Heimskringla - 24.05.1939, Side 5
WINNIPEG, 24. MAÍ 1939
HEIM5KRINGLA
5. SfÐA
KLETTAFJÖLL OG
KYRRAHAF
Eftir Sig. Júl. Jóhannesson
“Eftir dúk og disk’’ var það
nefnt á ísandi þegar eitthvert
verk átti að vinnast, en var
dregið lengur en skyldi. Eftir
dúk og disk er það þess vegna
þegar eg loksins verð við nálega
ársgömlum tilmælum ýmsra vina
minna og klóra nú á blað nokkur
orð í sambandi við ferð vestur á
Kyrrahafsströnd.
Eg hefi verið fjörutíu ár hér í
landi nú í sumar. Eg hafði ferð-
ast og farið víða um Canada og
Bandaríkin. En þar er þó tvent
sem eg hafði aldrei séð nema í
huganum: það er Klettafjöllin
og Kyrrahafið. Þetta tvent
hafði mig þó lengi langað til að
sjá og skoða. Margir Strandar-
búar höfðu skýrt mér frá Kyrra-
hafsdrýðinni, þótt enginn hefði
gert það eins rækilega og vinur
minn Erlendur Gíslason í New
Westminster, bæði í lausu máli
og ljóðbundnu. Eg hafði því á-
kveðna mynd í huganum af þess-
ari vestrænu paradís veiðisældar
og veðurblíðu.
Af Klettafjöllunum og Steph-
ani G. átti eg einnig ákveðna
ímynd; hvorttveggja — þau og
hann — voru æfinlega í huga
mínum nokkurskonar tákn hins
stóra, sterka og aðdáanlega.
Já, eg hafði gert mér í hugar-
lund hvernig Kyrrahafið og
Klettafjöllin væru, þótt eg hefði
hvorugt séð: “Og svo eru fleiri”,
sagði K. N. f sambandi við það
dettur mér í hug saga um tvo
drengi,- sem voru að telja upp
afreksverk feðra sinna, bæði
sönn og tilbúin:
“Hefir þú séð Kyrrahafið?”
spurði Bjarni.
“Já,” svaraði Jón litli, “eg á
heima á Kyrrahafsströndinni.”
“Hefirðu þá séð Klettafjöll-
in?” spurði Bjarni.
“Auðvitað hefi eg séð þau!”
svaraði Jón.
“Veiztu hvernig Kyrrahafið
og Klettafjöllin urðu til?” spurði
Bjarni.
“Guð skapaði þau auðvitað,”
svaraði Jón.
“Ósköp ertu vitlaus!” sagði
Bjarni. “Eg veit hvernig þau
urðu til. Pabbi minn mokaði
heljarstóra gryfju og henti allri
moldinni og öllu grjótinu sem
kom upp úr henni í stóra hrúgu.
Svo varð gryfjan full af vatni
og það er Kyrrahafið, en Kletta,-
fjöllin eru hrúgan, sem pabbi
mokaði upp úr gryfjunni”.
Mínar hugmyndir um Kyrra-
hafið og Klettafjöllin voru býsna
langt frá veruleikanum þótt þær
væru ekki eins og hugmyndirnar
hans Bjarna.
Mér hafði verið boðið, að koma
vestur á Strönd og vera þav á
íslendingadegi beggja megin lín-
unnar. Eg hafði aldrei getað
kómið því við þangáð til í fyrra.
Eg þekti marga þar vestra og
vissi hversu mikla skemtun og
ánægju eg hefði af förinni, því
allir sem þangað höfðu farið og
þar höfðu ferðast, höfðu sömu
söguna að segja um gestrisni og
góðar viðtökur hjá þeim Strand-
arbúum.
í fyrra sumar var eg loksins
albúinn að reyna að prófa alla
þessa hluti.
Við lögðum af stað, konan mín
og eg, 26. júlí. Veðrið var svo á-
gætt að það hefði ekki getað
verið betra þótt það hefði verið
pantað frá Eaton, og við hlökk-
uðum til ferðarinnar eins og
krakkar.
Við tókum okkur far með
Kyrrahafsbrautinni (C. P. R.)
og biðum stundarkorn á stöðinni.
Þar var fjöldi manns, bæði þeirra
sem voru að fara og einnig
hinna, sem fylgdu vinum og
vandafólki úr garði. Þegar inn
í lestina var komið tók sér hver
bólfestu í sínum vagni og valdi
'sér verustað rétt eins og þegar
ivalin eru heimilisréttarlönd.
Þegar lestin skreið af stað
horfðu flestir út um gluggana
þangað sem mannfjöldinn stóð
og veifaði hvítum klútum; allir
sýndust klútarnir eins og þeim
ivar veifað af mismunandi hönd-
um og þeir voru tákn mismun-
andi tilfinninga sem þeir einir
iþektu, er hlut áttu að máli. Litli
hvíti klúturinn táknaði sumstað-
jar gleði, sumstaðar sorg, sum-
j staðár kvíða, sumstaðar ótta-
blandna von. Það er tæplega
hægt að hugsa sér stað betur til
iþess fallinn að sjá og skilja lífið
jí sínum breytilegustu og sönn-
ustu myndum en einmitt á fjöl-
sóttri járnbrautarstöð — helzt
.þegar lestin er að leggja af stað
og allir skiftast á kveðjum i
hljómi eða í hljóði.
Framh.
Þegar þýzkur bókmentafræð-
ingur sekkur sér ofan í setningu,
sjáum við hann ekki aftur f.vr
Jen hann kemur upp hinum megin
Atlantshafsins með sögnina úr
setningunni í munninum.
Mark Twain
Armeníumenn eru stóreygðir
vegna þess, að þjóðn hefir í
þúsund ár lifað við sífeldar ógnir
jog hörmungar.
Franz Werfel
ÍSLANDS-FRÉTTIR
Þorskfiski í Reyðarfirði
Ásmundur Helgason, bóþdi á
Bjargi við Reyðarfjörð hefir
j skrifað Tímanum fréttir úr
| bygðarlagi sínu. Segir þar með-
al annars á þessa leið: Hér í
j hrepnum, Helgastaðahreppi, eru
23 bæir og víða fleirbýli. Hafa
j þorskveiðar verið stundaðar
ijafnhliða landbúskapnum frá ó-
munatíð. En síðan dragnóta-
| veiðar tóku að tíðkast hér, hefir
þorskfiskur horfið af miðunum
að heita má. Er hálfgert vand-
> WELCOME
to
f
THEIR MAJESTIES
KING GEORGE VI
ræðaútlit með afkomu þeirra, er
ásamt smáu landbúi hafa mteð
litlum tilkostnað aflað sér lífs-
viðurværis úr sjónum.
—Tíminn, 4. maí.
* * *
Magnús Stefánsson hlaut 1. verð-
laun í kvæðasamkepni sjómanna
Sjómannaráðið efndi til verð-
launsamkepni milli skáldanna
um beztu sjómannaljóð.
42 skáld sendu kvæði og af
þeim hlutu tvö verðlaun. í dóm-
nefndinni voru Guðmundur
Finnbogason landsbókavörður,
Sigurður Nordal prófessor og
Geir Sigurðsson skipstjóri.
Fyrstu verðlaun, kr. 150.00
hlaut Magnús Stefánsson og 2.
verðlaun (50 kr.) Jón Magnús-
son. Verðlaunakvæði Magnúsar
Stefánssonar er svohljóðandi:
íslands Hrafnistumenn
lifðu tímamót tvenn,
þó að töf yrði á framsóknarleið,
eftir súðbyrðings för
kom hinn seglprúði knör,
SKÝIÐ
Percy Bysshe Shelley
Eg regn læt falla um hlíð og hjalla
frá hafi og elfarstraum.
Minn skuggi er líf hverju laufi og hlíf
er landið eg vek af draum.
Af vængjum mér drýpur dögg: hún krýpur
um dali og líf út brýst.
Sem mýkt fær hvern harm við sinn móður barm
á möndli er um sól hún snýst.
Mm útrétt hönd stráir hagli á lönd
og hvítmálar græna kinn
Sem þíði eg á ný við mitt þrumuský
og þruman er hlátur minn.
Af vetrarins mjöll eg fylli fjöll
og furuna í snjóinn gref.
Svo hvíli eg rótt í hvítri nótt:
við hjarta stormsins eg sef.
Þá skýbólstrar gjósa og leiftra ljós
þar lýsir mér Elding glæst.
En þruman undir þá brýst um bundin:
hún bíður í dróma læst.
Yfir land og haf með sitt ljósatraf
hún leiðina vísar mér.
í ástljúfum draum sína eðlisstrauma
í úthafsins bláma hún sér.
Yfir móa og mel, yfir gjótur og gil
yfir grundir og vötn hún fer
í framtíðardraum við fjall og straum
hún frelsið á örmum ber.
Á meðan eg ríð eftir röðul hlíðum,
í regnið hún breytir sér.
Er árröðull fagur, hinn augnhvassi Dagur
á eldvængjum breiðum fer.
Og hleypur á bak mínu brunandi flaki,
þá bana fær stjarna hver.
Sem hæst í klettum með feigðar-fettum
við fjallskjálftans bylgju slátt,
Sæti valur: en svifi yfir dalinn
á sólgeisla-vængjum brátt.
Um sólarlagsstund falla blómin í blund
í blænum með ást og frið.
Og kveldroðinn lit á löndin setur
við Ijósdjúpsins opnu svið.
Með lokuðum væng í loftsins sæng
eg legg mig að dúfna sið.
Sá -kringluleiti, sá fulli og feiti,
sem festi sér Mánanafn,
Mánuði tólf hann treður mitt gólf
og tætir mitt lagðasafn.
Hvert sem eg fer hann fylgir mér
og fótspor hans englar sjá.
Er fætur hans þak mitt brjóta og bak mitt,
þá birtist mér stjarna smá.
Mig hlægir að sjá þær þyrlast hjá
sem þjótandi flugnasveim!
Þá rifa eg mitt tjald við minn rökkur fald
unz rofar um víðan heim,
Og úthafsins lind er sem máluð mynd *
af Mána og Stjörnugeim.
Þá sólarljómann eg drep í dróma:
í daggperlur Mána bind.
Eldfjallaskari og stjörnur stara
á mín stórsegl í hvirfilvind.
Sem brú milli landa þau brimhvít standa.
Þau brýtur ei Stormsins hönd.
Sólgeislabak er mín sólhlíf og þak
með sæti við fjall og strönd.
Það sigurhlið er mitt sjónarmið
er svíf eg á himin braut.
f bláloftsins hæð, þar sem ríki eg ræð
með Regnbogans litaskraut.
Er röðull klár greiðir rósbjart hár
eg regn legg í jarðarskaut.
QUEEN ELIZABETH
W. J. LINDAL
Mitt líf, það er saga láðs og lagar:
eg lifi við himins eld.
Við upphimins skaut eg brýt mér braut:
eg breytist, en lífi held.
Við skúranna hvörf verður skýja þörf
þá skinið fær sólin hrein
Og vindur og sól á veldisstóli
veðrinu ráða ein.
Mig hlægir það stríð; við minn bautastein bíð:— '
en eg brýst út í geiminn, frí
Sem gróandin sár, eða úr gröf rísi nár
geng eg aftur og ríf hann á ný.
S. E. Björnsson
eftir seglskipið vélknúin skeið.
En þótt tækjum sé breytt,
þá er eðlið samt eitt,
eins og ætlunarverkið, er sjó-
mannsins beið.
Hvort sem fleytan er smá
eða seglprúð að sjá
og hvort súðin er tré eða stál,
hvort sem knýr hana ár
eða reiði og rár
eða rammaukin vél yfir ál, —
hvert eitt fljótandi skip
ber þó farmannsins svip,
hann er ferjumiar andi og haf-
skipsins sál.
Hvort með heimalands strönd
eða langt út í lönd
á hann leið yfir ólgandi flóð,
gegn um vöku og draum
fléttar trygðin þann taum,
sem hann tengir við land sitt og
þjóð.
Þegar hætt reynist för,
þegar kröpp reynast kjör,
verpur karlmenskan íslenzka
bjarma á hans slóð.
íslands Hrafnistumenn
eru hafsæknir enn,
ganga hiklaust á orustuvöll
út í stormviðrin höst,
móti straumþungri röst,
ýfir stórsjó og holskefluföll
flytja þjóðinni auð
sækja barninu brauð,
færa björgin í grunn undir
framtíðarhöll
—Alþbl. 28. apríl.
* * *
Mildur vetur austanlands
Veturinn, sem nú er liðinn,
hefir verið hér eystra einn með
þeim beztu, er aldraðir menn
muna, síðan 1879—80. Sá vetur
var með afbrigðum góður aust-
anlands. Á eftir kom ísa- og
frostaveturinn mikli 1880—81.
Þá var hægt að aka á ís um alla
Austfirði og sumstaðar út fyrir
nesin milli fjarðanna. Þá komu
og bjarndýr að landi. f haust
festi ekki snjó í bygð fyr en 29.
desember, en þá kom nokkur
fönn með 9 stiga frosti mest.
Með þorra hlánaði aftur og jörð
kom upp og tók ekki fyrir útbeit
eftir það, nema dag og dag sök-
um veðurs.—Tíminn, 4. maí.
* * *
Kartöfluræktunin
f Reykjavík eru eigendur
kartöflugarða sem óðast að búa
þá undir sáningu og munu marg-
ir hafa notað sunnudaginn síð-
asta og það frí, er gafst frá
venjulegum störfum 1. maí til,
þess að stinga þá upp og vinna í
Þér 8em notið—
TIMBUR
KAUPIÐ AF
THE
Empire Sash & Door
CO., LTD.
BírgHlr: Henry Ave. Ia*t
Sfmi 95 551—95 5S2
Skrifstofa:
Henry og Argyle
VERÐ - GÆÐI - ÁNÆGJA
þeim að öðru leyti. Sumir munu
jafnvel byrjaðir að sá kartöfl-
unum en aðrir byrja á því næstu
dagana. Víðast sunnan lands
og suðvestan og víðar um land
er eða verður byrjað að vinna í
kartöflugörðum á næstunni,
þegar moldin er orðin nægilega
þurr, og ef ekki kólnar því meira
að. Telja má víst að sáð verði í
ár mun meira af karötflum, en
yerið hefir enda er kartöflurækt
áreiðanlega ekki síður vænleg
til ábáta í þeim sveitum, sem
hafa góð skilyrði til garðyrkju,
en aðrar greinar búnaðar.
—Tíminn, 4. m'aí.
* * *
Norskt félag heimtar
nýlendu sína — ísland!
Norska félagið “Norsk-dansk
abning”, sem hefir sett sér það
markmið að krefjast af Dan-
mörku þess, sem Noregur hafi
orðið vanhaldinn um í viðskift-
um við það land, hélt nýlega
aðalfund sinn í Oslo.
Á fundinum gerðu nokkrir
ræðumenn kröfu til þess, að
norska stjórnin gerði ráðstafan-
ir til að endurheimta nýlendur
sínar, ísland, Færeyjar og Græn-
land. í tilefni af þessum kröfum
hefir norski yfirlæknirinn
Scharfenberg skrifað hvassorða
grein í “Arbejderbladet” og seg-
ir meðal annars að slíkar kröfur
séu ekkert annað en þjóðernis-
legur barnaskapur og hugarórar.
ísland sé nú til dæmis sjálfstætt
og fullvalda ríki, sem auk þess
hafi aldrei verið norsk nýlenda.
Slíkar kröfur ,sem þær, að ísland
gerðist nú norsk nýlenda, yrði þá
að bera fram við hina íslenzku
ríkisstjórn og alþingi, því að
það sé vitanlega þýðingarlaust
að ræða slíkt mál við Danmörku.
En höfundurinn kveðst geta full-
vissað samlanda sína um það, að
hin djarfa íslenzka þjóð óski ekki
neins ríkisréttarlegs sambands
við Noreg, sem hvorki sé megn-
ugur þess að veita fslendingum
fjárhagsleg hlunnindi eða hern-
aðarlega vernd.—Alþbl. 2. maí.
A Loyal Welcome
to
KING GEORGE VI
and
QUEEN ELIZABETH
SPEIRS RflRNELL
666-676 ELGIN AVE. PHONE 23 881