Heimskringla - 15.02.1939, Page 7
WINNIPEG, 15. FEB. 1939
HEIMSKRINGLA
7. SÍÐA
SELMA LAGERLÖF
80 ÁRA
Hinn 20. nóv. s. 1. varð sænska
skáldkonan Selma Lagerlöf átt-
ræð. Með eftirfarandi línum
verður gerð tilraun, til að hnýta
henni ofurlítinn blómsveig í
þakklætisskyni fyrir það, sem
hún hefir gefið lesendum sínum
með hinum frábæru og góðu
skáldritum.
Selma Lagerlöf er fædd í
Vermalandi í Svíþjóð, og býr í
fæðingarstað sínum. Vegna
heilsuleysis fékk hún næði til að
lesa mikið í æsku og byrjaði
snemma að skrifa sjálf. Hún
var nokkur ár kenslukona við
barnaskóla, en helgaði sig svo al-
gerlega ritstörfum. Köllun henn-
ar til að skrifa heimtaði tíma
hennar allan og óskiftan. En þó
hún hætti að kenna.börnum, hef-
ir hin gáfaða og hugmyndaríka
skáldkona ekki hætt að kenna.
Allir lesendur hennar eru læri-
sveinar. Og þegar hún lýsir bezt
mannlífinu með sigrum þess og
ósigrum, er það hart hjarta, sem
ekki kemst við.
Fyrsta bók hennar var “Gösta
Berlings saga”. Efni bókarinn-
ar eru ýmsar sagnir úr átthög-
um hennar. Mikið af því eru
sögur, sem amma hennar sagði
henni, þegar hún var barn. Það
er fjölbreytt og lifandi bók. Þó
er hún ekki skrifuð um neitt
vist málefni. Hún er skrifuð af
þörf skáld^irts, sem þarf að
túlka þær sýnir, sem það sér.
f
Bókin minnir á þann gamla'
sannleika, að mannlifið er það
dýrðlegastaf sem til er, og býr
yfir ótal möguleikum.
Sagan af Gösta Berling er
ekki nein siðgæðisprédikun, þar
er lýst drykkjuskap og slarki og
ýmsu lágu og ljótu. En yfir
þessum lýsingum hvelfir sér
hinn blái himinn, og þó hann sé
oft hulinn skýjum og þoku, sézt
þó rofa í hann altaf öðru hvoru.
Það er lýsingin á því að það
bezta í hverri mannssál, jafnvel
hjá þeim, sem dýpst eru sokknir,
sigrar þó að lokum. Á þann hátt
gerist hún boðberi hins göfug-
asta siðgæðis.
f þessari fyrstu bók Selmu
Lagerlöf kemur strax fram þessi
undursamlegi hæfileiki hennar,
að sjá hlutina innan frá, en láta
sér aldrei nægja að lýsa hinu út-
liti þeirra. Þetta er aðalsmerki
hennar sem skálds, og mihnir
hún í því mikið á æfintýraskáld-
ið fræga H. C. Andersen.
Fjórar sögur Selmu Lagerlöf
hafa verið þýddar á íslenzku:
Jerúsalem, Föðurást, Helreiðin
og Njálssaga þumalings.
Jerúsalem lýsir bændum í Döl-
unum og áhrifum þeim, sem
heittrúarstefna í trúmálum hefir
á þá. Verður þar alvarlegur á-
rekstur milli átthagaástarinnar
og hinna nýju kenninga. Síðari
hluti sögunnar gerist í Jerúsal-
em. Lýsingin á Ingimörunum í
þessari bók er eitt af því bezta,
sem Selma hefir skrifað.
f Föðurást lætur hún vitskert-
an bónda, sem þykist vera keis-
ari í Portugal, túlka djúpa speki
og framsýni á einfaldan hátt,
sem hinir vitru menn sjá ekki.
Það er eftirtektarvert, að bókin
kom út sama árið og þjóðhöfð-
ingjar Evrópu steyptu þjóðun-
um út í hið ægilega blóðbað
heimsstyrjaldarinnar. — Getur
ekki skeð, að hinir vitru hefðu
ástæðu til að setjast við kné ein-
feldningsins og læra þar einföld,
andleg lífssannindi enn þann dag
í dag? Annars hefir Selma Lag-
erlöf notað svipað efni í fleiri
sögum sínum, þar sem hún lætur
umkomulítið olnbogabarn flytja
þau sannindi, sem hún vill boða
mönnunum.
í Helreiðinni lýsir hún sínu
gamla efni á mjög einkennilegan
hátt, að maðurinn sé af náttúr-
unni og guði dásamlegt undur,
sem búi yfir háleitum möguleik-
um, hve djúpt sem hann er sokk-
inn. Jafnframt er bókin vitnis-
burður um hina fórnfúsu ást
konunnar.
Hér verður ekki getið fleiri
bóka sérstaklega, þó ýmsar af
smásögum hennar og líkingum
séu kannske það bezta, sem hún
hefir skrifað. En hvort sem
Selma Lagerlöf skrifar um
sænskt efni eða útan úr heimi,
þá er rödd hennar auðþekt, ólík
öllum öðrum. Hún hefir sam-
einað það hvorttveggja prýði-
lega, sem við þekkjum frá Matt-
híasi Jochumssyni, að vera í
senn sannur föðurlandsvinur og
víðsýnn heimsborgari.
Selma Lagerlöf er ein af þeim
skáldum sem sér, að það er bar-
átta hins góða til sigurs, sem
gefur lífinu gildi, en samtímis
er hún svo trú veruleikanum, að
hún gengur ekki fram hjá ósigr-
unum, sem óumflýjanlega fylgja
með. Og undirstraumurinn í öll-
um hennar ritum er trúin á það
góða í hverri mannssál, sem
sigri að lokum. En það, sem
gefur henni þessa trú, er það,
að hið góða í mönnunum standi
í órofa sambandi við æðri völd.
Þess vegna er grundvöllurinn
undir mörgum skáldritum henn-
ar dulrænn og trúarlegs eðlis.
Þaðan hefir hún bjartsýnina og
þann kraft, sem hefir hjálpað
mörgum til að eignast meiri lífs-
trú og lífsgleði.
Eiríkur Sigurðsson
—Dagur, 22. des. . 1
MÍN FYRSTU JóL OG
NÝÁR 1 AMERÍKU
Eftir Kristínu í Watertown
Framh.
Fallegt heimili með hreinlæti
og reglusemi, sagði Sigríður frá
Ljósavatni. Já, falleg kinda-
hjörð með breiðu bökin og síðu
ullina hvíta sem mjöll er ljóm-
andi sýn sagði Stefán frá Ljósa-
vatni. Já, gullfalleg sagði pabbi.
Eg held eg taki undir með
skáldinu, sagði Stefa frá Búa-
stöðum:
Ekkert fegra á fold eg leit,
en fagurt kvöld á haustin.
Aftan sunna þegar þíð
um þúsund litan skóginn,
geislum slær og blikar blíð,
læði um lönd og sjóinn.
Er hægt að hugsa sér nokkuð
fegurra; þessir mörgu litir eru
svo mildir og geðfeldir að himn-
eskt og andlegt má lesa af grein-
um trjánna.
Já, það er dýrðleg sýn, sögðu
nú margir. Það fegursta sem
eg hefi augum litið, sagði Guð-
rún Sigvaldason, er skrúðganga
af ljósklæddum börnum. Það er
yndisleg sýn. Það er svo auð-
velt að biðja til Drottins fyrir
börnunum. Þá kvað einhver í
hópnum:
Unun ljúfust er það mín,
engla þíðist vörðinn,
dygðum búin, dýr og fín
Drottins lamba hjörðin.
INNKOLLUNARMENN HEIMSKRINGLU
I CANADA:
Amaranth..............................J. B. Halldórsson
Antler, Sask..........................K. J. Abrahamson
Árnes.............................. Sumarliði J. Kárdal
Árborg...............................G. 0. Einarsson
Baldur...............................Sigtr. Sigvaldason
Beckville...............................Björn Þórðarson
Belmont....................................G. J. Oleson
Bredenbury..............................H. O. Loptsson
Brqwn...............................Thorst. J. Gíslason
Churchbridge_________________________H. A. Hinriksson
Cypress River...........................Páll Anderson
Dafoe....................................S. S. Anderson
Ebor Station, Man......................K. J. Abrahamson
Elfros.............j.................J. H. Goodmundson
Eriksdale.................\.............ólafur Hallsson
Fishing Lake, Sask..............................Rósm. Árnason
Foam Lake..............................H. G. Sigurðsson
Gimli....................................K. Kjernested
Geysir.............................................Tím. Böðvarsson
Glenboro...................................G. J. Oleson
Hayland................................Slg. B. Helgason
Hecla.................................Jóhann K. Johnson
Hnausa..................................Gestur S. Vídal
Húsavík.................................John Kernested
Innisfail............................Ófeigur Sigurðsson
Kandahar................................S. S. Anderson
Keewatin...............................Sigm. Björnsson
Langruth..................................B. Eyjólfsson
Leslie............................:...Th. Guðmundsson
Lundar........................Sig. Jónsson, D. J. Líndal
Markerville......................... Ófeigur Sigurðsson
Mozart..................................S. S. Anderson
Oak Point..............................Mrs. L. S. Taylor
Oakview...................................[ S. Sigfússon
Otto......................................Björn Hördal
Piney...................................S. S. Anderson
Red Deer........................................Ófeigur Sigurðsson
Reykjavík..................................Árnl Pálsson
Riverton...........................................Bjöm Hjörleifsson
Selkirk---------------------------- Magnús Hjörleifsson
Sinclair, Man.......................K. J. Abrahamson
Steep Rock.................................Fred Snædal
Stony Hill................................Björn Hördal
Tantallon..............................Guðm. Ólafsson
Thornhill...........................Thorst. J. Gíslason
Vfðir...................................Aug. Einarsson
Vancouver..............................Mrs. Anna Harvey
Winnipegosis...................................Finnbogi Hjálmarsson
Wlnnipeg Beach.........................John Kernested
Wynyard...................................S. S. Anderson
í BANDARÍKJUNUM:
Akra..................................Jón K. Einarsson
Bantry.................................E. J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash..................Mrs. John W. Johnson
Blaine, Wash...................Séra Halldór E. Johnson
ravalier..............................Jón K. Einarsson
Crystal..............................Th. Thorfinnsson
Edinburg.............................Th. Thorfinnsson
Garðar...............................Th. Thorfinnsson
Grafton..............................Mrs. E. Eastman
Hallson...............................Jón K. Eiinarsson
Hensel.................................J. K. Einarason
Ivanhoe............................Miss C. V. Dalmann
Los Angeles, Calif....Thorg. Ásmundsson, 4415 Esmeralda St.
Milton—...-................................S. Goodman
Minneota...........................Miss C. V. Dalmann
Mountain.............................Th. Thorfinnsson
National City, Calif......John S. Laxdal, 736 E 24th St.
Point Roberts........................Ingvar Goodman
Seattle, Wash.........J. J. Middal, 6723—21st Ave. N. W.
Svold................................Jón K. Einarsson
Upham...................................E. J. Breiðfjört
The Viking Press Limiteð
Winnipeg, Manitoba
Það fegursta sem eg hefi séð,
sagði Bjarni frá Hofi er fögur
lending með skipaflota, enda er
það tignarleg sýn. (Bjarni frá
Hofi og Stefa frá Búastöðum
eru hin alkunnu merkishjón Mr. j
og Mrs. B. Jones, sem lengi hafa !
búið í Minneota).
Það er hafið, sagði Jón Stef-
ánsson, eitt skáldið hefir sagt að
hafið sé fegursti partur hnatt-
arins.
Já, þegar stærsta höfuðskepn-
an ræðst ekki á það, sagði Siggi
Sigvaldason, og æsir það upp
með hræðilegum ofsa.
Það fegursta sem eg hefi séð,
sagði Pabbi, er miðnætur sól-
skinið á íslandi; það er himnesk
dýrð; trúað hjarta krýpur á fót-
skör Drottins í tilbeiðslu og
þakklæti.
Það fegursta sem eg hefi séð
sagði Siggi Jósephson frá Hofi,
eru hinir drýðlegu vormorgnar,
þegar eg var á ferðum mínum
frá Hofi niður á Vopnafjörð;
sveitin var svo skínandi fögur,
túnin blikuðu í sólskininu, fugla
söngurinn svo yndislegur, alt
sýndist brosa í ljósinu.
Það er fullvaxin hveitiakur,
sagði Aftjert á Breiðumýri, þess-
ar leikandi silfuröldur á gullsjó
er unaðsleg sýn. Ó, yndisleg,
sögðu nú margir.
Alt þetta er það fegursta á
jörðunni, sagði Árni. Samt er
enn eitt, sem ber af því öllu, það
er sólarljósið, því það skreytir
jörðina dýrðar ljóma ljóssins og
döggina demants perlum.
Já, það er ljósið, sögðu nú
margir, þarna kom það.
Eg hefi ekki sagt meining
mína, sagði Siggi,
Komdu þá með það, sagði
Árni (þeir eru bræður).
Það fallegasta sem eg hefi
augum litið, er falleg stúlka. Nú
varð láfaklapp mikið og hlátur.
Bíddu við, sagði ein konan,
þetta er ekki fjarri sanni, því
eitt bezta skáldið segir í ljóði:
Ei er kyn þótt barnið blíða
brosi skært og mærin fríða,
fegurst fold er ól.—V. B.
Þetta segir skáldið; annað
skáld líkir sólinni við kvenfólk-
ið, ekki kvenfólkinu við sólina,
eins og svo oft hefir verið gert.
Með slegið gullhár gengur sól,
sagði skáldið.
Þarna sjáið þið, sagði Siggi,
eg er skáld þó eg yrki ekki. —,
Samt slæ eg því föstu, að sólin
og falleg stúlka séu hver annari
dýrðlegri og hvað elskar sér líkt, |
segir máltækið.
Enn sem komið er, sagði
mamma, hefi eg ekkert séð feg- j
urra en sveitina mína heima í
blóma sumarsins; alt var lifandi
og talandi máli gleðinnar, fugl-
arnir, lömbin, blómin og punt-
stráin.
Þetta finst mörgum, sagði
Árni. Eg hefi hér fáein orð
sem eg vildi lesa, efnið er “Vor-
morgun á Norður-íslandi”:
Júní mánuður er í sannleika j
gullöld ársins á Norðurlöndum
heimsins, þegar miðnætursólin
brosir við landi og lýð, steypist
af vesturf jöllunum niður að haf-
inu, miðast svo áfram með gull-
skrúðann í sjónum, sitt eigið
dýrðlega endurskin, kemur svo
að austurfjöllunum, hefir sig nú
upp en þarf nú að hverfa litla
stund bak við yzta hnúkin á
gömlu gjögrum. gægist svo út
að sunnan eins og brosandi
barnsandlit, sem er að fela sig
fyrir leiksystkinum sínum. —
Breiðir svo geislandi gullroðann
um austurloftið, ljósgrá ský ofan
við sólina sýnast brydd gulli og
fóðruð silfri, himininn heiður og
blár, hafið skínandi bjart, segir
skáldið.
Hreyfing og þytur heyrist nú
í holtum og móum, fuglarnir
spretta úr hreiðrum sínum og
byrja að syngja morgunsálminn
með fögnuði. Lóan syngur bíb„
dýrðin dýrðin; sólskríkjan með
sinn hýra gleðisöng hoppar um
loftið af fögnuði, gaukar
- NAFNSPJÖLD -
"1 "
Dr. M. B. Halldorson 401 Boyd Bldg. Skrlístofusíml: 23 674 Stundar sérstaklega lungnasjúk- dóma. & að flnnl 6 skrifstofu kl. 10—12 f. h. og 2—6 e. h. Helmlli: 46 Alloway Aye. Talsími: 33150 Thorvaldson & Eggertson Lögfræðingar 702 Confederation Life Bldg. Talsími 97 024
Orrica Phonk Ris. Phonk 87 293 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 109 MKDICAL ART8 BUILDINO OrncK Houks: 12 - 1 4 p.m. - 6 r.M. 4ND BT APPOINTMBNT W. J. LINDAL, K.C. BJÖRN STEFÁNSSON ÍSLENZKIR LOGFRÆÐINOÁR tk öðru gólfi 325 Main Street Talsimi: 97 621 Haía einnig skrifstoíur að Lundar og Girnli og eru þax að hitta, fyrsta njiðvikuda* 1 hverjum mónuðl.
Dr. S. J. Johannes.ion 272 Home St. Talsiml 30 877 VlOtalstiml kl. S—5 e. h. M. HJALTASON, M.D. ÁLMENNÁR LÆKNINGáR Sérgrein: Taugasjúkdómar Leetur úti meðöl í vlðlögum VlBtalstímar kl. 2—4 *. k. 7—8 að kveldinu Sími 80 867 666 Viotor 8t.
J. J. Swanson & Co. Ltd. RKÁLTORS Rental, Inturance and Financial Ágente Slml: 94 221 600 PARIS BLDO.—WlnnlpeR A. S. BARDAL selur llkkistur og annast um útfar- ir. Allur útbúnaður sá besti. Ebmfremur selur hann allskonar nxlnnlsvarða og legsteina. 843 SHERBROOKB 8T. Phone: 06 607 WINNIPBO
Gunnar Erlendsson Planokennart Kenslustofa, 796 Banning St. Simi 89 407 THL WATCH SHOP Thorlakson Baldwin Dlamonds and Wedding Rings Agents for Bulova Watcheg Marriage Licenses Issued 699 Sargent Ave.
Jacob F. Bjamason —TRANSFER— Baggage and Furniture Moving 691 SHERBURN ST. Phone 35 909 Annast allskonar flutnlnga fram eg aftur um bæinn. Rovatzos Floral Shop «06 Notre Dame Ave. Phone 94 964 Freeh Cut Flowers Dally Plants in Season We specialize in Wedding & Concert Bouquets * Funer&l Desígns Icelandlc spoken
V
DR. A. V. JOHNSON DENTIST 506 Somerset Bldg. Office 88124 Res. 36 888 MARGARET DALMAN TEÁCHER OF PIÁNO 054 BÁNNING ST. Phone: 26 420
hneggja, spóinn vellur í löngum
lotum af gleði og ánægju, kjóinn
er nú á seyði með slagvizku sína.
Túnin eru iðgræn, sóleyjan og
fífillinn eru með blíðu brosi að
tala saman um ást og fegurð.
Puntstráin með gullfaxið efst á
stöng, vaggast í morgunblæn-
um. Fjöllin eru með flýtir að
týja sig í grænan sumarskrúða
og hvítar húfur hnjúkanna fær-
ast ofar á ennið; ár og lækir líta
út sem silfurlínur og þræðir nið-
ur hlíðar og undirlendi, bullandi
sinn sæta nið, fossarnir eru sem
iðandi kristals búnki, syngjandi
með sinni einkar fullkomnu und-
irrödd, eins og djúp og fögur
speki. Manni kemur til hugar:
Ó foss tímans flýttu þér að um-
breytast í kristals strauminn,
sem rennur frá hásæti Drott-
ins.—Opinb. 22. kap.
Fjörðurinn fagri og lygni, sem
kendur er við sviphýru eyjuna,
sem liggur fyrir fjarðarmynni,
speglast ljósblár í sólskininu,
dökkar agnir sjást víða um
fjörðinn, það eru bátar fiski-
manna, sem nú eru að draga inn
línur sínar þungar af fiski. —
Eitt skáldið kallar sjómenskuna
sigurstrit; á það vel við; eru sjó-
menn vanalega glaðir og frjálsir,
því sigurinn yfir stritinu gefur
þeim létta lund. Litlu lömbin
leika sér um móa og garða
mjallahvít, grá, svört og flekk-
ótt. Með hrokkin lagð reyna sig
hvert við annað. Kyssast, hoppa
og skoppa af gleði og sakleysi; er
nokkuð að undra, þó honum
meistaranum góða hafi verið líkt
Office Phone
21169
Res. Phone
48 551
Dr. K. J. AUSTMANN
309-310 Medical Arts Bldg.
Eye, Ear, Nose and Throat
Office Hours: 9—12 a.m.
Evenings—by appointment only.
við lamb; nafnið táknar sak-
leysi og sjálfsfórn slíka; um
morgna sungu börnin fagrar vor-
vísur skáldanna:
Vordagar blíðu, ungu ár
ilmsæti blær
blómskreyttu hlíðar
himin hár
heiðskír og tær.
Þú gullöld árs sem unun býr
og yngir hug
svo lifnuð önd
við ljósi snýr
lyftist á flug.—J. Th.
Já ísland er skálda heimkynni
og lista manna laufskjáli, fegurð
náttúrunnar er svo víða ein-
kennilega dásamleg að manni
kemur til hugar guðleg opinber-
un eins og dýrð drottins breiðist
yfir það sýnilega.
Hjartað fyllist fögnuði og lof-
söng sigur hátíð lífsins. Þessi
náttúrulýsing er fögur eins og
kvæði sagði Árni.
Framh.
Kaupið Heimskringlu
Lesið Heimskringlu
Borgið Heimskringlu