINNIPEG, 15. FEB. 1939
“Látið >ér ekki eins og flón ofursti,” sagði
Bryce í huggandi málrómi. “Eg fer þegar
mér sýnist. f raun og veru var eg að reyna að
komast í burtu eins fljótt og mér var auðið,
þegar þér senduð menn yðar eftir mér til að
koma með mig til baka. Heyrðu mig skröggur
gamli, hvers vegna langaði 'þig til að tala
meira við mig, eða langaði þig til að eg hreins-
aði burt þennan mannafla þinn?”
Hann gekk í áttina til Penningtons, sem
hörfaði undan hið snarasta. Shirley hopaði
hvergi, en horfði á Bryce með kuldalegum van-
þóknunarsvip.
“Eg skal ná þér ennþá,” sagði ofurstinn á
bak við stofninn, sem hann hafði kosið sér að
vígi.
“Gjárífir hundar bíta sjaldan, ofursti og nú
man eg eftir einu. Eg hefi heyrt alt sem mig
langar til að heyra til yðar. Ef þér segið eitt
einasta orð framar, kunningi, þá fer eg upp til
verbúðanna minna, kem hingað aftur með flokk
af blánefum og öðrum írum, sem hjá mér vinna,
• og hreinsa landið af þessum óþjóðarlýð, sem
þjónar yður hér. Mér fellur ekki þessi tegund
verkamanna, kynblendingar, slangurmenni og
flækingar, sem þér flytjið hingað inn í sveit-
ina.”
Ofurstinn sá það víst, að réttast var að
fylgja þessu ráði en samt gat Bryce séð að
hann tautaði fáryrði og hótanir, þótt ekki heyrð
ist vel orðaskil.
Cardigan staðnæmdist hjá Shirley og
horfði á hana. Hann brosti að henni hálf ertn-
islega. Hún leit á hann, sem snöggvast, en leit
strax niður fyrir sig og beit á vörina vand-
ræðalega.
“Shirley,” sagði hann.
“Þér eruð ósvífinn,” sagði hún með titrandi
rödd.
“Þú settir mér fyrirdæmið í ósvífninni,”
sagði hann glaðlega. “Kallaðirðu ekki á mig
með skírnamafni mínu, rétt núna áðan. Hann
leit á Pennington og sá að hann var að teygja
álkuna yfir stofninn til að hlusta með áfergju
á það, sem þau sögðu. Bryce benti reiðuglega
yfir rjóðrið og ofurstinn lagði strax af stað í
áttina, sem honum var bent.
“Erfingi rauðviðarskóga Cardigans laut
yfir stúlkuna. “Þú talaðir við mig, eftir að
hafa heitið því að gera það aldrei, Shirley,”
sagði hann blíðlega. Þú munt alt af tala við
mig.”
Hún fór að gráta. “Mig hryllir við yður,”
sagði hún með ekka.
“En eg sem bæði virði og dáist að þér,’
svaraði hann.
“Nei, það gerið þér ekki. Ef þér gerðuð
það, þá væruð þér ekki að hrekja hann frænda
minn — eina manninn í heiminum sem mér
þykir vænt um.”
“Það veit hamingjan að eg öfunda þann
mann,” sagði hann raunalega. “Mér þykir samt
slæmt hafi eg meitt hann. Hann er ekki ungur
lengur, þar sem eg — jæja, eg gleymdi kenn-
ingu föður míns um drengskapinn. En eg full-
vissa þig um, að eg kom hingað með þeim á-
setningi að berjast drengilega------”
“Hann reyndi bara að láta yður hætta að
berjast.’
“Nei, það gerði hann ekki Shirley. Hann
sveikst að mér og gerði mér ógagn. Hefði
eg vitað, að þér voruð áhorfandi, hefði eg stilt
mig og hefnt mín síðar. Eg mun alt af sjá eft-
ir, að eg lét þig horfa á þetta leiðinlega atvik.
En eg vona að þér trúið mér, þegar eg fullvissa
yður um, að eg er ekki áflogamaður, þó að eg
sneiði mig ekki hjá þeim þegar um eitthvað
er a$ ræða, og í þetta sinni barðist eg fyrir
heiðri Cardigans ættarinnar.”
“Ef þér viljið að eg trúi því, þá skuluð þér
biðja frænda minn fyrirgefningar.”
“Það get eg ekki gert. Hann er óvinur
minn og eg skal hata hann allátíð; eg skal
berjast gegn honum og aðferðum hans, þangað
til hann betrast eða eg verð lémagna.”
Hún horfði framan í hann og í svip henn-
ar birtist mótþrói, reiði og þrá.
“Þér hljótið að skilja hvaða afleiðingar slík
ætlun hefir í för með sér, Mr. Cardigan ?”
“Kallaðu mig Bryce,” sagði hann í bæn-
arrómi. “Þú munt kalla mig það einhvern-
'tíma hvort sem er, og því þá ekki að byrja
strax ?”
“Þér eruð óþolandi, herra minn. Gerið
svo vel og farið héðan, og vogið ykur ekki að
yrða á mig nokkurn tíma framar. Þér eruð
alveg ómögulegur.”
Hann hristi höfuðið. “Eg gefst nú ekki
upp svona strax, Shirley. Eg vissi ekki hve
ást — hvað vinátta þín þýddi fyrir mig, fyr en
þú rakst mig í burtu áðan; eg hélt að það væri
engin von, fyr en þú varaðir mig við, að þessir
hundar væru á veiðum eftir mér — og þú kall-
aðir mig Bryce.” Hann rétti henni hendina.
“Guð gaf okkur ættingjana, en honum séu
þakkir fyrir, að vér getum sjálfir valið vini
vora. Og eg skal vera góður vinur þinn, Shir-
ley Sumner, þangað til eg hefi unnið mér inn
rétt til að verða eitthvað meira. Viltu ekki taka
í hendina á mér? Mundu eftir því, að þes3Í
orusta í dag er fyrsta hríðin í baráttu þeirri,
sem varir uns lýkur yfir með okkur. Eg berst
vonlausri baráttu. Ef eg tapa, jæja, þá verður
þetta kveðja fyrir fult og alt.”
“Eg hata yður,” sagði hún raunalega. —
“Allur þessi góði kunningsskapur okkar farinn
í mola, og þér orðinn flónslega viðkvæmur. Eg
hélt ekki að þér ættuð það til. Gerið svo vel og
farið þér í burtu. Mér er ami í því að sjá
yður .”
Hann brosti að henni blíðlega og rauna-
lega, en hún sá það ekki.
“Þetta er þá kveðja fyrir fult og alt,” sagði
hann með spaugilegum raunablæ í rómnum.
Hún kinkaði kolli. “Já,” hvíslaði hún.
“Þér skuluð vita að eg hefi dálitla sjálfsvirð-
ingu. Þér skuluð ekki ímynda yður, að þér séuð
fiðrildið, sem prédikar huggunarorð fyrir
frosknum í moldinni.”
“Eins og þú vilt Shirley,” hann sneri í
burtu. “Eg skal senda yður öxina með næstu
lest hingað,” kallaði hann til Penningtons.
Aftur gekk hann inn í skóginn. Shirley
sá hann hvérfa af æfibraut sinni og gladdist
yfir því, sem hún hélt að væri hugarkvöl hans,
því að hún hafði mikið skap og lundfestu, og
Bryce Cardigan hafði rólega, klaufalega og að
henni fanst, heldur heimskulega reist vonir á
hinum stutta kunningskap þeirra. Frændi
hennar hafði rétt fyrir sér. Hann var ekki mað-
ur við þeirra hæfi, og það var gott að hún
hafði uppgötvað þetta áður en hún fékk inni-
legri vináttu á honum. Hann hafði reyndar
marga yfirburði, en ruddaskapur hans var
langt um meiri en þeir.
Ofurstinn tvístraði þessum hugsunum
hennar, er hann tók til máls á þessa leið:
“Þessi Cardigan er snúinn núungi, það má
hann eiga.” Hann gekk yfir rjóðrið til hennar
og var nú alveg búinn að ná aftur hrokasvipn-
um, sem venjulega prýddi hann. “Eg held góða
mín að bezt væri fyrir þig, að fara inn í vagn-
inn og forða þér frá þessum glápandi dónum.
Mér þykir slæmt að þú komst hingað, Shirley.
Eg mun aldrei fyrirgefa sjálfum mér að koma
með þig hingað. Hefði eg vitað — en hvemig
átti eg að vita að þessi þorpari ætlaði að koma
hingað til að gera óspektir? Og það er ekki
lengra en síðan í gærkveldi, að hann var gestur
okkar!”
“Þessvegna er þetta svo hræðilegt frændi,”
sagði hún með skjálfandi rödd.
“Það er erfitt að hugsa sér, að maður með
gáfum og þeim tækifærum skuli vera slíkur
ruddi, Shirley, þú manst að eg varaði þig við
honum. En eg er hreint ekkert hissa á þessu,
og langbezta aðferðin er nú fyrir þig að
gleyma, að þú hafir nokkumtíma hitt hann.”
“Eg er alt af að hugsa um hvað fyrir hafi
komið, sem gat gjört hann svona tryltan?”
sagði hún hugsandi. “Hann hagaði sér eins og
skollinn væri hlaupinn í hann, en ekki eins og
siðaður maður.”
“Alveg eins og hinn aldraði faðir hans,”
sagði ofurstinn með gleiðu tólgar brosi. “Þeg-
ar hann fær ekki það sem hann vfll, kemur ó-
lund í hann. Eg skal segja þér hvað gerði hann
svona reiðan: Eg hefi flutt stofnana fyrir
Cardigan félagið eftir járnbrautinni minni. Þá
samninga erfði eg eftir Bill gamla Henderson,
sem eg keypti af mylnuna og skóginn, og var
því skyldur að taka við flutninga samningum
hans, jafnvel þótt gjaldið sé mér í stór skaða.”
“Jæja í morgun kemur yngri Cardigan inn
á skrifstofu mína, minnir mig á það að flutn-
ingasamningurinn renni út næsta ár og biður
mig að endurnýja þá með sömu skilmálum og
áður. Eg bauðst til að endurnýja samningana,
en fyrir hærra verð og skýrði það fyrir honum,
að mér væri ómögulegt að flytja þá mér í óhag.
Jæja, undir eins þýtur hann upp á nef sér og
kallar mig ræningja, og því næst sagði eg hon-
um, að fyrst hann áliti mig ræningja, þá væri
ef til vill bezt að við ættumst engin skuldaskifti
við framar — að eg vildi í raun og veru ekki
flytja trjábolina þeirra fyrir nokkurt verð, þar
sem eg hefði varla næga vagna til að flytja
mína eigin stofna. Það sefaði hann um stund,
en brátt rauk hann upp aftur og varð ósvífinn
og úlfúðarfullur, og það svo mjög að eg neydd-
ist til að reka hann út úr skrifstofunni.”
“En frændi, samt sé eg ekki hversvegna
hann réðist með þessari grimd á vinnumenn
þína.”
Ofurstinn hló með mjög vel leikinni upp-
gerð. “Góða mín,” mælti hann, “það er mér
enginn leyndardómur. Það eru til menn, sem
er þeir finna, að óráðlegt eða ómögulegt er að
ráðast á húsbændurnar, ráðast á þjóna þeirra,
eða svala heift sinni, með þvl að eitra fyrir upp-
áhalds hundana þeirra. Cardigan réðist á Ron-
deau, vegna þess, að fyrir stuttu síðan, reyndi
hann að ráða hann til sín — bauð honum tutt-
ugu og fimm dölum hærra kaup á mánuði, en
eg greiddi honum. Þegar Rondeau kom svo
til mín með þessar fréttir, þá brást eg fljótt við
og bauð honum hið sama, og hann varð kyr hjá
mér; af þessu leiðir, að Cardigan hatar okkur
báða og tók fyrsta tækifærið, sem bauðst til að
hefna sín á okkur.”
Svarti Minorca stundi og tók hún eftir því.
“Eg held að þessi maður sé mikið meiddur,
frændi,” sagði hún.
“Það er honum alveg mátulega,” sagði
hann hörkulega. “Hann réðist á þennan felli-
byl, eitthvað tuttugu skrefum á undan hinum;
hefðu þeir allir ráðist á hann í einu, hefðu
þeir dregið hann niður. Eg skal samt senda
hann og Rondeau með næstu ferð heim til
sjúkrahúss félagsins. Þeir eru aumu ræflarnir
og eiga ráðninguna skilið.”
Þau þögðu og horfðu á skóginn, en þaðan
heyrðist' einhver syngja, með sterkri og hljóm-
fagurri rödd. Shirley þekti þessa hálfæfðu
rödd, því að kvöld5ð áður hafði Bryce sungið
fyrir hana fáeina skógarmannasöngva; hafði
hin vitlausa kátina í ljóðum þessum glatt
hana mjög. Hún furðaði sig á vali hans í þetta
sinn því að vísan var svo þunglyndisleg, úr
kvæði Eugene Fields, um æskuna er heitir
“Litli, blá5 drengurinn”:
Hundurinn litli er úr hálf fúnum við,
en hraustlega stendur hann þó,
og blikkjlátann þekur nú rauðlitað ryð
og ryðguð er byssan hans nóg.
En eitt sinn var hundurinn alveg hreint nýr
og allvel sig dátinn þá bar.
Það var þegar drengurinn litli að þeim lék
fyrir löngu, og kvaddi þá þar.
“Áhyggjulaus fugl, eða hvað?” sagði of-
urstinn með aðdáun. “Og rödd hans er hreint
ekki sem verst. Hann er víst að syngja til að
ögra okkur, býst eg við.”
Shirley svaraði ekki. Fyrir fáum mínút-
um síðan hafði hún séð söngvarann í vígamóð,
veifandi hárbeittri öxi og reka menn á undan
sér. Hún gat ekki skilið þetta. Og brátt f jar-
lægðist söngurinn og dó svo út með öllu.
Frændi hennar tók blíðlega um handlegg
hennar og leiddi hana yfir að vagninum. “Jæja,
hvað heldur þú um nágrannann okkar núna?”
spurði hann glaðlega.
“Eg held,” svaraði hún alvarlega, “að þú
hafir eignast þarna óvin, sem betra væri fyrir
þig að gæta þín fyrir.”
XVII. Kapítuli.
Bryce Cardigan gekk gegn um grænan
skóginn og var léttur í skapi. Hann var alveg
búinn að gleyma hættu þeirri, sem hann var ný-
sloppinn úr; hann hugsaði aðeins um andlit
Shirley Sumner, tárvott af hræðslu; og vegna
þess að hann vissi, að þessi tár spruttu að sumu
leyti af áhyggjum fyrir líkamlegri velferð
hans, það hafði hann sannfærst um vegna þess,
hve ákaft hún varaði hann við hættunni, þá
vissi hann, að þótt hún hefði vísað honum burt
frá sér all ákveðin, var henni samt ekki sama
um hann. Þessi vituiíd hafði kbmið honum til
að syngja. Þegar söngnum var lokið lék hið
þunlyndislega bros um varir hans á ný, og úr
brúnu augunum hans skein bæði stolt og stað-
festa.
Hann var kominn yfir markið og niður-
staðan hafði ekki verið nærri eins vond og hann
bjóst við og hafði gert sér í hugarlund; ætíð
síðan að hann fékk vissu fyrir því, að hann
yrði að berjast til þrautar við Pennington
ofursta. Hann hafði hugsað að fyrsti árangur-
inn af þeim bardaga yrði sá, að hann misti vin-
áttu Shirley Sum>er. Jæja, hann hafði glatað
vináttu hennar, en eitthvert hugboð hafði hann
samt um það, að sá missir væri ekki ævarandi,
og þessvegna veifaði hann öxinni eins og söng-
stjóri er veifar teininum sínum frammi fyrir
söngflokknum. Honum þótti vænt um, að hann
hafði hafið orustuna og var nú frjáls að berjast
óhindraður.
Hann gekk yfir hæðir og dali. Hann gat
ekki séð sólina vegna hinna feikna stóru trjáa.
en ratvísi skógarbúans er eins óskeikul og bréf-
dúfunnar, sem flýgur heim, og henni var hann
gæddur. Það var honum því enginn vandi að
rata rétta leið. Innan tveggja stunda komst
hann í rjóðrið, þar sem verbúðir hans voru.
Hann gekk rakleiðis þangað, sem menn hans
voru að hlaða stofnunum á vagnana, unnu
þeir að því mjög slæglega.
Bryce horfði á úrið sitt. Klukkan var tvö.
Eftir fimtán mínútur mundi gufuvélin koma og
sækja lestina, og hún var ekki hálf fermd enn-
þá.
“Hvar er McTavish?” spurði hann mann-
inn við vinduna. Maðurinn velti tóbakinu uppi
í sér, spýtti út úr sér, þurkaði sér um munn-
inn með handarbakin og sagði: “Uppi í skúrnum
sínum og hann glotti íbygginn.
Bryce gekk eftir eina strætinu, sem þar
var, upp að kofa McTavish. Hundarnir geltu að
honum, því að hann var þarna ókunnugur í
sínum eigin verbúðum. Börnin, sem léku sér á
rykugu strætinu, gláptu á hann eins og uglur.
Hann sneri að skársta skúrnum. Hann hafði
aldrei séð hann áður, en hann vissi, að það var
heimili formannsins, því að það var eini kof-
inn, sem málaður var. Málið var ódýrt,' rautt
mál, serpj er notað á flutingsvagna í lestunum,
en girðingin, sem var úr rimlum var hvítmáluð,
var hún umhverfis svolítinn garð fyrir framan
húsið. Er Bryce gekk inn um garðshliðið reis
stúlka upp frá að hlúa að fjólum þar í garð-
inum.
Bryce tók ofan hattinn. “Er Mr. Mctavish
heima?” spurði hann. Hún kinkaði kolli því til
samþykkis. “Hann getur ekki talað við neinn
í dag, því að hann er veikur.”
“Eg hugsa að hann muni tala við mig. En
ert þú ekki Moira McTavish?”
“Jú, eg er Moira.”
“Eg er Bryce Cardigan.”
Ótta svipur kom á stúlkuna. “Eruð þér
Bryce Cardigan ?” stamaði hún og horfði nánar
á hann. “Já, það er Mr. Bryce. Þér hafið
breyst — en það eru líka sex ár síðan eg sá
yður síðast, Mr. Bryce.”
Hann rétti henni hendina. “Og þú varst
svo Iítil stúlka þegar eg sá þig síðast, en nú
ertu orðin fullorðin kona.” Hún tók þétt í hendi
hans, eins og karlmaður. “Mér þykir mjög
gaman að sjá þig, Moira. Eg bara gat mér
til, að þú værir Moira. Því auðvitað hefði eg
aldrei þekt þig. Þegar eg sá þig síðast varst
þú með fléttur ofan á bakið.”
“Eg er tvítug nú,” sagði hún.
“Stattu kyr þar sem þú ert, svo að eg geti
I' séð þig,” sagði hann og gekk nokkur skref aft-
ur á bak til að sjá hana betur. Hann sá stúlku,
sem var lítið eitt hærri, en í meðallagi, útitekna
og hraustlega, klædda í ódýran léreftskjól. —
Hendur hennar voru moldugar úr blómabeðinu
og skórnir hennar voru ljótir og klunnalegir, en
þó voru hvorki hendur hennar né fætur stórar
né ljótar. Höfuð hennar var frítt; hárið dökk-
jarpt og var bæði mikið og gljáandi, það var
skift fyrir miðju enni og gert upp í hnút á
hnakkagrófinni, en háls hennar var fagur og
kom sú fegurð í Ijós vegna þess, hve kjóllinn
var niðurskorinn. Moira var dökkhærð stúlka,
ein þeirra, sem hafa rjóða vanga. Ennið var
breitt og gáfulegt; augu hennar voru stór og
dökk og ljómuðu, hugsandi og blíðleg með dá-
litlum raunablæ, eins og á myndinni af Mona
Lisa eftir da Vinci. Hún hafði beint nef og
var kringluleit; varir hennar voru rauðar og
blómlegar og dálítið opnar, rétt eins og bogi
ástarguðsins, en það er arfleifð þeirra, sem
hafa stutta efrivör; tennur hennar voru hvítar
eins og parian marmari, en hin hvelfdu brjóst
hennar risu og féllu ótt, eins og hún væri í á-
kafri geðshræringu.
Moira McTavish var svo fögur ásýndum, að
Bryce gleymdi öllum sínum áhyggjum í návist
hennar. “Eg sver það við guðina, Moira, að þú
ert sannarleg blómarós! Þegar eg sá þig síðast
varst þú klaufaleg og rengluleg, alveg eins og
svolítið folald. Eg er viss um að þú varst
hreint ekkert lagleg, og nú ert þú fegursta
stúlkan í sautján sveitum. Þú ert alveg reglu-
legur meyjablómi, á því er engin vafi. Ertu
gift?”
Hún hristi höfuðið og roðnaði af gleði
yfir þessu hispurslausa, en hreinskilna skjalli
hans.
“Hvað þá, ógift? Hver skollinn gengur að
ungu mönnunum hér um slóðir?”
“Það eru engir eiginlegir ungir menn hér
um slóðir, Mr. Bryce. “Eg hefi átt heima hérna
í skóginum alla mína æfi.”
“Þessvegna hefir enginn fundið þig.”
“Og eg ætla mér ekki að giftast skógar-
höggsmanni og búa hér alla æfi í þessum skóg-
um,” sagði hún alvarlega, eins og hún hefði
gaman af að auglýsa uppreistaranda þann, sem
'í henni bjó. En þrátt fyrir mótþróann var
raunablær á rödd hennar.
“Þú veist hreint ekkert um það, Moira. —
Einhvern góðan veðurdag, kemur kóngssonur-
inn hingað á flutingalestinni, og eftir það verð-
ur altaf haust í skóginum, hvað þig snertir. Alt
verður eins og af sjálfu sér gullroðið og purp-
uralitað.”
“Og hvernig veistu þetta, Mr. Bryce?”
“Eg las um það í bók,” sagði hann hlægj-
andi.
“Mér fellur betur vorið í skógunum — mér
finst, en það er samt svo heimskulegt. Eg ætti
að vera ánægð, en það er svo örðugt að vera
ánægð, þegar alt af er vetur í hjartanu. Þessi
skógur út við hinn þrönga sjóndeildarhring,
takmarkar heim minn, Mr. Bryce. Hæðir og
skógur, skógur og hæðir og þrumugnýr fallandi
trjáa. Og þegar skógurinn hefir verið ruddur
svo, að við sjáum svolítið af heiminum, þá
flytjum við aftur inn í myrkviðinn,” hún varp-
aði öndinni mæðulega.
“Leiðist þér, Moira?”
Hún kinkaði kolli til samþykkis.
“Aumingja Moira,” tautaði hann eins og í
leiðslu.