Heimskringla - 15.03.1939, Page 1

Heimskringla - 15.03.1939, Page 1
LIII. ÁRGANGUR______________________________________WINNIPEG, MIÐVIKUDAGINN, 15. MARZ 1939 NÚMER 24. HELZTU FRETTIR Frá Manitoba-binginu Það hefir fátt gerst á fylkis- bingi Manitoba sem í frásögu hefir verið færandi til þessa. í byrjun þessarar viku gerðist þar þó nokkuð, sem ætla má að mörgum þyki fréttvænt. Hon. S. S. Garson, frjámála- ráðherra, lagði s. 1. mánudags- kvöld fram í þinginu áætlaðan útgj aldareikning st j órnarinnar fyrir komandi ár (frá 1. ,maí 1939 til 1. maí 1940). Útgjalda- fjárhæðin nemur $15,798,897. — Er hún $680,758 hærri en s. 1. !ár og hærri en nokkru sinni áður í þessu fylki. Eigi útgjalda hækkun þessi rætur að rekja til batnandi hags fylkisbúa, eru það góð tíðindi. Hafi stjórnin gleymt samvizk- unni heima á hillunni, eins og Skugga-Sveinn forðum, er hún gerði áætlunina, er hún slæm frétt. Og það er nú einmitt það sem bæði atvinnuleysið og við- skiftadeyfðin ber ennþá vott um. Stjórnin gerði þá grein fyrir útgjalda-aukn'ingu sinni, að krafa hefði komið frá flestum stjórnardeildunum um hækkandi veitingu. Á sama tíma er tilkynt, að ráðgjafarnir og þingmennirnir hafi kvartað undan því hve erfið afkoma þeirra væri á kaupinu er þeim er goldið. Þá virðist samvizka stjórnarinnar ekki hafa verið heima á hillu, því hún ráðgerir undir eins að bæta úr þessu og hækka kaup æðstu presta sinna eða þjóna. Er sú kauphækkun sem hér segir: Við Hon. John Bracken, for- sætisráðherra, sem áður hafði $6,100 verður nú kaupið hækk- að í $7,050, eða nærri eitt þús- und dali. Kaup ráðherranna hvers um sig, isem áður var $4,575, hefir verið hækkað í $5,287. Ennfremur hækkar þingmannakaup ’ úr $1,674 í $1,837. Dómsmáladeildin biður um $90,000 aukna veitingu. Á að nota fullan helming þess fjár til að endurskoða lög fylkisins. Til konungskomunnar er gert ráð fyrir $10,000 veitingu, sem mun svipað og veiting Winni- peg-borgar. Til viðhalds þjóðvegum verða veittar $800,000 sem er $200,000 meira en síðast liðið ár. Til að bæta vegi út í námahéruðin eru • ætlaðar $20,000, til framræzslu $30,000 og $15,000 til nefndar- innar sem heldur áfram að rannsaka fjárhag fylkisins. f áætlun þessari er gert ráð fyrir auka þóknun til leiðtoga andstæðinga stjórnarinnar, er nemur $2,200. Er svo að sjá, sem allir flokksforingjar þings- ins eigi að skifta þessu á milli sín, auk þingkaupsins. Þessir flokksforingjar eru Mr. Willis (í-haldsfl.), Mr. Farmer (C.C.F. verkam.) og Mr. Rogers (scoial credit). Lítur út fyrir að hér sé sú nýjung á ferðinni, að ekki eigi að skoða einn flokk fremur andstæðingaflokk, en annan. — íhaldsflokkurinn hefir til þessa verið iskoðaður andstæðinga- flokkur, enda er hann fjölmenn- ari, en verkamannaflokkurinn og social credit flokkurinn til samans. Það væri auk þess skrítið að kalla samvinnuflokk stjórnarinnar (social credit) andstæðingaflokk hennar. Hitler ræðst enn á Tékkóslóvakíu Slóvakar í Tékkóslóvakíu, sem svo mikið frelsi hafa þar, að þeir hafa sitt eigið þing, una ekki sambandi sínu við Tékkóslóvakíu og hafa látlaust krafist algers aðskilnaðar. Þeir vilja losna undan yfirráðunum í Prag. Á þingi þeirra hefir verið róið svo að aðskilnaðarmálinu, að Emil Hacha, forseti Tékkóslóvakíu sá ekki annað vænna s. 1. föstudag, en að reka forsætisráðherra Sló- vaka, dr. Joseph Tiso og ráðu- neyti hans, frá völdum. Afleið- ingin af því er nú sú, að dr. Tiso fór á fund Hitlers í Berlín, er var undir eins fús til að taka málstað Slóvaka. Er og fullyrt, að uppreisn Slóvaka hafi verið undirróðri Hitlers að kenna. Nú er því á ný herlið Hitlers ferð- búið á hverri stundu til landa- mæra Tékkóslóvakíu, sem annað getur ekki haft í för með sér, en að Prag-stjórnin veiti Slóvökum fult frelsi og að þeir myndi nú nýtt óháð ríki úr austurhluta Tékkóslóvakíu. Herdeildir Hitlers sem í gær voru jafnvel sagðar á leiðinni til Prag úr þremur áttum, frá Dresden, Leipzig og Vín, voru alls sagðar 14 talsins. Tékkósló- vakía verður því umkringd her Þjóðverja að einum sólarhring liðnum. Eftir aðskilnað Slóvaka, sem gert verður út um í Prag í dag (miðvikudag), verður ekkert eftir af Tékkóslóvakíu, nema tvö fylki, Bæheimur og Moravia. Slóvakar gera ráð fyrir, að kjósa sér fyrir forseta hins nýja ríkis síns próf. Albert Tuka, fyrrum foringja aðskilnaðarliðs Slóvaka, en sem Tékkóslóvakíu stjórnin handtók 1929 og dæmdi í 15 ára fangavist fyrir landráð. Ef Hitler hefði ekki farið aí skifta sér af þessu máli Slóvaka og Tékka, hefði ekkert alvarlegt af því stafað. En að hann er með í því, vekur ugg og ótta annara þjóða. Slóvakar geta nú sagt, að þeir séu sjálfstæð þjóð. En verði þeir að sitja og standa eins og Hitler vill, sem enginn efi er á að þeir verða að gera, virðist mega um það segja, að fáf viti hverju fagna skal. Næsta spor Hitlers er gizkað á að verði að hjálpa Karpata- Ukraníumönnum til að öðlas'! sjálfstæði sitt, eins og Slóvök- um, undir handleiðslu Þýzka-1 lands. Síðan ofanskráð frétt var skrifuð, hefir flest eða alt sem í henni er sagt, ræzt. Tékkósló- vakía er talin úr sögunni, sem sjálstætt ríki og fylki hennar tvö sameinast að öllum líkindum Þýzkalandi. Leggur Hitler til, að bæði fylkin taki upp sömu mynt og Þýzkaland, sameigin- lega tollmálastefnu, leggi niður her og lögleiði sömu stefnu og Þýzkaland á móti Gyðingum. Sömu ákvæðum verður Slóvakíu- ríkið eflaust háð. Hitler var ekki að skifta sér af máli þeirra vegna umhyggju fyrir sjálf- stæðismáli þeirra. Hann ætlaði sér ávalt alla T.slóvakíu og hefir nú náð henni. Bretar og Frakk- ar segja sér ekki koma mál þetta neitt við þrátt fyrir Munich samninginn. Ungverjaland og Júgóslavía og fleiri ríki suður þar, sem undan oki samherja Þýzkalands í síðasta stríði brut- ust og sem þrifist hafa í 20 ár undir vernd Þjóðabandalagsins, ugga nú mjög að sér og þykjast sjá höndina skrifa örlög sín á vegginn, þar sem engrar verndar sé framar von frá Bretum eða Frökkum'; um Þjóðabandalagið sé ekki að tala. Allra austasti hluti Tékkósló- vakíu, var Karpatíu-Ukranía, hérað 4,206 fermílur að stærð með 552,124 íbúum. Heyrði það áður Ungverjalandi til, eins og Slóvakía, hið nýja ríki gerði. Sendu Ungverjar her inn í Sló- vakíu til að reyna að ná þessu landi. En Hitler hugsar sér það eflaust og stöðvaði Ungverja með her frá Þýzkalandi. Fylkin Bæheimur og Moravia, sem bæði voru af Austurríki tekin, eru rúmar 18,000 fermílur að stærð og íbúatalan milli 6 og 7 miljónir. Hið nýja Slóvakíu ríki er um 14,600 fermílur að stærð með 2*4 miljón íbúa. Páfinn krýndur Krýning Píusar XII. páfa fór fram s. 1. sunnudag í Róm með miðalda prakt og viðhöfn. Krýningarathöfnin stóð yfir í fimm klukkustundir; hún fór fram undir beru lofti að þúsund- um manna viðstöddum. Hámarki krýningarinnar var auðvitað náð, er hin logagylta þrefalda páfakóróna var sett á höfuð Píusi XII. Kórónan, sem páfinn kaus sér að bera var sú, er Písu IX. var krýndur með. Átti það að minna á að þá lauk missætti, er verið hafði milli páfa og ríkisvaldsins í 59 ár. Voru páfarnir á þeim tíma nokkurskonar fangar í Vatikaninu; krýningar áthöfn þeirra fór þá aldrei opinberlega fram. Nú voru þarna viðstödd stór- menni landsins og fulltrúar frá 41 þjóð. Ciano, utanríkisráð- herra ítalíu var þar fyrir hönd tengdaföður síns, Mussolini, og ríkisins. Og athöfninni var út- varpað á 6 tungumálum. Páfinn var klæddur hvítum, gullbryddum kirtli. Hann var borinn hvert sem hann fór á gyltum stóli af fjórum mönnum. Mest af ræðum þeim sem þarna voru fluttar voru bænir '0g fyrirbeisðlur. Páfinn bað of fyrir lýðnum og æstu prestarnir fyrir páfanum. f Holy Trinity kapellunni hafði hópur prinsa og aðals- manna og kardinála safnast saman og tekið sér sæti á bekkj- um fyrir framan páfa, meðan prestunum leyfðist að kyssa silfurskó páfans. Að krýningunni lokinni kvað við frá mannþrönginni: Viva il papa! (Páfinn lengi lifi). SAMANDREGNAR F R É T T I R Einn af skólaumsjónarmönn- um (inspectors) þessa fylkis, Andrew Moore að nafni, heldur því fram, að börn úr miðskólum fylkisins, hafi litla trúarlega þekkingu þó vel séu að sér í skólafögum sínum. Segist hann hafa hitt fyrir börn úr 11. bekk, sem ekki kunni boðorðin og jafn- vel séu dæmi til að þau hafi ekki kunnað faðir vorið. Segir hann ráð gert fyrir tilsögn í þessu í reglugerðinni í menta- málum, en að of oft sjáist yfir að fylgja henni við kensluna. Hann telur æskulýðin raeira hneigðari að efnishyggju en Þátttakendur í Fjallkonu samkepni íslendingadagsins Miss Sigurborg Davidson Mrs. G. F. Jónasson Mrs. F. W. Shaw íslendingar! Næsta sumar verður haldið hátíðlegt fimtíu ára afmæli “íslendingadagsins.” Er nú þegar hafinn röggsamlegur undirbúningur í sambandi við hátíðahaldið. Og það er ósk allra, sem að því standa, að það verði eitt það skemtilegasta og prýðilegasta hátíðahald, sem íslendingar vestan hafs hafa stofnað til. Skemtiskráin verður sérstaklega fjölbreytt og vönduð. Hverjum einasta lið verður ákveð- in tímalengd, og þannig komið í veg fyrir að skemtiskráin verði lengri en hún er áætluð. Skreyting staðarins er ákveðið að verði svo fögur og svipmikil að hún hrífi hvern, sem þangað kemur. Og alt, sem mögulegt er, verður gert til þess að hátíðahaldið verði öllum til gleði og fslendingum til sóma. En um fyrirkomulagið og alt að því lútandi, verður ritað mikið greinilegar síðar. En það, sem eg 'vildi aðallega draga athygli íslendinga að nú, er fjallkonu samkepnin, sem nefndin hefir stofnað til. Hér í blaðinu sjáið þið myndir af þrem glæsilegum konum, Miss Sigurborg Davidson, betur þekt meðal söngfólks og útvarpshlustenda, undir nafninu Lóa Davíðsson, Winnipeg, Mrs. G. F. Jónasson, Winnipeg og Mrs. F. W. Shaw, Gimli, sem góðfúslega hafa gefið kost á sér í fjallkonu-samkepnina og styðja með því að heill og sóma þessa fyrirhugaða hátíðahalds að Gimli næsta sumar. En hér skal það tekið strax fram, að ófyrirsjáanlegar ástæður eru þess valdandi, að fjórða konan, Mrs. Kr. Kristjánsson að Garðar, N. D., getur því miður ekki tekið þátt í fjallkonu samkepninni, eins og vonast var eftir og samþyktir ákveða. Með því að stofna til þessarar samkepni, er íslendingum hér í landi gefið tækifæri að velja sjálfir fjallkonu “fslendingadagsins”. Nefndin hefir látið prenta kosningamiða, með nöfnum keppendanna á og setur kjósandi kross (X) aftan við nafn þeirrar konu er hann kys. Á miðunum eru tveir happadrættir, “Bulova” úr, karlmanns og konu, og hver, sem greið- ir 10 cent fyrir miðann, hefir tækifæri að kaupa á einn dollar, eitt af þeim úrum, sem um þessar mundir eru talin hin lang beztu á heimsmarkaðnum. Allir íslendingar ættu að reyna lukkuna að ná í “Bulova” úrin. En umfram alt gleymið ekki að gefa atkvæði ykkar til þeirrar konu, sem þið óskið eftir að verði fjallkona á fimtu ára afmæli “íslendingadagsins” næsta sumar. Davíð Björnsson eldra fólk hefði verið í æsku og þekkingu þess á biblíunni miklu takmarkaðri. Mr. Moore gat þessa í árs- skýrslu sinni til Hon. Ivan Schultz, mentamálaráðgjafa Manitoba. Ýmsir kennarar eru ekki sam- mála Mr. Moore um þetta. T. d. segir H. S. Mclntyre yfirskóla- kennari í Emerson að hann hafi prófað alla nemendur í 11 bekk skólans þar og þeir hafi bæði kunnað boðorðin og faðirvorið og breyti ekkert síður eftir þessu en hinir eldri. S. H. Forest, formaður skóla- ráðsins í Emerson álátur að sunnudagskólar eigi að hafa þessa kenslu með höndum, en ekki almennu skólarnir. Fyrir almennu skólana álítur hann þetta erfitt verk vegna þess, að kirkjudeildirnar séu svo marg- ar, sem börn tilheyri eða for- eldrar barnanna. * * * Wilhelm Rodde, þýzki konsúl'- inn fyrir Vestur-Canada, leggur af stað ásamt fjölskyldu sinni til Þýzkalands í lok þessa mán- aðar. Hann á erfingja-von og kveðst þess vegna fara til föður- landsins. Hann býzt við að verðaíí burtu í 6—8 vikur. Konsúlls skrifstofan hér neit- aði orðróm sem verið hefir um að hann hefði verið kvaddur heim til Þýzkalands. Mr. Rodde lenti hér í orðasennu við ka- þólska biskupinn út af ummæl- um biskups um heiðin jól í Þýzkalandi, sem konsúllinn vildi að biskup tæki aftur en blaða- mál reis út af. Vakti málið at- hygli á nazista-áróðri hér og olli miklu umtali. Á sambandsþinginu var s. 1. mánudag rætt um að lækka leyf- ið til að nota viðtæki (radio) um 50c. Nú er leyfið $2.50. — Yfirmaður útvarps Canada, Mr. Brockington átti tal við þing- nefnd um þetta og sagði afleið- inguna af lækkun leyfisins verða þá, að efnið sem útvarpað væri yrði þeim mun verra og minna á það hlustað en meira á útvarp frá Bandaríkjunum. Tekjurnar nema aðeins $1,400,000 af leyf- unum. Paul Martin (þ.m. frá Essex East) lagði til að leyfið væri afnumið, en sambands- stjórnin greiddi kostnað út- varpsins. * * * Stærsta silfurnáma heimsins er í Rio del Monte í Mexikó. Þar vinna 6,000 manns. ÍSLANDS-FRÉTTIR M.b. Þengill hefir farist með 9 mönnum Fullvíst er nú að vélbáturinn “Þengill”, sem var á leið frá Hofsós til Siglufjarðar aðfara- nótt þriðjudagsins, hefir farist vestan til á Sauðanesi og allir, sem með bátnum voru — alls 9 manns, þar af ein stúlka. , Reki út bátnum fanst í gær- dag milli bæjanna Engidals og Dalbæjar. Rak mestan hluta af þilfari bátsins, siglutrén og mjólkurbrúsa. Lík höfðu ekki rekið þegar síðast fréttist, en leitinni var haldið áfram á fjör- unni í gær. Með bátnum voru 9 manns; fimm farþegar og fjórir skip- verjar. Farþegarnir voru: Tómas Jónsson, kaupfélags- stjóri á Hofsós. Maður á sex- tugs aldri. Lætur eftir sig konu og 8 börn, en af þeim eru 7 kom- in yfir fermingu. Ennfremur áttræða móður og var hann einkasonur hennar. Stefán Jóhannesson, útgerð- armaður frá Bæ, 65 ára. Lætur eftir sig tvo uppkomna sonu og konu, blinda. Sigurður Jónsson, sjómaður frá Hofsós. Maður um fertugt. Lætur eftir sig konu og börn. óli Einarsson Fersæth, bak- arasveinn, 21 árs, ókvæntur, en átti eitt barn. Áslaug Kristjánsdóttir frá Húsavík. Hafði verið við leik- fimikenslu í Kvennaskólanum á Blönduósi. Skipverjar voru: Karl Þórðarson, formaður bátsins og meðeigandi. Ættað- ur af Akranesi. Hann var mað- ur um þrítugt. Lætur eftir sig konu og börn. Sigurður Jónatansson, frá Hrísey, vélamaður. Maður á þrítugsaldri. ókvæntur. Númi (ókunnugt um föður- nafn) frá Steinsholti í Glæsibæj- arhreppi, háseti. Ásgeir Eðvald Magnússon, 17 ára piltur. Talið er að báturinn hafi strandað á vestanverðu Sauða- nesinu, milli bæjanna Engidals og Dalsbæjar. Maður frá Dalsbæ heyrði á þriðjudagsmorgun kl. 7 vélar- hljóð í bátnum og virtist þá alt vera í lagi. V.b. Þengill var 7 s^mál. að stærð og var lánaður í þessa ferð í stað mjólkurbátsins, sem venjulega gengur milli Sauðár- króks og Siglufjarðar, en sá bát- ur var bilaður.—Mbl. 14. feb.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.