Heimskringla - 05.04.1939, Blaðsíða 2

Heimskringla - 05.04.1939, Blaðsíða 2
X. SÍÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 5. APRÍL 1939 RÉTTMÆTI LETINNAR Eftir Pál Bjarnason Fyrir nærfelt sextíu árum síð- an birti Paul Lafargue, sem var tengdasonur Karl Marx, ritling þann, er hér fer á eftir; og af því hann lýsir svo skýrri þekk- ingu á atvinnumálum þess tima- bils og bendir á svo skynsamlega úrlausn mannkyninu til heilla, hefi eg afráðið að leggja fram efni hans hér fyrir íslenzka les- endur, í þeirri von að þeir sjái betur en þrælar annara þjóða rökin, sem höfundur ber fram, og ráðninguna, sem jafnvel þá var orðin ljós fyrir augum hinna skýrari manna. Afar margt viðvíkjandi starfs- málunum hefir breyst ákaflega síðan ritgerð þessi var samin, en eftir því, sem eg fæ bezt séð, eiga sömu rökin og sama úr- lausnin ennþá við, eigi síður en þá var. Grundvallar atriðin eru nefnilega enn, og verða ávalt, hin sömu, hversu flókin, sem við- fangsefnin kunna að virðast í fljótu bragði. Sé róttækilega í- grundað í fyrstu, stendur ráðn- ingin óhögguð um aldur og æfi. Heldri mönnum okkar eigin tíðar verður ekki varnað vits, og ekki heldur mannúðar, borið saman við það, sem áður var. En athafnasvið þeirra liggur oftast svo fjarri því, sem böli mann- anna veldur, að þeir íhuga það að jafnaði mjög lítið. Og svo ríkja hinar arfgengu skoðanir þeirra, sem með völdin fara, með svo miklum krafti að skyn- semin kemst ekki ávalt að. Þess vegna líta menn svo iðulega langt yfir skamt og slíta sér út á bjástri við eintóm auka atriði, sem ekkert lækna. Aðeins hinir eðlisgreindari meðal þrælanna hafa skilyrðin til að sjá sann- leikann í þeirri ráðgátu, sem er undirstaða allrar mannlegrar velgengni hér á jörðu. Og væri það að sönnu ærið nóg, 'ef ekki væri fyrir það, að þeir eru jafn- an uppnefndir æsingamenn og rægðir svo við alþýðuna, að verk þeirra liggja dauð og ónotuð, mann fram af manni. Fálm og draumórar Adam Smiths hafa til dæmis, notast sem kenslufag í skólum þjóðanna á meðan rit þetta, og önnur þvílík, hafa legið hljóð og ómetin í ruslakistum nokkurra einstaklinga í tvo mannsaldra. Er furða þó fólk- inu hafi komið illa saman og jörð vor, hin ágæta Eden Adams, hafi verið gerð að ömurlegum tára- dal, en lífið sjálft að glæp ? P. B. Formálsorð Á fundi mentamála nefndar- innar (í Frakklandi), sem hald- inn var árið 1849, sagði M. Thiers: "Mér er umhugað um að prestastéttin verði hér als- ráðandi, því eg treysti henni til þess, að gróðursetja þá lífsspeki, að maðurinn sé settur niður á jörðu hér til þess að þola og líða, en ekki til þess að njóta lífsins gæða." Og með því var hann að túlka hina grimmu sjálfúð og þröngu skoðanir þeirrar stéttar, sem hann tilheyrði. Þegar kaupmanna stéttin var að heyja sína baráttu við aðal- inn, sem kirkjan studdi, aðhylt- ist hún vantrú og frjálsar skoð- anir yfirleitt; en um leið og hún sigraði í baráttunni sneri hún við blaðinu og hefir síðan notað kirkjuna til stuðnings sér á hin- um pólitísku og hagfræðilegu sviðum. Á fimtándu og sextándu öldinni dáði hún óspart van- trúna og líkamsnautnir þær er kirkjan bannfærði. Nú á okkar dögum, þegar hún veltir sér í auð og vellystingum, neitar hún kenningum sinna eigin fyrri leiktoga, svo sem Rabelais og Diderot, og prédikar sjálfsaf- neitun yfir vinnulýðnum. Siða- lærdómur kapitalistanna, sem er, bezt sagt, hinn ömurlegasti útúrsnúningur kristninnar, for- dæmir allar þrár, og hvatir þræla sinna. Æðsta hugsjón hennar er að kefja svo kröfur þeirra og girndir að þeir geri sig ánægða með að erfiða eins og sálarlausar vélar, án afláts og án þakka. Forvígismenn sósíalismans verða því að taka upp hina fyrri stefnu og aðferðir borgarastétt- arinnar og herja á hina núver- andi afstöðu þeirra %gagnvart mannfélagsmálunum. Þeir verða að brjóta niður í hugum sam- herja sinna alla fordóma, sem sáð hefir verið þar aí hinu ríkj- andi valdi. Þeir verða að til- kynna hræsnurum allra siða, með ótvíræðum orðum, að jörð vor megi ekki, og skuli ekki, lengur vera eymdadalur og refsi- reitur fyrir erfiðisstétt mannfé- lagsins; að í hinu fyrirhugaða ríki, sem stofnað verður á frið- samlegan hátt ef hægt er, en annars með ofbeldi, verði þrám og hvötum fólksins gefinn laus taumurinn, því í eðli sínu séu þær allar góðar. Aðeins með því að gefa mann- kyninu tækifæri til að þroskast og njóta, á eðlilegan hátt, bæði til sálar og líkama, getur það náð hástigi siðgæðis og frama, eins og mannfræðingurinn Dr Beddoe hefir svo vel sagt. Og þannig, einnig, leit eðlisfræðing- jurinn Charles Darwin á málið, eins og kunnugt er. Rökfærslur þessar eru samd- ar í því skyni að andmæla rit- inu "Tilkall til Atvinnu", sem dreyft var nýlega út á meðal manna. P. L. RÉTTMÆTI LETINNAR I. Skaðvænleg kenning í hinum kapitalistisku lóndum er verkamannastéttin haldin af einkar einkennilegri innbyrlun, sem dregið hefir á eftir sér þann dilk, er ,haldið hefir bæði ein- staklingum og þjóðfélögum í stökustu eymd og kvalræði um fullra tveggja alda bil. Villa sú er atvinnuþrá manna, hin stjórn- lausa þrældómsfýst, sem engin linun virðist á, fyr en hver einstaklingur og afkvæmi hans eru úttauguð með öllu. Og í staðinn fyrir að mótmæla þeirri fíflsku breiða prestar vorir, hag- fræðingar og vandlætarar bless- an sína yfir verkið og dá þræl- inn fyrir hneigð sína. Blindir og skammsýnir menn eins og Þegar þér þurfið að senda peninga burtu skulum við gera pað fyrir yður mjög rýmilega Oss er ánægja að aðstoða yður við peningasendingar til Evrópu eða Bandaríkjanna THE ROYAL BANK OF CANADA ¦Eignir yfir $800,000,000; þeir vita sig vera, ætla þeir sér þá dul að taka guðum sínum fram í siðsemi og vizku. Veilir og fyrirlitlegir gera þeir tilraun að endurreisa það, sem guð þeirra hefir fyrirdæmt. Eg, sem þykist hvorki vera kristinn, ha'g- fræðingur eða vandlætari, skír- skota málinu frá dómgreind þeirra til guðanna og læt hinar ægilegu afleiðingar vinnunnar í kapitalistiskum sið kveða upp sinn réttláta dóm yfir kenning- arnar. í skjóli þess fyrirkomulags er þrældómurinn orsök allrar and- legrar hrörnunar og allrar van- sköpunar líffæranna. Berið saman hreinættaðan fola í hest- húisum Rothschilds, sem heill skari af tvífætlingum þjónar með ástundun, við hið þung- lamalega dýr, sem plægir jörð- ina, dregur mykjuna og flytur uppskeruna á búgórðum Norð- mannanna. Lítið á hinn tigna villimann, sem verzlunar trúboð- ar og trúarbragða prangarar hafa ekki náð að úrkynja með kristni sinni, kynferðissjúkdóm- um og vinnudýrkun, og rennið svo augunum til hinna hryggi- legu þræla vélamenningarinnar. Þegar við, í hinni upplýstu Evrópu, viljum líta mann í sinni eðlilegu líkamsfegurð, verðum við að ferðast til þeirra þjóða, sem fordómar hagfræðinnar hafa ekki enn losnað við fyrir- litningu sína fyrir öllum þræl- dómi. Spánn, sem því miður er nú óðum að spillast, getur enn stært sig af að eiga færri iðn- aðar stofnanir en vjið eigum tugthús og herskála; en hver, sem á snefil af listrænum anda, dáir og gleðst yfir að sjá hinn hnotbrúna þegn, teinréttan og stálfjaðraðan; og hjartað örf- ast við að sjá beiningamanninn, í sínum gauðrifna kufli, semja jöfnum hálsi við hertogann frá Ossuna. í augum þess Spán- verja, sem enn býr yfir hluta af sínu upphaflega eðli, er öll vinna mannskemmandi þrældómur. Á sínum gullaldar dögum litu Grikkir með viðurstygð á alla vinnu, og þrælunum einum leyfð- ist að erfiða. Á þeirri tíð spruttu líka upp stórmenni, svo sem Aristóteles, Aristophanes og Phidias; og það var þá sem að fáeinar hetjur brutu á bak aftur saman safnaðar hersveitir allrar Asíu í bardaganum við Mara- thon — sömu hersveitirnar, sem Alexander mikli sótti heim og yfirvann skömmu síðar. Spek- ingar fornmanna kendu fólkinu að forsmá vinnumenskuna, sem hina verstu niðurlægingu frjáls- borins manns; og skáldin róm- uðu iðjuleysið, sem hina dýr- mætustu gjöf guða sinna. í fjallræðunni hældi Jesús iðjuleysinu: "Lítið á liljur akurs- ins, hvernig þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna, en eg segi yður að Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo skrýddur sem ein af þeim." Og Jahve, hinn skeggjaði guð reiðinnar, varð tilbiðjendum sínum hið full- komnasta fyrirdæmi og ímynd letinnar. Eftir eina sex erfið- isdaga hvílist hann í iðjuleysi um alla eilífð. En hverjir eru þeir þjóðflokk- ar, hinsvegar, sem krefjast nú orðið vinnunnar sökum líffæra- legrar þarfar ? Það eru Auverg- nítar þessa ríkis; það eru Skot- arnir, Auvergnítar hinna brezku eyja; það eru Gallarnir, Auverg- nítar Spánar; það eru Pomer- aníumenn, Auvergnítar Þýzka- lands; og það eru Kínarnir, Au- vergnítar meginlandsins Asíu. Og hverjir eru svo þeir, sem æskja vinnunnar aðeins sjálfr- ar hennar vegna? Það eru búr- arnir út um landsbygðina og smá-kaupmennirnir í þorpunum; hinir fyrnefndu kengbognir yfir ökrum sínum, en hinir síðar- nefndu króaðir inni í kaup-stíun^ um, eins og moldvarpan í holu sinni, og rétta aldrei úr sér til að líta upp á náttúruna í kyrð og frelsi. JÓN JóHANNSSON BORGFORD Hann var fæddur að Hóli í Hörðudal í Dalasýslu þann 20. júlí 1866. Og var hann af góðu fólki kominn í báðar ættir. Faðir hans var Jóhann Jóhannesson Borgfjörð, Jóhannessonar frá Saurum í Laxárdal, Jónssonar, Bjarnasonar. Var Jóhann fædd- ur og uppalinn í Hörðudal. Móðir Jóns Jóhannssonar var Málm- fríður Jónsdóttir, Halldórssonar, og var hún fædd og uppalin í Leirárgörðum í Leirársveit í Borgarfirði, og komin af góðum og merkum ættum. Systir Jóns var Ingibjörg (dáin fyrir nokkr- um árum) sem giftist Sigurði Dalmann, ættuðum úr Múlasýsl- um, og bjuggu þau í Winnipeg. Bróðir Jóns er Magnús J. Borg- ford, nú búsettur að Gimli, Man., kvæntur Maríu Thompsen. Og uppeldis-systir Jóns er Ajma Ingibjörg Lárusdóttir, Guð- mundssonar, gift Sveini G. Kristjánssyni í Elfros, Sask. Þau hjónin Jóhann og Málm- fríður (foreldrar Jóns) fluttust vestur um haf, með börn sín, árið 1876 og settust að í Nýja- íslandi, og voru á Gimli bóluvet- urinn. Hefi eg heyrt til þess tekið, hvað vel þau reyndust mörgum, sem þar voru sjúkir og bágt áttu þann vetur. Árið 1877 settust þau að í Árnesbygðinni (í Nýja-fslandi) og voru þar þangað til um vorið 1882, að þau fluttust til Winnipeg. Var Jón sonur þeirra þá búinn að vera í vinnu á ýmsum stöðum, þó að ungur væri. Var fyrsta vistin, sem hann var í, hjá kynblending nokkrum, sem bjó við Rauðá, ekki all-langt frá Selkirk, Man. Þar næst var hann á gufubát, sem gekk eftir Rauðá, svo við járnbrautarvinnu, stundum vika- drengur á hótelum og við mat- reiðslu þar, og svo vann hann um tíma við sögunar-mylnur. Og á einni þeirri mylnu, langt fyrir austan Winnipeg, slasaðist hann. Segir Magnús bróðir hans svo frá: "Á sögunarmylnu misti Jón þrjá fingur. Eftir slysið var hann fluttur á bát margar mílur til læknis,.sem ekki var heima, og beið Jón heila nótt í kofa, einsamall, eftir lækninum, hald- andi um sárin, svo honum blæddi ekki út." Um tíma, eftir að hann varð fyrir þessu áfalli, gekk hann á skóla í Winnipeg, og sýndi hann mikinn áhuga við námið, enda var hann fluggáfaður og minn- isgóður. En á þeim árum áttu Og síðast en ekki sízt koma verksmiðju þrælarnir, kaupa- menn heimsins; hin mikla stétt, er innibindur framleiðendur allra þjóða og gæti endurleyst mann- kynið úr ánauð sinni, með því aðeins að gera sjálfa sig frjálsa — þrælastéttin, sem hefir svikið sitt eigið innræti, forsmáð sína sögulegu köllun og látið úrkynj- ast, með því að aðhyllast kenn- inguna um göfgi vinnumensk- unnar. Alt hennar böl heildlegt og sundurliðað, er sprottið af hinni óstjórnlegu fýsn hennar til að vinna; og hörð og hræðileg hefir refsingin verið. Framh. fátækir, íslenzkir unglingar í Ameríku lítinn kost á því, að stunda skólanám. Þeir urðu að hugsa um það fyrst og fremst, að vinna fyrir sér. Og Jón mun varla hafa sitið lengur á skóla- bekk en aðeins einn vetur (1885). Hann varð aftur að fara , og leita sér atvinnu sem dag- launamaður. Og var það oftast úti á járnbrautum, sem helzt var i atvinnu að fá, um þær mundir. Árið 1896 kvæntist Jón og gekk að eiga Mörtu Bjarnadótl- ur ívarssonar, og hét móðir hennar Kristín Helgadóttir. — Marta er fædd að Dröngum á Skógarströnd í Snæfellsnessýslu þann 20. september 1866. Börn þeirra Jóns og Mörtu eru þessi: Ethel, gift Ólafi Magnússon, að Leslie, Sask.; Málfríður, gift Skúla Björnson, að Foam Lake, Sask.; Kristín, Jóhann og Ingólf- ur. Hin þrjú síðastnefndu eru ógift og í heimahúsum hjá móð- ur sinni. Þau Jón og Marta voru í nokk- ur ár í Norður-Dakota, en flutt- ust svo til Saskatchewan árið 1905 og námu land nálægt Leslie, og þar var Jón til dauðadags; og var hann á síðari árum búinn að koma sér upp mjög fallegu heim- ili með aðstoð sona sinna. Hann lézt þann 16. júní 1938 og var jarðsunginn af séra Jakob Jóns- syni, að viðstöddu miklu fjöl- menni. Eg kyntist Jóni í Winnipeg á árunum 1882 til 1889, og var mér mjög hlýtt til hans og fólks- ins hans, |því að það var mér ávalt gott og vinveitt. Árið 1903 sá eg hann aftur nokkrum sinnum. Þá átti hann heima nálægt Mountain í Norður- Dakota. Var hann þá búinn að dvelja þar um nokkurt skeið, og hafði eignast þar marga góða vini. Svo sá eg hann við og við eftir að eg fluttist hingað til Elfros. Heyrði eg að öllum var hlýtt til hans, sem á hann mint- ust, og var hann alla æfi vinsæll maður. Enda gat það ekki öðru vísi verið, því að hann var góð- ur og drenglundaður maður, hreinskilinn og trygglyndur, og var ávalt reiðubúinn til að rétta þeim hjálparhönd, sem bágt áttu og þurftu liðsinnis við. Hefi eg oft heyrt þess getið, hvað hann var barngóður, og hvað hann fór vel með skepnur. Hann var fremur h^r maður vexti og beinvaxinn, og svaraði sér vel að gildleika, fríður sýn- um og einarðlegur. Hann var orðlagt karlmenni að burðum, snar í hreyfingum, fimleikamað- ur með afbrigðum á yngri árum, hafði glögt auga og óbilandi hugrekki. Og þurfti hann oft á því að halda á æsku-árunum, þegar hann var einn síns liðs í vinnu á járnbrautum og á sög- unarmylnum. Hann vildi ávalt íslendingur vera, og þoldi aldrei að annara þjóða menn hölluðu á íslendinga að raunarlausu. Eg man það glögt, að hann sagði það einu sinni við hérlendan mann: að við íslendingar æltuð- umst ekki til neinna sérstakra hlunnindæa af annara þjóða fólki; en á hinu þættumst við eiga heimtingu: að fá að njóta sannmælis. Og Jón yar tæplega tvítugur að aldri, þegar hann sagði þetta. Jón Jóhannsson Borgford var mætur maður, gáfaður maður, og góður heimilisfaðir. Hann var mjög bókhneigður og la^ góðar og fræðandi bækur og á- gæt tímarit. Og hann skrifaði prýðisgóða rithönd, þrátt fyrir hið mikla meiðsli, sem hann varð fyrir, í æsku, á sögunar- mylnunni, þar sem hann misti að mestu þrjá fingur á hinni hægri hendi. Hann var maður yfirlætislaus og dagfarsgóður, Ijúfur í umgengni og ávalt sann- ur vinur vina sinna. Og munu margir lengi minnast hans með hlýju vinarþeli og innilegu þakk- læti. J. Magnús Bjarnason SNJÓHVÍTUR OG HVERT BLAB MEÐ GÖÐU LÍMI--VINDL- INGARNIR LITA ÚT SEM BÚNIR SÉU TIL fVÉL VOGUE HREINN HVÍTUR Vindlinga Pappír TVÖFÖLD Sjálfgerð^* BRÉF TIL FRAMTIÐARINNAR Dr. Albert Einstein, hinn heimsfrægi höfundur afstæðis- kenningarinnar svonefndu, hefir ritað afkomendum vor jarðar- búa, þeim er uppi verða árið' 6939 e. Kr., bréf um ástandið í heiminum eins og það er nú, og hefir bréfið verið lagt í ram- byggilegan geymi og grafið undir húsastæði heimssýningar- innar miklu, sem halda á í New York á sumri komanda. í bréf- inu farast Einstein orð á þessa leið: Vér eigum marga hugvits- menn, sem gætu gert oss lífið allmiklu auðveldara en það er. Vér notum vélaorku til að ferð- ast um höfin og til að létta mönnunum allskonar erfiði. Vér höfum lært að fljúga og getum sent skilaboð og fréttir umhverf- is hnöttinn á raföldum ljósvak- ans. En framleiðslan og dreifing hennar er algerlega óskipulögð, svo allir lifa í sífeldum ótta við að verða undir í baráttunni um gæði lífsins. Ennfremur heyja þjóðirnar stríð hver við aðra öðru hvoru og slátra fólki hver fyrir annari, svo allir, sem nokk- uð hugsa fram í tímann, eru slegnir ótta. Þetta stafar af því, að vitsmunir og skapgerð fjöldans stendur svo langt að baki vitsmunum og skapgerð þeirra fáu, sem framleiða sönn verðmæti handa þjóðfélögunum, að ekki er saman berandi. — Eg vona að þér, sem lesið þessa lýs- ingu eftir 5000 ár, getið lesið hana með réttlátri hreykni yfir því að standa oss langtum fram- ar.—Eimreiðin. Það er venja víða um lönd, að baka sérstakar kökur, eða tert- ur, fyrir afmælisdaga, og skreyta þær eins mörgum kertum og af- mælisbarnið er gamalt. Þegar fólk eldist, verða kertin býsna mörg, og það þykir Skotum vera helst til kostnaðarsamt. Á dögunum átti Skoti 60 ára af- mæli, og konan hans bakaði náttúrlega afmælistertu. En í stað 60 kerta .var það ein raf- magnspera — 60 kerta pera. * * * Leikkonur í París hafa það fyrir venju, að kyssa slökkviliðs- menn á nýárdagskvöld. Það bóð- ar giftu og farsæld á nýja árinu. Það er sagt, að slökkviliðsmenn- ina hlakki mikið til nýársdags- kvöldsins og fjólmenni þá fyrir utan leikhúsin. * * * Blauta skó skuluð þér þurka með því að troða þá fulla með dagblöðum og skifta oft. Ekki má þurka skó við hita.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.