Heimskringla - 22.03.1939, Síða 2

Heimskringla - 22.03.1939, Síða 2
t *. SÍÐA HEIMSKRINGLA MUNICH SAMNINGUR- INN OG FRIÐARSTEFNA CHAMBERLAIN S Að ýmsu leiti er Versala frið- ar samningunum ekki bót mæl- andi. óvinirnir, Þýzkaland, Austurríki og Ungverjaland voru gersigraðir og sættu afar kostum, enda höfðu unnið sér til óhelgis. Þessi ríki voru afvopnun dæmd í þungar sektir í löndum og lausum aurum fram yfir gjaldþol. Sigurvegararnir töluðu fagurt um að leggja niður vopnin og láta þennan nýafstaðna hrika- leik verða lokastríð. Þjóða- bandalag er stofnað sem vænt- anleg sáttanefnd og gerðardóm- ur í milliþjóðamálum — fögur og viturleg hugsjón, og eina von heimsins í framtíðar friðar- átt, enn í dag. Það stóra slys henti í byrjun að Bandaríkin fengust ekki til að vera með. Friður á jörðu átti nú loks að ríkja og samningar og dómsúr- skurðir áttu að ráða í stað of- beldis. Pólland er endurreist — landamæri eru færð inn eða út, og má sitt af hverju að þvi finna. — Bæheimur er endur- reistur sem lýðveldi með nafn- inu Czecho-Slovakia eftir fjöi- mennustu þjóðunum — náskyld- um — sem byggja landið. Á tékknesku mun það hafa kallast Czechy, Tékkland— Bæheimur. Var stofnun þessa lýðveldis eitt hið vænlegasta sem afrekað var í Veröslum. En sigurvegararnir svikust um að leggja niður vopnin, einna mest var sökin hjá Frakk- landi. — Þjóðverjar, þessi stolta herskáa þjóð brann af heift og hefndargirni til sigurvegaranna, einkum Frakklands. Nú kemur Adolph Hitler með sína herhvöt. Kemst til valda, tekst að sam- eina þjóðina og koma skipulagi á iðnað og viðskifti og mun starf hans á þeim sviðum, að ýmsu leiti hafa borið góðan árangur. Mest kapp lagði hann samt á það að hervæða þjóðina bæði á sjó og landi — og ekki síður má segja í lofti. Með þeim afbrigð- um að nágranna þjóðum stendur hinn mesti geigur af. Hann er orðinn átrúnaðargoð þjóðar sinnar — gerir innreið sína í Ruhr héruðin — bætir Austurríki við Þýzkaland, alt þvert ofan í Versala friðarskil- málana. Nú vil eg fara nokkrum orðum um deiluna sem Hitler stofnaði til við Czecho-slóvakíu út af Sudeten Þjóðverjum. Czecho-Slóvakía lýðveldið tek- ur yfir § af gamla Bæheimi og $ af Moravia. Landamæri voru látin fylgja fjallgörðum þar sem unt var og tillit tekið til þess, að ráðum Marshall Foch, að landið væri hentugt til varnar — gamh' Bæheimur var kallaður “vígi Evrópu”. Foch mun hafa grun- að að á þá yrði leitað af hinum herskáu nágrönnum þeirra, enda hefir það komið á daginn. Tékkarnir tóku þessari bend- ingu og bjuggu vel um sig — höfðu öflugan her og í landi þeirra voru stærstu hergagna smiðjur heimsins, hinar frægu Skoda verksmiðjur, pem fram- leiddu einnig bifreiðar og ýmsa þunga vöru. Tékkarnir, sem lengi höfðu þolað kúgun og á- þján undir Hapsborgarættinni, fýsti ekki að komast aftur undir þýzk hervöld. Stjórnarskrá lýðveldisins var óvenjulega frjálsleg og trygði öllum minnihluta þjóðflokkum jafnrétti fyrir lögunum og rétt til viðhalds þjóðernis, tungu, menningar og trúar. Kunnug- um bar saman um það að hvergi í Evrópu hafi verið farið eins vel og sanngjamlega með minni- hluta þjóðbrot (sem svo mikið er af í Evrópu) eins og í Tékkó- slóvakíu. Gyðingar áttu þar einnig griðland og friðland. — Fyrsti forseti lýðveldisins, hinn góðfrægi lærdómsmaður Masar- yk, lagði ríkt á að fara vel með minnihluta flokkana og hinn gáf- aði eftirmaður hans Eduard Benes, hélt þeirri stefnu áfram. Af íbúum landsins eru Tékkar og Slóvakar (náskyldar þjóðir) til samans nærri 9 miljónir, af Þjóðverjum eru um 31/2 miljón. Það hefir verið staðhæft ný- lega í ísl. blaði að Versala samn- ingarnir hafi “klofið 3V2 miljón Þjóðverja frá þjóðlandi sínu.” Sannleikurinn er sá að þessi landspilda sem þessir Þjóðverjar búa á hefir aldrei tilheyrt Þýzkalandi. Þessir Þjóðverjar fluttu inn í Bæheim, byrjuðu á 13. öld, og hafa staðnæmst þar. Nú víkur sögunni að Hitler. Hann kemur auga á Skoda hergagnasmiðj- urnar og honum verður það ljóst að þær myndu verða hreinasta gersemi í höndum hins hrein- ræktaða' aryanska-germanska þjóðflokks. Og nú byrjar um- hyggja hans fyrir hinum hreldu og hrjáðu Sudeten Þjóðverjum. i Hitler farast svo orð í bók sinni “Mitt stríð” að það megi með áróðri (propáganda) “telja fólki trú um að himnaríki sé helvíti eða að helvíti sé himnaríki”, með vænlegnum árangri, og honum hefir orðið furðanlega ágengt með sitt propaganda. — í byrjun bar áróður hans lítinn árangur, sem sjá má af kafla úr ræðu er Konrad Henlein, leiðtogi Sudet- en-manna flutti í okt. 1933. “Velferð Sudeten-manna er ó- aðskiljanlega tengd velferð Tékkóslóvakíu lýðveldisins. — Vér erum sammála um að vera hollir borgarar þessa lýðveldis. í meir en 1000 ár hafa Þjóðverj- ar og Tékkar búið saman í þess- um löndum og afkoma þeirra sameiginleg í blíðu og stríðu. Það væri að neita sögulegum staðreyndum ef vér viðurkend- um ekki að þessi héruð, þrátt fyrir það þó iþau séu bygð af tveim þjóðflokkum — hafa ætíð átt sameiginlega framþróun — í hundruð ára hafa þessi héruð verið skipulögð sem stjórnar- farsleg og hagsmunaleg eining Að leggja áherzlu á þetta er skylda vor Sudeten manna. — STEFNA FEDERAL I HVEITI MÁLINU Stefna Federal Grain Limited er sú, að styðja kröfur “Western Committee on Markets and Agri- cultural Re-adjustment” sem fer fram á: (a) Að söluráðið haldi áfram fyrir 1939-40. (b) Að ákvæðisverð sé sett, er sé ekki lægra en 80c fyrir númer eitt Northern, í Fort William. (c) Að bændur séu styrktir, sem ekki hafa nægi- legt fóður og fyrir uppskerubresti verða vegna þurka. FEDERAL GRAIN LIMITED Síðar í ræðunni segir hann: “Lýðveldis stjórnar fyrir- komulagið er sérstaklega verð- mætt fyrir vort Sudeten fólk. Með því einu er mögulegt að haga svo stjórn að Sudeten-búar njóti áhrifa sinna. Það er vor rótgróin sannfæring að nazismi og fasismi tapi öllum tilveru- mögulegleikum sínum við landa- mæri vors lands og geta alls ekki flutst til okkar eða átt við vorar kringumstæður.” En hverju má ekki orka með áróðri. Síðar varð Jíondrad Henlein tilberi og umboðsmaður Hitlers. f apríl 1938 sendir Henlein Tékkóslóvakíu stjórninni 8 kröf- ur fyrir hönd Sudeten manna. Stjórnin samþykti 7 af þeim, því hún var eftirgefanleg og samn- ingsfús eins og frekast verður á kosið, en 8. kröfunni, um það að Nazismi yrði innleiddur í hér- uðin og þau yrðu sjálfstæð, neit- aði hún af sömu ástæðum og Henlein tekur fram í sinni eigin ræðu áður fyr. Nú harðnar rimman. Cham- berlain sendir Lord Halifax til Tékkóslóvakíu til að miðla mál- um. Ferð hans virðist hafa orðið þýðingarlaus og árangurs- laus ,enda lítils að vænta af hon- um. Hitler hótar herhlaupi á hendur Tékkanna. Tékkar búast til varnar. Buðu nú tugir þús- unda af þessum Sudeten Þjóð- verjum sig í herþjónustu til landvarnar. Kærðu sig ekkert um að “frelsast” af nazistum og komast undir umráð þeirra. Tékkóslóvakía hafði loforð um vernd lýðveldisins ef á það væri ráðist frá Frökkum, Bretum og Rússum, (Ráðstjórnar banda- ríkjunum). Rússar kröfðust að deilan Iværi tekin til meðferðar í þjóðabandalaginu. Chamberlain er því andvígur, enda lagt drj úg- an skerf til að eyðileggja áhrif þess og myndugleika. Litvinov, fulltrúi rússnesku lýðveldanna, var ekki myrkur í máli, kvað hann Rússa reiðu- búna að halda öll sín loforð til verndar Tékkóslóvakíu sameig- inlega með Frökkum og Bretum. Nú reyndi á drengskap Frakka og Breta. Chamberlain tekur þá upp það óheilla ráð að hrinda Rússum frá og að því er virðist, reynir hann að kljúfa samband Frakka og Rússa. Nú nær hann Daladier í lið með sér til að svíkja Tékkóslóvakíu og sama sem ofurselja hana í hendur Hitlers. Þetta kallaði hann svo “appeasement”. Hefir þetta orð verið þýtt þannig: “Að kasta annara þjóða skrokkum í hungr- aða úlfa.” Þessi friðarengill með regn- hlífina flýgur nú 3 ferðir til Hitlers og hafa nokkrar væmn- ar og velgjulegar lofgerðar klausur verið ritaðar um þetta frábæra afrek hans. Engin gróði eða vinningur er sjáanlegur af flugferðum þess- um. Hann fær engu um þokað í nokkra sanngirnisátt. — Þessi harmskrípaleikur endar svo með hinum illræmdu Munich samn- ingum, eða réttara sagt uppgjöf, því Tékkóslóvakíu var ekki einu sinni leyft að hafa málsvara. Tékkunum er nú tilkynt að land þeirra verði limað í sundur og að þeir verði að gefast upp 0g láta af hendi það sem heimt- að verði, en sýni þeir nokkurn mótþróa verði engrar hjálpar að vænta frá Frökkum og Bret- um. Tékkarnir voru sem steini- lostnir yfir þessum ódrengskap. Þeir voru búnir til varnar landi sínu og sumir í skotgröfum. Sagt var að sumir hefðu neitað að faráúr virkjum og skotgröf- um fyr en þeim var ógnað með vélabyssum og hafi þeir þá farið úr virkjunum með tár í augum. Chamberlain heldur nú heim eftir afreksverk þetta gleið- myntur og brosandi og segist koma með “frið með heiðri”!!! og fer að skemta sér við laxa- veiðar. G. H. Wells hefir spáð því, að af honum verði reist standmynd á stalli með fiskistöng og regn- hlíf. Með þessari meðhöndlun mál- anna stofnaði Chamberlain friðn- um í hinn mesta voða og fórn- aði lýðveldinu Tékkóslóvakíu öldungis að óþörfu. Ef Cham- berlain hefði kosið samvinnu- leiðina sem var innan handar að gera — milli rússnesku lýðveld- anna—Frakka, Breta og Tékkó- slóvakíu, sem mikið munaði um, þá hefði engin hætta verið á því að Hitler hefði farið í stríð. — Þrátt fyrir “bluff” hans og dig- urmæli. Herforingjaráð hans er ekki með öllu vitskert. Það er ekki að furða að Ham- bro forseti norska þingsins fór- ust þannig orð, “að með Munich samningunum hefði lögmál frumskóganna verið innleitt í Evrópu.” í sama streng tók Richard Sandler, utanríkisráðherra í Sví- þjóð. Togstreitan út af Tékkósló- vakíu var ekki bara út af þessum þýzku-talandi íbúum, sem vitan- lega var ekkert illa farið með. Hún var líka um það hvort milli- þjóðasamningar skuli hafa gildi. Hvort drengskapur og orðheldni séu dygðir sem eigi að taka al- varlega. Hvort hinar smærri þjóðir eigi að hafa einhvem rétt á sér, eða hvort þær eigi að skoðast sem leiksoppar í höndum stórþjóðanna. Hvort Tékkósló- vakía sem var útvörður frelsis og lýðveldishugsjóna ætti að halda áfram að vera frjálst land eða embátt Hitlers. En þessi “mesti maður sem nú er uppi” hefir annað fleira til síns ágætis en að eyðileggja sjálfstæði Tékkóslóvakíu. Af- skifti hans af Spánarstríðinu, með hlutleysisnefndar skrípa- leiknum, sem bannaði lögmætri lýðveldisstjórn aðflutning á vopnum og verjum, en leyfði Hitler og Mussolini ótakmarkaða þátttöku í stríðinu með uppreist- arforingjanum og kvenna- og barna-morðingjanum Franco, sem Chamberlain hefir nú flýtt sér að viðurkenna sem herra landsins með ógeðslegum fleðu- látum, jafnvel áður en stríðinu er lokið. Honum tókst með þessari stefnu sinni að leggja spánska lýðveldið í irústir. Anthony Eden, sem hafði þá stefnu í utanríkismálum að á- herzla væri lögð á það að gerðir samningar milli þjóða Væru haldnir. Að orðheldni og heið- arlegheit réðu milliþjóða við- skiftum. Fyrir þetta hefir hann nýlega verið kallaður “pólitískur loddari”, en eg hygg að stefna Edens muni reynast hollari til viðhalds friði og frelsi í heimin- um heldur en uppgjafa og svika- stefna Ghamberlains, sem hefir ekki trygt nokkrum frið. Próf. Gilbert Murray í Oxford farast þannig orð um Chamber- lain í opnu bréfi er hann ritar í London Times. (Fyrst minnist próf. Murray á Baldwin fyrir- rennara Chamberlains fremur vingjarnlega). “En Chamberlain meðan hinn alvarlegri og hugs- andi hluti þjóðarinnar er dag- lega hreldur af hugsunum um hræðilegar kvalir og hörmung- ar sem dembt er yfir miljónir saklausra mannvera og svo af hryllilegum glæpum sem drýgðir eru gegn mannkyninu — þá kemur forsætisráðherrann svo fyrir að hann einhvern veginn skilur eftir það innfall — vafa- laust óréttlætt innfall — að hon- um standi alveg á sama um þessa hluti. Öll hlýyrði hans eru við kúg- arana, ofbeldismennia, en kald- yrðin til þeirra sem þjást. Hugg- unarorð hans lúta að því að sýna fram á að eftir alt þá geti þetta land grætt peninga á þjáningum annara. Hann virðist gersam- lega láta sig engu skifta þær • 1 WINNIPEG, 22. MARZ 1939 siðferðishugsjónir sem eiga hér djúpar rætur í brezku sálarlífi. Hann hellir fyrirlitningu á þj óðabandalagið. Það hlýtur að vera einhver leið til að sýna okkur að stjórn- in hefir einhvern siðferðilegan grundvöll sem stefna 0g starf hennar byggist á. Að hún sé ekki altaf reiðubúin að hallast á sveif þess sterka á móti þeim veikari, né heldur að ljóma af ánægju yfir hrakföllum hinna saklausu.” Svo mörg eru orð prófessors- ins en vandfundinn mun nokkur siðferðilegur grundvöllur fyrir stefnu Chamberlains í Spánar- málunum eða Sudeten deilunni. Afrek Chamberlains eru þessi: Lýðveldið á Spáni liggur í rústum, fasistastjórn í upp- siglingu þar. Sjálfstæði og at- hafnafrelsi Tékkóslóvakíu eyði- lagt. Samvinna hins ábyggi- legasta stórveldis — Ráðstjórnar bandaríkjanna — til viðhalds friðnum töpuð — að minsta kosti meðan Chamberlain er við völd. Þetta “appeasement” brölt hans svo þýðingar og gagns- laust, að jafnvel hann sjálfur er nú hinn ákafasti með hervæð- ingu Bretlands, sem hann hvorki hafði vit eða fyrirhyggju að gera í tæka tíð. Hann hefir svikið. hugsjón þjóðabandalags- ins og reynt að lítilsvirða það. Hann hefir fyrirgert traust og virðingu hinna smærri demo- kratisku þjóða, er þær báru til Frakklands og Bretlands en leit- ast við að innleiða stórvelda kúgunar pólitík. (“The Big 4” svipað 0g við Versalasamning- ana, nema Þýzkaland kemur nú í stað Bandaríkjanna). Á Englandi, þessu auðuga vélamenningarlandi, undir stjórn Chamberlain, eru 4 miljónir fólks sem líða meira og minna hungur og þar fyrir ofan 9 miljónir sem hafa viðurværi af svo skornum skamti að það full- nægir ekki kröfum um heilnæmt líf, og þessum náunga er tylt upp sem “samvizku Brezka veld- isins.” Eg skal gefa það eftir að hann hefir verið dyggur hlaupagosi og tilberi Hitlers og Mussolinis, en hinu vil eg halda fram, að hann hafi enga samvizku aflögu hvorki fyrir Bretaveldi eða nokkuð annað veldi. Hún er svo lítil að hún er ekki til skiftanna. Samvizka Breta hefir að vísu ekki æfinlega verið hvít. Það hljómaði einu sinni frá hörpu Klettafjallaskáldsins: “Og fyrir þína miklu menn og mannkyns gagn sem af þeim stóð þá áttu helga heimting á um höfuðglæp þinn níð að fá.” Chamberlain er fulltrúi auð- valds og íhalds á Englandi og af gullinu hefir hann gnægðir — þó alþýðan svelti. Eg enda með niðurlæginu úr “Transvaal”: “Hið enska gull skal fúna fyr en frelsis þrá er börð á dýr.” Friðrik Swanson Kaupið Heimskringlu Lesið Heimskringlu Borgið Heimskringlu “MERKIR SAMTIÐARMENN” Framh. Guðmundur ólafsson: . . . . Það er gott að minnast Guð- mundar Ólafssonar bæði lífs og látins. Hann var einn af þeim mönnum, sem eru gæfumenn, af því þeir eiga það skilið. Guð- mundur Ólafsson hafði óvenju- marga meðfædda eiginleika, sem voru vel falnir til að skapa traust og tiltrú. Hann var fríður maður og vel vaxinn, kurteis og prúður í allri framgöngu, hóf- samur í gleði og farsæll í störf- um. Hann átti marga vini og fáa eða enga óvini. Hann var óáleitinn við aðra menn, en bráð- fyndinn og beinskeyttur, ef hann /þurfti að verja sig. ^ Þórður Jensson: .... Þórður var einstæðingur alla æfi. Hann átti engin börn. Heimur hans var stjórnarráðið. Þar vann hann öllum stundum. Þar þekti hann hvern skjalapakka. Þar vissi hann um öll mál í sinni deild. Æðsta gleði hans var að gera skyldu sína, að vinna sem bezt og trúlegast, að láta aldrei neitt vera í ólagi, sem hann átti að sjá um. Hann geymdi oft mikla fjármuni og þar var alt í lagi. Hann var sjálfur eins og peningaskápur, sem engir að- komandi lyklar gengu að. Eng- inn maður vantreysti Þórði. — Allir, sem þektu hann, hefðu þorað að trúa honum fyrir heil- um farmi af demöntum. Guðmundur Björnson: . . . . Guðmundur Björnson hafði ó- trúlega fjölbreyttar gáfur, og hann setti ekki ljós sitt undir mæliker. Hann dreifði kröftum sínum eins og auðugur erfingi, sem hvergi sparar fjársjóðu sína. Guðmundur Björnson hljóp í skarðið hvar sem honum þótti vanta liðsmann og var jafnan þar sem sóknin var mest.------ Þegar Guðmundur landlæknir var á miðjum aldri, gerði Rík- arður Jónsson af honum eina af sínum beztu andlitsmyndum. f myndinni endurskína hinar miklu og fjölbreyttu gáfur. En auk þess hvarflar yfir andlitið dularfult, létt bros. Sumir hafa sagt, að það minti á hið tvíræða og dularfulla bros Mona- Lisa. Þessi mynd mun um langar, ó- komnar aldir geyrna andlits- drætti og yfirbragð þessa land- nema, sem var svo ótrauður liðs- maður í þeirri sveit, sem hefir gert hið nýja ísland að iþví, sem það er. Það, sem einkennir þessa kynslóð, er hið fjölþætta starf, hin mikla vakning, hin ó- trauða sókn og hið frjóa, skap- andi afl. Fyrir starf þessara manna hefir íslenzka þjóðin lyft taki heillar aldar á einum mannsaldri. Jakob Lárusson: .... Jakob Lárusson gaf keisaranum hvað keisarans var. Hann stundaði lexíunámið nógu vel til að fá góð próf og mikið af þeirri þekkingu, sem skólinn gat veitt. En sína dýrmætustu andans eign geymdi hann utan skólaveggjanna. En það voru hugsjónir hans, brenn- andi óskir um að þjóðin yrði frjáls, mentuð, starfsglöð, starfssöm og gifturík.

x

Heimskringla

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.