Heimskringla


Heimskringla - 22.03.1939, Qupperneq 3

Heimskringla - 22.03.1939, Qupperneq 3
WINNIPEG, 22. MARZ 1939 HEIMSKRINGLA 3. SÍÐA Magnús Helgason: .... Birt- ingaholdtsbræðurnir þrír, þeir er prestvígðir voru, mintu um mentun sína og framgöngu á beztu tegund kaþólskra kirkju- höfðingja. í kaþólskum sið er miklu meiri festa og arfgeng menning, þar sem bezt er til vandað, en í hinum sundurlausu mótmælendakirkjudeildum. — í bezt mentu leiðtogum kaþólsku kirkjunnar, gætir hins mikla arfs, og hins mikla andlega valds, sem flutt er þar með érfð- um frá kynslóð til kynslóðar. Magnús Guðmundsson: . ... í flokki Sjálfstæðismanna var hann áhrifamikill maður. Hann ýtti sér aldri fram til mann- virðinga, en var hlýr og tillögu- góður um alt samstarf í flokkn- og gætinn og varfærinn um framkvæmdir út á við„ Þegar nýliðar komu í flokkinn á Al- þingi, leituðu þeir venjulega á- sjár hjá Magnúsi Guðmundssyni um frumvörp og tillögur, meðan þeir voru að fá æfingu um þing- vinnuna. Og hann lét þessa hjálp í té með þeirri óeigin- gjörnu góðvild, sem lengi hefir einkent íslenzka sveitamenn. Daníel Daníelsson: .... Skip leggur frá landi í kvöld, áleiðis til fjarlægrar stórborgar. Með því fer mikill ferðamaður sína síðustu ferð. Líkami Daníels í stjórnarráðinu er sendur með þessu skipi til brenslu í bálstofu Kaupmannahafnar. Svo hafði hann mælt fyrir sjálfur. Sveinn ólafsson: .... Skap- ferli Sveins var þannig háttað, að hin ensku áhrif urðu þýðing- armest fyrir þróun hans. Hann var í hópi íslenzkra bænda og samvinnumanna hinn enskmót- aði jfyrirmaður. Inni í borginni og á þingi þjóðar sinnar var hann hinn þjóðholli, gætni og framsýni umbótamaður. Hann var í bænum ti^ að hafa áhrif á þjóðmál og hafa áhrif á samtíð sína. En hann var í sveitinni til að lifa þvi lífi, sem hann unni mest. — Ferðir hans tii höfuð- borgarinnar og til útlanda voru honum starfsnauðsyn, eins og Agli Skallagrímssyni, er hann var langdvölum frá Borg. Kristbjörg Marteinsdóttir: ... Þau Yztafellshjónin, Kristbjörg og Sigurður, munu lengi í minn- um höfð í sinni sveit, Köldukinn- inni. Þau voru nokkurskonar Friðþjófur og Ingibjörg, endur- borin úr hetjasögunni. Hún var kvenleg í bezta skilningi, vel vaxin, fríð, skörungur, þegar þess þurfti með, en 'lvenjulega fyrst og fremst boðin og búin til að bera áhyggjur annara, hjálpa öllum, sermhún náði til, einkum þeim, sem annars voru forsælu- megin í lífsbaráttunni. Jón Baldvinsson: .. . . f gáfna- fari Jóns Baldvinssonar gætti mest þeirra hygginda, sem í hag koma. Hann var framsýnn og ráðagóður í bezta lagi. Hann sá hættur og hættumöguleika öðrum mönnum betur. Var hann mjög sóttur að ráðum bæði af samherjum sínum og mönnum í öðrum flokkum. Hann var hinn bezti ráðunautur djörfum mönn- um og stórhuga, því hann sá öðrum betur afleiðingar nýrra á- taka. . . . Jón Baldvinsson minti um gáfnafar og lífsskoðun mjög á þá herforingja, sem ná mikilli frægð fyrir að verja land sitt, en hneigjast ekki til útrásar á ná- búa sína til nýrra landvinninga. Kristján H. Magnússon: . . . . Kaldir voru jöklarnir í ættlandi hans. Kaldir voru vindarnir, sem næddu um hann, þegar hann var að festa á línið liti og línur fs- lands, þegar það er bundið í klakadróma. En kaldari voru þó kveðjur samlanda hans, lista- mannanna, listdómaranna og þeirra, sem unnu list með ást hins afbrýðissama Farisea. Sigurður Fjeldsted: .... Sig- urður var ánægður í sínu ríki, með jörð sína, bygðina, landið og alla sína aðstöðu. Hann hugði lítt á stórbreytingu og átti ekki ætíð samleið með stéttarbræðr um sínum, sem ekki höfðu enn eignast nema konungsríkið hálft eða varla það. Sigurður var í- haldssamur að enskum sið. — Hann hafði erft og ávaxtað þau verðmæti, sem mikils voru verð, og honum þótti einsýnt, að ekki skyldi afhenda eða glata, til að fullnægja augnablikskröfu tízk- unnar. Einar H. Kvaran: . . . . Og undarlega vildi til, að þó að Ein- ar Kvaran væri að eðlisfari mikill friðarmaður og myndi hafa ver- ið kærast að eyða aldri sínum eins og Tennyson við skáldskap á hlýrri og fagurri strönd, um- vafinn af litfögrum og angandi blómum, þá höguðu atvikin því svo, að hann varð alla æfi liðs- maður í flestum meiriháttar herferðum, sem háðar voru á landi hans, frá því hann varð stúdent og þar til hann var kom- inn á elliár. Sigurður Kristinsson: . . . . í stétt íslenzkra kaupmanna var einn maður sérstaklega ritfær og mjög vel hæfur að mörgu leyti til að ráðast á samvinnu- félögin. Þessi maður var Björn Kristjánsson alþm. og fyrrum aðalbankastjóri í Landsbankan- um. . . . Bjöm Kristjánsson var einlæglega sannfærður um skað- semi kaupfélaganna. Hann hafði auk þess átt í höggi við þau og ekki fengið reist rönd við vax- andi gengi þeirra. Hann var vel gefinn, skapmikill, unni harðri félagsmálabaráttu og að ýmsu leyti vel vígfær. Þessi maður tók nú að sér að senda Sam- bandinu það tundurskeyti, er hann hugði að því myndi endast til aldurtila. Hann bjó til all- stórt rit með mikilli leynd og sendi það með pósti svo að segja hverju einasta samvinnuheimili á landinu. . . . Um það leyti, sem Sigurður Kristinsson flutti til Reykjavíkur, lýsti gáfaður Sunnlendingur honum á þessa leið: Hinn nýi forstjóri er með- almaður á hæð, grannvaxinn, fölur í andliti, dökkeygur með hrafnsvart hár. Hann er prúður í framkomu, kurteis og hlýr í umgengni. Hann er fámáll en tilllögugóður, og reynir *til lengstu laga að bjarga við hverju máli. En ef beitt er við hann frekju og yfirgangi, bregð- ur fyrir léttum roða á fölum kinnum, og glampa í augum. Þá víkur hann málinu til hliðar, og er ósveigjanlegur eins og klett- ur, unz tekin er upp betri og drengilegri málsmeðferð. Rögnvaldur Pétursson: . . . . Séra Jón (Bjarnason) hafði marga þá eiginleika, sem for- ingi þarf að hafa. Hann hafði brennandi trú á málefni sínu og að barátta hans væri réttmæt. Hann var fús að leggja alla orku sína í þessa baráttu, án tillits til borgaralegra hagsmuna. Hann var alla æfi fátækur maður og bjó í fremur þröngu og óásjó- legu smáhýsi. Að útliti minti hinn stórskorni alvarlegi trú- maður á suma af skörungum siðabótarinnar, eins og Calvin og John Knox. Hann þótti á- hrifamikill ræðumaður í kirkju og rithöfundur um trúmál, en í augum þeirra, sem ekki sáu hann eða heyrðu, eru ræður hans og ritgerðir aðallega sögulegar heimildir. Hin miklu áhrif hans lágu í því, að hann hafði óbifandi trú á málstað sínum. Þegar efinn heimsótti aðra, var sr. Jón öruggur. Til hans gátu allir leit- að, sem svignuðu undan andblæ tímans og þurftu styrktar við. Jafnframt hinni styrku trú, var sr. Jón gagnsýrður af íslenzkri þjóðernistilfinningu. Hann las stöðugt fornsögurnar og vitnaði að jafnaði til þeirra í ræðum sínum og greinum, engu síður én heilaga ritningu. Hugsjón hans var að safna löndum sínum í eina hjörð, bæði í trúarlegum og þjóðernislegum skilningi....... Rögnvaldur Pétursson gat, vegna lífsskoðanna sinna, verið kominn í beinan karllegg frá Jóni Lofssyni. Hann var ná- skyldur og mjög líkur um marga | hluti í skapferli og gáfnafari sr. í Arnljóti Ólafssyni. Arnljótur var prestur og, að því er bezt verður vitað, unitari. Hann var hagfræðingur, spakur maður í i lögum, þingskörungur, fésýslu- maður og þjóðrækinn í bezta i lagi. Jafnframt þessu lágu á vörum sr. Arnljóts spakmæli, gletni og stundum sárbeitt fyndni, sem lifir enn í minnum manna eins og vel kveðin fer- skeytla. Sr. Rögnvaldur líkist þessum merkilega frænda í, mörgum efnum. Hann er í einu trúmaður og gagnrýninn verald- arhöfðingi. Hann ihefir erft mikið af sjálfstæðistilfinningu stórbændanna í Skagafirði. — Hann var alinn upp í frjálsmann- legu bændahéraði í Dakota. — Það var þess vegna í ætterni, eðli, uppeldi og samtíðaráhrifum sr. Rögnvalds nægilega mikið til að gera hann óhjákvæmilegan andstöðumann sr. Jóns Bjarna- sonar, sem um kristindóm bygði á innblásturskenningunni. — En auk þeirra sr. Jóns og sr. Rögn- valds var nú fluttur til Winnipeg úr Dakota þriðji höfuðskörung- urinn í liði íslenzkra presta í Vesturheimi. Það var sr. Frið- rik Bergmann. — Sr. Friðrik var barn hins nýja tíma. Hann var aldavinur Einars Kvarans og um sumt andlega skyldur Haraldi Níelssyni. Hann lét strauma samtíðarinnar falla yfir sig. Framþróunarkenningin og hin nýja þýzka biblíugagnrýni höfðu áhrif á lífsskoðanir hans. Honum fanst sér vera óstætt með bókstafs- og innbláturs- trúna í fangi. Fyr en hann vissi af, var hann orðinn nýguðfræð- ingur. — Séra Friðrik hafði átt frænda sér nákominn, sem mjög i hefir gætt í félagsmálum íslend- inga og ekki sízt í kirkj umálun- } um. Hjálmar Bergmann lög- fræðingur var alinn upp í Dak- ota, svo að segja undir vemd- arvæng sr. Friðriks, er hann var prestur í Dakota-bygðinni. — Hjálmar hneigðist ungur að lög- vísi og lauk lögfræðiprófi í Bandaríkjunum og síðar í ensk- um lögum í Canada og gat þess vegna sótt og varið mál báðum megin við landamæralínuna. — Hann settist að loknu námi að í Winnipeg og gerðist þar lögmað- ur, og varð brátt einna fremstur maður í sinni stétt. Komu þar ekki aðeins til greina góðar gáf- j ur og skarpskygni, heldur engu; síður hitt, að hann var vandur að málum og allra manna kost- gæfnastur og þrautseigastur að rannsaka og brjóta til mergjar þau mál, er hann tók að sér á j annað borð. Hann hafði óvenju- legan áhuga á lögfræði og tók stundum að sér mál fyrir litla} eða enga borgun til að fylgjast j með, hversu gangverk laganna j starfaði við úrskurði um tiltekin j vandaatriði. Þótti íslendingum í Winnipeg gott að leita til Berg- manns, sem von var. — En í herbúðum sr. Jóns Bjarnasonar var annar maður, er var með vissum hætti sú brjóstvörn fyrir sinn söfnuð, sem Hjálmar Berg- mann var í liði sr. Friðriks. — Þessi maður var dr. Brandson. Hann hafði, svo sem fyr er get- ið, komið barnungur vestur til Dakota úr Dalasýslu með for- eldrum sínum og frændum. Hann hafði brotist gegnum læknis- fræðinám á unga aldri og þótti óvenjulega efnilegur maður. — Hann flutti tií Winnipeg og gerð- ist þar skurðlæknir, og fékk það orð á sig, að hann væri einn fær- asti handlæknir í öllu l^ndinu, enda varð hann fljótt kennari í sinni grein við háskólann þar í borginni. Síðar varð dr. Brand- son yfirmaður skurðlækninga- deildarinnar við háskólann í Winnipeg. Hann greiddi götu margra ágætra íslenzkra lækna í Vesturheimi og var af því bæði ástsæll og mikils virtur. Dr. Brandson var ekki aðeins mikill læknir, heldur áhuga- og áhrifa- maður um ýms félagsleg málefni og tók mikinn þátt í félagslífi ís- lendinga. Hann var snemma öruggur fylgismaður Jóns Bjarnasonar í safnaðarmálum, enda líkur honum um marga hluti, fastur og óhvikull í lund, mikill kappsmaður í deilum en raungóður og hjálpsamur í bezta lagi. Bjarni Runólfsson: ,. „ . . Bjarni Runólfsson var maðal- maður að hæð, fremur grannvax- inn, og virtist ekki vera burða- maður að afli, en mjúkur í hreyfingum og kvikur á fæti. Hann var dökkhærður, fölleitur í andliti, stiltur í framgöngu og manna háttprúðastur, hlýr og drengilegur í allri viðbúð. Hann var mikill vinur vina sinna, en óáleitinn við mótgangsmenn. — Hann var nauðleitarmaður hinn mesti, bæði sökum meðfæddrar hneigðar til hjálpfýsi og með því, að hann var flestum mönn- um snjallari að sjá úrræði og nýjar leiðir, þegar vanda bar að höndum. Böðvar Bjarkan: .... Eðlis- hneigð Böðvars Bjarkan dró hann í aðra átt. Hann var kom- inn af listrænni ætt. Hann var alinn upp við mikla náttúrufeg- urð. Og í byrjun starfsáranna valdi hann sér heimili á Akur- eyri, við hinn lygna djúpa fjörð, þar sem skógur og blómjurtir dafna einna bezt á íslandi, í skjóli hárra fjalla. í þessum mesta sólarbæ hérlendis reisti Böðvar Bjarkan sér lítið en list- rænt heimili, er hann nefndi “Sólgarða”. Hann lukti húsið í víðáttumiklum garði, þar sem reyniviður og litfögur blóm fylla loftið á sumrin með sætri angan, en í miðjum garðinum var, að sið Suðurlandabúa, fögur stein- þró með tæru lindarvatni. Vinir þeirra hjóna munu seint gleyma heimsóknum til þeirra að Sól- görðum.—Tíminn. OPIÐ BRÉF TIL “P. B.” Kæri P. B.: Eg byrja nú bréfmiðan til þíri með því að þakka þér innilega fyrir góða og skemtilega við- kynningu frá fyrri tíð. Eg sá fyrir nokkru grein eft- ir þig í öðru íslenzka blaðinu sem gefið er út í Winnipeg með fyrirsögninni “Stjörnuglópska”. Þetta þótti mér einkennileg yfir- skrift svo eg fór að athuga þessa “Stjörnuglópsku” þína nokkuð nákvæmlega. Auðvitað kann- aðist eg strax við að eg mundi vera nokkuð sljór í stjörnulíf- fræði rúmmálsfræði, aflfræði og þrýstingafræði. Nú vil eg í fá- fræði minni spyrja þig, getur rökrétt hugsun gert ráð fyrir þrýsting öðru vísi en í sambandi við afl? Er ekki afl og þrýsting eitt og hið sama? Svo er sagt að níu planetur og tuttugu og sex tungl sé í voru sólkerfi er athuga má með jarðneskum sjónfærum og áhöldum en hve margar ósýnilegar plánetur eru þar vita líklega fáir, en geta mætti þess til að hver planeta hefði ósýnilegan fylgihnött á svipaðan hátt og vér mennirnir höfum allir ósýnilegar fylgjur. Það er að segja ósýnilegar al- mennum sjónfærum. Eg spyr hvaðan ætti það að koma, þetta sem þú kallar þrýsting? Úr ljósvakanum? Sumar fræðibæk- ur segja oss að til séu f jórar teg- undir af ljósvaka en það vitan- lega er smágerfara efni en loft- tegundir, á þann hátt gera fræði- menn oss grein fyrir uppruna ljóss og hita og fleira. Það álíta sumir að munurinn á þéttleika tegundunum sé í ljósvakanum hlutfallslega eins mikill og mun- ur á föstu efni og fljótandi. Þá gera vísindamenn oss þannig grein fyrir rafmagni að það sé hreyfingar í mismunandi ljós- vaka tegundum er birtast oss sem hljóð, ljós, hiti, o. s. frv. Það er í einni ljósvakategund þetta voða afl sem hreyfir vélar af ýmsri gerð, stórar og smáar, og það getum vér með sanni sagt að framleiði “þrýsting” af sama uppruna. Er oss tjáð það sé það yfrirbrigði er veldur loft- öldum þeim er vér skynjum sem hljóð, en önnur tegund er uppspretta ljóss <og þá líka sjón- ar vorrar. Eftir þeirri þriðju ljósvaka sort berst það sem kall- að er hin æðri tegund rafur- magnsins. Fjórða tegund ljós- vaka er til en hún mun enn sem komið er tiltölulega lítið hafa verið rannsökuð. Raunvísindin eru ágæt eins langt og þau ná, en þeim verður svaravant við ýmsum spursmálum er vér velt- um oft fyrir sjálfum oss í huga vorum. Kæri P. B., mér þætti gaman að heyra þig útskýra betur þessa nýjung sem þér hefir dottið í hug, einhverntíma við hentug- leika. Það get eg sagt þér upp- hátt að eg kalla að þau blöð neiti sóma sínum sem vilja ekki birta okkar vísindalegu hugleiðingar. Með alúðar kveðju til þín og þinna. M. Ingimarsson ALÞINGI SETT Alþingi var sett í gær og hófst athöfnin á guð^þjónustu í dómkirkjunni, þar sem Sigur- geir biskup Sigurðsson prédik- aði. Að því bónu var gengið til Al- þingishússin og las forsætisráð- herra upp konungsbréf um að þing væri kvatt saman. Síðan sté Ingvar Pálmason, aldursfor. seti þingsins, í forsetastól og mintist Guðrúnar heit, Lárus- dóttur og Guðm. læknis Guð- finnssonar, sem átt hefir sæti á Alþingi. Þrír þingmenn eru ókomnir til þings vegna veikinda: Bergur Jónsson, Pétur Halldórsson og Þorb. Þorleifsson, en Jóhann Þ. Jósefsson dvelur erlendis í er- indum ríkisstjórnarinnar. Þá fóru fram forsetakosning- ar: Sameinað þing: Forseti: Haraldur Guðmunds- son, 24 atkv. Auðir seðlar 21. 1. varaforseti: Jakob Möller, 15 atkv., Bjarni Ásgeirsson 3 atkv. Auðir 27. 2. varaforseti: Bjami Ásgeirs- son, 23 atkv. Auðir 21. Skrifarar voru kosnir Thor Thors og Bjarni Bjarnason. Efri deild: 'Forseti: Einar Ámasön 1. varafors.: Magnús Jónsson. 2. varafors.: Siurj. Á. ólafss. Skrifarar: Bjarni Snæbjöms- son og Páll Hermannsson. Neðri deild Forseti: Jörundur Brynjólfss. 1. varafors.: Gísli Sveinsson. 2. varafor.: Finnur Jónsson. Skrifarar: Eiríkur Einarsson og Emil Jónsson. f dag eru fundir í báðum deild- um og sameinuðu þingi. Magnús Gíslason sýslumaður á Eskifirði tekur sæti á þing- GERANIUMS 18 fyrir lSc Allir sem blómarækt láta sig nokkuð snerta, æbtu >að fá útsæðis- pakka af Geraniums hjá oss. Vér höfum úr feikna bárgðum að velja af öllum litum, hárauð- um, lograuðum, dökk- rauðuan, crimson., ma- roon, Vermilion, scarlet, salmon, cer- ise, orange-red, Salmon-pink, brdght pink, peach, blush-rose, white blotch- ed, varigated, margined. Þær vaxa auðveldlega og blómgast á 90 dögum frá sáningu. Pakkinn 15c, 2 fyrir 25c, póstgj-ald borgað. Sáið nú. SÉRSTAKT TILBOÐ: 1 pakki af ofanskráðu útsæði á 5c, valið útsæði fyrir húsblóm, alt ólíkit og vex auð- veldlega inni. Verðgildi $1.25 — öll fyrir 60c póetgjald borgað. Pantið beint eftir þessari auglýingu. UNDRUNIN MESTA A ARINU 1939. Stór útsæðis og ræktunarbók, hin bezta sem enn hefir komið út. Yfir 2000 garðávextir, blóm, rósir, hnapp- ar, húsplöntur, hríslur, tré og ávext- ir. Hver siða skreytt myndum, marg- ar í náttúrlegum litum. DOMINION SEED HOUSE Georgetown, Ontario inu í stað Guðrúnar heit. Lárus- dóttur og var kjörbréf hans tek- ið gilt án athugasemda. Ekki bar til sérstakra tíðinda við þingsetningu í gær, að öðru leyti en því að fjármálaráðherra gerði það að tillögu sinni að flokkar skyldu skipast í sæti frá vinstri til hægri eftir flokkslit, en talið var alment meðal þing- manna, að erfitt myndi reynast að skipa rauðu flokkunum í raðir, með því að ekki væri vit- að að óreyndu hver þeirra væri lengst til vinstri, og gæti svo farið að flokksþrot í Framsókn hlyti það hlutskiftið. Annars munu þingmenn raða sér endanlega í sæti í dag, hvort sem farið verður að tilsögn fjármálaráðherra eða ekki. Fjárlögin lögð fram Forseti (H. G.) lýsti yfir því að fjárlagafrv. fyrir árið 1940 myndi verða útþýtt meðal þing- manna, sem og var gert. í fjárlagafrv. er gert ráð fyrir gjöldum, sem nema 16.7 miljón- um króna og er það mun hærra en tíðkast hefir undanfarin ár, þótt fjmrh. hafi ávalt kepst við að slá eigin met. Er það furðu einkennileg fjármálastefna að krefjast ávalt aukinna útgjalda samfara því sem avtinnuvegir vorir dragast saman og skortir fé til nauðsyn- legra framkvæmda. —Vísir 16. febr. Þegar Mark Twain, kýmnis- skáldið heimsfræga, var á yngri árum sínum ritstjóri blaðs nokk- urs í Missouri, skrifaði hjátrú- arfullur gamall lesandi blaðsins honum bréf og kvaðst hafa fund- ið kónguló í blaði sínu, og bað hann að segja sér, hvort þetta væri fyrirboði góðs eða ills. Mark Twain svaraði honum í blaðinu þannig: — Gamall lesandi! Það er hvorki fyrirboði góðs né ills, að þér finnið kónguló í blaðinu yðar. Kóngulóin tók sig til og las blað- ið okkar, til þess að ganga úr skugga um, hvaða kaupmenn auglýstu þar ekki, því þangað ætlaði hún undir eins að fara og vefa vef sinn í dyrunum; — hún vissi, að þar yrði hún ékki ónáð- uð framvegis með aðsókninni! KOL FYRIR KALDA VEÐRIÐ Winneco Coke ........................$14.00 perton Algoma Coke ......................... 14.75 “ Semet-Solvay Coke ................... 15.50 “ Pocahontas Nut ...................... 14.00 “ Bighorn Saunders Creek Lump........... 13.50 “ Foothills Lump ...................... 12.75 “ Heat Glow Briquettes ................ 12.25 “ McCurdy Supply Co. Ltd. Símið 23 811—23 812 1034 ARLINGTON ST.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.